Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLÍ, 1950 5 /ÍHlG/iMÁL Ritttjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SÖGUHEIMILDIR VESTUR-ÍSLENDINGA OG LANDNÁMSHATÍÐIN Mönnum er nú að vonum skrafdrjúgt um hina miklu af- mælishátíð V.- íslendinga, sem nú verður haldin hátíðleg í móðurbygð íslenzka landnáms- ins, Gimli, dagana 6. og 7. ágúst næstkomandi. 1 því sambandi mintist • ungur maður á það, að nú væri mjög farið að fyrnast yfir hina fyrstu viðburði land- námssögunnar, að minsta kosti í hugum hins yngra fólks, og að það myndi vel þegið, ef þeir yrðu rifjaðir upp að nokkru á undan hátíðinni. Ekki er því til að dreifa að ekki hafi verið skrifað all-ítar- lega um íslenzka landnámið; er ólíklegt að margir þjóðflokkar í þessari álfu hafi verið, að því leyti, betur að verki en íslend- ingar, og var þess að vænta af afkomendum söguþjóðarinnar. Engum einum manni eiga Vestur-íslendingar eins mikið að þakka fyrir það að varðveita sögu þeirra í þessari álfu eins og Ólafi S. Thorgeirssyni. Hann hóf útgáfu Almanaksins 1895, og hafa birst í því Landmannssögu þættir í 55 ár. Hann var óþreyt- andi í því, að viða að sér heim- ildum, og lagði á sig miklar bréfaskriftir, margar ferðir og mikinn kostnað í þeim tilgangi. Er nú Almanakið talið af fræði- mönnum, eitt það merkasta rit, sem gefið hefir verið út vestan hafs — Landnáma V.-lslend- inga. — F y r s t i Landnámsþátturinn birtist 1899; var það, eins og vera bar, saga Nýja-íslands, elztu varanlegu íslenzku ný- lendunnar í Ameríku. Þennan þátt ritaði Guðlaugur Magnús- son landnámsmaður á Dögurð- arnesi í Árnesbygð. Þykir þetta ágrip það ábyggilegasta, sem til er um frumsögu Nýja-íslands. Ólafi Thorgeirssyni tókst að fá fróða og rithæfa menn til þess að rita fyrir Almanakið, eins og t. d. Friðrik Bergman og marga fleiri. Eru þættir séra Friðriks, er birtust í mörg ár samfleytt um Winnipeg og Dakota nýlend- urnar, sérstaklega skemtilegir og fróðlegir. Smám saman birtust þættir ur sögu flestra bygðanna 1 Al- manaki Ólafs Thorgeirssonar, þó eru nokkrar smábygðir eftir. Góðu heilli halda synir hans á- fram útgáfu þessa ágæta rits undir ritstjórn fræðimannsins Dr. Richard Beck. Þá mega Ný-íslendingar sér- staklega minnast Thorleifs Jack sonar með þakklátum hug; hann ferðaðist um bygðir þeirra, safn- aði heimildum og myndum, og gaf út þrjár bækur um sögu Nýja-íslands. Hann hafði og byrjað á sögu Norður Dakota þegar hann lézt og lauk dóttir hans, frú Thorstína Jackson Walters, mjög myndarlega því verki. öll þessi rit, sem nú hefir ver- ið minst á eru nú, að heita má, ófáanleg, það er að segja, fyrstu Almanök Ólafs Thorgeirssonar, Saga Nýja-íslands eftir Thorleif Jackson og Saga Norður Dakota eftir Thorstínu Jackson Walters, en enn munu fást Þjóðræknis- ritin fyrstu 5 eða 6, sem hafa inni að halda hinar ágætu rit- gerðir Dr. Rögnvalds Pétursson- ar um frumsögu V.-lslendinga, er hann nefnir Þjóðræknissam- tök íslendinga í Vesiurheimi. Og síðast en ekki sízt er vert að minna fólk á, að nú á síðari árum hefir skáldið og sagnfræð- ingurinn Þorsteinn Þ. Þorsteins- son unnið að því, að safna öll- um heimildum saman í eitt, bæði úr þeim ritum, sem þegar hefir verið minst á og úr mörg- um öðrum, auk þeirra, er hann hefir sjálfur safnað frá fyrstu hendi. Árgangurinn af þessu mikla starfi hans eru þrjú stór bindi, Saga íslendinga í Vesiur- heimi. Fjallar þriðja bindið um sögu Nýja-íslands. Líklegt er að ræðumenn á hátíðinni á Gimli muni minnast á ýmsa viðburði í sögu frum- herjanna, en ekki gefst tími í stuttri ræðu til þess að fara út í nein sérstök atriði sögunnar til hlýtar. Þeir, sem farnir eru að ryðga í sögunni ættu því að kynna sér hana að nokkru, áður en þeir sækja hátíðina, með lestri einhverra ofangreindra rita. Þannig munu þeir hafa meira gagn og meiri ánægju af því að hlusta á ræðurnar og kvæðin, sem þar verða flutt. --------------☆---- HALLVEIGARSTAÐIR Konur á íslandi hafa lengi haft hug á því að reisa kvenna- heimili í Reykjavík, er bera skuli nafn fyrstu húsfreyju landsins, Hallveigar Fróðadótt- ur, konu Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Nokkrar kon- ur hér vestan hafs hafa minst á þetta fyrirhugaða heimili við mig, og virðast hafa áhuga fyr- ir framgangi málsins. Hér birt- ist því grein úr Morgunblaðinu, og er þar skýrt frá hlutverki Hallveigarstaða og hvernig þessu áhugamáli íslenzkra kvenna miðar áfram. Gaman væri ef vestur-íslenzkar konur gætu stutt að nokkru þessa við- leytni systra sinna á Islandi — að koma upp kvennaheimili, sem ber nafn formóður okkar allra, Hallveigar Fróðadóttur: ☆ Það er nú orðið nokkuð langt síðan að ísl. konur hófust handa um byggingu kvennaheimilis hér í Reykjavík, er bera skyldi nafn fyrstu húsfreyju landsins, Hallveigar Fróðadóttur. Mörgum mun finnast að seint hafi gengið þessu byggingamáli og er það að vonum. Við ýmsa erfiðleika hefir verið að stríða og um alllangt skeið lá málið algerlega niðri. Haustið 1945 var að tilhlutan Bandalags kvenna í Reykjavík, skipuð nefnd að nýju, til að vinna að fjáröflun til kvenna- heimilisins, og kom þá veruleg- ur skriður á málið. Nefnd þessi, sem skipuð er fulltrúum frá öll- um þeim kvenfélögum, sem í Bandalaginu eru, hefir síðan unnið ötullega að fjáröflun til byggingarinnar, og er merkja- söludagurinn einn liður í þeirri söfnun. í þetta sinn verða að vísu ekki seld venjuleg merki, heldur falleg blóm, sem sendi- herra Dana hér á landi frú Bodil Begtrup gaf nefndinni. Á hún þakkir skildar frá Hallveigar- staðanefnd og öllum íslenzkum konum, fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem sýnir bæði rausn henn- ar, vináttu og skilning á mál- efnum kvenna. Reynir nú á þegnskap ísl. kvenna í þessu máli, hvort þær veita þessari ágætu gjöf viðtöku, á þann hátt sem þeim sæmir, en það er með því að stuðla að því, að fjáröflunardagurinn beri verulegan árangur. Helzta hlutverk hinna fyrir- huguðu Hallveigarstaða er: 1. Að verða gisti- og dvalarheimili fyrir ungar stúlkur og konur hvaðan af landinu sem er, sem til höfuðstaðarins koma um lengri eða skemmri tíma. 2. Nokkurskonar miðstöð er allar konur landsins, sem til Reykjavíkur koma, gætu átt að- Miss Margarel Helen Beck Dr. Richard Beck og frú Bertha-Beck í Grand Forks, North Dakota, hafa formlega tilkynt, að dóttir þeirra Margaret Helen og Paul Hvidston, sonur Mr og Mrs. Colburn Hvidston,Fresno, Cal., verði gefin saman í hjónaband í United Lutheran kirkjunni í Grand Forks, þann 12. ágúst næstkomandi; hjónaefnin stunda bæði nám við ríkisháskólann í Nort Dakota. DÚFUR FRIDARINS Friðaráróður geiur verið þátiur í kalda siríðinu og nolaður til að veikja viðnám andsiæðinganna meðan vígvélin er hlaðin og smurð iil árásarinnar. Talsmenn kommúnista víða um heim hafa um skeið gengið á það lagið að tala máli friðar- ins. Þeir reka þann áróður af miklu kappi og með nokkrum árangri, að þeir séu hinir einu réttu og sönnu friðarsinnar, virðing fyrir lífi og frelsi manna sé sérkenni þeirra, og svo fram- vegis. Gengur þetta svo langt að jafnvel hersýningar eru að verða friðargöngur“ á máli þeirra. Hér fer á eftir grein, sem danska blaðið Information birti 1. júní síðastliðinn og fjallar um þróun þessara mála: SÚ SKOÐUN að Vestur- Evrópa eigi að halda sér hlut- lausri í átökunum milli Banda- ríkjanna og Rússlands er nálega jafngömul og friðurinn eða fimm ára gömul. Jóhann Vogt í Noregi hefir beitt sér fyrir því, en hann vill þó að hlutleysið sé ekki afskiptalaust, heldur vinni þjóðir Vestur-Evrópu að því að gang að, að meira eðá minna leiti. 3. Athvarf ísl. konum í marg- háttaðri og þjóðnýtri félagsstarf semi, miðstöð ísl. heimilisiðnað- ar og ýmislegt fl. Fjársöfnun til byggingarinnar hefir gengið fremur vel og eru nú í sjóði hátt á aðra milljón kr. Ríki og bær hafa sýnt skiln- ing á þessu máli með árlegum fjárframlögum og þegar fyrir- sjáanlegt var að lóð sú sem Hall- veigarstaðir áttu við Garðastr. og Öldugötu var of lítil fyrir hina stóru byggingu, sem Hall- veigarstaðir eiga að verða, út- hlutaði Reykjavíkurbær lóð undir bygginguna á einhverj- um fegursta stað í borginni, sunnanvert við Tjörnina. Eru konur ánægðar mjög yfir þess- ari staðsetningu og hafa fullan hug á að þarna rísi upp fögur og glæsileg bygging, er verði prýði höfuðstaðarins. Þrátt fyrir illt útlit um fjárfestingarleyfi fyrir bygginguna nú fyrst um sinn, verður bráðlega hafist handa um að teikna húsið, og byrjað á byggingu svo fljótt sem nokkr ir möguleikar eru til. Hallveigarstaðanefnd heitir nú á allar ísl. konur, ungar og gamlar, að duga vel í dag og taka blómin til sölu. Einnig ósk- ar nefndin eftir börnum til að selja blómin. Verða þau afhent allan daginn í skrifslofu Verka- kvennafélagsins Framsókn, Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. jafna ágreining og tryggja frið. Leon Blum var svipaðrar skoð- unar í Frakklandi. Það var þetta, sem fyrir honum vakti er hann talaði um „þriðja valdið“. En það kom brátt í ljós, að bæði fjárhagslega og hernaðarlega var Vestur-Evrópa of veik til að standa ein sér. Þróunin breytti því hugmynd inni um hlutleysi Evrópu. Við erum tilneyddir — var sagt, — að taka við amerískri hjálp. Annars hrynur efnahagskerfi okkar og kommúnistar geta far- ið því fram, sem þeir vilja. Á grundvelli Marshall áætlunar- innar er hægt að koma fótum undir sig á ný. Og þegar við höf- um komið okkur fyrir skulum við svo vernda friðinn og halda deiluaðilum frá okkur. ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR að ýmsir telji nú bæði í Frakklandi og Þýzkalandi að tími sé til að reka slíka pólitík. I franska stjórnarblaðinu Le Monde, var nýlega sagt, að ef ósætti yrði milli Bandaríkjanna og Rússa gætu Frakkar látið það hlut- laust.. Það er heldur ekki langt síðan Adenauer ríkiskanslari lét svo ummælt, að hann styddi tillögur Schumans vegna þess, að hann vildi vinna að því að skapa hlutlausa heild milli stór- veldanna tveggja. Það er ósköp skiljanlegt hvað liggur bak við þessi orð. Frakk- ar eru hræddir við kostnað af hervæðingu og þau áhrif, sem slíkt myndi hafa til að efla kommúnista innanlands. Þjóð- verjar þrá einingu þýzka ríkis- ins, en um það þýðir ekki að tala meðan annar hluti ríkisins er á hernámssvæði Rússa en hinn á öndverðu hernámssvæði. Svo er þriðja ástæðan. Mönnum virðist rússneski björninn nú sem stendur vera í friðarhug. Hvers vegna á því alltaf að vera að ota að honum regnhlífinni? TIMES HEFIR nýlega tekið ákveðna afstöðu í forustugrein gegn Le Monde, Adenauer og öðrum slíkum. Þar er bent á önnur sjónarmið, sem líka eru raunveruleg. Menn líta Banda- ríkin öfundaraugum, er hið mikla vald þeirra þyrnir í aug- um og fella sig einkum illa við það, sem kommúnistar nefna „kóka-nýlendustefnu“. En það er þó ekki hægt að dæma menn- ingu Bandaríkjanna eftir drykkjuvenjum og auglýsing- um einum saman. Það verður líka að líta á mannúð þeirra, fræðslulöngun og frelsisást. Að fleygja sér á vald kommúnism- ans vegna þess, að hann er á móti kóka-kóla, segir Times að væri afneitun vitsmunanna og svo stórkostleg svik við skyn- semina að slíks eru engin dæmi. Síðan spyr blaðið hvernig menn hafi hugsað sér hlutleysið í framkvæmd. r Halda menn raunverulega að þar með sé öllu borgið gagnvart R ú s s u m ? Skyldu þeir gera sig ánægða með yfirlýsingar einar, án allra sannana. Myndu þeir ekki segja sem svo: Ef þið eruð nú alveg hlutlausir þá ættuð þið að láta einhverja kommúnista hafa sæti í ríkisstjórn. Það væri góð stjórn að fela kommúnistum landvarna ráðuneytið og innanríkisráðu- neytið. Franska eða þýzka stjórnin gæti naumast neitað kommúnistum um svona litla bón. Sagan sýnir nógu greini- lega, að það eru einmitt hlut- lausu ríkin, sem ofbeldið bitnar fyrst á. AUK ÞESSA byggist hug- myndin um hlutleysi Vestur- Evrópu á þeim misskilningi, að átökin í dag séu barátta milli Rússlands og Bandaríkjanna. Það er þvert á móti söguleg stað reynd, að Bandaríkin skárust í leik og tóku þátt í stríðinu til að vernda Evrópu og frelsa. Annað enskt blað The Econom ist, gerir þau atriði að umræðu- efni. Það segir, að með „kalda stríðinu“ hafi á sínum tíma ver- ið átt við tilraunir Rússa til að leggja meginland Evrópu undir vald sitt. Kalda stríðið var rúss- neskt fyrirtæki,Bandaríkin voru undir það búin að taka allt sitt heim frá Evrópu. En vegna þess, hve freklega Rússar gengu til verka, sáu þeir sig um hönd. Og þá var mikil ánægja í Frakk- landi yfir því, að Bandaríkja- menn hurfu ekki strax úr leikn- um. En síðan hefir þetta snúizt þannig, að kalda stríðið táknar nú viðleitni Ameríkumanna til að halda Rússum í skefjum. Kalda stríðið er nú álitið ame- rískt uppátæki. Og þetta við- horf hafa Rússar svikalaust fært sér í nyt í friðaráróðri sínum, svo að jafnvel ábyrgir menn í Vesturlöndum vita hvorki upp né niður. Og svo er það staðreynd, að einungis með samheldni getum við varðveitt frelsið og þar með friðinn. Það hefir þrásinnis sýnt sig, að kommúnistar virði ekki annað en valdið. Þar sem þeir mæta valdi, sem er eins öflugt og þeirra eigið, beygja þeir af. Vald og samtök er því bezta tryggingin fyrir friðnum. ÞAÐ ER SAGT, að kommún- istar í Kaupmannahöfn hafi ný- lega farið fylktu liði að brezkum herskipum sem stödd voru þar í höfninni. Þeir báru fyrir sér friðardúfur. Brezku sjóliðarnir brugðu skjótt við. Þeir gerðu sér líka sínar friðardúfur, drjúgum stærri, og settu þær upp. Þar með sýndu þeir betri greind, en DÁNARFREGNIR — Þrítugasta og fyrsta maí s.l. lézt að heimili sínu í Swan River, Man., Vilhjálmur Sigur- bergur Friðbjörn Byron 88 ára og tíu mánaða gamall. Hann var fæddur að Stóra- gerði í Skagafirði árið 1861. For- eldrar hans voru hjónin Frið- björn Pétursson og Sigurborg Jónsdóttir. Tveggja ára að aldri var Sigurbjörn tekinn til fóst- urs af Ólafi Sigurðssyni og Mar- grétu konu hans, að Laughús- um í Skagafirði. Ólst hann upp hjá þeim til fermingaraldurs. Hann kom ungur til þessa lands. Fluttist til Norður-Dakota og bjó þar fyrstu árin, í Grafton, N. D. 10. janúar giftist hann eft- irlifandi konu sinni, Guðbjörgu Octaviu Danielson. Árið 1899 fluttust þau með fleiri landnem- um til Swan River dalsins og tóku rétt á landi, og hafa þau búið þar ávalt síðan. Þeim varð tíu barna auðið, og skulu þau talin hér eftir aldurs- röð: Constantína, gift Frank Zing- er. Andaðist 6. júní s.l. að heim- ili sínu í Alberni, B.C., sex dög- um á eftir föður sínum, eftir langvarandi sjúkdóm 53 ára gömul; Anna J. P. gift George Schell; H. F. Garribald, giftur; Th. Rofield, giftur; Friðrika Th. S. gift H. Stanbrook, búsett í Winnipeg; Victor E„ giftur; Clara T„ gift K. McKenzie, bú- sett í Winnipeg; S. A. Bertel, giftur; Vilhjálmur J„ ógiftur heima og eru þau öll búsett í Swan River, að undanteknum tveimur dætrum. Jarðarförin fór fram 3. júní frá heimilinu að viðstöddum fjölda manns. Var hann lagður til hinztu hvíldar í Fairdale grafreit. Líkmenn voru fimm synir og einn dóttursonur. Lúterskur prestur, Rev. A. Morck, jarðsöng. Kona og börn hin lálna. ☆ Guðbjörng Árnason, ekkja Jóns heit. Arnasonar, 78 ára gömul, andaðist að heimili Guð- mundar sonar síns í Edmonton, 5. þ. m. Foreldrar hinnar látnu voru Björn Nikulásson og Guð- björg Jónsdóttir. Guðbjörg var fædd á Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð í Skagafjarðarsýslu og kom til Ameríku 1887. Eftir 33 ára bú- skap í Kristnes-bygðinni brugðu þau hjónin búi 1940 og fluttu til Elfros, þar sem hún misti mann sinn 4 árum síðar. Börnin, sem lifa móður sína eru: Björn og Guðbjörg (Mrs. Helstrom), bæði til heimilis í Regina; Edward býr í Spruceholm, Alberta, og Guðmundur í Edmonton. Svein- björn Johnson hinn víðþekti lögfræðingur og dómari í N. Dakota-fylkinu var albróðir Guðbjargar sál. Hún var jarðsungin frá kirkju Elfros-safnaðar, 8. þ. m„ af séra Skúla Sigurgeirssyni. ýmsir, sem trúað hefir verið fyr- ir meiru en þeim, segir Económ- ist að lokum. TÍMINN, 14. júní Kaupið þennan stóra PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI vegna gæða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.