Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951
o
ÍHIJeAMÁL
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
HEIMA Á
— Fyrir nokkrum mánuðum
birtist í þessum dálkum frásögn
eftir frú Marju Björnsson um
ferð þeirra hjóna til íslands í
sumar. Létu margir í ljósi á-
nægju yfir þeirri grein og von-
uðust eftir áframhaldi af henni,
því hún náði aðeins yfir ferð
þeirra yfir hafið, dvöl þeirra á
Skotlandi og fyrstu dagana í
Reykjavík. Nú hefir frú Marja
sýnt kvennasíðunni þá miklu
velvild að láta henni aðra grein
í té, er fjallar aðallega um fé-
lagsleg samtök íslenzkra kvenna
og uppeldismál. — Frú Marja
hefir jafnan unnið dyggilega að
íslenzkum þjóðræknismálum, og
sem vænta mátti, minkaði ekki
áhugi hennar fyrir þeiwi mál-
um við heimsóknina til íslands.
Hún sat þar fundi kvenna og
og sagði íslenzkum konum frá
starfi systra þeirra hér vestra;
hún flutti ræður yfir útvarpið;
hún heimsótti skóla og aðrar
uienningarstofnanir og safnaði
miklum fróðleik um íslenzkt
þjóðlíf eins og það er nú. Sagð-
ist hún hafa viðað að sér efni í
uiörg erindi. Hún kom og til
baka færandi hendi og mun
væntanlega verða skýrt frá því
í þingtíðindum Þjóðræknisfé-
lagsins. I. J.
----☆----
Dvöl okkar hjónanna á íslandi
var bæði löng og skemtileg. Við
vorum 5V2 mánuð þar heima og
fanst okkur mikið til um þær
undraverðu framfarir, sem orð-
ið hafa á öllum sviðum í verk-
legum efnum engu síður en í
andlegu lífi þjóðarinnar.
Það voru nú liðin 46 ár síðan
Sveinn fór vestur en 41 ár var
óg búin að vera hér í landi. Ein-
ungis er hægt hér að drepa á
nokkur atriði úr þessu ferðalagi.
Við vorum fyrst um 2 vikur í
Heykjavík en fórum þá til Rauf-
arhafnar í heimsókn til Rann-
veigar systur minnar, sem ég
hafði ekki séð í 41 ár. Undum
við okkur vel og fannst við þar
sem heima hjá okkur. Hún var
nú búin að búa þarna í yfir 40
ar, en manninn missti hún frá
5 börnum og fósturdóttur á með-
an þau voru enn í bernsku. En
nú eru þau fyrir löngu öll upp-
komin og 4 gift og farin út í
heiminn. Heimilinu heldur hún
enn við með dæmafáum dugn-
aði og hvergi held ég að gestum
Þyki betra að koma en til henn-
ar> því þar er ekkert skorið við
n®glur sér og altaf nóg til af
Ijúffengum og góðum mat og á-
valt sama alúð í viðmóti hús-
naóðurinnar. Vorum við þar í
nokkrar vikur og þá hafði mér
Verið boðið að sitja þing þing-
eyskra kvenna að Laugum. —
Högðum við því leið okkar
þangað, eftir að hafa heimsótt
nnningja okkar á Húsavík og
Akureyri.
yið dvöldum á Húsavík hjá
Prófastshjónunum, séra Friðrik
• Friðrikssyni og frú Gertrúði
°g einnig á heimili frú Þórdísar
sgeirsdóttur og Bjarna Bene-
niktssonar póstmeistara. Buðu
Þan hjónin okkur, ásamt séra
riðrik og frú Gertrúð, í ferða-
ag til ag sýna okkur feg-
nrstu staði norðan lands. Sáum
Vl í þeirri ferð Laxárvirkjun-
!ny°? Þaðan var haldið eins og
ni hggur til Hveravalla, þá til
eykjahlíðar, þar sem við borð-
n um nýjan silung úr Mývatni.
r þa farið yfir Námaskarð, þar
sem eru frægir brennisteins-
verir 0g svo þaðan austur yfir
okulsá á Fjöllum, þá niður með
anni að austan og að Dettifoss,
paðan er farið niður að Jökuls-
arbrúnni í Axarfirði og liggur
Þá leiðin fram hjá Asbyrgi, þar
se mvið höfðum nokkra viðdvöl
aður en.farið var heimleiðis um
ÍSLANDI
Frú Marja Björnsson
kveldið. Þetta var sérstaklega
skemtilegt ferðalag, bg var það
einn af okkar skemtilegustu dög
um á ferðalaginu.
En svo gátum við ekki verið
nema nokkra daga á Húsavík í
þetta sinn og fórum til Akur-
eyrar, þar sem við dvöldum í
gistivináttu séra Benjamíns
Kristjánssonar og frú Jónínu og
Björgvins Guðmundssonar tón-
skálds og frú Hólmfríðar, sem
vildu alt fyrir okkur gera; og
þar mættum við hjónin bæði
mörgu af okkar frændfólki og
undum okkar hag hið bezta hjá
því.
Frá Akureyri fór ég svo á
tilteknum degi á kvennaþingið
að Laugum, en Sveinn fór með
séra Benjamín og frú Jónínu
til Hóla í Hjaltadal, því þar var
þá hátíð haldin í minningu um
400 ára dánarafmæli Jóns bisk-
ups Arasonar.
Þingið að Laugum var mjög
skemtilegt, kynntist ég þar mörg
um skemtilegum og gáfuðum
konum. Á meðal þeirra voru frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú
Sigríður Magnússon frá Reykja-
vík og frú Helga Kristjánsdóttir
frá Þverá í Eyjafirði; fluttu all-
ar þessar þrjár konur fróðleg er-
indi á þinginu. Frú Hólmfríður
Pétursdóttir frá Gautlöndum
stýrði þinginu með miklum
skörungsskap og fór þingið að
öllu leyti vel fram. Alla John-
son, sem margir þekkja hér
vestra, var skrifari þingsins.
Að þingi loknu mætti Sveinn
mér að Laugum og var þá hald-
ið austur; fyrst til Vopnafjarð-
ar og gist 3 nætur hjá þeim
góðu Bustarfells-hjónum, Metú-
salem og frú Jakobínu. Eins og
mörgum er kunnugt, er Bustar-
fell einn af þeim 3 bæjum, sem
íslenzka ríkið hefir látið byggja
upp og er öll umgengni úti og
inni hin prýðilegasta.
Var mér boðið að sitja kven-
félagsfund hjá frú Oddnýju
Metúsalemsdóttur í Ytri-Hlíð,
voru þar margar konur saman-
komnar, bæði innan úr firðinum
og af tanganum, þó veður væri
vont og erfiðir vegir. Það rigndi
altaf á meðan við vorum á Aust-
urlandi. Miklar framfarir hafa
orðið á Austurlandi á öllum
sviðum. Tún hafa stækkað og
húsakynni eru orðin góð, víð-
ast ný steinhús á bæjum og eins
í þorpum. Vatnsleiðslur eru nú
víða í húsum og alt raflýst svo
heildarmyndin er mun fallegri
en sú, sem við þektum áður. Það
eru bílvegir og brýr yfir árnar,
svo nú er mun þægilegra að
ferðast um en áður var.
Frá Vopnafirði fórum við svo
austur að Eiðum; hafði mér ver-
ið boðið að sitja þing austfirskra
kvenna og stóð það yfir í 2 daga.
Forseti félagsins, frú Margrét
Friðriksdóttir stýrði þinginu og
fórst það vel úr hendi. Fanst
mér mikið til um allan myndar-
skap í meðferð þeirra málefna,
Skipuð einkarif-ari forsæfisráðherra
Miss Thora Sigurdson
Alveg nýverið hefir Miss Thora Sigurdson verið skipuð einkaritari
forsætisráðherrans í Manitoba, Mr. Campbells; er þetta mikil
trúnaðar- og virðingarstaða. — Miss Sigurdson er útskrifuð af
háskóla Manitobafylkis, og er ein af hinum gáfuðu börnum þeirra
Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson, 937 Minto Street hér í borginni.
Fró Reykholti í Borgarfirði,
sem tekin voru til umræðu. Á
þessu þingi voru mættar konur
frá flestum héruðum austan
lands; en því miður gátu ekki
konur komið frá öllum héruð-
um vegna skriðufalla, sem eyði-
lögðu veginn á stóru svæði.
í þessari ferð fórum við að
Hallormsstað og gistum í kvenna
skólanum. Forstöðukonan, frú
Þórný Friðriksdóttir, sem einnig
sat þingið á Eiðum, tók okkur
hjónin heim með sér og sýndi
okkur hina mestu gestrisni. Á
meðan við dvöldum þar skoðuð-
um við skógræktarstöðvarnar,
sem ná yfir allmikið landsvæði.
Heimsóttum við skógræktar-
stjóra, Guttorm Pálsson og frú.
Fóru þau hjónin bæði með okk-
ur og sýndu okkur trjáræktun-
ina, sem eykst nú mikið ár frá
ári.
Hallormsstaðarskógur var frið-
aður 1905 og er hann að flatar-
máli 620 ha. Um 150 ha. af því
landi var skóglaust er friðun
hófst, en er nú vaxið ungu birki,
sem verður beinvaxnara en
gamli skógurinn, af því að það
hefir ekki verið skemt af beit.
Eru nú ræktaðar þarna margar
trjátegundir af trjám og trjá-
plöntum frá ýmsum löndum,
sem sendar eru út um alt land
til útplöntunar. Elztu trén eru
um 45 ára. Blágreni sunnan frá
Klettafjöllum, Colorado og
Wyaming. Hæð 11 m. (35 fet) og
þvermál 30 cm. Hæstu birki-
tré í skóginum eru rúmir 10
metrar og 30 cm. í þvermál.
Skógræktarfélag íslands hefir
nú ræktunarstöðvar víða, og eru
þær stærstu á Hallormsstað,
Vaglaskógi, Múlakoti og Tuma-
stöðum. Má búast við að eftir
nokkur ár sjáist mikill árangur
af þessu starfi og meiri eftir því
sem árin líða.
Frá Hallormsstað fórum við
svo til Reyðarfjarðar og Eski-
fjarðar og er það talsvert löng
leið og hættuleg, því aurskriður
voru smá saman að falla úr fjöll
unum vegna þeirra miklu rign-
inga, sem þá höfðu gengið um
langan tíma.
Ég átti kost á að kynna mér
félagssamtök kvenna tilgang
þeirra og starfshætti talsvert
vel, því að ég sat þessi tvö þing
eins og áður getur. I Reykjavík
var mér einnig boðið að sitja
ársþing Bandalagsins, sem var
mjög fjölment og fór hið bezta
fram. Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir stýrði þinginu með lipurð
og skörungsskap. Starfshættir
þingsins voru líkir og hjá okkur
hér vestra og þær vinna að öll-
um mögulegum velferðarmálum
eins og t. d. bindindi, fræðslu-
og uppeldismálum og hverju
því sem til bóta má verða í þjóð-
félaginu. Þær safna fé til ýmsra
þjóðþrifa-fyrirtækja, og má í
því sambandi nefna Hallveigar-
staði — kvennaheimilið, sem á
að reisa á mjög fallegum stað
við tjörnina í Reykjavík. Er
þetta nú eitt stærsta áhugamál
Bandalags kvenna í Reykjavík
og landsins í heild sinni, og hafa
sýslufélög, kvenfélög og ein-
staklingar lagt til þess rausnar-
legar gjafir. Forstöðukona fyrir-
tækisins, frú Laufey Vilhjálms-
dóttir; formaður framkvæmdar-
nefndar, frú Steinunn Bjarna-
son og frú Guðrún Jónasson,
formaður fjáröflunarnefndar.
Átján kvenfélög hafa tekið sam-
an höndum um að hrinda þessu
máli í fram'kvæmd, og er nú
aldarfjórðungur liðinn síðan því
var fyrst hreyft; en vegna dýr-
tíðar en þó einkum vegna þess,
að enn hefir ekki fengist nægi-
legt fé, hefir enn ekki verið
byrjað á að reisa húsið. Aðal-
tilgangur fyrirtækisins er að
taka á móti stúlkum, sem koma
ókunnugar til Reykjavíkur og
leiðbeina þeim. Þar eiga þær
vísa leiðbeiningu og aðstoð við
að koma sér fyrir hvort heldur
sem er við nám eða atvinnu.
Þar verða íbúðar- og gistiher-
bergi fyrir námsstúlkur eða að-
komu-konur innlendar og út-
lendar, er dvelja í Reykjavík-
um lengri eða skemmri tíma. Á-
huginn fyrir þessu máli er al-
mennur og verður að sjálfsögðu
byrjað að reisa húsið eins fljótt
og unt er, en enn sem komið
er, skortir mikið á að nægilegt
fé sé fengið til þess að hægt sé
að taka til starfa.
Þá er annað fyrirtæki, sem
Bandalagið hefir veitt forystu,
og er það Barnavinafélagið
Sumargjöf. Var það frú Stein-
unn Bjartmarsdóttir, sem vakti
fyrst máls á þessu, og síðan
lögðu konur úr yngri deild Hvíta
bandsins fram mikið starf í
þessu skyni. Einnig fengu kon-
ur drjúgan stuðning úr hópi
kennara við barnaskóla bæjar-
ins. Voru það Steingrímur Ara-
son, ísak Jónsson, Arngrímur
Kristjánsson og Helgi Elíasson
menntamálastjóri. Eru allir þess
ir menn í nefnd Barnavinafé-
lagsins. Má hér nefna eftirtald-
ar forystukonur, er allar leystu
af hendi mikið brautryðjenda-
starf: Kristínu Símonardóttur,
Aðalbjörgu Sigurðardóttur,
Hólmfríði Árnadóttur, Stein-
unni Bjartmarsdóttur, Laufeyju
Vilhjálmsdóttur, Steinunni H.
Bjarnason og Sigríði Björns-
dóttur.
Er nú Barnavinafélagið 26 ára
og hefir leyst af hendi mikið og
þarft verk. Utan 5 daga skóla,
og vöggustofu, sem félagið starf-
rækir hefir það einnig komið
á fót uppeldisskóla, sem hefir
það markmið að menta starfs-
stúlkur fyrir barnaheimilin. Er
það tveggja ára nám, 9 mánuði
hvort .ár. Reykjavíkurbær hefir
frá upphafi styrkt skólann með
nokkrum fjárframlögum og rík-
isstyrks hefir hann notið tvö síð-
ustu árin. Að öðru leyti greiðir
Sumargjöf halla þann, sem á
rekstrinum verður. Var ég svo
heppin að hafa tækifæri til að
heimsækja alla þessa skóla. Var
það frú Aðalbjörgu Sigurðar-
dóttur að þakka. Ráðstafaði hún
því þannig, að sem flestir úr
nefndinni, gætu verið með okk-
ur í heimsókn til ákólanna. Á-
samt henni voru: ísak Jónsson,
formaður félagsins; Arngrímur
Kristjánsson, yfirkennari og
vara-formaður; og Arnheiður
Jónsdóttir nefndarkona. Var alt
þetta fólk óþreytandi að sýna og
segja frá öllu, sem viðkemur
skólunum, og var dagurinn á
enda þegar þessu var lokið, en
hann endaði með kaffi og fjör-
ugu samtali, og var okkur þá
skilað heim eftir mjög ánægju-
legan dag. — Má geta þess, að
þennan sama dag heimsótti ég
einnig Mela-skólann, sem er
einn af nýrri skólum höfuðborg-
arinnar og er hann sá fullkomn-
asti barnaskóli, sem ég hefi séð.
Eitt það sem hreif okkur mest
á íslandi var æskulýðurinn;
unga fólkið er hraustlegt, frjáls-
legt og aðlaðandi. Mentun er á
háu stigi og fjölbreytt. Þjóðin
er afar listræn og hefir aldrei
átt eins mörgum listamönnum á
að skipa og nú. íþróttir eru
stundaðar af miklu kappi og
börnin þjálfuð á unga aldri. T.
d. er sund talið ein námsgrein
í skólunum og 80% af þjóðinni
kann nú, ekki einungis að bjarga
sér á sundi, heldur einnig að
bjarga öðrum. Og svo eru aðrar
íþróttir iðkaðar jöfnum hönd-
um. Hefi ég hvergi séð eins
hraustleg og vel og smekklega
búin börn eins og á íslandi.
Heilbrigðiseftirlit í skólunum
er til fyrirmyndar. 1 Reykjavík
og líklega víðar í stærri barna-
skólum eru lækningastofur, þar
sem er stöðug hjúkrunarkona,
og þá einnig tannlækningastofa,
þar sem börnin fá tannviðgerð-
ir ókeypis. Þá er hverju barni
gefinn skamtur af þorskalýsi
daglega. Þá fá þau þar auðvitað
allar nauðsynlegar innspraut-
ingar gegn barnaveiki og kíg-
hósta og þess háttar smitandi
sjúkdómum. Þá er að sínu leyti
eins hlynt að gamla fólkinu og
er Elliheimilið Grund mjög til
fyrirmyndar í allri aðbúð fólks-
ins. Þá er starfsfólkið á öllum
aldri alúðlegt og skemtilegt í
viðræðu og viðmóti og frjáls-
mannlegt yfirleitt.
16. febrúar 1951
Herra ritstjóri,
EINAR PÁLL JÓNSSON:
Tengdafaðir minn, Kristleiiur
Þorsteinsson á Stóra-Kroppi,
hefir beðið mig að koma á fram-
færi nokkrum leiðréttingum á
prentvillum, sem urðu í síðasta
LÖgbergs-bréfi hans.
Þar sem Kristleifur verður ní-
ræður, ef hann lifir, 5. apríl
næstkomandi, er ekki að undra,
þó að rithönd hans sé nokkuð
farin að óskýrast. Veldur það
okkur engum baga, sem þekkj-
um hvern stafkrók og erum mál-
um kunnugir. En ókunnugir vill-
ast mjög á ýmsum orðum, eink-
um á staðanöfnum, og eru þau
víða rangt prentuð í bréfi hans.
Sakar það ef til vill ekki svo
mjög, því að margir Borgfirð-
ingar kunna að lesa í málið.
Leiðast þótti Kristleifi, að ljóð-
brot, sem hann lét í bréfið,
skekktist svo, að til lýta er, og
óskar hann leiðréttingar á því.
Eins og í bréfinu stendur, eru
þetta tvö síðustu erindin úr erfi-
ljóði, sem Kristleifur orti eftir
Svein Árnason frá Kletti í Reyk-
holtsdal, og andaðist hann
vestra. Sveinn var um langt
skeið góðvinur Kristleifs, gáfað-
ur og vel fróður.
Rétt með farin eru erindin
þannig:
Heitast þú af öllu unnir
æskustöðvum, landi, þjóð.
Voru þér hingað vegir kunnir,
vængi átti sál þín fróð,
héðan voru rauðir runnir
ræktardropar í þitt blóð.
Nú í anda’ ég á þig breiði
íslenzk blöð úr skógarlund,
sem á þínu lága leiði
lifað gætu nokkra stund.
Blundaðu undir blómameiði,
blessi þig drottins náðarmund.
Um leið og ég sendi þessa leið-
réttingu, vil ég nota tækifærið
til að þakka þér og öðrum Vest-
ur-íslendingum, sem sent hafa
Kristleifi vinarkveðjur, því að
þær hafa bæði örvað hann til
bréfaskriftanna og yljað honum
mörgum stundum.
Nú hafa orðið tímamót í lífi
hans.
Þann 15. þ. m. andaðist kona
hans, sem var búin að vera föru-
nautur hans í full 50 ár, og var
á áttugasta og níunda ári. Hún
hét Snjófríður Pétursdóttir og
ættuð frá Grund í Skorradal,
myndar- og dugnaðarkona og af-
burða gestrisin. Eiga fjölmargir
gestir, sem að garði bar á Stóra-
Kroppi, góðar minningar þaðan.
Þótti öllum gott að ræða við
Kristleif bónda og njóta hinna
myndarlegu veitinga húsfreyju.
Ein dóttir Kristleifs frá fyrra
hjónabandi, sem alltaf hefir ver-
ið hjá þeim hjónum, stendur nú
fyrir búi með föður sínum.
Um áramótin 1912—13 var ég
við aftansöng í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Við þá messu spilaði
Brynjólfur Þorláksson í kirkj-
unni í síðasta sinn. Um þetta
leyti var ég að nema orgelspil
hjá Hallgrími Þorsteinssyni og
var ég heima hjá honum um
kvöldið eftir messuna. Lét gamli
maðurinn mig ganga undir eins
konar próf með því að spila fyrir
tvo gesti, sem voru þar um
kvöldið. Man ég, að mér þótti
lof þeirra gott, því að báðir
kunnu nokkuð fyrir sér í músik.
En gestirnir voru Brynjólfur
Þorláksson og Einar Páll Jóns-
son. Voru þeir að kveðja í hús-
inu, því að upp úr áramótunum
lögðu þeir upp í Ameríkuför.
Þetta kvöld hefir orðið mér
minnisstætt. Ástæðan er senni-
lega sú, að á umliðnum árum
hefi ég kynnzt þér meira en flest
um öðrum Vestur-Islendingum,
þótt ég sæi þig aðeins þetta eina
kvöld. Hefir Lögberg auðvitað
verið þar milliliðurinn. Minnist
ég þaðan margra greina og fag-
urra ættjarðarljóða eftir rit-
stjórann. En mest hreif mig sá
mikli hlýhugur, sem birtist í
ferðasögunni, er þú skrifaðir um
íslandsför þína. Einn liðurinn í
þessari keðju er sá, — þótt ekki
sýnist stór, — að ég hef skrifað
utan á Lögbergs-bréf Kristleifs
í full 20 ár. Hefir mér þótt vænt
um þau bréf, því svo vel hafa
þau verið þegin, að það hefir
líkzt því að rétta þyrstum manni
svaladrykk. Þótt margir hafi
eignazt nýja fóstru í vestri, virð-
ist mér hugurinn hálfur heima
á gamla Fróni. Hún reynist flest-
um sönn vísa Sig. Breiðfjörðs:
„Móðurjörð, hvar maður fæðist,
mun hún ekki flestum kær . . .“
Ég bið þig virða á betri veg
þessi fáu orð.
Við Kristleifur sendum þér
kærar kve^jur.
Með mikilli vinsemd
Björn Jakobsson
Þegar Benjamín Franklín var
drengur, fundust honum hinar
löngu borðbænir, sem faðir hans
las við hverja máltíð, heldur
leiðinlegar.
Dag nokkurn, þegar búið var
að salta kjöt til vetrarins, sagði
hann: „Ég held, pabbi, að þú
myndir spara mikinn tíma ef
þú læsir bænir yfir öllum tunn-
unum í eitt skipti fyrir öll“.