Lögberg - 07.09.1950, Side 1
PHONE 21374
CleUTlcT
prU u
^dcTeTS
XJautl<1 •j-'OÍ'- A Complete
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
to.4 u-'*e
r»5ÍS*s-;_
Cleaning
ínsiilution
63. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 7. SEPTEMBER, 1950
NÚMER 36
Frá landnámshátíðinni á Gimli
Eitt/ af því, er setti hvað eftirminnilegastan svip á 75 ára land-
námshátíðina á Gimli, var hin virðulega og hlýyrta kveðja frá
ríkisstjórn íslands, undirskrifuð af forsætisráðherranum, hr Stein-
grími Steinþórssyni; það hlýnaði víst ekki fáum um hjartaræturn-
ar, er kveðja þessi var lesin; hún fann ábærilega viðkvæman
hljómgrunn í hjörtum þeirra mörgu þúsunda, er hátíðina sátu;
hátíðanefndin afréð að kveðjan yrði ljósprentuð, og er hún nú
birt hér með í sínu upprunalega formi; mun þeirri ráðstöfun
fagnað verða.
til "BestuE-jsMim)Cb
i. ógúst ígso
9
ikisotjómjslanðs senóir
yÖur.^eotnr-fsleníiingar,
alúðarhue&jui’ oq áruaöar-
óshir á mmnuigarliátið ijðar um
sjötiu og fhnuv ára byggð i (jinu
ngja lauði. Jajnjrauit þakkar rik-
isstjóruin og öll jjjóð'm tryggð
yðar oið tungu uora og nienuing-
u.oiuáttu yðar i garð l;ehna(góð-
arinnar og j)á seemð.er jjér Itaf-
tð oeitt jslanði með ajrckutu
og orðstir.
Úcr ootttttu.að þiutcaustu
böttð a’ttae og sögu teugi oss
satnan enti utu (attga brið.
rtjió þeUir!
Reykjau/k, 37 ddy júlt'manaddJ 'J0O
fors<3?tisrdú/ierr<z
Söngflokkurinn úr Norður-Nýja íslandi má teljast til meiri-
háttar atriða hinnar fjölbreyttu skemtiskrár; hann var yfir höfuð
ágætlega samræmdur og gerði hlutverkum sínum hin beztu skil;
það er ekkert smáræði, sem söngfólkið hafði að sér lagt með því
að sækja söngæfingar um langan veg, og víst oft 1 misjöfnu veðri;
t slíku er falin ánægjuleg menningarviðleitni, er að makleikum
skyldi metin; og það var heldur engan veginn neitt smáræðisverk,
sem hátíðanefndin inti af hendi með hinum mörgu fundarhöldum
og það jafnvel um hávetur; þetta ber almenningi að þakka, og
vonandi er að hann geri það.
Mörg heillaóskaskeyti bárust forseta hátíðanefndar víðsvegar að.
Með landnámshátíðinni á Gimli var merks, sögulegs atburðai
niinst, og með fáum undantekningum, fagurlega minst.
Járnbrautarverkfallinu
mikla lokið
gðar
Innsefning í
embæfti
Síðastliðið föstudagskvöld fór
fram fjölmenn og virðuleg at-
höfn í lútersku kirkjunni á
Lundar. Hinn nýkjörni prestur
Lundarsafnaðar, séra Jóhann
Friðriksson tók þá formlega við
embætti sínu þar í sveit. Forseti
kirkjufélagsins, séra Egill H.
Fáfnis frá Mountain, N. D. flutti
prédikun og framkvæmdi inn-
setningarathöfnina. Séra Valdi-
mar J. Eylands ávarpaði söfn-
uðinn og flutti kveðjur og árn-
aðaróskir frá söfnuði sínum í
Winnipeg. Forseti las einnig
skriflega kveðju frá séra Rún-
ólfi Marteinssyni, D.D. í Win-
nipeg. Söngflokkur safnaðarins,
undir stjórn V. Guttormssons,
aðstoðaði við guðsþjónustuna.
Að kirkjuathöfninni lokinni fóru
fram rausnarlegar veitingar á
vegum Kvenfélagsins „Björk“ í
samkomuhúsi safnaðarins. Lög-
berg óskar söfnuði og presti góðs
gengis og ánægjulegrar sam-
vinnu.
Orustan á Hálogalandi
Glenboro
i
Þann 21. ágúst s.l. skrifaði ég
í dagbókina mína þessi orð: „Dá-
samlegt veður, sólskin og mátu-
lega heitt. Frá náttúrunnar
hendi var það skínandi dagur,
en það er annað sérstaklega, sem
gjörir þann dag ógleymanlegan
hér í Glenboro og Argyle, en
það var það, að þá heimsótti
okkur íslenzkur leikflokkur frá
Geysir og sýndi um kvöldið í
stærri samkomusal bæjarins
ofannefndan leik við ágæta að-
sókn. Það var fátt af eldra eða
miðaldra fólki, sem ekki kom
að sjá leikinn, úr öllum pörtum
bygðarinnar. Leikurinn í raun
og veru er ekki sérlega merkur,
en hann varð, fyrir meistara-
lega meðferð leikenda, merkur
í höndum þeirra, og fólkið
skemti sér frábærlega vel. Leik-
urinn er í þrem þáttum og stend-
ur yfir á þriðju klukkustund.
Engum leiddist og allir eða
flestir hefðu glaðir setið leng-
ur. Það var hlegið og klappað
þar til sumir tárfeldu af fögn-
uði. Ég ætla ekki að skrifa rit-
ÍSLANDSDAGUR í BRUSSEL:
Huseby þrefaldur methafi
Kúluvarpsmel hans —, 16,74 m. — tillölulega betra en heimsmetin
í 100 m. hlaupi og langstökki
Örn 2. í tugþraut, á nýju Islandsmeti
Eins og áður var frá skýrt,
var sambandsþing með litlum
fyrirvara kvatt til funda vegna
hins mikla járnbrautarverkfalls,
er var í þann veginn að stór-
lama alt hagkerfi þjóðarinnar;
þing kom saman á þriðjudag, en
a miðvikudagskvöld hafði frum-
Varp stjórnarinnar um lausn
verkfallsins verið afgreitt í báð-
Uln þingdeildum og hlotið kon-
Unglega staðfestingu; lög þessi
'nseltu svo fyrir að innan 48
klukkustunda frá staðfestingu
Peirra skyldu járnbrautarfélög-
in og verkfallsmenn hafa komið
samgöngunum í sitt eðlilega
horf; verkfallsmenn fengu þeg-
ar 4 centa kauphækkun á
klukkustund og loforð um 40
klukkustunda vinnutíma frá 1.
september 1951 að telja; járn-
brautarfélögunum og verkfalls-
mönnum var gert að skyldu, að
hafa samið um kaup og vinnu-
skilyrði innan 30 daga frá stað-
festing laganna, en að öðrum
kosti myndi stjórnin skipa gerð-
ardómara, er ger.ði út um á-
greiningsefnin, og skyldi úr-
skurður hans bindandi fyrir
báða aðila.
Á fimtudagsmorguninn var
samgöngukerfið að mestu kom-
ið í lag.
Gunnar Huseby varð Evrópu-
meislari í kúluvarpi og kastaði
16,74, sem er í senn íslandsmel,
Norðurlandamel og Evrópumet.
Þetta kast hans er 33cm. yfir
hans eigin íslandsmeti, en 14
cm. yfir staðfestu Evrópumeti.
Rússinn Lipp mun þó eiga ó-
staðfest Evrópumet 16.95 m.
Gunnar var alveg í sérflokki
og í úrslitunum varpaði hann
kúlunni 5 sinnum yfir 16 metra,
en þeir sem næstir honum voru,
komust rétt yfir 15 metra. I und-
ankeppni hafði hann þegar
tryggt sér fyrsta sæti með 16.29
metra löngu kasti og hélt for-
ustunni án samkeppni úr því.
í öðru kasti í úrslitunum náði
hann bezta kastinu 16.74 metra,
en sá árangur telzt samkvæmt
finnsku stigatöflunni betri held-
ur en heimsmetið í langstökki,
100 m. hlaupi og e. t. v. fleiri
greinum.
Sá er næstur varð Gunnari
varpaði kúlunni aðeins 15.16
metra og sá er varð nr. 3 náði
15.14 m. kastlengd.
Annar bezti árangur íslend-
inga á EM-mótinu í gær var
frammistaða Arnar Clausen sem
varð annar í tugþrautinni og
munaði minnstu að hann yrði
nr. 1. Var hann stighæsti maður
keppninnar allt fram til næst-
síðustu greinar hennar, spjót-
kastsins, en þá komst Frakkinn
Heinrich fram úr honum og bar
sigur úr býtum í samanlagðri
keppni, hlaut 7364 stig, en Örn
varð næstur með 7297 stig og
Tannander frá Svíþjóð þriðji
með 7175 stig.
Tugþrautarárangur þriggja
• efstu mannanna í dag var sem
hér segir:
Samkomum Póls V. G.
Kolka, læknis frestað
Vegna þess að skipinu, sem
Páll V. G. Kolka var væntanleg-
ur með, seinkaði, og það kemur
ekki lil New York fyr en í byrj-
un næslu viku. verður að fresla
samkomum hans í Winnipeg. á
Gimli og á Kyrrahafssírpndinni.
Nánar auglýst síðar.
110 m. grindahlaup:
Clausen 15.1 sek., Heinrich
15.3 sek., Tannander 16.0 sek.
Kringlukasl:
Clausen 36.20 m., Heinrich
41.44 m., Tannander 41.00 m.
Stangarstökk:
Clausen 3.40 m., Heinrich
3.80 m., Tannander 3.70 m.
Spjótkast:
Clausen 47.96 m., Heinrich 53.31
m. Tannander 50.00 m.
1500 m. hlaup:
Clausen 4.49.8 mín., Heinrich
4:50.6 mín., Tannander 4:59.0
mín.
Fjórði í tugþrautinni varð
Svíinn Widenfeldt er hlaut 7025
stig.
Árangur Arnar er nýtt ís-
lenzkt met. Það fyrra var 7259
stig.
Að vissu leyti má kalla d^ginn
í gær dag íslands. Morguninn
leit að vonum vel út fyrir land-
ana. Gunnar Huseby var fyrstur
í undankeppni í kúluvarpinu
með 16.29 metra löngu kasti.
Örn bar sigur úr býtum í 6.
grein tugþrautarinnar, þ. e. 110
metra grindahlaupi og hélt þá
forystunni með 345 stiga mun,
miðað við næsta mann, og loks
tryggði Torfi sér sæti í úrslita-
keppninni í langstökki með því
að verða þriðji í undankeppni
og stökkva 7.20 metra.
VISIR, 26. ágúst
Úr borg og bygð
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar, deildir þrjú og fjögur,
efnir til kaffisölu á föstudag-
inn þann 8. þ. m. á heimili Mrs.
F. Stephenson, 292 Montrose
Street, Riverheights, frá kl. 2—6
e. h. Fjölbreytt úrval af kaffi-
brauði verður á boðstólum á
þessari sölu. — Fjölmennið!
☆
Gefið í Blómveigarsjóð kven-
félagsins Björk á Lundar, Man.
af Gísla Ólafssyni og 5 börnum
$10.00 í minningu um ástkæra
eiginkonu og móðir, Guðrúnu
Ingibjörgu Ólafson, dáin 17.
marz 1950.
Með kæru þakklæti fyrir hönd
kvenfélagsins.
Margrét Hofteig
dóm um leikinn, aðeins að
kvitta fyrir komuna með fáum
orðum. Það var valin sveit og
vel æfð, sem mundi sóma sér
vel hvar sem leikendur væru:
Mrs. Hrund Skúlason, Miss Sig-
rún Skúlason, Miss Frances Jó-
hannsson, Mrs. Ásta Pálsson,
Miss Svafa Pálsson, Jónas Skúla
son, Grímur Magnússon, Gunn-
laugur Jóhannsson, Björn
Bjarnason og Bogi Björnsson.
Allir fanst mér leika vel, og
engum fipaðist eða skeikaði, og
kvenfólkið var enginn eftirbát-
ur karlmannanna, og voru þó
hlutverk þeirra flest dásamlega
af hendi leyst. Höfuðhlutverkin,
sem Grímur og Jónas léku sönn-
uðu að þeir eru engar liðleskj-
ur, og Gunnlaugur fór vel með
ástarhlutverkið, þó hann sé kom
inn á miðjan aldur, og Bogi, sem
ekki hafði stórt hlutverk, stóð
sig vel.
Leiklistin, sem var í miklu
gengi í bygðum íslendinga víðs-
vegar fyr á árum, er nú að mestu
aldauða, sem er mikill skaði;
hún hefir orðið að víkja fyrir
útvarpi, kvikmyndum og dansi,
og tíðarandanum. Þess lofsverð-
ara er það að sjá flokk manna
og kvenna sem þennan ráðast
í að sýna sjónleik á íslenzku.
Vér þökkum flokknum fyrir
komuna og skemtunina, og auk
þess þökkum við Birni Bjarna-
syni fyrir skemtun á eftir; hann
er sannur skopleikari og hefir
tungu hvers manns er hann vill.
Komst hann ekki hjá að blóta
á laun og herma eftir, sem hon-
um er svo vel lagið.
Hamingjuóskir til ykkar allra.
G. J. Oleson
P.S. Þess skal getið kvenfólkinu
Allir íslendingar kannast við
dr. Emil Walter tjekkneska
fræðimanninn, sem allt frá unga
aldri hefir lagt stund á íslenzk-
ar bókmenntir. Með óþreytandi
áhuga hefir hann unnið að því
að kynna íslenzkar bókmenntir
og íslenzka menningu fyrir tékk
nesku þjóðinni. M. a. með því
að þýða ísl. verk forn og ný á
móðurmál sitt.
Eftir heimsstyrjöldina síðustu,
varð Emil Walter sendiherra
Tjekka í Oslo og jafnframt sendi
herra þjóðar sinnar á íslandi.
Hann kom hingað til lands
sumarið 1947. En nokkru eftir
að kommúnistar brutust til
valda í Tjekkoslóvakíu sagði
hann af sér sendiherrastörfum,
eins og margir aðrir landar hans
gerðu, sem ekki gátu með neinu
móti fellt sig við yfirráð komm-
únista. Síðan hefir hann dvalið
í útlegð á Norðurlöndum og hef-
ir nú á hendi kennslu í Uppsöl-
um.
I vor lauk hann við að þýða
Njálu á móðurmál sitt. Nokkru
eftir að Emil Walter hafði lok-
ið við Njálu-þýðingu sína komst
hann svo að orði í bréfi á þessa
leið:
Starfið við Njáluþýðinguna
hefir verið mér framúrskarandi
mikil ánægja. Og ég veit ekki
betur, en mér hafi tekist að
ljúka við góða þýðingu þessa
meistaraverks. Ég lít svo á, að
það sé alltaf nokkur viðburður,
þegar svo stórkostlegt listaverk
eins og Njála er þýdd á önnur
tungumál.
Þegar ég lít yfir þetta verk
mitt), sem ég svo lengi hefi haft
í Glenboro og Argyle til verð-
ugs heiðurs, að það tók saman
höndum og gaf öllum kaffi og
veitingar eftir leikinn, með
þeim myndarskap sem þær eru
alkunnar fyrir. Fyrir það eiga
þær þakkir skyldar. G. J. O.
Silfurbrúðkaup
Eftirmiðdag á sunnudaginn,
27. ágúst, söfnuðust um hundr-
að manns saman á heimili Mr.
og Mrs. Norman K. Stevens á
Gimli, í tilefni af 25 ára hjú-
skaparafmæli þessara mætu
hjóna. Mr. Barney Egilsson,
bæjarstjóri hafði orð fyrir gest-
um og afhenti silfurbrúðhjón-
unum fagurt „Silver Tea ser-
vice“ að gjöf frá vinum og
venzlafólki, ennfremur færði
hann Mrs. Stevens fagra gjöf frá
Sambandskirkju kvenfélaginu.
Mrs. Sylvia Kárdal mælti fagur-
lega fyrir minni silfurbrúðar-
innar, en Mr. Mensies, skóla-
eftirlitsmaður, fyrir minni brúð-
gumans. Tvísöng sungu Mrs. T.
R. Thorvaldson og Mrs. M. Mc-
Gowan, en Miss Evelyn Thor-
valdson söng einsöng. Þá þökk-
uðu bæði Mr. og Mrs. Stevens
með hlýjum og fallegum orð-
um fyrir vináttuna og heiður-
inn, sem þeim hefði verið sýnd-
ur með þessari vinaheimsókn.
Konur báru síðan fram ljúf-
fengar veitingar og fólk skemti
sér hið bezta. fram eftir degin-
um á hinu myndarlega og vin-
gjarnlega heimili þeirra Stevens
hjóna. Öll börn þeirra voru við-
stödd: Mr. og Mrs. Joseph Stev-
ens frá Winnipeg; Margrét, er
kom flugleiðis frá Vancouver;
Theodore, Guðrún og Norma.
Ennfremur báðar mæður þeirra:
Mrs. J. B. Skaptason frá Winni-
peg og Mrs. John Stevens.
hug á, er það að sjálfsögðu
nokkru áfátt í ánægju minni að
ég get ekki fengið prentaða þýð-
inguna eins og sakir standa. En
ég er sannfærður um, að bókin
kemur út heima á ættjörð minni,
undir eins og ástandið þar í
landi breytist til batnaðar, frá
því sem nú er.
Næsti þáttur er að skrifa skýr
ingar og formála fyrir þýðing-
unni. Byrja ég nú á því verki.
Ég hef hugsað mér að nota mynd
irnar eftir Danann Eiler Krag.
Mér þykir þær ágætar. Þær
komu út fyrir nokkrum árum í
nýrri útgáfu af M. N. Pedersens
Njáluþýðingu. Hefi ég fengið
leyfi listamannsins til að nota
myndir hans.
Nú liggur næst fyrir hendi hjá
mér, að þýða Gísla sögu Súrsson
ar og Laxdælu. Eins og nú horf-
ir við fyrir mér er að vísu erfitt
að leggja stund á íslenzk ,fræði.
En íslenzkar bókmenntir og Is-
land yfirleitt hefir gefið mér
svo mikið, að ég stend í óbætan-
legri þakkarskuld við íslenzku
þjóðina og menningu hennar,
segir þessi gáfaði, elskulegi
fræðimaður.
Fyrir nokkru síðan var dr.
Emil Walter sæmdur stórkrossi
fálkaorðunnar, fyrir ágæt störf
sín á sviði íslenzkra bókmennta
og íslenzkrar landkynningar.
Allir, sem þekkja dr. Emil
Walter, og skilja hve þýðingar-
mikil störf hann hefir unnið í
þágu íslenzku þjóðarinnar eru
sammála um að sú viðurkenn-
ing sem þar féll honum í skaut
sé fullkomlega verðskulduð.
—-Mbl. 27. júlí
Lauk nýlega við þýðingu
á Njálu