Lögberg - 05.10.1950, Síða 3

Lögberg - 05.10.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950 3 Norrænt bindindisþing í Helsingfors SAMTÖK bindindismanna á Norðurlöndum eru nú orðin 55 ára. Öðru hvoru hafa verið hald- in bindindisþing Norðurlanda. í öndverðum ágústmánuði var 18. norræna bindindisþingið haldið í Helsingfors í Finnlandi. Það er í þriðja sinn, sem það er hald- ið þar. Hin hafa verið haldin í Stokkhólmi, Osló og Kaupmanna höfn og eitt í Dorpat í Eistlandi (1926). Árið 1947 var þingið haldið í Stokkhólmi. Buðu þá Islendingar þinginu heim til ís- lands árið 1950, og var því boði tekið, en með þeim fyrirvara, ef fært þætti fjárhagslega að ráð ast í það. Finnar buðu þinginu til Helsingfors, ef ekki reyndist mögulegt að halda það á íslandi. Niðurstaðan varð sú, að Finnar treystu sér ekki til að sækja oss heim og Danir ekki heldur, svo þingið var þá ákveðið í Helsing- fors, en á þessu ári halda Finnar hátíðlegt 400 ára afmæli höfuð- borgar sinnar. — Það varð úr að einn fulltrúi mætti héðan á þessu þingi fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og bindindishreyf- ingarinnar, en þrír voru sendir á Stokkhólmsþingið 1947. — Er þar skemmst frá að segja, að viðtökur Finna voru hinar alúð- legustu og rausnarlegustu. Fór þar saman höfðingsskapur og hjartahlýja. Þingið var sett í hátíðasal háskólans 3. ágúst, að viðstöddu fjölmenni. Flutti kennslumálaráðherra Finna, há- tíðarræðuna og fulltrúar allra Norðurlanda fluttu stutt ávörp. Söngur var mikill og alls konar hljómlist, því að Finnar eru miklir fónlistarmenn. Þingið var haldið í stœrsta kennslusal háskólans. Þátttak- endur voru nokkuð á fimmta hundrað, 20 frá Danmörku, milli 20 og 30 frá Noregi, yfir 150 frá Svíþjóð og á þriðja hundrað frá Finnlandi. — Tveir voru frá ís- landi. Var annar kona, sem mætti jafnframt á fundi nor- rænna bindindiskvenna í Hels- ingsfors (Sigríður Hjartar frá ísafirði). — Á þinginu voru hald in milli 20 og 30 erindi um bind- indis- og áfengismál. Af Islands hálfu voru flutt 3 erindi: Um bindindishreyfinguna og skemmt analíf æskulýðsins, um afstöðu *skunnar til bindindishreyfing- arinnar og um starfsemi bæja- og sveitafélaga á vettvangi bindindismála. Mikla athygli vakti erindi, er norskur rektor, Olav Sundet, hélt um rannsóknir um afstöðu æskulýðsins til áfengismálanna. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar JOHN J. ARKLIE Optometrigt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Hefir hann spurst fyrir um af- stöðu þessa meðal fjölda æsku- manna og kvenna, og skýrði enn fremur frá athugunum, er gerð- ar hafa verið á þessu sviði í Bandaríkjunum. — Þá voru flutt merkileg og næsta eftir- tektarv^rð erindi um „Antabus“ og reynslu af ýmiskonar lækn- ingum á drykkjusýki. — Voru það merkir læknar, þrír frá Finnlandi, Danmörku og Sví- þjóð, sem fluttu þau. — Allmikið var flutt af erindum um æsku- lýðinn og áfengið, um meðferð drykkjusjúklinga, um baráttuna gegn áfengisnautn vagnstjóra m. m. Erindi þessi verða öll prentuð í þingtíðindum, sem berast hingað, er líður á vetur- inn, og vildi ég þá biðja Mbl. að flytja nokkra kafla úr merk- ustu erindunum. Rúmið leyfir ekki að segja nán ar frá þessu þingi, en samþykkt var í einu hljóði að halda nœsta norrænt bindindisþing í Reykja- vík sumarið 1953. — Þeir spurðu mig, hvort boð okkar stæði enn, og kvað ég svo vera. Sagðist ég enga afstöðu taka til þess, hvar þingið yrði haldið næst, en ef þeir óskuðu að koma til íslands væru þeir velkomnir. Auk aðalþingsins voru haldn- ir fundir í 11 félagasamböndum á sama tíma, svo sem í Góð- templarareglunni, a 1 m e n n a finnska bindindissambandinu, sænska bindindissambandinu í Finnlandi, norrænu bindindis- sambandi stúdenta, kennara, bíl stjóra o. s. frv. Mætti ég á ýms- um þessara funda og flutti þar ávörp og stutt erindi. Veizlur voru margar haldnar fyrir okkur aðkomufulltrúa, nor- rænt kveld o. s. frv. Ekki get ég svo skilist við þetta mál, að ég ekki minnist nokkrum orðum aðalkonsúls vors í Finnlandi, hr. Erik Juranto, og frúar hans. Gest- risni þeirra við íslandinga og frábæra fyrirgreiðslu vil ég róma sem allir aðrir landar, er gist hafa Helsinki. Mér hefir alls staðar verið vel tekið af fulltrú- um Islands erlendis, þar sem ég hefi komið, en viðtökur Jur- onto-hjónanna og innileg gest- risni ber af öllu, að öðrum ó- löstuðum. Má með sanni segja, að íslendingar eigi hauk í horrii, þar sem þau heiðurshjón eru. Mér gatst ágætlega að Finn- um. Þjóðin er mótuð af alvöru lífsins. Karlmennska hennar, skyldurækni, dugnaður og sið- ferðilegt þrek má vera öðrum til fyrirmyndar. Hygg ég skýr- inguna á þessu vera þá, að Finn- ar eru af mörgum taldir vera trúræknasta þjóðin á Norður- löndum. Ég minnist verunnar í hinni fögru höfuðborg Finnanna með þökk og aðdáun. Formaður bindindisþingsins, dr. theol. Rafael Holmström, cg framkvæmdastjóri þess, Vihtori Karpio, tóku oss gestunum með einstakri umhyggju og alúðar gestrisni, svo og allir þeir sam- herjar og aðrir, sem vér áttum viðskipti við. — Vinátta þeirra í garð íslendinga sýndi sig með mörgu móti og verður okkur ógleymanleg. Brynleifur Tobíasson Mbl. 3. sept. Fréttir fré Betel Síðan seinast var skrifað héð- an, hafa engar stórbreytingar orðið til fréttnæmis. — Daglegt líf gengur hér, meðal okkar gömlu barnanna, sinn vanalega, hægfara gang, undir góðri stjórn og alúðlegri umönnun á allan hátt. — Helztu breytingar hins dag- lega er það, að við fáum annað- slagið heimsóknir félaga og ein- staklinga, sem ætíð hafa með- ferðis hlýja samúð og vináttu, til vistmanna og heimilis. Fyrst ég hefi tekið pennan, skal hér talið hið helzta af því tagi. Eins og árlega er vant, ganga kvenfélögin hér og í nágrenni þar á undan. íslenzku konurnar hafa orð á sér fyrir trygglyndi og vinsemd til kunningja og þeirra, sem eitt- hvað standa höllum fæti í bar- áttu tilverunnar, og þetta heimili og íbúar þess, hafa frá stofnun þess, virst vera og eru kjöltu- börn kvenfélaganna. — „Framsókn“, kvenfélag hins Lúterska safnaðar hér á Gimli, hefir þann fasta sið, að heim- sækja okkur á afmælisdegi heim- ilisins 1. marz ár hvert, en af sérstökum ástæðum var í ár þeirri heimsókn frestað til 2. s. m. — Kvenfélagið „Minerva“, hér úr bændabyggðinni vestan við, hef- Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost ihiperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraimngImmediately! For Scholarships Consult the columbia press limited pHONE 21 804 695 SARGENT AVT. WINNIPEG ir tekið sumardaginn fyrsta, fyr- ir sinn heimsóknardag, og komu þær konur einnig til okkar þann dag í ár. Kvenfélag hins Lúterska safn- aðar í Selkirk, hefir engan á- kveðinn dag til heimsóknar, en þær góðu konur komu hingað til okkar hinn 8. júní. Öll höfðu þessi félög meðferð- is, eins og þau eru vön, rausnar- legar veitingar fyrir vistmenn og þjónustufólk, og frá öllum var flutt stutt en hlýtt ávarp til heimilis og vistmanna og öll stofnuðu þau einnig til skemti- stundar með söng og samræð- um, svo segja má, að við gömlu börnin sátum þar í góðum fagn- aði, andlega og efnalega. — Kvenfélagið „Mínerva“ hefir tekið upp þann sið, að færa hverjum einstökum vistmanni dálitla persónulega gjöf; ef til vill í minningu um sumargjafa siðinn heima á okkar kæra föð- urlandi, og er slíkt vel til fundið og vekur stóra hrifning og gleði. Kvenfélag Sélkirksafnaðar færði heimilinu dálitla peninga- gjöf, og Framsókn sýndi einnig heimili og vistfólki velvild sína og samúð. — Ég vil nota þetta tækifæri til þess, að færa öllum konum þessara félaga innilega þökk frá okkur öllum á Betel og hjartan- lega ósk okkar, að hamingjan gefi þeim heilsu, heiður og á- nægju um alla ókomna ævidaga! — Hér hefir á síðastliðnu sumri verið mikið um gesti, er komu til funda við ættmenn og einstaklinga, sem hér dvelja. Um það leyti sem landnámshá- tíð Gimli-byggðar var haldin, kom hingað fjöldi ættmenna og aðstandenda þeirra, er hér dvelja. Var sumt af því fólki langt að komið, og gat sagt margt til fróðleiks og skemmtunar þeim er til þekktu. — En þriggja manna, sem hér hafa heimsótt heimilið og gömlu landana, verð ég að minnast sér- staklega. — Rektor Pálmi Hannesson frá Reykjavík, sem var sendifull- trúi íslenzku stjórnarinnar á 75 ára afmælishátíðinni, kom hér á heimilið að kvöldi hins 6. á- gúst. Sýndi hann hreyfimyndir af síðasta Heklugosi og skýrði þær og áhrif og afleiðingar á mjög skilríkan hátt. Áhrif þeirr- ar stundar munu mörgum seint úr minni líða. — Mánudaginn 25. sept. heim- sótti okkur Páll V. G. Kolka, læknir frá Blönduósi, sem nú er á ferðalagi hér vestra, en hann var mjög tímabundinn og dvaldist stutt. Sérstaklega átti hann tal við nokkra af Hún- vetnskum ættum, sem hér dvelja, því hann er þaðan upp- runninn, og einriig flutti hann stutt en hlýtt erindi til vist- fólks og heimilis. Og degi síðar (26. s. m.) kom hingað Dr. Alex- ander Jóhannesson, formaður Háskóla Islands. Lýsti hann, í stuttu mál, ástæðum lands cg þjóðar í atvinnumálum og póli- tík. Hann hafði einnig nauman tíma, en þó náðu allmargir sam- tali við hann. Maðurinn er stór- fróður og þekkir mjög vel fólk um alt land, svo þær stuttu stundir urðu mörgum okkar til ánægju. Hafi þeir allir heiður og þökk fyrir komuna! — Heilsufar á heimilinu má segja að sé í góðu lagi, eftir því, sem ástæður eru til. Engin veik- indi sérstök, en allmargt af okk- ur, karlar og konur, er nú vegna aldurs, eðlilega orðin hjálpar- þurfar og þarfnast aðstoðar dag sem nótt. Reynir það á þolrif og hugulsemi hjúkrunarkvenna og húsmóður, en slíkt er af alúð í té látið, og aðhlynning öll og um- hyggja af hendi leyst með af- brigðum vel. Eins og búast má við flytja persónur héðan, annaðslagið, yfir „móðuna miklu“„ og aðrir nýir koma í staðinn. Nöfn þeirra er dáið hafa, þýðir ekki að telja hér. Blöðin í Winnipeg köma altaf með þær fregnir. — Enn hefir ekki tekist að fá fastan prest til þjónustu hér á Gimli, en fyrir hinum andlegu málum á heimilinu Betel hefir verið séð á þann hátt, að séra Sigurður Ólafsson, þjónandi prestur í Selkirk, kemur á heim- ilið í hverri viku (vanalega á fimtudag) og hefir hér guðs- þjónustu með heimilisfólki. Það er til stórrar ánægju fyrir þær persónur, er þeim málum fylgja fastast, og fræðslu og styrktar fyrir hina, er tæpar standa. Sig- urður Ólafsson er þannig inn- rættur, að ætíð er unun og fræðsla að mæta honum. „Það er merkur, mætur, heill maður bak við — prestinn“. — Efnalegar ástæður heimilisins munu, nú sem stendur, vera í betra lagi, en var fyrir tíma síð- an. Gætir þar að sumu leyti af- leiðinga hækkaðs ellistyrks og einnig hlýhuga gjöfum einstakl- inga. Haldist sú velvild óbrotin mun öllu vel borgið. íslenzka þjóðarbrotið hefir sýnt, að það ann þessum hvíldar- og hjálpar- stofnunum, sem reistar hafa verið og eru að rísa. Megi sá hlý- hugur og velvild haldast! — Nokkru fé hefir á liðnu sumri verið varið til umbóta heimilis- ins. Sérstaklega varð að gjöra allmikið við þak elzta hluta byggingarinnar, en því er nú að mestu lokið og í góðu lagi fyrir komandi vetur. Breyting var gjörð á hitun vatns til þvotta og leiðslu um bygginguna; keypt og sett upp rafmagnshitunartæki í stað þess, að kynda sérstakan ofn til þess. Þótt rafkraftur kosti nokkuð, mun með þessu móti sparast og fyrirhöfn verða minni. Enn eru þó dálitlir erfið- leikar í þessu sambandi. Raftæk- in vilja, af efnum , „harðvatni“, einangrast og þurfa hreinsunar við mánaðarlega, en líkur eru nú til, að hægt sé að finna þar breytingaraðferð til bóta, og mun það lagfært svo fljótt sem unnt er. — — Máske meira við tækifæri. Vistmaður Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aC rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeo Just north of Portaoe Ave. Símar: 33-744 — 34-431 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Cliambers WinnipeR, Man. Phone 923 561 S O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEAI.S CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Phone 924 624 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. Oí FICE 929 349 Home 403 288 i [ Office Ph, 925 668 Res, 4C4 319 NORMAN S. BERGVAN, B.A., LL.B. Barrisler, Solieitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtalsttmi *—5 efttr hádegl fÍEIBST^l! ‘tenth st. BRANOON 447 Portage Ave, Ph, 926 886 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offloe nrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Rea. 280 . Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Rnofs and Insulated &idine: — Repalrs Country Orders Attended To 632 Simcoe Sl. Winmpeg, Man Offlce Phone Ree Phone 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL, ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. A. V. JOHNSON Dentist f>06 SOMERStíT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO GEN. TRUSTS BUlLDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEQ Talslmi 925 826 Helmllis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur i augna, eyrna, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h Office 933 687 Res. 444 389 S. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur < augna. eyrna, nef og hdlssfúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 923 851 Heimasfmi 403 794 SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPQ. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. . frv. Phone 927 688 /K HAGBORG fUíl/Zfó' PHONE 21331 J- GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreciated Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 2093ANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Siml 925 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Frath and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CL.1N1C St. Mary's and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur Hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 824 Heimllls talsiml 26 444 Phone 927 035 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederatlon Llfe Bldg. Wlnnlpeg Manltobs Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just VVest of New Matemity Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.