Lögberg - 23.11.1950, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. NÓVEMBER, 1950
Bréf og minningarorð fró íslandi
Þjóðræknisfélagið heldur
Vestur íslendingum samsæti
Hafnarfirði, 9. nóv. 1950
Hr. Einar Páll Jónsson,
ritstjóri Lögbergs:
Þér vonandi afsakið, þó að ég
undirritaður sendi yður eftirfar-
andi línur. Þannig er mál með
vexti, að á s.l. hausti andaðist á
heimili mínu tengdamóðir mín,
frú Sigríður Davíðsdóttir, fyrv.
ljósmóðir, og læt ég hér með
fylgja eftirmæli, er birtust í
Morgunblaðinu á útfarardegi
hennar, yður til frekari upplýs-
inga. —
Sigríður var ljósmóðir á Jökul-
dalnum á árunum 1895—1902,
og kynntist því mörgum Aust-
firðingi, og gat þeirra við ýms
tækifæri, og alltaf að góðu. Þar
á meðal minntist hún yðar oft,
er Vestur-íslendinga bar á góma.
En þar sem hún naut al-
mennra vinsælda austur þar,
fyrir dugnað og farsæld í ljós-
móðurstarfinu, voru það einnig
margir, sem minntust hennar, og
þar á meðal margir, er um þær
mundir fluttust vestur um haf,
og báru kveðjur þær, er henni
bárust með ýmsum, er frá Vest-
urheimi komu, þeim vinsældum
ljósan vott. —
Konan mín, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, var um þessar
mundir barn að aldri, og dvaldi
þá hjá Guðmundi Snorrasyni og
Álfheiði Þorsteinsdóttur í Foss-
gerði, sem hún hélt vinfengi við
til dánardægurs þeirra, og
heyrði hún þá og síðar margra
-f -f -f
Svo löng var nóttin,
unz lauk við skál,
með horfinn þróttinn,
en heila sál. —
í JÚLÍMANUÐI í sumar, er ég
var stödd uppi í Borgarfirði,
dreymdi mig nótt eina þessa
öldruðu vinkonu mína, sem ég
vissi, að síðustu missirin hafði
háð harða baráttu við elli og
þungbæran sjúkdóm. Mér þótti
ég sjá hana glaða, hrausta og
ferðbúna, og vel til alls vandað.
— Þótti mér hún ávarpa mig
þessum orðum: „Nú er ekki ann-
að eftir, en að syngja nr. 489“.
— Það var raunar ekki andláts-
fregn hennar, sem mér barst
næsta dag, heldur nánustu
frænku hennar og vinkonu, frú
Ingibjargar frá Óseyrarnesi. —
En að kvöldi hins 14. þ. m. voru
öll ár og dagar Sigríðar Davíðs-
dóttur „liðin í aldanna skaut“.
Hún var fædd að Hólum í
Stokkseyrarhreppi 30. okt. 1864.
Var móðir hennar Guðríður Jóns
dóttir frá Loftsstöðum, dóttur-
dóttir Jóns ríka í Móhúsum, og
eru þær ættir alkunnar og fjöl-
mennar. En faðir hennar, Davíð
Ólafsson úr Vestmannaeyjum,
ættaður úr Rangárþingi, hafði
drukknað það sama ár, er hann
var á leið úr Eyjum til lands,
að vitja ráðahags við unnústu
sína og reisa með henni bú. —
Guðríður giftist síðar Halldóri
Steindórssyni á Fljótshólum, og
bjó þar við mikla rausn og virð-
ingu um hálfrar aldar skéið. —
Óx Sigríður þar upp með móður
sinni og gerðist snemma afbragð
að andlegu og líkamlegu atgervi.
— Alsystir Sigríðar, ári eldri,
var Jónína, sem ólst upp hjá sr.
Páli Ingimundarsyni í Gaulverja
bæ. Fór hún ung til Vestur-
heims, og er nú látin fyrir mörg-
um árum. — En hálfsystkiri Sig-
ríðar, börn Guðríðar og Hall-
dórs voru þrjú, Þuríður, Bjarni
og Jón, bjuggu þau öll í Fljóts-
hólum, og býr þar nú Guðríður
dóttir Jóns, gift Tómasi Tómas-
syni, og er þetta allt mikið mann
dómsfólk.
Um tvítugsaldur giftist Sig-
ríður Jóni Bjarnasyni, söðlasmið
frá Tungufelli, ágætum hæfi-
leika og drengskaparmanni.
Reistu þau bú á nokkrum hluta
Fljótshóla, en fluttu síðar að Ás-
gautsstöðum við Stokkseyri. —
Eignuðust þau þrjár dætur: Kat-
þessara nafna getið, en hefir
ekki átt þess kost, að fylgjast
með þessu fólki, eða hafa sam-
band við það, og veit því ekki
hve margt af því er enn á lífi,
né hvar það á heima. —
Með tilliti til þessa, datt henni
í hug, að ef þessi eftirmæli yrðu
birt í blöðum Vesturheims,
myndu þessir fornu vinir og
kunningjar Sigríðar, fá af henni
fregnir, bæði hvað á daga henn-
ar hefði drifið, og um hennar
burtför héðan úr heimi. — Gæti
það orðið þeim bæði til fróð-
leiks og gamans, og væri þá til-
ganginum náð. —
Sjálfur á ég frændur og ætt-
ingja í Ameríku, sem ég hefi
mist sjónar af, og veit ekki hvað
hefir orðið um. — Ef með þyrfti,
þætti mér vænt um, að mega
eiga yður að, með að hafa upp á
því fólki við tækifæri. —
Ég endurtek, að ég vona að
þér afsakið þessar línur. — Mér
er ljóst, að yður myndi vafalaust
þykja vænna um, að fá gott
fréttabréf héðan að heiman, en
það verður ekki í þetta sinn af
minni hálfu, enda kannske aðrir
til þess ráðnir. —
Við hjónin sendum yður, okk-
ar beztu kveðjur og árnaðarósk-
ir, og biðjum yður og fjölskyldu
yðar allrar blessunar nú og ævin
lega. — Virðingarfyllst,
Þorvaldur Árnason,
Lækjargötu 12, Hafnarfirði
♦ ♦ ♦ ♦
rínu, sem missti heilsu 25 ára
gömul og dvelur nú í sjúkrahúsi,
Guðríði búsetta í Reykjavík, og
Ólöfu Guðmundu, sem andaðist
á þriðja aldursári 1891. — Var
hún óvenjulega vel gefið barn,
söngvin og ljúflynd, og varð
dótturmissirinn Sigríði svo sár,
að hún lét um stund nærri bug-
ast af sorginni. — Varð það með-
al annars til þess að þau hjónin
slitu samvistir og fór þá Sigríð-
ur með dætur sínar heim til
móður sinnar að Fljótshólum, og
var þar næstu ár. Tók þá Guð-
ríður húsfreyja dótturdæturnar
í fóstur, allt til fullorðinsára.
En á Sigríði sönnuðust orð
skáldsins: „Þótt þú hnígir, hóf
þig aftur, himinborinn sálar-
kraftur". — Lífsþráin og starfs-
þráin unnu að nokkru bug á
harminum, en hin unga kona
festi nú ekki yndi í átthögunum,
heldur gaf sig útþránni á vald,
og hélt til Reykjavíkur. — Starf-
aði hún þar fyrst á heimilum,
m. a. á heimili Þórhalls biskups
og á heimili Þorbjargar Sveins-
dóttur ljósmóður, og hjá henni
og Schierbeck landlækni lærði
hún síðan ljósmóðurfræði. Urðu
þær Þorbjörg tryggðavinir, og
hygg ég að með þeim konum
hafi verið ekki svo lítill andleg-
ur skyldleiki. — Orð Matth.
Joch. um Þorbjörgu: „Harða,
blíða, heita, djúpa sál, hjarta
þitt var eldur, gull og stál“, hefði
vel mátt heimfæra til Sigríðar
Davíðsdóttur. Bað Þorbjörg Sig-
ríði þess, ef hún eignaðist son,
að láta hann heita Benedikt, og
lýsir þetta betur en langt mál,
hvílíkar mætur gamla konan
hafði á skjólstæðing sínum.
Að námi loknu var Sigríði
veitt Jökuldalshérað í Norður-
Múlasýslu. — Var hún þá heit-
bundin öðru sinni Guðmundi
Guðjónssyni, trésmið, ættuðum
úr Árnesþingi. — Var hann gáfu
maður og hvers manns hugljúfi,
enda var hamingja þeirra mikil
og fögur.
Sigríður stundaði ljósmóður-
störf. á Jökuldalnum nær sjö
ára skeið, við mikla farsæld og
vinsæld, og urðu aldrei slys und-
ir höndum hennar. — Mun það
oft hafa verið ekki lítið afrek að
etja við höfuðskepnurnar og
annan háska þar á þeim árum,
svo langt frá læknum og flest-
um öryggistækjum, sem nú
þykja nauðsynleg. — Væri það
mikil saga út af fyrir sig, en
verður ekki rakin hér.
Það var ekki háttur Sigríðar
að ræða mikið um erfiðleika eða
baráttu liðins tíma. — En í síð-
asta skipti er ég átti tal við hana,
fyrir rúmum mánuði, talaði hún
um ferðalögin og samgönguerf-
iðleikana á Jökuldalnum, og
þótti mér sem henni yxi ekki í
augum sú mikla ferð, er nú var
fram undan, móti margri tví-
sýnunni, er hún hafði lagt út í
við starf sitt fyrir 50—60 árum.
— Og í báðum tilfellum var hin
sama huggun, — hinn sami
styrkur, — hennar bjargfasta
traust til forsjónar Guðs og
handleiðslu, sem var ávöxtur
mikillar reynslu langrar ævi.
Árið 1902 fluttu þau Guð-
mundur aftur til Reykjavíkur
með Ingibjörgu dóttur sína (f.
1895), og bjuggu þar næstu tvö
ár. — En örlögin höfðu aldrei
ætlað Sigríði neinn værðar-
blund á dúni eða rósum, og enn
mátti hún sjá á bak ástvini sín-
um. — Með æðruleysi þess, sem
veit sig hafa fengið uppfylltar
dýpstu óskir lífsins og notið
þeirra gæða, sem öllu gulli eru
dýrri, tók hún nú á herðar sér
þá byrði sem hamingju hennar
og skapgerð var samboðin, —
kaus heimili sínu bana, fremur
en örkuml, ef hamingja annara
mætti þar fyrir verða heilli og
varanlegri. —
Hvarf nú ástvinur hennar aft-
ur til Austurlands og ílentist þar.
— En Sigríður kom dóttur sinni
í fóstur, og gerðist vökukona á
Landakotsspítala um fjögurra
ára skeið. — Nú var viðhorf
hennar til lífsins nokkuð breytt.
— Jafnvægið milli hæfileika og
tilfinninga orðið öruggt, svo að
henni var ljóst hve farsæla hugg
un það veitir, að reyna eftir
megni að bæta annara böl, og
lina þrautir þess, sem liggur
særður við veginn. —
Þegar Ingibjörg dóttir hennar
komst á þann aldur, að þurfa að
stunda framhaldsnám, breytti
Sigríður stöðu og réðist ráðs-
kona til Morten Hansen, skóla-
stjóra, þar til hann andaðist ár-
ið 1923.— Þá keyptu þær mæðg-
ur húsið nr. 12 við Grundarstíg,
og bjuggu þar til ársins 1938, er
Ingibjörg giftist Þorvaldi skatt-
stjóra Arnasyni, og fluttist Sig-
ríður þá með henni til Hafnar-
fjarðar, þar sem hún átti á heim-
ili þeirra hið fegursta ævikvöld.
— Mátti segja að þau kepptust
um að gera henni ellina fagra og
ánægjuríka, enda elskaði Sigríð-
ur Þorvald, sem væri hann sonur
hennar.
Löngum var Sigríður heilsu-
hraust og óvenjulega verkmikil,
að hvaða starfi sem hún gekk.
— Var hún líka, — þrátt fyrir
örðugan og breytilegan hag, —
fjölskyldu sinni, ættingjum og
öðrum vinum, alveg sjaldgæfur
liðveizlumaður, hvort sem að
höndum bar sjúkdóma eða ann-
an vanda. — Skapgerð hennar
var svo hrein og stórbrotin, hæfi
leikar hennar svo fjölþættir og
frjóir, að öllum fannst eðlilegt,
að leita til hennar um hvers kyns
liðveizlu. — Sjálfri mun henni
líka hafa fundist að henni bæri
að styrkja með ráðum og dáð
alla sem hún náði til. — En þá
má ekki gleyma hvílíkan bak-
hjarl hún átti til hjálpseminnar
eftir að Ingibjörg dóttir hennar
komst á legg. — Hélt hún alla
tíð, eftir að hún varð fulltíða,
heimili með móður sinni, og
voru þær svo samhentar og sam-
rýmdar, að fátítt mun vera, og
er fagurt þess að minnast, þeim
sem vel þekktu til.
Sigríður var trúkona mikil og
einlæg, sem aldrei gleymdi misk
unsemd Guðs, né lét hjá líða, að
gefa honum dýrðina. — Á efri
árum hneigðist hugur hennar
nokkuð að spiritisma og dulræn-
um fræðum, og á vegum spiri-
tismans mun hún fyrst að fullu
hafa látið huggast eftir dóttur-
missirinn 1891.
Árið 1934 varð Sigríður fyrir
því óhappi að lærbrotna og gat
eftir það litla ferlivist haft. En
sálin var heil og hugur og kjark-
það löngum í sæti sínu, las all-
ur óbugaður. — Hún vann eftir
mikið og ræddi við vini sína. —
Mun margur hafa farið af fundi
hennar glaðari en hann kom, og
auðugri af andans gulli, og
bjartri trú á lífið og höfund
þess.
Þeir sem áttu því láni að
fagna, að kynnast Sigríði vel, og
eignast vináttu hennar og trún-
að, munu telja það dýrmætan
þátt í lífshamingju sinni. — Svo
auðug að andlegum glæsileik
var þessi stórbrotna höfðings-
kona. Jarþrúður Einarsdóllir
Ég er nýkominn heim úr sex
vikna ferðalagi um hernáms-
svæði Rússa í Þýzkalandi. Þar
eru æskustöðvar mínar og ætt-
ingjar margir, en eins og þar er
högum háttað nú, held ég mig
langi ekki til að koma þangað
aftur.
Ég fór til að heimsækja ætt-
ingja og vini, en margir þeirra
þorðu naumast að láta sjá sig
á tali við mig, og sumir vildu
ekki lofa mér að heimsækja sig.
Því samkvæmt hugsunarhætti
kommúnista hlaut ég að vera
amerískur njósnari fyrst ég kom
frá Bandaríkjunum. Hefði kom-
ist upp hver ég var, meinti það
fangelsisvist eða jafnvel líflát
fyrir mig og alla sem ég hafði
staðið í sambandi við, svo að ég
gat ekki legið þeim þungt á hálsi,
þó þeir vildu vera varasamir.
Ég hóf ferð mína frá Berlín,
en þangað kom ég flugleiðis frá
Bandaríkjunum. Vinir mínir þar
ráðlögðu mér strax að fara ekki
lengra. En kærasti vinur minn,
eða öllu heldur vinkona á ráð-
stjórnarsvæðinu — við skulum
kalla hana „Jakkie“, því ég þori
ekki að nefna hana sínu rétta
nafni — hafði komið til Berlín-
ar til að mæta mér. Ég komst í
samband við hana eftir ótal
krókaleiðum og gegnum marga
milligÖngumenn. Ég þorði ekki
að skrifa henni, því bréfið hefði
hæglega getað komist í hendur
lögreglunnar „Volbjrolize“ —
sem er bæði lögregla og herlið
ráðstjórnar Þýzkalands.
En fyrir þrábeiðni mína út-
veguðu vinir mínir falsað vega-
bréf og önnur skilríki fyrir mig,
samkvæmt þeim var ég búsettur
í Berlín, og vann hjá heildsölu-
verzlun, og var nú í sumarleyfi.
En sem Berlínarbúi hafði ég
rétt til að ferðast um ráðstjórn-
arsvæðið.
Ég og Jakkie fórum frá Berlín
með járnbrautarlest til Leipzig.
Lestin átti að leggja af stað kl.
7 að morgni, en til að tryggja
okkur sæti vorum við komin á
stöðina kl. hálf sex. Og nú vor-
um við að leggja út á fjörð þann
hinn mikla sem aðskilur ,ráð-
stjórnarlöndin í Austur-Evrópu
frá umheiminum.
Við höfðum farbréf til frægs
skemtistaðar í ráðstjórnar Þýzka
landi, því þar sem skjöl mín
sögðu að ég væri í sumarleyfi
var vissara að haga sér eins og
slíkur maður mundi gera.
Ég reyndi að þurka af mér öll
merki þess að ég hefði nokkurn-
tíma verið annars staðar en í
Þýzkalandi, um fram allt mátti
ekki vitnast að ég hefði verið í
Bandaríkjunum. Ég útvegaði
mér þýzkan fatnað frá því insta
til þess ysta. Hafði þýzka vasa-
klúta, þýzkan penna og vasa-
bók — en mér var ráðlegt að
skrifa ekkert í hana, sem mér
væri ekki sama hver sæi. Ég
hafði meðferðis gamlan bakpoka
í stað ferðatösku. Var með þýzk
gleraugu og þýzka peninga-
buddu. Þá varð ég að muna að
Stjórn Þjóðræknisfélagsins
hélt þeim dr. Sveini Björns-
syni og konu hans Maríu
Björnsson samsæti að Hótel
Borg í gærkveldi, en síðan
var dvalið á heimili forseta
Þjóðræknisfélagsins, herra
biskupsins Sigurgeirs Sig-
urðssonar, í góðum fagnaði
um kvöldið.
Dr. Sveinn Björnsson og kona
hans komu hingað til lands á
síðasta vori og hyggjast að
dvelja hér enn um stund. Hafa
þau hjónin heimsótt átthaga
stinga allri skiptimynt aftur í
budduna eins og Þjóðverjar gera
en ekki lausum í buxnavasana
eins og siður er í Bandaríkjun-
um. Einnig varð ég að varast að
láta heyrast á mæli mínu að ég
hefði dvalist erlendis. Mátti með
engu móti segja í hugsunarleysi
„Thank you“ staðinn fyrir
„Danke scho en“.
Þegar við komum inn í þriðja
flokks vagnklefann, sem okkur
var vísað á, voru tvö sætin þeg-
ar skipuð og öll átta setin klukku
stund áður en lestin lagði af
stað. Farþegarnir voru órólegir
rétt eins og þeir sætu á nálar-
oddum, og samræður alls engar.
Það var eins og andrúmsloftið
væri óttablandið. Á járnbrautar-
stöðinni voru til sölu vestræn
blöð og tímarit, og allskonar á-
vextir. Ekkert slíkt sá ég fyr
en ég kom til Berlínar aftur.
Það var 15 minútna ferð til
Grossbeeren, en þar átti að
skoða vegabréf og farangur far-
þeganna. Eftir því sem við færð-
umst nær þeim stað óx óróleiki
farþeganna. Strax og lestin fór
að hægja á sér fóru karlmenn-
irnir að leita í vösum sínum en
konurnar í handtöskunum, eft-
ir nauðsynlegum skjölum og
skilríkjum. Enginn sýndist kæra
sig um nærveru lögreglunnar
lengur en óhjákvæmilegt væri.
Mér datt það snjallræði í hug
að vissasti vegurinn til að sýn-
ast eins saklaus og barn í vöggu,
væri það að hafa eitthvað fyrir
stafni. Ég tók því brauðsneiðar
úr pússi mínu og fór að fá mér
bita.
Allt í einu opnaðist klefahurð-
in og inn kom fulltrúi löggæzl-
unnar í ráðstjórnar Þýzkalandi.
Hann var í svörtum einkennis-
búningi mjög áþekkum þeim
er stormliðar Hitlers báru fyrr-
um. Fyrstu spurningunni beindi
hann til allra farþeganna. Vildi
vita hvort við hefðum nokkur
„West-Mörk“. Grannleitur ná-
ungi, sem auðsjáanlega var þaul
vanur að ganga gegnum hreins-
unarelda slíka sem þennan varð
fyrir svörum. Annars var hann
eini maðurinn, sem að ég varð
var við á öllu ferðalaginu, sem
sýndist óskelfdur og í essinu
sínu frammi fyrir lögreglunni.
„Ég hef enga peninga", sagði
sína á Austurlandi og farið víða
um. Þau hafa ekki sótt landið
heim um fjörutíu ára skeið, og
virðist margt breytt hér til batn-
aðar frá því, sem áður var. Láta
þau hjónin vel yfir för sinni
hingað til lands, þótt þau hafi
ekki verið heppin með veður,
með því að stöðug rigning var
á Austurlandi meðan þau dvöldu
þar.
Þau hjónin hafa bæði unnið
merkilegt starf vestan hafs og
látið sig kirkjulega starfsemi og
mannúðarmál miklu skipta.
Hafa margir íslendingar notið
gestrisni þeirra og fyrirgreiðslu.
Þakkaði biskup störf þeirra, sem
hann lýsti í stórum dráttum, en
þau hjónin bæði gerðu grein
fyrir ferðum sínum og þeim á-
hrifum, sem þau hefðu orðið
fyrir í heimalandinu. Létu þau
vel yfir móttökum öllum og vin-
semd, sem þau hefðu orðið að-
njótandi. Auk þess tóku til máls
Ófeigur læknir Ófeigsson og
Árni G. Eylands stjórnarráðs-
fulltrúi, sem báðir þökkuðu
þeim hjónum viðkynningu vest •
an hafs.
Dr. Sveinn Björnsson og frú
María gera ráð fyrir að hverfa
héðan af landi í seinni hluta nóv-
embermánaðar eða í byrjun des-
ember.
—VÍSIR, 23. okt.
Vísindamenn telja
síldarstofninn í
hrörnun
Vandamál þetta verður raett á
þingi alþjóðahafrannsóknarráðs-
ins í Kaupmannahöfn í naesta
mánuði.
Það hefir lengi verið kunnugt,
að fiskistofninn í Vesturhafinu,
Norðursjónum og Norður-At-
lantshafinu er í verulegri hrörn-
un, en í þessu sambandi hefir
einkum verið rætt um flatfisk
og þorsk. Nú er spurt um, hvort
síldarstofninn sé einnig í hættu,
og mun þetta verða eitt aðalvið-
fangsefni þings alþjóðahafrann-
sóknarráðsins, sem hefst hér í
borginni hinn 2. október n. k.
Á hafrannsóknarþinginu í Edin-
borg á s.l. ári var því slegið
föstu, að síldarstofninn væri á
hættusvæðinu, með því að vís-
indamenn þykjast hafa komizt
að raun um, að stofninn fari
minnk'andi ár frá ári. Þegar þess
er gætt, að síldin er einn lang-
þýðingarmesti fiskur fiskveiði-
manna Norður-Evrópuþjóða, er
auðskilið, að þetta mál verður
rætt af alvöru á fundum fiski-
fræðinga og hafrannsóknar-
manna.
Líklegt er, að fulltrúar á þingi
þessu ræði um að senda sam-
eiginlega ályktun til ríkisstjórna
viðkomandi landa, þar sem rætt
verður um ráðstafanir til þess
að vernda síldarstofninn. — Á
þessu ári hafa farið fram víð-
tækar síldarmerkingar og verð-
ur einnig rætt um árangur
þeirra. Vel má þó svo fara, að
rannsóknir þessar haldi áfram
a. m. k. ár enn, áður en farið
verður í alvöru að ræða um eitt
eða annað form síldarfriðunar.
Framhald á bls. 7
eining
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svp vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK
Frú Sigríður Davíðsdóttir
fyrrum Ijósmóðir
Leyniför til Austur-Þýzkalands
Eftir ERIC WALDMANN
Höfundurinn er fæddur og uppalinn I Austur-pýzkalandi. Var um
skeiS I fangabúðum Nazista, en tókst aC strjúka til Sviss & stríCs-
árunum. 1945 gekk hann I þjónustu bandarísku herstjðrnarinnar,
og flutUst til Bandarikjanna skömmu siOar, og stundar nú háskóla-
nám þar. Af skiljanlegum ástæCum ritar hann ekki undir sinu
rétta nafni.