Lögberg - 03.08.1950, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. ÁGÚST, 1950
logbtrg
GeflC út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
696 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG. MANITOBA
Utanátkrift ritstjórant:
EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENIJE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 894
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” ls prlnted and publiahed by The Columbia Preea Ltd.
696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manltoba, Canada.
Authorlzed aa Second Cla.ee Mail, Post Office Department, Ottawa
Landnám
Frá upphafi vega, hefir mannkynið stöðugt verið
að nema lönd, og það verður að því fram í aldir, því
landnámi þess lýkur aldrei á þessari jörð; maðurinn
öðlaðist það hlutverk í vöggugjöf, að erja jörðina og
gera sér hana undirgefna; hún hefir tíðum verið honum
gjafmild og eftirlát, þó hún á hinn bóginn fari ekki alt-
af um þá mjúkum móðurhöndum, er í villimann-
legri græðgi hafa rofið lög hennar og gerst sekir um
rányrkju.
Við upphaf yfirstandandi aldar, sem nú hefir séð
fyrir enda hins blóði drifna fyrra helmings síns, komst
hinn stórbrotni landnemi í ríki andans, ESnar Bene-
diktsson, svo að orði í hinum spekiþrungnu aldamóta-
ljóðum sínum:
„Öld, kom sem dagur með lyftandi lag
og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag.
Lát oss tómlæti í tilfinning snúa
í trú, sem er fær það, sem andinn ei nær.
Því gullið sjálft veslast og visnar í augum
þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum.
Að elska, að finna æðanna slag,
að æskunni í sálinni hlúa.
Það bætir oss meinin, svo heimurinn hlær,
en höllinni bjartar skín kotungsins bær.
Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking,
sé hjarta ei með, sem undir slær.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trúa“.
Hvatningarljóð sem þessi, er okkur holt að rifja
upp við sérhver merk tímamót.
Við lýðveldistökuna 1944, endurnam íslenzka þjóð-
in sjálfa sig og brendi að baki sér hinar síðustu brýr
vanvirðulegra, erlendra kúgunarafla, þó hún enn eigi
að vísu við ramman reip að draga vegna ískyggilegrar
og jafnvel illkynjaðrar togstreitu um andleg og efnis-
leg yfirráð yfir þeim tiltölulega fáu sálum, sem landið
byggja; vonandi ræðst þó svo úr, að það verði draum-
kona þjóðarinnar hin betri, sem yfirtökunum nær, og
leiði hana inn á þau svið, þar sem „sólbjarmans fang
vefst um alt og alla“.
Og enn er íslenzki kynstofninn að nema lönd, og
hefir verið að því í þrjá aldarfjórðunga utan vébanda
íslands; hvort íslenzka þjóðin hefir enn, sem komið er,
glöggvað sig að fullu á gildi sendiherrafylkingarinnar
vestrænu, skal ósagt látið, þó vissulega hafi margir
mætir synir hennar komið auga á slíkt; en auðugri
mun hún þó að nokkru og kunnari um hina voldugu
vesturálfu vegna lífsæfintýris Vilhjálms Stefánssonar,
þó eigi sé til annara afbragðsmanna vitnað af íslenzk-
um stofni vestan hafs, er gert hafa garðinn frægan. —
Innan fárra daga verður haldin stórhátíð á- Gimli
helguð frumbyggjunum íslenzku, er festu rætur fyrir
þremur aldarfjórðungum við strendur Winnipegvatns;
saga þeirra varð hvorttveggja í senn átakanleg mann-
raunasaga og glæsileg kraftaverkasaga. Og beri hún
ekki lifandi vitni norrænu lífsþoli og norrænni þrótt-
lund, hvað gerir það þá?
Frumherjafylkingin, sem af íslandi kom og nam
land í vestri, unni hugástum íslenzkri tungu og bók-
menningu; það lá því í augum uppi, að hún léti sig það
nokkru skipta, hvernig til tækist um varðveizlu slíkra
erfðaverðmæta, er fram í sækti, hvort niðjarnir döggv-
uðu þau með lífrænu framtaki, eða þau yrði afslætti
og vanmáttarkend að bráð.
Vitaskuld breytast viðhorfin til manna og málefna
á skemmri tíma en sjötíu og fimm árum, en þó fer jafn-
an svo, að „aldrei deyr þó alt um þrotni, endurminning
þess, sem var“.
Minnisvarðar eru reistir og myndir greyptar í
marmara, og hefir hvorttveggja sitt táknræna gildi; en
sá verður minnisvarðinn haldbeztur og stendur af sér
flestar ágjafir, er mennirnir með nytsömu ævistarfi
reisa sér sjálfir; átök frumherjanna breyttu villimörk
í frjósamt akurlendi, og það út af fyrir sig, er vert ó-
rjúfandi þakkar; en þó er hitt meira um vert, hve frum-
herjarnir lögðu mikla áherzlu á það, að rækta í brjóst-
um barna sinna trúnað við manndygðir og vitsmuna-
legan þroska.
„Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trúa“.
Þessar ljóðlínur verða aldrei ofsagðar og aldrei of
oft endurteknar, því í þeim felst máttur þeirrar raun-
speki, sem aldrei bregst og sú trú, sem flytur fjöll.
I upphafi var orðið, og allri list æðri, er orðsins
list; ljóðsins list, sem frá Davíðssálmum til ljóða Davíðs
frá Fagraskógi, hefir svipmerkt menningarsögu kyn-
Landfraka frumherjanna á Gimli 21. okfr. 1875
Teikningu þessa af landtöku fyrstu landnemanna á Gimli 21. okt.
1875, hefir Árni Sigurðsson listmálari gert eftir hinum beztu
heimildum sem hann hefir getað aflað sér. Hér er að vísu um
hugmynd að ræða, en sem eigi að síður mun vera nærri því sanna,
eftir því sem kostur er á. Árni hefir góðfúslega látið íslenzku
blöðunum mynd þessa í té til birtingar á 75 ára afmælinu. — Á
hann beztu þakkir skilið fyrir það.
ætti þeir yfirvegunar kost, en að einmitt á þessum
tímamótum, sjötíu og fimm ára landnámsafmælinu,
yrði að fullnustu svo gengið frá kenslustólsmálinu í
íslenzku við Manitobaháskólann, að þar yrði tungunni
reist það varnarvirki, er stæði af sér brotsjó komandi
alda, íslenzka kynstofninum og canadísku þjóðinni til
ævarandi sæmdar og heilla; nú vantar aðeins herzlu-
muninn; verum samtaka!
Beztu óskir til íslendinga á
75 óra landnámshátíð þeirra
á Gimli 7. ágúst 1950.
★
WINNIPEG PIANO CO. LTD.
Eitt allra fullkomnasta hljóðfœrahús Winnipegborgar
383 PORTAGE AVENUE
WINNIPEG MANITOBA
slóðanna og gert menningarlíf þeirra mönnunum skilj-
anlegt; ljóðið var landnemunum kært; þeir kunnu það
utanbókar, þeir ortu sjálfir og afkomendur þeirra í
þessu landi yrkja enn, jafnvel þó á aðra tungu kunni
að vera; og þrátt fyrir sjötíu og fimm ára kaflann, sem
liðinn er frá íslenzka landnáminu hér vestra, er þó enn
margt fagurlega hugsað og sagt á íslenzku, sem eng-
inn þarf að bera kinnroða fyrir; alt, sem er fagurt, ber
í sér eilífðareðli, hitt er dauðadæmt.
An Institution of
THE UNITED
CHURCH OF CANADA
Affiliated. with
THE UNIVERSITY OF
MANITOBA
iBi. UNITED COUEGE»
Portage Avenue at Balmoral Street
Winnipeg, Manitoba
Yfir íslenzka landnáminu hafa vakað, og vaka enn,
hollvættir góðrar giftu; stofninn hefir í öllum atriðum
reynst samkeppnisfær, eða jafnvel meira en það, og
yfir því ber oss að fagna.
Menning niðjanna var landnemunum brennandi
áhugamál, og þeim var ant um, að hjá þeim héldist við
í allra lengstu lög hinn lífræni kjarni íslenzkrar bók-
menningar; og hvað myndi þeim hugstæðara en það,
For a Safrisfactory Job . . .
George Ripak
BLACKSMITH - WELDING
Oliver Farm Equipmenfr
P.O. BOX 131 WYNYARD, SASK.
Eighty years of Educational Service to City
and Country.
Excellent Library, Scholarships and
Bursaries Available.
ARTS AND SCIENCE
A complete liberal Arts course leading to the B.A. Degree.
Junior Division Science; and First and Second Year pre-Medicine.
Preparatory courses for Architecture, Engineering, Pharmacy, Law,
Commerce, etc.
COLLEGIATE
Level II (Grade XI) General Course—two-year course, and accele-
rated one-year course.
Grade XII (Senior Matriculation—Entrance to Second Year and to
Normal School).
August Summer School—commencing August lst, 1950.
THEOLOGY
Diploma and B.D. courses.
Advanced study in courses leading to the S.T.M. degree.
Cenlrally located in downtown Winnipeg.
RESIDENCES for Men and Women.
Session 1950-51 Registralion Dates Opening Daies
Collegiate Division Sept. 7, 8 Sept. 11
Faculty of Arts and Science New Students Sept. 15. 16 Sept. 20
Former Students Sept. 18, 19 Sept. 20
Faculty of Theology Sept. 25 Sept. 26
Address correspondence to:
W. D. G. Runions, B.A., B.Sc., Registrar
Phone 722 291 or 30 476
1S75-193C
We pay homage to the
lcelandic Canadians,
and their genius for
industry, thrift and
happiness . . . on this
75th Anniversary of
their settling in Western
Canada.
*
HOLT RENFREW
Canada’s Leading Furriers Since 1837
PORTAGE at CARLTON
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af
75 óra landnámshátíðinni
á Gimli, 7. ágúst 1950.
★
EINARSON GROCERY
Allar nauðsynlegar matvörutegundir ávalt á reiðum
höndum.
Sími 5F 11
Hollson North Dakofra