Lögberg - 07.09.1950, Side 4

Lögberg - 07.09.1950, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. SEPTEMBER, 1950 iogberg Qefi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 6Í6 SARQENT AVENTJE, WINNIPEQ, MANITOBA Utanátkrift ritstj&ran*: EDITOR LÖGBERQ, 696 8ARQENT AVENUE, WINNIPEQ, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" ia printed and published by The Columbia Preea Ltd. 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authoriaed aa Second Claae Mail. Poat Office Department, Ottawa Rabbað við Skúla Sigfússon, nýkominn úr íslandsför BRYNJÓLFUR MELSTED: í stórhríð á öræfum ÓLAFUR BERGSSON bóndi á Skriðufelli í Þjórsárdal var manna kunnugastur öræfunum og lenti þar í mörgum svaðil- förum. Einu sinni var hann í göngum í versta veðri og lenti þá í meiri ógöngum en hann hafði nokkru sinni komist í áð- ur í svokölluðum Kisubotnum hjá Kerlingarfjöllum. Komst hann við illan leik niður í Kjálka ver um kvöldið og hafði þá ó- fagra lýsingu að segja af ferða- lagi sínu. Var í minnum höfð hvítasunnu. Sagt er að Gísli hafi farið með byggðum austur, allt í Múlasýslu og þaðan vestur sveitir í Skagafjörð. Hafði ferð- in gengið að óskum fram að því. En nú hugðist Gísli mundu stytta sér leið og fara suður Kjöl. Mun hann hafa gert ráð fyrir að fara þar á þremur dægr um milli byggða, eins og ýmsir hafa gert þegar hjarn var yfir allt, og hvergi byrjaðar leysing- ar á hálendinu. Gert hafði hann Þú varst víst fljótari í förum, en til var ætlast, sagði ég við Skúla Sigfússon, fyrrum þingmann St. George kjördæmis, er hann nýkominn úr íslandsför, leit inn á skrifstofu Lögbergs á fimtudagsmorguninn var. „Það er ég ekki viss um“, svaraði Skúli, „því ég hafði í rauninni aldrei ætlað mér að dvelja mikið leng- ur en raun varð á, en að öðru leyti er það laukrétt hjá þér, að ég hafi orðið fljótari í förum, en við báðir hugð- um, því á ferðinni frá Gander til Keflavíkur, setti ég met, eða öllu heldur flugvélin, því sú ferð stóð aðeins yfir í sex klukkustundir, en venjulegast stendur það flug yfir í átta klukkustundir, eða þar um bil“. Skúli Sigfússon kom 16 ára gamall af íslandi; hann verður áttræður þann 1. október næstkomandi, og voru því liðin, er hann kom heim í sína fyrstu heimsókn til íslands, 64 ár. „Ég mundi glöggt eftir flestu því, er ég hafði séð heima á æskuárum mínum“, sagði Skúli; „en gleggst mundi ég þó eftir Nesi í Norðfirði, þar sem ég var borinn og barnfæddur. Nú er Norðfjörður orðinn svip- mesti og fjölmennasti kaupstaður Austanlands; svo mikið er um nýrækt umhverfis bæinn og inn með firð- inum að ég hygg, að naumast geti að líta aðra betri á íslandi. Þetta var mér mikið fagnaðarefni, og ég fann til þess þá hve átthagaræktin var sterk og metnaður minn yfir fögrum æskustöðvum var mikill, þótt þetta eigi vitaskuld ekki frekar við mig en aðra íslendinga yfirleitt, sem heimsækja gamla landið. Á för minni um Austurland, rigndi víða afarmikið, og þess vegna hirtust hey illa; en dagana, sem ég dvaldi á Nesi í Norðfirði, var sólskin og blíðviðri, og þá var mér það ljósara en áður, að ísland á samt til blíðu, og meinar alt vel, eins og skáldið sagði. „Hvað þótti þér nýstárlegast við ísland, eins og það kom þér fyrir sjónir í ferðinni?“ „Bílvegirnir, er á tiltölulega örfáum árum, hafa verið lagðir um landið, þvert og endilangt. Þetta geng- ur kraftaverki næst, ef það er þá ekki beint krafta- verk, er þess er gætt hve þjóðin er fámenn, bjó við ó- fullnægjandi vélakost og hve örðugt er víða að leggja vegi. Mér leið yfirleitt ágætlega í bílferðunum, og var jafnan einnig í hinum ágætasta félagsskap. — Sviptign landsins er víða mikilfengleg og heillandi, að ógleymdum hinum margvíslegu litbrigðum, sem landið er svo auðugt af; þó var það fólkið, þjóðin sjálf, sem hreif mig mest og ég minnist þess vart, að hafa litið augum fegurri og frjálsmannlegri æsku, en yngstu æskuna á íslandi, og það hygg ég, spái beztu um giftu- vænlega framtíð þjóðarinnar“. „Hvað er um stjórnmálin og hina efnahagslegu afkomu íslenzku þjóðarinnar?“ „Það dylst engum að í stjórnmálunum sé nokkur ólga, og er slíkt víst engin ný bóla á íslandi; um efna- haginn og viðhorf hans, gétur gesturinn lítið sagt, og hafa þar fæst orð minsta ábyrgð. Ég gekk þess eigi dulinn, hve hýbýlaskipun hefir færst mjög til betri vegar víðsvegar um sveitir lands- ins. Hin nýju íbúðarhús eru rammger og þola að minsta kosti góðan samanburð við það sem viðgengst um bændabýli í þessu landi. Nú er allmikið unnið að skógrækt á íslandi og ræktun margskonar nytjajurta, þó virtist mér svo, að hagkvæmari aðferðum mætti beita í þessum efnum, að minsta kosti í nokkrum tilfellum. Að öllu athuguðu, þótti mér vænlegast um að lit- ast á Suðurlandsundirlendinu, því þar eru gróðrarskil- yrði margbrotnust og mest. Mikið var talað um síld og síldarleysi tímann sem ég dvaldi á íslandi, en síldveiðin var, því miður, fremur dauf, og verður það þeim mun dapurlegra sem vitað er hvílíku geisifjármagni hefir verið varið til að koma upp hinum miklu síldarbræðsluverksmiðjum í hinum ýmsu kauptúnum landsins. Þegar ég var að fara að heiman var um það talað, að allmikil síldarganga væri komin í Faxaflóa, en mér var sagt að sú síld væri mögur og þætti ekki sem bezt verzlunarvara. Margir fundu til þess, og það kom við mig líka, að hinn mikli og glæsilegi togarafloti, sem gerður er út í höfuðstað landsins, skyldi liggja aðgerðarlaus í höfn um hábjargræðistímann vegna ágreinings um kaup- gjald og starfsháttu. Ég heimsótti Geysi og Gullfoss og kom jafnframt tvisvar á Þingvelli; var þar fagurt um að litast á þess- um fornhelga sögustað, og við fórum alla leið inn að Ármannsfelli, það var gaman. Mikið fanst mér til um lögun og bergmyndir Almannagjár og ég fékk mér væn- an og hressandi teig úr Öxará. Ég brá mér austur að Strandarkirkju, sem sögu- fræg er vegna áheita. Þar tíndi ég í bréfpoka melgras- fræ og flutti með mér vestur. Nokkuð af því ætla ég að gefa landbúnaðardeild Háskólans, en sumt ætla ég að reyna að rækta sjálfur”. Skúli sat fjölment Austfirðingamót á Egilsstöðum á Völlum, dáði hann mjög þetta mikla höfuðból og risnu ein setning er hann hafði þá látið sér um munn fara til skýr- ingar og áréttingar frásögn sinni. Spurði ég hann einu sinni hvort það væri satt, að hann hefði sagt þetta, en hann kvaðst hafa tekið sér í munn orð ann- ars manns. Og svo sagði hann mér eftirfarandi sögu: ÞAÐ MUN að líkindum hafa verið á árunum 1850—1870 að maður, sem Gísli hét, kom að norðan og settist að norðaustan í Hestfjalli og byggði þar ný- býlið Gíslastaði, er hefir verið 1 byggð til seinustu ára. Nokkru eftir að hann var sestur þar að, er sagt að honum hafi fallið arfur í hlut austur 1 Múlasýslu. Varð hann þá að tak- ast ferð á hendur þangað austur. Var það á útmánuðum að hann lagði á stað og gerði ráð fyrir að komast heim aftur áður en leysingar byrjuðu til fjalla. Munu hafa verið sífeldir norðan þræsingar um það leyti, eins og oft er á íslandi milli páska og ráð fyrir því, að fara ofarlega yfir Blöndu og aðrar ár á jökli. En þetta varð til þess að hann lenti of austarlega. Er nú ekki að orðlengja það, að þegar Gísli kemur upp úr byggðum, skellur á hann stór- hríðarveður og stóð dögum sam- an. Vissi hann þá lítt hvar hann fór, en þó þóttist hann vita, að um Kisubotna og Kerlingarfjöll hefði hann verið að þvælast daga og nætur. Ekki er nú vitað hve lengi hann var að villast þarna í svartahríð svo að aldrei sá til sólar og í þeim ógöngum, sem hann var kominn. Illa mun hann hafa verið útbúinn af klæð um, eftir því sem nú gerist um fjallgöngumenn, og lítið eða ekk ert nesti hafði hann meðferðis og sennilega ekkert hey handa hestunum. Giskað er á að hann hafi verið fjóra eða fimm sólar- hringa á öræfunum, og taldi Ólafur að þetta mundi vera sú mesta svaðilför milli byggða, er hann hefði heyrt getið um. En það hefir bjargað Gísla að hann MINNINGARLJÓÐ: Jóhannes Einarsson Að vera að yrkja erfiljóð, það er að muna forna þjóð, og hér ég vildi hlusta og geyma, því hér var gott að eiga heima. í kærleik ætla að kveðja hann, sem hvarvetna fann sæmdarmann, og átti í sínum eðlisfórum það alt, er gerir mann að stórum. Og margur var á velli lár, . en varð í metum furðu hár, er stóð af honum lífsins ljómi, sem lýtur engum stóradómi. Það sagt er oft um útlending hann eigi þröngan sjónarhring, er hér var einn, sem vordraums veldi í víðsýnd leit að hinsta kveldi. Á leiðum þessa landnámsmanns var lífsins boðorð, hvötin hans, að um hans landnám lykist meira af lærdóm þeim, sem veitir fleira. Hans sannfæring var sönn og hrein, hvert samherjanna átumein að nema burt með brugðnu sverði, um bygð og land að standa á verði. Það voru margir vinir hans, hins viljahvatta nýbyggjans, sem lagði glaður lið til þarfa að lyfta þroskum, meira að starfa. Og ströng var þessi langa leið um lífsins þungu Bröttuheið, í sókn og vörn í sigurgleði hér sýnum festa traust í geði. Ég veit að hnugginn hópurinn nú hryggur kveður pabba sinn, sem gaf svo margt af góðum hefðum og gæfuvonir lét að erfðum. Svo vertu sæll og sofðu rótt, því sólskin vermir leiðið hljótt, og gróður þinn er gifta landsins en geymir menjar landnámsmannsins. J. J. Kalman húsbændanna. Skúli á dóttur á íslandi, Maríu, sem gift er Birni, lögfræðingi, Halldórssyni, og eru þau búsett á Akureyri. Björn er, að allra dómi, hinn mesti ágætis- maður, og náfrændi Tómasar heitins Jónssonar ráð- herra í báðar ættir. Skúli á auk þess fjölda frænda og venzlaliðs á íslandi, sem tók honum opnum örmum og fagnaði komu hans. Það var ánægjulegt að hitta Skúla, þó eigi væri nema nokkrar mínútur, þennan gætna og góðviljaða mann, nýkominn og endurhresstan úr ógleymanlegri skemtiför til landsins helga í norðri. hefir haft vit á því að ofþreyta sig ekki né hestana. Og lifandi og lítt kalinn komst hann suður af, með hestana lifandi, og má það kallast kraftaverk. SNEMMA á laugardaginn fyr- ir hvítasunnu komst Gísli niður í Þjórsárdal. Var þá logn og hiti. Og þegar hann reið niður með Dimon heyrði hann þresti syngja og sá að fyrstu laufblöðin voru að koma út á trjánum. Mun þá hugur hans hafa fyllzt sælukenndri þakklætis tilfinn- ingu við forsjónina, er hafði leitt hann úr hinum illvíga veðraham á fjöllunum í vorblíðu hins fagra dals. Enda varð honum að orði er hann kom að Skriðufelli, að mikill munur mætti vera á himnaríki og helvíti, ef hann væri meiri heldur en á því að vera að villast í stórhríð inn við jökla um Kisubotna og Kerl- ingafjöll, og hinu að vera nú kominn í sumar og sól og gró- anda. Ætla mætti nú að Gísli hefði verið orðinn svo aðþrengdur, að hann hefði kosið að hvíla sig um hríð á Skriðufelli, enda var honum boðið það. En við það var ekki komandi. Hann vildi helzt halda áfram og komast heim að Gíslastöðum um kvöld- ið, því að ferma ætti barn sitt að Ólafsvallakirkju daginn eftir. Kvaðst hann hafa gert ráð fyrir því, áður en hann fór að heim- an, að vera kominn aftur fyrir þann dag. Með fortölum fékkst hann þó til þess að hvíla sig á Skriðu- felli um daginn og gista þar um nóttina. En árla mun hann hafa verið á fótum á hvítasunnu- morgun, því að hann reið í hlað- ið á Ólafsvöllum í þann mund er fólk var að ganga í kirkju. Þar var þá komið fermingar- barn hans og skyldulið. Má geta nærri að þar hefir orðið fagn- aðarfundur og fólk hans hafi þótst heimta hann úr helju. EKKI er að undra þátt Gísla kæmi í hug samanburður á sælu- staðnum og kvalastaðnum, er er hann var sloppinn úr heljar- greipum fjallanna. Viðbrigðin hafa verið mikil. En út úr þess- um orðum má líka lesa það, að Gísli hafi tæplega búist við að komast lífs af úr þeim ógöngum, er hann hafði lent í. En þá er það undrunarefni, að hann skyldi hafa kjark og þol og fyrir hyggju til þess að komast úr þeim vandræðum. Má helzt geta sér þess til að honum hafi hald- ið uppi sú brennandi þrá, að komast til kirkjunnar, þar sem á að ferma barnið hans. Hann hafði lofað að vera þar og nú bætist það við, að kæmist hann úr hættunni gat hann fær^barn inu sínu þá beztu gjöf ■— og sennilega þá einu, sem þá var til — það er sjálfan sig endur- heimtan af helslóðum öræfanna, þar sem svo margir hafa látið lífið. Og ekki þykir mér ólíklegt að í kirkjunni á Ólafsvöllum þenn- an hvítasunnudag, hafi guði verið færðar hrærðar og inni- legar þakkir fyrir björgun hans Lesbók Mbl. Sverrir Haraldsson: Ég sigli úr höfn Ég sigli úr höfn á sumardegi, er seglin vindurinn þandi og hirti lítið um hrakspá þeirra, sem hímdu eftir í landi. Hvað varðaði mig um veslings fólkið, sem vildi svo gjarna frétta, að ég hefði síðast bátinn brotið í brimi við Svörtukletta? Alls staðar mætti ég illgjörnu brosi og augum, sem lýstu háði. Hver einasti maður, sem eitthvað sagði, ógæfu minni spáði: — Þér væri nær að hanga heima og hugsa minna um þetta. Þú mundir aðeins bátinn brjóta í brimi við Svörtukletta. Himinninn var svo heiður og bjartur og hafið fagurt að líta, þegar ég leit í ljóma hverfa landið mitt jökulhvíta. Hérna þurfti ég ekkert að óttast, aldrei skyldu menn frétta, að ég hefði villzt og bátinn brotið í brimi við Svörtukletta. Nú ætlaði ég um heiminn hálfan, hamingju mína að finna, eignast svo gull og græna skóga, glæsileg afrek að vinna. Síðarmeir heim ég svifi aftur, svo að menn skyldu frétta, að ekki hefði ég bátinn brotið í brimi við Svörtukletta. Dagarnir liðu einn af öðrum, aldrei sá ég til landa. Þau voru hulin mistri og móðu, myrkur til beggja handa. Áttu nú kannski óskir að rætast allra, sem vildu frétta, að ég hefði loksins bátinn brotið í brimi við Svörtukletta? Báturinn minn var brothætt glingur, sem byltist á trylltum öldum. Stormurinh æddi, stórar bylgjur steyptust með hvítum földum. Illgjarnir menn sem hímdu heima höfðu gaman að frétta, að flakið af bátnum fannst I morgun á fjöru við Svörtukletta. Þið, sem að alltaf furðu fúsir fleygðuð að manni steini, hrakspár ykkar og ólánsóskir urðu mér loks að meini. Vel máttu una, vesæll lýður, vildurðu ekki þetta? Á morgun finnur þú lík mitt liðið liggja við Svörtukletta. Tímaritið LÍF og LIST Stúkan SKULD heldur fund á mánudagskvöldið þann 11. þ. m. á vanalegum stað og tíma. Kaffi verður þarna á boðstólum og ýmislegt til skemtunar. Fjölmennið! JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.