Lögberg - 11.01.1951, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J. J. BlLDFELL, þýddi
Frú Beaufort Var kona sem lýsa má í stuttu
máli. Hún var í orðsins fyllsta skilningi al-
menn kona — hvorki góð kona eða vond, hvorki
göfug né heimsk. Hún var það sem kallað er,
vel ættuð og uppaKn; það er að segja velluleg,
þögul, klædd eftir kúnstarinnar reglum og alt-
af eins og að hún væri hálfsofandi. Af tveimur
börnum, sem hún átti, var Arthur uppáhalds-
goðið, sérstaklega þó eftir að hann varð erf-
ingi að hinum mikla Beaufort-auði, því að hún
var svo mikið veraldarbarn, að jafnvel inni-
leiki hennar var kaldur eða ylríkur í fullu sam-
ræmi við heimsálitið. Án þess að elska mann
sinn af einlægni, var henni vel við hann —
þau voru vel saman valn, og (þrátt fyrir allar
freistingar, sem hún hafði orðið að mæta á
æskuárum þeirra, því hún hafði þótt fögur á
að líta — og bjó, eins og heimsbörn verða að
búa í félagsskap, þar sem fyrirmyndir af óá-
taldri kven-aðdáun, eru algengar og smitandi)
þá hafði framkoma hennar með öllu verið óað-
finnanleg. Hún hafði litla eða enga meðlíðan
með ógæfu, eða óhöppum annara og hafði held-
ur ekki mætt neinum sjálf; því þau, sem hún
hafði mætt, svo sem armæðu sonar síns, yfir-
sjón heldri og leiðandi kvenna, eða vonbrigðum
á réttlátum metnaði, þá hafði hún sýnt meiri
meðlíðun en vænta mátti og fór um þau mjúk-
um höndum af smekkvísi og miskunnarríkri
hefðarkvenna handleiðslu, sem umburðarlyndi
yfirstéttarkonu sæmdi. Svo þó að hún væri álit-
in að vera vandlát, að því er siðgæði snerti, þá
naut hún samt vinsælda í félagslífinu — eins
og fríðar og meinlausar konur vanalega gjöra.
Það er sangjarnt að taka það fram, að Lafði
Beaufort vissi ekki um bréfið, sem að maður
hennar skrifaði Katrínu, þó hún hefði grun
um það. Sannleikurinn er sá, að Robert Beau-
fort hafði aldrei minst á hina sérstöku aðstöðu
Katrínar við hana — aldrei minst á hið drengi-
lega boð bróður síns, eða loforð, kveldið áður
en hann dó; og hvað svo sem skoðun hans á
hinni leynilegu giftingu þeirra leið, eða sönn-
unargildi hennar, hafði hann ekki heldur minst
á hina óhagganlegu trygð og staðfestu, sem
hún hafði sýnt þeim látna. Hann hafði aðeins
sagt: „Ég verð að gjöra eitthvað, býst ég við,
fyrir þessa konu, hún var nærri búin að narra
bróður minn til að giftast sér og hann hefði
þá svipt Arthur, að því er ég bezt veit, arfsvon
sinni. Samt verð ég að gjöra eitthvað fyrir
hana, — er ekki svo?“
„Jú, það held ég. Hverslags manneskja er
hún? — Af mjög lágum stigum?“
„Hún var verzlunarmannsdóttir“.
„Tillag til barnanna ætti að vera í sam-
ræmi við stéttarstöðu móðurinnar, ég held það
sé venjan í slíkum tilfellum: Og móðirin ætti
að njóta sama styrks og hún hefði notið, eða
hefði getað vonast eftir að fá, ef að hún hefði
gifst kaupmanni og mist hjinn. Ég á von á að
hún hafi verið ærið brögðótt og eigi í rauninni
'ekki skilið að fá neitt, en það lítur betur út,
og er betra til afspurnar, að halda sér við það,
sem almenningsálitið telur rétt“.
Þannig fórust Lafði Beaufort orð. Hún hélt
að maður sinn hefði ráðið þessu máli til lykta,
og mintist því ekki á það. Henni hafði í sann-
leika sagt, aldrei fallið við Philip Beaufort.
Áleit hann vera Mauvais ton (vondan mann).
í morgunstofunni á heimili hr. Beaufort sat
Lafði Beaufort og sonur hennar; hún við vinnu,
en hann stóð aðgerðarlaus út við gluggann;
þau voru ekki ein. 1 stórum hægindastól sat
miðaldra maður og var að hlusta á, eða virtist
verða að hlustaá hjal fallegrar ungrar stúlku —
það var systir Arthurs Beaufort. Þessi maður
var ekki tilkomumikill, en það var samt eitt-
hvað tignarlegt við hann, og andlitssvipur hans
var greindarlegur og gerði útlit hans geðfelt.
Hann hafði augnaráð, sem oft fylgir rauðhærðu
fólki — rauðbrún augu og augnalok með löng-
um augnahárum, dökkar skarpar augnabrúnir,
stutt hár og fallegt höfuðlag. Drættirnir í and-
litinu á honum voru óreglulegir, andlitsblær-
inn hafði verið rauðleitur, en var nú farinn að
fölna svo að gulleit slikja blandaðist saman við
roðann. Hann var að verða hrukkóttari í fram-
an, sérstaklega í kringum augum, — sem sáust
varla þegar að hann hló, og er það óvanalegt á
mönnum, sem eru jafnvel tíu árum eldri en að
hann var. Tennur hafði hann enn skjallahvítar
og það var ekki neina heilsubilun á honum
að sjá. Hann leit út fyrir að hafa átt við all-
mikla lífsreynslu að etja, en átti þó enn yfir
miklum lífsþrótti að ráða. Við fyrstu athugun
virtist hann lítill vexti, þar sem að hann sat
í stólnum — nærri því krangalegur. En við nán-
ari athugun sá maður, að þrátt fyrir líkams-
rírð og beina smæð, að þá var hann hraust-
legur. Hann var herðarír, en brjóstmikill —
brjóstmeiri en menn sem voru miklu stærri en
hann, og hreyfingar hans allar voru þjálfaðar
°g þægilegar eins og hreyfingar þeirra manna
eru, sem vanir eru athafnaríku lífi. Hann hafði
í rauninni verið orðlagður leikfimismaður á
yngri árum, en sár sem að hann hafði fengið í
einvígi fyrir mörgum árum hafði lamað hann
fyrir lífstíð — óheppni, sem kom í bága við
hans fyrri venjur og var sagt að hefði haft
mikil áhrif á skapgerð hans. Þessi persóna,
sem frekar verður lýst seinna var Lilburne lá-
varður bróðir Lafði Beaufort.
„Svo Camilla“, sagði Lilburne lávarður við
systurdóttur sína kæruleysislega um leið og
hann strauk hendinni um silkimjúkt hárið á
henni, „þér líkar ekki Berkley Square eins og
Gloucester Place“.
„Nei, nei! ekki nærri eins vel! Sérðu, ég get
aldrei tekið mér 'göngutúr út á land, né heldur
fléttað mér festar úr blómum þegar að ég er
í Primrose Hill. Ég veit ekki hvað hún mamma
meinar“, bætti hún við í hljóði, „þegar að hún
segir að það fari betur um okkur hérna“.
Lilburne lávarður brosti háðslega.
„Þú færð að vita það nógu snemma, Cam-
illa, skilningur ungra stúlkna þroskast undur
fljótt, sem eiga heima hérna megin við Ox-
ford stræti. Jæja, Arthur, hvað ætlar þú að
aðhafast í dag?“
„Já“, sagði Arthur og hætti við að geispa,
„ég hefi lofað að ríða með kunningjum mínum
og líta á hest, sem er til sölu einhvers staðar
út í útjaðri borgarinnar“.
Um leið og hann sagði þetta, stóð hann
upp, teigði úr sér, leit í spegil og leit svo óró-
lega út um gluggann.
„Ja, jæja“, sagði Lilburne lávarður, „hest-
inn, eða hina skepnuna — ég meina kunningja
þinn?“
„Kunningja“, sagði Arthur og brosti, því
hann feldi sig ekki við háðsbrosið, sem lék um
varir lávarðarins.
„Hver er þessi kunningi þinn Arthur?“
spurði Lafði Beaufort og leit upp.
„Watson frá Oxford, en eftir á að hyggja,
ég verð að gjöra hann þér kunnugan".
„Watson! Hvaða Watson? Hvaða Watson-
fjölskyldu heyrir hann til? Sumir þessir Wat-
sons eru góðir menn, aðrir vondir“, sagði Lafði
Beaufort glettnislega.
,JÞá eru þeir öðruvísi en allir aðrir“, skaut
Lilburne lávarður inn í þurlega.
„Ó, hann Watson, sem ég þekki, er dánu-
maður skal ég segja þér“, sagði Arthur og
hló. — „Þú þarft ekki að skammast þín fyrir
hann“. Arthur var ekki áfram um að halda
þessu samtali lengur áfram, svo hann sagði:
„Svo faðir minn kemur heim frá Beaufort Court
í dag“.
Já, það lá vel á honum þegar að hann skrif-
aði. Hann segir að húsaleigan verði sett upp
um 10% og það þurfi ekki að gjöra mikið við
húsin“. Þegar hér var komið lauk Arthur upp
glugganum.
„Ó, Watson! þú er kominn? Sæll Marsden,
og Danvers líka! Það er ágætt, því betra sem
þið eruð fleiri! Ég kem eftir mínútu. En vild-
uð þið ekki heldur koma inn?“
„Viðfeldið orðamas", tautaði Lilburne lá-
varður fyrir munni sér. „Þrjár tröppur í einu.
Hann tekur hús þitt fyrir Trinily College“.
Hrein og hreimmikil rödd afþakkaði boðið,
hófatök hestanna heyrðust niður á götunni.
Arthur greip hatt sinn og keyri, leit til móður
sinnar og móðurbróður brosandi „verið þið
sæl! Ég kem ekki aftur fyrr en um miðdags-
matartíma. Komdu og kystu mig Milly“, og
þegar systir hans leit til hans öfundaraugum
um leið og hún gekk til hans, tók hann hana í
fang sér og hvíslaði að henni um leið og hann
kysti hana:
„Farðu snemma á fætur á morgun, og við
skulum fara út saman á skemtitúr“.
Arthur fór út og augu móðurinnar hvíldu
á honum þar til að hann hvarf út úr dyrunum.
„Þú verður að viðurkenna, Lilburne, að
hann sé myndarlegur“. Má ég ekki bæta við: —
„Ber hann sig ekki tígulega?"
„Kæra systir mín, sonur þinn verður ríkur.
Hvað burðartign hans snertir, þá hefir hann
nóg af henni, en hann skortir prúðmensku“.
„Hver gæti kent honum hana betur en þú?“
„Máske enginn, en ef að ég ætti son, sem ég
á ekki sem betur fer! Þá ætti ég ekki að vera
ráðgjafi hans. Settu ungmenni — (farðu og
láttu aftur dyrnar Camilla) — á mifli tveggja
lasta — kvenfólks og spilafíknar; ef að þú ætlar
þér að hefla hann svo, að hann falli inn í ný-
móðins hógværðina; en þér að segja, þá er sú
fágun nokkuð kostnaðarsöm!"
Lafði Beaufort stundi við.
Lilburne lávarður brosti. Hann hafði ósegj-
anlega mikla ánægju af að gjöra öðrum gramt
í geði. Auk þess hafði hann andúð á öllu æsku-
fólki: Hann hafði á æskuárum sínum teygað svo
djúpt af lyndum æskunnar að hugur hans sýrð-
ist í hvert sinn, sem hann kom í námunda við
hana.
A meðan á þessu samtali stóð á milli syst-
kinananna hélt Arthur og félagar hans áfram
glaðir og reifir út í útjaðar undir-bæjarins H . . .
„Þetta er langt úr úr öllu viti til þess að
elta uppi einn hest“, sagði Sir Harry Denvers.
„En ég segi ykkur satt“, sagði Watson á-
kveðið, „að hestasveinninn, sem kann vel að
meta hesta, segir að það sé einhver efnilegasti
hestur, sem að hann hafi komið á bak, og hann
hefir unnið í nokkrum veðreiðum, sem hann
hefir tekið þátt í. Það er gamall kaupmaður
og hestaveðreiðamaður sem á hann og hann er
gjaldþrota. Ég sá auglýsinguna“.
„Jæja“, sagði Arthur glaðlega, „hvað sem
hestinum líður, þá er þessi reiðtúr skemtileg-
ur. Ó, hve veðrið er yndislegt! Þið verðið allir
að borða með mér miðdagsverð í Richmond á
morgun — við skulum róa til baka“.
„Og koma við í bakaleiðinni í „M“ og sja
hver okkar er heppnastur með teningana",
sagði hr. Marsden, sem var elztur, þó að hann
væri ekki mestur mannkasta-maður þeirra fé-
laga — hann var myndarlegur og þögull mað-
ur, sem var nýbúinn að ljúka sér af í Oxford,
og var þegar orðinn kunnur flestum veðreiðar-
mönnum.
„Hvað sem ykkur fýsir“, sagði Arthur og
keyrði hest sinn sporum. *
„Ó, hr. Beaufort! hr. Beaufort, ef að þú
hefðir getað skilið hvað djöfullega snöru að
auðurinn var að fjötra þig í, og að án hans,
hefðir þú getað verið haukur Beaufort-ættar-
innar!“
Öðrumegin á gullpeningnum okkar sjáum
við helgan mann troða á dreka. Það er fölsk
mynd! Snúðu henni við! Hin virkilega notkun
gullsins er, að drekinn treður á hinum helga
manni! En áfram — áfram! dagurinn er bjart-
ur og félagarnir kátir; gerðu sem mest úr æsku-
árum þínum Arthur Beaufort!
Þessir ungu menn voru að koma inn í undir-
borginu „H“ og riðu hratt, allir samhliða, þeg-
ar þeir mættu gömlum manni með staf í hendi,
sem auðsjáanlega var sjóndapur því hann leit-
aði fyrir sér með stafnum og var á leiðinni yfir
veginn, sem þeir voru á. Þeir félagar, sem voru
kátir og í hrókasamræðum tóku ekki eftir
manninum. Hann stansaði snögglega, því þó
hann sæi þá ekki heyrði hann að hætta var á
ferðinni — en of seint. Hestur sá, sem hr.
Marsden reið, sem var fjörugur og framsækinn,
rakst á hann. Herra Marsden leit niður, sá
manninn fallinn og sagði: „Svei þessum körl-
um, sem alltaf eru í veginum“, eins og hann
hefði verið meira en lítið móðgaður og hélt á-
fram. En hinir, sem yngri voru og ekki eins
harðbrjósta og hirðulausir stönsuðu. Arthur
Beaufort stökk af baki og reisti manninn við,
sem var mikið meiddur. Það rann blóð af enn-
inu á honum, og hann kvartaði um verk undir
síðunni og í útlimunum.
„Styddu þig við mig, vesalings maður! Ég
skal fylgja þér heim. Er langt heim til þín?“
„Nei ekki langt, nokkrir faðmar. Þetta hefði
ekki komið fyrir, ef að ég hefði haft hundinn
minn með mér. Vert þú ekki að fást um þetta
herra, halt þú áfram þína leið, hér er aðeins
um að ræða gamlan fausk — hvað gerir til um
hann? Ég vildi að hundurinn minn væri kom-
inn“.
„Ég næ ykkur“, sagði Arthur við félaga
sína. „Þjónn minn ratar þangað sem við ætl-
um að fara. Ég ætla að fylgja þessum gamla
manni heim til sín, og ná í læknir handa hon-
um. Ég verð ekki lengi“.
„Þetta er sannarlega líkt þér, Beaufort, það
er enginn þér líkur“, sagði Watson og viknaði.
„Og þarna er Marsden, og er virkilega kominn
af baki til að vita hvort að hesturinn hans hafi
ekki meitt sig á knjánum! Hérna er eitt pund
handa þér, maður minn“.
„Hérna er annað“, sagði Sir Harry, „svo
þetta er þá útkljáð. Jæja, þú kemur til okkar
aftur Beaufort. Sérðu hlaðið þarna yfir frá?
Við skulum bíða þar eftir þér í tuttugu mín-
útur. Komdu Watson".
Gamli maðurinn hafði ekki tekið upp pen-
ingana, sem þeir hentu við fætur hans, né
heldur hafði hann þakkað þeim fyrir þá og á
andiliti hans var ergelsis- og þóttasvipur.
„Er nauðsynlegt að maður sé betlari, þó að
hann sé troðinn undir, eða sé hálfblindur?“
spurði hann og leit raunalega til Arthurs. „Ég
vildi að hundurinn minn væri kominn!“
„Ég skal ganga þér í hans stað“, sagði Arthur
hlýlega. „Komdu, styddu þig við mig — betur,
þetta er gott. Þér líður ekki ákaflega illa —
gjörir þér?“
„Svo, svo! Peningarnir! Það er heimsku-
legt að skilja þá eftir!“
Arthur brosti. „Hérna eru þeir“.
Gamli maðurinn tók við peningunum og lét
þá í vasa sinn, og Arthur hélt áfram að tala
við hann, en fékk engin svör, nema í sambandi
við hvert halda skyldi, og þannig héldu þeir
áfram þar til að þeir stönsuðu við dyr á litlu
húsi, sem að stóð rétt hjá kirkjugarði.
Eftir að þeir höfðu hringt dyrabjöllunni
tvisvar voru dyrnar opnaðar og miðaldra kona
kom út til þeirra, sem leit hálf-flækingslega
út, þótt klæðaburður hennar væri lítið eitt
betri, en vanalegt er; á höfðinu hafði hún húíu,
sem skrölti aftan á því og var lögð með rauð-
um borðum, svuntan var indverskur vasaklút-
ur, kjóllinn, sem hún var í, var blábrúnn munka
sloppur, svartir silkisokkar, í eyrunum hafði
hún langa gyllta lokka, og undir mittisbandinu
bar hún úr.
„Hamingjan hjálpi og blessi okkur! Hvað
hefir komið fyrir, herra“, stundi þessi virðuga
persóna upp og hélt hendinni á lofti.
„Sussu! Ég er magnlaus, láttu mig komast
inn. Ég þarf nú ekki lengur á þinni hjálp að
halda, herra minn. Þakka þér fyrir. Vertu sæll!“
Þetta hafði engin áhrif á göfuglyndi Art-
hurs, hann studdi lamaða manninn inn í húsið
og inn í dálitla gamaldags dagstofu, og undir
eins og gamli maðurinn var sestur í maðk-
smoginn gamlan stól, sem hann átti, þá leið
yfir hann. Þegar þeir komu að húsinu sendi
Arthur hestamann sinn, sem komið hafði með
þeim með hestana, eftir lækni, og eftir að
konan hafði fært gamla manninn úr yfirhöfn
sinni var barið að dyrum. Arthur opnaði dyprn-
ar og komumaður, sem var lítill og léttur á
fæti, gekk snúðugt inn í húsið.
„Hvað er hér að — alvarlegt slys — á ég
von á! Það er slæmt, mjög slæmt. Opnið þið
gluggann. Vatn í glasi — handklæði. Svona —
svona. Ég sé — ég sé — ekkert bein brotið —
mar. Takið af honum treyjuna. Annan stól, frú
og lyftu fótunum á honum upp á hann. Hvað
er hann gamall?“ — „Sextíu og átta“. — „Of
gamall til að taka honum blóð. Þakka þér fyrir.
Hvernig líður þér? Illa auðvitað: Þér líður
bráðum betur — utan við þig enn, þér líður
bráðum betur“.
„Tray! Tray! Hvar er hundurinn minn, frú
Borer?“
„Herra minn, hvað ætlar þú að gjöra við
hund núna? Hann er á bak við húsið“.
„Og hvað á hundurinn minn að gjöra á bak
við húsið?“ ískraði í sjúklingum með áherzlu,
sem enginn veikindahreimur var í. „Ég óttaðist
að hundinum yrði misboðið undir eins og ég
yrði farinn! Hversvegna fór ég án hundsins
míns? Láttu hann koma inn undir eins, frú
Boxer!“
„Þetta er ágætt, sérðu, herra minn“, sagði
Apótekarinn (því þetta var lyfsali og læknir) og
sneri sér að Arthur Beaufort. „Það er ekkert
að óttast, þessi geðshræring léttir á honum_ —
gerir honum gott. Hvernig vildi þetta til? O,
ég skil, honum var velt um — það hefði getað
verið verra. Hestamaðurinn þinn (greindur ná-
ungi) sagði mér frá því. Hélt ég að það mundi
vera hann gamli kunningi minn hérna eftir
lýsingunni. Virðingarverður maður — kom
hingað fyrir mörgum árum — afar einkennileg-
ur — undarlegur (þessu síðasta orði hvíslaði
hann að Arthur). Sló út í fyrir honum á auga-
bragði, á meðan að hann var að borða miðdags-
matinn — kalt lambaket og grænmeti. Frú
Perkins sagði ég, ef, einhver kemur að vitja
mín, þá verð ég að númer 4 Prospect Place.
Hestamaðurinn þinn frétti það, herra, sá er nú
ekki sljór! Sjáðu hvernig að gamli maðurinn
gælir við hundinn sinn, fallegur hundur —
með stutta rófu. Heilmikið að gjöra, á von á
að taka á móti tveimur börnum á hverjum
klukkutíma. Það er heitt að eiga barn í svona
veðri. Svo ég sagði við frú Perkins. Ef að frú
Plummer verður illt, eða frú Everat, eða ef að
gamla Grub fær annað kast, sendu þá undir
eins til númer 4. Læknar eiga alltaf að vera í
leiðinni — það er það, sem ég alltaf held fram.
Jæja, góðurinn minn, hvar finnur þú til úna?“
„I eyranu“.
„Ja, hérna, það lítur ekki svo vel út. Hvað
lengi hefir þú fundið til í eyranu?“
„Alltaf síðan að þú komst inn til mín“.
„Ó, ég skil ha! ha! — Mjög undarlegt —
mjög!“ tautaði lyfsalinn dálítið órólegur. „Láttu
hann liggja frú. Ég skal senda honum svefn-
meðal, og skalt þú gefa honum eina pillu í
kveld, laxerolíu á morgun, ef þörf gerist, þá
sedir þú eftir mér — alltaf til staðar. Ham-
ingjan þetta er Bob, drengurinn minn, sem er
að hringja — það hringir enginn eins og hann.
Ég þekki hringinguna hans. — Skal veðja tíu á
móti einum, að það er frú Plummer, eða máske
frú Everat — níunda barnið henna^ á átta ár-
um — hún verzlar með matvöru. Ein af þús-
undi herra minn!“
Krangalegur drengur í ermastuttri treyju
og með stórar hendur kom inn í herbergið
gapandi.
„Herra — Perkins — herra!“
„Já, ég veit það — ég veit — ég skal koma.
Frú Plummer eða frú Everat?“
„Nei, herra, það er fátæka konan, sem býr
hjá henni frú Lacy; hún er ósköp veik. Þjón-
ustustúlkan hennar frú Lacy kom hlaupandi
yfir á verkstæðið og fékk mig til að fara til
þín, herra“.
„Frú Lacy! Ó, ég veit, það er vesalings frú
Morton! Hún er illa farin — mjög illa — verð
að fara. Sjáðu um að hann sé rólegur, frú.
Verið þið sæl! Lít inn í fyrramálið — klukkan
níu. Láttu dálítið af línskafi í áburðinn á höfð-
inu á honum, frú. Frú Morton! Ja, það er nú
ljóta ástandið þar“.