Lögberg - 26.10.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.10.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 U<""e clca^eT A Complete Cleaning Instilution PHONE 21374 u^e rvc<t'n'e ^deTers IjOI^ ■pvJ'Sl ® A Complete Cleaning (nstitution 63. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, OCTÓBER 26, 1950 NÚMER 43 Kóreustríðinu í þann veginn að verða lokið Áhrifamenn eiga viðtal I fyrri viku flaug Truman Bandaríkjaforseti til Wakeeyjar í Kyrrahafinu til viðtals við MacArthur hernámsstjóra í Jap- an og yfirforingja herja sam- einuðu þjóðanna í Kóeru; rædd- ust þeir við um framtíðarhorfur öryggismála mannkynsins og hvernig heimsfriði yrði bezt borgið; voru þeir auðsjáanlega á einu máli um það, að láta hart mæta hörðu ef því væri að skipta og sýna Rússanum 1 tvo heim- ana, ef hann ekki hyrfi frá heimsdrotnunarstefnu sinni. Er Mr. Truman kom heim af viðtalsfundi sínum við Mac- Arthur hershöfðingja, flutti hann mikla ræðu í San Fran- cisco, þar sem grundvöllur var lagður að bandalagi sameinuðu þjóðanna, og lagði meðal annars áherzlu á það, að Bandaríkja- stjórn myndi gera alt, sem í valdi hennar stæði til að efla velmegun í Asíu og tryggja þar frið, jafnframt því að veita þeim þjóðum, er að Atlantshafs sátt- málanum stæðu, alt hugsanlegt fulltingi. Grunur um íkveikju Við réttarhöld þau, sem nú standa yfir í Quebecborg vegna eldsins, er kom uppí skemtiferða skipinu Quebec þann 12. ágúst síðastliðinn, er varð sjö manns að bana, hefir Mr. Charles Hazen látið þá skoðun í ljósi, að kveikt muni hafa verið í skipinu af á- settu ráði; hann er efnafræðing- ur, sem heima á 1 Montreal, og hefir unnið að eldsvoðarann- sóknum í full þrjátíu ár; byggir Mr. Hazen skoðun sína á því, hve eldurinn hafi útbreiðst með óeðlilegum hraða. Samgöngumálaráðuneytið tjá- ist einnig vera sannfært um það, að öryggistækjum skipsins hafi verið í meira lagi ábótavant. ViH ekkert eiga við stjórnmál General Eisenhower hefir lýst yfir því,' að hann sé með öllu ófáanlegur til að vera í kjöri sem forsetaefni Republicana við næstu forsetakosningar í Banda- ríkjunum; hann er um þessar mundir rektor Columbiaháskól- ans og kveðst eiga þar ærnum skyldum að gegna. Guðrún Christjónsson Nú er svo komið, að tekið er að sjást fyrir endann á Kóreu- stríðinu með fullnaðarsigri af hálfu lýðræðisaflanna, sem þar hafa verið að verki. í fyrri viku náðu hersveitir sameinuðu þjóð- anna höfuðborg Norður-Kóreu á vald sitt, og skömmu síðar var um 4,000 amerískum fallhlífar- mönnum dr(eift niður skamt þar fyrir norðan, og með því var króaður gersamlega inni mikill herstyrkur kommúnista og gerð- ur óvígur. General MacArthur stjórnaði persónulega lendingu fallhlífarliðsins úr loftfari sínu. Fylkingar Suður-Kóreu eiga aðeins eftir um fjörutíu mílur ófarnar til landamæra Man- sjúríu, en þar verður staðar numið. Vera má að lítilsháttar skæruhernaðar verði vart fyrst um sinn í Kóreu eftir að stríð- inu formlega lýkur. Krefst hækkaðs verðs Danska stjórnin er ekki sem ánægðust yfir því verði, sem Bretar greiða um þessar mund- ir fyrir svínsflesk frá Danmörku og tjáist verða munu til þess neydd að leita fyrir sér um markaði annarstaðar, ef eigi fá- ist skjótar úrbætur á núgildandi verðlagi. Danir hafa áratugum saman selt Bretum meira en tvo þriðju útflutningsmagns síns af fleski. Fullvalda gerðardómari Eins og vitað er, varð það hlutskipti sambandsþings í sum- ar, að binda enda á járnbrautar- verkfallið mikla, er lamað hafði á skömmum tíma svo að segja alt viðskiptalíf hinnar canadísku þjóðar; að ströngum lagafyrir- mælum einhuga þings, komust samgöngur þá brátt 1 sitt upp- runalega horf, þó síður væri en svo, að útkljáð væri um ágrein- ingsefnin; var báðum aðilum gefinn fremstur til samninga, er var samkvæmt ósk þeirra fram- lengdur til hins 15. yfirstand- andi mánaðar; en er sýnt þótti, að grundvöllur til samkomulags væri ófáanlegur, tók stjórnin það ráð, að áður fengnu leyi þings, að skipa fullvalda gerðar- dómara, er rannsaka skyldi á- greiningsefnin út í æsar, og kveða síðan upp úrskurð, er vera skyldi að ölíu bindandi fyrir báða aðilja; og nú hefir stjórnin valið mann til þessa vandasama og ábyrgðarmikla starfs, og er sá R. L. Kellock, dómari í hæzta rétti þjóðarinn- ar, og mun hann þegar taka til óspiltra málanna varðandi lausn viðfangsefnis síns. Aukaþing Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Mr. Campbell, hefir lýst yfir því að afloknum flokks- fundi stuðningsmanna stjórnar- innar á mánudagskvöldið var, að Manitobaþingið verði kvatt til funda þann 7. nóvember næst komandi, til þess að taka nauð- synlegar ákvarðanir varðandi fjárveitingar • vegna flóðanna miklu í síðastliðnum maímán- uði. Fórviðri veldurfjóni Um miðja fyrri viku geisaði fellibylur yfir suðurhluta Floridaríkis, er orsakaði yfir fimm miljón dollara eignatjón; þrír menn létu lífið í þessum hamförum náttúruaflanna. íslendingur kjörinn bæjarsfjóri í Selkirk Við nýafstaðnar kosningar til bæjarráðs í Selkirk, var Stefán Oliver kjörinn þar til bæjar- stjóra gagnsóknarlaust; hann hefir átt sæti í bæjarráði í síðast- liðin átta ár við vaxandi orðstír og vinsældir. Mr. Oliver er son- ur þeirra Guðmundar og Þóru Oliver; hann starfar í þjónustu Manitoba Rolling Mills Limited í Selkirk. Selkirk vex hröðum skrefum frá ári til árs og er að verða mik- ill iðnaðarbær; það er því engin smáræðis sæmd, sem Mr. Oliver hefir fallið í skaut með gagn- sóknarlausri kosningu til bæjar- stjóra. Merkur lögfræð- ingur lófinn Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt hér í borginni einn af dómurum háyfirréttarins í Manitoba, Stephen Elswood Ric- hards, 72 ára að aldri, er þjóð- kunnur varð sem sáttasemjari í deilumálum milli verkamanna og vinnuveitenda; hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni frá 1914. Hinn látni dómari var fæddur í bænum Brockville í Ontario, en fluttist til Vesturlandsins með foreldrum sínum sem barn að aldri; hann var útskrifaður í lögum af háskóla Manitobafylk- is, og naut eigi aðeins vinsælda og trausts meðal stéttarbræðra sinna, heldur og engu síður af hálfu almennings. Ást-arþakkir Mig brestur orð til þess að þakka, eins og vera bæri, alla þá ástúð, sem mér var sýnd við fráfall míns hjartkæra eigin- manns, Kristjáns Tómassonar. Ég, og börnin okkar þökkum, af hrærðum huga, nærveru vina okkar, blómagjafir og kveðju- skeyti, sem geyma hjá okkur heilagar endurminningar. Guð blessi ykkur öll. Sigþóra Tómasson Hecla, Nan. Merkur stjórn- mólamaður lótinn Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu að Cold Springs Harbor í New York ríkinu, einn hinna kunnustu og áhrifamestu stjórnmálamanna Bandaríkj- anna, Henry L. Stimson 83 ára að aldri; hann átti sæti í fjórum ráðuneytum, fyrst sem hermála- ráðherra í stjórnartíð Tafts for- seta, en gegndi síðar sama em- bætti í ráðuneytum þeirra Fran- klíns D. Rosevelts og Harry S. Trumans, en í stjórnartíð Her- berts Hoovers veitti hann for- ustu utanríkisráðuneytinu. Mr. Stimson þótti vitur maður og forspár, og um það leyti sem Hitler komst til valda í Þýzka- landi, varaði hann þjóð sína við þeirri hættu, er þaðan mætti vænta. Thomas P. Hillhouse, K. C. Tvennar aukakosningar til fylkisþingsins í Manitoba, sem fram fóru á þriðjudaginn féllu á þann veg, að báðir frambjóð- endur Campbell-stjórnarinnar, þeir Thomas P. Hillhouse í St. Andrews, og Mr. Trapp í St. Clements, gengu sigrandi af hólmi. Lætur af embætti Sir Stafford Cripps, er gegnt hefir fjármálaráðherraembætti í verkamannsflokks stjórninni brezku síðan 1947, hefir látið af embætti sakir heilsubrests; hef- ir hann í rauninni ekki gengið heill til skógar árum saman; hann hefir jafnframt lagt niður þingmensku í kjördæmi sínu, East Bristol. Sir Stafford er víðkunnur fjár hagsfræðingur, og hefir jafnan þótt einn hinn allra glöggskygn- asti stjórnmálaleiðtogi verka- mannaflokksins; hann neytir al- drei áfengis og lifir einungis á jurtafæðu; fyrirrennari hans í embætti var Hugh Dalton, er knúður var til að segja af sér vegna lausmælgi. Til vina minna ó íslandi Ég finn til þess, hve ég hefi vanrækt að senda vinum mínum á íslandi nokkur þakkarorð fyr- ir margháttaða ástúð og fyrir- greiðslu þann tíma, er ég dvaldi heima, sem var nærri því heilt ár; minningar þær, sem ég geymi um dvöl mína á okkar ástkæra föðurlandi, fölna ekki fyrst um sinn, heldur munu þær miklu fremur skýrast eftir því sem árum fjölgar og verða mér dýrmætari; en þó margt væri að vísu breytt frá því er ég fluttist vestur — fann ég mig þó fljótt heima, bar glögg kensl á nátt- úrufegurðina, og gladdi mig við kunnuglegt yfirlit frænda og vina. Það var gaman að koma heim, en söknuði blandið að kveðja. Ég finn mér skylt, að þakka skipshöfn á Tröllafossi og sam- ferðafólki ógleymanlega gest- risni, og mun slíks langminnug- ur verða. Með endurteknum þökkum Winnipeg, 18. október, 1950 ARIJOHNSON frá Stöfnum á Vatnsnesi. Ferðir Dr. Kolka Páll V. G. Kolka læknir held- ur fyrirlestrar-samkomu í Blaine 8. nóvember og í Seattle 9. nóv- ember. — Samkomunni í Van- couver verður frestað vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna um eina viku og verður því hald in 13. nóvember í stað þess sem áður var auglýst. Nefndin biðiir velvirðingar á þessari breytingu og vonar að samkomurnar verði allar vel sóttar. Úr borg og bygð Dr. Sveinn E. Björnsson, sem undanfarin ár hefir stundað lækningar að Oak River, Man., hefir nýlega verið kjörinn lífs- tíðarfélagi í College of Physic- ians and Surgeons of Manitoba. ☆ Gefið til Kvenfélagsins ,Björk‘ $8.00. Frá Mrs. Ólafíu Isberg, Lundar- Man. Gefið til Kvenfélagsins ,Björk‘ $5.00 frá Mrs. Gruðrúnu Eyjólf- son, Lundar, Man. Með innilegu þakklæti, Mrs. Stefán Hofleig,, Lundar, Man. ☆ Mr. Friðrik P. Sigurðsson frá Geysir, Man., var nýlega stadd- ur í borginni. ☆ Síðastliðinn þriðjudag varð bráðkvaddur hér í borginni Mr. Franklín Magnússon, Conductor hjá C. P. R. félaginu, 53 ára að aldri, hinn gjörfulegasti maður er átti hvarvetna miklum vin- sældum að fagna; hann lætur eftir sig ekkju, Elínu Frederick- son frá Glenboro, fyrrum kenslu konu ásamt fimm ungum börn- um; einnig eina systur, frú Láru, sem heima á í Minneapolis,Minn Hann var sonur hinna merku landnámshjóna Péturs Magnús- sonar og frú Pálínu Magnússon á Gimli, og þar bjó Franklín með fjölskyldu sinni. Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni á Gimli á laugardag- inn. Séra Sigurður Ólafsson jarð söng. ☆ H E K L U-fundur mánudags- kvöldið 30. október. — Meðlimir ámintir um að sækja fundinn. ☆ Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will hold a regular meeting in The I.O.D.E. Headquarters Win- nipeg Auditorium on Friday Eve. Nov. 3rd at 8 O’clock. ☆ The Men’s Club of the First Lutheran Church will hold its first Annual Tea in the Church Parlor on Saturday November 25th from 2 to 6 p.m., in Aid of the Kitchen remodelling pro- ject. Eggert Claessen lótinn Á laugardaginn þann 21. þ. m., lézt í Reykjavík, hr. Eggert Claessen, er um langt skeið var formaður framkvæmdarnefndar Eimskipafélags íslands, þjóð- kunnur athafnamaður og mikils virtur lögfræðingur; hann var fæddur að Grafarósi' í Skaga- fjarðarsýslu hinn 16. dag sept- embermánaðar árið 1877. For- eldrar: Valgard Claessen, um eitt skeið landsféhirðir, og Kristín Eggertsdóttir sýslu- manns Briem. Hinn látni var útskrifaður í lögum frá Kaupmannahafnar- háskóla, en gerðist brátt hæzta- réttarmálaflutningsmaður, e r heim kom; hann var um hríð bankastjóri við íslandsbanka og við mörg önnur stórfyrirtæki var hann riðinn; hann lætur eftir sig ekkju, Soffíu, dóttur Jóns Þórarinssonar fræðslu- málastjóra. Eggert Claessen var vinfastur, gleðimaður mikill og höfðingi í lund. Áminst fregn barst þeim með- stjórnendum Eimskipafélagsins, hr. Ásmundi P. Jóhannssyni byggingameistara og Árna G. Eggertssyni, K. C., í símskeyti frá Reykjavík. Fimtudaginn, 19. október 1950 andaðist á St. Boniface Old Folks Home Guðrún Christjáns- son, 86 ára að aldri. Hún var fædd á Kirkjubóli 17. ágúst, 1864 og var dóttir Ásmundar Jónsson- ar og Guðrúnar Sigurðardóttur konu hans. Til þessa lands kom hún með foreldrum sínum 1876 og settist að í Winnipeg. Þar fór hún snemma að vinna fyrir sér. Hún giftist Carli Pétri Christ- jánssyni 26. desember 1893, að Akra, N. Dakota og bjó þar syðra þar til þau hjónin fluttust til Caliento, Man. árið 1903. Árið 1917 andaðist maður hennar, og 1938 flutti hún til Piney og bjó þar hjá dóttur sinni Mrs. Bill Olson. S.l. jánúar mánuð fékk hún inngöngu í St. Boniface Old Folks Home, og dó þar s.l. fimtudag, 19. október. Börn hennar, sem lifa hana, eru Kristín Eugenia, Mrs. Olson, Engin smóræðisfúlga Að því er hagstofan í Ottawa nýlega skýrði frá, greiddu Manitobabúar á árinu, sem leið því sem næst 62 . mil- jónir dollara í tekjuskatt til sambandsstjórnar; skattgreið- endur voru 152,760 að tölu; í Winnipeg nam tala þeirra, er tekjuskatt greiddu, 110,000. Vinnur kosningu Við nýafstaðnar kosningar í St. Boniface, var George Mac- Lean kjörinn til borgarstjóra með feikna afli atkvæða; áður hafði Mr. MacLean haft með höndum borgarstjóraembættið í samfleytt tólf ár, og bætir nú tveimur árum enn við sinn sér- stæða embættisferil. Fimm óra afmæli Síðastliðinn þriðjudag voru liðin fimm ár frá þeim tíma, er grundvöllur var lagður að stofn- un sameinuðu þjóðanna í borg- inni San Francisco í Kalifd^rnu- ríkinu; var atburðarins rriinst með sérstökum þingfundi ^ð Lake Success þá um morguninn, og flutti forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, þar aðalræð- una. Guðrún Chrisljánsson sem hún bjó hjá í Piney, og Kristján Ferdinand í Parkdale, Man. Hún misti fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin: Kristján Alex; Kristrúnu Jónínu og Guð- rúnu Pearl. Barnabörn hennar eru ellefu og barnabarnabörn fjögur. Alla ævina var hún heilsu- sterk. Erfiðleikar voru oft mikl- ir, en h'ún bar þá með mestu stillingu og rósemi. Syrir nokkru hafði hún dottið og meitt sig alvarlega, en hún var rúmföst aðeins tvo mánuði áður en hún dó. Kveðjuathöfn fór fram á mánudaginn 23. október frá Bardals. Séra Philp M. Péturs- son jarðsöng. Þrennar aukakosningar Nýlega eru um garð gengnar þrennar aukakosningar til sam- bandsþings, tvær í Quebec og ein í Ontario; í Quebeckjördæm- unum urðu úrslit á þann veg, að óháðir Liberalar náðu kosn- ingu, en lögðu að velli í póli- tískum skilningi þá frambjóð- endur er Liberalflokkurinn hafði lagt blessun sína yfir; báðir þessir nýju menn lýstu yfir fylgi sínu við stjórnina. í Wellandskjördæminu í On- tario gekk hinn formlegi fram- bjóðandi Liberalflokksins sigr- andi af hólmi; þingsæti þetta losnaði við fráfall verkamálaráð herrans, Humphrys Mitchell. Frambjóðendur íhaldsmanna, kommúnista og C. C. F.-sinna, komust lítt áleiðis í áminstum aukakosningum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.