Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J J. Bl LDFELL, þýddi
Morguninn eftir að Arthur slasaðist, sendi
Beaufort lávarður eftir hr. Biackwell og bað
hann að sjá um að útför Katrínar yrði gerð
með sóma, hann bað hann líka að eiga tal við
Philip og fullvissa hann um velvild og frænd-
rækni Beaufort lávarðar í hans garð og bjóða
honum frá sér, að hann skyldi aðstoða hann til
að ná hverju því mennta-takmarki, sem hann
óskaði, eða að búa hann undir hverja þá lærða
stöðu, sem að hann kysi, og hann áminti lög-
fræðinginn um að viðhafa alla þá lægni og
varúð, sem að hann ætti yfir að ráða í viðtali
sínu við Philip, sem væri bæði drambsamur
og geðríkur.
Herra Blackwell, sem átti hvorki yfir lægni
né lipurð að ráða, fór til sorgarhússins, rudd-
ist þar inn og náði tali af Philip, en efni sam-
ræðu hans var, að fegra hið óumræðilega göf-
uglyndi húsbónda síns, sem hann tvinnaði sam-
an við ávítanir og skort á þakklætiskyldu frá
hendi Philips. Þetta æsti skap Philips svo, að
Blackwell þakkaði sínum sæla að komast ó-
meiddur út frá honum. En hann samdi við
virðulega grafara um sómasamlega útför. Hann
hélt að Philip mundi ekki verða eins æstur í
skapinu þegar búið væri að jarða móður hans,
og að hann mundi þá verða líklegri til að taka
sönsum, hann frestaði því að ná tali af honum
aftur, þar til útförin var um garð gengin, en
í millitíðinni skrifaði hann Beaufort lávarði
bréf og sagðist hafa framkvæmt það, sem fyr-
ir sig hefði verið lagt — samið um jarðarförina,
en sem stæði gæti hann ekki talað við Philip
um framtíðar-áformin, sem að lávarðurinn
hefði stungið upp á. Hann sagðist samt ekki
vera í neinum vafa um, að annað samtal við
hann mundi leiða þau farsællega til lykta í fullu
samræmi við vilja og fyrirskipun skjólstæð-
ingsins. Beaufort lávarður gerði sig ánægðan
með þetta.
Jarðarfarardagurinn, þegar Katrín var bor-
in til grafar, var þungbúinn, heitur og óþægi-
legur. Philip lét undirbúning jarðarfararinnar
sig engu skipta; hann spurði ekki einu sinni um,
hver hefði ráðstafað öllu þessu þögula fólki,
vögnum, svörtu skúfum og sorgarborðum. Ef
hann í huga sínum setti þetta fánýta glingur
í samband við Beaufort lávarð, þá gerði það
hvorki að draga úr þeirri andúð og óbeit, sem
hann hafði á föðurbróður sínum, né heldur
fanst honum að hann hefði rétt til að afbiðja
að minningu þeirrar dánu væri sómi sýndur,
þó hann gæti afþakkað þjónustusemi til handa
eftirlifandi sonum hennar. Eftir heimsókn
Beaufort lávarðar þá hafði hann verið utan
við sig eða kærulaus, sem að fólkinu í húsinu
virtist frekar stafa af afskiptaleysi heldur en
sorg.
Jarðarförinni var lokið, og Philip fór heim
í herbergið, sem hin látna hafði átt heima í, og
nú í fyrsta sinn fór hann að athuga bréf og
skilríki, sem að hún hafði skilið eftir sig. í
gömlu skrifborði fann hann nokkra pakka af
bréfum með rithönd föður síns og var skriftin
á sumum þeirra farin að mást. Hann opnaði
nokkur þeirra, það voru hin fyrstu ástarbréf,
sem að faðir hans hafði skrifað móður hans.
Hann gat ekki lesið nema nokkrar línur, svo
innilega viðkvæm voru þau, og svo stakk hinn
hreinskilni heiti andi þeirra í stúf, við örlög
beggja elskendanna. Hjartaslög höfundarins
virtust titra í bréfunum. Nú voru hjörtu beggja
kyrr og köld! Andarnir kölluðust árangurs-
laust á!
Að síðustu fann hann bréf, sem móðir hans
hafði skrifað og var skrifað utan á til hans,
og dagsett tveimur dögum áður en hún dó.
Hann fór út að glugganum, því honum fanst
að hann ætlaði að kafna af loftleysi. Úti fyrir
heyrðist skrölt og hávaði á götum Lundúna-
borgar, köll manna, sem voru að fara um með
varning sinn, vagnaskrölt, hlátur og köll
drengja, sem voru á leið heim til sín frá skól-
unum. Upp yfir alt þetta skvaldur heyrði hann
skellihlátur, sem vakti sérstaklega eftirtekt
hans og hann leit ósjálfrátt í áttina, sem hlát-
urinn kom úr og hann sá við dyr á knæpu
standa líkvagninn, sem móður hans var ekið
til grafar í og grafarana, sem höfðu stansað
þar til að hressa sig. Hann lét gluggann aftur og
stundi, fór út í hornið í herberginu, sem lengst
var í burtu frá glugganum og las sem fylgir:
„Elskulegi Philip minn: — Þegar þú lest
þetta þá verð ég ekki lengur í tölu hinna lif-
andi. Þú og vesalings Sidney verða föður-,
móður-, eigna- og nafnlausir. Himnafaðirinn er
réttlátari en mennirnir, og honum fel ég ykkur.
Þú Philip, ert kominn af barnsárunum; og
þannig úr garði gerður, að þú ert líklegur til
að bera sigur úr býtum í viðureign þinni við
heiminn. Gættu vel að skapi þínu og þá getur
þú boðið erfiðleikum lífsins byrginn. Þú hefir
nú upp á síðkastið í erfiðleikum okkar yfir-
unnið geðríki þitt og tamið svo metnað þinn
og ákaflyndi æskuáranna, að ég hefi litið með
meira hugrekki á framtíð þína, heldur en að
ég gerði, jafnvel á meðan að framtíðarvonirn-
ar voru svo bjartar. Fyrirgefðu mér, elsku
barnið mitt, að ég hefi leynt þig heilsuástandi
mínu, og ef að dauði minn verður þér óvænt
reiðarslag. Láttu ekki hryggðina út af fráfalli
mínu hvíla of lengi á huga þínum. Fyrir sjálfa
mig er lausnin frelsi frá fangelsi og viðjum —
frá líkamlegum þjáningum og andlegum kvöl-
um, sem að ég vona að megi bæta fyrir sumar
af yfirsjónum mínum frá fyrri og bjartari ævi-
árum. Því mér yfirsást, þegar að ég, þó í beztu
meiningu, leyfði föður þfnum að halda giftingu
okkar leyndri og eyðilagði með því vonir þeirra,
sem ég átti að vernda, ekki síður en hann. Ó,
Philip, varaðu þig á fyrsta falska sporinu, sem
leiðir til ótrúmensku; varaðu þig líka á geð-
ríki, sem ekki sýnir eftirköst sín fyrri en eftir
mörg ár, en sýnist í svipinn svo aðlaðandi og
hressandi. Ég endurtek mína alvarlegu áminn-
ingu um, að syrgja mig ekki; en leitaðu styrks
hugar og hjarta til þess að taka á móti verk-
efni því, sem ég nú fel þér — Sidney, dreng-
inn minn og bróður þinn! Hann er svo við-
kvæmur og blíður og hann hefir verið mér svo
handgenginn og hefir þurft að reiða sig á um-
hyggju mína og við erum nú skilin í fyrsta og
síðasta sinn. Hann er hjá ókunnugu fólki og —
og — Ó, Philip, Philip! Vaktu yfir honum,
fyrir kærleika þann, sem þú berð í brjósti
ekki aðeins til hans heldur líka til mín! Vertu
honum faðir ekki síður en bróðir. Skýldu hon-
um, þeim veikari, frá aðköstum lífsins og ill-
kvittni veraldarinnar. Hann á ekki yfir að ráða
eins miklu andlegu atgerfi eins og þú né held-
ur skapfestu, án þín er hann tapaður. Lifðu,
stríddu og ryddu þér veg hans vegna ekki síð-
ur en sjálfs þíns vegna. Ef að þú gætir talið
hjartaslög mín á meðan að ég er að skrifa
þetta. Ef að þú gætir ímyndað þér, hvað ég er
mikið rólegri í sambandi við hann fyrir traust
mitt á þér, þá myndir þú finna til nýs hug-
rekkis — míns hugrekkis — hugrekkis móður-
kærleikans og framtíðarhugsun lauga sál þína
á meaðn að þú ert að lesa þetta. Farðu og sjáðu
hann, þegar að ég er farin — hlynntu að hon-
um og talaðu um fyrir honum. Sem betur fer,
þá er hann of ungur enn til að skilja til full-
nustu hvað hann hefir misst; og láttu hann ekki
hugsa um mig með beiskju í framtíðinni. Hann
er barn nú, og þau geta eitrað hugsun hans um
mig miklu auðveldar en þína. Hugsaðu um, að
ef honum líður illa, þá getur hann gleymt mér,
og hversu heitt að ég unni honum; hann máske
formælir foreldrum sínum. Fyrirgefðu mér allt
þetta, Philip sonur minn, en mundu það vel.
Og nú, þar sem þú finnur þetta bréf, finnur
þú líka lykil, sem gengur að hólfi í skrifborð-
inu, þar sem að þú munt finna það litla af pen-
ingum, sem að ég hefi getað dregið saman. Þú
sérð á því, að ég dó ekki úr skerandi fátækt.
Taktu það sem þar er; þó að þú sért ungur, þú
þarft þess máske frekar við nú en seinna. En
gættu þess, að þú farir eins vel með það fyrir
bróðir þinn eins og þig sjálfan. Ef hann á við
illt að búa, sem að þú verður að fara og ganga
úr skugga um (og gleymdu því ekki, að hann
mundi kveljast undan því, sem að þú mundir
naumast finna til) eða ef þau ofbjóða honum
með vinnu (hann er of ungur til að vinna) en
þetta getur hjálpað til að útvega honum heimili
nærri þér. Guð varveiti og vaki yfir ykkur
báðum! Þið eruð föður og móðurleysingjar nú.
En hann hefir boðið, jafnvel munaðarleysingj-
unum að kalla sig föður!“
Þegar Philip Morton lauk við að lesa bréfið,
kraup hann á kné og baðst fyrir.
2. Kapítuli.
Eftir að Philip var búinn að jafna sig eftir
lestur bréfsins þá opnaði hann hólfið í skrif-
borðinu, sem lykillinn gekk að, og fann liðug
100£, sem Katrín hafði dregið saman. Það mátti
nærri geta, að hún hefir orðið að spara og
neita sér um margt til þess að geta lagt þessa
upphæð til síðu. Eftir að hafa brennt ástar-
bréf föður síns og öll önnur bréf og blöð, sem
hann áleit þýðingarlaus, þá batt hann saman í
böggul ýmislegt, sem hafði tilheyrt móður hans,
sem hann ásetti sér að geyma til minningar
um hana og fór svo út úr herberginu og ofan
í setustofuna á bak við búðina. Á leiðinni þang-
að mætti hann þjónustustúlkunni, sem hafði
annast móður hans og mintist þess hve sorg-
bitin að hún hafði verið út af fráfalli og örðug-
leikum móður sinnar, svo að hann rétti henni
tvo gullpeninga: „Og nú“, sagði hann við stúlk-
una, sem enn grét, „get ég vogað mér að spyrja
þig að því, sem ég ekki þorði áður. Hvernig
dauðdaga fékk móðir mín? Tók hún mikið út?
— eða — eða . . . .“
„Hún leið út af eins og ljós, herra“, sagði
stúlkan og þurkaði tárin úr augunum á sér.
„Herramaðurinn var hjá henni allan daginn,
og henni leið svo miklu betur eftir að hann
kom“.
„Iierramaðurinn! Ekki þó herramaðurinn,
sein var þar þegar að ég kcym?“
„Nei, guð minn, nei! Ekki fölleiti miðaldra
herrajnaðurinn, sem að hjúkrunarkonan og ég
sáum fara ofan þegar að klukkan sló tvö. Það
var ungi málþýði herramaðurinn, sem að kom
um morguninn og sagðist vera skyldur henni.
Hann var hjá henni þangað til að hún sofnaði,
og þegar að hún vaknaði þá brosti hún við
honum. Ég gleymi því brosi aldrei — því að ég
stóð hinu megin, eins og hérna, en læknirinn
stóð út við gluggann að blanda þessi meðul
sín og láta þau í glas; hún leit fyrst á unga
manninn og svo á okkur og hristi höfuðið ó-
sköp hægt, en sagði ekkert. Ungi maðúrinn
spurði hana að því, hvernig að henni liði, og
hún tók í báðar hendur hans og kysti þær;
svo tók hann undir herðarnar á henni og reisti
hana upp til þess að hún gæti tekið meðulin,
svo sagði hún: „Þú ætlar' aldrei að gleyma
þeim?“ Og hann sagði: „Aldrei!“ Ég vissi ekki
hvað það meinti herra minn!“
„Jæja, jæja — haltu áfram!“
„Svo lagði hún höfuðið upp að brjóstinu á
honum, og hún virtist vera svo ánægð, en þeg-
ar læknirinn kom aftur að rúminu þá var hún
liðið lík“.
„Og þessi ókunni maður var í mínu plássi!
Það gerir ekkert til, guð blessi hann — guð
blessi hann. Hver var það? Hvað hét hann?“
„Ég veit það ekki, herra minn. Hann sagði
ekki frá því. Hann var kyrr eftir að læknirinn
fór og grét sáran; hann bar sig ver, en að þú
gerðir, herra minn“.
„O, já“.
„Og hinn herramaðurinn kom þegar að hann
var að fara, og þeim virtist ekki koma vel sam-
an, því að ég og hjúkrunarkonan vorum í næsta
herbergi og heyrðum í gegnum vegginn að
hann var að ávíta hann, en hann tafði ekki
lengi“.
„Og hefir hann ekki sést síðan?“
„Nei, herra. Húsmóðirin getur máske sagt
þér meira um hann. En viltu ekki fá þér ein-
hverja hressingu, herra? Þú ættir að gjöra
það — þú ert svo fölur“.
Philip ýtti þjónustustúlkunni hægt til hlið-
ar og gekk í hægðum sínum ofan stigann.
Hann fór inn í setustofuna á bak við búðina,
þar sem tvö eða þrjú börn voru að leika sér;
hann sendi eitt þeirra til að sækja móður þeirra,
sem var eigandi verzlunarinnar, sem kom undir
eins inn og heilsaði honum alvarleg og hæversk
á brún og brá, eins og við átti.
„Ég ætla að fara héðan, frú, og ég kom til
að borga, ef að móðir mín skuldaði þér nokkuð,
húsaleigu eða anna“.
„Ó, herra! Minstu ekki á það“, svaraði frú-
in og tók bréfmiða úr barmi sér, smekklega
saman brotinn og lagði hann á borðið. „Og
herra, herra!“ bætti hún við um leið og hún
tók nafnspjald úr sama stað, — „hérna er nafn-
spjald herramannsins, sem sá um útförina.
Hann kom hingað fyrir hálfum klukkutíma síð-
an og bað mig að segja þér, að hann ætlaði að
heimsækja þig klukkan ellefu á morgun, svo
að ég vona að þú farir ekki strax, því að ég
held, að hann ætli að borga allt fyrir þig. Hann
sagði, að hann ætlaði að gera það, herra“.
Philip leit á nafnspjaldið og las: „Mr. George
Blackwell, Lincoln’s Inn.“ Það sigu brýrnar á
Philip — hann lét nafnspjaldið falla á gólfið
og steig á það með fætinum fyrirlitlega, og
tautaði við sjálfan sig: „Lögfræðingurinn skal
aldrei kaupa mig til uppgjafar á ögrun minni!“
Hann leit á upphæðina á reikningnum, sem
ekki var hár, því vesalings Katrín hafði sam-
vizkusamlega borgað leiguna á herbergiskytr-
unni og allar nauðsynjar sínar. — Philip borg-
aði reikninginn og á meðan að húsfrúin var
að skrifa kvitteringuna spurði hann:
„Hver var herramaðurinn — ungi herra-
maðurinn, sem kom hingað morguninn, sem
að hún móðir mín dó?“
„Ó, herra minn! Ég sé eftir að ég spurði hann
ekki að heiti. Herra Perkins sagði, að hann
hefði verið ættingi hennar. Einkennilegt, að
hann skuli ekki hafa komið aftur. En hann er
viss með að koma, herra; það er betra fyrir
þig að vera hérna“.
„Nei, þetta gjörir ekkert til. Hann hefir lok-
ið öllu, sem að hann gat gjört. En eftir á að
hyggja, gjörðu svo vel að fá honum þennan
miða, ef að hann skyldi koma“. Philip fékk
lánaðan miða hjá húsfrúnni og skrifaði (á með-
an að frúin fór að útvega lakk og ljós) þessi orð:
„Ég get ekki ímyndað mér hver þú ert: Þeir
segja mér, að þú segist vera skyldur okkur;
það hlýtur að vera einhver misskilningur. Ég
vissi ekki til þess, að hún vesalings móðir mín
ætti svona veglynt skylmenni. En hver sem þú
ert, þá léttir þú hennar síðustu æviaugnablik —
hún dó í faðmi þínum; og ef að einhvern tíma
í framtíðinni, að við skyldum hittast og að ég
gæti gert þér einhvern greiða, þá skal ekkert,
sem að ég hefi ráð á, vera þér of gott. Ef að
þú ert virkilega skyldur henni, þá bið ég þig
fyrir bróður minn, hann er í . . . . hjá hr. Mor-
ton. Ef að þú gætir gert honum greiða, þá vakir
sál móður minnar yfir þér sem verndarengill.
Hvað mig snertir þá leita ég ekki hjálpar hjá
neinum manni: Ég geng mína eigin götu og
ætla mér að ryðja minn eigin veg. Svo mikla
andúð hefi ég á ölmusu frá öðrum, að ég held,
að ég gæti ekki blessað þig, ef að góðvild þinni
væri ekki lokið við gröf móður minnar.
PHILIP“.
Hann lokaði bréfinu og fékk húsfrúnni það.
„En heyrðu“, sagði frúin. „Ég gleymdi, að
læknirinn bað mig að skila til þín, að ef þú
vildir senda eftir honum, að þá skyldi hann
með ánægju koma og gefa þér allar upplýs-
ingar“.
„Það er gott“.
Að svo mæltu tók Philip böggul sinn og fór.
Hann fór fyrst út í kirkjugarð, þar sem móðir
hans hafði verið jörðuð þá um daginn. Garð-
urinn var mjög nálægt, en þó nógu fjærri til
þess að ys og þys, skrölt og læti borgarinnar
náðu ekki til hans. Kirkjugarðshliðið stóð opið,
því að almennings-gangstígur lá í gegnum hann,
og Philip gekk hljóðlega inn í garðinn. Það var
farið að kvelda, og sólin, sem hafði verið hulin
skýjum, braust í gegnum þau og varpaði geisl-
um sínum vörmum og helgum á bústað hinna
clauðu.
„Mamma! Mamma!" braust fram af vörum
föðurleysingjans um leið og að hann kraup við
gröf móður sinnar: „Ég er kominn hingað til
að endurtaka eið minn, sverja aftur, að ég
skal reynast trúr verkefni því, sem að þú fólst
mér. Og ég spyr, hvort að nokkurn tíma hafi
á jörðinni verið vesælli maður og einmana-
legri, heldur en að ég er nú?“
Ámeðan að hann var að stynja þessu upp,
þá heyrði hann skrækan málróm — ergelsis-
legan ömurlegan málróm, sem auðheyrt var að
kom frá aldurhnignum manni, sem talaði af
mikilli geðshræringu þar skammt frá honum.
„í burtu með þig, ótuktar kindin þín! Þú
ert fyrirlitlegur!“
Philip brá við og það fór hrollur um hann,
eins og orðin hefðu verið töluð til hans sjálfs
og það frá gröfinni. En þegar að hann reis á
fætur og greiddi hárið frá augunum á sér með
hendinni, þá sá hann þar í skugga skammt
frá sér tvo menn, annan aldraðan og gráhærð-
an, sem sat á girðingu, sem var þar í kringum
leiði. og sneri beint á móti sólinni; hinn var
auðsjáanlega miðaldra maður og hann laut á-
fram eins og að hann væri að biðjast fyrir.
Aldraði maðurinn var með útréttan handlegg-
inn yfir höfði hins yngra eins og til áréttingar
þessum hræðilegu orðum, og eftir augnabliks
þögn, sem Philip fanst langur tími, þá heyrðist
ámátlegt spangól frá hundi, sem lá fram á
lappir sínar hjá gamla manninum, spangól, sem
máske bar vott um hræðslu við hirtingu frá
öldungnum.
„Faðir minn! faðir minn!“ sagði yngri mað-
urinn í ávítunarrómi, „hundurinn þinn ávítar
þig fyrir þessar formælingar þínar“.
„Þegiðu! Hundurinn minn! Hvað hefir þú
skilið mér eftir annað en hann? Þú hefir komið
því til leiðar, að ég hefi fengið viðbjóð á vin-
um mínum, því að ég hefi þín vegna fengið
viðbjóð á sjálfum mér og nafni mínu, sem þix
hefir svívirt. — Þú hefir gjört aldursár mín
að spotti annara — glæpir þínir hafa einangrað
mig í blygðun minni!“
„Það eru mörg ár síðan að við fundumst síð-
ast, faðir minn — við sjáumst máske aldrei
aftur — eigum við að skilja þannig?“
„Þannig, ó já!“ sagði gamli maðurinn bit-
urt. „Nú skil ég — þú hefir komið til að betla
peninga!“
Þegar að sonur gamla mannsins heyrði þessi
orð föður síns brá honum mjög, leit upp, kross-
lagði hendurnar á brjósti sér og svaraði:
„Herra, þú gerir mér rangt til. í meira en
tuttugu ár hefi ég séð sjálfum mér farborða —
það gerir ekkert til hvernig að ég hefi gert
það, en ég hefi gjört það án þess, að leita styrks
til þín; og nú, þegar að ég finn til iðrunar út
af því, að ég lét þig nokkurn tíma vísa mér á
bug — nú þegar að þú ert orðinn gamall og
hjálparvana og að ég frétti að þú værir blindur,
og þyrftir máske á hjálp að halda, jafnvel frá
vesalings syni þínum einskis verðum. En ég
hefi lokið máli mínu. Gleymdu ekki misgjörð-
um mínum, heldur þessu samtali. Taktu böl-
bænir þínar til baka, faðir, ég hefi nóg að bera
án þeirra, og svo — leyfðu syninum að blessa
föðurinn, sem að formælir honum. Vertu sæll!“
Eftir þetta ávarp, sem endaði í viðkvæmum
og klökkum róm, sneri maðurinn sér við og
gekk í burtu rétt fram hjá Philip, sem að hann
þó ekki sá, en Philip sá við síðustu skímu dags-
ins andlitið hrjúfa, sem ekki var auðvelt að
gleyma eftir að hafa séð það einu sinni; hann
þekti ókunna manninn, sem hann hafði sofið
upp við brjóstið á um nóttina þegar að hann
var á leiðinni til R . . . .
Gamli maðurinn sá ekki þegar sonur hans
fór, en svipurinn á honum breyttist, — varð
mildari, þegar að sonur hans fjarlægðist.