Lögberg


Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 2

Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951 Vinakveðjur fró Kristleifi Þorsteinssyni á Stóra-Kroppi Borgarfirði að sumarlokum 1950 Niðurlag Dauflegt þykir nú sauðfjár- bændum að sjá enga lifandi sauð kind í öllum þeim víðáttumiklu beitilöndum þar sem fénaður dreifði sér áður um græna haga. En fénu er fljótt að fjölga ef vel lætur í ári. Lifa allir í góðri von um að svo verði hér eftir sem hingað til, að ekki þurfi að sigla í strand, sé viturlega stýrt. Túnrækt síðustu ára er nú víða orðin í svo stórum stíl að kúabúin ein gefa þær tekjur sem nægja til þess að standast útgjöldin, þótt þau vaxi mörg- um í augum, og það ekki að ástæðulausu. Stórvirkum jarðyrkjutækjum er alltaf að fjölga hér og er þeim óspart beitt bæði við jarð- rækt og vegabætur. Með skurð- gröfum eru mýrar ræstar fram, plægðar og herfaðar. Þannig má nú víða sjá vélslæg og grasgefin tún þar sem áður voru blautar mýrar. Með þessari grasrækt fjölga bændur kúm og byggja stór og vönduð fjós. Margir ung- ir bændur eru smiðir góðir og kemur það að góðu haldi á þess- um tímum því vinnulaun eru svo há, að fáir hafa bolmagn til þess að kaupa smíðavinnu. Ekki legg ég út í svo vandasamt verk að nafngreina alla þá Borgfirð- inga, sem unnið hafa stórvirki í húsa og jarðabótum á síðustu árum. Fer það nokkuð eftir því hvað vel þeir standa að vígi með aðflutninga og öflun hinna stór- virku jarðyrkjutækja. Þeim bændum fer nú fækkandi sem gefa upp alla sókn við sveita- búskap og láta glepjast af hin- um háu verkalaunum kaupstað- anna. Nú er af sem áður var að prestarnir séu stórbændur á úr- valsjörðum og mestu ráðandi um héraðsmálin. Prestar flýja búskapinn vegna þess að afrakst- ur búanna dugar ekki upp í þau gjöld er slíkum búrekstri fylgja. Nú eru aðeins þrír prestar í Borgarfjarðarsýslu. Séra Einar Guðnason í Reykholti, séra Jón Guðjónsson á Akranesi og séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ, sem er sá eini prestur í öllu Borgarfjarðarhéraði sem stund- ar búskap, er hann prófastur sýslunnar. Á síðustu árum hafa þessi prestaköll verið lögð, niður í Borgarfjarðarhéraði: Lundur í Lundarreykjadal, Gilsbakki í Hvítársíðu og Hvammur í Norð- urárdal. Við sóknarskipun hefir þó ekki verið haggað og standa kirkjurnar enn á sínum stað, en flestar sýnast þær nú $máar samanborið við aðrar bygging- ar, sem risið hafa upp á kirkju- stöðunum á síðustu áratugum. Kirkjurækni hefir mjög dvínað hér frá því sem áður var, meðan prestaköllin voru ekki stærri en það, að þau næðu yfir einn, eða í mesta lagi tvo hreppa. Flestar kirkjur hér í sveitinni eru byggð- ar úr timbri, nokkrar úr steini, þær eru fátækar og fáskrúðugar enn sem komið er þótt meðlimir safnaðanna séu vel stæðir. Fæst- ar kirkjur hafa þar tæki til upp- hitunar og þykja því óvistlegar til messugjörða í vetrarkuldum. Reykholtskirkja var byggð af séra Guðmundi Helgasyni 1887. Þótti hún þá veglegt hús eftir því sem þá gerðist. Nú var hún mjög farin að láta á sjá svo lengur mátti ekki svo búið standa. Var hún því á þessu sumri endurbætt svo rækilega að aftur er hún sem ný orðin öðru sinni. En til þess að svo yrði gjört varð söfnuðurinn að leggja fram ríflegan fjárstyrk í samskotum. Kom þá í ljós að margir eru vinir kirkjunnar enn sem fyr. Þótt nú sé ekkert velti- ár voru ýmsir ekki smátækari en það að gefa þúsund krónur og aðrir þaðan af nokkru minna, en allir voru með. Get ég þessa hér því til sönnunar að kirkjan á hér enn ítök í hug og hjarta fólksins þótt messum hafi fækk- að mjög frá því sem áður var. Mannkærleiki og bræðraþel hef- ir aldrei verið með betra lífi en nú. Þegar eitthvað bjátar á eru alls staðar hjálparhendur á lofti. Þarf ekki að nefna nein einstök dæmi því til sönnunar. Samt má geta þeirra ríflegu fjárframlaga, bæði frá félögum og einstakling- um, til þeirra bænda, sem stóðu ráðþrota eftir hið ægilega rign- ingarsumar, sem ég hefi áður lýst hér að nokkru. Nú eru mannúðar og líknar- félög orðin svo mörg að fátækt- ar í hinni gömlu mynd gætir nú lítið. Nú er búið að leysa flesta undan því oki að vera sveitar- ómagi og niðursetningur, slík orð eru að verða úr sögunni. Og ekki sjást hér á götum eða gang- stígum tötrum búin gamalmenni með staf í hendi og poka á baki með þau ein erindi að leita á annara náðir. Líknarfélög í ýmsum myndum eru búin að af- létta slíku böli. Svo er og um ýmsa sjúkdóma sem reiknast mátti hér þjóðarböl, að þeim er aflétt næstum því að fullu og öllu. Má tií þess nefna sullaveiki, holdsveiki, taugaveiki heyrist hér ekki lengur nefnd og berkla- veiki dvínar hér óðum, lungna- bólga, sem hér taldist meðal hinna skæðustu banameina, læknast oftast fljótt og verður fáum að fjörtjóni. Nú eru það krabbameinin sem ennþá eru ó- sigrandi. Botnlangabólgan er orð in svo tíður sjúkdómur hér um Borgarfjörð að furðu gegnir. Af yngri kynslóðinni mun því sem næst annar hver maður hafa verið skorinn upp við botnlanga bólgu. Eru læknar í Reykjavík vissir að bjarga með uppskurði hverjum þeim botnlangasjúkl- ing sem kemst í þeirra hendur. Kostar það aðeins fárra daga legu þar til sjúklingarnir rísa aftur upp heilir heilsu. Nú eru þrír læknar í Borgar- fjarðarsýslu, tveir þeirra á Akranesi og einn á Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal. í Mýr- arsýslu er einn læknir Eggert Einarsson prests í Reykholti Pálssonar. Á öllu því svæði þar sem fjórir læknar eru nú starf- andi var enginn læknir fyrst þegar ég man til. Bændurnir urðu því að vera sínir eigin læknar og kunnu furðu mörg ráð þegar vanda bar að höndum. Saga borgfirsku sveitalækn- anna nær aðeins yfir áttatíu ár. Á því tímabili hafa verið hér sex læknar taldir hér eftir röð: Páll J. Blöndal, d. 1903; Jón Pálsson Blöndal, drukknaði í Hvítá 1920; Jón Bjarnason Páls- sonar frá Steinnesi, d. 1929; Magnús Ágústsson frá Birtinga- holti, þjónaði hér í átján ár, þjónar nú læknisembætti Hvera- gerðis og Árnessýslu; Valtýr Helgason Valtýssonar rithöfund- ar, Valtýr læknir lézt 1949 eftir að hafa starfað hér sem læknir nokkuð á annað ár; nú er hér starfandi læknir Þórður Odds- son ættaður úr Reykjavík, móð- urfaðir hans var Þórður Jónsson í Róðagerði á Seltjarnarnesi, nafnkenndur formaður á sinni tíð. Það er eins og læknar minni mann á dauðann og svo er það nú að ég ætla að nafngreina eitthvað af því fólki, sem látist hefir frá því að ég skrifaði síð- asta bréf. Verður mér þá fyrst fyrir að minnast Jóhannesar Er- lendssonar, bónda og hrepp- stjóra á Sturlureykjum. Hann lézt í sumar af heilablóðfalli sex- tíu og tveggja ára að aldri. Jó- hannes var svo vel gefinn að af bar. Hann var mesti íþróttamað- ur í æsku og það svo að fáir þurftu við hann að keppa, þjóð- hagasmiður og flest var honum til lista lagt. Sturlureykir bera nú af flestum jörðum héraðsins að húsa- og jarðabótum. Þar hef- ir allt verið unnið af stórhug, list og smekkvísi. Þykir mér skarð fyrir skildi þegar svo miklhæfur og vinsæll bændafrömuður er hniginn í valinn meðan hann var enn í fullu fjöri og ungur í anda. Jóhannes var frá upphafi í söngflokknum „Bræðurnir“, sem Bjarni á Skáney hefir stjórnað frá upphafi. Allir þeir Bræður sem eftir lifðu fylgdu honum til grafar og sungu við útför hans, sem var fjölmennari en áður hefir sézt í Reykholti við slík tækifæri. Var þar saman- komið á fimmta hundrað manns, er allt sat að rausnarlegum veit- ingum í hinum stóru skólastof- um. Kona Jóhannesar var Jór- unn Kristleifsdóttir frá Stóra- Kroppi, lifir hún mann sinn á- samt fjórum mannvænlegum sonum. Sá elzti, Sturla að nafni, hefir nú tekið við hreppsstjórn eftir föður sinn. Gunnar Erlends- son organleikari í Winnipeg var albróðir Jóhannesar. Valtýr læknir Helgason á Kleppjárnsreykjum lézt af hjartaslagi síðastliðinn vetur, fjörutíu og átta ára að aldri, lét hann eftir sig konu og tvö börn innan við fermingaraldur. Hann vann sér hér bezta álit sem góð- ur læknir og þótti eftirsjá að honum. Hjónin á Holti í Þverárhlíð, Einar Sigurðsson frá Hlegavatni og Ingiríður Jónsdóttir frá Norð- urtungu, létust bæði á síðast- liðnu ári, komin um áttrætt. Tal- in voru þau sæmdarhjón á sinni tíð, en södd lífdaga. Þorkell Teitsson símstjóri og póstafgreiðslumaður í Borgar- nesi lézt síðastliðinn vetur af innvortis krabb^meini. Hann var lipur maður og verkhagur vel. Lárus Jónsson kenndur við Barð í Reykholtsdal, lézt á Akra nesi síðastliðið vor, áttræður. Lárus var hestavinur og var hans mesta yndi að sitja gæð- inga og sýna listir þeirra. Fóstur- sonur Lárusar er Guðjón Bald- vinsson Jónssonar frá Búrfelli Gíslasonar. Guðjón var í flokki jafnaðarmanna í Reykjavík og talinn þar meðal orðfimustu ræðumanna. Jón Jósepsson, kenndur við Hól í Flókadal varð bráðkvadd- ur á Þorláksmessumorgun. Hann var vetrarmaður á Snældubeins- stöðum í Reykholtsdal, féll hann örendur við fjárhúsdyr, er hann var að sinna kindum sínum. Jón var sjötugur að aldri, ættaður úr Grímsnesi, en var síðastliðin fjörutíu ár í Flókadal og víðar hér í þessari byggð, og lagði hann alla sína krafta í annara þarfir, var trúmensku hans við- brugðið; ekki var hann talinn menntaður en stundum þóttu svör hans líkjast listaverki og festust í minni þeirra er á hlýddu. Elín Edda Runólfsdóttir frá Norðtungu í Þverárhlíð, lézt vestur í Ameríku í sumar, hún var einkabarn þeirra hjóna Run- ólfs og síðustu konu hans Guð- rúnar Sigurðardóttur frá Stuðl- um í Múlasýslu. Elín var tvítug að aldri, vinsæl og geðþekk, hún var flutt að Norðtungu til greftr- unar. Guðrún Ingimundardóttir í Fossatúni lézt í haust, áttræð að aldri, maður hennar var Svein- björn Gunnlaugsson frá Múla- koti. Þau hjón bjuggu við lítil efni, en áttu þó vinsældum að fagna. Sonur þeirra er Ólafur bóndi á Fossatúni. Að síðustu get ég hér nýlát- innar merkiskonu, Hallfríðar Helgadóttur á Leirá í Leirár- sveit. Maður Hallfríðar var Júlí- us hreppstjóri Bjarnason bóndi á Leirá. Hallfríður var ættuð úr Barðastrandasýslu, en er hún var í blóma lífsins nam hún á Flensborgarskóla undir hand- leiðslu séra Magnúsar Helgason- ar hins nafntogaða prests og kennara. Eftir áeggjan séra Magnúsar var Hallfríður ráðin barnakennari í Reykholtsdal og rækti hún það starf um nokkura ára skeið. Varð hún mjög vinsæl af nemendum sínum sem nú eru komnir á fullorðinsaldur og víða dreifðir, þar á meðal sumir þeirra í Ameríku. Eftir nokk- ura ára barnakennslu giftist Hallfríður Júlíusi frá Hól í Flókadal, sem þá var orðinn bú- fræðingur frá Hvanneyrarskóla, miklum efnismanni. Þótti þar ekki hjónamunur og var vel spáð fyrir því hjónabandi, enda urðu þau hjón hamingjusöm, eignuð- ust höfuðbólið Leirá og bjuggu þar við’góðan efnahag og ágæt- an orðstír. Fjórir eru synir þeirra hjóna allir vel menntaðir, sá yngsti, Þórður að nafni, útskrif- aður frá Menntaskólanum í Reykjavík, en nú á háskóla ■ í Ameríku. Júlíus á Leirá hefir frá byrj- un verið í söngflokknum Bræð- urnir, fylgdu þeir nú allir Hall- fríði konu hans til þess að syngja við útför hennar, sem fór fram með hátíðablæ að viðstöddu fjöl- menni, þar á meðal þremur systrum. Hófu þeir athöfnina með því að vígja kirkjuna, sem með tilstyrk þeirra hjóna var nýbúin að fá stóra búningsbót. Og til þess að gjöra daginn enn- þá eftirminnilegri var sonar- dóttir þeirra hjóna skírð í kirkj- unni, var sú hin litla mær látin heita Hallffíður eftir hinni ný- látnu ömmu sinni. Þannig end- ur tekur sig á öllum tímum og í öllum löndum að maður kemur manns í stað. Þrátt fyrir það þótt fólkið sé daglega minnt á hverfleika lífsins er æskan glöð og full af ást á lífið og framtíðar- vonir. Skemtisamkomur í stærri og smærri stíl voru ef til vill al- drei fleiri en á síðastliðnu sumri. Mest mun hafa kveðið að Hestamannaþinginu sem haldið var á Þingvöllum þar sem flest- ir hestavinir og reiðmenn leiddu saman hesta sína, reyndu fjör þeirra og flýti og dæmdu um fegurð þeirra og hreysti. Munu Skagfirðingar hafa borið þaðan hæstan hlut frá borði, þótt hesta val komi þar saman úr mörgum sýslum. Minnti það á forna frægð þegar stórflokkar Skag- firðinga og Húnvetninga þeystu yfir Arnarvatnsheiði og Kalda- dal og ráku eitt hundrað úrvals gæðinga. Löngum hafa íslend- ingar krafist þess að flaskan væri með í slíkum ferðum og svo mun hafa verið í þessari ferð og kemur það ekki að sök þegar víns er neitt til hressingar en ekki til glapræðis. Þá var önnur stórhátíð á Hól- um í Hjaltadal, þegar vígt var þar hið mikla minnismerki Jóns biskups Arasonar. Og þá kvað ekki lítið að samkomu Húnvetn- inga hjá hinu endurreista Borg- arvirki. Allar þessar samkomur báru órækan vott um það, að enn sé hér líf í landi og að Norð- lendingar séu ótrauðir að leggja fé í fleira en það sem skapar lífsþægindi og gefur fé í aðra hönd. Nú geta stálþræðir tekið ræður og flutning kvæða á slík- um samkomum og sendir út- varpið það síðan til hlustenda sinna, sem njóta þess oft betur heima hjá sér en á fjölmennum samkomum. Ekki þarf ég að seilast langt til þess að benda á eitt og annað sem bendir til að líka sé líf og fjör í Borgarfirði. Gleðimót og samkomur í ýmsum myndum eru svo daglegir viðburðir að við slíkt er ekki lengur hægt að ráða sem fréttaburð. Ferm- ingarveizlur eru sums staðar, einkum í Kaupstöðum, að verða hálfgerð landplága, þar sem það er metnaðarmál að gefa sem mest og þá stundum fram yfir það sem getan leyfir. Nú er svo komið að málsmetandi menn, sem eiga marga frændur og vini flýja heimilin þegar afmælis- dag þeirra ber upp á sextíu, sjö- tíu eða áttatíu ár, treysta þeir sér ekki til þess að taka svo vel sem skyldi á móti öllum þeim góðu gestum. ^Hinir er heima sitja eru við öllu búnir og veita gestum sínum af mikilli rauns. Tveir bændur í Borgarfirði urðu sextugir á síðastliðnu sumri. Guðmundur Jónsson á Hvítár- bakka og Þorsteinn Kristleifs- son á Gullkerastöðum, báðum voru þeim sýnd mikil vináttu- merki með gjöfum og heimsókn- um sveitunga, frænda og vina. Þeir hafa báðir ýms störf á hendi sem almenning varða, Guð- mundur hreppstjóri Austkílinga, Þorsteinn hreppsnefndar oddviti Hraundælinga og báðir eru þeir sýslunefndarmenn. Það verður fátt eitt sem kemst í þetta sinn á pappírinn af öllu því, sem gægist fram í hugann meðan ég held á pennanum. En eitthvað verð ég að tína til því alltaf er ég með bréfum mínum að reyna að vinna af mér skuld- ir, bæði gamlar og nýjar. Það eru liðin tuttugu og þrjú ár síð- an vinur minn og frændi Árni heitinn Eggertsson sendi mér gullúr með gullfesti, var á bak þess letrað: „Kr. Þorsteinsson. Sumargjöf 1927 frá Borgfirðing- um í Vesturheimi“. Úrið er stórt og fallegt og hinn mesti kjör- gripur. Það hefir aldrei stansað öll þessi ár. Aldrei vissi ég nöfn annara gefenda en Árna Eggerts- sonar og Gróu Sveinsdóttur konu Sveins Pálasonar. Ekki var þessi merkilega gjöf án skilyrða. Árni setti það upp að ég héldi uppteknum hætti að senda Lög- bergi fréttabréf. Og hefi ég reynt að efna það, þó ekki sé það svo vel sem skyldi. En þó mér þætti gjöfin góð, þótti mér meira virði allar þær hlýju kveðjur, sem mér hafa borizt frá ykkur vestan yfih hafið. Eins og bréf þetta ber með sér er það skrifað meira af vilja en getu því sjón mín er orðin mjög döpur og aldurinn hár. Má því ætla að þetta verði mitt síðasta Lögbergsbréf. Dettur mér nú í hug að nafngreina hér þá menn, er hafa sent mér blað, bréf og bækur vestan yfir hafið. Tel ég þá eftir minni og af handahófi, fyrst þá sem ég veit ekki annað en séu lífs og þá látnu síðar. Einar P. Jónsson, ritstj.; Ste- fán Einarsson, ritstj.; Páll S. Pálsson, skáld; Páll Reykdal; Guðmundur S. Grímsson, dóm- ari; Dr. Richard Beck; Jóhannes Sveinsson frá Kletti; Helgi Jóns- son frá Efstakletti; Tom Jóhann Friðriksson; Guðrún Steingríms- dóttir frá Kópareykjum; Þuríð- ur Þorsteinsdóttir frá Hafsstöð- um; Gróa Sveinsdóttir frá Kletti; Ásmundur Jóhannsson; Guð- mundur Þorsteinsson frá Litlu- Skógum; Daníel Halldórsson frá Veggjum; Þorbjörg Ingólfsdóttir Gíslasonar; Þorvaldur Thorodd- sen frá Bessastöðum; Valdimar Björnsson, Minneapolis og Frið rik Pétur Sigurðsson, höfund ljóðabókarinnar „Römm er sú taug“. Ég á mikinn bunka af bréfum frá látnum vinum, sem fóru vest- ur um haf á ýmsum aldri og hugsuðu fastar heim þegar aldur holti; Guðm. Magnússon frá Stafholtstungum; Siggeir Þórð- arson frá Háfsstöðum , Hálsa- sveit; Grím Steingrímsson frá Kópareykjum; Svein Arason frá Kletti í Reykholtsdal og dætur hans tvær, Ingibjörgu og Helgu; Björn Jónsson tengdason Ste- fáns í Kalmannstungu; Sigurð Sigfússon, nýlátinn; Finn Ste- fánsson frá Stafholtsey; Árna Eggertsson; Jón Eggertsson, bróðir Árna; Kristján Jónsson frá Sveinatungu í Norðurárdal. Fjórum þeim síðastnefndu gafst kostur á að sjá ættlandið og æskustöðvarnar 1930. Komu þeir þá allir á heimili mitt, auk margra annara Vestur-íslend- inga. Einn þessara látnu vina kvaddi ég með erfiljóðum, sem prentuð voru þá í Lögbergi, það var Sveinn Árnason frá Kletti. Tvö síðustu erindin af þessum erfiljóðum set ég hér, því með sömu orðum eða þeim líkum, myndi ég hafa viljað kveðja alla þessa látnu vini. Erindin hljóða svona: Heitast þú af öllu unnir æskustöðvum, landi, þjóð. Voru þér hingað vegir kunnir, vængi átti sál þín fróð, hlóðar voru rauðir runnir nægtardropar í þitt blóð. Nú í anda ég á þig breiði, íslenzkt blöð úr skógarlund, sem á þínu lága leiði lifað gætu nokkra stund. Blundaðu undir blómanna eiði blessi þig drottins náðarmund. Margar kveðjur hafa mér bor- izt, sem ég þakka allar þó nöfn þeirra kæru vina verði ekki öll talin hér og bið ég afsökunar á því. Samt vil ég nefna borg- firska skáldið aldna Sigurð Júl. Jóhannesson; Sigurð Sigurðsson frá Stóra-Kroppi; Guðríði Þor- steinsdóttur frá Hesti og mína kæru systurdóttur, Kristínu Þor steinsdóttur frá Húsafossi. Ýms- ir Vestur-íslendingar hafa litið hér heim til mín á síðustu árum og þakka ég þeim í einu orði fyrir þá vinsemd. Verið þið öll blessuð og sæl. Guð gefi ykkur gleðileg jól og gott nýtt ár. Ykkar með vinsemd Kristleifur Þorsteinsson JUMBO KAL Stærsta kál, sem þekkist 30 og jafnvel 40 pund, OviSjafnalegt við margskonar borðhald. Ánægjulegt að sjá þennan grlðar ávöxt þrosk- ast, Sala Jumbo Káls I fyrra setti algerlegt met. (Pk. lOc) (eða 80c) færðist yfir þá og vinnuþrekið fór að dvína. Fróðlegt er að blaða í bréfum þeirra, sem mörg eru fróðleg og vel samin. Nefni ég þar fyrstan fræðimanninn Halldór Daníelsson frá Lang- Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV '. WINNIPEC

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.