Lögberg - 03.08.1950, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. ÁGÚST, 1950
Norðan lands og sunnan
— Tvær rilfregnir —
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
I.
Saga Akureyrar eftir Klem-
ens Jónsson. 245 bls. í fjög-
urra blaða broti. Akureyrar
kaupstaður gaf út, Prent-
verk Odds Björnssonar, 1948
Allir þeir, sem sögulegum
fróðleik unna, og þá sérstaklega
Akureyringar og aðrir Eyfirð-
ingar, mega fagna því, að þessi
Saga Akureyrar eftir Klemens
Jónsson er loksins komin út.
Var handritið fullbúið frá hendi
höfundar í ágústbyrjun 1929, en
útgáfan drógst af ýmsum ástæð-
um, eins og nánar er greint frá
í formála Brynleifs Tobíassonar
Hamingjuóskir
til íslendinga í tilefni af 75 óra
landnámshátíðinni á Gimli,
7. ágúst 1950.
Su7ed.es Seruice
A. E. CARLSON & SON eigendur
Wynyard
Saskatchewan
yfirkennara, formanns nefndar
þeirrar, sem annaðist um út-
gáfuna af hálfu bæjarstjórnar
Akureyrar.
Klemens Jónsson var, eins og
kunnugt er, afkastamikill fræði-
maður; fór saman hjá honum
víðtækur fróðleikur, glögg-
skyggni á aðalatriði og aukaat-
riði og lipurð í frásögn. Gætir
alls þessa í ríkum mæli í Sögu
Akureyrar, því að hún er allt í
senn: fróðleg mjög, skipulega
samin og hin læsilegasta, en
jafnframt byggð á traustum
heimildum, sem höfundur hefir
viðað að sér úr ýmsum áttum.
Er saga Akureyrar rakin hér
með mikilli nákvæmni frá fyrstu
tíð og er bókinni skipt í þessa
kafla: Fyrsta tímabil til 1787,
Annað tímabil frá 1787—1862,
Þriðji kafli frá 1862—1884, og
Fjórði kafli frá 1884—1905.
Nær fyrsta tímabilið fram til
þeirra merku tímamóta í verzi-
unar- og viðskiptamálasögu ís-
lands, þegar verzlunin var gefin
frjáls við alla þegna Danakon-
ungs í Norðurálfu og einokun-
inni aflétt eftir nærri tveggja
alda ánauð.
Hægfara voru þó framfarir
kauptúnsins á næsta tímabili
sögu þess, eða fram til ársins
1862, er það hlaut kaupstaðar-
réttindi og varð sérstætt bæjar-
félag og lögsagnarumdæmi.
Hversu allt var þar þá með lágu
risi sést meðal annars af því, að
íbúatala Akureyrar var í árs-
lok 1850, 187 manns, 1885 235
manns og 1862, 286 manns.
Á áratugunum næstu (1862—
1884) þokaði drjúgum meir í átt-
ina, en ekki var það samt fyrri
en á árunum 1885—1905, að veru
legur skriður kom á vöxt og við-
gang Akureyrarbæjar, og hefir
bærinn síðan verið á hröðu fram-
faraskeiði með mörgum hætti,
og skipar vel sess sinn sem höf-
uðstaður Norðurlands og annar
stærsti bær landsins.
Jafnframt því sem saga þessi
er af eðlilegum ástæðum, um
annað fram, lýsing á hinum ytri
atburðum í bæjarlífinu, verzl-
unar, atvinnu og athafnalífinu,
bregður hún með ýmsum hætti
Ijósi á bæjarbrag og andlegt líf
bæjarbúa, og á að því leyti
menningarsögulegt gildi.
Koma hér að vonum fjölmarg-
ir við sögu, og margir í þeim
hópi þjóðkunnir fyrir starfsemi
sína á sviði verklegra framfara,
menningarmála eða bókmennta.
Prýða bókina ágætar myndir
margra þeirra, og einnig af Akur
eyri frá ýmsum tímum, meðal
þeirra heilsíðu litmynd úr Ferða
bók Gaimards 1836. En um allt
er frágangur bókarinnar hinn
ágætasti, sæmandi Akureyrar-
bæ, er að útgáfunni stendur.
Brynleifur Tobíasson hefir
eigi aðeins haft umsjón með út-
gáfunni, heldur einnig samið
embættismannatal og starfs-
manna bæjarins til 1905, mynda-
skrá, registur, og bætt við ýms-
um athugasemdum neðanmáls í
bókinni til skýringar, og er að
því öllu góður fengur. Honum
farast þanig orð í bókarlok:
„Höfundur rits þessa, Klemens
Jónsson, fluttist búferlum frá
Akureyri til Reykjavíkur árið
1904, er hann var skipaður land-
ritari. Bæjarfógetaembættið var
veitt í júlí s. á., og tók við því
um haustið Guðlaugur Guð-
mundsson, sem hafði verið sýslu-
maður í Skaptafellssýslu. Saga
þessi nær til ársins 1905, og
standa þau tímaskipti í sam-
bandi við burtför Klemensar og
aðrar þær breytingar, er um
það leyti urðu á högum bæjar-
ins, t. d. niðurlagning amtmanns
embættisins, flutning gagnfræða
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af
75 ára landnámshátíðinni
á Gimli, 7. ágúst 1950.
Langrill's Funeral Home
LICENSED EMBALMER
AMBULANCE SERVICE
345 EVELINE STREET
SELKIRK, MAN.
Við samgleðjumst íslendingum á landnáms-
hátíð þeirra á Gimli 7. ágúst 1950, og þökkum
góða viðkynningu og vinsamleg viðskipti
þeirra, sem við höfum notið í liðinni tíð, og
vonum að njóta \ framtíðinni.
\
EIGENDUR
EVENSON VÉLA FÉLAGSINS SELJA
Hin ÁGÆTU CROSLEY RAFÁHÖLD. SÉR-
FRÆÐINGAR í AÐ GJÖRA VIÐ MAGNETOS
Og UMBOÐSMENN FYRIR ALLlS-CHAL-
MERS, VERKFÆRL VÉLAR OG BÍLA.
EVENSON MACHINE WORKS
Sími 19 Edinburg, N.D.
SELMER EVENSON og STANLEY STENERSON, Eigendur
SÖGULEGUR ATBURDUR
Þann 7. ágúst 1950 halda
(slendingar hátíðlegt 75
ára landnám sitt á Gimli.
Innilegar kveðjur.
Vér virðum og þökkum
menningarlega framsókn
íslendinga og þökkum góða
viðkynningu og vinsamleg
viðskifti.
MERCHANTS and FARMERS
RANK ----
CAVALIER
NORTH DAKOTA
SELKIRKBÆR
SENDIR KVEÐJUR
Manitobaborgurum af íslenzkum stofni
í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli
íslenzka landnámsins í bessu fylki.
Margir Canadískir borgarar af íslenzkum
uppruna hafa átt, og eiga búsetu í þessum
bæ.
Öllum er velkomið að heimsækja þennan
vingjarnlega bæ, sem er fagurlega settur á
skrúðbökkum Rauðár, en samt óhultur með
öllu gegn grimmúðugu áflæði. Bærinn er
ágætlega fallinn til iðnreksturs, og \ slíku
augnamiði eru spildur fáanlegar fast við
járnbraut.
wwww
BSrf- að tilhlutan
BÆJARSTJÓRNARINNAR í SELKIRK