Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLI, 1950
I.ofiberg
GefiB út hvern íimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskri/t ritstjórang:
EDITOR LÖGBERG, 696 8ARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg'' la printed and publiehed by The Columbia Preaa Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorlzed as Second Clasa Mail, Post Office Deportment, Ottawa
Bókmentalegt afrek
Alveg nýverið er komin á markaðinn vönduð og
merkileg bók, History of Icelandic Poets 1800—1940,
er hinn kunni ritvíkingur, dr. Richard Beck, prófessor
í Norðurlandatungum og bókmentum við ríkisháskól-
ann í North Dakota hefir samið; enginn vafi leikur á
því, að bók þessi verði jafnan talin til hinna meirihátt-
ar afreksverka höfundarins, þó að mörgum og nytsöm-
um ritsmíðum hafi hann að vísu áður komið í verk, og
eigi vonandi enn eftir að inna af hendi íslenzka þjóð-
stofninum til gagns og sæmdar; bókin er 247 blaðsíður
að stærð, búin undir prentun af hinum unga eftirmanni
dr. Halldórs Hermannssonar, Kristjáni Karlssyni, bóka-
verði við Fiskesafnið í Itaca, N. Y., 1950. Cornell Uni-
versity Press sá um prentun.
í Lögbergi þann 13., birtist vandaður og ágætur
ritdómur um þessa gagnmerku bók, þar sem hinn ná
kvæmi og vísi fræðimaður, dr. Stefán Einarsson, skil
greinir ýtarlega megin sérkenni hennar og flokkun
efnis; er þar farið lofsamlegum orðum, eins og vera bar,
um bókina og höfund hennar.
í»að er athyglisvert, og veldur í vissum skilningi
straumhvörfum í bókmentasögu okkar, að þeir Aust
firðingarnir og jafnaldrarnir, dr. Beck og dr. Stefán
skyldu með stuttu millibili semja og gefa út sína bók-
ina hvor um bókmenningu íslendinga á áminstum tíma
því eins og menn muna, kom hin vandaða og fræði
mannlega saga dr. Stefáns um íslenzka prósahöfunda
út á vegum sama forlags 1948.
Af formálsorðum að ljóðskáldasögu dr. Becks má
það ljóslega marka, hve miklum tíma hann hefir varið
til að viða að sér efni, skipuleggja það, og skrá til full-
nustu; lætur höfundur þess getið, að hann hafi í hjá-
verkum unnið að efnissöfnun um tuttugu ára skeið, og
tíðum varið sumarhvíld sinni frá umsvifamiklu pró
fessorsembætti til bókfræðilegra rannsókna við Fiske-
safnið; enda ber bókin það ljóslega með sér, hve mikilli
nákvæmni hefir verið beitt við skipulagningu hennar
og fágun í stíl; við lestur bókarinnar verður maður þess
skjótt var, hve höfundurinn hefir Ufað sig inn í efnið
því svo verður ábærilegrar hrifningar vart í frásögn
inni, auk hins vængjaða málfars, er einkennir bókina
frá upphafi til enda.
Skáldfylking sú, sem kemur fram á sjónarsviðið
í áminstri bók fyrir atbeina dr. Becks, er fjölmenn og
með köflum harla aðsópsmikil; getur þar að líta í fylk
ingarbroddi Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímsson
hirðskáld rómantísku stefnunnar.
„Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,
því þjóðin mun þau annars staðar finna“.
Þannig komst Þorsteinn að orði í inngangsljóði
sínu að „Þyrnum“. Það er óþarfi, að rifja upp fyrir ís
lendingum sjálfum, nöfn öndvegisskálda íslenzku þjóð-
arinnar frá 1800—1940; henni er að fullu kunnugt um
þau stórmenni í ríki andans, sem þar risu hæzt; enda
er slíkt engan veginn megin markmið bókarinnar; hinn
mikilsverði tilgangur hennar er fyrst og síðast sá, að
veita enskumælandi fólki, og þá eigi sízt því fólki af ís-
lenzkum uppruna, sem eigi hefir not íslenzks máls, að-
gang að þeim helgidómum íslenzkrar Ijóðlistar, sem
á umræddu tímabili sköpuðust með hinum íslenzka kyn
stofni hvar, sem börn hans voru í sveit sett; og víst
er um það, að mörg hinna heitustu ættjarðarljóða voru
ort erlendis, eða í útlegð, eins og sumir hafa viljað
kalla það; bók þessi er lykill að hinum frjóa ljóðarfi ís-
lenzku þjóðarinnar, og þar af leiðandi hefir hún ómet-
anlegt, þjóðræknislegt gildi.
Það er meira en lítið ánægjuefni, að svo skyldi
skipast til, hvort sem um tilviljun var að ræða eða það
gagnstæða, að þessi fagra, og í rauninni sígilda ljóð-
skáldsaga dr. Becks skyldi hefja innreið sína í vestur-
íslenzka, mannheima svo að segja í sömu andránni og
Vestur-íslendingar halda hátíðlegt sjötíu og fimm ára
afmæli hins varanlega landnáms síns í Vestur-Canada,
og getur því réttilega talist sem kærkomin afmælis-
gjöf.
Alllangur og skemtilegur kafli þessarar nýju bókar
dr. Becks, fjallar um vestur-íslenzk ljóðskáld, og fer
það að vonum; lenga og ýtarlegasta ritgerð þessa kafla,
er um Stephan G. Stephansson, þennan djúpskygna
ljóðvíking, sem nam frjórri ljóðlönd, en flestir samtíð-
armanna sinna, og stækkaði raunspekilegt landnám ís-
lendinga flestum mönnum fremur, er ort hafa á ís-
lenzka tungu.
Það væri synd að segja, að dr. Beck fari viljandi í
manngreinarálit, er hann handfjatlar vestur-íslenzku
ljóðskáldin; hann skrifar um þau af virðingarverðri ó-
hlutdrægni, þá í einstöku tilfellum sýnist brjótgæða
hans gæta helzt til mikið, því engum kemur til hugar,
að jafn ljóðfimur maður sem dr. Beck óneitanlega er,
vilji verðlauna hnökra og hornskekkjur í ljóðagerð,
hvar svo sem slík skrýmsli skjóta upp trjónu.
Að bók dr. Becks er mikill og góður fengur, og hún
á brýnt erindi, æskunnar vegna, inn á sem allra flest
heimili, þar sem fólk af íslenzkum stofni ræður ríkjum.
Þeir dr. Beck og dr. Stefán eru hollir útverðir ís-
lenzkrar menningar í Vesturvegi; megi þeirra njóta
sem lengst við!
Bréf fró Glenboro
Það er ekki mjög langt síðan
ég sendi Lögbergi fréttalínur,
en samt hefir ýmislegt á daga
drifið síðan. Tíminn flýgur sem
örskot, og nú er komið mitt
sumar. Fram að þessu hefir ver-
ið fremur úrkomusamt og kalt.
Vorið kom seint svo að vorvinna
byrjaði seinna en nokkru sinni
fyr í sögu Manitoba, en upp-
skeruhorfur eru mjög vænlegar
og allur jarðargróður með af-
brigðum góður, verður uppsker-
an heldur seinni en vanalega,
en það mun engan skaða. Þakk-
látt má fólk vera við forsjónina
fyrir gott og hagstætt tíðarfar.
Miklar hörmungar leiddi flóð-
ið í vor yfir Winnipeg og Rauð-
árdalinn, var mikið um það talað
lengi, en er nú farið að fyrnast
yfir það. Vonandi að hin al-
mennu samskot og aðstoð stjórn-
arinnar geti bætt fólki svo skað-
ann, að yfir fyrnist fljótlega.
Margt flóttafólk var hér um
lengri og skemmri tíma; var það
flest fólk sem hér átti ættingja
og vini. Var margt íslenzkt fólk
hér um stundarsakir. Almenn
samskot voru tekin hér sem
annars staðar í hjálparsjóð sem
nam góðri upphæð. Allir vildu
rétta hjálparhönd. Svona stór-
kostleg eyðilegging og bágindi
snerti viðkvæman streng í hjört
um flestra.
Þá er að segja helztu fréttir.
Þann 28. maí s.l. var skírð hér í
íslenzku kirkjunni einkadóttir
þeirra Mr. og Mrs. Edwin Skaft-
feld, Winnipeg, og nafn gefið
„Diane Lynn“, var það hátíðleg
athöfn og sérstæð að því leyti,
að þarna voru viðstödd 9 afar,
ömmur og langömmur, sem voru
þau: Mr. og Mrs. Ingi Helgason,
Glenboro; Mr. og Mrs. G. Skaft-
feld og Mr. Hreiðar Skaftfeld,
Winnipeg; Mr. og Mrs. Sigurður
Guðbrandsson og Mr. Jónas
Helgason Baldur, og Mrs. Ingi-
gerður, Glenboro.
I byrjun júní komu þau Mr.
og Mrs. Lorne P. Ferg alfarin
frá California, hér norður til að
setjast að í Manitoba, eftir árs-
dvöl eða svo þar syðra. Mr. Ferg
er lögfræðingur og hefir hann
nú sest að og sett upp lögmanns
skrifstofu í Flin Flon, Man. Kona
hans Alice er íslenzk, dóttir
þeirra Mr. og Mrs. A. S. Arason,
Glenboro, hún mun bráðlega
fara alfarin norður til Flin Flon.
Dr. R. E. Helgason hefir verið
að undanförnu á ferðalagi í
Vesturfylkjunum í orlofi sínu.
í fjarveru hans annast verk
hans hr. Dr. Björn Jónsson, sem
s.l. 2 ár eða svo hefir starfað í
Winnipeg og tekið þar próf í
læknisfræði (áður útskrifaður í
læknisfræði á íslandi). Hann er
ættaður af Sauðárkrók, mjög
efnilegur maður og líklegur til
frama. Hann er ráðinn sveitar-
læknir í Argyle frá 1. ágúst n.k.
og sest hann að á Baldur; kona
hans er af hérlendum ættum.
Þau Mr. og Mrs. Jón Ásgeirs-
son frá Winnipeg voru hér á
fram sameiginleg guðsþjónusta
og síðan „Sports“ af ýmsu tagi
fyrir börnin. Var þar mikið fjöl-
menni og lukkaðist dagurinn
vel.
Laust eftir miðjan júní fór hr.
Guðmundur Myrdal og kona
hans til Ann Harbor, Mich. þar
sem hr. Myrdal stundar nám í
skólafríum, fékk hann náms-
styrk til þessarar farar (Scholar-
ship). Hr. Myrdal er kennari við
miðskólann hér; hann er valinn
drengur.
ferð í júní í heimsókn til þeirra
Mr. og Mrs. P. A. Anderson.
Þau voru góðir og skemtilegir
gestir. Um sömu mundir var hér
á ferð Miss Freda Paulson frá
Port Alberni í heimsókn til móð
ur sinnar, Mrs. G. S. Paulson.
Freda hefir ábyrgðarstöðu hjá
stóru verzlunarfélagi á Port
Alberni. Með henni fór vestur
á Strönd Mrs. Margaret Oleson
til mánaðardvalar hjá börnum
sínum í Vancouver og Prince
Rupert.
I byrjun júní brá séra Eric
H. Sigmar sér til Deuver, Colo-
rado og sat þar stóran kirkju-
fund, sem fulltrúi frá Lúterska
kirkjufélaginu. Skilst mér að
hann hafi verið eini fulltrúinn
á þessum fundi frá Canada. Séra
Eric heimsótti í þessari ferð þau
Mr. og Mrs. Jón Sigvaldason,
sem áður bjuggu í Glenboro, en
sem búa í grend við Denver,
og naut gestrisní þeirra.
Sameiginlegt sunnudagaskóla
Picnic“ var haldið við kirkju
Frelsissafnaðar 18. júní. Fór þar
90 ára afmæli
Þann 20. júní s.l. átti frú Guð-
rún Stefánsson 90 ára afmæli,
og þá var uppi fjöður og fit, og
mikið um dýrðir á heimili dótt-
ur hennar og tengdasonar, Mr.
og Mrs. Gísli Björnson, rétt fyr-
ir vestan Glenboro, þar sem Guð
rún á nú heima. Stórkostlegur
fjöldi fólks heimsótti hana þenn-
an dag, úr öllum pörtum bygðar-
innar að árna henni heilla, með
veitingar og stórmiklar og verð-
mætar gjafir. Fékk hún ógrynni
af bréfum og skeytum úr öllum
áttum frá vinum og vandamönn-
um. Var þetta henni mikil sigur
hátíð, því hún er enn við beztu
heilsu, hefir alla sansa og nýtur
lífsins sem ung væri. Hún er
sérstæð manneskja að líkams-
þreki, mannkostum og manndáð.
Hún var gift Sigtryggi Stefáns-
syni, er var landnámsmaður í
Argyle, dáinn 1922. Hún á 4 dæt-
ur: Mrs. Gísli Björnson, Glen-
boro; Mrs. Jónas Anderson, Win-
nipeg; Mrs. Óli Stefánsson, Van-
couver og Mrs. C. McGinn, De-
troit, Mich. Eru þær systur all-
ar frábærar myndarkonur og
vel giftar. Einn son á hún Kjart-
an að nafni, á heima í Morden,
Man.
Aðkomugestir í þessum fagn-
aði voru, dóttir hennar Mrs.
Jónas Anderson og systurdóttir
hennar Jónína Stevenson (dóttir
Jóns Friðfinnssonar tónskálds
og Önnu konu hans) héðan frá
Winnipeg. Það var mikið um
gleði á heimilinu þennan dag;
samræður söngur, ræðuhöld og
svo kaffikannan altaf á ferð-
inni. Heill og hamingjuóskir til
þessarar manndómsríku og gæfu
sömu konu. Hún á að baki langa
og merkilega ævi. Átti harða
sennu í lísbaráttunni á frum
býlingsárunum eins og margir
fleiri, en hún hefir aldrei kvart
að. Þau hjón voru ættuð úr
Eyjafirði. Komu vestur nýgift
1882, til Argyle ári síðar.
☆
Þann 21. júní dó á Betel Jón
S. Johnson 86 ára gamall, fædd-
ur í Skipalóni í Hörgárdal 1864.
Kom vestur 1887, var altaf í
Argylebygð, þar til hann fór á
Betel. Kona hans var Guðný
Friðfinnsdóttir Jónssonar, syst-
ir Jóns Friðfinnssonar tónskálds
löngu dáin. Börn þeirra voru 7,
sum eru látin. Lára, Pálína Guð-
ný, Clara Björg, Mabel og Frið-
dór á Baldur og Bernharð tann-
læknir í Calgary. Jón var jarð-
sunginn á Baldur 27. júní.
Nýlega er dáinn, einnig áBetel
Stefán S. Jónsson, gamall Glen-
boromaður, fæddur á Landa-
móti í Köldukinn 1861. Kom hér
vestur 1901. Var í Winnipeg og
á Betel síðustu árin. Kona hans
var Ásta Sigurbjörnsdóttir Jó-
hannssonar skálds frá Fóta-
skinni. Börn þeirra voru: Lauf-
ey, Ingólfur, Jakobína , Krist-
björg, Sigurbjörn. (Þessi tvö
komu ekki vestur) Svava, Þór-
hallur, Ruby. Stefán var bezti
verkmaður. Hann var jarðsett-
ur á Gimli.
Þann 30. júní dá á St. Boni-
face spítalanum Sigríður Emily
Ólafson, ekkja Gunnars J. Ólafs-
sonar, er lengi var oddviti suður
Cypress sveitar, dáinn 23. apríl
1948. Hún var fædd 1890 í Graf-
ton North Dakota. Hún eftir-
skilur eina systir hér um slóðir,
Ólöfu Margréti að nafni. Jarðar-
förin fór fram hér frá ísl. kirkj-
unni 5. júlí. Séra Eric H. Sig-
mar jarðsöng.
Nýlega lögðu af stað í skemti-
ferð til Ottawa, þau Mr. og Mrs.
Óli S. Arason í heimsókn til
dóttur og tengdasonar Mr. og
Mrs. A. Ingjaldson. Þau ferðuð-
ust í bíl; eru nýkomin heim aft-
ur.
Nýlega komu þau Mr. og Mrs.
Ingi Helgason heim úr skemti-
ferð úr vesturfylkinu, fóru þau
alla leið vestur í fjöll, og létu
vel af ferðinni. Þau ferðuðust
einnig í bíl.
Á síðastliðnu vori fluttu héð-
an alfarin þau Mr. og Mrs. Her-
mann S. Jónsson til Wowota,
Sask. Þau hafa verið hér í all-
mörg ár, voru þau félagslynd og
vinsæl. Hamingjuóskir fylgja
þeim í þeirra nýja heimkynni.
Þrír kennarar frá Sunnudaga
skólanum í Glenboro sóttu kenn
aranámskeiðið í Sunrise Camp
í byrjun júlí, þær Miss Margaret
Lambertsen, Miss Margaret And
erson og Miss Laura Johnson.
Séra Eric H. Sigmar var þar
vikuna 9.—15. júlí sem dean.
Þann 17. júní s.l. voru gefin
saman í hjónaband í Brandon
þau Dr. Guðmundur Lambert-
sen og Miss Helen May Markle.
Brúðguminn er fæddur í Glen-
boro sonur Guðmundar Lam-
bertsen gullsmiðs (dáinn 1947).
Stundar Dr. Lambetsen læknis-
störf í Brandon. Brúðurin er af
hérlendum ættum, sem nafnið
bendir til. Að afstaðinni gifting-
unni var vegleg veizla, sem nán-
ustu ættingjar og vinir brúð-
hjónanna sátu. Fóru ungu hjón-
in í giftingartúr suður í Banda-
ríki.
1 byrjun júlímánaðar fluttu
alfarin til Glenboro þau Mr. og
Mrs. Halli Eyford, sem undan-
farið hálft annað ár hafa átt
heima í Vancouver, B.C. Áður
fyr var Mr. Eyfórd kaupmaður
í Ashern, Man. 1 Argyle bygð
voru foreldrar hans í nokkur ár,
er þau komu frá Islandi, en
fluttu til Silver Bay við Mani-
tobavatn um 1910. Þar ólst Mr.
Eyford upp, og þar mun faðir
hans, Sigurður Eyford, hafa dá-
ið. Móðir hans er enn á lífi vest-
ur á Strönd. Mr. Eyford keypti
eina aðalverzlunina í Glenboro
(General Store) og hefir þegar
tekið við verzluninni. Mr. Ey-
ford er efnilegur maður, og þeir
sem þekkja til hans bera honum
bezta orð. Óskum vér honum til
hamingju og bjóðum hann og
þau hjónin velkomin. Kona hans
er af enskum ættum.
G. J. Oleson.
Fréttir fró Churchbridge, Sask.
Eftir SÉRA JÓHANN FREDRIKSSON
SHEA'S APPOINTMENT
Frank J. Schlingerman
Colonel Arthur Sullivan K.C.
newly elected President of
Shea’s Winnipeg Brewery Limi-
ted announces the eletion of
Frank J. Schlingerman as Vice-
President and General Manager
of the Company.
Mr. Schlingerman, an active
worker in fraternal an civic
organizations, has had many
years experience in the Brew-
ery field. He was previously
Director of Sales for the com-
pany and in this capacity travel-
led extensively throughout the
Province.
Dánarfregn —
Stefán Sigtryggur Johnson,
andaðist á Elliheimilinu Betel,
á Gimli þann 8. júlí, eftir löng
veikindi, nærri fullra 90 ára að
aldri. Hann var fæddur að
Landamóti í Köldukinn í Suður-
Þingeyjarsýslu, sonur Jóns
Sveinbjarnarsonar. Hann kvænt
ist á íslandi Ástu Sigurbjörns-
dóttur. Þau fluttu vestur um
haf um aldamót. Settust að í
Argylebygð, en síðast í Glenboro
bæ. Konu sína misti hann 1924.
Þau eignuðust 9 börn alls. Tvö
börn þeirra eru á íslandi. Son,
Olgeir að nafni, mistu þau þar.
Ingólfur sonur þeirra er búsett-
ur 1 Winnipeg, Lena, Mrs. Hoin-
stock, og Howard, einnig bú-
sett í Winnipeg, Svava, Mrs.
Roy, látin í Vancouver, B.C.
1044, Ruby, Mrs. Lowe, búsett
í Winnipeg. Barnabörn hins
látna, 17 að tölu og barabarna-
börn 11 talsins. Hinn látni hafði
dvalið á Betel nærri full 3 ár,
og notið þar góðrar aðhjúkrun-
ar. Stefán var að kunnugra sögn
hinn vandaðasti maður er vildi
í engu vamm sitt vita. Ljúfur
og rólegur var hann í langvar-
andi sjúkdómi er hann varð að
þola. Útför hans fór fram frá
Heimilinu þann 11. júlí.
S. Olafsson
Falleg og tilkomumikil ferm-
ing og altarisganga fór fram í
kirkjunni okkar sunnudaginn
var þ. 16. júlí. Sjö börn voru
fermd og yfir sjötíu meðtóku
sakramentið. Fermingarbörnin
eru:
Guðrún Kristín Johnson,
Beverly Margaret Bjarnason,
Donna Lee Einarsson,
Eybjörg Ruth Magnússon,
Elín Margrét Markússon,
Jóhannes Markússon,
Jón Harvey Ólafur Johnson.
Vel var vandað til söngs fyrir
þessa hátíð. Söngflokkurinn
söng til fermingarbarnanna, að
sérstakri beiðni, „God be with
You“. Hugur og hjarta fylgdi
máli. Söngurinn var hrífandi.
Séra Jóhann talaði á ensku og
lagði út af textanum I. Péturs-
bréfinu 2:4.—6. Precious Stones
— „Acres of diamonds".
Um kvöldið komu um 40
manns saman á heimili Mr. og
Mrs. H. Marvins að heilsa upp
á Helen Josepson frá Siclair,
Man. Helen keyrði hingað með
föður sínum og bróður til að
vera með okkur nokkra daga.
Það var sungið, spilað og skemt
sér vel langt fram á kvöld. Mrs.
S. Einarson frá Regiria og Mrs.
H. Sigurdson frá Vancouver,
B.C voru aðkomnir gestir.
Vivian Bjarnason dóttir Mr.
og Mrs. Magnúsar Bjarnasonar
er heima í tveggja vikna sumar-
fríi. Vivian hefir nýlega lokið
prófi við verzlunarskóla í Winni
peg. Hún hefir fengið vinnu við
vikublað í Davidson í Sask.
Beverly Bjarnason og Ruth
Magnússon fóru í skemtiferð til
Christal Lake, eru væntanlegar
heim á morgun. Harvey Johnson
son fór strax eftir ferminguna
til Mrs. S. Einarson móðursyst-
ur sinnar í Regina og ætlaði að
vera þar fram að skólabyrjun.
Lítill drengur hafði svo fjör-
ugt ímyndunarafl, að hann
sagði iðulega langar sögur, sem
enginn fótur var fyrir. Einu
sinni hljóp hann óðamála inn og
sagði mömmu sinni, að hann
hefði séð björn í garðinum.
„Heyrðu, Tobbi“, sagði mamma
björn, það var bara stór hund-
hans, „þú veist að þetta var ekki
ur. — Farðu nú inn í herbergið
þitt, og biddu Guð að fyrirgefa
þér að skrökva“.
Eftir nokkrar mínútur kom
Tobbi aftur.
„Baðstu Guð að fyrirgefa
þér?“
„Já, og hann sagði að það væri
allt í lagi. Hann sagði, að hann
hefði sjálfur haldið, að þetta
væri björn, þegar hann sá hund
inn fyrst“.