Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1951 3 Menntaskólinn ó Akureyri 1946-48 Eftir prófessor RICHARD BECK----------- Nýlega barst mér í hendur skýrsla Menntaskólans á Akeur- eyri fyrir starfsárin 1946—47 og 1947—48 (Akureyri, Prentverk Odds Björnssonar, 1950), og er það fyrsta skýrsla skólans, sem út kemur undir ritstjórn hins nýja skólameistara, Þórarins Björnssonar, áður um langt skeið lantínu- og frönskukennari skól- ans og hinn lærðasti maður í sínum fræðum. Tók hann eins oo kunnugt er, við skólastjórn- inni af Sigurði Guðmundssyni skólameistara, er lét af skóla- meistaraembættinu frá áramót- um 1947—48, eftir meir en ald- arfjórðung í þeim sessi, og lézt stuttu síðar (10. nóv. 1949). Þessi skýrsla skólans er þá einnig, eins og vera bar og vænta mátti, sérstaklega helguð minn- ingu Sigurðar skólameistara. Fremst í ritinu er heilsíðumynd af málverki af honum eftir Örlyg listmálara son hans. Þá skipa hér einnig öndvegi ræða sú, sem Þórarinn skólameistari flutti í kveðjusamsæti, er Menntaskól- inn á Akureyri hélt þeim Sig- urði skólameistara og frú Hall- dóru 14. jan. 1948, í tilefni af brottför þeirra, og einnig ræða Þórarins skólameistara við minningarathöfn þá um fyrir- rennara hans, er fram fór í há- tíðarsal skólans 26. nóv. 1949. Eru ræður þessar báðar hinar prýðilegustu og drengilegustu í hvívetna, en vitanlega sér um svip 0g blæ, þar sem þær voru fluttar við svo ólík tækifæri. En báðum er þeim sameiginleg hjartagróin þökkin, fölskvalaus aðdáun og hlýhugur; og báðar lýsa þær vel hinum sérstæða og svipmikla manni, sem þar á hlut að máli, æviferli hans og frá- bæru kennslu- og menningar- starfi, er holl áhrif hrísluðust frá út um gjörvalt þjóðlífið, með nemendum hans og í ræðum hans og ritum. Fagurlega, og vafalaust einnig laukrétt, er Sigurði skólameistara lýst sem kennara, já, og einnig sem manni og dýpstu hugðarefnum hans, í þessum kafla úr minningarræðu Þórarins eftirmanns hans: „Sigurður skólameistari var frábærlega lifandi kennari. Hann var listamaður í kennslu. Óhugs- andi var, að nokkrum gæti leiðzt eða nokkur gæti dottað í kennslustund hjá honum. Eng- um tókst betur en honum að sameina gaman og alvöru. Fáir tímar munu hafa liðið svo, að ekki væri brosað og oft hlegið dátt, en hinar stundirnar voru ekki síður fáar, að hann kenndi ekki einhver lífssannindi. Jafn- vel steinrunnin málfræði fékk lífsroða í höndum hans. En bezt naut hann sín í bókmenntatím- um, ekki sízt er hann fór í Is- lendingasögur. Þar gafst honum færi á að fjalla um það, sem honum var hugleiknast alls: mannlegt eðli. Hann hafði yndi af að skyggnast inn í mannleg rök, ráða mannlegar rúnir. Hann rakti örlög söguhetjanna, benti á samband þeirra örlaga við eðli mannsins og athafnir, skýrði orsök og afleiðing. Hjá flestum mundi þetta hafa orðið vélræn endurtekning frá ári til árs, er sama sagan var skýrð aftur og aftur. Hjá honum var það ekki svo. Hann var svo næmur á lífið í kringum sig, að er hann sá fyrir sér ný andlit og nam ný svör, urðu til hjá honum ný hugmyndatengsl, og þræðirnir spunnust á annan veg en áður, þó að stefnt væri að sama marki. Óvæntum spurn- ingum laust niður. Kennsla hans bar það auðkenni lífsins, að aldrei varð vitað með vissu, hvað næst kynni að koma. Það skapaði eftirvæntingu og vök- ula athygli, frjóa óvissu“. Síðan leggur Þórarinn áherzlu á það, hversu ást Sigurðar skóla- meistara á íslenzku máli hafi íslenzk stúlka hlýtur ógætiseinkunn í píanóleik í berlingske tidende frá 19. þ. m., gr frá því skýrt að ungfrú Elísabet Sigurðsson, dótt Haraldar og Dóru Sigurðsson, hafi hlotið ágætiseinkunn við burtfararpróf frá tónlistarskól- anum. Það er einkunn, segir blaðið, sem er álíka sjaldgæf og ágætiseinkunn við háskólapróf. Hér fer á eftir nokkur hluti grein arinnar, lauslega þýddur. » • . . Þessi gæfusami og dug- iegi nemandi var ungfrú Elísa- óet Sigurðsson og fékk hún þessa einkunn í píanóleik. Áður hafði hún fengið ágætiseinkunn í aukagrein sinni við skólann, klarinettleik. Ungfrú Sigurðsson er dóttir sóngkonunnar frú Dóru og píanó leikarans, prófessors Haraldar Sigurðssonar. Þannig að hún efir hlotið tónlistargáfuna í vö§gugjöf. steinsónötuna, Sonötu eftir Mozart, Barcarole eftir Chopin, Impromtu eftir Schubert og verk eftir Bach og Ravel. Pró- fessorarnir Chr. Christiansen og Lund Christiansen ásamt píanó- leikurunum Alexander Stoffreg- en og Folmer Jensen skipuðu dómnefndina. Það voru þessir fjórir menn, sem gáfu henni samhljóða ágætiseinkunn. Elisabeth Sigurðsson fer eftir áramótin til Parísar til náms hjá hinum fræga píanóleikara Marguerite Long og — vonadi — hjá hinum ekki síður þekkta klarinettleikara Louis Cahuzac. Hún mun ekki — eins og venja er þó til — halda áfram námi við tónlistarskólann, heldur fara út og fá loft undir vængina“. —Mbl. 24. des. verið mikill þáttur og djúpstæð- ur í kennslu hans, að honum hafi verið hreinleikur tungunn- ar heilagur, hve rammíslenzkur hann hafi verið í máli, hug- kvæmur í þeim efnum, og hve mjög hann vandaði málfar á rit- gerðum sínum og ræðum. Einnig er prentað í ársskýrsl- unni seinasta erindið (aukið að nokkru), sem Sigurður skóla- meistari flutti fyrir samkennur- um sínum og nemendum „á sal“ í Menntaskólanum á Akureyri. Nefndist það „Eyktarmarkið mikla“ og fjallar um heiðvirði- leik og stefnuval í stjórnmálum, en vart getur tímabærara um- talsefni á þessum dögum. Er erindið, sem einkum snýst um mikilvægi málfrelsis frá ýmsum hliðum, skorinort og þrungið að hugsun, og svipmerkist að öðru leyti af hinum sterku stílsein- kennum Sigurðar, sem aldrei villtu mark á sér. En svo er •'Xjyr" SEEDTIMe By H. J. MATHER, B.Sc., Assistant to Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba. Lower Production Costs in 1951 It is a well known fact that unit cost of production affects greatly the profit or loss in any farm operation. Can western farmers increase the yield per acre and lower the unit cost of production of their grain crops? Don't produce Weed Seeds. A study of the records of grain shipments f r o m the Prairie Provinces emphasizes two im- portant points. The first is that western farmers deliver about 1/3 of a million tons of weed seeds to country and terminal elevators each crop year. Ob- viously, this means a reduction in yield on the farm as well as an increase in the cost of handling and -processing the prairie grain crop. The second important point is that the farmers of Western Canada market from 200 to 800 cars of ‘smutty’ grain each crop year. This represents an entire- ly needless, preventable loss of from $300.00 to $400.00 per car for the shipper of smutty grain. Use Clean, Treated Seed. And what about the use of clean seed? Believe it or not, over 50% of the seed that goes into the ground each spring in Western Canada is uncleaned seed, a fact that has been established by the recent seed drill surveys of the Alberta Department of Agricul- ture. In many districts of West- ern Canada there will be a short- age of good seed for 1951. It is therefore more important than ever that farmers exercise the utmost care this spring in clean- ing and treating their own seed stocks. Hún var einstök í gær, maður nokkur, sem h hafði á leik hennar. Elísabet hefir leikið á s'ðan hún var lítið barn og ennar hefir verið kennari bæði áður en hún k s ólann og einnig þau fjög sem hún hefir stundað þar yrir 7—8 árum fékk hún íynr klarinettleik — sem sJaldgæft með stúlkur. — un brátt ágætum árar Þerrn grein. Kennari her klarinettleik var Jul Thc Ef til vill kunna mer segja, að þegar faðir r s,nÍ,manni> sé enginn að fa ágætiseinkunn. Þess er trygging fyrir þvi' að fa , e ir eitki skaðað árang lð Prófið er krafist prog sem er fullnægjandi við 1 ieika. en kennararnir dæm, Urn árangurinn. Hún lék Heim, heim, til þín heim (Þýtt úr ensku) í umróti lífsins á ævileið hér hve yndælt er guðbarna samfélag mér, og sitja að nægtum við Guðs náðarborð í návist míns Jesú og hlíða’ á hans orð. Heim, heim, til þín heim, — ó leið þú mig Drottinn í dýrð þína heim. Hve dýrmæt þau tengsli, svo traust og svo blíð, er tengja oss bróðerni’ um hérvistartíð í ást til þín Jesú, hvers elska ei dvín. Vor ævibraut lýsist af heimvon til þín. Heim, heim, til þín heim, — ó leið þú mig*Drottinn í dýrð þína heim i Á meðan að varir mín jarðlífsins leið mitt líf sé þér helgað í sælu og neyð. Á þig skal ég trúa; mér þrek viltu ljá að þreyta mitt skeið hér svo heim muni’ ég ná. Heim, heim, til þín heim, — ó leið þú mig Drottinn í dýrð þína heim. Kolbeinn Sæmundsson erindi þetta samfellt ög þraut- hugsað, að það nýtur sín því aðeins til fulls, að það sé lesið í heild sinni. En auk þessa almenna les- máls og veigamikla, flytur skýrslan að sjálfsögu mikinn fróðleik og góðan um starf skól- ans á umræddu tímabili, svo sem nemenda- og kennsluskrá, upplýsingar um gagnfræðapróf og stúdentspróf, og um rekstur skólans og skólalíf. Það er t. d. ánægjulegt til frásagnar, að skólinn á nú myndarlegt og harla fjölskrúðugt safn íslenzkra mál- verka. Stendur hann og með miklum blóma um aðsókn og á sem áður ágætu kennaraliði á að skipa. Minnugir þess, sem þeir eiga honum að þakka, munu gamlir nemendur Menntaskólans á Akureyri beggja megin hafsins einhuga fagna framgangi hans og óska honum sem mests braut- argengis í því víðtæka fræðslu- og uppeldisstarfi, sem hann vinnur í þágu lands og þjóðar. Efficient, timely cultivation, the use of 2,4-D for the control of susceptible weeds, and care in the operation of the combine or thresher to remove weed seeds from threshed grain are measures which will help to lower production costs, and hence increase farm income in 1951. Plan on planting only cleaned and treated seed this spring. Don’t forget that your local Line Elevator agent can help you to secure “good seed” of the recom- mended varieties of grain crops. Ungur haseti ferst af Bjarna riddara Knáleg björgun eins hásetans Á aðfangadag jóla vildi það sviplega slys til um borð í Haf narf j arðartogaranum Bjarna riddara, að einn há- setanna, Guðmundur Dani- valdsson, féll fyrir borð og drukknaði. Var að leysa frá pokanum. Bjarni riddari var þennan dag vestur á Halamiðum og var að veiðum. Veður var hagstætt. Guðmundur heitinn Danivalds- son var á þilfari að vinnu. Var hann að leysa frá pokanum, er hann féll fyrir borð. Kaslaði sér út. Bjarghring var þegar kastað út til hans, en hvort Guðmundi tókst að ná í hringinn er ekki vitað. En það sem næst mun hafa gerzt er að skipsfélagi Guðmund- ar, Sigurður Þórðarson háseti frá Brúsastöðum við Hafnar- fjörð, stakk sér til sunds og tókst honum að ná Guðmundi. Sig- urður hafði línu bundna um sig og voru þeir nú dregnir að skips- hlið og teknir upp í skipið. Árangurslausar lífgunartilraunir. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar á Guðmundi og þeim haldið áfram þar til togarinn kom inn á Dýrafjörð, en þangað var þegar haldið er Guðmundi hafði verið bjargað. Á Dýrafirði hélt læknir lífgunartilraununum áfram, en þær báru engan ár- angur. Guðmundur Danivaldsson átti heima að Hraunkambi í Hafnar- firði. Hann var maður einhleyp- ur, 26 ára, og lætur eftir sig föður, sem býr suður í Keflavík. —Mbl. 28. des. Minnist EEIEL á afmælisdegi stofnunar- innar 1. marz Business and Professional Cards S. O. BJERRING PHONE 724 944 Canadian Stamp Co. Dr. S. J. Jóhannesson RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS SUITE 6—652 HOME ST. CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Viðtalsttmi 3—5 eftir hádegi PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. Phone 21101 ESTIMATES FREE LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG J. M. INGIMUNDSON Fasteignasalar. hús. Út_ Asphalt Roofs and Insulated vega peninpalán og eldsábyrgð, Siding — Repairs bifreiðaAbyrgð o s. frv. Country Orders Attended To Phone 927 538 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI DR. A. V. JOHNSON Dentist PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 SERVICE Home Telephonpe 202 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. E. JOHNSON DR. K. J. AUSTMANN 304 EVELINE STREET Sérfrœðingnr í augna, eyrna, nef Selkirk, Man. og kverka sjúkdómum Office Hours 2.30 - 6 p.m. 209 Medical Arts Bldg. Phones: Office 26 — Res. 230 Stofutími: 2.00-til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, DR. ROBERT BLACK Thorvaldson and Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef Eggertson og hálssjúkdómnm. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Lögfrœfhngar Graham and Kennedy St. 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Skrifstofusími 923 815 Portage og Garry St. Phone 928 291 Heimasími 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Manapina Director Wholesale Dlstrlbutors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Branch Store at 123 TENTH ST. BRANOON 447 Portage Ave. Ph. 926 885 ÍMLDSral JEWELLERS GUNDRY PYMORE Limited fíritish (Juaiity Fish Eettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated HAGBORG FOEi/Vyl PHOMC 2ISSI J- | • Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. • and by appointment. Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Thelephone 725 448 A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 926 441 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Maternity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. 3. PALMASON & CO. Chartered Aceountants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & vAPPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppíynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, sftnið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 31 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 403 288 DR. H. W. TWEED Tannlceknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. i Phone 926 952 WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. LMr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.