Lögberg - 05.10.1950, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950
Högbtrg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITE-D
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Liögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
4uthorized as Second Class Mail. Post Office Depaj'tment. Ottawa
Heimsókn dr. Alexanders Jóhannessonar
rektors í Norður-Dakota
Eftir dr. RICHARD BECK, vararæðismann Islands í N. Dakota
Engir gestir eru íslendingum vestan hafs kær-
komnari en góðir gestir heiman um haf. Því var öllum
þeim í þeirra hópi, sem láta sér annt um framhaldandi
samskipti milli íslendinga yfir hafið og um íslenzkar
menningarerfðir, það mikið fagnaðarefni, er það frétt-
ist, að dr. Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla ís-
lands, væri væntanlegur til Vesturheims í boði utan-
ríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Væntu landar hans
þeim megin hafsins, að hann myndi heimsækja byggð-
ir þeirra, eins og raun er á orðin, en hér verður sérstak-
lega getið heimsóknar hans í Norður-Dakota.
Dr. Alexander kom til Grand Forks, N.Dakota, frá
Minneapolis síðdegis fimtudaginn þ. 21. september, en
áður hafði hann heimsótt ýmsa hina kunnustu háskóla
í Austur- og Mið-Vesturríkjum Bandaríkjanna, og þótt
hvarvetna hinn bezti gestur og glæsilegur fulltrúi þjóð-
ar sinnar.
Hann var þá einnig sérstaklega til Grand Forks
kominn til þess að kynna sér starf ríkisháskólans í N.
Dakota og ræða við ýmsa kennara hans, enda varð það
fyrsta verk hans á föstudaginn þ. 22. september að
ganga á fund dr. Johns C. West, forseta ríkisháskól-
ans, sem tók hinum íslenzka starfsbróður sínum með
sérstakri vinsemd, enda hefir dr. West margsýnt í verki
óvenjulegan hlýleik í garð íslands og íslendinga. Því
næst ræddi dr. Alexander við blaðamenn og skoðaði
að því búnu bókasafn háskólans, en hann á allmikið
safn Norðurlandabókmennta og rita um Norðurlönd, að
íslandi meðtöldu.
Síðan sat Alexander rektor hádegisverð í boði rík-
isháskólans, og voru þar, auk forseta, saman komnir
allir deildarforsetar háskólans og aðrir forráðamenn
hans. West háskólaforseti bauð rektor velkominn í
hlýrri ræðu og vék sérstaklega að þeim böndum, sem
tengja ríkisháskólann í Norður-Dakota íslandi og ís-
lendingum, þar sem hann hefir brautskráð fleiri stú-
denta af íslenzkum stofni en nokkur annar háskóli í
Bandaríkjunum. Lét háskólaforsetinn þess ennfremur
getið, að í þeim hópi væru ýmsir þeir menn, sem há-
skólinn teldi sér mestan sóma að. Richard Beck, sem
stjórnaði hófinu, kynnti síðan dr. Alexander og las upp
bréf frá herra Fred G. Aandahl, ríkisstjóra í Norður-
Dakota, er flutti hinum góða gesti kveðjur ríkisstjór-
ans og bauð hann velkominn í ríkisins nafni.
Tók dr. Alexander nú til máls, þakkaði hinar hlýju
kveðjur háskólaforseta og ríkisstjórans, og bar fram
kveðju frá ríkisstjórn og Háskóla íslands, sem tekið
var með fögnuði. Flutti hann síðan prýðilega ræðu um
stofnun háskóla síns, starf hans og framtíðarhorfur,
og var máli hans ágætlega tekið.
Seinni hluta dagsins skoðaði rektor ýmsar deildir
háskólans, svo sem læknadeildina, sem verða á mið-
stöð þeirrar starfsemi í öllu ríkinu, lagadeildina og
deildina í námuverkfræði, og ræddi við deildarforseta
og aðrax háskólakennara. Lauk deginum síðan með
kvöldboði á heimili íslenzku vararæðismannshjónanna
í Grand Forks.
Fyrir hádegið á laugardaginn þ. 23. september var
dr. Alexandei* sýnd hin mikla hveitimylla ríkisins í
Grand Forks, og þótti honum hún merkileg stofnun og
nýstárleg um margt. Síðan var hann gestur í hádegis-
verði, sem nokkrir landar hans á staðnum stóðu að.
Meðal þátttakenda voru M. M. Oppegard, aðalritstjóri
og útgefandi dagblaðsins „Grand Forks Herald“, séra
L. E. Tallakson, prestur Sameinuðu Lútersku kirkjunn-
ar, og ýmsir kunnustu læknar borgarinnar, en af ís-
lendingum, auk vararæðismannsins, Guðmundur G.
Thorgrimsen læknir (sonur séra Hans B. Thorgrimsen)
og Andrew L. Freeman verkfræðingur (ættaður úr
Dalasýslu), forstjóri raforkumála sveita í Grand Forks
og nærliggjandi sveitum. Undir borðum svaraði heið-
ursgesturinn fjölda spurninga viðvíkjandi landi sínu og
þjóð, og féll sú fræðsla í góðan jarðveg hjá tilheyrend-
um.
Undir handleiðslu Freemans verkfræðings var síð-
an skoðað hið stórbrotna orkuver, sem hann veitir for-
stöðu, og einnig verksmiðja í East Grand Forks (hinum
megin Rauðár), sem hann stofnaði og framleiðir í
hundruð þúsunda tali árlega bílahitunartæki, sem hann
hefir fundið upp, og stöðugt aukast vinsældir.
Um kvöldið var rektor gestur í veizlu, sem nor-
rænudeild ríkisháskólans hafði efnt til honum til heið-
urs, og sótti hana fjöldi háskólakennara ásamt mörg-
um íslendingum úr borginni, karlar og konur. Richard
Beck hafði veizlustjórn með höndum. West háskólafor-
seti ávarpaði heiðursgestinn í nafni háskólans, en síð-
an flutti dr. Alexander aðalræðu kvöldsins og lýsti í
megindráttum rannsóknum sínum og kenningum varð-
andi uppruna tungumála. Var það mál allra viðstaddra,
að ræða hans hefði um allt verið hin merkilegasta, enda
var hann ákaft hylltur í ræðulok. Síðar um kvöldið var
hann gestur í árlegri móttöku Wests háskólaforseta
fyrir kennara háskólans.
SVAÐILFÖR SUÐUR VIÐ HEIMSKAUT
1 EFTIRFARANDI GREIN
segir Ástralíumaðurinn
Harley Grattan frá einni
mestu svaðilför, sem farin
hefur verið til suðurheims-
kautslandsins. Það er vís-
indaleiðangur, sem nokkrir
Ástralíumenn tóku þátt í
árin 1911—1913, eða um
sama leyti og Roald Amund-
sen fann suðurheimskautið
og Robert Scott lét lífið á
heimleið þaðan. Tveir af
leiðangursmönnunum létu
einnig lífið, en foringi þeirra
komst af eftir miklar mann-
raunir.
Á kaldasta og eyðilegasta stað
jarðarinnar, Suðurheimskauts-
landinu, gerðust 3 merkisatburð-
ir á tímabilinnu frá desember
1911 til febrúar árið 1913, þar af
voru tveir mjög sögulegir.
Hinn fyrsti þeirra var hið stór
fenglega afrek hins norska
landkönnuðar, Roalds Amund-
sen, að komast til Suðurpólsins.
Það skeði 14. des. 1911. Sá næsti
var harmleikur. Keppinautur
Amundsens, brezki kapteinninn
Robert Scott, sem komst til pól-
sins mánuði seinna en hann,
komst ekki lifandi til baka.
Hann og félagar hans fórust all-
ir á heimleiðinni.
Þriðji atburðurinn er næstum
ótrúlegt dæmi um mannlega
orku. Sagan hefst með því, að
18 manna hópur ástralska leið-
angursmanna steig á land á
Adélilandi. Tilgangur þeirra var
sá, að framkvæma landfræði-
rannsóknir og veðurathuganir.
Foringi leiðangursins var 31 árs
gamall enskfæddur en ástralsk-
menntaður vísindamaður að
nafni Douglas Mazon, starfandi
prófessor í jarðfræði og steina-
fræði við háskólann í Adelaide í
Ástralíu.
Leiðangursmennirnir bjugg-
ust til ársdvalar, og í því skyni
skipuðu þeir á land vistum og
útbúnaði, reistu loftskeyta-
stengur og bjuggust að öðru
leyti til dvalar og starfs. Þegar
þeir höfðu lokið þessu, skall á
þreifandi bylur, sem stóð mánuð
um saman. Veðursins vegna var
ekki unnt að aðhafast fyrr en
komið var að sumri, sem er mjög
stutt í þessum hluta heims, og
raunar ekkert sumar í okkar
skilningi. Gert var ráð fyrir, að
skipið, sem átti að sækja þá,
kæmi 15. desember 1913.
Mawson og tveir aðrir félagar
hans lögðu af stað í leiðangur
inn á ísinn. Foringinn valdi
hraustustu mennina til þessarar
farar, og urðu fyrir valinu þeir
Xavier Mertz, svissneskur skíða-
kappi, og B. E. S. Ninnis, úr
konunglega skotmannaherfylk-
inu. Gert var ráð fyrir að faia
þyrfti um 500 kílómetra vega-
lengd. Mawson var sá eini, sem
hafði reynslu af ferðalögum í
heimskautalöndum.
Þremenningarnir yfirgáfu að-
aðstöðvarnar hinn 10. nóvember.
Farangur þeirra var á 3 sleðum,
vistir, suðuáhöld og stjaldabúnað
ur, og auk þess tæki til vísinda-
legra athugana. Þeim gekk
sæmilega að komast inn á megin
ísinn. Tveir skriðjöklar voru þar
sem Þrándur í Götu. Þeir fengu
fljótlega snjóblindu. Isinn reynd
ist mjög ógreiður yfirferðar.
Hundar, menn og sleðar féllu
hvað eftir annað niður í jökul-
sprungur, en þeir höfðu reipi á
milli sín og ekki varð slys að.
Hríðarbyljir tepptu þá einmg,
stundum dögum saman.
Að liðnum 34 dögum voru þeir
komnir 500 kílómetra inn í land
ið. Þeir luku við athuganir sínar
og bjuggust til heimferðar. Þeir
hlóðu sleðana á ný, hentu einum
þeirra, sem hafði brotnað og
sameinuðu farangurinn á tvo
sleða. Sá sleðanna, sem á undan
fór, hafði að geyma vísindatæk-
in, nokkuð af matar- og suðu-
áhöldnum. Meiri hluti vistanna
var á aftari sleðanum. Það var
að sjálfsögðu nokkru meiri
hluta vistanna á þeim síðari.
Mertz fór á undan á skíðum.
Mawson fór næstur með fyrri
sleðann og Ninnis rak lestina
með hinn. Leiðin lá yfir snævi
þakinn ís. Þeir áttu ekki von á
sprungum þarna. Skyndilega sá
Mawson, að Mertz rétti skíða-
stafinn upp. Það var umsamið
merki, að þeim stafaði hætta af
jökulsprungu. Þegar Mawson
náði Mertz, sá hann dauft merki
um eina slíka. Hann kallaði við-
vörunarorð til Ninnis og þeir
sneru við til hans. En þegar þeir
litu til baka, var Ninnis horf-
inn. — Þeir hröðuðu sér á stað-
inn, og þá sáu þeir, hvað skeð
hafði. Ninnis hafði, ásamt sleða
og hundum fallið í gapandi jök-
ulssprungu.
Þeir strengdu reipi á milli sín,
og Mawson skreið að sprung-
unni. Það eina, sem hann sá,
voru tveir stórslasaðir hundar,
sem stöðvazt höfðu á syllu um
það bil 50 metra niðri. Þar fyrir
neðan var kolniðamyrkur og
ekkert líf sýnilegt. Félagarnir
kölluðu og hrópuðu niður í hyl-
dýpisgjána í von um að fá svar.
Því héldu þeir áfram í þrjá
klukkutíma, en Ninnis var auð-
sjáanlega þegar látinn.
Enn var meira en 470 km. leið
fyrir höndum. Þeir höfðu vistir
til aðeins 10 daga. Með strangri
skömmtun mætti máske láta
þær endast helmingi lengur og
samt var fyrirsjáanlegt, að þeir
yrðu að leggja sér hundana til
munns, ef þeir ættu að hafa
nokkra von um að komast af.
Strax daginn eftir drápu þeir
fyrsta hundinn. Kjötið af hon-
um reyndist bæði seigt og ólyst-
ugt, og það sem verra var: Það
var sem næst fitulaust, og þess
vegna mjög lítils virði. Ekkert
er pólförum hættulegra en að
nærast á fitulausri fæðu.
Þeir útbjuggu tjald úr striga
pjötlum og skíðastöfum, ef tjald
skyldi kalla. Til allrar hamingju
höfðu svefnþokarnir verið á
sleða Mawsons, nokkuð af matar
áhöldum og tæki til þess að sjóða
í. Það kom sér vel, því annars
hefðu þeir ekki getað matreitt
kjötið af hundunum.
Naumur matarskammtur haf-
ði fljótlega áhrif á þrek þeirra
félaga, sérstaklega Mertz, sem
var stór vexti og þurfti mikinn
mat. Þeir reyndu að nota skrokk
ana af hundunum til hins ýtr-
asta, og gáfu þeim hundum, sem
enn lifðu, innyflin, beinin og
skinnin. Seinasta hundinn urðu
þeir að drepa hálfum mánuði
síðar en þann fyrsta.
Þeir fóru allir í skinnflagning.
Hörund þeirra varð eldsárt og
viðkvæmt. Ekki bætti það úr
skák, að sleðinn, sem eftir var,
var æði þungur í taumi og sleða-
böndin særðu þá án afláts. Átta-
vitinn var ramskakkur vegna
nálægðarinnar við segulpólinn,
og það var erfitt að rata hina
réttu leið.
Mertz varð brátt veikur. Um
leið og veikindi hans ágerðust
greip hann hvert tækifæri til
þess að nema staðar og hvíla sig.
Að lokum dó hann.
Nú voru liðnir 24 dagar frá því
að Ninnis fórst, og samt var um
það bil þriðjungur leiðarinnar
eftir til strandar. Mawson gerði
sér æ betur ljóst, að það voru
hverfandi litlar líkur til þess að
hann kæmist af. Hann stytti
sleðann um helming og kom þar
fyrir því, sem eftir var af mat-
vælum og nauðsynlegum áhöld-
um. Hann varð að henda öllum
verkfærum og vísindaáhöldum.
Það eina, sem hann komst með
var brotin skófla. Með henni bjó
hann til skjólgarð úr snjó fyrir
nístandi köldum vindinum, Þeg-
ar hann hvíldist.
Mawson hafði aðeins farið
nokkra kílómetra, þegar hann
J'ann til mikils sársauka í fótun-
um. Hann tók af sér skóna og sá
þá, hvers kyns var. Sólarnir
roru lausir! Þetta var svo sem
ekki örvandi uppgötvun fyrir
höndum 160 kílómetra leið yfir
ís og klúngur. Hann tjaslaði dúk
neðan á skóna og drógst áfram.
Næsta fimm daga komst hann
| ekki nema 8 kílómetra á dag, að
þeim tíma liðnum voru enn eft-
ir 120 kílómetrar.
Á tíundá degi eftir að Mertz
I dó, var Mawson staddur á síð-
asta skriðjöklinum, sem hann
þurfti að sigrast á. Alltí einu féll
hann niður í jökulsprungu. Til
allrar hamingju hélt reipið, sem
fest var milli hans og sleðans, en
þarna hékk hann í lausu loiti
fimm metrum fyrir neðan
sprungubarminn. Það varð hon-
um til lífs, að sleðinn hafði oltið
og snjór fallið fyrir hann. Við
það hafði myndast nægileg mót-
staða til þess, að hann hélt Maw-
son uppi. Mawson hafði verið
svo fyrirhyggju samur, að
hnýta hnúta á reipið, ef ske
kynni, að hann kæmist í þessa
aðstöðu. Honum tókst að hand-
styrkja sig upp eftir reipinu al-
veg upp á brún. Þegar hann var
í þann veginn að vega sig upp
á ísinn, fór hann eitthvað óvar-
lega, fataðist takið og hrapaði
niður aftur, en ennþá hélt reipið
— og sleðinn!
frá því að falla fyrir þeirri
freistingu, að skera á reipið og
láta sig falla niður í gjána — og
gleymskuna. Hann byrjaði enn
á ný að klifra upp, í þetta skipt-
ið fór hann varlegar, og það
tókst. í heila klukkustund lá
hann á sprungu þreytu, áður en
hann hafði náð barminum, yfir-
kominn af sér svo, að hann gat
haldið áfram.
Tveim dögum síðar var Maw-
son alveg að því kominn að gef-
ast upp. Sérhver hreyfing olli
honum sárfar kvalar og kostaði
ýtrustu áreynslu. Nú komst
hann ekki nema 5—6 kílómetra
á dag. Um þetta leyti varð hann
Hann var svo að fram kominn,
að einungis síðustu leifarnar af
viljaþreki hans forðuðu honum
veðurtepptur einn dag. Þá rann
það skyndilega upp fyrir honum,
að jafnvel þótt hann kæmist lií-
andi til strandarinnar, myndi
það samt sem áður ekki bjarga
lífi hans: Leiðangursmennirnir
myndu verða farnir. Það voru
þegar liðnir fimmtán dagar síð-
an þeir þremenningar áttu að
vera komnir í seinasta lagi úr
þessum leiðangri, og tíu dagar
síðan skipið átti að hafa komið
til þess að sækja þá.
Nú var allur matarforði hans
ekki nema eitt einasta kíló, og
enn voru nær 50 kílómetrar eftir
til strandarinnar.
Skyndilega kom hann auga
á einhver missmiði á ísauðninni
framundan. Það var varða ur
snjó. Hér höfðu félagar hans við
ströndina auðsjáanlega verið að
verki. Efst á vörðunni var matar
forði og leiðbeiningar um stefnu
að næsta forðabúri, 35 kílómetr-
um þar frá. Héðan höfðu félagar
Framhald á bls. 5
Á sunnudagsmorguninn þ. 24. september var dr.
Alexander kvaddur meö morgunverði, sem félag há-
skólastúdenta, „Blue Key Service Fraternity1, hélt í
virðingarskyni við hann, en í félagsskap þennan eru
þeir einir kjörnir úr hópi stúdenta, sem fram úr skara
og forustu skipa í málum þeirra. Kennarar þeir, sem
heiðursfélagar eru, tóku einnig þátt í morgunverðinum,
sem var hinn virðulegasti og ánægjulegasti. Ræður
fluttu þeir Richard Beck, sem kynnti heiðursgestinn,
dr. Alexander, sem flutti bráðskemmtilega ræðu um
stúdentalíf á íslandi og í Norðurálfu, og West háskóla-
forseti, sem þakkaði rektor með fögrum orðum kom-
una og sagði, að hennar myndi lengi minnst á ríkishá-
skólanum og í Grand Forks.
Var nú ekið í hinu mesta blíðviðri norður í íslend-
ingabyggðirnar í Pembina-héraði og haldið rakleitt til
Mountain í miðdegisboð á prestssetrinu hjá þeim Agli
H. Fáfnis, sóknarprestinum og forseta Lúterska kirkju-
félagsins, og frú hans.
Að miðdegisverði loknum var haldið til Garðar, en
þar hafði verið efnt til samkomu í annari íslenzku kirkj-
unni á staðnum, og var hún þéttskipuð fólki víðsvegar
úr íslenzku byggðunum umhverfis, þó margir væru við
uppskeruvinnu, vegna þess hve seint hafði vorað og
veður óhagstætt undanfarið.
Ræðumenn á samkomunni voru séra Egill, sem
bauð hinn kærkomna gest frá íslandi velkominn og
þakkaði honum í samkomulok komuna í nafni byggð-
arbúa; Richard Beck, sem kynnti gestinn og vék að
gömlum kynnum þeirra og samvinnu, sérstaklega lýð-
veldishátíðarsumarið; og dr. Alexander, sem flutti and-
ríka og fróðlega ræðu um ísland að fornu og nýju; stikl-
aði á stærstu tindum í sögu þjóðarinnar og frelsisbar-
áttu, en dvaldi einkum við stórstígar framfarir síðari
ára, núverandi ástand og framtíðarhorfur. Jafnframt
flutti hann hjartahlýjar kveðjur ríkisstjórnarinnar og
heimaþjóðarinnar. Er óhætt að fullyrða, að hugþekkt
mál hans hafi fundið næman hljómgrunn í hjörtum
hinna mörgu áheyrenda. íslenzkir sálmar voru sungnir
bæði á undan ræðu hans og í samkomulok. En síðan
var sest að veitingum í samkomusal kirkjunnar, sem
konur í Kvenfélagi Garðarsafnaðar báru fram af mik-
illi rausn; jafnframt gafst fólki tækifæri til að tala við
gestinn frá ættlandinu, enda höfðu menn margs að
spyrja.
í fylgd með Kristjáni Kristjánssyni kaupmanni á
Garðar (frá Bolungarvík) voru síðan skoðaðir ýmsir
sögulegir staðir í byggðinni, og kvöldverður þvínæst
snæddur á heimili þeirra hjóna.
Um kvöldið sótti dr. Alexander messu hjá séra
Agli í Víkurkirkju að Mountain, elztu kirkju íslendinga
í Vesturheimi; ávarpaði rektor kirkjugesti í messulok
og ræddi viðhorfið til kirkjulegra mála; lýstu orð hans
eftirminnilega jákvæðri og heilbrigðri afstöðu hans í
þeim efnum,og voru að verðleikum metin af áheyr-
endum.
Síðdegis á mánudaginn hélt hann síðan áfram ferð
sinni til Winnipeg og lauk með því heimsókn hans í
Norður-Dakota, sem vakið hafði mikla athygli. „Grand
Forks Herald“, annað stærsta og útbreiddasta blað
ríkisins, flutti bæði langt viðtal við hann og ítarlegar
fréttafrásagnir um komu hans og ræðuhöld. Sama máli
gegndi um útvarpsstöðvarnar í Grand Forks. Með heim-
sókn sinni í Norður-Dakota hefir dr. Alexander því
bæði aukið þekkingu á Islandi meðal hérlendra manna
og að því, er varðar landa hans á þeim slóðum, eflt ætt-
ar- og menningartengslin milli þeirra og ættþjóðarinn-
ar. — Þökk sé honum fyrir komuna!