Lögberg - 24.08.1950, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. ÁGÚST, 1950
7
Ársskýrsla skrifara íslenzka
lúterska kirkjufélagsins 1950
Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing!
Kirkjufélag vort er nú orðið sextíu og fimm ára aldurs,
og hefir bæði frá framförum og afturförum að segja á því
langa aldursskeiði. Þegar ég nú er kallaður fram til að
skýra frá framförum og afturförum þessa hins síðastliðna
árs, get ég því miður ekki sagt söguna alveg rétta. Það sem
því veldur nú, eins og svo oft áður, er miður góð innheimta
á skýrslum frá söfnuðum. Sumir prestar og söfnuðir eru
framúrskarandi skilvísir og góðir í þessu tilliti; aðrir draga
það á langinn; en hinir láta ekki til sín heyra, jafnvel yfir
margra ára tímabil.
Slíkt má ekki viðgangast, og má kallast dauðamerki.
Sumir vilja halda því fram, að skýrslur og tölur hafi litla
þýðingu, og að hitt sé veigameira að söfnuðirnir séu
andlega lifandi. En þá mætti spyrja, hve mikið líf
væri nú í kirkja Jesú Krists ef hinir andlega innblásnu
spámenn og postular, sem skrásettu rit Gamla og
Nýja Testamentisins eins og andinn gaf þeim að mæla,
hefðu ekki á sama tíma skrásett þær tölur og skýrslur
sem þar eru inni geymdar. Hve stórir voru þeir hópar manna
sem Jesús mettaði með dásamlegum kraftaverkum? Hve
margir voru lærisveinarnir? Hve margir snerust til krist-
innar trúar og gerðust lærisveinar hinn fyrsta Hvítasunnu-
dag? Þannig mætti halda áfram að spyrja í hið óendanlega;
og spurningum okkar er skilvíslega svarað, því spámenn-
irnir og postulamir, sem voru boðberar Drottins boðskapar
og fagnaðarerindis meðal mannanna, vanræktu ekki sínar
skýrslur. Er ekki mál komið, að allir okkar prestar og
söfnuðir reyni að taka þá miklu Guðs-menn sér til fyrir-
myndar í þessu tilliti, ekki síður en í öðru efnum?
Skýrslur hafa alls ekki komið frá fimmtán söfnuðum
kirkjufélagsins. Þetta er afturför, þar sem í fyrra voru tíu
söfnuðir sem ekki sendu skýrslur. Næsta kirkjuþing skulum
við vona að skýrslur hafi komið í tæka tíð frá öllum söfnuð-
um vorum. Þá væri skrifarinn ánægður og glaður, eins og
við ættum öll að vera, sem erum trúnaðarmenn fagnaðar-
erindisins.
Samkvæmt þeim skýrslum, sem til skila hafa komið,
er ástand þannig í kirkjufélaginu, að á safnaðaskrá eru 43
söfnuðir, eins og í fyrra. Þar við mun sennilega bætast á
þessu kirkjuþingi einn söfnuður.
Prestar kirkjufélagsins eru þrettán, tveimur færri en
í fyrra. Séra Pétur Hjálmsson, sem vígður var árið 1903,
og lengst af hefir dvalið og þjónað í Markerville, Alberta,
andaðist þ. 30. janúar s.l., og var jarðaður í Tindastól grafreit
þar í bygð þ. 2. febrúar. Hann var orðinn nálega 87 ára
gamall, og búinn að vera blindur í nálega 20 ár, er hann var
kallaður heim til síns eilífa hlutskiftis. Séra Arthur S.
Hanson segir skilið við kirkjufélag vort, eftir þriggja ára
þjónustu í Blaine prestakalli, til að taka að sér nýtt starf
i prestakalli í Pennsylvania ríki. Átta prestar þjóna presta-
köllum og trúboðssvæðum sem fasta prestar. Þetta er tveim
prestum færra en í fyrra. Þó bætist væntanlega einn prestur
i hópinn á þessu þingi, og verður talan þá níu fastaprestar.
Tíu söfnuðir kirkjufélagsins eru án ákveðinnar fasta-
þjónustu prests. Þrír söfnuðir, sem ekki hafa heimaprest,
hafa samið um einhverja prestsþjónustu við presta í öðrum
héruðum.
Tala safnaðameðlima er: Fermdir 4,996; ófermdir 2,250;
alls 7,216. Þessar tölur eru hærri en í fyrra. Tala altarisgesta
er 136 meiri en í fyrra, og teljast nú að vera 1,907 manns.
Virðist því andlegt ástand safnaða vorra, að jafnaði, þannig
vera, að 38 af hverju hundraði fermdra meðlima ganga til
altaris, „sér til trúarstyrkingar og eflingar í öllu góðu“.
Þessi hlutföll þurfa að vera mikið hærri, því okkur veitir
ekki af ríkulegri náð Guðs.
Skírnir barna hafa verið 196, fullorðinna 11, alls 207.
Fermingar 89. Útganga með lausnarbréfi 22 manns; inn-
ganga með lausnarbréfi 37 manns. Innganga í söfnuði á
annan hátt 62 manns; en útgengið úr söfnuðum þannig 148
manns. Dauðsföll á árinu voru 76 manns.
Sunnudagsskólar eru 29, sama tala og í fyrra; kennarar
og starfsfólk 186, þremur færri en í fyrra; nemendur í
sunnudagaskólum 1,395, sem er 12 færri en í fyrra. Á skrá
væntanlegra nemenda (Nursery Roll) eru nöfn 114
ungbarna.
Innan kirkjufélagsins eru þrír karlaklúbbar, á móti
einum í fyrra; og telja þeir samtals 84 meðlimi. Fimm félög
fyrir karla og konur telja 74 meðlimi, svipað og í fyrra.
Safnaða kvenfélög eru 35, en meðlimir þeirra alls 1,037
konur, eða 126 meðlimum hærri en í fyrra. Ungmennafélög
eru 6, með 191 meðlim; en í fyrra voru talin 4 fleiri félög og
34 fleiri meðlimir.
Kirkjubyggingar eru virtar á $195,810; og hygg ég að sú
tala ætti að vera yfir $200,000 (þar sem mér er kunnugt um
viðbót á kirkjuhúsum og nýja kirkjubyggingu einnig, sem
ekki hafa komið fram í skýrslum safnaða). Presthús eru
virt á $39,320; aðrar eignir, eins og gafreitir, hljófæri, bækur,
byggingarsjóðir, o.s.frv., samtals $24,678. Safnaðar eignir
samtals eru virtar á $259,808, sem er $16,078 meira en í fyrra.
Á móti þessum eignum eru skuldir, sem nema $4,000; hafa
þær minkað um $400 á árinu.
Fé notað til safnaðaþarfa á árinu nam $49,455, og er það
$427 lægri upphæð en í fyrra. Gjafir safnaða til starfs út
á við voru alls $7,232, og hafa því hækkað um $1,007 á
árinu. Starfsfé alls $56,687, sem er $584 meira en í fyrra.
Þrjár prestsekkjur og einn prestur njóta eftirlauna.
Á kirkjuþingi í Arborg, Man., 23. júní 1950.
B. A. BJARNASON, Skrijari Kirkjufélagsins
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJöRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK
JÓN SIGURÐSSON, FORSETI
(flutt 17. júní í Blaine og 18. júní í Vancouver.)
Hve 17. júní er friðar fagur
á fjöllum, í dölum, á sjó.
Hve lífið er glatt, þegar lengstur dagur
landið í skart sitt bjó.
Nóttin er horfin, á hafsins öldum
í heiðinu sólin skín,
og glaðar þær klæðir með gúllnum fjöldum
og gefur þeim blysin sín.
Jón forseti kom þegar sumarsólin
sveif yfir landi há,
—Frá íslandi geislarnir út á pólinn
með aflvaka lífsins ná. —
Vœttir landsins á verði stóðu
hjá vöggu Jóns nótt og dag,
og einhuga sál hans orku hlóðu
íslenzkri þjóð í hag.
Úr hálofti söngur heiðlóunnar
hljómaði í eyrum hans,
brosandi, ferskir blómarunnar
buðu honum sig í krans.
Fegurð íslands um sólhvörf sendi
sálu hans œðri mátt
um frelsið þegar, hann fólki kendi
fanstu’ hennar hjartaslátt.
Brimgnýr hafsins og byljir vetrar
báru honum karlmanns þor.
Eldrúnir dyrfskan ótrauð letrar
á öll hans förnu spor.
Fagur sem grískur guð á stalli
gnæfir hann enn í dag
„Aldrei að víkja“ og verjast falli
er vikingins árdags lag.
Ókrýndur kongur íslands var hann
um alla sína tíð,
af atgerfis mönnum öðrum bar hann
sem áttu um frelsið stríð.
Stærstu hönkina úr höndum Dana
hugspakur forðum dró,
Alda kúgun varð orkuvana
eitrinu ei lengur spjó.
Um forsetan hugsa ég fyrstan manna
er frelsis-þing eru háð,
Formenn mannkyns á friðnum sanna
fá engum tökum náð.
Væri Jón meðal miljónanna
myndi hann fremstur þar,
og leggja veginn að velferð manna
um vegleysur menningar.
J. S. FRÁ KALDBAK
/
Skyrsla Betel nefndar
Háttvirta kirkjuþing !
Yfirleitt má segja það, að starfræksla Betel elliheimilis
nefir á umliðnu ári gengið vel, þrátt fyrir all-mikil veikindi
er verið hafa. Úr ýmsum aðkallandi erfiðleikum hefir rætzt.
Góður hugur ríkir á heimilinu yfirleitt, bæði meðal vist-
fólks og starfsfólks; er það jafnan mikils um vert, ekki sízt
á jafn stóru heimili eins og Betel er.
Nefndin þakkar húsmóður heimilisins, Mrs. J. Augustu
Tallman, fyrir ágætt starf á umliðnu ári, fyrir skilning á
hlutverki því, er hún hefir með höndum, samfara um-
hyggjusemi og árvekni 1 starfi hennar í allri merkingu.
Sinn stóra hlut á hún í að skapa ánægju þá, sem á heimilinu
er ríkjandi.
Einnig þakkar nefndin öllu starfsfólki fyrir góða þjón-
ustu, er það hefir af hendi leyst í*þarfir heimilisins á um-
liðnu ári.
Við burtför séra Skúla J. Sigurgeirsonar úr Gimli
prestakalli á síðastliðnu hausti, fékk nefndin séra Sigurð
Ólafsson, í Selkirk, til að inna af hendi bráðabirgða þjónustu
í þarfir heimilisins; hefir hann, með leyfi safnaðarnefndar
Selkirk safnaðar, frá byrjun október mánaðar, flutt þar
messur vikulega, og átt samtal við vistfólkið, venjulegast
á fimtudögum, og flutt þar 36 guðsþjónustur, haft 4 útfarir.
Sunnudaginn, 4. júní, hafði hann þar fjölmenna altaris-
göngu.
Þar sem að aðal bygging heimilisins er nú orðin æði
gömul, fer nauðsynin á viðgerð vaxandi ár frá ári. Á þessu
ári hefir verið gert kostnaðarsamt og mikið verk við máln-
ingu innanhúss. í ráði er að gera við þak eldri byggingar-
innar á þessu sumri; er efni nú til þess fengið, og maður
ráðinn til að vinna verkið.
Nýr „power mower“ hefir verið keyptur til þess að
létta undir starf umsjónarmanns við slátt á grasfletinum
umhverfis heimilið. Sú er hugsjón nefndarinnar að gera
alt er í hennar valdi stendur til að fegra staðinn og um-
hverfið — eru þar blómabeðin og fögur tré — og gera það
inndælan stað, eftir þÝí sem að auðið er.
Á síðastliðnu hausti gaf Mr. Halldór Sigurdsson, í
Winnipeg, heimilinu hátalara (amplifier); var það bæði góð
og hagkvæm gjöf, er gerir rúmliggjandi fólki og þeim
sem örðugt eiga með göngu upp og ofan stiga unnt að njóta
alls þess er fer fram í samkomusal heimilisins. Er nefndin,
og alt fólk á Betel, gefandanum innilega þakklátt fyrir
gjöfina. Var gjöfin formlega viðtekin og helguð 8. júní,
að gefanda og konu hans viðstöddum, ásamt meirihluta
Betel nefndar, vistfólki og starfsfólki og mörgu fólki frá
Selkirk; en þann dag hafði hið eldra kvenfélag Selkirk;
safnaðar heimsótt Betel.
„Electric water heater“ hefir verið keyptur á árinu,
og er nú í notkun.
Óvenjulega mikil veikindi hafa verið á heimilinu í
síðustu tíð. Sem stendur, eru fimm í sjúkradeildinni, fjórir
i smærri sjúkradeild, aðrir sjúklingar í sérherbergjum, alls
tíu talsins. Alt þetta fólk þarf mikla og nákvæma aðhjúkr-
un. Þess utan eru margir á heimilinu er þurfa stöðuga
aðhjúkrun og umönnun, þótt ekki geti rúmliggjandi talist.
Fer þeim stöðugt fjölgandi er þurfa æ meiri hjúkrunar við.
Tvær ástæður liggja hér til: fyrst, hið óraskanlega lög-
mál að „ellin leggur alla að velli“. Fólk, er notið hefir
sæmilegrar heilsu, og lengi hefir þar dvalið, gerist háaldrað.
Hin ástæðan er sú, að í síðustu tíð eru flestir, sem á
heimilið koma ellihrumir og háaldraðir. Vill nefndin í
fylstu alvöru leiða athygli almennings að því, að Betel
er gamalmenna heimili en ekki sjúkrahús.
Síðustu ár hefir ekkert áflæði verið á Gimli af völdum
Winnipegvatns, og vatnið staðið lægra en oft endranær.
Á þessu vori er mun hærra í v-tninu en í fyrra. Þar sem
að flóðgarðurinn á Gimli er nú mjög í niðurníðslu, en
hætta af völdum áflæðis er ofarlega í hugum manna, mun
þetta vera hinn hentugasti tími til að endurnýja tilraunir
til þess að flóðgarðurinn á Gimli verði endurbygður. Einn
nefndarmanna, Mr. J. J. Swanson, hefir staðið í bréfa-
skiftum við Ottawa stjórnina um þessi mál: haldið málinu
vakandi og reynt til að fá nokkru til vegar komið, m.a.
með því að skrifa um málið bæði fyrverandi og núverandi
þingmönnum kjördæmisins. Telur nefndin nauðsynlegt að
kirkjuþing gjöri yfirlýsingu um nauðsyn á framkvæmdum
í þessu máli til stjórnarinnar í Ottawa.
Dr. K. I. Johnson, er um allmörg ár hefir verið praktís-
erandi læknir á Gimli, og læknir á Betel, flutti burt á þessu
vori. Hann reyndist vistfólki á Betel ljúfur og hjálpsamur
læknir, og er hans sárt saknað. Efnilegur ungur íslenzkur
læknir, Dr. George Johnson, er nú seztur að á Gimli;
væntum vér hins bezta af honum sem lækni heimilisins.
Fjárhagsleg afstaða heimilisins hefir farið nokkuð batn-
andi á árinu: sumpart vegna aukins ellistyrks, en ekki
síður vegna framhaldandi kærleiksgjafa til heimilisins af
hálfu almennings, er ber hag þess fyrir brjósti. Almennar
gjafir á árinu námu $2,021.20; en sú upphæð er einungis
$450 lægri en árið sem leið, en þá hafði sérstök fjársöfnun
verið hafin meðal almennings.
Dánargjafir á árinu voru þessar: Guðmundur Nordal
(er dó á Betel á árinu), $183.42. Páll Nordal, einbúi 1 grend
við Portage la Prairie (maður er vér höfum litlar upplýsing-
ar getað um fengið), er sýndi góðvild sína til heimilisins,
og kærleikshug til aldraðs íslenzks fólks, með því að arfleiða
Betel að dánarbúi hans, er nam $1,241.96. Eftirstöðvar af
dánarbúi O. W. ólafson, fyrverandi ráðsmanns á Betel,
að upphæð $829.21, hefir nú verið greitt til heimilisins.
Víglundur Davíðsson gaf fyrir all-löngu síðan til Betel lóð
á Assiniboine Ave., er seld var fyrir nokkru. Lokagreiðsla
á andvirði þess, að upphæð $200, kom í hendur féhirðis
á þessu ári.
Á þessu ári greiddi nefndin til Elliheimilisins á Moun-
tain, N. Dak., lokaborgun, að upphæð $7,737.50. Áður hafði
verið greitt til Elliheimilisins þar $7,262.50 (samkvæmt
síðustu ársskýrslu); er þetta alls $15,000.
Fé geymt „in trust“ fyrir vistfólk á Betel nemur
$8,740.08, og birtist nú í fyrsta sinni í fjárhagsreikningi
heimilisins, samkvæmt ráðleggingu yfirskoðunarmanns.
Samanlagður reksturskostnaður heimilisins fyrir árið
var $30,175.65, er nemur til jafnaðar nærri $42 á mánuði
fyrir hvern einstakann vistmann. Bendir þetta til að hækka
þurfi gjöld vistmanna, þeirra er gjaldþol hafa til þess, upp
úr því sem að nú er.
Til jafnaðar téðum reksturskostnaði, greiddi vistfólk
$26,353.60, er gerði tekjuhalla er nemur $3,833.15. Innheimt í
gjöfum $2,021.20; rentur og deilistofn (dividend) $741.68;
tillag frá Manitoba fylki $50; samtals $2,812.88. Varð því
að draga úr viðlagasjóði $1,009.27, til að jafna mismuninn.
Samtímis voru lagðir inn í „Pioneer Memorial Fund"
dánargjafir (þegar upptaldar) að upphæð $2,454.59.
Að lokum fylgir hér með nöfn þeirra, er látist hafa
á árinu, og 'einnig nöfn þeirra er fengið hafa inngöngu á
heimilið; eru tölurnar bundnar við tímabilið frá 1. júní
1949 til 1. júní 1950.
Nöfn látins vistfólks, frá 1. júní 1949 til 1. júní 1950:
Erlendur Guðmundsson, Sigríður Friðriksson, Jón Helga-
son, Finnbogi Thorkelsson, Sigurbjörg Thordarson, Ólafur
Jónasson, Sumarliði Hjaltdal, Helga Gíslason, Sigurbjörg
Jónsson, Pálína Eggertsson og Guðmundur Nordal. Látnir
á árinu: 5 konur, 6 menn, samtals 11.
Hólmfríður Johnson, er kom á heimilið á árinu, fór
burt eftir fárra hiánaða dvöl.
Inngöngu á heimilið frá 1. júní 1949 til 1. júní 1950
fengu: Kristrún Thorarinson, Jón Stefánsson, Hólmfríður
Johnson, Daniel Pétursson, Thora Pétursson, Guðmundur
Johnson, Matthildur Borgfjörð, Sigríður Landy Swain
Swainson, Steinunn Valgarðsson, Kristjana Lovísa Johnson
og Hólmfríður Gíslason.
Inngöngu á árinu fengu því 8 konur, 4 menn. Á heim-
ilinu nú eru 29 konur og 30 menn. —NEFNDIN
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traimnglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVT, WINNIPEG