Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.10.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. OKTÓBER, 1950 Unnið fyrir 3 milj. að framræslu á síðastliðnu óri 39 skurðgröfur unnu hjá 35 ræktunarsamböndum og búnaðarfélögum Á síðasta ári var unnið óvenjumikið að framræzlu í hinum ýmsu byggðum landsins. Var unnið að þessum framkvæmdum fyrir sam- ,tals um 3 milljónir króna. Störfuðu að framræzlunni 39 skurð- gröfur á vegum 35 búnaðarfélaga og ræktunarsambanda. Mest var unnið í Árnessýslu, Borgarfirði og á Kjalarnesi. Árið 1949 höfðu ræktunar- samböndin í landinu 39 skurð- gröfur í gangi. Voru þær á veg- um 35 búnaðarfélaga, eða rækt- unarsambandanna s j á 1 f r a. Nægði þessi vélakostur þó hvergi nærri til að fullnægia hinni miklu þörf, sem er fyrir skurðgröfurnar víðsvegar um landið og eru heilar sveitir, sem enn bíða eftir skurðgröfum og hafa ekki getað fengið neina til afnota. En þeim sveitum fer þó fækkandi, sem enga úrlausn hafa fengið. Þessar 39 skurðgröfur voru vitanlega notaðar, eins og kostur var allan þann tíma, sem unnt var að vinna að framræzlu vegna tíðarfarsins. Þó er það jafnan svo, að verulegar frátafir verða, vegna bilana og eins flutn inga á milli bæja og sveita. Þess má ennfremur geta, að nokkrar af þessum skurðgröf- um komu ekki til landsins fyrr en á árinu 1949 og sumar ekki fyrr en seint, þegar áliðið var á þann tíma, er hægt var að vinna að framræzlu. Skurðgröfurnar eru flestar eign vélasjóðs, en hann leigir ræktunarsamböndunum, eða búnaðarfélögunum gegn 65 aura gjaldi á hvern grafinn tenings- metir. Á síðasta ári voru því meiri framkvæmdir við framræzlu en nokkru sinni fyrr. Enda aldrei áður jafn mikill vélakostur til að vinna að framræzlunni. Var unnið að þessum mikil- vægu undirstöðuframkvæmd- um ræktunarinnar fyrir um það bil 3 milljónir króna með skurð- gröfunum árið 1949 440513 lengd armetrar, eða 1579712 tenings- metrar. Við þessar tölur er þó að at- huga, að örlitlu getur skakkað, þar sem skýrslur um vinnu víð framræzluna hafa ekki borizt frá einu félagi. Mest framræzla í Flóa og á Skeiðum. Þau ræktunarsambönd, þar sem mest var unnið að fram- ræzlu árið 1949 eru ræktunar- samböndin í Flóa og á Skeiðum. Þar voru grafnir á árinu 118 þúsund m3. Næst mest var unnið hjá ræktunarsambandi Kjalar- nesþings 117 þúsund m3, og þar næst í Leirá og Melasveit 111 þús. m3. Þá kemur ræktunar- samband Áustur-Húnavatns- sýslu með 99 þús. m3, ræktunar- samband Eyfellinga með 80 þús. ferm. og þá ræktunarsamband Skagfirðinga með 75 þúsund m3. Kostnaður við framræzluna varð talsvert misjafn hjá hinum ýmsu félögum. Kemur þar margt til, sem áhrif hefir á kostn aðinn. Valda þar mismunandi staðhættir ef til vill mestu, en óhöpp vegna bilana og annars veldur einnig miklu um mis- jafnan kostnað. Auk þess, sem vélarnar eru nokkuð misjafnar, hvað notagildi snertir á hinum ýmsu stöðum. Með túnrœkt fyrir augum. Meginhluti hin framræsta lands mun ætlaðar til túnrækt- ar. Er víðast hvar þörf á því að landið fái að standa lengi og þorna áður en það er tekið til ræktunar. Telja bændur einnig að mun meiri not verði að land- inu þannig framræstu, þótt ræktunarframkvæmdir bíði. Á stöku stað hefir verið ræst fram engi og mýrar, og eru ætl- aðar fyrir beitarlönd fyrst um sinn. TÍMINN, 3. sept. Úr borg og bygð The Jon Sigurdson Chapter I. O. D. E. will hold its regular meeting on Friday, October 6th at 8 p.m. in the I. O. D. E. Head- quarters in the Winnipeg Audi- torium. ☆ Gefir til Sunrise Lutheran Camp. Mrs. Bertha Curry $300.00, (General fund). Árdís fund $150. 00, (Memorial fund). Mrs. Pálma son $15.30 (Memorial fund). Mrs. B. S. Benson $25 00 (Library fund). Mrs. Sigríður Skagfjörð $10.00 í minningu um hjartkæra vinkonu og nágranna, Guðnýju Pauline Eggertson. Mrs. B. Bjarnason $13.15. Móttekið með innilegu þakk- læti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk Man. ☆ Leikfélag Geysis-byggðar hefir ákveðið að sýna gaman- leikinn „Orustan á Hálogalandi“ í Sambandskirkjunni í Winni- peg á þriðjudagskveldið 17. október n. k. og í Selkirk á mánu daginn þann 16. sama mánaðar. Þessi bráðskemtilegi leikur hefir þegar verið sýndur tíu sinnum við feikna aðsókn á ýmsum stöðum í Nýja-íslandi og í Argyle og Vogarbyggð. Leiksýning þessi verður nán- ar auglýst í næsta blaði. 75 ÁRA LANDNÁMSMINNING Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi er að efna til minningar athafnar í tilefni af 75 ára afmæli komu fyrsta íslendinga til Winnipeg og til Manitoba. Islend- ingar lentu á Rauðár bökkum í Winnipeg 12. oktober, 1875. Og haldið verður upp á þann dag, 12. október n.k. með samkomu. Hún fer fram í fyrstu Lútersku kirkju á Victor Street með söng og ræðum og hljóðfæraslátti. Inngangur verður ókeypis. Veitingar verða á eftir samkomunni í neðri sal kirkjunnar og kosta 25 cent. Á skemti skránni verður góður gestur sem kemur frá New York, þar sem hann skipar ræðismannsstöðu, herra Hannes Kjartanson, með kveðju frá heimaþjóð- inni. Þar að auki flytur Mr. Wilhelm Kristjansson ræðu á ensku og Jón J. Bíldfell ræðu á íslenzku. Mrs. Pearl Johnson, dóttir fyrsta stúlku barnsins fætt í nýlendunni við Winnipeg vatn, syngur nokkra einsöngva. Fleira verður einnig á skemtiskránni, sem enn er í undirbún- ingi. Allir íslendingar ættu að nota þetta tækifæri til að minnast þeirra sem lögðu landnámsgrundvöllin sem vér, sem á eftir komu, nutu góðs af á margvíslegan hátt. FRAMKV ÆMDARNEFND ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS FUNDUR verður haldinn í stúkunni Heklu I. O. G. T. núna í kvöld (fimtudag) á venjulegum stað og tíma. ☆ Laugardagsskóli Þjóðræknisfélagsins hefst á laugardaginn 14. okt. kl. 10 f. h. í sambandskirkjunni á Banning Street. Er þess vænst að öll börn og unglingar, sem sóttu skólann í fyrra, láti sig ekki vanta og að mörg fleiri komi. Reynt verður að ráðstafa sem fyrst samkomunni, sem frestað var í vor vegna flóðsins. ☆ — DÁNARFREGN — Þriðjudaginn, 12. sept., andað- ist að heimili sínu, 415 Simcoe St., hér í borg, Mr. Oscar Ed- ward Schoen, eftir hér um bil árs heilsubilun. Hann var þýzk- ur að þjóðerni, fæddur í Rúss- landi fyrir 37 árum, kom hing- að til Manitoba fyrir 24 árum. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Ruth Louise Goodman. Auk ekkjunnar, lifa hann ung- ur sonur, James Edward, bróðir, Rudolph, í Elkhorn, Man. og syst ir, Mrs. Gross, í Virden. Hann var jarðsunginn að fjölmenni viðstöddu, frá útfararstofu Bar- dals, fimtudaginn 14. septem- ber, af Dr. R. Marteinsson. Hinn látni var bezti drengur í hví- vetna, afbragðsvel kyntur. ☆ Björgvin Stefán Jóhannesson, andaðist á Almenna sjúkra- húsinu í Selkirk, Man. þann 16. sept. eftir langvarandi sjúkdóms legu þar. Hann var fæddur að Litlu-Reykjum í Árnessýslu 20. júlí 1879, sonur Jóhannesar Sveinssonar bónda þar, af sunn- lenzkum bændaættum kominn, og Malenu Siggeirsdóttur prests Pálssonar á Skeggjastöðum á Langanesströndum, og fyrri konu hans, Önnu ólafsdóttur prests á Kolfreyjustað Indriða- sonar. Hann ólst upp með móð- ur sinni. Útskrifaðist af Möðru- vallaskólanum 1899, kom vestur um haf 1903, settist að í Selkirk, Man., en þangað fluttist Malena móðir hans og seinni maður hennar, Þórarinn Þorkelsson; átti Björgvin heimili með þeim. Á fyrstu dvalarárunum hér stundaði hann algenga vinnu, um hríð var hann lögregluþjónn, Síðar nam hann úrsmíði og stundaði þá iðn þaðan af, fyrst í annara þjónustu, en um 35 ár í eigin þarfir. Síðla árs 1929 kvæntist hann Ephemíu Thorvaldson frá Win- nipeg, en misti hana árið 1936 Einn bróðir hans Olgeir er á lífi, og dvelur nú á Gimli. Björgvin var mikill að vallar- sýn og bar sig prýðilega vel, háttprúður og höfðinglegur í allri framkomu. Hann var mað- ur vel mentaður og fjölfróður um margt, las og fræddist stöð- ugt um óskyld efni. í fram- komu var hann fáorður og stilt- ur, sjálfstæður í skoðunum, en fór ekki allra leiðir. Hann var meðlimur Lúterska safnaðarins í Selkirk og Masonic Order. Útför hans fór fram frá Lút- ersku kirkjunni í Selkirk, að viðstöddu fjölmenni. S. Ólafsson ☆ Hr. Soffonías Thorkelsson rit- höfundur og frú, sem heima eiga að 100 Uganda Avenue, Victoria, B.C., lögðu af stað 1. þ. m., í mánaðar ferðalag til Californíu, Mexico City, Salt Lake City og ýmissa annara borga, sem þar eru á leið. ☆ Frú Sigríður Kristjánsson frá Geraldton, Ont., var stödd í borg inni í fyrri viku; hún var nýlega komin heim úr íslandsför ásamt manni sínum, Ottó Kristjáns- syni byggingarheistara. ☆ B. Eggertson kaupmaður á Vogar var staddur í borginni á mánudaginn ásamt Davíð bónda bróður sínum. ☆ W. J. Lindal dómari fór vest- Einn í skemtiferð á smáflugvél yfir hið breiða Atlantshaf Lendir í Keflavík á leið frá Minnesota til Sviss AUST FYRIR KLUKKAN 6 í gærkveldi lenti smáflugvél— einhreyfils „Piper-Pacir“ — á Keflavíkurflugvelli eftir rúm- lega 7 klukkustunda flug frá flugvellinum „Bluie West One“ í Grænlandi. í vélinni var einn maður, Max Conrad að nafni, sem er á skemmtiferðalagi og ur til Edmonton á sunnudaginn til að sitja þar fund; hann bjóst við að verða þrjá daga að heim- an. ☆ Nýlátinn er hér í borginni Bertrand A. St. John, 78 ára að aldri; hann var faðir Jack St. Johns bæjarfulltrúa í Winnipeg. ☆ Mr. Elías Vatnsdal frá Van- couver, B.C., sem dvalið hefir á búgarði sonar síns, Theodórs að Hensel, N. Dak. í sumar, lagði af stað vestur á fimtudaginn í fyrri viku; var Theodór í för með honum hingað norður. ☆ Mr. G. J. Oleson frá Glenboro var staddur í borginni nokkra daga í fyrri viku ásamt frú sinni. ☆ Mr. J. J. Thorvarðsson frá Pine Falls er staddur í borginni þessa dagana. ☆ ' — Hjónavígsla — Lenore Jóhannesson og Roy Edward Williams voru gefin saman í hjónaband, 21. septem- ber sfSastliðinn, í Fyrstu lút- ersku kirkjunni. Séra V. J. Ey- lands framkvæmdi hjónavígsl- una. Foreldrar brúðarinnar eru Mr. og Mrs. Konrad Jóhannesson, en foreldrar brúðgumans, Mr. og Mr. George R. Williams. Að lokinni vígsluathöfninni var setin fjölmenn veizla. Brúð- hjónin fóru í skemtiferð til Bandaríkjanna. Brúðurin lauk prófi við Mani- tobaháskólann 1949 í Home Economics en brúðguminn, 1950, í Commerce. Heimili þeirra verður St. 15 Eggertson Apts. ☆ — Hjónavígslur — Steingrímur Pálsson og Ingi- björg Jónína Johnson voru gef- in saman í hjónaband þ. 20. á- gúst s.l. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram á heimili hans í Arborg, Man. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Thorgrímur J. Pálsson, í grend við Arborg; en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Valdimar Johnson, Riverton, Man. Sama daginn og giftingin fór fram, varð afi brúðgumans, Páll Jóns- son á Kjarna í Geysisbygð 102 ára að aldri; er hann mjög ern og ungur í anda. ☆ Guðmundur Ingiberg Markús- son og Ethel Rose Einarson voru gefin saman í hjónaband þ. 30. sept. s.l. í lútersku kirkjunni í Árnes, Man. Séra B. A. Bjarna- son gifti. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jóhannes O. Markús son, Árnes, Man., og konu hans, Clara Freda Einarson, sem látin er fyrir fáum árum. og kemur frá Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum og er á leið til að hitta fjölskyldu sína í Svisslandi. Ferðalag hans hefir gengið að óskum til þessa. Þremur klukkustundum á undan áætlun frá Grænlandi Conrad lagði upp frá Græn- landi um 10-leytið í gærmorgun og var gert ráð fyrir að hann yrði um 11 klst. á leiðinni. En hann fékk góðan meðbyr og varð rúmlega þremur klst. á undan á- ætlun til Keflavíkur. — Hann hyggst leggja af stað héðan, sennilega í dag, til Prestvíkur í Skotlandi. Flugvél hans er endurbætt gerð af svonefndum „Piper- Cub“' sportvélum, sem oft sjást á flugi hér yfir bænum. En áhugaflugmenn hér eiga nokkr- ar slíkar vélar. Conrad lét setja aukabensín- geyma í vél sína, þannig að hún getur tekið bensín til 26 stunda flugs. Átti hann nóg bensín eftir er hann lenti í Keflavík til að fljúga á til Skotfands, ef þurít hefði með. 9 Barna faðir Max Conrad er reyndur flug- maður. Hefir hann verið for- stöðumaður flugskóla í Bands- ríkjunum um margra ára skeið. Kona hans og 9 börn þeirra hjóna, sex stúlkur og þrír dreng- ir, hafa verið búsett í Svisslandi í hálft annað ár og fer hann í heimsókn til fjölskyldu sinnar, en ætlar að fljúga á smáflugunni heim til Bandaríkjanna aftur síðar í sumar. Hefir hann ekki ákveðið enn, hvort hann fer nyrðri eða syðri leiðina vestur um haf. Höfðu ekki nógu litla mæla Einu erfiðleikarnir, sem Con- rad sagðist hafa orðið fyrir á leið sinni frá Minneapolis var, að á flugstöðvunum gekk illa að mæla honum bensín, þar sem ekki voru til nógu litlir mælar. Einnig á hann inni smurolíu á flugvellinum í Grænlandi, þar sem hann gat ekki notað alla olíuna í einu, sem var í minnstu ílátunum, sem flytjast þangað. í Grænlandi var hann í tvo daga og beið eftir, að fá flug- leyfi. Flugstjórnin þar senai skeyti í svo marga staði vegna flugs hans, að í nokkrum stöðum kom neitun um að han mætti halda áfram flugi sínu, en úr öðrum samþykki. Allt fór þó vel að lokum. —Mbl. 7. sept. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Síxni 19017. — ☆ Arborg-Riverion Presiakall 8. okt. — Geysir, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl- 8 e. h. B. A. Bjarnason ☆ — Argyle Presiakall — Sunnudaginn 8. okt. („Thanksgiving Sunday“) Brú — kl. 2 e. h. Glenboro — kl. 7 e. h. Séra Eric H. Sigmar ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 8. okt. Ensk messa kl 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12. íslenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson “WELCOME” — “WELCOME" HALLOWE’EN SILVER TEA On Wednesday Oct. 25th. the Young Peoples Society of the First Lutheran Church will pre- sent a Hallowe’en Silver Tea in the Church Parlors from 7:30 p.m. to 10:30 p.m. There will be entertainment and attractively arranged booths for a homecook- ing sale and a White Elephant Sale. We hope you will give us your wholehearted support in this venture. The club cordially invites you and your friends to attend and enjoy an evening of fellowship with us. Sincerély, The Young Peoples’ Executive ☆ Arnold Miller og Anna Lovísa Danielson voru gefin saman 1 hjónaband þ. 23. ágúst s.l. a^ séra B. A. Bjarnason á heimil1 hans í Arborg, Man. Brúðgum- inn er af þýzkum ættum; en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs- Eymundur Danielson, sem bu- sett eru í Framnesbygð í Nýja' íslandi. DORCAS SOCIETY Thanksgiving Concert FIRST LUTHERAN CHURCH Monday, October 9th at 8:15 p.m. Devotional.....................Rkv. V. J. Eylands Chairman’s Remarks.........Miss Mattie Halldorson Piano Solo.....................Miss Sigrid Bardal Bass Solo....................Mr. Douglas Stewart Contralto Solo................Miss Ivy McBurney Address....(................Mr. Norman Bergman Duet.................Miss McBurney and Mr. Stewart Accompanist..................... Miss Ai.ice Iíivrs SlLVER COLLECTION Rf.FRESHMENTS KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 17 REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.