Lögberg - 08.02.1951, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. FEBRÚAR, 1951
ANNAR STÓRBRUNI í FYRRINÓTT:
Gistihús Hótel Selfoss brann
til ösku með öllu innbúi
Álta manns svaf í húsinu, bjargaðist nauðulega, en missti
aleigu sína. — Einn íbúanna vaknaði af tilviljun.
Úr borg og bygð
Matreiðslubók
Dorcasfélag Fyrsta lúterska
safnaðar hefir nú til sölu splunk-
urnýja matreiðslubók, er það
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar fyrri, vinsælu matreiðslu-
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel á
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. A. MacDonald
11 Regal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limited.
695 Sargent Ave.
Sími 21 804.
☆
ÆTTLAND og ERFÐIR,
hin vinsæla bók eftir dr. Ric-
hard Beck, kostar $3.50 óbundin
og 4.75 í bandi.
FÖÐURTÚN
eftir dr. P. V. G. Kolka, með
280 myndum kostar $10.00 ó-
bundin en $13.00 í bandi.
Fást í
BjÖRNSSONS BOOK STORE
702 Sargent Avenue, Winnipeg.
☆
Hingað komu til borgar á
laugardagskvöldið var, tveir
ungir og efnilegir menn, ættaðir
af Austfjörðum, Kristinn Nils
Þórarinsson, sonur Þórarins
Björnssonar frá Stuðlum í Norð-
firði og Pálínu Þorsteinsdóttur
úr Vestmannaeyjum, útskrifað-
ur af Verzlunarskóla íslands;
hinn maðurinn er Páll Sæmunds
son rafvirki, sonur Sæmundar
Sæmundssonar af Fjótsdalshér-
aði og Ingibjargar Pálsdóttur frá
Fáskrúðsfirði; þeir fóru vestur
um haf með Goðafossi og dvöldu
nálega vikutíma í New York;
félagsbræður þessir fóru norður
til Árborgar á þriðjudaginn, en
þar hafa þeir þegar fengið at-
vinnu.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
hold a meeting in the Lower
Auditorium on Tuesday Febru-
ary 13th at 2.30 p.m.
☆
Stúkan SKULD
heldur fund í Goodtemplara-
húsinu á þriðj udagskvöldið þann
13. þ. m. kl. 8. Vonast er eftir
góðri aðsókn.
☆
Þakklæli til vina
Fyrir margar jólakveðjur og
aðrar kveðjur þökkum við hjón-
in af hjarta. Vegna veikinda
okkar fyrir jólin, var okkur
ekki unt að senda vanalegar há-
tíðakveðjur. Ekki heldur treyst-
um við okkur til að tjá hverj-
um einstakling þakklæti okkar
bréflega. Á því biðjum við af-
sökunar; en við erum þakklát
fyrir alla vinsemd og biðjum
Guð að blessa hana.
Ingunn og Rúnólfur
Marteinsson
☆
Heimilisiðnaðarfélagið
heldur næsta fund sinn þriðju
dagskvöldið 13. febrúar að heim-
ili Mrs. Albert Wathne 700 Ban-
nig St. Byrjar kl. 8 e. h.
Frú Guðrún Skaptason, 378
Maryland Street, Winnipeg, fer
þess vinsamlega á leit, að þeir
umboðsmenn að ársritinu Hlín,
sem kynnu að hafa nokkur óseld
eintök, sendi henni þau við allra
fyrstu hentugleika vegna þess
að hún hefir pantanir að þeim.
☆
Þann 28. desember síðastliðinn
lézt á sjúkrahúsinu í Wynyard,
Sask., Jósafat Jósephsson, ná-
lega 86 ára að aldri; hann var
sonur þeirra hjóna Jósephs
Björnssonar og Málmfríðar Hall
grímsdóttur úr Núpasveit í
Þingeyjarsýslu, er fluttust vest-
ur um haf 1878 og dóu bæði árið
1905.
Jósafat, venjulega kallaður
litli Joe, var síðastur sex bræðra,
Tvo menn verður hér að nefna
fyrst til sögu, Thomas S. Gard-
ner, efnafræðing í Rutherford í
New Jersey og Edward Wenis
aðstoðarmann hans. Þeir hafa
um nokkurt skeið haft í fóstri
„guinea pig“, sem þeir nefna
Pétur mikla. Hann hefir verið
alinn á sterkum fjörefnum og
gerefni í því skyni að lengja líf
hans. Og það hefir tekist. Hann
er nú orðinn svo gamall að sam-
svara mundi því að maður væri
148 ára, og hann er enn hinn
brattasti.
Af þessu eina dæmi er ekki
hægt að draga þá ályktun, að
menn geti lifað svo lengi. En
Pétur er ekki eina dýrið, sem
tilraunir hafa verið gerðar með.
Tilraunirnar skipta þúsundum,
og allar benda þær í sömu átt,
að auðvelt sé að lengja lífið.
Gardner segir að lífið sé eins
og klukka, sem má færa aftur á
bak. „Það eru mestar líkur til
þess“, segir hann, „að eftir tíu
ár verði þessum rannsóknum
svo langt komið, að þá verði
hægt að lengja líf manna svo,
að þeir geti að minsta kosti orð-
ið 120 ára“.
Vísindin hafa fyrir löngu kom-
ist að því, að ekkert „ákveðið
lífsskeið“ er til. Það sést einnig
á því hvað meðalaldur manna
hefir hækkað hin síðari ár. Með-
alaldur steinaldarmannsins, sem
bjó í hellum, var ekki nema 18
ár. Meðalaldur fólks í Indlandi
er ekki nema 27 ár. Meðalaldur
Rómverja hinna fornu var 22 ár.
Fyrir 100 árum var meðalaldur
Bandaríkjamanna 41 ár, en er
nú 65Y2 ár. Það eru aðallega
veikindi, viðurværi og húsa-
kynni, sem hafa áhrif á meðal-
aldur manna, en auk þess koma
svo hinir svokölluðu hrörnunar-
sjúkdómar, þegar hjarta, lifur,
lungu og nýru bila, eða æðar
kalka.
Henry S. Simms dr. við Col-
umbia háskólann, hefir sagt, að
ef menn geti sneitt hjá sjúkdóm-
um og hrörnun, þá geti þeir
lifað í 800 ár og jafnvel í allt
að 22.000 ár.
Nú hefir læknavísindunum
tekist að sigrast á flestum sjúk-
dómum og hinir og aðrir vís-
indamenn eru að uppgötva
hvernig á að sigrast á hrörnun.
Hér eru nokkur dæmi:
Dr. Henry Clegg Sherman,
fyrrverandi prófessor við Col-
umbia háskólann, hefir getað
er kvöddu þennan heim; hann
lætur eftir sig tvær systur,
Helgu Longmore í Edmonton,
og Guorúnu Finnbogason í
Elfros, og í þeim bæ fór útför
hans fram.
☆
ÞjóSræknisdeiIdin FRÓN
þakkar hér með eftirgreindu
fólki verðmætar bókagjafir og
lánsbækur bókasafninu til
handa:
Guðmundur Jóhannesson, Mrs.
B. S. Benson, Dr. P. V. G. Kolka,
Lárus Scheving Ólafsson, Akra-
nesi, og Mrs. O. Stephenson.
Áminstar bókagjafir eru safn-
inu kærkomnar, og þeim er við-
taka veitt í þakklátum huga.
Fyrir hönd deildarinnar FRÓN
J. Johnson, bókavörður
Iengt líf í rottum um 10% með
því að gefa þeim A-fjörefni.
Dr. T. Robertson, ástralskur
vísindamaður, hefir lengt ævi
músa um 17% með því að gefa
þeim gerefni.
Dr. Anton J. Carlson við há-
skólann í Chicago, hefir tekist
að lengja líf hjá rottum um 20%
aðeins með því að láta þær fasta
þriðja og fjórða hvern dag.
Dr. C. M. McDay við Cornell
háskólann, hefir lengt líf hjá
rottum um 50% með því að láta
þær ekki fá nema lítið af þeirri
fæðu, sem er rík af hitaeining-
um, en auka við þær steinefni
og fjörefni.
" Dr. Gardner hefir lengt ævi
músa um 10% með því að gefa
þeim gerefni.
Vísindamenn vita það, að
hrörnunarsjúkdómar koma af
því, að smám saman safnast fyr-
ir í líkamanum ýmis úrgangs-
efni, sem hann getur ekki losað
sig við, og eins í blóðinu. Sé
hægt að finna ráð til þess að
losa líkamann við þessi efni, þá
kemur það af sjálfu sér að lífið
lengist.
Fyrir 30 árum gerðu tveir
frægir vísindamenn, dr. Alexis
Carrel og dr. P. Lecomte du
Nouy merkilega tilraun á göml-
um hundi. Þeir létu honum
blæða út nær til ólífið, hreins-
uðu blóðið og dældu því síðan í
æðar hans að nýju. Þegar hund-
urinn rétti við var hann orðinn
ungur í annað sinn. Hann gekk
úr hárum og fékk frábæra mat-
arlyst og auk þess fékk hann
nýjan dug til ástamála. Þessi
tilraun hefir ekki verið endur-
tekin, en vísindamenn eru að
reyna að finna meðul er að gagni
geta komið til þess að hreinsa
blóðið.
En ætli menn að lengja líf
sitt, þá er mest komið undir því
á hverju þeir nærast. Fjörefnið
B-6 hefir haft undraverð áhrif
í þá átt að lengja líf flugna. Pét-
ur mikli fékk aðeins fjörefni frá
Stórt íbúðar- og gistihús brann
og engu af innanstokksmunum
varð bjargað.
Um miðjan dag í gær varð
stórbruni að Ketilsstöðum á
Völlum. Brann þar til kaldra
kola á skammri stundu,
tvílyft stórhýsi, ein mesta
bygging í sveit á Austur-
landi. Engu af innanstokks-
munum varð bjargað.
Brann á þrem stundum.
Eldsins varð vart um klukk-
an tvö í gær, en magnaðist
skjótt og varð engu bjargað úr
húsinu.
Fólk kom af öðrum bæjum á
Völlum, er vitnaðist um eldinn,
en ti_I Egilsstaða náðist ekki með
beiðni um mannhjálp við
slökkvi- og björgunarstarf fyrr
í fyrrinótt kom eldur upp í
gistihúsbyggingu Hótel Selfoss,
sem var einlyft timburbygging,
áföst við veitingahúsið og bíóið,
og brann hún til kaldra kola og
varð sama sem engu bjargað, en
átta manns, er þarna sváfu kom-
ust nauðuglega út. Fyrir hið
mesta harðfylgi slökkviliðsins á
Selfossi tókst að verja bíóið og
veitingahúsið fyrir eldinum, en
þó urðu þar einnig skemmdir
af vatni og reyk og nokkrar af
eldi, er komst í hurðir og þök,
en veggir eru steyptir.
Gííurlegi ijón.
Þeir, sem í gistihúsinu bjuggu,
voru Guðmundur Maríasson
veitingarrnaður, Sigríður K.
Jónsdóttir, kona hans, og fjögur
börn þeirra, fimm til tólf ára,
Sigurður Christiansen, starfs-
maður í veitingahúsinu og Ing-
ólfur Filippusson, starfsmaður í
verkstæðum Kaupfélags Árnes-
inga, er leigði þarna.
Misstu þau hjónin, Guðmund-
ur og Sigríður allt, sem þau
áttu, stórt og smátt. Svo nauðug
lega björguðust þau út með
börnin, að þau náðu ekki með
sér svo miklu sem sokkum eða
skóm á börnin. Einu utanyfir-
fötin, sem þau komust með út,
voru flíkur, sem húsbóndinn
greip við rúmstokkinn. Eigur
þeirra voru að vísu vátryggðar,
en lágt. Ingólfur missti einnig
allt, sem hann átti þarna innan
húss, en af eigum Sigurðar varð
nokkru bjargað, en sumt fórst í
eldinum.
Húsið sjálft átti hlutafélagið
Selfossbíó. Gistihúsið var vá-
tryggt fyrir 160 þús. krónur, en
hin húsin fyrir 390 þúsund
krónur.
Lejgjandinn vaknaði
af tilviljun.
Tíðindamaður frá Tímanum
átti í gær tal við Guðmund
Maríasson og sagðist honum svo
frá:
Við vorum auðvitað öll í fasta-
svefni, en það varð okkur til
lífs, að Ingólfur Filippusson
vaknaði fyrir einskæra tilvilj-
fæðingu, en hann var orðinn
„öldungur“ þegar hann var 700
daga gamall. Þá var farið að
gefa honum gerefni til viðbótar
og þá kastaði hann ellibelgnum.
Dr. Gardner hefir nýlega
skorað á menn að, hugsa meira
um að rannsaka lífið, og verja
fremur fé til þess en að búa til
kjarnorkusprengjur. „Sennilega
drep ég mig á of mikilli vinnu“,
segir hann, „en dóttir mín gæti
vel orðið 120 ára, ef hún ferst
ekki af slysi eða kjarnorku-
sprengju". —Lesb. Mbl.
en eftir hálfan annan tíma, því
að símastöðin þar er lokuð á
tímanum frá tvö til hálf-fjögur.
Um fimmleytið var allt brunnið
er brunnið gat. — Eldsupptök
eru ókunn.
Stórhýsi.
Húsið á Ketilsstöðum var stórt
steinhús, tvílyft með timbur-
innréttingu. Það var notað sem
gistihús á sumrin, og voru ekki
annars staðar meiri byggingar
á Fljótsdalshéraði, nema á skóla
setrum og Egilsstöðum og ef til
vill að Skriðuklaustri.
Að Ketilsstöðum búa Bergur
Jónsson frá Egilsstöðum og Sig-
ríður Hallgrímsdóttir, kona
hans. Er tjón þeirra geysilega
mikið, því að allt var lágt vá-
tryggt.
—TÍMINN, 6. jan.
un. Varð hann þess þá var, að
mikill eldur var kominn í húsið
og allt að fyllast af reyk. Hljóp
hann þegar inn til okkar hjón-
anna og vakti okkur. Mun klukk
an hafa verið 25 mínútur geng-
in í fjögur. Við forðuðum okkur
út um eldhúsið, þar sem eldur-
inn hafði sízt náð sér. En Ing-
ólfur hljóp út að vekja slökkvi-
liðsmennina.
Ég gat náð í nokkuð af fötum
mínum, en konan mín komst út
á nærklæðum og börnin eins og
þau höfðu legið í rúmunum. Það
fór allt, sem við áttum — ekki
tangur né titur eftir. Aðeins
nokkuð af eldhúsáhöldum tókst
að bera út, en sumt af því brotn-
aði eða skemmdist. Það mátti
áreiðanlega ekki miklu muna,
að hér færi ekki enn verr.
—TÍMINN, 7. jan.
Hin nýja ferðabók
Framhald af bls. 5
höfundar á dvöl sinni í Genova:
„Ákaflega held ég hinar átta-
tíu kirkjur í Genova líti niður á
skýskafann minn, þennan nýja
hortitt í klassísku helgiljóði
landsins. Um miðdegisleytið
yfirgaf ég hann og labbaði upp
á torgið Ferrari; settist niður
við gosbrunninn.
Mikið elskaði fólkið þennan
stað. Á leið sinni yfir torgið
stanzaði það hugfangið við
steinskálina til þess að horfa á
vatnið, hvað það væri lifandi og
tært; sumir létu fimm líru seðil
falla í það um. leið og þeir fóru,
eins og þeir vildu greiða fyrir
sig; eða var það ef til vill fórn?
Ég veit það ekki fyrir víst; en
það var svo svalandi að koma
inn í úðann, óslitinn niður vatns
ins svo dveljandi rór. Hér
gleymdi maður áformum sínum,
leystist úr tengslum við hjól
tímans og ása, eril dagsins og
önn; það var eins og þegar vind-
urinn svæfir barnið á enginu.
Og þarna bjó kolsvartur áll,
aleinn og út af fyrir sig. Hann
var svo gamall, að enginn vissi
ártíð hans, ekki heldur, hvers
vegna hann var hér kominn 1
upphafi. Ég horfði á hann um
stund, hvar hann lá hreyfingar-
MESSUBOÐ
Fyrsta Luterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eyland*.
leimili 776 Victor Street. Sími
'-•017. —
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Allir ævinlega velkomnir;
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 11. febrúar.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson
laus niðri við gráan múrbotn-
inn, leyndardómsfullur og
slöngulaga. Það hefði verið hægt.
að trúa á hann; já, nú skildi ég
loksins, hvers vegna djöfullinn
valdi sér gervi ormsins“. —
Áhrifamikil er lýsing höf-
undar á „Kirkjugarði hettu-
munkanna“ í Rómaborg, þó að
hálfgerðan hroll setji að lesand-
anum við lesturinn, svo ömur-
leg er sú raunsanna mynd. Létt-
ara er hins vegar, eins og vera
ber, yfir lýsingunni á eynni
Capri, „eylandi fegurðarinnar“,
svo að annað dæmi sé nefnt,
enda hefir höfundur glöggt auga
fyrir sérkennileik og fegurð
náttúrunnar. Og frá byrjun til
enda ferðasögunnar eru nóg
dæmi þess, að hann á eigi síður
hæfileikann til að lýsa því, sem
broslegt er, heldur en hinu al-
varlega, og það er einmitt sá
hæfileiki, sem forðar honum frá
því að verða of hátíðlegur.
Eins og aðrar bækur Helga-
fellsútgáfunnar er ferðabók
þessi hin snotrasta að ytri frá-
gangi, prýdd nokkrum góðum
myndum, meðal annars teikn-
ingu af höfundi eftir ítalskan
listamann.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDi
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
BARUGATA 22 REYKJAVIK
WHAT
DO
WE
LOSE?
What do we lose when the forest burns?
We lose the wood which might have been turned into
houses or newspapers.
We lose the protective cover on the soil, laying it open
to erosion.
We lose a home for wildlife—game animals and birds
as well as valuable fur-bearers.
We lose tourist dollars that the forests attract as a
place of recreation and beauty.
And we lose between 50 and 100 years of time—required
to grow a new forest.
THE CANADIAN FORESTRY ASSOCIATION SAYS:
Don’t YOU be responsible for starting a forest fire!
♦ ♦ ♦
This message from THE CANADIAN FORESTRY
ASSOCIATION is displayed through the courtesy of
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-277
MANNSÆVIN 120 ÁR
Nýjusiu rannsóknir sýna að hægi er að lengja aldur dýra mikið,
og þá æiii að vera hægt að lengja aldur manna að sama skapi,
og jafnvel gera menn svo að segja ódauðlega.
Stórbruni að Ketilsstöðum á
Völlum í gærdag