Lögberg - 30.11.1950, Síða 3

Lögberg - 30.11.1950, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER, 1950 3 Stjarna yonarinnar Ijómar enn Eftir A. J. CRONIN Frægur rithöfundur viröir fyrir sér for- dœmi fátækrar konu og lítils Tjams A. J. CRONIN er heimsfrægur, brezkur riihöfundur. Meðal bóka hans er „Borgarvirki", er hún iil í góðri íslenzkri þýðingu. Á HVERJUM einasta degi allan liðlangan veturinn, sem ég dvaldi í orlofi mínu í sundur- skotna ítalska þorpinu Castel- mare nálægt Livorno, sá ég Maríu gömlu Bendetti. Smávax- in, mögur og visin, berfætt í gömlum, upplituðum fötum, með svartan klút um höfuðið, lotin í herðum undan tágakörf- unni, sem hún bar á bakinu, var hún talandi vottur þeirra hörm- unga, sem gengið höfðu yfir þetta þorp. Magra og móleita andlitið hennar var hrukkótt og ^hyggjufullt, eins og ógæfan hefði eilíflega og óafturkallan- lega helgað sér það. Hún seldi fisk, þennan ein- kennilega og ólystuga Miðjarð- arhafsfisk, sem var aðalmatur- inn í þessu fátæklega sjávar- þorpi, ásamt naumum skammti af makkaroní eða spaghettí. Ég var kunnugur í þorpinu frá fyrri tíð, á dögum friðar, ánægju og áhyggjuleysis. Nú heyrðist al- Framleiðsla karfaflaka fyrir Bandaríkjamarkað hafin Mikill markaður og hagstæður þar í landi Horfur eru á að eitthvað af togurunum muni hefja karfa veiðar fyrir Ameríkumark- að, þegar togaraverkfallið leysist, hvenær sem það verð ur. Er hér um að ræða nýj- an þátt í fiskframleiðslunni, sem kunnugir telja að geti orðið mjög arðvænlegur, þar eð mikil eftirspurn sé eftir karfa í Ameríku. Togarinn Bjarni ólafsson frá Akranesi fór á veiðar í gær. — Hann fór á karfaveiðar og verð- ur aflinn jafnóðum ísaður eins og gert er á venjulegum ísfisk- veiðum. Er búist við að veiði- förinni ljúki eftir svo sem viku og komi togarinn þá til Akra- ness með milli 250—270 tonna afla. í frystihúsunum á Akranesi verður karfinn flakaður. Búið verður um karfaflökin í sérstak- ar umbúðir. Er von á vél til Akraness frá Bandaríkjunum, sem leggur flökin í sérstakar „sellofanumbúðir“, en síðan verða karfaflökin pökkuð í punds umbúðir og fimm punda. Eru þessar umbúðir einnig vænt anlegar innan skamms tíma. í Bandaríkjunum er karfi eftir sóttur fiskur á matborði, og er ekki ósennilegt, að ýmsir togar- anna muni hefja slíkar karfa- veiðar þegar togaradeilan hefir verið leyst. Eitthvert slangur af karfa- flökum, tilbúnum til útflutnings mun nú vera til í landinu, þar eð karfinn hefir verið hraðfryst- ur á Akureyri, Siglufirði og Patreksfirði. Munu flökin verða send á Ameríkumarkað bráð- lega. Karfamarkaður fer nú hækkandi þar í landi, eftir því sem kemur fram á haustið. — Ætti að fást nokkur reynsla með þessu og úr því fæst væntanlega skorið hvort amerískar húsmæð- ur telja karfaflökin góð. Það sem afgangs verður af karfanum, eftir að búið er að flaka hann, fer allt til vinnslu í Síldarverksmiðjunni á Akra- nesi, sem hafði unnið úr 2500 tonnum af karfa, er togaraverk- fallið hófst. Varð útkoman svo hagstæð við vinnslu karfan§, að verksmiðjan gat borgað 390 kr. fyrir tonnið af karfanum. Verk- smiðjan getur unnið úr 300— 400 tonnum af karfa á sólar- hring. —Mbl. 25. okt. drei hljómlist né hlátur frá litla torginu, þar sem sundurskotin hús hölluðust eins og drukknir menn, sem eru í þann veginn að missa jafnvægið. Slík sjón fékk manni hugarangurs, en yfir rúst irnar barst blómailmur að vit- um, líkt og stæði maður yfir gröf. Þorpið var dautt, en með því að það hafði verið mér svo kært, vöktu örlög þess beiskju og örvæntingu í huga mínum. Flest unga fólkið var farið á burt. Aðeins börnin og gamla fólkið var eftir og sveimaði, að því er mér virtist, líkt og vofur innan um rústirnar og hélt í sér lífinu með því að róa til fiskjar á lélegum bátum með bætt net í þessum hóp var María. Stund um var lítil tíu ára gömul stúlka í fylgd með henni, sennilega barabarn hennar, berfætt, grönn og gelgjuleg. Hún rölti við hlið gömlu konunnar og hrópaði skrækri áfergjulegri röddu: „Pesci .... pesci freschi“, líkt og hún væri einráðin í að taka af allan vafa um það, að fiskur- inn þeirra væri sá allra nýjasti á markaðinum. Ég horfði á þær dapur í bragði, því að mér fannst einhvern veginn þær fylla þann flokk, sem í fávizku og tilgangs- leysi halda dauðahaldi í fortíð, sem er horfin að eilífu. EINN MORGUN hitti ég þær á torginu og tók þær tali. Jú, þær höfðu verið í þorpinu meðan loftárásirnar gengu yfir það. Það höfðu verið slæmir tímar meðan á styrjöldinni stóð. Nú áttu þær heima í ofurlítilli her- bergiskytru í Via Eustachia, þröngri götu, sem var einustu leifarnar af fátækasta hverfi bæjarins. Gremjan og beiskjan, sem gróf um sig í huga mér, og var vitanlega sprottin af minni eigin bölsýni og óánægju, varð ein- hvern veginn að fá útrás, og ég spurði skyndilega: „Hvers vegna farið þið ekki burt úr þessu þorpi? Hér er engin framtíð fyrir ykkur .... allt í rúst- um . . . . hér er allt búið að vera? Það varð stutt þögn. Gamla konan hristi hægt höfuðið. „Við eigum heima hérna. Við trúum því ekki, að allt sé búið að vera“. Um leið, og þær gengu burt horfðust þær snöggvast í augu, líkt og einhver leynilegur boð- skapur færi á milli þeirra. Þetta augnatillit þeirra vakti forvitni mína. Næstu daga hafði ég gát á hreyfingum þeirra og íorvitnaðist um hvað þær hefð- ust að. Fyrri hluta dags sinntu þær ákveðnum verkefnum, en síðari hluta dagsins hurfu þær gjörsamlega. Hvað eftir annað, að loknum hádegisverði, gekk ég niður í Via Eustachia, en kom alltaf að litla herberginu þeirra tómu. Gat það verið, að þær væru ekki eins einfaldar og ég hafði haldið, og að fjarvera þeirra síðdegis á hverjum degi stæði í sambandi við einhverjar leynilegar fjáröflunaraðferðir, smygl eða svartamarkaðsbrask? Ég tók mig til einn daginn og fór í fyrra lagi af stað áleiðis til Via Eustachia, einmitt á þeim tíma sem ég var vanur að taka mér hádegishvíld á baðströnd- inni. Ég tók mér stöðu í porti nokkru, skammt frá hýbýlum konunnar. ^kki þurfti ég lengi að bíða. Klukkan rúmlega eitt komu þær María og barnabarn hennar út úr húsinu. Þær voru báðar með tómar tágakörfur og lögðu leið sína eftir strætinu og hröðuðu sér eins og þeim lægi mikið á. Ég veitti þeim eftirför svo að lítið bar á. Þær klöngruðust yfir múr- steinshrúgur og rusl, sem hvar- vetna þakti strætið, gamla kon- an og barnið. í útjaðri þorpsins lögðu þær leið sína eftir vegi, sem lá niður að uppþornuðum árfarvegi. Ég klifraði upp á hæð eina og sá mér til undrunar, að fleira fólk var komið á staðinn og vann af kappi með haka og skóflu í tinnuhörðum gilbotnin- um. María og litla stúlkan lögðu frá sér körfurnar og tóku til vinnu. I fyrstu hélt ég að þær væru að grafa eftir einhvers kon ar beitu, en svo tók ég eftir að telpan fór að fylla litlu körfuna sína með hvítum sandi, meðan gamla konan fyllti sína af hvít- um teningslaga steinum, sem hún virtist velja af mikilli vand- virkni. Þegar þær höfðu fyllt körfurnar, lyftu þær byrgðun- um á axlir sér og lögðu af stað upp brattan og þröngan stíginn. Þær gengu fast fram hjá mér, en gáfu mér þó engan gaum, frekar en þær vissu ekki af mér. Þegar þær voru komnar spöl- korn fram hjá mér, hélt ég í humátt á eftir þeim. LEIÐIN LÁ upp á hæð, er var slétt að ofan, og sá þaðan út yfir allt þorpið. Þangað hafði ég ekki komið fyrr á göngu ferðum mín- um, en þessi staður virtist sá eini á stóru svæði, sem óspilltur var af sprengjum og öðrum styrjaldarmerkjum. I akasíu- lundi nokkrum þarna uppi á hæðinni var mikill fjöldi þorps- búa að verki. Þeir unnu þarna hljóðlega og lágmæltir að því að blanda steypu og höggva til hina fallegu, hvítu steina, og hlóðu úr þeim veggi að nýrri og mikilli byggingu. Allar að- farir þeirra höfðu á sér einkenni- legan hátíðleikablæ. Mér var í fyrstu ráðgáta, hvað fólkið væri að gera, en skyndi- lega varð mér ljóst, af því litla sem búið var að reisa, hvers kon- ar bygging var að rísa þarna af grunni. Ég greip andann á lofti. Þetta fólk, sem hafði naumast þak yfir höfuðið og var svo grátt leikið af styrjöldinni, sem raun bar vitni, þessar konur, börn og gamalmenni, sem í mínum aug- um voru einungis sigraðir og út- dauðir skuggar, höfðu valið sér sem sitt fyrsta verkefni að reisa með eigin höndum nýja og veg- lega kirkju. Ekki bænahús til bráðabirgða, heldur fegurra og stærra guðshús en þeir höfðu nokkru sinni fyrr átt. María og litla telpan tæmdu körfurnar sínar. Þær staðnæmd- ust ofurlitla stund til að kasta mæðinni, svo lögðu þær af stað eftir nýrri byrði. Um leið og gamla konan gekk fram hjá mér, með svitaperlur á enni sér, leit hún skyndilega til mín og brosti örlítið við mér. Mér fannst vera ögrun í brosinu, eins og hún vildi segja: „Erum við kannske búin að vera, eða hvað?“ Mér fannst ég geta lesið alla ævi hennar út úr þessu eina tilliti, fortíðina, nútímann og framtíð- ina. Þarna var hugrekki og þrautseigja, trúnaðartraust og þolinmæði, vilji til að lifa frá degi til dags og sætta sig við það, sem að höndum bar, en um- fram allt trúin. ÉG STÓÐ ÞARNA vandræða- legur og auðmýktur í sömu spor- um, þar til gamla konan og barn- ið hurfu mér sjónum. Og ég fékk samvizkubit fyrir bölsýnishugs- anir mínar. Hverju skipti rúst- irnar og eyðileggingin þegar á allt var litið nú? tJr því bæði ungir og gamlir sýndu slíka trú, þá var ekki vonlaust um framtíð mannkynsins. Ég stóð þarna langa stund, og þegar ég gekk ofan hæðina aftur fullur bjart- sýni, var fyrsta kvöldstjarnan að koma í ljós á hinum eilífa himni. Og í daufri kvöldskím- unni fannst mér hið eyðilega þorp hverfa, en í stað þess reis fyrir innri sjónum mínum hin skínandi borg andans. (SAMVINNAN) Minningarorð Thorkell (Kelly) Gíslason and- aðist að heimili Mrs. J. Jacobson dóttur sinnar á Gimli, þann 26. október s.l. Hann var fæddur að Skíðsholtum í Akrasókn, Hraun- hreppi í Mýrasýslu, 24. apríl 1860. Foreldrar hans voru Gísli Andrésson og Jarðþrúður Bene- diktsdóttir kona hans. Hann ólst upp í æskuhéraði sínu. Þann 6. nóv. 1888 kvæntist hann Guð- rúnu Magnúsdóttur Ólafssonar og Þórunnar Jónsdóttur konu hans. Thorkell og kona hans bjuggu á íslandi um 10 ára bil, síðast í Skógum í Kolbeinsstaða- hreppi, og þaðan fluttu þau til Vesturheims árið 1898. Þau sett- ust að í Winnipeg og dvöldu þar í 7 ár; á dvalarárunum þar vann Thorkell hjá Carruthers Hide & Wool Co. Á þessum fyrstu árum hér í landi átti hann oft við veila heilsu að stríða. Eftir téða dvöl í Winnipeg bjuggu þau um hríð í Selkirk, en fluttu þaðan eftir fá ár til Mikleyjar og bjuggu þar góðu og vaxandi búi um 20 ár. Heimili þeirra hét Breiðabóls- staður. Úr Mikley fluttu þau á ný til Selkirk til þess að vera þar í grend við þrjú börn sín, er þar voru búsett. Að þessu sinni dvöldu þau Thorkell og Guðrún í Selkirk í full 5 ár, en fluttu þá til Gimli og bjuggu þar í þægilegu litlu húsi í grend við Thórunni (Mrs. J. Jacobson) dóttur sína. Síðustu æviárin áttu þau bæði inndælt athvarf hjá henni og nutu þar fágætrar um- önnunar, og þar dó Guðrún í önd verðum janúarmánuði þetta ár; og þar andaðist Thorkell 26. okt. s.l., sem þegar er að vikið. Hafði hann þá notið umönnunar dótt- ur sinnar í 4 ár. — Thorkell og Guðrún eignuðust 7 börn: 2 dóu í bernsku og 1 son- ur uppkominn. Þessi börn þeirra eru á lífi: — Thórunn, Mrs. J. Jacobson, Gimli, fyrnefnd; Gíslína, Mrs. Fred W. Fidler, Selkirk; Andrés og Magnús, bændur í Peguis, Man. Börn þeirra eru öll atorku og dugnaðarfólk, er hvert um sig hafa barist góðri sigrandi baráttu, þrátt fyrir ýmsa erfið- leika er lífinu fylgja. Innileg voru böndin er tengdu foreldra og börn saman. Og ágætlega blómgaðist bú Thorkels í Mikl- ey, eftir að synir hans uxu upp honum til hjálpar. Barnabörn Thorkels eru 14 á lífi, en barna- barnabörn 5 talsins. Thorkell var snyrtimaður í framkomu, hirðumaður í allri umgengni og nýtinn, bar heim- ili hans þess jafnan óræk merki. Hann var maður skrafhreifinn og hressandi í viðræðum, hvergi myrkur í máli sínu, og hafði á- nægju af að ræða um ýms mál er voru ofarlega í hugum manna, og kappræður um menn og mál- efni voru honum ekki fjarri skapi. Ánægju hafði hann af ljóðum, og mun, að hætti ís- lenzks fólks hafa fengist við að yrkja ljóð, þótt að lítið á bæri. Hin langa sambúð Thorkels og Guðrúnar var einkar giftusam- leg, var hún honum styrkur föru nautur og blessun á sambúð þeirra er varði full 62 ár. Rúm- liggjandi og ellihrumur saknaði hann hennar sárt. Þetta litla ljóðbrot fanst í fórum hans, að honum látnum: Sofðu vært á svölum beði, sem oss skilur litla stund. Senn upp rennur sólin gleði, senn vér komum á þinn fund. Sú vonin þeirra sefar harm, sem að nú bera grátinn hvarm. Útför Thorkels fór fram frá heimili dóttur hans á Gimli, þann 30. okt. að börnum hans viðstöddum ásamt flestu ástvina liði þeirra, nágrönnum og vinum frá Gimli, og nokkrum fornkunn ingjum lengra að. Lagður var hann til hinztu hvíldar við hlið konu sinnar í grafreit Gimli- safnaðar. Sá er línur þessar rit- ar flutti kveðjumál. S. Ólafsson SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öru ggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aö rjúka út meö reyknum — Skrifiö simiö til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Slmar: 33-744 — 34-431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUT’T'ONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 JOHN J. ARKLIE Optometnst and Opficta* (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE ✓ 447 Portage Ave, Also 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 886 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Sidine — Repairs Country Orders Attended To 632 8imcoe St. Winnipeg, Wan. DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 HeimiUs 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfræOingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDQ Graham and Kennedy St. Skrifstofualml 923 861 Heimasfml 403 794 HAGBORG FUEI/Vy PHOME 2I5SI J-- GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPEO Phone 92 8211 Uanager T. R. TRORVALDSON Your patronage wili be appreciated G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 8COTT BLK, Slml 926 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Wpg. Phone 926 441 Phone 927 026 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON 6 CO. Chartered Aceoontante 606 ConfederaUon Llfe Bldg. Wlnnipeg Manitoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers • Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 5S1 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medlcal Arts. Bldg. OÍFICE 929 349 Home 403 286 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITfí 6 — 662 HOME ST, Viötalstlml 3—6 eftlr hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREBT Selkirk. Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m Phones: Offtce 26 — Re«. 280 DR. H. W. TWEED Tannlæknir 608 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. Phone 926 952 WINNIPBXJ Office 933 587 Res. 444 389 s. A. THORARINSON BARRISTER and SOLICITOR 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Phone 928 291 Office Phor.e Res Phone 924 782 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appointment J. J. SWANSON <6 CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG Fa8teignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö. bifreiöaábyrgö, o. •. frv. Phone 927 528 C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Frssh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur lfkklstur og annast um ttt- farlr. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrlfstofu talslml 27 324 Heimills talslmi 26 444 Phone 23 996 7<1 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hoepltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cnt Flowers Funeral Designs. Corsages Bedding Plants NeU Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.