Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN,- 27. JÚLÍ, 1950 7 Verkamaður í víngarði gleðinnar í 60 vetur Rabbað við Friðfinn Guðjónsson, hinn vinsæla og kunna leikara, sem á 60 ára leikafmæli í dag „Hláturinn lengir lífið“, er gamalt og gilt spakmæli hafið yfir allan efa, og ættu menn að benda á þann íslending, sem vakið hefði flesta gleðihlátra meðal landa sinna, mundi margur nefna Friðfinn Guðjónsson, sem á sextíu ára leikafmæli í dag. Og þegar maður hittir Friðfinn á götu glaðan, reifan og beinan í baki, þá er ekki fjarri lagi, að manni fljúgi í hug, að hlátrarnir, sem hann hefir hlegið fyrir aðra á lífsleiðinni hafi jafnvel lengt hans eigið líf dálítið. Tíðindamaður blaðsins hitti Friðfinn snöggvast að máli á heimili hans í gærkveldi og rabbaði við hann stundarkorn. Leikið í minningu Helga magra. — Hvað varstu gamall, þegar þú lékst fyrsta hlutverkið? — Ég var víst 19 ára, segir Friðfinnur. Það var á afmælis- hátíð, sem haldin var til að minn ast þúsund ára landnáms Helga hins magra í Eyjafirði. Leikritið var samið af Matthíasi Jochums- syni. Ekki varð samt ipeira um leikstarfsemi mína á Akureyri þá, því að ég fór þaðan skömmu síðar. — Og hvert var haldið? — Til Danmerkur. Þar hélt ég áfram prentiðn og lauk þar námi 1890. En alltaf gaf ég leik- listinni gaum með öðru eyranu. Síofnandi þriggja prenlsmiðja. — Og hvar barstu svo niður, þegar þú komst heim? — Auðvitað þar, sem fyrst er komið að landi, þegar siglt var styztu leið til íslands — á Seyð- isfirði. Stofnaði þar prentsmiðj- una Austra 1892. Þar var ég hálft annað ár, en síðan ætlaði ég aftur til Danmerkur. Þá kom dálítið bobb í bátinn. Skæð veiki gekk í Kaupmannahöfn, og mér var ráðlagt að fara þangað ekki að svo stöddu. Nam ég því staðar' í Færeyjum og vann í prentsmiðju blaðsins „Dimma- lætting“ í þrjá mánuði. Hvarf síðan aftur heim til Islands og leitaði á vesturhorn landsins. Ég réðst til Prentfélags ísfirð- inga 1895 og starfrækti þar „Grettisprent". Þangað gerði ég ágæta för, því að þangað sótti ég konuna mína. Friðfinnur er kvæntur Jakob- ínu Sigríði Torfadóttur skip- stjóra á ísafirði. Fór ég að því búnu suður til Reykjavíkur og stofnsetti Prentsmiðjuna Guten- berg, sem þá var hlutafélag. Hef ég því komið dálítið við stofn- sögu þriggja prentsmiðja. Svo stofnuðum við Hið íslenzka prentarafélag og átti ég sæti í stjórn þess um nokkurt skeið. — Hvað varstu lengi prent- ari? — Það eru víst ein 54 ár. Leikfélag stofnað. — En eigum við ekki að minnast ofurlítið á leiklistina. Varst þú ekki einn af stofnend- um Leikfélagsins? — Jú, við stofnuðum Leikfé- lag Reykjavíkur 1893, og ég átti sæti í stjórn þess fyrstu 15 starfs árin. Og upp frá því lék ég allt- af eitthvað þegar ég var hér í bænum. — Áttu ekki margar góðar minningar frá þeim dögum? — Jú, sannarlega er margs að minnast frá félögunum, starf- inu og leiksviðinu í Iðnó, þótt ekki væri nú neitt þjóðleikhús- snið á aðbúnaði okkar við leik- sviðið. Við lékum mörg leikrit °g sum allstór, og aðsóknin var þegar allmikil, komst fljótlega upp í 30—40 kvöld á vetri. Að- gangseyririnn var 65 aurar en 1 króna dýrustu sætin. Sjóðnum slolið. ~~ En hvað var kaup leikar- anna? - Það var oftast fimm krón- ur fyrir leikkvöld. En einu sinni fór ilia Þegar átti að fara að skipta sjóðnum og borga leikur- unum, komumst við að raun um, aÖ sjóðnum hafði verið stolið. Við tókum það ráð að æfa þegar nyjan gamanleik, sem var vel sottur og bættum þannig skaða okkar. Rotturnar sem búnings- meyjar. — En var ekki erfitt að at- hafna sig bak við litla leiksviðið í Iðnó? — Jú, við karlmennirnir höfð um búningsklefa í kjallara, og þar tjölduðum við á milli okkar með strigapokum, þegar nauð- syn krafði. Rotturnar voru þar tíðir gestir okkar og einu bún- ingsmeyjar. Verst var að þess- ar búningsmeyjar átu frá okkur allan andlitsfarða ef þær náðu til. Leikkonurnar höfðu aðsetur til búnings á efri hæðinni og var þar ofurlítið vistlegra sem vera bar. Seinna var aðstaðan bætt til muna. — Hvaða hlutverk heldurðu að þér hafi þótt mest gaman að leika? — Það er ekki gott að segja. Mér þótti lengi einna skemmti- legast að leika hlutverk Tappers veitingamanns í leikritinu Gull rósin. Það var gamanleikur og veitingamaðurinn skemmtilegur karl. Raunar naut ég í því gerfi fyrirmyndar eins kunningja míns að vestan, en ég gat ekki stillt mig um að setja hann í hlutverkið, því að hann var eins og skapaður í það. „Þegar maður kemst í taki við fólkið, líður manni vel". — Hefurðu ekki stundum orð- ið var hlýhugs hjá ókunnu fólki, sem stafaði af þakklæti fyrir veitta gleði? — Jú, ég hef átt því láni að fagna að mæta alls staðar hlý- hug, þakklæti og vináttu. Og það yljar manni um hjartað að finna þakklæti fyrir það að égur komið? hef reynt að veita mönnum gleði stundir. Þegar maður kemst í takt við fólkið, líður manni vel. Og þessi hlýhugur hefir ekki einungis komið frá fólki hér í Reykjavík heldur víðs vegar að af landinu. — Varstu ekki oft beðinn að lesa upp úti á landi? — Jú, blessaður vertu. Ég fór að vísu aldrei í beinar upplestr- arferðir um landið, því að það var þá ekki komið í móð, en ég var oft beðinn að lesa upp á samkomum á nesjum, austan við fjall og jafnvel allt norður í Skagafirði. Reyndi ég að verða við þeim tilmælum eftir mætti, þótt oft væri erfitt að bregða sér í slíkar skyndiferðir á þeim dögum. Sami hallurinn 118 sinnum. — Og nú leikur þú Jón bónda í Fjalla-Eyvindi í 118. sinn í kvöld? — Já, svo segir Lárus. Það er hlutverkið, sem ég hef oftast leikið en næst kemur líklega Gvendur snemmbæri í Nýárs- nóttinni. Við Jón bóndi erum dálítið fastheldnir á gamla siði og ekkert gefnir fyrir nýjabrum. Við höfum til dæmis alltaf not- að sama hattinn í öll þessi 118 skipti, sem við höfum komið fram á sviðinu, og geri aðrir betur. En við segjum: Það kemst enginn í álnir sem alltaf er að kaupa sér nýjan hatt. — Annars er ég mjög þakk- látur félögum mínum og for- ráðamönnum Þjóðleikhússins fyrir að hafa sýnt þá vorkun- semi að lofa mér, gömlum manni, að vera með í ævintýr- inu mikla sem íklæðist veru- leikanum með vígslu Þjóðleik- hússins, segir Friðfinnur að lok- um. En þeim sem séð hafa Frið- finn leika Jón bónda þar þessa dagana finnst víst ekki, að þar muni hafa komið nein vorkun- semi til greina, því hver vill missa hann úr því hlutverki og í hvers höndum mundi það bet- Hátíðasýning í kvöld. Hér hefir ekki verið rakin enda mun það verða gert síðar starfssaga Friðfinns á sviðinu, af öðrum, sem betri skil kunna á því. En margir munu í dag renna þakklátum huga til leik- arans og gleðigjafans frá sextíu liðnum vetrum, og flestir munu óska þess, að Friðfinnur eigi sem oftast eftir að sjást á svið- inu. í kvöld verður hátíðasýn- ing í Þjóðleikhúsinu í tilefni þessa afmælis Friðfinns, og verð ur Fjalla-Eyvindur leikinn. I lok sýningarinnar mun formað- ur Þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason ávarpa afmælis- barnið og þakka hinn langa og góða vinnudag í víngarði gleð- innar. TIMINN, 20. júní MINNINGARORÐ: Rósa Jónsdóttir Johnson F. 18. ágúst 1867 — D. 9. janúar 1950 Aldnir stofnar óðum hníga eyðist vinahópurinn; sárast var þó sísta höggið, systir góða, missir þinn. Ung við saman okkur lékum aldrei bar á milli neitt, sæld og hrygð var sameign beggja, saklaus börn við unnumst heitt. Til þín æ af heilum huga hjartans þökkin streymir mín, fyrir ljúfu æskuárin, aldrei gleymist minning þín. Þetta alt, sem gott mér gerðir gegnum farið æviskeið, fram um lífsins landamæri lýsir kærleikssólin heið. Það hið göfga, góða, hreina greypt var djúpt í þína lund, öllum vildir gott eitt gera, græða hverja særða und; lengi mun þín minning geymast mannúð, þrek og höfðings sál, vönduð hugsun, verk og orðið, var þitt innsta hjartans mál. Liðin, dáin, lífsins ertu laus þó holds úr viðjum sért, þó vor augu þig ei sjái, þú oss jafnan nálæg ert. Börnin þín hér sárt nú syrgja, samverunnar slitið band, elska þeirra og þakkir fylgja þér, yfir á sælla land. Því hér er ei aldurstili, aðeins þögul skilnaðs mál, lífsins eining er og verður, eilífð heimtar góða sál. Hvíl því rótt í fullum friði, faðmar þig vor móðir, jörð, meðan yfir leiði ljómar, lífs þíns stóra þakkargjörð. S. Gunnlaugsson Rósa Jónsdóttir Johnson Þann 19. jan. þessa árs andað- ist í Blaine, Wash. merkiskon- an Rósa Jónsdóttir Johnson. Ekki hafði hún kent neins las- leika að undanförnu annan en þann, sem háum aldri er eðlileg- ur. Daginn áður en hún andaðist var hún vel frísk og hafði orð á því hvað sér liði vel. En um kvöldið fékk hún ónota kulda- hroll; var hún þá strax látin fara í rúmið og hlúð að henni sem bezt. Edward sonur hennar, — sem hún var stödd hjá — kallaði strax læknir, en hann gat ekki séð að þetta væri neitt alvar- legt. Klukkan 2 um nóttina leit Edward inn til hennar, þá sagði hún að sér liði vel, en væri mjög máttlaus. Var læknirinn þá kall- aður aftur, en þegar hann kom var mátturinn þrotinn, og hún leið út af eins og ljós; þá var klukkan þrjú um morguninn. Rósa var fædd að Skorrastað á Fljótsdalshéraði þann 18. ágúst 1867. Foreldrar hennar voru Jón Bergvinsson og Vilborg Vigfús- dóttir. Vorið 1871 fluttu foreldr- ar hennar með fjölskyldu sína til Ameríku. Varð Rósa litla þá eftir hjá foreldrum mínum, Gunnlaugi Þorsteinssyni og konu hans Rósu Jónsdóttur á Ytra-Lóni í Norður-Þingeyjar- sýslu; ólst hún upp hjá þeim, og með mér til fullorðins ára; vor- um við Rósa því uppeldisystkini og vandfundin held ég að betri systir verði, því alt vildi hún mér til góðs gera. Árið 1892 þann 1. október giftist Rósa Tryggva Jónssyni frá Syðra-Lóni í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, var Tryggvi þá ekkjumaður. Fyrri kona hans var María Gunnlaugsdóttir syst- ir mín. Tryggvi og María eign- uðust þrjá drengi; nöfn þeirra eru: Gunnlaugur, Jón og Jó- hann. Vorið næsta eftir að þau giftust fluttu þau til Ameríku. Tvo eldri drengina af fyrra hjónabandi Tryggva tóku þau með sér vestur og gekk Rósa þeim í móðurstað eins og góð móðir má bezt gera. Yngsti bróð- irinn Jóhann varð eftir heima hjá Jóhanni móðurbróður sín- um, sem ól hann upp og reynd- ist honum sem bezti faðir. Þegar vestur kom settust þau að í Pembina, N. Dak. Þar stund- uðu þau búskap til vorsins 1920 að þau fluttu til Canada og keyptu % section af landi þrjár mílur norður af þorpinu Leslie í Sask. Eftir tveggja og hálfs árs ábúð á því rausnar- og myndar- heimili, sem þau höfðu bætt og prýtt, bar sorgina að dyrum; var þá Tryggvi kallaður til feðra sinna. Hann andaðist um haustið 1922; var það Rósu sár og mikill missir. Eftir fráfall manns síns bjó hún í 17 ár á bújörð þeirra með sonum sínum, sem allir eru hinir efnilegustu drengir. Rósa var fyrirmyndar bú- kona, áhugasöm, reglusöm og með afbrigðum gestrisin og öll- um velviljuð, framkoman prúð og viðmótið þýðlegt og aðlað- andi. Hver sem að garði bar, hlaut að taka eftir því, hve mikill Kynningarkvikmyndir teknar af landi og þjóð Brezka kvikmyndatökufélagið Rayant Pictures lætur gera fréitamyndir frá íslandi Þessa viku hafa dvalið hér kvikmyndatökumenn f r á Rayant Pictures í London og taka þeir myndir fyrir hið þekkta Twentieth Cen- tury Fox kvikmyndafélag. Eru það þeir Gilkison kivk- myndatökustjóri og Strut- hers kvikmyndari. Hafa þeir notið aðstoðar Islendinga um ýmsar fyrirgreiðslur t d. flutti Flugfélag Islands þá hingað frá Englandi að kostnaðarlausu, Loftleiðir h.f. munu flytja þá til baka og veita þeim fyrirgreiðslu meðan þeir dvelja hér. Ferðaskrifstofa ríkisins sér þeim fyrir ferðum þangað er þeir óska að fara til myndatöku. Vegamálastjóri hefir einnig lánað þeim bifreið til afnota. myndarbragur var á öllu, innan húss og utan, og var það mikið áhugi og stjórn Rósu, sem um réði. Árið 1937 brá hún búi og flutti til Winnipeg; þar hélt hún til hjá börnum sínum til skiptis, Edward og Kristbjörgu. Árið 1942 fluttu öll börn hennar vest- ur á Kyrrahafsströnd, og fylgd- ist hún með þeim vestur, fyrst til Richmond Beach en síðar til Blaine, þar sem síðasti áfanginn endaði. Þar lézt hún, sem fyr segir þ. 9. jan. 1950, þá 83 ára gömul. Jarðarförin fór fram þann 17. jan. frá útfararstofu McKinneys í Blaine; séra G. P. Johnson flutti kveðjuorðin. Tryggvi og Rósa eignuðust fimm börn. Fyrsta barnið var stúlka, er hét María Soffía; mistu þau hana sex mánaða gamla. Hin fjögur sem eftir lifa eru öll bú- sett vestur á Kyrrahafsströnd. Nöfn þeirra eru hér talin eftir aldri: Ólafur Morin, giftur íslenzkri konu; Rósa Kristbjörg gift Sig. Sturlaugson; Halldór Vilbert og Edward Steinþór, báðir giftir íslenzkum konum. Öll eru syst- kinin búsett vestur við haf. Stjúpsynir tveir, sem Rósa ól upp eru báðir giftir.; Gunnlaug- ur íslenzkri konu og býr í Fargo, N. Dak., en Jón hérlendri konu og býr í Lbs Angeles, Calf. Jó- hann, yngsti bróðirinn af fyrra hjónabandi Tryggva, er giftur og býr í Reykjavík á íslandi. Rósa var ástrík eiginkona og móðir, unni og annaðist sína sem bezt. Ástúð hennar og skyldurækni sýndi sig bezt á stjúpsonunum tveimur, sem hún ól upp og annaðist eins og sín eigin börn. Þú varst þriggja ára systir mín, ég aðeins hálfs árs, þegar þú komst fyrst á heimili okkar. Ég man svo vel uppvaxtarárin, barnaleikina og blessunina, sem þú lagðir á leið mína, studdir mig og kendir þó aldursmunur- inn væri ekki mikill, gæðin og trygðin á hverju sem valt. Lofs- verð og lifandi um langan aldur verður minning umhyggju og ástar. Veðrið hefir verið allsæmilegt til myndatöku þann tíma, sem þeir hafa dvalið hér og hafa þeir náð myndum frá Gullfossi og Geysi, Hagavatni, Þingvöllum, Akureyri og Reykjavík og ná- grenni. Myndir hafa einnig verið teknar af gróðurhúsum þó sérstaklega af bananarækt. Að- eins tvær innimyndir hafa verið teknar. Önnur er frá viðtali við forsetafrúna og hin er úr Al- þingishúsinu. Er ætlast til að myndin úr Alþingishúsinu verði felld inn í myndina frá Þing- völlum. I þessari viku fara mynda- tökumennirnir til Vatnajökuls og mynda hann úr lofti og það- an til Austfjarða ef veður leyfir. Alvinnulífsmyndir. Einn kvikmyndatökumaður frá sama félagi mun taka mynd- ir af fiskiveiðum. Fer hann um borð í togara og verður með honum einn túr og tekur mynd- ir af lífinu um borð í togaran- um frá því að hann leggur úr höfn og þar til að hann leggst að bryggju í Englandi. Nóg verkefni. Gilkison sagði að hér á landi væri nóg verkefni til fróðlegrar og skemmtilegrar kvikmynda- töku ef tími væri til. Geta þeir ekki dvalið hér lengur en til 19. þ. m. því þann 26. verða þeir að vera komnir til Suður-Afríku. Blaðamönnum var boðið að sjá mynd, sem þeir félagar höfðu tekið í Svíþjóð. Efni myndarinn- ar var timburiðnaðurinn. Var myndin prýðisvel gerð og mjög áhrifamikil. Enskur texti var talaður inn á myndina, auk vel viðeigandi hljómlistar. Gilkison sagði, að íslenzki textinn yrði styttri, þar af leið- andi reyndi meira á val hljóm- listar eða söngs fyrir myndina. Er verið að leitast fyrir um músik fyrir myndina og þegar síðast fréttist var ekki búið að ákveða neitt í því efni. Eintak af myndinni verður sent hingað þegar hún er full- gerð, en það verður ekki fyrr en eftir eina þrjá mánuði. Slík- ar myndir endast venjulega í fimm ár. Eru myndir þær, sem teknar eru á vegum þessa félags, sendar til allra samveldislanda Breta, auk Suður-Ameríku og Bandaríkj anna. TÍMINN, 15. júní Þökk sé fyrir þetta starf, þungri lífs á eyri. Þenna góða gæfu arf, gefur enginn meiri. Blessuð sé minning þín. Steinþór Gunnlaugson Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.