Lögberg


Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 4

Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951 lÖBbtrg GeflC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPBG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOP. LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram The •'LöKberg'' ie printed and publlehed by The Columbla Preee Ltd. 696 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorlzed as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa og verk þeirra. Mun mörgum kærkomið að njóta leið- sagnar og kynnast skoðunum þess manns íslenzks, sem hafa mun einna nánust kynni af menningu og and- legum afrekum stórþjóðanna vestan hafs og þar með yfirsýn af öðrum og stærri sjónarhól en við hér heima“. Að bók þessari verði vel fagnað meðal Vestur- íslendinga verður eigi drengið í efa. Óbundin kostai' bókin $3.75, en $4.75 í bandi. Pantanir sendist höfundi hennar Dr. Richard Beck, 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota, eða Björnsson Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. DR. RICHARD BECK: ÆTTLAND og ERFÐIR Úrval úr ræðum og rilgerðum. 270 blaðaíður. Bókaútgáfan Norðri 1950. Hér er um merka og fyrirferðarmikla bók að ræða, fjölskrúöuga að efni og vandaða að málfari; bókin skiptist í tvo kafla og hefir sá fyrri inni að halda nokkr- ar af hinum mörgu ræðum höfundar um þjóðræknis- mái, er mjög lúta að hinni þjóðræknislegu viðleitni okk- ar Vestur-íslendinga varðandi viðhald tungunnar og þeirra annara menningarlegra verðmæta, sem okkur eru hugstæðust og liggja hjarta næst; allar svipmerkj- ast ræður þessar af fölskvalausri ást höfundar á íslandi og íslenzkri þjóðmenningu, og yfir þeim öllum hvílir mildur blær þeirrar hugsjónaheiðríkju, sem Dr. Beck er svo auðugur af og gagnmótar öll hans störf. Dr. Beck er kunnur mælskumaður og flytur mál sitt með miklum myndugleik, þó jafnan sé í hóf stilt; flestar eru ræðurnar í áminstri bók gamlir kunningjar, sem gott var og gagnlegt að hlýða á, en við lestur þeirra færast þær nær manni og fá, ef svo mætti að orði kveða, sjálfstæðari persónuleika. Sízt er það að undra um jafn ljóðrænan mann, sem Dr. Beck er, þó hann kryddi ræður sínar með tilvitnun- um í kvæði, enda væri synd að segja að hann sparaði slíkt við sig; hitt er þó meira um vert hve vandlátur hann er í þeim efnum og fljótur að átta sig á því, hvar feitt er í stykkinu. Ræðunni Landnemar og Arfþegar, sem flutt var að Silver Lake í Washingtonríkinu þann 5. ágúst 1934 lýkur með svofeldum orðum: „Hvort, sem við gerum okkur fulla grein fyrir því eða ekki, erum við starfsmenn að byggingu menningar- musteris í landi hér. En því aðeins leggjum við fagra og varanlega steina í þá höll, að við varðveitum og ávöxt- um hið göfugasta í sjálfum okkur og menningarlegum erfðum okkar“. í áminstri málsgrein felst holl lífsskoðun, er stend- ur í órofasambandi viö þjóðræknislega félagsstarfsemi okkar vitrustu og beztu manna frá upphafi íslenzka landnámsins í þessari álfu og fram til þessa dags; á þessum grundvelli er Þjóðræknisfélag íslendinga í Vest- urheimi stofnað, eins og önnur grein félagslaganna ber svo ljós og ótvíræð merki um, en hún er á þessa leið: „Að stuðla að því af fremsta megni að íslendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi; að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi, bæði með bókum og öðru, eftir því sem efni þess framast leyfa; aö efla samúð og samvinnu millum íslendinga vestan hafs og austan, og kynna hérlendri þjóð hin beztu sérkenni þeirra“. Þetta er fagur og drengilegur tilgangur, sem hvert einasta mannsbarn af íslenzkum stofni í þessari víð- feðmu álfu, ætti að geta sameinast um öldum og ó- bornum til gagns og sæmdar. Síðari kafli bókarinnar innibindur ritgerðir og er- indi um eftirgreind þjóðkunn skáld og rithöfunda, Jón skáld Þorláksson, Skáldið og mannvinurinn Matthías Jochumsson, Þjóðmálastefna séra Matthíasar Joch- umssonar, Heildarútgáfa kvæða Gríms Thomsen, örn Arnarson skáld, Bragarbót, Svipmikil hetjusaga, Kveðja skáldsins til þjóðar sinnar, Hulda skáldkona, Rithöf- undurinn Sigurður Eggerz, Fræðimaðurinn Halldór Hermannsson, Listaskáldið góða, Davíð Stefánsson skáld, Skáldið Þorsteinn Gíslason og Við legstað skáld- konungsins. Lang veigamesta ritgerðin, dýpst hugsuð og með mestum fræðimannlegum blæ, er sú um séra Jón Þor- láksson, þennan sérstæða bókmentajöfur á Bægisá, sem fáskrúðugur var að þessa heims gæðum, en þeim mun auðugri að frumskapandi frjóviði í landnámi and- ans; verður naumast um það deilt, að hann væri eitt hið mesta snildarskáld sinnar samtíðar með íslenzku þjóðinni, beinskeyttur í hugsun og manna fundvísastur á val bragarhátta; hann skipar öndvegi meðal íslenzkra ljóðaþýðenda, og nægir í því efni að vitna í hina meist- aralegu þýðingu hans af Paradísarmissi; í ritgerö þess- ari speglast fagurlega aðdáun Dr. Becks á viðfangs- efni sínu, en þegar þannig tekst til, er vel hæft í mark. Á baksíðu bókarinnar gerir útgáfufélagið nokkra grein fyrir uppruna Dr. Becks og ævistarfi hans, og er þar meðal annars komist svo að orði: „Dr. Beck er afburða ræðumaður og hefir flutt fjölda fyrirlestra á íslenzku, ensku og norsku um bók- mentir Norðurlanda, sögu þeirra og menningu, víðs vegar í Bandaríkjunum og Canada. Ennfremur er hann mikilvirkur rithöfundur og skáld, hefir gefið út margar bækur og sent frá sér fjölda ritgerða einkum um bók- mentaleg efni. í Ættlandi og erfðum er fyrri hlutinn úrval úr ræð- um hans um þjóðræknismál Vestur-íslendinga og menn- ingartengsl við þjóðina heima. Er það hollur lestur hverjum íslendingi. Síðari hlutinn er safn ritgerða um íslenzk skáld JÓN T. JOHNSON Fæddur á Gimli, Man. 23. jan. 1884 Láiinn í Bellingham, Washinglon-ríki, 21. oki. 1950 Og góðvinum, meðan þeim endast ár, Þín ástúð fyrnast mun eigi, En fremst þínum kæru’ er sorgin sár Og saknaðar bitur tregi; Hve þung eru sporin þeim í dag Á þínum síðasta vegi! Svo farðu nú vel — og foldar skaut þig faðmi með vori þýðu, Þar leggur minning sitt laufaskraut Hjá liljunum sorgar blíðu; Þér helg veitist ró, en huggun þeim, Sem hrifinn þú varst frá síðu. (Sigr. Thorsieinsson) Einn þeirra manna er ég kynntist fyrst í Blaine, Wash- ington, er ég hóf þar starf, var Jón T. Johnson, er hér skal að nokkru getið. Fyrstu mánuði dvalar minnar þar, bjó ég á heimili tengdafor- eldra hans, Magnúsar og Stein- unnar ólafsdóttur Jósephson, en þar var Jón þá til heimilis á- samt Ólínu konu sinni. Jón var fæddur 23. janúar 1884, sonur hjónanna Jóns Thordarsonar, er ættaður var frá Litla-Dal í Eyjafjarðarsýslu og Maríu konu hans Abrahams- dóttur frá Hlíðarhaga í sömu sýslu. Stuttu áður en Jón fædd- ist andaðist faðir hans; ólst hann upp með móður sinni, er bjó félagsbúi með Kristjáni Abrahamssyni bróður sínum á Keldulandi, vestan Gimli-bæjar. María móðir hans giftist á ný árið 1893 Benedikt (Sigvalda- syni) Walterson; þau fluttu til Selkirk og þar ólst Jón upp með þeim. Ein af systrum hans Mrs. Lára Dimmel er á lífi( búsett í Seattle, Washington. — Árið 1902 fór Jón vestur að Kyrrahafi, dvaldi eitt ár í Seattle, en flutti svo til Blaine og bjó þar ávalt þaðan af. Árið 1909 kvæntist hann Ólínu Magn- úsdóttur Jósephssonar. Foreldr- ar hennar, hin mætustu hjón, voru ættuð úr Hörðudal og Lax- árdal í Dalasýslu. Ólína er eink- ar vel gefin og ágætiskona. —' prests í Otrardal Jónssonar Jón var maður prýðilega hagur; hreppstjóra á Kornsá í Vatns Sigríður Stefánsdóttir Pálsson Jón T. Johnson asti sonur, en tengdaliði sínu hjartfólginn bróðir. Hið síðustu æviár átti Jón við langa vanheilsu að stríða, er konan hans bar með honum af mikilli prýði. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash. laugardagskvöldið 21. okt s.l. — Útförin, er var afar fjölmenn, fór fram miðvikudaginn 25. okt. frá McKinney’s útfararstofunni í Blaine, og voru kveðjumál les- in af Christian Science og Mrs. Collins James. Hin óvenju miklu og fögru blóm — meðal þeirra afar vand- aður blómakranz, gefinn af 14 næstu nágrönnum — túlkuðu á táknrænan, þögulan hátt sökn- uðinn við burtför góðs samferða- manns — og samúð með henni — sem ein er eftirskilin. „Vertu sæll, við söknum þín“. S. Ólafsson F. 4. oklóber 1871 - Laugardaginn 7. október s.l. andaðist að Whatcom County Hospital, Bellingham, Wash. hin vel-látna hefðarkona Sigríður Stefánsdóttir Pálsson 79 ára og 3ja daga gömul. Sigríður var fædd þann 4. október árið 1871 að Gilsárvallahjáleigu í Borgar- firði í Norður-Múlasýslu. For- eldrar hennar voru þau Stefán vilhjálmsson og kona hans Sig- rún Sigurðardóttir Eiríkssonar beykis á Eskifirði, móðir Sigríð- ar var náskyld skáldinu Sigurði Breiðfjörð. Sigríður ólst upp hjá þeim hjónum Snjólfi Sveinssyni og konu hans, búandi hjón á Þránd- arstöðum í sömu sveit. Sigríður fluttist til Vestur- heims árið 1891 þá aðeins tví- tug að aldri, hún var í fylgd með unnusta sínum Snjólfi Sigurðs- syni Gunnlaugssonar og giftist hún honum næsta ár. Þau ungu hjón bjuggu á ýmsum stöðum í Canada þar til árið 1903 að þau fluttu vestur að hafi^ en það sama ár misti hún mann sinn Snjólf.' Nokkrum árum seinna giftist frú Sigríður í annað sinn, þá Ólafi Pálssyni, reistu þau bú í Blaine bygðinni og bjuggu þar allan sinn búskap; en 16. maí 1948 misti hún líka seinni mann sinn Ólaf. Börn, sem nú lifa móður sína eru frá fyrra hjónabandi þau Guðrún nú Mrs. Pendleton bú- sett í Santa Crus, California; Jón, giftur konu af norskum ættum, líka búsett í Santa Crus; Sigurður Breiðfjörð, giftur konu af sænskum ættum, búsettur að Bremerton, Washington, og Ste- fán, giftur konu af hérlendum ættum og búa þau að Blaine, Washington. Börn hennar frá seinna hjóna- bandi eru tvær stúlkur, þær dr. Stefanía Guðrún Björg, vana- lega kölluð Dr. Nína Paulson og Ólöf Sigríður, nú Mrs. Nyhus, búsett að Ferndal, Wash. Öll eru þessi börn hin mestu valmenni og vel-látin af öllum sena þau þekkja. Líka lifa ömmu sína 2 barna- börn, Mary Ann og Thomas, og Mrs. Elízabet Jónsdóttir Sigurðsson Hún andaðist á jóladaginn að heimili tengdasonar síns og dótt- ur Mr. og Mrs. Kristjón Finnson í Vidir, Man., 82 ára að aldri. Hún var fædd að Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu 22. apríl 1868, dóttir Jóns bónda Jónssonar framan af árum stundaði hann trésmíðar, en um mörg ár stund aði hann vélsmíði og viðgerðir á vélum og hafði eftirlit með þeim, í þjónustu stórfiskifélaga, stundum í Alaska, en einnig í Blaine. Árið 1922 byggðu þau hjónin sér ágætisheimili í Blaine, utarlega í bænum og hófu ali- fuglarækt í all-stórum stíl, er þau starfræktu um mörg ár, þar til heilsa Jóns tók að bila, fyrir nokkru síðan. Jón eignaðist djúp ítök í hug- um samferðamanna sinna; þeir, sem honum kynntust, samferða- og samverkafólk og nágrannar þektu hann að góðu einu. Hann var ljúfur maður og lipur í allri framkomu; glaður og hress í við- ræðum og kom jafnan auga á hina bjartari hlið — á mönnum og viðfangsefnum. Manni létti í lund við að mæta honum og eiga tal við hann. Hann var hinn ágætasti eiginmaður og heimilis- faðir; og bjart og glatt yfir sam- lífi þeirra hjónanna. Heimilið var aðlaðandi og gott þar að koma, hafði Jón mikla ánægju af komu gesta. Trygglyndi við forna kunningja og vini átti Jón — og þau hjónin bæði í ríkum mæli. Tengdaforeldrum sínum reyndist hann sem ljúf- dal. Móðir hennar, kona Jóns bónda á Giljá, var Oddný Jóns- dóttir bónda á Beinakeldu á Ásum Jóhannessonar prests í Grímsey Jónssonar bónda á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal. — Elízabet giftist á íslandi; maður hennar var Steingrímur Sigurðs- son, sonur Sigurðar bónda á Gilsstöðum í Vatnsdal Sigurðs- sonar og konu hans Sigríðar Ól- afsdóttur bónda á Gilsstöðum. Um nokkur ár bjuggu þau á ís- landi, síðast í Tungu í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þau fluttu til Canada aldamótaárið og settust að í Selkirk, Man., en fluttu til Víðisbygðar árið 1909, og bjuggu þar þaðan af. Steingrímur mað- og landnámsfólks í hinni fögru og víðlendu Víðis-bygð, yngstu bygð Nýja-íslands. Hann var smiður góður og hagvirkur í hverju verki, hún umhyggju- söm og ágæt búkona. Börn þeirra eru mannvænlegt fólk og vel gefið. Dætur þeirra giftust ungar, en synir þeirra bjuggu lengi með þeim og fóru sumir þeirra aldrei að heiman. Um mörg hin síðari ár bjó Elízabet með Haraldi syni sínum, entust henni kraftar og þrek til starfs og umönnunar heimili hans til enda ævidagsins að kalla mætti, því hinzta stríð hennar varði stutta stund, 8—10 daga; naut hún þá umönnunar Mrs. Krist- jóns Finnson og á heimili þeirra hjónanna andaðist Elízabet á jóladaginn. Elízabet var kona vel gefin og miklu þreki gædd; var hún af góðum og styrkum ættum kom- in. Hún bar höfðinglegan svip, er lýsti festu og stillingu, er ekki ur hennar andaðist á jóladaginn breyttist, þótt elli sækti hana 1941, að heimili tengdasonar síns og dóttur í Víðir. Börn þeirra eru: Sigríður, gift Valdimar J. Sig- urðssyni, Minnedosa, Man.; Odd- ný Jónína, kona Kristjóns bónda Finnsonar^ Víðir, Man.; Páll Ágúst, smiður, búsettur í River- ton, Man.; Haraldur, bóndi í Víðisbygð; Sigurður Konráð, bóndi í Víðisbygð, kvæntur Kristjönu Jónasson. Barnabörn eru 6 og barnabarnabörn 2. Elízabet og Steingrímur mað- ur hennar voru í hópi frumherja heim. Síðust af 13 systkinum er hún gengin grafarveg. Þrjú af systkinum hennar hafa látist, hér vestra hin síðari ár: Ingi- björg, kona Klemensar Jónas- sonar í Selkirk; Björn, einnig búsettur í Selkirk; og Jón, er lézt í Tacoma, Washington. Útför Elízabetar fór fram frá heimili dóttur hennar og tengda- sonar í Víðir, þann 28. des. að fjölmenni viðstöddu. Hún var lögð til hvíldar í grafreit Víðis- bygðar. — Undirritaður flutti kveðjumál. S. Ólafsson - D. 7. okíóber 1950 ein systir, Mrs. Óli Stefánsson North Dakota. Nokkru áður en Mrs. Paulson, eins og hún var vanalega kölluð^ misti seinni mann sinn þá höfðu þau brugðið búi og flutt af bú- jörð sinni og keypt hús í Blaine- bæ, en eins og heimili þeirra hafði verið viðbrugðið fyrir rausnarskap og sérstaka gest- risni þá hélt Mrs. Paulson þeirri sömu venju eftir að hún var orð- in ekkja, fjöldi af íslenzku fólki voru tíðir gestir á heimili henn- ar í Blaine, og það var hennar líf og yndi að láta leiða sem allra mest gott af sér, enda þótti öll- um vænt um Mrs. Paulson. Hún var persónulega skörugleg í framkomu, vel lesin og ágætlega vel heima í íslenzkum bókment- um enda sýndist oftast vera svo, að ísland og alt sem íslenzkt var, vera efst í huga hennar og mik- ið yndi hafði hún af að tala um sína gömlu átthaga heima á Fróni. Mrs. Paulson var afar trygg- lynd manneskja, hún var vina- föst og vinamörg, og hvert orð sem hún sagði var talað af hrein skilni, og alt sem hún lofaði stóð sem stafur á bók. Hún stóð mjög framarlega í öllu félagslífi á meðal Islendinga í sinni bygð, enda var hún þar í afhaldi og virt og elskuð af þeim, sem með henni sförfuðu. Hún var sannur meðlimur sinnar lútersku kirkju í Blaine og ein af duglegustu starfskonum hins lúterska kven- félags, einnig velunnari ís- lenzkra lestrarfélaga í bygðinni og styrkti þau til framfara. Eitt var það líka, sem ein- kendi Mrs. Paulson, en það var hennar handa-iðnaður; hún var altaf heklandi, prjónandi eða saumandi í dúka af ýmsu tagi; hannyrðir hennar geta naumast dáið, því að þær eru um alt bæði heima á Fróni og afar víða hér vestra, líka eitt af hennar inn- dæla seinni ára útsaum, var að sauma ,(Faðirvorið“, bæði á ís- lenzku og ensku í fallegan silki- dúk og er það yndislegt verk. Mrs. Paulson tók sér ávalt tíma til handavinnu sinnar. Þegar hún stjórnaði fundum á kven- félagssamkomum þá heklaði hún á meðan hinar konurnar héldu ræður, þegar hún talaði við gesti sína, sem oft voru all- maígir, þá heklaði hún eða prjónaði, og svo sagði hún marg- ar gamansögur og skemti þeim sem me ðhenni voru í það og það skiptið, því Mrs. Paulson var bæði gamansöm og glaðlynd kona. Og aðeins fáum dögum fyrir andlát hennar þá heimsótti ég,,.sem þessar línur rita, Mrs. Paulson og var hún þá að hekla afar-fallegan borðdúk og var þá líka glöð og gerði að gamni sínu, en sagðist þó vera farin að þreytast. Mrs. Paulson er nú horfin af starfssviði hins íslenzka félags- lífs og er hennar saknað af mikl- um fjölda vina og kunningja, það er því stórt skarð fyrir skildi, sem ekki er svo auðvelt að fylla. Mrs. Paulson var jarðsungin miðvikudaginn 11. október 1950 frá lútersku kirkjunni í Blaine, að viðstöddu mörgu fólki. Séra Guðm. P. Johnson jarðsöng. Drottinn blessi anda hinnar framliðnu góðu konu og minn- ingu hennar á meðal vina og vandamanna. G. P. J. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPER MANTTOB A Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Spectaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrtstte, Proprtetress Formerly wiíh Robinson & Co.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.