Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1951 SÍMON DALASKÁLD (Úlvarpserindi) Eftir ÁRNA G. EYLANDS Góðvinur tfyinn Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi í ReyJcjavík, sendi mér með flugpósti erindi pað, sem hér fer á eftir til birtingar í Lögbergi og hefir það eigi áður verið prentað; kom petta sér vel, ekki sízt með hliðsjón af htnu sívaœandi ritsmíðahalUeri hér vestra. pökk sé Árna fyrir hugulsemina. —Ritstj. Hugurinn leitar norður og heim í Skagafjörð. Hann skoprar 45 ára skeið, en fer hvorki að eyktamörkum né árstíðum — það er ekkert aðalatriði, en ég nem staðar við eina bernsku- minningu. Meginþáttur hennar er svo skýr, að hitt hverfur, tímatalið verður mér óljóst, hvort það var á útmánuðum eða öðrum tíma árs, en árið 1904 var það víst. Símon Dalaskáld er gestur í Viðvík. Hann situr á rúmi í mið- baðstofunni, kveður, yrkir og segir sögur. Hann er öllum au- fúsugestur, fólkið safnast um hann eftir því sem störfin leyfa, og allir hlusta með ánægju. Pró- fasturinn kemur fram úr Vest- urhúsinu og frú Jóhanna staldr- ar líka við í baðstofunni. Við krakkarnir fáum hver sína vísu. Mín var leirburður og hún er mér týnd. Stúlkurnar fá sinn mæli fullan og ein þó mest — „er mér sýnist Lukkulík loga rínar indæl brík“ segir Símon. Um prófastinn, séra Zophonías Halldórsson, kveður hann 3 vís- ur samstæðar:* Harla vitur Viðvík situr núna, heiðri sífellt sveipaður Zophonías prófastur. Vill um svæði sanna glæða trúna, mennt og gæðum marskreyttur mikill ræðusnillingur. Stríðir herkinn herrans merkjum undir. Sálarsterkan brand og bar bezt um verkastundirnar. Símon er í essinu sínu. Margt er umbreytt síðan þetta var, og ef til vill er þjóðin gjör- breytt, ef til vill ekki. „Nú lítur enginn maður í kvæðabók lengur“, sagði merk- ur Húnvetningur við mig ný- lega. Við vorum staddir í bóka- búð og hann var að kaupa 2 eintök af ljóðmælum Símons Dalaskálds. Hinir andlegu innviðir þjóð- arinnar eru ef til vill breyttir, þeirri meltingu er svo mikið og misjafnt boðið. Sumir eru inn- viðirnir ofreyndir, aðrir ef til vill fúnir fyrir tímann, af að- gerða- og áreysluleysi. — Og þó eru breytingarnar ef til vill meiri í orði en á borði. Þegar ég nú handleik nýútkomin ljóð- mæli Símonar finnst mér ekki nema skammt um liðið *síðan hann sat í baðstofunni í Viðvík og kvað fyrir fólkið. Ég er aftur lítill og myrkfælinn drengur og sit í fjósgeilinni hjá Bjarna fjósamanni, sem er að láta í meisana handa kúnum og hann •Ég mundi eigi nema miCvísuna, en Sigurður Gíslason, sem þá, var ungl- ingur i Viðvík nokkru eldri en ég, hefir nú sent mér þœr allar ásamt fieiri visum, er Simon kvaC þá I Viðvík. segir mér fornaldarsögur Norð- urlanda og kveður fyrir mig: Hilmir nefndist Hreggviður, hér á byrjar saga, Garðaríki ráðhagur réði forðum daga. Ríkur bæði og vinsæll var vísir máttardigur, hvar sem hermanns brandinn bar buðlung hafði sigur. Hver getur skýrt hvað veldur að þessar eða aðrar vísur lifa enn í minni manns áratug eftir áratug og aðrar eru gleymdar, sem hefðu átt að fylgja sömu for- lögum um minni eða gleymsku. Því festizt siglingavísan: Rauk glymandi Ránarmey, reimdi band og þylja, undan landi flana fley fokkur þandi kylja. — í minni mínu, daladrengsins, sem aldrei hafði á sjó komið, en allar aðrar vísur úr sömu rímu hurfu í djúp þagnar, að kveð- skap Bjarna loknum. Hvað veldur að slík vísa kveð- in ungum sveini einu sinni, fylg- ir honum æ síðan um lönd og höf, himinhvolf og heimsálfur, en svo margt annað sem frekar þurfti að muna, gleymist og verður ekki tiltækt hvað sem á liggur. Hver getur svarað þessu? Ef ég ætti að reyna að svara, myndi ég segja, að það sé ís- lendingseðlið, sem hér er að verki og segir til pín. Uppeldi þjóðarinnar um aldir við kröpp kjör, en kóngaljós minninga og sagna, er lýsti í húmi og kulda. Þjóðin kvað sér til hita bæði andlega og líkamlega. Áhrifum þess verður ekki útrýmt á fá- einum áratugum, í lífi eins ætt- liðs. — Sem betur fer verður það ekki. Og enn getur það kom- ið fyrir, að einstaklingar og jafn- vel þjóðin öll þurfi að kveða sér til hita — og þá er og verður gripið til vísunnar. Jónas Hallgrímsson útrýmdi ekki rímunum, hann gekk ekki að rímaskáldunum dauðum, og hann hefir vafalaust aldrei ætl- að sér þá dul. Hann kvað nýtt vor inn í tímatal þjóðlífs og at- hafna. Öldur rísa og hníga. Hinn mikli nýgræðingur dafnaði í jarðvegi rímnanna, en eyddi ekki því kjarri og lyngi, sem þær voru þjóðinni til þrautbeit- ar. Rímurnar reyndust skjól- gróður nýs sáðlendis. Sjálfur söng Jónas aldrei inni- legar né náði hjarta þjóðarinn- ar en í vísum sínum: Sáuð þið hana systur mína. — Hættu að gráta hringagná. — Vorið góða grænt og hlýtt, — og Enginn grætur íslending. — Og ég held að það sé engin til- viljun, að Grímur Thomsen Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TraintngImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 69P SARGENT AV *. WINNIPEG kveður eftir Jónas látinn í ó- sviknum rímnastíl hins nýja tíma, og með mætti snildar sinn- ar: Þú sem áður foldar fljóð fögrum ljóðum gladdir, og til hreysti hraustum óð hugi drengja kvaddir. Minna gaman og yndi hefði þjóðin af guðspjöllum Gríms, ef enginn væri í þeim bardaginn, — ef engin væri í þeim ríman, hvorki þessi erfiríma um Jónas Hallgrímsson né t. d. hin stutta ríma um Svein lækni og Kóp. Húnvetningurinn sagði við mig að nú liti enginn maður í ljóðabók. En það skyldi nú al- drei vera svo, að vísan og ríman standi nútímanum nær en marg- ur hyggur? Það er líklega rétt að ungu mennirnir með hjólin í höndunum fari hægt í það að lesa hátíðleg ljóð, og ungu stúlk- urnar, sem hafa kvikmyndina mest til fyrirmyndar, sofna ekki með Kristján undir koddanum. En sá æskulýður, sem svo er um kann furðu oft enn að meta hið stutta og hraða form vísunn- ar — án málalenginga og hátíð- legheita. — Við sem höfum lifað Símon Dalaskáld, Þorstein Erlingsson, Alþingisrímurnar, Rammaslag Stefáns G., Ólafsrím ur Grænlendings og rímur af Oddi sterka, sem Örn Arnarson kvað 1932, við mættum gerst vita, að ríman hefir aldrei dáið, aldrei misst gildi sitt né vin- sækiir með þjóðinni. Hitt er svo annað mál, að ríman hefir mann- ast á heimsins hátt með þjóð- inni, um málfar, hugsun og hugðarefni, og þó er hún eigi síður þjóðleg í dag og verður á morgun. Fyrstu kynni mín af skáld- skap var kveðandi Bjarna í fjós- geilinni og ein fyrsta minningin er heimsókn Símonar, hins síð- asta fulltrúa hinnar fornu rímu. En nálæg þeirri minningu er minningin um Alþingisrímurn- ar, um svipað leyti, svo vel víxl- þingisrímurnar voru kveðnar á hverju heimili í sveitinni. Það var eðlilegur og sjálfsagður hlutur að ég lærði þær, að mestu utanbókar — af fólkinu á heim- ilinu — en ekki af bókinni — og þannig hygg ég að það hafi verið með velflesta unglinga í nágrenni mínu. Þegar vér hugleiðum þetta, og að Símon kveður fram á ann- an tug þessarar aldar — að þá er enn uppi meðal vor fullgildur fulltrúi hins aldagróna rímna- kveðskapar — frábær um margt — þá er ekki að furða þótt hin stutta og meitlaða vísa og hin létta ríma eigi enn nokkra samleið með þjóðinni og sam- rýmist jafnvel betur önn og hraða aldarinnar heldur en hinn, ef til vill efnismeiri og hátíð- legri ljóðakveðskapur, og þann- ig er það vissulega. ----☆---- Það hallar austur af Vatns- skarði. Fjörðurinn opnast breið- ur og skínandi. Við fórum fram hjá Víðimýrarseli og móanum þar, sem Stefán G. grét ungur að aldri, er hann sá á bak jafn- öldrum sínum ríða suður til skólanáms. Og þarna eru rústir beitarhúsanna frá Brekku þar, sem Bólu-Hjálmar leitaði skjóls sín síðustu ár, og dauðans að þeim liðnum. Oss ber yfir til Blönduhlíðar. Til suðurs blasa við Skagafjarð- ardalir. Já, margur kynlegur kvistur er runninn úr þessari jörð, sem gerði svo harðbýlt við höfuðskáldin tvö, að annar dó í béitarhúsum, en hinn var bor- inn út á auðnir Vesturheims. Hér ólst Símon Dalaskáld upp, hér dvaldi hann ævina alla — þótt víða reikaði hann til fanga og hér dó hann á sveit sinni — betur gekk það honum ekki í lífinu — á'því herrans ári 1916, eftir 72 ára vegreisu við hárla misjöfn kjör og kosti. Upp ég vóx sem annað blóm, öllum sviftur kvölum, skáldmæltur að skatna róm í Skagafjarðardölum. Framhald á bls. 7 Unnið fram á nóff yið síld og karfa Sæmilegur síldarafli í gær. — Engir bátar fóru á sjó í gærkveldi í gær var óvenju mikið annríki á Akranesi og var unnið fram á nótt í gærkvöldi við hagnýtingu sjávarafurða. Er vinnu við karfann var hætt í gærdag urðu flestir að halda áfram að vinna við að koma síldinni í frystingu og verka hana, en bátar voru á sjó í fyrrinótt og öfluðu sæmilega Þó afli væri misjafn. Verið er nú í óða önn að vinna úr karfaafla úr síðustu veiðiferð Bjarna Ólafssonar og unnið í öll- um þremur frystihúsunum dag- langt við það. Þegar karfavinnunni lauk í gær fóru fæstir heim úr vinnu, heldur tóku til við síldarvinnu. Öfluðu Akranesbátar um 1000 tunnur í gær og af því komu um 700 til Akraness en þrír bátar fóru með afla sinn til Reykja- víkur, vegna annríkis heima fyrir. Fimmtán bátar frá Akranesi voru á sjó í fyrrinótt. Veður var ekki sem bezt og varð að draga netin fyrr en venjulega. Mældu bátar þó víða mikla síld og yfir- leitt var afli góður þó stutt hefði legið. Flestir bátanna komu heim með 40—60 tunnur, en nokkrir með um og yfir 100 tunnur. Þrír bátar fóru með síldina til Reykjavíkur, Sigurfari, Farsæll og Sigrún. Sigrún var aflahæst Akranesbáta með 115 tunnur, en Sigurfari næstur með 110. Bátar sem til Reykjavíkur fóru lögðu tveir upp síld til frystingar í frystihúsi S. í. S. á Kirkjusandi, en einn hjá Fisk- iðjuveri ríkisins. Afli annara báta var frystur heima á Akranesi, það er að segja sá hluti sem ekki fór til að fylla flutningaskipið FELL sem lagði af stað með ísaða síld til Þýzkalands um fimm leytið í gær. Með skipinu fóru 1060 tunnur af ísaðri síld og 10 tunnur af frosinni síld sem sent er til reynslu. Er mikill áhugi í Þýzka landi fyrir kaupum á ísaðri og Hugsað til íslendinga vestanhafs Sextán sjálegar m y n d i r skreyta forsíðu Lögbergs, 3. á- gúst 1950, og er Fjallkonan þar efst og mest áberandi. En þetta eintak blaðsins, sem er 48 blað- síður, í þess venjulega stóra broti, er helgað sérstaklega 75 ára hátíðinni til minningar um landnám íslendinga í Vestur- heimi. Ritstjóri Einingar minnist ó- gleymanlegra stunda, er spor hans lágu stundum síðla dags, á unaðsríkum kvöldum, hér og þar um Nýja-ísland, niður við Winnipegvatnið, fram hjá Sandy Bar, og víðar á þeim slóðum, þar sem tróðu fætur fyrstu íslenzku landnemanna. — Honum varð því hugsað vestur á þær slóðir einmitt nú, er tápmikil kynslóð íslendinga vestanhafs minntist landnámsins fyrir 75 árum, og afreka feðranna. I forustugrein Lögbergs, segir ritstjórinn, Einar Páll Jónsson, meðal annars þetta: „Saga þeirra (frumbyggjanna) varð hvort tveggja í senn átak- anleg mannraunasaga og glæsi- leg kraftaverkasaga. Og beri hún ekki lifandi vitni norrænu lífsþoli og norrænni þróttlund, hvað gerir það þá? . . . Minnisvarðar ,,eru reistir og myndir greyptar í marmara, og hefir hvort tveggja sitt tákn- ræna gildi, en sá verður minnis- varðinn haldbeztur og stendur af sér flestar ágjafir, er menn- irnir með nytsömu ævistarfi reisa sér sjálfir. Átök frumherj- anna breyttu villimörk í frjó- samt akurlendi, og það út af fyr- ir sig, er vert órjúfandi þakkar, en þó er hitt meira um vert, hve frumherjarnir lögðu mikla á- herzlu á það, að rækta í brjóst- um barna sinna trúnað við manndyggðir og vitsmunalegan þroska“. í hinu. ágæta ávarpi Fjall- leggst hið gamla og nýja. Al- konunnar segir svo, meðal ann- ars: „Veganesti átti ég samt, sem þjóð mín hafði verið að bræða saman frá upphafi og það fékk ég ykkur í ríflegum mæli. Þar 1 voru glöggsýni lögsögumann- anna, speki Njáls, handtök Grett- is, tryggð Bergþóru, ritfimi Egils og Snorra, föðurlandsást Gunnars, skörungsskapur Guð- rúnar, þol Skarphéðins, göfug- lyndi Hrafns á Eyri, hugsjónir Jóns Sigurðssonar, og margt margt fleira, sem myndar ís- lenzka menningu“. íslendingar vestanhafs geta litið sigurglaðir yfir farinn veg. Þeir unnu sér til frægðar, gerðu hróður heimaþjóðarinnar mik- inn meðal voldugrar og æsku- hraustrar þjóðar, og þeir hafa unnið landinu, sem þeir námu allt hugsanlegt gagn, og hlotið oft fyrir það hin sterkustu lofs- orð forustumanna þjóðarinnar. Þeir hafa reynzt hinir beztu inn- flytjendur og hin beztu vitni heimaþjóðarinnar. Ekki sízt fyr- ir það, hefir hún í smæð sinni fengið virðingarsess meðal vold- ugra þjóða. Ungir námsmenn í Ameríku, af íslenzku bergi brotnir, eiga sína skemmtilegu sögu. Margir hafa þeir skarað fram úr, og oft hefir nafn íslands verið nefnt í ræðu og riti í sambandi við af- rek þeirra og dugnað. Fyrir framan mig liggja tvö eintök af Lögbergi, auk þess, er áður var getið. Á forsíðu þessara blaða eru myndir af tveimur fallegum yngismeyjum. Báðar hafa þær skarað fram úr. Báðar eru þær bráðgáfaðar, segir Lög- berg. Önnur þeirra Stefanía Lifmann, fædd í Árborg 4. júní 1927, hefir nýlega fengið þúsund dollara verðlaun til framhalds- náms í heilsufræði. Hún er út- lærð hjúkrunarkona og hefir hlotið hjúkrunarkonuskírteini við almenna heilsuvernd. Hin heitir Gloria Olive Sivert- son. Hún er aðeins 23 ára, tók próf (Bachelor of Arts) við Mani- toba-háskólann, árið 1948, og fékk ágætis einkunn. En árið sem leið útskrifaðist hún úr sama háskóla, bæði í hljómlist og uppeldisfræði. Þá varð hún kennari í hljómlist, stærðfræði og ensku, við skóla í Winnipeg, en stundaði þá jafnframt nám við Manitobaháskólann, og hlotn aðist við próf enn nýr vegsauki á sviði hljómlistarinnar. Þetta eru nú aðeins tvö nær- tæk dæmi, en frá því að ég fyrir meira en 30 árum tók að lesa Lögberg, hefir blaðið flutt svip- aðar fréttir mjög iðulega af dugnaði og afreksverkum ungra námsmanna í Ameríku, sem átt hafa og eiga íslenzka foreldra. Sá skerfur er góður, þótt ekki kannske ýkja stór að vöxtum til samanburðar við amerísku þjóð- ina, sem Island hefir lagt til menningar þeirrar ungu og miklu þjóðar. íslenzku landnem- arnir færðu henni slíka gjöf. Péíur Sigurðsson, (Jólablað Einingar 1950) frystri síld héðan og vilja Þjóð- verjar senda togara hingað til að sækja síldina. Halda áfram síldveiðum. Flestir Akranesbátar munu halda síldveiðum áfram til ]óla til að byrja með. Verði lítið um síld eftir hátíðarnar munu flest- ir fara í slipp, þar sem 3 vikna til mánaðar aðgerð bíður nú yfir leitt bátanna, áður en vetrarver- tíðin getur hafizt. Mun þá meirihluti janúar- mánaðar hjá flestum fara til við- halds, enda er minnkandi áhugi meðal sjómanna og útgerðar- manna fyrir róðrum í janúar. —TÍMINN 10. des. GAMAN og ALVARA „Maður fyrir borð“, hrópaði ungur sjómaður í fyrstu ferðinni sinni. Skipið var stöðvað og mikið fát ríkti. Ungi maðurinn fór til sjó- mannsins og sagði: „Afsakið, herra, það var ekki rétt, þegar ég sagði, að maður hafði fallið fyrir borð“. „Guði sé lof“, sagði skipstjór- inn og gaf merki um að halda á- fram á fullum hraða. „Já“, sagði ungi sjómaðurinn. „Það var kona“. ☆ Ameríkani og Soti voru að ræða um vetrarkuldann í Norð- ur-Skotlandi. „Það er ekkert, samanborið við kuldana í Bandaríkjunum“, sagði Ameríkaninn. „Ég man einn vetur, þegar kind, sem var að stökkva yfir girðingu gadd- fraus skyndilega í hel á leiðinni og var kyrr í loftinu yfir girð- ingunni eins og ísmoli“. Já, en maður“, svaraði Skot- inn. „Þetta brýtur í bága við þyngdarlögmálið“. „Ég veit það“, svaraBi Ame- ríkaninn. „En þyngdarlögmálið var frosið líka“. ☆ „Gaman 'að sjá þig, gamli minn, geturðu lánað mér tíu krónur?“ „Því miður, góði, ég hefi ekki eyri á mér“. „En heima?“ • „öllum líður vel, þakka þér fyrir, ágætlega“. GEKANIUMS 18 VUIEtlES 15c Everyone interested • n houseplants should plant a packet or two or our Geranium Seed. We offer a gorgeous collection containing Dazzling Scar- let, Flame Red, Brick Red. Crimson, Maroon, Vermilion, Scarlet, Sal- mon, Cerise. Orange-Red. Salmon - Pink, B r i g h t Pink, Peach, Blush Rose, White, Blotched, Varie- gated, Marglned Easy to grow from seed and often bloom 90 days after planting. (Pkt. 15c) (2 for 25c) postpaid. Plant now. SPECIAL OFFER: 1 pkt. as above and 5 pkts of other Choice Houseplant Seeds. all different and easily grown in house. Value $1.25, all for 60c postpaid. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BARUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.