Lögberg


Lögberg - 05.10.1950, Qupperneq 2

Lögberg - 05.10.1950, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950 BRÓDURMINNINGÁR Eftir GUTTORM GUTTORMSSON í Minneota (NIÐURLAG) XI. Robinsons málið Vorið 1895 réðst Jósep í ann- að sinn hjá Robinson til fiski- vers norður á Winnipegvatni. En vistin varð ekki löng að því sinni; og gjörðist út af því við- burður, sem ég tel allmerkan í sögu Vestur-íslendinga. Vil ég því gjöra það efni að sérstökum þætti hér, þótt erfitt sé að rifja upp sum atriðin. Réttur verkalýðsins var ekki hátt metinn í þá daga. Verkstjór ar voru rostamenni margir; þeir notuðu sér auðmýkt erfiðis- mannsins, ráku á eftir vinnu- liðinu með hrakyrðum frá morgni til kvölds og hlífðust ekki við; og ekki var heldur horft í að svifta menn vinnunni þegar valdhöfunum bauð svo við að horfa. Verkamannafélög voru víst í barndómi víða um sléttu- héruðin á þeim árum. Fátækl- ingurinn varð einatt að taka við því sem að honum var rétt, eða sitja vinnulaus að öðrum kosti. Þó kom það fyrir að þolin- mæðin þraut. Svo sagði mér séra Hjörtur Leó, að Jónas faðir sinn og landar fleiri hefðu farið í vinnu á járnbraut eitt sumar, og hrept þar „bosa“ svo illorð- an, að út yfir tók. Hann bölvaði þeim félögum í sand og ösku dag eftir dag. En dagarnir urðu reyndar ekki margir. Landar tóku saman föggur sínar eitt kvöld; og þá varð karl eins og lunga; vildi gjöra glens úr öllu saman. En þeir báðu hann vel að lifa og fóru. Svipaða einurð sýndu vertíð- armenn Robinson þetta sumar, þeir sem í landi unnu við fisk- inn; 28 talsins, að mig minnir; alt íslendingar. Jósep var einn af þeim. Höfðu þeir með gildum samningi verið ráðnir til ver- tíðarloka. En snemma um sum- arið var þeim sagt upp vinnunni fyrirvaralaust, en nærbúandi rauðskinnar teknir í þeirra stað, fyrir töluvert lægra kaupgjald eins og geta má nærri. Þegar þessir landar komu til Selkirk, kröfðust þeir fullra launa fyrir alla vertíðina. Þeir vitnuðu í samninginn, en fengu skjót svör, og ekki jákvæð. Ráð- ið hafði verið tekið í sparnaðar- skyni, vitaskuld. Þetta var á kreppuárunum, sem kend eru við Cleveland forseta. Þeir félagar stefndu nú Robin- son um samnings-rof; fengu sér ötula lögmenn tvo, Reilly nokk- urn í Selkirk, og honum til að- stoðar Hagel frá Winnipeg. Hagel var þá talinn snæfastur málaflutninsmaður í fylkinu. Þetta mál unnu vertíðarmenn, og varð sú viðureign all-fræg með íslendingum í Selkirk og Nýja-lslandi. Heyrt hefi ég að jósep væri einn af forvígismönn- um þessa ráðs, og má það vel satt vera. — Hann var kvaddur fyrir dóminn til vitnisburðar eins og þeir félagar fleiri. Lög- maður Robinsons reyndi að flækja hann, en varð lítið á- gengt. „Þú hefðir átt að verða lögmaður“, sagði Hagel við Jó- sep á eftir. XII. Glatt á hjalla Ekki fengu þessir landar vinnu hjá Robinson eftir það. Jósep væri einn af forvígismönn stöðum næstu árin. Mér er það helzt minnisstætt, að hann og faðir okkar fóru í járnbrautar- vinnu að sumarlagi og kyntust þar mannsöfnuði frá ýmsum þjóðum; en þessir vinnufélagar höfðu sögur og söngva, hver frá sinni þjóð, til skemtunar á kvöldin. Jósep hafði heim með sér allmikið af þeim fróðleik. Kunni sumt af ljóðunum utan að, en sumt hafði hann skrifað og þar á meðal alþýðusöngva á franskri málýzku, fremur ein- kennilegan, bæði lagið og vís- urnar. Þetta ljóð söng hann all- oft; skýrði fyrir okkur textann, og lagði sig þó aldrei eftir frönsku endranær. Um þessar mundir höfðu for- eldrar okkar flutt frá Gimli til Húsavíkur, syðst í bygðinni. Leið nú að aldamótum. Jósep fékk atvinnu á sumrin í Winni- peg, aðallega við smíðar, en var heima í Húsavík yfir vetrarmán- uðina eins og títt var í Nýja- íslandi á þeim árum. Margt var til skemtunar haft á vetrum í bygðinni, þegar yngra fólkið var heima. Sam- komur á hálfsmánaðar fresti, eða oftar. Höfðu þær margt á boðstólum, ræðustúfa, upplestra, söng og hljóðfæraslátt, kapp- ræður og sjónleiki. — Ekki var það alveg satt, sem Jón Run- ólfsson kvað um Ný-lslendinga: „Þetta fólk, sem býr á „blettum“, blóðríkt, kynsælt, fomt í sál, eins og sprottið út úr klettum — undrast, skelfist tímans mál“. Andinn var alls ekki bjarg- bundinn hjá nýlendumönnum í þá daga. Þeir voru einmitt á- ræðnir í hugsun, margir, og helzt um of; en framkvæmdirn- ar drógust nokkuð aftur úr, eins og áðvu: á ættjörðinni. Jósep og Björg, og sumt af okkur yngri systkynum, sem nú voru komin nokkuð á legg, voru eina tvo vetur í söngflokki, sem Sigurður Thorarensen stýi’ði, nörður á Gimli. Annan flokk stofnuðu Víðinesbyggjar fyrir sunnan Gimli, og vorum við í honum líka. Við áttum nú har- moníum í Húsavík, engan kosta- grip, en sýnu betri þó en orgelið í Krossavík, sem áður var um getið. Komum við oft saman á kvöldin unglingar í því nágrenni og skemtum okkur við söng og hljóðfæraslátt. Ný-Islendingar voru söngelskir á þeim árum, og svo hafa þeir verið ávalt síðan. XIII. Dvölin í Winnipeg Rétt fyrir aldamótin var ég líka farinn að vinna fyrir mér í stórborginni, þótt óþroskaður væri. Við gengum báðir í stúk- una Heklu, Jósep og ég. Marga gleðistund áttum við í þeim fé- lagsskap. Goodtemplarastúkurn- ar Skuld og Hekla voru ekki að- eins bindindisfélög, þær voru einskonar skemtiklúbbar um leið, og höfðu, auk síns aðal-mál- efnis, ýmiskonar gleðskap fram að bjóða ásamt alvörunni; söngvar, ræðuhöld, orðaleiki — eða samræður af og til, sem oft voru skemtilegar, á undan eða eftir fundum. Auk þess höfðu sumir stúku- félagar ýmislegt til upplyfting- ar á milli funda, eins og söng- æfingar og bílaferðir. Við geng- um báðir í söngflokk stúkunnar og kyntumst þar enskum sálma- lögum; því að stúkusöngvarnir voru þýddir úr ensku flestir, og sumir við sömu lög eins og frum- textarnir. Alt þetta hafði ekki svo lítið gildi fyrir málefnið sjálft. Ungl- ingarnir hændust að þessum fé- lagsskap, en hann kendi þeim að sjá og meta þá sannreynd, að menn geta komið saman og notið gleðinnar, þótt ekki „glói vín á skálum“; en stórborgar-glaum- urinn vildi innræta okkur hið gagnstæða. Jósep hélt áfram smíðastörf- um í Winnipeg í nokkur ár. Þor- steinn var nú kominn vestur. Ég var í skóla; en þeir unnu við húsasmíðar. Vorum saman á helgum oftast. Gaman hafði ég af því, þegar við gengum saman um strætin, að þeir bræður virtu oft fyrir sér nýjustu húsin og fundu alls konar lýti á smíð- inni; en mér sýndist vel frá öllu gengið. Ég hafði víst ekki smiðs- augun. Um þessar mundir var heil- mikið fjör í fasteignakaupum og annari verzlun í Winnipeg. Borg in var óðum að vaxa. Margir smiðir fóru að byggja og selja hús á eigin spýtur. Jósep var einn af þeim; en lítið mun hann hafa grætt á þeirri kaupsýslu; vinnulaun sín og varla meira, því að innstæðuféð var af skorn- um skamti. Lét hann þá af húsa- smíðum um tíma og fékk at- vinnu hjá C. P. R. félaginu við aðgjörðir á hleðsluvögnum. Vinna sú var alt annað en að- laðandi fyrir góðan smið; en þó hafði Jósep upp úr því reynslu nokkra og lærdóm, því að hann gekk þá í vinnufélag með öðrum vagnasmiðum og kyntist þeirri grein í starfslífi Vesturheims. XIV. Bólfesta — Sögulok Haustið 1905 staðfesti Jósep ráð sitt og gekk að eiga Jóhönnu Jónasdóttur Thorsteinsson, frá Geysisbygð í Nýja-íslandi. For- eldrar hennar voru landnemar í þeirri bygð, ættuð úr Skaga- fjarðarsýslu — Jónas Thorsteins son, frá ípishóli í Seiluhreppi, og kona hans Lilja Friðfinns- dóttir, frá Kolbeinsdal í Hóla- sókn. Jósep settist að um haustið með konu sinni norður í Geysis- bygð; þau byrjuðu búskap sinn í Ólafsdal, en fluttu þaðan eftir nokkur ár á bújörð nokkru stærri, að Brekku, skamt fyrir austan Árborg, og bjuggu þar síðan. Samvist þeirra hjóna var ljúf og blessunarrík. Jóhanna er greind kona, hagsýn og stjórn- söm; hún studdi mann sinn með ráðum og dáð í gegnum öll bú- skaparárin. Andlegt heimili áttu þau í Geysissöfnuði. Jósep studdi söfn ATTENTION FARMERS AND LIVESTOCK OWNERS Conlrol Contagious Abortion Vaccinate heifer calves between the ages of four to eight monthe with Strain 19. Secure the services of your nearest veterinarian. Organize a neighborhood vaccination day and reduce vaccination costs. A grant of $1.00 per head will be paid for each heifer calf vaccinated. Dehorn Commercial Cattle Reduce carcass damage. Increase sale value. Avoid the $2.00 per head marketing penalty charged against all cattle weighing over 400 lbs. marketed with horns. Use Caustic on young calves; calf dehomers for calves up to eight months of age; regular dehorners for older animals. Your Agricultural Representative will löan you dehorners. Auclion Sales Sales organized by Manitoba Breeders’ Associations will be held at the Winter Fair Building, Brandon, as follows:— Sales start 1:00 p.m. Wednesday, October 18 — Aberdeen Angus Ass’n. — Bulls and females. Thursday, October 19 — Sheep Breeders — Rams and ewes. Friday, October 20 — Swine Breeders — Boars and gilts. Auclion Sale oí United Kingdom FOUNDATION BREEDING STOCK SHORTHORNS, ABERDEEN ANGUS, HEREFORDS RED POLLS, JERSEYS, AYRSHIRES, LARGE WHITE PIGS, SUFFOLK SHEEP — Proceeds in aid of live stock producesr who suffered losses dwring the Red River Valley Flood. 1:00 p.m., SATURDAY, OCTOBER 21st. 1950 WINTER FAIR BUILDING — BRANDON For catalogues and further particulars, write: — Live Stock Branch — 137 Legislative Buildings, Winnipeg. uðinn mæta-vel; hann lagði gjörva hönd á sumt smíðið, sem vandaðast var innan stokks í kirkjunni, þegar hún var bygð; þar á meðal altarið, að mig minn- ir, og prédikunarstólinn. Hann var organisti þeirrar kirkju í tíu ár eða lengur. Jósep var nýt- ur maður í sinni bygð; reyndi þó aldrei að trana sér fram, en gegndi vel þeim störfum sem honum var trúað fyrir. Ýms nefndarstörf hafði hann á hendi fyrir bygðina eða söfnuðinn; var í skólanefnd árw.m saman. Jósep var dagfarsgóöur mað- ur; þýður í sambúð og góðlynd- ur; sjaldan fjölorður um trúar- efni, en trúmaður eins fyrir því. Hann lifði eftir orðum Hall- gríms Péturssonar, „Hrein sé trú í verkunum fróm“. Hann var bindindismaður alla æfi og laus við alt óhóf; orðvar með afbrigð- um; það kom örsjaldan fyrir, eða helzt aldrei, að honum hryti blótsyrði af munni. Jósep hafði yndi af söng; unni og skáldskap, og bókmentum yfirleitt, og alls konar fróðleik. Hann lærði þýzku mitt í búskap- arönnum norður í Geysisbygð, tilsagnarlaust að heita mátti. Allmikið af kvæðum kunni hann utan að; en sú ment er nú að leggjast niður hér vestan hafs. Börnum sínum veitti Jósep á- gæta tilsögn í íslenzku; kom þeim og vel áleiðis í sönglist, unz aðrir kennarar tóku við. Hann hafði góða kensluhæfi- leika. Vel verki farinn var Jósep, en ekki gróðamaður að sama skapi. Komst þó vel af. Heimilið ekki stórt, en þriflegt, og búskapur eftir því. Heilsufar Jóseps bilaði smám saman síðustu árin. Læknar gátu lítið fyrir hann gjört, en fundu þó um síðir orsökina; það var maga-krabbi, sem að honum gekk. Var Jósep þá fluttur á sjúkrahús að Gimli, og lézt þar 8. dag nóvember mánaðar, árið 1947, 76 ára gamall. Hann var að læra kvæði sér til afþreyingar í banalegunni. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru þessi: — Stefán Valdimar; býr með móður sinni á landi nálægt Ár- borg, Manitoba. Lilja María; vinnur á sendi- herraskrifstofu Canadastjórnar í Osló í Noregi. Eitt af störfum hennar er að þýða fréttir og ritgjörðir úr íslenzkum blöðum. Baldur Franklin; „Lieut.- Commander" í sjóliði Canada- Manneldi og heilsufar í fornöld Manneldi og heilsufar í forn öld. Eftir próf. Skúla Guð- jónsson, dr. med. Útg.: Isa- foldarprentsmiðja h.f. VITAMIN og vaneldissjúkdóm- ar eru nú á tímum orð á allra vörum. Fermingarbörnin kunna jafnvel mörg meira hrafl úr fjörefnafræðum en úr fræðum Lúthers. Sú var tíðin, og hún er ekki langt að baki, að þessi nöfn voru óþekkt öllum almenningi, og jafnvel læknarnir vissu varla, hvað var átt við með þeim. Þeg- ar við Skúli Guðjónsson vorum að lesa læknisfræði við Háskóla íslands á fyrsta áratugnum, sem sú virðulega stofnun starfaði, lásum við lífeðlisfræði 5—600 blaðsíður á lengd, en þar var rúmlega hálf blaðsíða helguð þeim dularfulla flokki efna, sem kölluðust vitamin og menn vissu þá lítið annað um en það, að nafnið var til orðið af misskiln- ingi, þessi efni áttu ekkert skylt við amínósýrur, eins og höfund- ur þess hafði haldið. Síðan eru liðin 30 ár og á þeim tima hefir svo mikið verið um þessi efni ritað, að fylla myndi heila bóka- hlöðu og hana stóra og stafrófið allt frá A til Ö endist varla til að aðgreina þau. Það féll í hlut Skúla Guð- jónssonar, bóndasonar norðan úr Hegranesi, að verða einn þeirra smiða, sem drógu að og tegldu til efnið í þessa nýju vísinda- grein, fyrst sem lærisveinn og samveíkamaður próf. Fredricia í Kaupmannahöfn, síðan upp á eigin spýtur sem prófessor í heil brigðisfræðum við háskólann nýja í Árósum. Hann hafir mct- að líf margra kynslóða eftir strangari reglum en nokkur Sta- lín eða Hitler, en að vísu hafa þegnar hans verið naggrísir, stjórnar. Býr í Halifax, Nova Scotia. — Læt ég svo staðar numið, og kveð bróður minn með orðum Jónasar Hallgrímssonar: „Svo er um æfi öldung manna sem um sumar- sól fram runna: hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hógl'ega og blíðlega fyrir hafsbrún dauða. Vaka þá og skína á vonar-himni alskœrar stjörnur, anda leiðtogar“. — TIL FINNBOGA HJÁLMARSSONAR, á níutíu ára afmæli hans, 16. september — 1950 ^ 1 Léttur yfir lífsins bárur lyftir þér með gleðibrag og níutíu ára ungur eifþví með oss nú í dag. Það má sjá á löngu-leiðum lífsins eftir níutíu ár, fftðfrtmjlestrá verða fætur fúnir og funabjarminn æði smár. Það er gaman, góði vinur, að gleðjast með þér þessa stund, glæða yl og góðs að minnast gull þó sé ei fært í mund. Þegar sólin brosir bjarta og blómin anga foldu á þá er stundum margs að minnast, myndir rísa úr tímans sjá. í skauti lands og blómdbeða er blærinn hjalar létt og rótt, „æðstur drottinn hárra heima“ heillum stafar dag og nótt. Þar er mannsins Mímisbrunnur, máttur alls sem gera skal, aflið sem að andinn teigar og öðlast fegurst strengjaval. Þeir, sem unna foldu fagri, fegurð lífsins töfrast af, standa nærri drottins dyrum og dásemdunum er hann gaf. Undirvitund manns og megin mætti þessum veitir skjól og þroskar hann í þúsund liðu við þagnarinnar helgistól. Þannig safnar andinn auði andlegum, sem þroska ber og greiðir veg að stefnu og starfi, — er stillivísir mér og þér. En því er ekki þannig farið með þig, sem hillum nú í dag, þú ert enn á fótum fimur, frjáls og hress með gleibrag. Andinn er af óði ríkur, andinn þeytist vítt um höf, andinn málar önnum kafinn, andinn lyftist yfir gröf. Þú átt ennþá afl í æðum og ótál margt sem kallar hér er framundan til starfs að strita því stundin ekki komin ,er. Gleymdu aldrei, gleymdu Elli, gleðifálkinn teigðu enn eins og þér er létt og lagið, —lofar bœði guð og menn. Leiktu enn á Ijóðastrengi, láttu pennan stúlka þinn sagnafróðleik, söguþætti um sjó og land og himininn. Seinna, þegar tíu tugir talin verða árin þín komum við og kveðum meira kátir meðan sólin skín. Hugumstóri dáðadrengur!, drottinn vaki yfir þér, 1 blessi þig og börn þín líka, sem bera þig á örmum sér. DAVÍÐ BJÖRNSSON rottur og hvítar mýs, sem óneit- anlega eru meðfærilegri tilrauna dýr heldur en mannskepnan. En tilgangur allra slíkra rannsókna og tilrauna er þó miðaður við hana, þroska hennar og fram- tíðarheill, enda eru áhrif mis- munandi manneldis lokastig allra fjörefnafræða. Dr. Skúli hefir staðið fyrir stór felldum rannsóknum á nútíma manneldi einkum á Færeyjum, en sem sannur niðji söguþjóðar- innar skilur hann það manna bezt, að fullnaðarsvar við ýms- um spurningum manneldisfræð- innar fæst ekki nema með rann- sókn, sem nær yfir aldir og tek- ur til áhrifa samskonar matar- æðis kynslóð eftir kynslóð. Til þess þarf mjög mikla og víðtæka þekkingu á sögulegum heimild- um, glöggskyggnt auga og í- myndunarafl, sem skapar sér heil steypta mynd úr slitróttum dráttum. Hin nýja bók dr. Skúla um manneldi og heilsufar í forn- öld á Norðurlöndum sýnir það ljóst, að höfundurinn hefir alla þessa kosti til að bera. Ég efast um, að fram hjá honum hafi far- ið nokkurt það atriði í öllum ís- lenzkum fornbókmenntum sem snertir mataræði, matargeymsiu og borðsiði, en um allt þetta fjallar bók hans. Að vísu hefir hann staðið að því leyti betur að vígi en flestir aðrir, sem nú hefðu tekið sér samskonar verk á hendur. Hann er alinn upp á íslenzkum sveitabæ, þar sem enn var fylgt aldagömlum venjum um allt sem mataræði snertir, enda vitnar hann um þetta oft til bernskuheimilis síns. Á einu furðar mig þó í því sambandi. Hann virðist aðeins þekkja mjólkurbyttur, en ekki trog, sem ég hygg, að eigi sér miklu lengri sögu en bytturnar. Úr þeim var rennt með því að halda rjóman- um eftir með handarjaðrinum. Hinn mikli vísindamaður og spekingur Alexis Carrel efast um það í bók sinni „Man the Unknown“, að ýmis þau mat- væli, sem framleidd eru með nútíma-aðferðum, séu jafngild að hollustu þeim sams konar teg undum, sem áður fengust úr skauti náttúrunnar án þess, að mennirnir gripu fram í rás með því að þvinga hana til aukinna afkasta og örlætis. Dr. Skúli færir að því margs konar rök, að þessi efi sé ekki ástæðu- laus. Niðurstöður hans eru í stytztu máli þær, að forfeður vorir hafi yfirleitt fengið nóg af öllum fjörefnum í þeirri dag- legu fæðu, sem þeir bjuggu við, og að hörgulsjúkdómar hafi ver- ið fátíðir í venjulegu árferði. Hann bendir réttilega á það, að Norðurlandamenn víkingaaldar- innar sigldu skipum sínum yfir sollin höf og brutust til valda eða stofnuðu nýlendur á Bretlands- eyjum, Normandí, Sikiley, ls- landi og í Vesturheimi, auk þess sem þeir lögðu leið sína í Austur veg þvert yfir meginland Ev- rópu. Slík afrek hefðu varla ver- ið unnin af aukvisum, veikluð- um af margra alda vitamínskorti og hverskyns hörgulsjúkdómum. Dr. Skúli hefir í meira en ald- arfjórðung alið aldur sinn í fram andi landi og ritað jafnan á er- lendu máli. Þó er hann einn af snjöllustu rithöfundum á ís- lenzku, skrifar meitlað og fallegt mál, oft með skáldlegum tilþrií- um, enda er hann góður hag- yrðingur. Bók hans er því ekki þurrt og strembið vísindarit, heldur blátt áfram skemmtileg aflestrar, og á ekki aðeins erindi til þeirra, sem hafa magann fyr' ir sinn guð, heldur og allra þeirra, sem unna þjóðlegum fræðum og þekkingu á lífi li®" inna kynslóða. P. V. G. KOLKA Mbl. 6. sept. Langferðaskipið var rétt komið af stað, þegar hann fékk skeyti- í því stóð: „Guð varðveiti Þ’-S frá þinni elskandi eiginkonu.“

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.