Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLI, 1950
LÍFIÐ KENDI MÉR
NEW JET NIGHT FIGHTER FOR THE R.A.F.
It has recently been announced that the R.A.F.’s
first jet-propelled night fighter is in production.
Known as the Meteor N.F.ll, its appearance shows it
to be a combination of the Meteor VII two-seater
trainer and the Meteor VIII, the latest jet day fighter
to be produced for the Royal Air Force.
Áhugi fyrir að fó íslenzk
leikrit sýnd í írlandi
Alþjóðleg bændasamtök
Frásögn Sveins Tryggvasonar, framkvæmdarsljóra
AÐALFUNDUR, eða ársþing alþjóðasambands búvöruframleið-
enda, International Federation of Agricultural Producers (IFAP),
var háð í Saltsjöbaden í Svíþjóð um síðustu mánaðamót. Stéttar-
samband bænda er aðili að þessum samtökum. Fulltrúi þess að
þessu sinni var Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri. Hann er
nýlega kominn heim af mótinu. Blaðamaður frá Tímanum hitti
hann að máli og ræddi við hann af þessu tilefni. Endursögn blaðs-
ins af því viðtali fer svo hér á eftir:
(Niðurlag)
Þess háttar er uppfinning
nýrrar og upplýstrari aldar.
Brosandi bárum vér vorar byrð-
ar, vér létum hverjum degi
nægja sína þjáningu og engum
kom til hugar að öðruvísi ætti
það að vera. Ég fullvissa menn
um að það skapar kjark. Mætti
ég lifa öðru sinni þá myndi ég
hiklaust óska þess að byrja það
líf við hin sömu þröngu kjör,
mótlæti, fátækt og nægjusemi.
Það er aðeins eitt að því. Eg
mundi gjarna hafa kosið að læra
meira, hafa náð stúdentsprófi og
fengið frekari mentun. En loku
var fyrir það skotið. Til þess
voru engin efni. Þótt mig tæki
það sárt, varð ég að fara á mis
við lærdóminn. Það er líka hið
eina, sem var mér andstætt.
Þegar ég lít nú yfir farinn veg
veit ég vel að fátækt og nægju-
semi á ég að þakka heilbrigði og
lífsþrótt og einnig þekkingu.
Vegna þess lærði ég að vinna,
að treysta á sjálfan mig og
standa á eigin fótum. Af því
lærði ég skilsemi og að bera virð
ingu fyrir vinnu og peningum,
en forsmá fjárglæfra, loddara-
skap, betl og að vera upp á aðra
kominn. Eg lærði það, að maður
á að vinna fyrir launum í dag,
en eyða þeim ekki fyr en á
morgun og helst ekki öllum. Eg
lærði það, að maður á að standa
við orð sín, greiða reikninga sína
í gjalddaga og forðast að glata
sjálfstæði sínu með því að stofna
skuldir. Fyrir þessar gömlu
bændadygðir — sem þróast á
tímum erfiðleikanna, en gleym-
ast þegar alt leikur í lyndi —
er ég fortíðinni sannarlega þakk-
látur.
Þótt vér bændasynirnir lærð-
um ýmsar gamlar dygðir, þá
skorti oss mikið í augum heims-
ins. Oss skorti hina ytri sið-
fágun.
Vér gengum í lélegum fötum
með gömlu sniði. Vér vorum oft
sóðalegir og kærulausir með út-
litið, og vér vorum ekki altaf
vel þvegnir á bak við eyrun. Vér
höfðum ekki lært neina borðsiði.
Vér snýttum oss í fingurna. Vér
þektum ekki kurteisisvenjur
kaupstaðanna. Vér vorum sem
sagt skepnur — að minsta kosti
ég.
Það er auðvitað Þrándur í
götu ungs manns. Að vísu viður
kenna allir, að mestu óþokkarnir
séu fínast greiddir og gangi með
skörpust brot í buxunum. En svo
er þess krafist að heiðarlegur
ungur maður skuli apa þetta
eftir þeim. Er það ekki bæði
heimskulegt og andhælislegt?
Um mig er það að segja að
ég var dubbaður upp, snurfusað-
ur og þveginn þegar hagsýn og
skynsöm kona tók mig að sér
(af ást). Breytingin varð þó að
nokkru leyti gegn vilja mínum.
Og mér er ekki grunlaust um
að undir niðri sé ég enn sveitar-
piltur, og ég vona að svo sé. Eg
tel það hrós ef einhver kallar
mig siðleysingja, eða með væg-
ara orði náttúrubarn. Því að á
langri ævi hefi ég fengið stað-
fest það, sem ég lærði í æsku,
að menning er ekki að kunna að
handfjalla hníf og gaffal eftir
kúnstarinnar reglum, né að
klæðast fínum fötum, greiða sér
vel og kunna kurteisleg ávörp,
heldur samræmi innri eigin
leika, sem eru þannig saman
slungnir að þeir skapa heilsteypt
an mann. Og lífið hefir ennfrem-
ur kent mér, að jafnvægi sál-
arinnar, sem er undirstaða sannr
ar gæfu, þróast ekki á hinum
malbikuðu götum, heldur í ein-
rúmi í sálardjúpi hins einfalda
manns í kyrð og ró bændabýl-
anna og verkamannabústaðanna.
Eg get bætt því við, að þetta
jafnvægi sálarinnar sem er und-
irstaða sannrar gæfu, þróast
ekki á hinum malbikuðu götum,
heldur í einrúmi í sálardjúpi
hins einfalda manns í kyrð og
ró bændabýlanna og verka-
mannabústaðanna. Eg get bætt
því við, að þetta jafnvægi sál-
arinnar hefi ég fyrst og fremst
fundið hjá hinum nafnlausu
konum, mæðrunum. Það er þær,
sem vaka yfir menningarverð-
mætum þjóðarinnar. Af krafti
þeirra vex framtíðin.
Hinar heilsteyptustu meðal
þessara kvenna hafa hvíslað
yfirlætislausri setningu í eyra
barna sinna, setningu úr visk-
unnar bók: Hvað gagnar það
manninum þótt hann eignaðist
allan heiminn, ef hann biði tjón
á sálu sinni.
Þessi setning hefir hljómað í
eyrum mér frá því að ég var
barn og hugsaði mér að leggja
undir mig heiminn og betra
hann. Hún hefir verið mér
huggun í mótlæti og hvöt í með-
læti. Og enn, á aftni lífs, míns,
heyri ég eins og fjarlægan óm:
Hvað gagnar . . . ef þú bíður tjón
á sálu þinni!
Vestur-Islendingar h a 1 d a
sennilega betur tryggð við upp-
runa sinn, mál og menningu en
flest önnur þjóðabrot 1 Ameríku.
Þetta stafar fyrst og fremst af
eðli íslendingsins, en einnig af
því, að landarnir settust upphaf-
lega að í þéttum byggðum með
það fyrir augum að mynda „nýtt
ísland“, eins og nafn sveitanna
umhverfis Winnipegvatn gefur
til kynna. Þó hafa þeir nú dreifst
mjög og fólki fækkar í hinum
gömlu byggðarlögum þeirra.
Hugmyndin um það, að mynda
„nýtt ísland“ varð aldrei að veru
leika. Byggðir íslendinga urðu,
eins og allar aðrar byggðir í
þessum nýju ríkjum, aðeins brot
af hinni nýju þjóðarheild, sem
skapazt hefir. Það eru því óhjá-
kvæmileg örlög þessa fólks að
afkomendur þeirra munu sam-
lagast heildinni, málið mun
hverfa og minningin um gamla
Frón smám saman gleymast. Við
þessu er ekkert að segja, því að
útflutningur frá íslandi varð al-
drei svo mikill, að hann gæti
staðizt samkeppnina í „bræðslu-
potti þjóðanna“ vestan hafs.
Að þessu er þó ekki enn kom-
ið. Elztu frumbyggjarnir ís-
lenzku eru enn á lífi og fyrsta
kynslóðin, sem fædd er vestra,
ber sterkan keim Islendingsins,
og kann mikið í íslenzkri tungu.
Þetta fólk vill varðveita menn-
ingar- og þjóðernisarf sinn sem
bezt og skilja eftir einhvern
kyndil, er logað geti um ókom-
in ár sem minning um hið ís-
Samlal við prófessor
Roger McHugh
ROGER MCHUGH, prófessor
frá Dýflinni, sem hér hefir dval-
ið undanfarna daga og haldið
fyrirlestra á vegum háskólans
og Þjóðleikhússins, er á förum
til írlands á mánudaginn kemur.
Hann hefir ákveðið að beita á-
hrifum sínum til þess, að tekin
verði til sýninga íslenzk leikrit
í írskum leikhúsum og þá fyrst
og fremst „Gullna hliðið“ og
Fjalla-Eyvindur“. Fleiri íslenzk
leikrit hafa komið til greina, sem
McHugh ætlar að láta þýða með
það fyrir augum, að þau verði
leikin á Irlandi.
lenzka landnám. Þessi kyndill
verður stóll í íslenzkum fræðum
við háskólann í Manitoba. Þar
á að safna saman sem flestum
íslenzkum bókum og sér í lagi
að gera fullkomið heimildasafn
um landnám og starf íslendinga
vestra. Þar á jafnan að sitja ís-
lenzkur fræðimaður, er geti
kent og frætt um ísland og Is-
lendinga, þegar engin amma er
á lífi til að segja börnunum frá
gamla torfbænum, fjallinu og
hinum björtu sumarnóttum.
Vestur-Islendingar hafa tekið
vel undir hugmyndina um slík-
an stól við Manitobaháskóla og
þeir hafa af miklum dugnaði haf
ið söfnun til stólsins. Hafa ein-
stakir menn lagt fram miklar
fjárhæðir og nefndir skipaðar
hinum mætustu borgurum, sem
af íslenzku bergi eru brotnir,
safnað smáum framlögum með
hinum stóru. Það er eðlilegt að
Vestur-íslendingar sameinist um
þetta mál, því að betri minnis-
varða geta þeir ekki reist en
þennan.
Fyrir aldamót, þegar vestur-
farir stóðu sem hæst, var ákaft
deilt um þær hér heima, og
mundu slíkar deilur vafalaust
endurtaka sig, ef landsmenn
tækju á ný í stórum stíl að
flytja af landi burt. En nú eru
vesturfarirnar löngu liðnar og
íslendingar fylgjast af samúð
með frændum sínum vestra,
gleðjast yfir því, að þeir hafa
sýnt rækt við mál og menningu
gamla landsins, og fagna því, að
íslenzkt blóð og íslenzkt þjóð-
erni hafa reynzt gott veganesti
í samkeppni við innflytjendur
hundruð annarra þjóða. Þess
vegna mættu heimamenn vel
styðja þennan nýja stól í íslenzk
um fræðum við Manitobahá-
skóla, enda fagnaðarefni þegar
slíkar stofnanir verða til í fjar-
lægum löndum. Vonandi rétta
íslendingar vinarhönd vestur
um haf og styðja þessa viðleitni,
eins og vinarhönd kom vestan
um haf fyrir 35 árum og studdi
drengilega mikið áhugamál
landsmanna þá, stofnun Eim-
skipafélagsins.
Alþbl. 15. júní
Litli leiksalurinn
stórgagnlegur.
Eins og skýrt var frá við komu
McHugh hingað til lands er
hann kunnur leiklistargagnrýn-
andi í heimalandi sínu og er
auk þess sjálfur leikritahöfund-
ur, auk þess, sem hann er kenn-
ari í írskri bókmenntasögu við
Dýflinnarháskóla.
McHugh er mjög hrifinn af
Þjóðleikhúsinu íslenzka og tel-
ur það með fullkomnustu leik-
húsum, sem hann hefir séð.
I viðtali við Morgunblaðið í
gærdag ræddi hann mjög um
litla leiksalinn í Þjóðleikhúsinu,
þar sem hann flutti fyrirlestra
sína tvo um írska leiklist. Taldi
hann, að salinn, sem hann nefndi
„Litla leikhúsið", mætti nota til
stórgagns, bæði fyrir leikara og
leikritahöfunda.
Einskonar tilraunaleikhús.
„Það virðist augljóst mál“,
sagði McHugh, „að Þjóðleikhús-
ið verður á næstu árum, að taka
til sýninga leikrit, sem þegar
eru orðin kunn, til þess að hagn-
ast á sýningunum og hætta á,
að á stóra leiksviðinu verði ekki
hægt að taka til meðferðar ný
leikrit, sem ekki er vitað hvern-
ig falla í smekk fólksins. Er það
skiljanlegt fjárhagsatriði.
„En þá kemur litli leiksalur-
inn að góðum notum. Þar má
sýna leikrit eftir íslenzka höf-
unda, án þess að tilkostnaður-
inn verði alltof mikill og reyn-
ist þau vel og falli fólki í geð,
má ávalt síðar færa þau upp á
stærra leiksviðið.
Slíkt hefir þráfaldlega verið
gert erlendis og eru þess dæmi,
að mörg af frægustu leikritum,
hafa þannig fengið sinn hreins-
unareld á minni leikhúsum og
orðið vinsæl síðar. Má búast við,
að mörg leikrit, sem nú eru kunn
og eftirsótt, hefðu ekki náð þeim
vinsældum, sem þau nú njóta
meðal almennings, ef of geist
hefði verið farið á stað‘.
Hornsteinn bókmenntanna
úr lífi sjómanna og bænda
„Ég þykist sjá“, segir McHugh,
„að það sé eins hér hjá ykkur
og heima á írlandi, að horn-
steinn bókmennta ykkar er í lífi
sjómannanna og bændanna. Is-
lendingar eru svo lánsamir, að
öll þjóðin nýtur hinna einstæðu
bókmennta ykkar að fornu og
nýju og er það mikilsvert. Það
hafið þið tungunni að þakka.
Hjá okkur í írlandi er það öðru-
vísi, því miður. Mikill hluti
írsku þjóðarinnar hefir týnt
sinni fornu tungu og getur ekki
notið fornbókmenntanna. Nokk-
uð er verið að bæta úr þessu
með því að kenna írsku í skól-
um, en það er langt í land í þess-
um efnum“.
Aukin menningartengsl
íra og íslendinga.
„Einlægur áhugi er nú vakn-
aður, bæði meðal okkar í ír-
landi og hér á íslandi fyrir
auknu menningarsambandi milli
þjóðanna. Vonandi verður hægt
að auka það samband og bæta
Þetta mót eða þing var sett
28. maí en slitið hinn 8. júní.
Fulltrúar samtals voru nokk-
uð á fjórða hundrað og voru
frá 30 þjóðum, sem dreifðar eru
um allar álfur heimsins.
Engir fulltrúar voru þarna frá
þeim ríkjum, er kommúnistar
stjórna. Ungversk bændasamtök
eru talin með í sambandinu, en
frá þeim hefir ekkert heyrzt í
tvö ár og stjórn alþjóðasam-
bandsins hefir ekki tekizt að ná
neinu sambandi við þessa félags-
deild.
Bændasamtök þriggja þjóða
bættust við í félagsskapinn að
þessu sinni. Þau lönd, sem þar
komu með, voru ítalía, Grikk-
land og Mexikó.
Forseti alþjóðasambandsins
hefir verið í tvö síðust ár Kan-
adamaðurinn dr. Hannam og var
hann endurkosinn að þessu
sinni.
Vinnubrögðum var hagað
þannig, að fyrstu tvo dagana
voru almennir fundir. Fyrst
voru setningarræður og ávörp
og síðan ýmsar skýrslur. En að
þessum tveimur dögum liðnum
tóku nefndir til starfa.
Aðalnefndirnar voru tvær og
hafði önnur með að gera skipu-
lagsmál samtakanna, en hin fjall
aði um hin almennu dagskrár-
mál, sem fyrir lágu. Hún hafði
tvær undirnefndir.
Þau ákvæði eru 1 lögum sam-
bandsins, að hvert meðlimafé-
lag hafi rétt til að eiga einn full-
trúa í hverri nefnd. Fulltrúi ís-
lands hefir því meira en nóg að
hugsa um meðan á ráðstefnunni
stendur. Að þessu sinni hefði
hann átt að vera í fjórum nefnd-
um. Það voru bara Island og
Lúxemburg, sem áttu aðeins
einn fulltrúa hvort þarna.
Sameiginlegir fundir voru svo
aftur síðustu dagana til að af-
greiða mál frá nefndum.
Norðurlandamenn höfðu eins-
konar bandalag með sér innan
þessara samtaka. Höfðu þeir
sameiginlegan fund á hverjum
morgni áður en nefndafundir
hófust. Þar var sameiginlega
skýrt frá því, sem var að ger-
ast í nefndunum og rætt um
það eftir því, sem ástæða þótti
til. Og við atkvæðagreiðslu
fylgdust fulltrúar Norðurland-
anna jafnan að.
Meðal annars var rætt um að
veita þeim þjóðum, sem
skemmra þykja komnar áleiðis
í framleiðsluháttum, aðstoð til
að notfæra sér hina nýju tækni
á atvinnusviðinu. Kom í Ijós við
þær umræður, að viðhorf Aust-
urlandabúa ýmsra er annað í
því sambandi en manna á Vest-
urlöndum. Var bent á það, að
landbúnaður Austurlanda veitir
fjölda manns atvinnu og aðrar
atvinnugreinar eru ekki við því
búnar að taka það fólk til sín og
sjá fyrir því, ef nýjar vélar og
tækni við landbúnaðinn gerðu
því ofaukið þar.
við viðskiptalegri samvinnu í ná
inni framtíð“, bætir McHugh
við.
„Ég hefi notið dvalar minnar
hér á landi og fengið tækifæri
til að sjá Þingvelli í dásamlegu
sumarveðri. Það verður mér ó-
gleymanlegt. Það hefir ekki ver-
ið sagt ofsögum af gestrisni ís-
lendinga, og hjálpsemi er hér al-
mennari, en ég hef kynnst ann-
arsstaðar, þar sem ég hef ferð-
ast í heiminum. Ég vonast til að
fá tækifæri til að koma hið
fyrsta aftur til íslands og
tryggja þau vináttubönd, sem
þegar hafa verið hnýtt milli ír-
lands og íslands".
Mbl., 10. júní
Það er athyglisvert, að þessi
alþjóðlegu samtök bænda leggja
mikla áherzlu á samvinnuskipu-
lag í sölu, vinnslu og jafnvel
framleiðslu landbúnaðárafurða.
Fyrir nefndum þingsins lágu
víðtækar skýrslur, sem byggðar
voru á rannsóknum á þýðingu
samvinnuskipulagsins f y r i r
bændur. Niðurstöður þeirra
rannsókna voru allar á þá leið,
að þessi víðtæku samtök leggja
áherzlu á meiri samvinnu.
Milljónir manna víða um heim
binda vonir sínar um farsæld og
frið, við samvinnustefnuna og
sigur hennar í heiminum.
I öðru lagi er athyglisverður
þáttur af störfum þessa þings að
fjalla um markaðsmál og svo-
kallaða offramleiðslu. Þó að til
séu fjölmennar þjóðir, sem oft
búa við sult, þýðir ekki að gera
ráð fyrir markaði fyrir kjöt og
mjólk eða afurðir af því tagi í
löndum í náinni framtíð. Þjóðir
Austur-Asíu til dæmis lifa eink-
um á korni og kunna ekki annað.
En markaður fyrir kjöt og
mjólk í hinum vestræna heimi
fer mjög eftir því, hver efna-
hagur manna er. Þess vegna
lögðu þessi alþjóðasamtök bú-
vöruframleiðenda mikla áherzlu
á það, að næg og trygg atvinna
meðal verkamanna sé þeim hin
mesta nauðsyn til að geta selt
framleiðslu sína og þar af leið-
andi haft sæmilega afkomu.
Þessi bændasamtök hafa ekk-
ert formlegt vald. Fundir þeirra
eru umræðufundir og ályktun-
arfundir, þar sem hagsmunamál
þeirra, sem framleiða landbún-
aðarvörur, eru tekin til meðferð
ar. Bændasamtök hinna einstöku
landa eru mismunandi skipuð
og meðal annars byggð á mis-
munandi traustum grundvelli.
En á þessum ráðstefnum eiga
málin að skýrast. Þar bera á-
hrifamenn hinna ýmsu þjóða
saman ráð sín um það, hvernig
þeir eigi að nota samtakamátt
stéttar sinnar í hverju einu
landi. Og það eru lögð drög til
þess, að bændastétt einnar þjóð-
ar beiti sér ekki fyrir því, sem
er bændastétt annarra þjóða til
tjóns.
Menn koma til þessa móts í
þeim tilgangi að vinna að betri
skipun framleiðslumála í heim-
inum, þannig að bændur geti
haft sæmileg kjör við að yrkja^
jörðina og framleiða þær nauð-
synjar, sem mannkynið getur
ekki án verið.
Á grundvelli þess, að allir hafi
jafnan rétt og allar þjóðir og
allir einstaklingar eigi jafnan
rétt til lífsins og gæða þess, bera
forustumenn í félags- og fram-
leiðslumálum bænda saman ráð
sín. Og bak við þá stendur fjöl-
mennasta stétt heimsins, bænda
stéttin, sem á síðustu árum er
að vakna til meðvitundar um
hið mikla vald, sem stéttarsam-
tökin búa yfir.
TÍMINN, 17. júní
Minnist
BETCL
í erfðaskrám yðar
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Rovaizos Flower Shop
Our Specialtles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlss K. Chrlstle, Proprletress
Formerly with Robinson & Co.
253 Notre Darae Ave.
WINNIPEG MANITOBA
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem#
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK
Þessi setning er fyrir mig
kjami lífspekinnar.
—Lesb. Mbl.
íslenzkur stóll við Manitobahóskóla