Lögberg - 23.11.1950, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. NÓVEMBER, 1950
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BlLDFELL, þýddi
Philip Beaufort var nú kominn á bak uppá-
halds veiðihestinum sínum, stórum og stæði-
legum hesti, sem var víðþekktur sem framúr-
skarandi veiðihestur. Beaufort lét hann brokka
einu sinni eða tvisvar fram og aftur um garð-
inn fyrir framan hesthúsið.
„Vitleysa, Tom: Það gengur ekki meira að
honum er mér. Opnaðu hliðið, við skulum fara
út í hestagerðið og láta þá hlaupa yfir hliðið á
girðingunni sem fjær er — sex planka-hliðið.
Er ekki svo, Philip?“
„Jú, það er ágætt“.
Hliðið var opnað og hestamaðurinn stóð við
það til að sjá hestana hlaupa yfir hliðið sem
fjær var og sama forvitnin hélt þeim Robert
Beaufort og syni hans föstum í sömu sporum.
Hve dásamlega myndarlegir að reiðmenn-
irnir voru! Annar léttur, eðlilegur og iðandi í
fjöri á fagurlimuðum hesti, sem réði sér varla
fyrir eldfjöri — sýnilega eins giaður og fullui
áhuga og metnaði, eins og drengurinn, kom
Philip Beaufort, karlmannlegur og allra manna
hraustlegastur, liðugur og tignarlegur í sæti
sínu, eins og leikfimisþjálfarinn einn getur
gjört menn hvar sem þeir eru en ekki sízt á
hestbaki. Það var sannarlega eitthvað yfir-
gnæfanlega tignarlegt, í sambandi við Philip
Beaufort, í svip hans, í fasi hans og jafnvel í
hendi hans þegar að hann veifaði henni um
leið og hann hleypti hesti sínum af stað frá
hesthúsinu.
„Sjáðu hve myndarlegur að hann frændi
minn er“, sagði Arthur með ósjálfráðri aðdáun.
„Já, heilsusamlegt líf. — Uundursamlega
heilbrigður!“ svaraði faðir Arthurs, sem var
fölur í framan, og stundi lítið eitt við.
„Philip“, sagði Beauíort, þegar þeir voru á
leiðinni yfir haglendið. „Ég held að hliðið sé
of hátt fyrir þig. Ég skal aðeins fara yfir það
á Puppet, svo skal ég opna það fyrir þig“.
„Ég held nú ekki, faðir minn! Þú veizt ekki
hversu mikið að mér hefir farið fram“. Hann
gaf hesti sínum slakan taum, snerti við síðu
hans og fór í loftinu að hliðinu og yfir það án
þess að snerta það eins léttilega og þægilega
eins og hann hefði brunað eftir sléttum vegi,
sem kom föður hans til að hrópa: „Bravo!“
„Jæja, Puppet“, sagði Beaufort og kom við
hest sinn með sporunum. Puppet þaut af staö
að hliðinu, en sneri allt í einu við og frísaði
„Skammastu þín, Puppet!“ sagði Beaufort og
sneri honum aftur við í áttina til hliðsins. Hest-
urinn hringaði makkann og hristi hausinn, eins
og hann vildi mótmæla öllu þessu fargani, en
þegar að hann fann sporana bora sig inn í síð-
urnar, sem sögðu honum að herra hans vildi
ekki með neinu móti taka hinar þögulu bend-
ingar hans til greina, hentist hann áfram, tók
sig á loft við hliðið, en rak hófinn á öðrum
afturfætinum í efsta plánkann svo hann gat
ekki fótað sig þegar að hann kom niður fyrir
utan það. En maðurinn, sem á baki hans sat,
hentist langa leið af baki og kom niður á höf-
uðið á vegastæði, sem var fyrir utan hliðið.
Hesturinn stóð undir eins upp aftur, en
maðurinn ekki. Philip, sem þarna sat á hesti
sínum og horfði á þetta, varð óttasleginn, fór
undir eins af baki og til föður síns. Faðir hans
var máttlaus og það rann blóð úr nösum hon-
um og munni. Drengurinn kraup við hliðina
á honum og reisti höfuðið á honum upp við
brjóst sér. Áhorfendurnir sáu fallið og komu
undir eins. Þeir tóku manninn fallna úr faðmi
drengsins og aðalhestamaðurinn skoðaði hann
eins og sá sem reynslu hafði fengið í sambandi
við samskonar slys.
„Segðu okkur bróðir hvar þú ert meiddur",
stundi Robert Beaufort upp.
„Hann talar aldrei framar!“ sagði hesta-
maðurinn. „Hann er hálsbrotinn!“
„Sendið þið eftir næsta lækni“, skipaði Ro-
bert Beaufort. „Guð minn góður! Drengur!
Farðu ekki á bak þessum skaðræðishesti!“
En Arthur var þegar kominn á bak hest-
inum, sem var valdur að þessu óskaplega vand-
ræða slysi. „í hvaða átt á ég að fara?“
„Beint áfram til — það eru aðeins tvær
mílur heim til hr. Povyis. Guð blessi þig!“ sagði
hestamaðurinn.
Arthur viknaði.
„Takið þið hann upp varlega og farið með
hann heim í hús“, sagðói hr. Robert Beaufort.
„Vesalings bróðir minn! Elsku bróðir minn!“
Það heyrðist ekki meira til Roberts, því að
hjartaskerandi angistaróp barst til eyrna
fólksins, sem þarna var, og Philip féll meðvit-
undarlaus til jarðar. Það skipti sér enginn af
honum þá, — það skipti sér enginn af föður-
lausa launsyninum. „Varlega, herrar mínir“,
sagði Robert Beaufort, þegar að hann gekk á
eftir vinnumönnunum með byrði þeirra. En í
kinnarnar á honum sjálfum færðist roði og
andardráttur hans varð styttri, og hann sagði
við sjálfan sig: „Hann hafði enga erfðaskrá!
Hann var ekki búinn að semja neina erfðaskrá!“
V. Kapíluli
Þremur dögum eftir að Philip Beaufort
lézt kom læknirinn til þess að staðfesta dauða-
dóm hestamannsins. Inn 1 húsinu, í setustof-
unni með öllum gluggum lokuðum lá lík Philips
Beauforts í líkkistunni. Þar á gólfinu lá Katrín
yfirkomin af harmi. Sydney litli, sem ekki skildi
hvað hann haiði mist, stóð grátandi hjá henni,
en Philip sat við líkkistuna hreyfingarlaus og
starði á andlit föður síns fölt og kalt, sem hann
hafði aldrei séð reiði- eða þóttasvip á, þrátt
fyrir öll sín drengjapör.
í öðru herbergi, sem áður var skrifstofa
Philips Beauforts, sat Robert bróðir hans. Allt
í því herbergi minti á hinn látna. Það herbergi
mátti heita aðskilið frá aðalhúsinu, það var
áfast við það með hringstiga og var annað her-
bergi beint uppi yfir því, og var Philip vanur
að fara þangað þegar að hann kom seint heim
á kveldin frá veiðiferðum og veizlum. Uppi
yfir kommóðu, sem þar stóð, þykkri að gerð
og Philip hafði keypt á uppboði skömmu eftir
að hann gifti sig hékk mynd af Katrínu í æsku-
blóma sínum. Á snaga, sem var festur á stiga-
hurðina, hékk yfirhöfn Philips, sem hann var
vanur að vera í þegar að hann var á keyrslu-
ferðum. Glugginn á herberginu vissi út að hag-
lendinu, þar sem að uppgjafa veiðihestar og
ótamin veiðihestaefni voru á beit. Á veggjun-
um í herberginu, (sem var einkennilega rang-
nefnt lestrarherbergið) héngu myndir af nafn-
frægum refaveiðitúrum og torfæruveðreiðum,
byssum, önglum og veiðistöngum, refum tófu-
skottum, öllu haganlega og veiðimannlega fyrir
komnu í herberginu í stað bóka. Á eldstæðinu
stóðu vindlakassar, eintök af síðasta hefti dýra-
lækna- og veiðimannaritanna og í þessu her-
bergi, sem bar vitni um athafnir sveitalífs-
mannsins látna, sat Robert Beaufort lögerfingi
eignanna einn. Því sama daginn og bróðir hans
dó, hafði hann sent son sinn tafarlaust heim
til sín með bréf til konu sinnar, sem skýrði
henni frá því, sem fyrir hafði komið, hlutskipti
þeirra sem nú væri orðið, og bað hana að senda
lögmann þeirra tafarlaust til Beaufort Court.
Kommóðan og kassarnir, sem hinn látni
hafði geymt í bréfasafn sitt, voru opnir og það
sem í þeim var, auðsjáanlega rannsakað, en
þar hafði ekkert giftingavottorð né erfðaskrá
verið að finna. Hann hafði dáið án þess að
gjöra erfðaskrá, eða skilja eftir nein ákvæði
um eignir sínar. Robert Beaufort sat hreyfing-
arlaus og rólegur.
Það var drepið á herbergisdyrnar og lög-
fræðingurinn kom inn til hans.
„Herra, útfararstjórinn er kominn og hr.
Greaves hefir sagt þeim að hringja klukkunni.
Útfararathöfnin hefst klukkan þrjú“.
„Ég er þér innilega þakklátur, hr. Blackwell,
að létta þessum sorgarútréttingum af mér. Vesa
lings bróðir minn! — Þetta er svo skyndilegt!
En útförin, eins og þú segir, á að vera í dag“.
„Veðrið er svo heitt“, sagði lögfræðingurinn
og þurkaði svitann af enninu á sér. Rétt í því
að hann sleppti orðinu var klukkunni hringt.
„Þetta hefði verið reiðarslag fyrir frú Mor-
ton, ef að þau hefðu verið gift“, sagði hr. Black-
well. „En ég á ekki von á að persónur eins og
hún finni mikið til, ég verð að segja, að þetta
var lán fyrir fjölskylduna, að þetta skyldi koma
fyrir áður en að hr. Beaufort var lokkaður inn
í jafn fráleita giftingu".
„Það var lán, Blackwell. Hefurðu ráðstafað
því að hestarnir og vagninn séu til? Ég fer
undir eins og jarðarförinni er lokið“.
„Hvað á að gjöra við „Cottage“-ið, herra
minn?“
„Þú mátt auglýsa það til sölu“.
„En hvað er um frú Morton og drengina?“
„Já, við skulum hugsa um það. Hún er kaup-
mannsdóttir. Ég held að ég ætti að sjá sóma-
samlega fyrir henni. Heldurðu það ekki?“
„Það er meira en heimurinn getur vonast
eftir að þú gjöriri. Það hefði verið öðru máli
að gegna, hefði hún verið löglega gift honum“.
„Já, vissulega, allt öðru máli að gegna!
Hringu eftir kertaljósi, við skulum loka köss-
unum. Og — Mér finnst að ég hefði list á svo-
litlum bita að borða. Vesalings Philip!“
Jarðarförinni var lokið og sá dauði kominn
á sinn stað. Hve einkennilegt sýnist það ekki,
að sá, sem við unnum heitt, sem við vildum
vernda frá næðingi lífsins, og velta úr vegi
hverri tálmun, skuli vera hrifinn frá sjónum
vorum — andstyggð, sem ætti ekki að vera
augum litin — fyrirlitlegur viðbjóður, sem fel-
ast á og gleymast! Og þessi sanna eining beina
og tauga svo sterk og fullkomin, sem að menn
virtu, konur unnu og börn studdust við, er í
dag svo aumkvunarlega hjálparlaus og ófær til
að vernda þá sem hjartakærastir voru, eign-
irnar hrifsaðar úr hendi hans, hrækt á óskir
hans, áhrif hans horfin með hans síðasta andar-
taki. Eitt andvarp frá vörum hans olli hinni
miklu breytingu, frá því sem að hann var, og
til þess, sem hann nú er!
Hestrnir og ferðavagninn stóðu við húsdyrn-
ar þegar að fólkið kom heim frá jarðarförinni.
Robert Beaufort hneigði sig lítillega fyrir
frú Morton og sagði með vasaklútinn fyrir
augunum:
„Ég skal skrifa þér innan fárra daga, frú,
og þú skalt komast að raun um, að ég hefi ekki
gleymt þér. „Cottage“-ið (húsið) verður selt,
en við skulum ekki reka of mikið á eftir þér.
Vertu sæl, frú, verið þið sælir drengir“, og
hann klappaði á kollana á bróðursonum sínum.
Philip ókyrrðist, leit undan og gretti sig
framan í föðurbróður sinn. Sydney tók í hend-
ina á ríka manninum og leit á hann vonaraug-
um. „Geturðu ekki sagt eitthvað geðfelt við
hana vesalings mömmu Robert föðurbróðir?“
Robert Beaufort .ræskti sig og steig upp í
vagninn, sem að bróðir hans hafði átt. Lög-
fræðingurinn fór inn á eftir honum og þeir
óku af stað.
Viku eftir jarðarförina læddist Philip úr
húsinu og út í vermireitarhúsið til þess að ná
í ávexti handa móður sinni, sem naumast hafði
snert við mat síðan að slysið vildi til og var
orðin skuggi aðeins hjá því sem hún áður var.
Hárið var farið að grána, en táraflóð hennar
hafði losnað og hún grét í þögulli sorg.
Philip hafði tínt nokkur vínber í körfu sem
hann hélt á og fáeina aðra ávexti, sem sýndust
þroskaðri en aðrir, þegar tekið var hrottalega
um hendina á honum og Jón Green garðyrkju-
maðurinn spurði: •
„Hvað ertu að gjöra, hr. Philip? Þú mátt
ekki snerta þessa ávexti!“
„Hví dirfist þú?“ sagði Philip forviða og
reiður.
„Það er betra fyrir þig, meistari Philip, að
að láta ekki mikið! Það sem ég meina er, að
eitthvert mikilsháttar fólk kemur á morgun til
að skoða plássið, og ég vil ekki að útlit ávaxta-
plássanna sé skemt með því að fálma um þau,
eins og þú gjörir. Skilurðu það, meistari Philip!“
Drengurinn fölnaði í framan, en þagði. Garð-
yrkjumaðurinn, sem hugsaði að ná sér nú
niðri á stráknum fyrir ósvífnina, sem að hann
hafði orðið að þola, hélt áfram:
„Þú þarft ekki að líta svona illilega til mín.
Þú ert ekki eins mikill maður og þú hélst að
þú værir, þú ert ekki neitt nú, eins og þú munt
komast að raun um áður ep langt um líður.
Svo það er bezt fyrir þig að dragast út, ef þú
vilt gjöra svo vel. Ég þarf að læsa hurðinni“.
Um leið og garðyrkjumaðurinn sagði þetta
greip hann óþyrmilega í öxlina á Philip, en
hann var allra manna örlyndastur, sterkur fyr-
ir aldur sinn og hugrakkur eins og ljón. Hann
greip upp könnu með vatni í, sem notuð var
til að vökva blóm með, og garðyrkjumaðurinn
hafði sett niður þegar að hann kom inn og með-
an að hann las yfir hausamótunum á hinum
fyrri harðstjóra sínum, og keyrði hana í and-
litið á garðyrkj umanninum svo skyndilega og
með svo miklu afli, að hann féll aftur á bak
ofan á blómabeðið, sem hann stóð við og gler-
umgerðin, sem var um það mölbrotnaði. Philip
beið ekki eftir að andstæðingur hans rétti við,
heldur tók upp körfuna með ávöxtunum í og
fór út, og garðyrkjumaðurinn, þegar hann reis
upp, sá sér ekki fært að veita honum eftirför.
Drengir, undir vanalegum kringumstæðum
— drengir, sem ekki hafa látið önuglyndi barna-
þjónustunnar á sig bíta, ekki heldur ergelsis-
þrátt heimilisfólks síns, eða alþýðuskólanna,
hefðu ekki tekið slíkt uppþot nærri sér eftir
að mesti ákafinn var af þeim runninn, en öðru
máli var að gegna með Philip Beaufort, það
var alvarlegur viðburður í lífi hans, því það
var fyrsta móðgunin, sem hann hafði mætt,
forboði hinnar breyttu lífsstöðu og sáru lífs-
reynslu, sem framundan honum lá. Metnaður
hans og sjálfsvirðing hafði mætt átakanlegum
árekstri. Hann fór inn í hús og það greip hann
áköf hrelling og magnleysi, svo hann nötraði
eins og hrísla í vindi, svo að hann settist niður
í gangi hússins, lagði frá sér körfuna með ávöxt-
unum í, tók höndunum fyrir andlit sér og grét.
Tárin sem drupu af augum hans voru ekki hin
algengu tár unglinganna, sem vökna auðveld-
lega og þorna fljótt; það voru brennandi ang-
istartár, djúp sorgar- og tregatár — blóðug
skerandi tár sem hjartað grætur. Hann hafði
ekki verið sendur á skóla af ótta fyrir því, að
á hluta hans yrði gjört. Hann hafði haft nokkra
einkakennara og hafði lært meira af þeim
vísdóm, sem miðar til að ala á yfirlæti, en til
þess að sýna öðrum virðingu, og um þá einka-
kennara varð að skipta hvenær sem keipar
hans sjálfs kröfðust. En sökum þess, að hann
var bráðgáfaður og þaulspurull, þá var þekk-
in ghans víðtækari, þó að hún væri ósamheldn-
ari og óreglubundnari heldur en hjá öðrum
unglingum á hans aldri, og svo haíði hið sjálf-
stæða sveitalíf, sem hann naut þroskað skiln-
ing hans. Hann hafði sannarlega, þrátt fyrir alla
varúð, náð því takmarki að skilja afstöðu sína,
en örðugleikar hennar höfðu aldrei mætt hon-
um fyrri en nú. Hann fór því að snúa huganum
að því sem framundan honum var, og óljos
hugarkvíði vaknaði hjá honum út af því að
hann hafði mist föður sinn og með honum
vernd hans, lífsstöðu hans og skjól, lagði um
hann eins og ömurlega ísþoku. Hann vaknaði
upp af þessum raunahugsunum við það, að
dyrabjöllunni var hringt. Hann leit upp og sa
að pósturinn stóð við dyrnar með bréf í hend-
inni. Philip stóð á fætur, leit undan svo að póst-
urinn skyldi ekki sjá tárvott andlitið og tók við
bréfinu, svo tók hann upp körfuna með ávöxt-
unum í og fór inn til móður sinnar.
Gluggahlerunum var að mestu lokað á her-
berginu, sem að móðir hans var í, þó að sólskin
og blíða væri úti. — Ó, hví daprir eru ekki geisl-
ar sólarinnar, þegar þeir skína á þá sorgbitnu
og auðnulausu! Frú Morton sat, eða öllu held-
ur kraup í horninu, sem fjærst dyrunum var
og starði með tárvotum augum út í bláinn, af-
skiptalaus og niðurbrotin; sönn ímynd sorgar-
innar, og Sydney litli sat við fætur henni og
var að binda hringi úr blómum.
„Mamma! Móðir mín!“ hvíslaði Philip, þeé'
ar að hann kom inn um leið og hann tók hönd-
unum um hálsinn á henni. „Líttu upp! líttu upp
— hjarta mitt brestur við að sjá þig svona.
Smakkaðu á þessum ávöxtum; þú deyrð líka,
ef að þú heldur þessu áfram, og hvað verður
þá um okkur — um Sydney?“
Frú Morton reyndi að líta upp og framan í
Philip og til þess að brosa.
„Sérðu líka, ég kem með bréf til þín, sem
máske hefir góðar fréttir að flytja. Á ég að
opna það?“
Frú Morton hristi hægt höfuðið og tók við
bréfinu — Ó! hversu ólíkt að þetta bréf var
bréfinu, sem að Sydney færði henni tveimur
vikum áður. — Þetta bréf var með utanáskrift
hr. Robert Beaufort. Það fór hrollur um hana
og hún lagði bréfið niður,, og allt í einu og í
fyrsta sinni brá eins og leiftri fyrir í huga
hennar, hin einkennilega afstaða hennar — og
ótti við framtíðina. Hvað um framtíð drengj-
anna hennar? Hennar sjálfrar? Hvað um gift-
ingarhelgi hennar, lögin gætu brugðist. henni.
í hendi Arthurs Beaufort voru máske örlög
þriggja mannslífa. Hún stundi við, tók upp
bréfið og las það fljótlega. Það hljóaði þannig:
„Kæra frú: — Vitandi það, að framtíðar-
horfur barna þinna og þínar eru þér áhugamál,
sem nú við fráfall bróður míns eruð skilin eftir
allslaus, þá tek ég fyrsta tækiíæri, sem kring-
umstæðurnar og siðvenjurnar leyfa, til þess
að láta ykkur vita fyrirætlanir mínar. Ég þarf
ekki að taka fram, að í orðsins fyllsta skilningi
þá eigið þér engan rétt á tilkalli til neins frá
ættfólki bróður míns, án þess að ég vilji meiða
siðferðistilfinningar þínar, sem á þessum sorg-
artímum að ég vona, láta til sín finna. Án þess,
að segja meira í sambandi við hið einkennilega
samband þitt við bróður minn, nema að ég
leyfi mér að segja, að það samband varð til
þess, að fjarlægja hann mjög ákveðið frá hin-
um löglegu kvíslum ættar hans; og eftir að
hafa rætt þetta mál og framtíðarlíítryggingu
þína og barna þinna við þá ættliði, þá komst
ég að þeirri niðurstöðu ásamt þeim, að þrátt
fyrir yfirsjónir, sem þeir geta fyrirgefið, þá
ríkir eðlileg andúð í huga þeirra. En sökum
virðingar við minningu vesalings bróður míns
(sem ég sá þó ekki mikið af upp á síðkastið) er
ég viljugur til að setja slíkar tilfinningar til
síðu, sem að þú getur skilið að ég hefi sameig-
inlegar við ættfólk mitt. Þú ræður nú máske
við þig, að ráðast til einhvers af þínu eigin ætt-
fólki; og til þess að þú verðir ekki algjörður
ómagi á höndum þeirra, þá leyfi ég mér að
segja, að ég skal leggja þér til hundrað pund á
ári, sem ég skal borga ársfjórðungslega, ef þú
vilt. Þú mátt og velja og taka með þér líndúka
og diska sem þú þarft til þíns eigin brúks.
Hvað sonum þínum viðvíkur, þá er ég til með
að senda þá á gagnfræðaskóla, og þegar tími
er kominn, að láta þá læra einhverja þá hand-
iðn, sem stöðu þeirra hæfir, og hvaða iðnað að
þeir skuli helzt læra, geta ættmenn þínir dæmt
um eða valið. Ef að þeir haga sér sómasamlega,
þá mega þeir reiða sig á mína vernd. Ég vil
ekki ýta undir burtför þína, en að líkindum er
þér ógeðfelt að dvelja lengur en óhjákvæmilegt
er á stað, sem svo margar sorglegar endur-
minningar eru bundnar við, og þar sem „Cot-
tage“-ið er til sölu og hann mágur minn Lil-
burne lávarður heldur að það dugi sér, þá mátt
þú eiga von á endalausu ónæði af ókunnugu
fólki sem vill skoða það, og lengdar dvöl þín, —■
þú verður að líta skynsamlega á þetta, í Fern-
side eru engin sölumeðmæli. Ég legg hér innan
í ávísun upp á hundrað pund til þess að borga
bráðabyrgaðrútgjöld og bið þig að láta mig
vita, þegar þú hefir fengið þér samastað, hvert
að ég á að senda fyrstu fjögra mánaða borgun-
ina. Ég skrifa hr. Jackson (sem að ég held að sé
sýslumaðurinn) og bið hann að annast og selja
uppskeruna af landinu og segja vinnufólkinu
upp vinnunni og framkvæma aðrir nauðsyn-
legar ráðstafanir, svo að þú þurfir ekki að hafa
neitt ónæði af slíku.
Ég er, frú,
þinn hlýðinn þénari,
Robert Beaufort,
Berkeley Square, 12. september -8—“