Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 6
6 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON L'AVARÐ J. J. BtLDFELL,. þýddi „Skil þig vel, maður minn. Alinn upp af þess- um fínu persónum. Hvernig var þá hægt að búast við, að þú mundir þola að vera fjötraður niður á stól, með nefnðið niður við skrifborð. Ég skal taka þig án meiri meðmæla. Hvað heit- urðu?“ „Philip“. „Komdu á morgun, og við skulum semja um kaupið. Viltu sofa hérna?“ „Nei. Ég á bróðir, sem ég verð að vera með, og það er hans vegna ,að ég þarf að fá atvinnu. Ég vildi síður að hann væri hér við hesthús- in — hann er svo ungur. En ég get komið snemma hingað á morgnana og farið seint heim á kveldin“. „Sem þér sýnist, maður minn. Vertu sæll“. Og þannig, ekki fyrir neitt andlegt atgerfi, eða afleiðingar af mentun hans, heldur af lík- amsþjálfun og dýrslegri venju, að geta setið í söðli, gat Philip Mofton í þessu mikla og upp- lýsta mannfélagi Breta fundið veg til að vinna sér fyrir daglegu brauði, án þess að stela því. 8. Kapíiuli Þessi atvinna átti vel við siðvenjur Philips. Ilugrekki hans og þekking á því sem hestum viðkom voru ekki hin einu meðmæli hans við hr. Stubmore, heldur kom mentun hans í góðar þarfir líka, að því er bókfærslu snerti, og per- sóna hans og öll framkoma setti virðingarverð- an brag á hestaverzlunina. Viðskiptavinir henn- ar og slæpingjar komust fljótt upp á að kalla Philip Gentleman Philip, og hr. Stuborne fór að þykja vænt um hann. Þannig liðu nokkrar vikur; og Philip hefði getað unað sér í þess- ari stöðu, ef það hefði ekki verið fyrir Sidney, sem einhver óróleiki var farinn að hreyfa sér hjá. Sidney var bróður sínum allt í öllu. Fyrir hans skuld hafði Philip hafnað hinu einlæga og gleðiríka boði Gawtrey’s (sem með bjart- sýni sinni og öryggi hafði dregið huga Philips að sér, þrátt fyrir hina leyndardómsfullu fram- komu mannsins); það var fyrir Sidney, sem -að hann nú var að vinna og með gleði og ánægju gjörði hann það; og það var Sidney, sem að hann vildi forða frá öllum misfellum, sem hann sjálfur varð að mæta. Hann gat ekki hugsað til þess að hið viðkvæma og lingerða ungmenni þyrfti að mæta eða komast í samband við lágan hugsunarhátt eða lélegan félagsskap, eins og að hann sjálfur átti við að búa. Hann lét hann því vera einan og út af fyrir sig í herberginu, sem þeir sváfu í, og vonaðist eftir að með tíð og tíma gæti hann lagt fyrir nóga peninga til þess að Sidney, þó að.hann gæti máske ekki náð hinu fyrra lífsviðhorfi sínu, þá að minnsta kosti að tryggja honum betri lífskjör, en að hann sjálfur var dæmdur til að mæta. En vesa- lings Sidney gat ekki þolað einveruna — að sjá ekki bróður sinn frá því snemma á morgn- ana þangað til seint á kvöldin — hafa engan til að leika við sig eða skemta sér, gjörði hann ekki aðeins angurværan og úrvinda í leiðind- um, heldur fölan og fálátan, og þessari aðstöðu óx máttur og meginn við það að vita, að það var ekkert í veröldinni, sem að Philip þótti vænna um en hann. Philip hélt að Sidney myndi verða ánægð- ari ef að hann léti hann fara á dagskóla, svo að hann leitaði uppi skóla, þar sem drengirnir voru á sama aldri og Sidney og sendi hann þangað. En Sidney kom heim aftur á þriðja degi með blátt auga og aftók með öllu að fara aftur. Philip datt í hug að skipta um bústað, flytja sig þangað, sem Sidney gæti verið með jafnöldrum sínum. En Sidney hafði tekið ást- fóstri við húsmóðurina, þar sem að þeir voru, og fór að gráta þegar Philip nefndi það við hann. Því miður var þessi aldraða húsfrú heyrnarlaus og gigtveik, og þó að hún þyldi bjástur og keskni drengsins út í það óendan- lega, þá gat hún ekki skemt honum til nokk- urra muna. Sidney var of ungur ti^ þess að sýna nokkra sanngirni; hann gat ekki eða vildi ekki skilja, hvers vegna að bróðir hans var svo lengi í burtu frá honum, og einu sinni sagði hann önugur: „Ef að ég hefði haldið, að ég mundi verða innilokaður eins og að ég er hér, þá hefði ég aldrei farið frá frú Mornton. Tom var slæmur drengur, en það mátti þó leika sér við hann. Ég vildi að ég hefði ekki farið í burtu með þér!“ Þessi orð skáru Philip sárt. Hvað hafði hann gjört Svipt bróður sinn heiðarlegum og ó- hultum verustað og ábyggilegri lífsframfærslu og lá nú undir ásökunum bróður síns. Hann fór að gráta og grét sárt. „Guð fyrirgefi mér“, sagði hann og sneri sér frá bróður sínum. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951 Sidney, sem var góður í sér og í eðli sínu viðkvæmur, hljóp upp um hálsinn á Philip og kyssti hann, þegar að hann sá hann svo hrygg- an og ásakaði sjálfan sig fyrir hugsunarleysi sitt. En orðin höfðu verið töluð og meining þeirra risti djúpt. Philip var sjálfur sjúkur af yíirgnæfandi umhyggju sinni fyrir drengnum. Það er vist tímabil í lífi æskufólksins, áður en kynferðis-kærleikurinn hefst, þegar vináttu- kendin nær hámarki sínu. Slíkt vinskaparhá- mark sést oft á milli stúlkna og drengja á skól- um. Það er hin fyrsta óljósa þrá hjartans eft-ir æðstu uppfylliiígarþrá mannanna — kærleik- anum. Hann á sínar afbrýðisstundir, sína róman tík og sína dutlunga, eins og kærleikurinn á milli konu og manns á sér. Philip var innilega ant um umönnun Sidneys og var afbrýðissam- ur út af henni. Hann var hræddur um og óttað- ist, að bróðir sinn yrði hrifinn úr höndum sér. Hann vaknaði á næturnar og fór yfir að rúmi Sidney til þess að sjá hvort að hann væri í því. Hann fór frá honum á morgnana hugsjúk- ur og kom heim í myrkri á kveldin hræddur. En á meðan að þessu fór fram, þá var skap þessa manns svo blítt og viðkvæmt að því er Sidney snerti, að kólna og harna í garð annara. Hann var nú orðinn yfirumsjónarmaður við hrossaverzlunina; og þegar menn ná þeirri stöðu of snemma, miðar hún oft til þess, að gjöra menn óalþýðlega og yfirlætismikla. Dag einn kallaði Stubmore Philip inn á prí- vat-skrifstofu sína; þegar að hann kom þangað, sá hann mann standa þar með aðra hendina í treyjuvasanum ,en með hinni hendinni var hann að dangla með keyri á stígvél sitt. „Philip, sýndu þessum herramanni brúnu hryssuna. Hún lítur afbragðs vel út fyrir vagni, er ekki svo? Þessi herramaður vill fá hross, sem er samlitt hesti, er hann á“. „Hún verður að komast úr sporunum“, sagði herramaðurinn, sneri sér við, og Philip sá að þetta var maðurinn, sem hafði verið honum samferða í póstvagninum. — Maðurinn þekkti Philip jafnsnemma. Hann kinkaði kolli, blístr- aði og deplaði augunum. „Látum okkur fara. Ég er til“, sagði herra- maðurinn. Philip, sem leist ekkert vel á þetta, gekk á eftir herramanninum út að hesthúsinu. Herra- maðurinn stansaði þar og beið eftir Philip til samtals. „Þú, herra, — þú þarft ekki að óttast. Ég er þagmælskur — sestur hér að í heiðarlegri stöðu? Daufleg vinna — heiðarleg — er hún?“ „Herra, ég þekki þig ekki“. „Manstu ekki eftir honum gamla Gregg um kveldið þegar þú komst með honum Bill Gaw- trey? Manstu það ekki?“ Philip sagði ekkert. „Ég var einn af herrunum, sem að þú heils- aðir upp á í bakherberginu. Bill er farinn til Frakklands. Ég lít eftir ýmsu hér í sveitunum. Ég þarf að fá góðan hest — þann bezta, sem þið hafið, heyrurðu! Ég er enginn beininga- maður á þessum slóðum. Nafn mitt er kafteinn de Burg Smith — fástu ekki um þitt, drengur góður. Nú láttu mig sjá hrossið, og segðu ekki neitt“. Philip, eins og í draumi, gaf skipun um að leiða fram brúnu hryssuna, sem kafteinn Smith gaf lítinn gaum að, og eftir að hafa litið í kring um sig í hesthúsinu skálmaði hann út og í burtu án þess að segja orð við Philip, en stans- aði í augnablik og talaði nokkur orð við hr. Stubmore. Philip vonaði að hann væri hættur við kaupin og að hann væri laus við svo ógeð- feldan viðskiptavin, í bili að minsta kosti. Hr. Stubmore gekk til Philips. „Farðu með þá gráu yfir til Sir John“, sagði hann, „frúin ætlar að fara eitthvað. Það er skemtilegur náungi þessi kafteinn Smith. Ég vissi ekki að þú hefðir verið hestasveinn áður, hann sagði að þú hefðir ver- ið það hjá Elmores í Lundúnum og hefðir oft litið eftir þörfum sínum. Skemtilegur náungi!“ „Y — e —s!“ sagði Philip og vissi naumast hvað hann var að segja, flýtti sér inn í hest- húsið og gaf skipun um að spenna þá gráu fyrir fallegasta léttivagninn. Það var nokkuð langt til staðarins, sem að hann þurfti að fara til, og það var komið sólar- lag þegar að hann kom til baka. Þegar að hann keyrði inn á aðalgötu bæjarins, þá voru á vegi hans tveir menn, sem veittu honum nákvæma eftirtekt. „Það er hann! ég er nærri viss um það“. sagði annar þeirra. „Jæja! þá er leitinni lokið“, sagði hinn. „En það hlýtur að vera misskilningur! — Sérðu við hvern að hann er farinn að tala?“ Rétt í þessari andrá mætti kafteinn Smith Philip ríðandi á brúnu hryssunni. „Jæja“, sagði hann, „þú sérð, að ég er búinn að kaupa hpna — vona að hún reynist vel. Hvers virði held- urðu annars að hún sé? Ekki til kaups, heldur til sölu“. „Sextíu guines“. ($300.00). „Jæja, það er gott dagsverk, og ég á það þér að þakka. Gamli maðurinn hefði aldrei treyst mér, ef að þú hefðir ekki veitt á mig að Elmor y-es, — hæ! hæ! Ef að hann lítur þig illu auga, eða fer að snuðra, þá komdu til mín. Ég verð á Star-hótelinu í nokkra daga. Ég þarf á ágætum manni að halda, eins og þú ert, og við skulum skipta ágóðanum jafnt. Ég er ekki einn af þessum nánasarlegu mönnum. Ég vona, að þessi fjandans hryssa sé ekki bandvitlaus; hún er alltaf að reisa eyrun!“ „Heyrðu mig, herra!“ sagði Philip mjög al- varlega og stóð upp í vagninum; „ég veit ekki mikið um þig og það litla sem ég veit, er þér til lítils sóma. Ég segi þér hreint út, að ég skal vara húsbónda minn við þér“. „Ef þú gjörir það, góðurinn minn. Þá skalt þú gæta vel að sjálfum þér“. „Bíddu, og ef að þú dyrfist að segja orð á móti mér“, sagði Philip með þeim reiðisvip og augnaráði sem gaf til kynna þrótt langt um- fram aldur. „Þú skalt komast að raun um, að ég er síðastur manna til að hræðast hótanir og líka fyrstur manna til að mótmæla misgjörð- um“. Eftir að Philip hafði sagt þetta hélt hann áfram. Kafteinn Smith lést ræskja sig og knúði hest sinn sporum. Mennirnir tveir eltu Philip heim að hesthúsunum. „Hvað veistu á móti manninum, sem að hann var að tala við?“ spurði annar þeirra. „Aðeins það, að hann er sá slyngasti oflát- ungur hérna megin hafsins“, svaraði hinn. „Það eru engin meðmæli með þessum unga vini þínum“. Sá, sem fyrr talaði, hristi höfuðið, en sagði ekkert. Þegar að Philip kom heim þangað sem að hann var að vinna; frétti hann, að hr. Stub- more hefði farið að heiman og væri ekki vænt- anlegur heim fyrr en daginn eftir. Hann hafði farið að heimsækja frænda sinn, sem bjó úti í sveit, eins og að hann hafði gjört oft áður. Philip gat því ekki varað hann við kaf- teininum fyrri en daginn eftir, og á leiðinni heim til sín var hann að hugsa um, hvernig að hann ætti að aðvara húsbónda sinn svo að sem minst bæri á. Hann var nýkominn inn á götuna, þar sem húsið, er hann átti heima í var við, þegar að hann sá mennina, sem minst hef- ir verið á, hinu megin í götunni. Sá stærri og betur búni skildi við félaga sinn og fór yfir götuna til Philips. „Fagurt kvöld, hr Philip Morton. Mér þyk- ir vænt um að sjá þig. Þú manst eftir mér — hr. Blackwell Lincolns“. ,Hvaða erindi átt þú við mig?“ spurði Philip stuttur í spuna og stansaði. „Láttu nú ekki geðofsan hlaupa með þig í gönur, minn kæri herra, — nei, gerðu það ekki. Ég er hér fyrir hönd skjólstæðinga minna, — Beaufort-feðganna, þess eldri og þess yngri. Ég hefi haft mikið fyrir að finna þig! minn kæri! Þú ert svei mér út undir þig! Hæ! hæ! Jæja, við höfum greitt fram úr þessu, sem að kom fyrir hjá honum Plaskwith fyrir þig. (Það hefði getað verið illt viðfangs) og nú vona ég að þú viljir . . . .“ „Hvert er erindi þitt, herra? Hvað viltu mér?“ „Hægan, vertu ekki svona ákafur! Þaö er ekki vegurinn til viðskipta. Segjum að þú kom- ir á hótelið með mér. Eitt glas af víni segi ég hr. Philip — kæmi okkur til að skilja hvor annan“. „Farðu úr vegi mínum, eða talaðu svo að það skiljist, sem að þú segir!“ Lögfræðingurinn sá, að hér var ekkert und- anfæri, leit til félaga síns hinu meginn í göt- unni, sem virtist vera að telja stjörnurnar, og komst svo að efninu tafarlaust. „Jæja þá, — jæja, saga mín er ekki löng. Hr. Arthur Beaufort lætur sér mjög hugar- haldið um þig; það er hann, sem stendur fyrir þessari leit að þér. Hann bað mig að segja þér, að sér væri ánægja að, ef hann gæti gjört þér greiða á einhvern hátt, og ef að þú vildir vera svo góður að finna hann, að þá þætti hon- um einkar vænt um það. — Mjög vingjarnleg- ur maður, Beaufort!“ „Heyrðu mig“, sagði Philip og rétti úr sér. „Hvorki frá föður eða syni, né heldur frá nein- um í þeirri fjölskyldu, sem olli dauða móður minnar, og bölbænir sonar hennar hvíla yfir, skal ég nokkurn tíma þyggja greiða eða fríð- indi — og ótilneiddur aldrei neitt samband við hana hafa; ef þau láta mig ekki óáreittan, þ'á er þei mbetra að vara sig! Ég vinn fyrir daglegu brauði mínu á þann hátt, sem mér sjálfum fellur bezt. — Ég er sjálfstæður — og ekkert upp á hana kominn. Hafðu þig í burtu!“ Að svo mætlu ýtti Philip lögfræðingnum úr vegi og hélt leiðar sinnar. Hr. Blackwell, sneiptur og niðurlútur, fór aftur til félaga síns. Þegar Philip kom heim til sín, stóð Sidney út við gluggann einn og var að horfa vonar- augum á fiðrildi, sem voru að flögra fram og aftur á meðal smáviðarbúska niður í girðingu fyrir utan húsið, sem að fatasnúrur lágu um og húsfrúin kallaði garð. Philip hafði komið heim í fyrra lagi, og Sidney varð ekki var við þegar að hann kom inn, en þegar að hann varð hans var, klappaði hann saman höndifhum og hljóp til hans. „Þetta er svo vel gjört af þér, Philip. Ég hefi verið svo utan við mig; — þú kemur út og leikur þér nú?“ „Já sannarlega — hvar eigum við að leika okkur?“ spurði Philip og brosti glaðlega. „Ó, í garðinum! — Það er ágætt að fara þar í feluleik". „En er ekki of rakt og kalt þar fyrir þig?“ spurði Philip. „Nú, nú, þú ert alltaf með einhverjar und- an færslur. Ég sé, að þú vilt ekki leika þér. Ég hefi nú mist alla löngun til þess“. Sidney sett- ist niður ólundarlegur. „Vesalings Sidney! Það hlýtur að vera leið- inlegt fyrir þig, þegar að ég er ekki heima. Já, við skulum fara og leika okkur, en láttu þetta um hálsinn“, og Philip tók hálsklútinn af sjálf- um sér og batt hann um hálsinn á Sidney og kyssti hann. Sidney, sem sjaldan var langrækinn, féllst á þetta og þeir fóru ofan í garðinn til að leika sér. Það var ofurlítill blettur, sem var aðskil- inn frá garði nágrannans með mosavöxnum limgarði annars vegar, en á bak við götuna hins vegar. Þeir léku sér glaðir, þar til fór að skyggja og dögg næturinnar a*ð ágerast. „Þetta verður að vera síðasti leikurinn,“ sagði Philip. „Ég á að fela mig“. „Jæja þá! Við skulum byrja“. Philip faldi sig á bak við asptré; og færði sig 1 kringum það eftir því, sem Sidney færði sig til í leit sinni, einu sinni varð honum litið upp og yfir limagarðinn og sá grilla í mann, sem virtist vera að horfa á þá. Honum brá mjög í brún. Höfðu þessir Beauforts, sem að hann í huga sér hafði sett í sambánd við allt það er illt boðaði, sent út spæjara til að njósna um þá? Hann stóð uppréttur og horfði á mann- inn, þegar Sidney kom auga á hann og kom til hans, hlaupandi og hlægjandi. Á meðan að Sidney hélt sér við Philip, hávær í gleði sinni, kallaði Philip, án þess að skipta sér af leik- bróðursínum, í byrstum og valdþrungnum rómi til mannsins: „Á hvað ertu að glápa? Hví ert þú að vakta okkur?" Maðurinn tautaði eitthvað, fór og hvarf. „Ég vona, að það séu engir þjófar á ferð- inni! Ég er dauðhræddur við þjófa“, sagði Snd- ney kjökrandi. Þessi ótti hafði tilfinnanleg áhrif á Philip. Hafði hann ekki sjálfur, ef til vill, verið ásak- aður um þjófnað og meðhöndlaður eins og þjófur? Hann sagði ekkert en fór inn með bróð- ir sinn; og inni í litla herberginu við eitt kerta- ljós; var það bæði viðkvæmt og fagurt að sjá drengina — hina viðkvæmu hugulsemi þess eldri, sem lék við hvern keip og lét að hverri ósk þess yngra — stundum við að byggja hús úr pappaspjöldum .stundum að segja álfasögur og riddarasögur — þær áhrifamestu, sem hann kunni eða gat sjálfur búið til. Að síðustu var þessu lokið, og Sidney var að afklæða sig, en Philip stóð dálítið frá honum og sagði rauna- lega: „Liggur illa á þér, Sidney?“ „Nei, aldrei þegar þú ert hjá mér, en það er svo sjaldan“. „Lestu ekki bækurnar, sem að ég keypti handa þér?“ „Jú, stundum, en maður getur ekki lesið allan daginn“. „Ó! Sidney, ef við skildum einhverntíma, þá þætti þér máske ekkert vænt um mig framar“. „Segðu ekki það“. sagði Sidney. „En við skiljum aldrei, Philip?“ Philip varp öndinni og sneri sér við, þegar Sidney hoppaði upp í rúm sitt. Eitthvert óljóst hugboð hvíslaði að honum, að hættan vofði yfir; gat Sidney vaxið þannig upp og í afskipta- leysi og án mentunar; var það á þann hátt, sem að hann átti að fullnægja ábyrgð sinni? 9. Kapítuli. Meðan að þessar hugsanir liðu í gegnum huga Philips og Sidney svaf rótt og vært í rúmi sínu, sátu þrír menn í herbergi í aðal- hóteli bæjarins; það voru hr. Arthur Beaufort, hr. Spencer og hr. Blackwell. „Svo að hann afþakkaði öll vinahót frá Beaufort fjölskyldunni!“ sagði sá fyrst nefndi. „Með stakri fyrirlitningu, sem að ég get ekki skýrt frá“, svaraði lögfræðingurinn. „En sannleikurinn er sá, að hann er auðsjáanlega ekki siðavandur að leggja sig niður við að vera vikadrengur hjá hestakaupmanni! Ég býst við að hann hafi alltaf verið í hesthúsinu hjá föður sínum. Það er slæmur félagsskapur, eyði- leggur smekk manna fljótt; en það er ekki það versta. Sharp segir mér, að maðurinn, sem að hann var að tala við sé alkunnur svikarefur. Þú getur reitt þig á, hr. Arthur Beaufort, að hann er óbetrandi, það eina, sem við getum gjört, er að bjarga yngri bróðurnum". „Það er of raunalegt til að hugsa um það!“ sagði Arthur, sem lá í legubekk, lasinn og daufur í bragði. „Já, sannarlega er það“, sagði hr. Spencer. „Ég segi ykkur satt að ég veit ekki hvað ég ætti að gjöra við slíkan mann; en það væri góð- verk að ná hinum drengnum“. „Hvar er hr. Skarp?“ spurði Arthur. „Ó“, sagði lögfræðingurinn, „hann hefir ver- ið á hælunum á Philip til þess að komast að, hvar hann ætti heima, og hvort að bróðir hans væri með honum. Ó! hérna kemur hann!“ Og maðurinn, sem hafði verið með Blackwell fyrr um kveldið, kom inn. „Ég er búinn að finna hann, herrar mínir“, sagði hann og þurkaði af sér svitann. „Því- líkur villingur! Ég hélt, að hann mundi henda steini í höfuðið á mér, en við lögreglumenn • irnir erum vanir við þetta og gjörum skyldu okkar, og forsjónin gjörir höfuðin á okkur ó- vanalega hörð“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.