Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 ío,a Mn”'e' Cleaning Cleaning Institulion 64. ÁRGANGUR PHONE 21374 ko^ tf«s5e C1C^C nde^TS ^ 6 A Complete Cleaning institutior NÚMER 5 Menningarsögulegur atburður Nú hefir skipast svo iil fyrir atbeina framkvaemdar- nefndar, stofnendasambands kenslustólsins í íslenzku við Manitobaháskólann, og þeirra félaga íslenzkra, er að fram- gangi málsins vinna, að efnt verður til hljómleika í Play- house Theatre hér í borginni á föstudagskvöldið þann 30. marz næstkomandi, er teljast munu réttilega mega til menningarsögulegs atburðar meðal íslendinga vestan hafs; tvær stjörnur á himni íslenzkrar hljómlistar, þær frú María Markan Östlund og ungfrú Helga Sigurdson, sem báðar eru búsettar í New York, hafa góðfúslega lofast til að koma hingað á áminstum tíma til hljómleikahalds; þær^hafa báðar með list sinni aukið á veg íslenzka þjóð- stofnsins til verulegra muna; er frú María fyrsta, íslenzka óperusöngkonan í heimi, en ungfrú Helga er viðurkenndur snillingur i píanóleik. Þá er það nú einnig fullráðið, að hinn mikli vinur íslenzkrar menningar, Dr. Gillson. forseti Manitobaháskól- ans, beri fram á hljómleikakveldi þessu, mikilsvarðandi tilkynningu um stofnun kenslustóls í íslenzku og íslenzkri bókvísi við háskóla fylkisins. Þetta verður ógleymanlegl skemti- og fræðslukvöld. MÁRUS SIGURGEIRSSON (Undir nafni móður hans) Hún kom eins og sólmyrkvi um sumarstund sorgin, og varir í minni. Á sverðseggjum gekk ég með ólífisund á eftir kistunni þinni. Og síðan er liðið á annað ár og ennþá hjarta mitt grætur, þó augunum svali engin tár um andvöku langar nætur. Ó, hvert ertu farinn, Mári minn? Hvað meintu nornirnar gramar, með ofbeldi að nema burt anda þinn svo aldrei ég sæi þig framar? Við hörmurri þig öll, — en hafið er vítt, sem hylur þig sjónum manna. — Og ef til vill máske ertu nýtt undraland betra að kanna. Þitt pund var svo stórt, og stefna þín glæst. Ég var stolt af að vera þín móðir og ætíð tókstu þær einkunnir hæst, sem ungmennum gefa þjóðir. Og þú varst svo fallegur, Mári minn, að margoft ég horfði á þig. Og alt lék í höndum þér. — Heimurinn hlaut bæði að virða og dá þig. Þú ástvinur sönglistar árla varst á æskunnar morgni glöðum. Þú listamannseðli og útlit barst upplýst af skilning hröðum. Þó stutt væri ævin, — og sorg mín sé sár þá samt það mig gleður að vita: að þessi þín skömmu aldursár voru aflgjafi ljóss og hita. Nú pabbi og mamma þín kveðja þig kært á krossgötum hjartfólgni vinur. Þú hefir með menning og manngildi fært oss, metnað þá hugurinn stynur. Og konan þín unga og dóttirin dýr, sem draum þinnar framtíðar ólu, úr dag hríðarsporum þín drenglund þeim snýr. Þær dreymir um þig móti sólu. 11. des. 1950 J. S. frá Kaldbak Alt á sömu bókina lært í vikunni, sem leið, hækkaði sápa og bökunarfita í verði um nálega sex af hundraði; einnig hækkaði verð gosdrykkja úr sex upp í sjö cents flaskan; ekki hefir til þess spurst, að laun þeirra manna, er nota sápu, eða þurfa að svala þorsta sínum, hafi hækk að að sama skapi; það lætur ó- neitanlega undarlega í eyra, að allir skapaðir hlutir þurfi að standa í öfugum hlutföllum, þrátt fyrir óvenjulega gott ár- ferði á vettvangi framleiðslunn- ar. Stórhækkaðar tekjur Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Mr. Campbell, sem jafn- framt er fylkisféhirðir, hefir kunngert, að tekjuafgangur stjórnarinnar á fjárhagsárinu, sem endaði þann 31. marz 1950, nemi freklega fjórum miljónum dollara; alls námu fylkistekjurn- ar liðugum 40 miljónum; hreinn ágóði af stjórnarvínsölunni hljóp upp á hálfa áttundu miljón dollara. Ralph Maybank Samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í Ottawa, hefir Ralph Maybank, sambands þingmaður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra, verið skip- aður aðstoðarmaður náttúrufríð- indaráðherrans, Mr Winters; er því nú ærið alment spáð, að þetta muni leiða til þess, að Mr. Maybank verði hafinn til ráð- herratignar áður en langt um líður. Hon. Valdimar Bjornson Aðalræðumaður á Frónsmóti Það mun að sjálfsögðu vekja almennan fögnuð meðal íslend- inga hér um slóðir, að Hon. Valdimar Bjornson, hinn nýi fjármálaráðherra Minnesotarík- is, verði aðalræðumaður á Miðs- vetrarmóti Þjóðræknisdeildar- innar „FRÓN“, sem haldið verð- ur hér í borginni í sambandi við á r s þ i n g Þjóðræknisfélagsins þann 26. febrúar; er Valdimar þjóðkunnur gáfumaður og mælskur að sama skapi; og þá dregur það heldur ekki úr á- nægjunni, að í för með honum verður hin prúða og glæsilegá kona hans, frú Guðrún Jóns- dóttir. Dr. Helgi P. Briem Skipaður sendi- herra í Svíþjóð Laust fyrir síðastliðin jól, var dr. Helgi P. Briem skipaður sendiherra íslands 1 Svíþjóð, að því er Morgunblaðinu í Reykja- vík, nýkomnu, segist frá; um nokkur undanfarin ár gegndi dr. Briem þar sendifulltrúa- stöðu; ; hann var um langt skeið aðalræðismaður íslands í New York og naut þar mikilla vin- sælda sakir háttprýði og risnu. Lögberg flytuf dr. Briem inni- legar hamingjuóskir vegna þeirr ar verðugu sæmdar, er honum nú hefir fallið í skaut. Fró Kóreu Nú er svo komið, að fylkingar sameinuðu þjóðanna, sem jafnt og þétt hafa verið að vinna á hér og þar í Kóreu, eiga nú að- eins eftir ófarnar níu mílur til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seoul, sem verið hefir í höndum kommúnista nálægt tveggja mánaðatíma, og er þess nú vænst, að innan tiltölulega skamms tíma muni lýðræðis- herjirnir hafa þessa fornfrægu borg að fullu og öllu á valdi sínu. Fólksf jöldi Winnipegborgar Á síðastliðnu ári nam fólks- fjölgunin í Winnipeg tveimur af hundraði, og var íbúatalan við áramótin 238.604. Tölur þessar gilda aðeins um Winnipegborg sjálfa, án tillits til umhverfa hennar, sem eru harla mann- mörg, og séu þau talin með verður íbúatala Winnipegborgar hinnar meiri eitthvað um 325.000. Svíakórinn syngur ó Frónsmótinu Mr. Arlhur Anderson Frónsmótið verður haldið þann 26. febrúar n.k. eins og blöðin hafa þegar skýrt frá. Það er aldrei vandalaust að undirbúa skemtiskrá fyrir meiri- háttar samkomur og heppnast því misjafnlega en í þetta sinn er útlit fyrir að Fróni ætli að takast með bezta móti. Þess hefir þegar verið getið, að Valdimar Björnsson muni flytja ræðu á mótinu og mælist það eflaust vel fyrir því ekki eigum við mælskari mönnum á að skipa. í næstu blöðum verður sagt frá öðrum atriðum skemtiskrár- innar, en hér vil ég geta þess, að okkur hefir tekist að fá karla- kór Svía hér í borg til þess að syngja og mun það verða í fyrsta skipti, sem þessi ágæti flokkur lætur til sín heyra á Frónsmóti. Söngstjóri þessa flokks er Arthur A. Anderson, áhrifa- maður í athafna- og félagslífi Skandinava hér í fylki. Hann er einnig, að sögn dómbærra manna, eitt af fremstu góðskáld- um Svía í landi þessu. Mr. Anderson hefir tekið kór sinn á söngmót Svía víðsvegar um þessa álfu og jafnan fengið góða dóma. Það er Fróni ánægju efni að geta gefið Islendingum kost á því að hlusta á hina lífs- glöðu og söngelsku Svía — þessa frændur okkar sem við mættum gjarnan betur kynnast. H. Thorgrímsson, ritari Fróns Situr ekki auðum höndum Kona nokkur, Mrs. J. K. White, 87 ára að aldri, sem heima á í bænum Penzance á Englandi, situr auðsjáanlega ekki auðum höndum þó árin séu nokkuð tek- in að færast yfir hana; nú hefir hún nýlokið við að sauma sessur í stóla söngflokksins í kirkjunni, sem hún telst til, og er svo sagt, að nálsporin nemi einni miljón og sjö hundruð þúsundum. Róðuneyti segir af sér Ráðuneyti það, sem staðið hef- ir að völdum í Hollandi undir forsæti Williams Drees, hefir sagt af sér vegna innbyrðis- ágreinings út af ráðsmensku stjórnarinnar í New Guinea og aðgerðum eða aðgerðarleysi á vettvangi hervarnanna. William Benidickson Skipaður þingfulltrúi Sú fregn hefir borist hingað frá Ottawa, að Mr. William Beni- dickson, sambandsþingmaður fyrir Rainy River kjördæmið í Ontario, hafi verið skipaður þingfulltrúi samgöngumálaráð- herrans, Mr. Chevriers. Mr. Benidickson er íslenzkur í föður ætt, sonur Kristjáns Benidick- sonar forstjóra í Winnipeg; hinn nýi þingfulltrúi er vaxandi mað- ur innan vébanda Liberalflokks- ins, gáfurnaður mikill og mælsk- ur vel. Mr. Benidickson er efni í á- gætan ráðherra. Viðbótargreiðslur á korni Viðskiptamálaráðuneytið í Ot- tawa hefir kunngert, að við- bótargreiðslur bændum til handa fyrir uppskeruárið 1950— 51, nemi hvorki meira né minna en 100 miljónum dollara; gildir þetta um hveiti, hafra og bygg. Uppbótin nemur 20 centum á mæli hveitis, 10 centum á mæli af höfrum og 20 centum á mæli af byggi; greiðslur hefjast þann 1. yfirstandandi mánaðar; á- ætlað er, að vegna þessarar ráð- stöfunar, komi 17 miljónir doll- ara í hlut bænda innan vébanda Manitobafylkis. Mannraunir í fyrri viku sagði Lögberg frá snjóflóðunum í Ölpunum og eldgosinu á New Guinea, og var þá auðsætt, að líf- og eignatjón hefði þegar orðið allmikið; en nú er komið á daginn, að mann- tjón- og eigna er langtum stór- feldara en í fyrstu var hugsað. Nú er víst, að í Austurríki. Sviss- landi og ítalíu, hafa nálega 300 manns látið lífið af völdum á- minstra snjóflóða, en á New Guinea nemur tala þeirra, sem látist hafa af völdum eldsum- brota, eitthvað um fimm þús- undum, og enn er síður en svo, að séð sé fyrir enda þessara ægi- legu náttúruhamfara. Batnandi fjórhagur Að því er forráðamönnum þjóðeignabrautanna Canadian National Railways segist frá, urðu tekjur síðasta árs $29.500,- 000 hærri en árið 1949, og má þetta sannarlega kallast vel að verið; engu að síður fer þó fé- lagið, ásamt Canadian Pacific járnbrautarfélaginu, fram á eina farmgjaldahækkunina enn, er vera skal fimm af hundraði; víst má telja, að þessari nýju hækk- unartilraun verði mótmælt, hvort sem árangur hlýtzt af eða ekki, þarf naumast að efa. Farmgjöld í þessu landi eru þegar ærið há, og víst er um það, að ný hækkun myndi vega þunglega í knérunn bænda, einkanlega vestanlands. Á flugi og ferð Ferðaðist ég til fjarða, Fróns, þegar leið af nóni; ofar ólgandi hafi, yfir regnskýjaveggnum. Langað hafði mig lengi landið fanna að kanna; grund með eldhafi undir, eyðimerkur og heiðar. Fjöll og sólríka sali; sögu, og ljóðin, er þjóðin skóp á örlagaárum, er æddu stormar og næddi úrgur aldanna kaldi yfir þjóðlífsins glóðum. Gull á þrátt fyrir þetta þjóð í framtíðar sjóði. Man ég allt það, sem ann ég: angan jarðar um langan dag, hjá draumljúfum straumum, daggartárin á skára. Hrjúf í loftsvala ljúfum liggur sveitin, er veitir ástir, öryggi og festu andans; stáli í málið. S. E. Björnsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.