Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLÍ, 1950
Barnaheimilið „Pólmholt"
tekið til starfa
Heimilið lekur á móti 50 börnum fyrir 200 króna gjald á mánuði
Kvenfélagið Hlífbauð bæjarstjórn og ýmsum öðrum gestum
síðastliðinn föstudag að skoða hið nýja dagheimili fyrir börn, er
félagið hefir reist hér ofan við bæinn og nefnist Pálmholt, til
heiðurs frú Gunnhildi Ryel, sem gaf land undir bygginguna og
hefir verið hvata- og styrktarmaður málsins að öðru leyti.
Frú Elinborg Jónsdóttir, for-
maður Hlífar, bauð gestina vel-
komna og lýsti sögu bygginga-
málsins og verkefnum heimilis-
ins. Félagið hefir lengi haft hug
á að hrinda þessu í framkvæmd,
en verulegur skriður komst ekki
á það fyrr en árið 1946, er frú
Gunnhildur Ryel gaf land til
starfsrækslu barnaheimilisins.
Var þá ákveðið að hefjast handa.
Félagið átti um 90 þús. kr. í sjóði
en ýmsir bæjarbúar og fyrir-
tæki gáfu fé og konurnar lögðu
sig fram um að afla fjár til máls-
ins. Félagið hlaut engan opinber
an styrk, fyrr en á þessu ári, er
bæjarstjórnin veitti um 40 þús.
kr. til reksturs heimilisins.
Bygging heimilisins.
Teikningar að húsinu gerði
Stefán Reykjalín, bygginga-
meistari, en byggingameistarar
voru Óskar Gíslason og Sigurð-
ur Sölvason. Húsið er fullbúið
til notkunar og haganleg bygg-
ing, ein hæð með risi; stofur eru
rúmgóðar og hentugar; húsgögn
þægileg og við hæfi barna.
Starfsfólk er fimm manns; for-
stöðu konan er frk. Ingibjörg
Jónsdóttir.
Heimilið mun taka á móti 50
börnum til dvalar alla virka
daga. Sér heimilið um fæði
handa börnunum og um gæzlu
þeirra. Verða börnin sótt í bif-
reið á ákveðna staði í bænum og
skilað þangað aftur að kvöldi.
Kostnaður verður 200 krónur á
barn fyrir alla þessa þjónustu.
Af hálfu gestanna töluðu
Steinn Steinsen bæjarstjóri og
Hannes J. Magnússon skólastj.,
og lögðu þeir áherzlu á hverja
þýðingu þetta framtak Hlífar-
kvenna hefði fyrir bæjarfélagið.
Hannes Magnússon taldi full-
víst, að fleiri gerðir barnaheim-
ila mundu rísa upp á næstu ár-
um, því að þéttbýlið krefðist
þess að á þennan hátt væri börn-
unum séð fyrir hollari samastað
en götunni, jafnframt því sem
erfiði væri létt af húsmæðrum
og heimilium.
Að lokum þökkuðu frú Helga
Jónsdóttir, ritari Hlífar, og frú
Elinborg Jónsdóttir, formaður,
gestum komuna og öllum, sem
hefðu lagt málinu lið á einn eða
annan hátt.
Bygging og starfræksla þessa
myndarlega heimilis er hið
mesta þrekvirki af fámennu og
fátæku félagi. Stendur bæjar-
félagið allt í óbættri þakkar-
skuld við hinar áhugasömu kon-
ur, sem hafa ekki látið erfiðleik-
ana buga sig, heldur barist ó-
trauðlega fyrir áhugamálum
s í n u m og hagsmunamálum
yngstu borgaranna, unz sigur-
inn er fenginn. Bæjarmenn óska
hinni nýju stofnun gæfu og
gengis.
DAGUR, 14. júní
— Dánarfergnir —
Miðvikudaginn 5. júlí, andað-
ist að heimili sínu í Bellingham,
Wash. merkismaðurinn Mikael
Guðjón Jónsson, 68 ára að aldri.
Guðjón var einn af okkar allra
beztu félagsmönnum hér um
slóðir, áhugasamur með afbrigð-
um, og íslendingur í sönnustu
merkingu. Það má segja að Guð-
jón væri þéttur á velli og þéttur
í lund, enda dugnaðarmaður
hinn mesti. Hann lætur eftir sig
konu sína, Ástríði Jónsdóttur og
eina dóttur, Aðalheiði, og einn
son, Hlífar G. og 5 barnabörn.
Guðjón var var jarðsunginn
laugardaginn 8. júlí frá útfarar-
stofu McKenney að Blaine, að
viðstöddu fjölmenni; séra Albert
Kristjánsson og séra Guðm. P.
Johnson jarðsungu. — Guðjóns
mun verða nánar getið síðar í
íslenzku blöðunum.
Föstudaginn þann 12. maí þ. á.
andaðist á Elliheimilinu Staf-
holt að Blaine, Wash. Elías G.
Thomson 83 ára að aldri; hafði
hann verið heilsuveill hin tvö
síðustu ár ævinnar og var rúm-
fastur.
Elías heit. hafði búið í Blaine
og því nágrenni um 37 ár. Hann
lifa 3 börn, ein dóttir og tveir
drengir. Þau eru: Geirþrúður,
Richard og Walter, einnig lifa
hann 5 barabörn og eitt barna-
barnabarn; líka tvær systur,
Mrs. Borgfjörð í Manitoba, Can-
ada, og Mrs. Sam Oddsson í
Blaine,Wash.; einn bróðir Lor-
ens Thomson í Winnipeg, Man.
Elías var ágætismaður og vel
látinn af öllum. Hann var jarð-
sunginn miðvikudaginn 17. maí
frá útfararstofu McKenney að
Blaine, að viðstöddum vinum og
vandamönnum. Séra Guðm. P.
Johnson jarðsöng.
TVÖ SVIPLEG ÐAUÐASLYS:
Bóndi og hóseti
drukkna
Um helgina bárust um það
fréttir hingað til bæjarins,
að tvö svipleg dauðaslys
hefðu orðið. — Annað þeirra
varð skammt frá bænum
Öndverðarnesi í Grímsnesi,
er bóndinn þar drukknaði.
Hitt dauðaslysið varð með
þeim hætti að háseta tók út
af Agli rauða.
Slysið í Grímsnesi.
Bóndinn að Öndverðarnesi hét
Jón Bjarnason. Hafði hann ár-
degis á föstudag farið að vitja
silungsneta, sem hann átti í
Hvítá, og lágu netin út frá ár-
bakkanum. Jón var einn, er
hann fór í vitjun, en frá bænum
og þangað sem lögnin var, er
um 20 mín. ferð á hesti og fór
Jón ríðandi. Hann sagðist ekki
verða lengi í ferðinni. — Þegar
komið var fram undir hádegið
og hann ókominn, var farið að
leita hans. Hesturinn fannst
bundinn, eins og Jón var vanur
að gera, þegar hann vitjaði um
netin ,en ekki fannst Jón. Hef-
ir hann bersýnilega fallið í
Hvítá, sem er straumþung
þarna. Hefir hans verið mjög
leitað síðan, meðfram ánni, en
árangurslaust.
Á ítalíu eru með öllu hjúskaparslit óheimil
Eftir
GINO MAGNONI
fréttamann Reuters
DÓMABORG:—Flokkur kristi-
legra lýðræðissinna á ítalíu
kappkostar nú að loka hverri
smugu, sem hingað til hefur
mátt finna til hjúskaparslita.
Allt um harðvítuga andspyrnu
allra annara flokka, hefir hann
knúið í gegnum þingið breyting-
ar á hjúskaparlögunum, svo að
það verður nær ókleift að fá
ítalska dómstóla til að fallast á
og staðfesta hjónaskilnaði, sem
erlendis eru veittir.
Fá ekki skilnað hér eftir.
Breyting þessi á að vísu eftir
að fara gegnum fulltrúadeildina
þar, sem búist er við enn harðari
andspyrnu gegn henni en í öld-
ungadeildinni, en ekkert mun
stoða, því að þar hefur kristilegi
lýðræðisflokkurinn h r e i n a n
oaeiri hluta.
Ef lagabreytingin nær fram að
ganga, sem lítill vafi leikur á,
þá verða þeri ítalir, sem skiln-
aðar æskja, þaðan í frá að losa
si§ við ítalskan þegnrétt og öðl-
ast þegnrétt einhvers iands, þar
sern hjúskaparslit eru viður-
kennd.
Krókaleiðum lokað
Hjónaskilnaður er nú þegar ó-
löglegur á ítalíu. Ef menn hafa
viljað fá skilnað þar og giftast
aftur, þá hafa þeir ekki átt ann-
ars úrkosta en leita til dóms ka-
þólsku kirkjunnar, sem sam-
kvæmt sáttmála ríkisins við
áfagarð hefur nær óskorað
Vaid í hjúskaparmálum. Þar sem
kirkjudómurinn vísar óskum
manna um skilnað venjulega á
bug, þá hafa þeir farið þá leið
að leita bargaralegrar ógildingar
hjónabandsins erlendis og fá svo
ítalskan dómstól til að staðfesta
ógildinguna. Þetta hefur orðið
föst leið, sem menn hafa farið í
kringum lögin. Meira að segja
hefur Turin orðið nokkurs kon-
ar „Mecca hjúskaparslitanna“,
því að þar hefir mönnum fundist
sérlega hagkvæmt að fá stað-
festing þeirrar ógildingar, sem
þeir hafa fengið á hjónaband sitt
erlendis.
Mál kunnra Itala
Það eru einkum mál ýmissa
kunnra manna, sem ýtt hafa und
ir kristlega lýðræðisflokkinn til
að loka þessari smugu til út-
göngu fyrir þá, sem óskað
hafa skilnaðar. Knattspyrnuhetj
an í Turin. Valentino Mazzola
sem fórst í flugslysi ásamt liði
sínu, hafði fengið hjúskap sinn
ógiltan í Rúmeníu, og viður-
kenndi yfirréttur Turin ógilding
una síðan.
Á svipaðan hátt fór kvik-
myndamaðurinn Roberto Rossel-
lini að. Dómstóll Vínarborgar
veitti honum skilnað Dómarinn
í Turin viðurkenndi síðan úr-
skurðinn, svo að Rossellini er
heimilt að kvænast kvikmynda-
dísinni sænsku, Ingrid Bergman.
400 skilnaðarmál erlendis
Kristilega lýðræðisflokknum
var ljóst, að hann gat ekki lokað
augunum fyrir því, að þeir, sem
höfðu fé og færi, gátu farið í
kringum lögin og fengið skilnað
erlendis. Talið er, að í fyrra hafi
400 hjónaskilnaðir Itala farið
fram erlendis og síðan hlotið
viðurkenningu ítalskra dóm-
stóla. Var þarna um að ræða
aukningu, sem nam 25 af hundr-
aði frá árinu áður. — Þá var
kirkjudómstóllinn strangari.
Voru lögð fyrir hann 134 skiln-
aðarmál, en hann sinti ekKi
nema 46 þeirra.
Menn geta slitið sambúð á ít-
alíu, svo að löglegt sé, en það
veitir hjónunum vitaskuld ekki
rétt til að giftast aftur, og er
því hætt við að þau gerist sek
um hórdóm eða frillulifnað, en
hvort tveggja varðar við lög þar
í landi.
Annars staðar er mönnum
auðvelt að skilja
Dr. Gino Sotis, sérfræðingur í
alþjóðarétti og hjúskaparmál-
um, fjallaði um skilnaðar mál
Rossellini. Hann sagði mér, að
Italía, Spánn og Portúgal væri
einu löndin í Norðurálfu, þar
sem hert hefði verið á hjúskap-
arviðjunum, í stað þess hefði
verið slakað á þeim annars stað-
ar í samræmi við nútíma lifn-
aðarhætti og vaxandi sjálfræði
kvenna.
„í öllum siðmentuðum lönd-
um er stefnt að því, að gera
hjúskaparslitin sem auðveldust.
Með þessum nýju ákvæðum í
ítölsku hjúskaparlögunum er
þeim mönnum gert ókleift að
öðlast skilnað, sem verða starfa
sinna vegna að hafa ítalskan
þegnrétt. Er þar um að ræða
embættismenn ríkisins og aðra
þá, sem mega því aðeins reka
atvinnu sína á ítalíu, að þeir
séu ítalskir þegnar“.
—Mbl. 9. júní
Tvær skipshafnir
heiðraðar
TVÆR SKIPSHAFNIR voru
heiðraðar á Akranesi í sambandi
við hátíðahöld sjómannadagsins
þar fyrir björgun manna úr
sjávarháska á síðasta ári, skips-
hafnirnar á bæjartogaranum
Bjarna Ólafssyni og á vb. Sigur-
fara. Séra Jón M. Guðjónsson
framkvæmdi athöfnina, en karla
kórinn Svanir söng.
Skipstjóranum á togaranum
Bjarna Ólafssyni, sem bjargaði
14 mönnum af áhöfn togarans
Varðar frá Patreksfirði í vetur,
var afhentur heiðurspeningur
úr silfri og heiðursskjal frá
Slysavarnafélagi íslands með á-
letruðum nöfnum allra skip-
verja á Bjarna Ólafssyni, sem
unnu að björguninni, en þeir
voru: Jónmundur Gíslason skip-
stjóri, Björn H. Guðmundsson 1.
stýrim., Sigurður Friðfinnsson
2. stýrim., Sigurjón Jónsson 1.
vélstj., Valdimar Indriðason 2.
vélstj., Óskar Jónsson 3. vélstj.,
daraldur Samúelsson loft-
íkeytam., Haukur Ólafsson mat-
:veinn, Karl Benediktsson kynd-
iri, og hásetarnir Þórður Sig-
arðsson, Þorbergur Jónsson,
Sigvaldi Jónsson, Sveinn Jóns-
;on, Ólafur Finnbogason og Ein-
ir Guðmundsson. Þá talaði Hall-
‘reður Guðmundsson, formaður
átgerðarstjórnarinnar og þakk-
iði skipshöfninni í nafni bæjar-
stjórnar og útgerðarstjórnar.
Ennfremur tilkynnti séra Jón,
ið hann hefði í höndum heiðurs-
skjal frá Slysavarnafélaginu til
Þórðar Guðjónssonar skipstjóra
á vb. Sigurfara og skipshafnar
áans fyrir björgun skipshafnar-
Lnnar á norska skipinu Gygra,
2n Þórður var fjarverandi.
Alþbl. 7. júní.
Jón bjó að Öndverðarnesi með
aldraðri móður sinni. — Hann
var 34 ára að aldri.
Slysið á togaranum.
Um aðdraganda hins sviplega
slyss á togaranum Agli rauða
frá Neskaupstað, er ekki kunn-
ugt.
Magnús Magnússon, Vestur-
götu 22 hér í bæ, féll fyrir borð
og drukknaði. Var Egill rauði
þá staddur út af Vestfjörðum,
en togarinn er á saltfiskveið-
um.
Magnús Magnússon lætur eft-
ir sig konu.
Nældu ekki trúnað þinn á
rmar annarra. Málsh.
☆
Stórt fyrirtæki hafði eftirfar-
ndi setningu prentaða á launa-
amninga sína: „Launin eru
ðar einkamál, og það á ekki að
era uppskátt um þau við
neinn“.
Nýi starfsmaðurinn bætti neð-
an við, um leið og hann undir-
ritaði samninginn: „Ég mun
ekki minnast á þau við neinn.
Ég skammast mín eins mikið
fyrir þau eins og þið“.
Ladies!
PERMANENTS!
Latest Paris,
Hollywood and
New York styles.
Lasting.
Guaranteed.
Golden Cream Oil
Waves, $3.50
with 50c bottle of fine exquisite French
perfume.
Goldcn Cold Waves,
$4.95
with $1.00 bottle of fine exquisite
French perfume.
The finest permanent wave
you’ve e v e r had. Remember,
you’ll be at your loveliest in 1950
with a GOLDEN permanent wave
—given by professional experts
only. No appointment necessary
at the—
Golden Beauty Salon
(ln the Golden Drugs)
St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg
Back of Eaton’s Mail Order—1 block
south of Bus Depot—across from St.
Mary's Cathedral.
PHONE 925 902
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá aö rjúka út
með reyknum — Skrifið símið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland. Ave., Winnipeg
Slmi 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipefl
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrlster, Solicitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
ílirosiral
JEWELLERS
447 Portage Ave,
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph. 926 885
Phone 21101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Rnofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Símcoe St. Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Oentist
506 SOMERSET BUILDINQ
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talslmi 925 826 Helmilis 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
SérfræOinour i aupna, eyrna. nef
oo kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stoíutimi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
Bérfrœöinour < augna, eyrna,
nef oo hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofustml 923 851
Heimasfmi 403 794
HAGBORG rVU/2áZ
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 92 8211
Uanaoer T. R. THORVALDSON
Four patronage will be appreclated
G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slmi 926 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 029
H. J. H. Palmason, C.A.
H. 4. PALMASON A CO.
Chartered Acconntanta
505 Confederation Llfe Bldg.
Winnipeg Manitoba
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 561
JOHN A. HILLSMAN,
M.D.. Ch. M.
332 Medlcal Arts. Bldg.
OÍ FICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST,
Viðtalstlmi 3—6 eftir hádegl
DR. E. JOHNSON
504 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Ree. 230
DR. H. W. TWEED
Tannlœknir
508 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 962 WINNIPEO
SARGENT TAXI
Phona 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
Office 933 587 Hes. 444 389
S. A. THORARINSON
BARRISTER and SOLICITOR
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Stroet
WINNIPEG CANADA
J. Jx. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ct-
Vega peningalán og elilsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. e. frv.
Phone 927 538
Office Phone Res Phons
924 762 726 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Löofræöinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Manaoino Director
Wholesale Distrlbutors of Frssh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklstur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaður sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimllls talsimi 26 444
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave.
Just West of New Matemity Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Nell Johnson
27 482
Ruth Rowland
88 790