Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 . ti U">í*e ,ners A Complete Cleaning Inslitulion 64. ÁRGANGUR PHONE 21374 A tf*** Þa^ ytj* A Complete 'Cleaniner fnstitutior NÚMER 10 Fréttir fró ársþingi Þjóðræknisfélagsins Sennilega munu birtast innan skamms ýtarlegar fréttir af gjörðum þingsins frá hendi skrifara þingsins, skal því látið nægja að skýra frá því, að á- kveðið var að næsta þing yrði haldið í júní 1952. Þingið sýndi tiltraust sitt til stjórnarnenfdar með því að endurkjósa alla með- limi hennar í einu hijóði. Sagt hefir verið frá samkomu »Fróns“, sem haldin var á mánu- dagskvöldið, 26. febrúar. Kvöld- ið eftir hélt Icelandic Canadian klúbburinn sína árlegu sam- komu í Fyrstu lútersku kirkju °g var hún einnig mjög fjölsótt °g fór hið bezta fram. Samkom- unni stjórnaði forseti félagsins, W. H. Kristjánsson. Ræðumað- urinn, Dr. S. W. Steinsson flutti erindi sitt með skörungsskap og var gerður góður rómur að því. Unglingarnir frá Daniel Mc- Intyre-skólanum, undir forustu ^tiss Lilju Eylands gerðu hlut- verkum sínum góð skil. Mikil unun var að hlusta á píanóleik Miss Thoru Asgeirson, og Mrs. Elma Gíslason söng ágætlega; Nýkjörnir heiðursfélagor Þjóðræknisfélagsins DR. GILLSON forseti Manitobaháskólans A. S. BARDAL útfararstjóri hún söng meðal annars ný lög eftir Ólaf Hallsson frá Eriksdale, sem raddsett voru á Islandi við kvæði eftir Dr. S. E. Björnsson. Lét fólk í ljósi mikla ánægju yfir þeim. Að lokum sýndi séra Valdimar J. Eylands litmyndir frá íslandi og útskýrði þær. Hefir fólk ávalt gaman af að sjá myndir þaðan. Lokafundur þingsins var hald inn á miðvikudagskvöldið, 28. febrúar, í Fyrstu lútersku kirkju. Fundinum stýrði forseti, séra Philip M. Pétursson, en skemt- uninni, varaforseti, Dr. T. J. Ole- son. Hon. Valdimar Bjornson, ríkisféhirðir Minnesota-ríkis, flutti þar eina af sínum ágætu og skemtilegu ræðum — „Um daginn og veginn“. — Einsöngva sungu þau Miss Inga Bjarnason og Mr. Albert Halldórsson, en Mrs. W. H. Kristjánsson var við hljóðfærið; var gerður góður rómur að söng þeirra, sem og að fiðluspili hins kunna fiðluleik- ara, Mr. Pálma Pálmasonar. Mr. Ragnar Stefánsson las af snild söguna „Álfur á Borg“ eftir Dr. Jóhannes P. Pálsson. Ritari félagsins, J. J. Bíldfell, lagði fram þær tillögur stjórnar- nefndarinnar, að Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitobaháskóla, A. S. Bardal útfararstjóri og Ólafur Pétursson fésýslumaður, væru kosnir heiðursfélagar Þjóð ræknisfélagsins. Þessar tillögur hverja í sínu lagi studdu, Grettir L. Jóhannson, Dr. Richard Beck og Einar P. Jónsson og voru þær samþyktar með dynjandi lófa- klappi. 1 tilefni af 75 ára afmæli Gísla Jónssonar, ritstjóra „Tímarits- ins“ sæmdi Þjóðræknisfélagið hann minningargjöf, er forseti félagsins afhenti honum með nokkrum hlýjum orðum; viðtak- andi þakkaði sæmdina og slíkt hið sama gerði A. S. Bardal, eini nýkjörni heiðsursfélaginn, sem viðstaddur var. Að svo mæltu þakkaði forseti þinginu góða samvinnu og lýsti þingi slitið. Nauðsynleg fjársöfnun Þann 1. þ. m., hófst fjársöfn- un í sjóð Rauða Krossins hér í landi, og nemur sú upphæð, sem fram á er farið fimm miljónum dollara; engum heilskygnum manni blandast hugur um það hve þörfin sé brýn; starfsemi Rauða Prossins meðan á flóðun- um miklu í Rauðárdalnum stóð í fyrra, mun engum úr minni líða, er kunnur var aðstæðun- um; blóðsöfnun er nauðsynleg, eigi aðeins vegna canadískra hermanna á vettvangi vígstöðv- anna í Kóreu, heldur og til notk- unar í sjúkrahúsum víðsvegar um landið. Allir verða að leggja eitthvað af mörkum, því margt smátt gerir eitt stórt; mannúðin krefst þess, að enginn liggi á liði sínu. Enn magnasf dýrfíðin Um miðja fyrri viku hækkaði smásöluverð á smjöri um sjö cents pundið, og nú er kaffi kom- ið á annan dollar; aðeins efnað fólk getur veitt sér beztu teg- undir kjöts og fiskjar; par af skóm hefir hækkað um tyo doll- ara og fatnaður hvers konar er kominn í ráns verð. Hverjir eiga að gæta hagsmuna láglauna- stéttanna og blessaðs aldur- hnigna fólksins, sem verður að draga fram lífið á öldungis ó- fullnægjandi ellistyrks? Sérstæð hljómlistarhát-íð í sögu íslendinga vestan hafs Urá því hefir verið skýrt *■ undanfarið í íslenzku vikublöðunum, að svo hafi skipast til fyrir at- b e i n a framkvæmda- nefndarinnar í íslenzka kenslustólsmálinu v i ð Manitobaháskólann og þeirra mannfélagsstofn- ana, er í samráði við hana vinna, að þær hljómlistarstjörnurnar, frú María Markan Öst- lund, víðkunn óperu- söngkona, og ungfrú Helga Sigurðson, sem getið hefir sér frægðar- orð í píanóleik, komi hingað til borgar frá New York, og efni til sameiginlegra hljóm- leika í Playhouse Theatre á föstudags- kvöldið þann 30. yfir- standandi m á n a ð a r ; hljómleikakvöld þetta má í rauninni skoðast sérstætt fræðslukvöld, og hlutaðeigandi tónlist- arsnillingar miðla örlátlega af takmörkuðum tíma sínum til fulltingis við það langmerkasta málefni, er Islendingar vestan hafs hafa nokkru sinni beitt sér fyrir um að hrinda í framkvæmd; slíka hollustu við íslenzkar menningarerfðir ber öllum að þakka og meta. __ Að því hefir einnig verið vikið, áð hinn mikilhæfi menningarfrömuður, Dr. Gillson, muni á áminstu skemthcvöldi bera fram mikilsverða yfirlýsingu varðandi stofnun hins íslenzka kenslustóls. — Aðgöngumiðar að skemtikvöldinu kosta $1.00 og fást hjá ungfrú Margréti Pétursson, 45 Home Street, á skrifstofum Lögbergs og Heimskringlu og í Björnssons Book Store 702 oargent. Frú María Markan Östlund Ungfrú Helga Sigurðson Frá Kóreu Undanfarna viku hafa lýð- ræðisfylkingarnar unnið allmik- ið á í Kóreu og tekin kynstrin öll af kínverskum kommúnistum til fanga. Canadískar hersveitir hafa tekið þátt í orustum þessa síðustu daga og getið sér frægð- arorð fyrir áræði og hreysti. Fjorvcldafundur Þann 5. þ. m. hófst í París fundur, er aðstoðarutanríkisráð- herrar stórveldanna fjögurra, Bretlands, Frakklands, Banda- ríkjanna og Rússlands standa að; til fundar þessa var boðað með það fyrir augum, að leita hóf- anna um hvort ráðlegt þætti að boða síðar til fundar með utan- ríkisráðherrum áminstra stór- velda ef með því mætti auðnast að draga eitthvað úr kalda stríð- inu og semja dagskrá fyrir þann fund ef til þess kæmi að hann yrði haldinn; upphaflega vildu Rússar aðeins ræða um framtíð Þýzkalands, en þessu mótmæltu Vesturveldin og kröfðust þess að tekin yrði til meðferðar öll þau mál, er heimsfriðinn varða; nið- urstöður áminsts fundar eru enn eigi kunnar. Launahækkun Starfsfólk hinna ýmsu járn- brautarfélaga í Bandaríkjunum, sem vinnur í skrifstofum og smíðastöðvum þeirra, hefir ný- verið fengið kauphækkun, sem nemur tólf centum á klukku- stund, auk dýrtíðaruppbótar, sem greidd verður þann 1. apríl næstkomandi; liðug miljón manna og kvenna verður að- njótandi þessara nýju kjara- bóta. v , — GIFTING — Síðastliðið haust, 7. okt., 1950 voru gefin saman í hjónaband í St. Saviors Anglican kirkjur.ni í Vancouver, Harold Bogi Sig- urgeirson og Sheila Maureen Meek. Rev. Davies gifti. Brúðguminn er sonur Boga Sigurgeirson (yngri) og konu hans Þuríðar Þorvaldson Sigur- geirson, en brúðurin er af írsk- um ættum. Heimili hinna ungu hjóna er í Victoria, B.C. en þar er hann bókhaldari við Dom- inio,n Bankann. Úr borg og bygð Mr. George Jóhannesson, sem dvalið hefir hér í borg síðast- liðin fjögur ár, er nýlegður af stað ásamt frú sinni og barni vestur til Edmonton, þar sem hann hefir verið skipaður í flug- kafteinsstöðu hjá Canadian Paci- fic Airlines. Mr. Jóhannesson er sonur frú Guðlaugar Jóhannes- son að 739 Alverstone Street hér í borg. ☆ — ÞAKKARORÐ — Þess hefir áður verið getið, að á jóladaginn 1950 brann heimili okkar að Grass River til kaldra kola ásamt öllum innanstokks- munum; allar eignir voru óvá- trygðar. Þann 17. febrúar síðastliðinn, söfnuðust saman ættingjar okk- ar og vinir að heimili Mr. og Mrs. Walters Samson, Ferry Road, héldu okkur yndislegt samsæti og sæmdu okkur þar ýmsum verðmætum gjöfum, fatnaði, húsmunum og peninga- upphæð; allan þann kærleika, sem okkur var auðsýndur í til- efni af áminstum skaða, þökk- um við innilega og biðjum Guð að launa. Mr. og Mrs. Bjarni Skandberg og fjölskylda. ☆ Meðal gesta á þjóðræknisþing- inu og samkomum þess voru: Mr. óg Mrs. S. V. Sigurdscn, Riverton; Mrs. Barney Eggert- son, Vogar; Mrs. S. E. Björns- son, Miniota; séra Skúli Sigur- geirsson, Foam Lake; Jón Myr- man, Steep Rock; Mr. og Mrs. Ólafur Hallsson, Eriksdale; Bjarni Sveinsson, Keewatin; Miss Svafa Pálsson, Geysir, Man. Fulltrúar og gestir frá Ár- borg: Mr. og Mrs. Sig. Einarsson, Mrs. Herdís Eiríksson P. rI h. Stefánsson, Magnús Gíslason, Sigurður Finnson, F. J. Sigurðs- son, Heiðmar Björnsson. Frá Lundar: Séra Jóhann Friðriksson, Mrs. L. Sveinssen, Mrs. H. Pálsson. Frá Selkirk: Einar Magnús- son, Eiríkur Vigfússon, Trausti Isfeld. Frá Gimli: Mr. og Mrs. H. G. Sigurdson, Sigurður Baldwins- son. Séra Philip M. Pétursson, forseti Embættismenn Þjóðræknisfélagsins Á nýafstöðnu þingi Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vestur- heimi, voru allir em’oættismenn félagsins endurkosnir. Séra Philip M. Pétursson, forseti Dr. T. J. Oleson, varaforseti J. J. Bíldfell, skrifari. Frú Ingibjörg Jónsson, varaskrifari G. L. Jóhannson, féhirðir Grettir Eggertson, varaféhirðir Guðmann Levy, fjármálaritari A. G. Eggertson, K.C., . varafjármálaritari Ólafur Pétursson, skjalavörður Endurskoðendur: Steindór Jakobsson J. Th. Beck. Sigfús B. Benediktsson látinn Þann 1. þ. m., lézt að heimili sínu í Langruth Sigfús B. Bene- diktsson, skáld, 86 ára að aldri, ættaður úr Norður-Múlasýslu; útför hans fór fram þar í bæn- um á laugardaginn, 3. þ. m. urtd- ir umsjá Bardals. Séra Jóhann Friðriksson jarðsöng; héðan úr borg, auk Bardals, voru við- stödd kveðjuathöfnina, Mr. J. Th. Beck, Miss Stefanía Eydal og Mr. og Mrs. Hjálmar Gíslason; hinn látni verðskuldar gleggri greinargerð áður en langt um líður. Borað fyrir olíu á ný Náttúrufríðindaráðuneytið í Manitoba hefir lýst yfir því, að innan fárra daga verði borað fyrir olíu í grend við bæinn Birtle hér í fylkinu með því að sérfræðingar telji næsta líklegt, að þar sé um olíuæðar að ræða; svæði þetta liggur í þrjátíu og fimm mílna fjarlægð frá Virden, þar sem nokkurrar olíu hefir þegar orðið vart, en rannsóknir á olíumagninu á þeim slóðum standa enn yfir. Hef ja búskap í Alberta Nálega fimtán hundruð hol- lenzkir bændur eru nýlega komnir sem innflytjendur hing- að til lands með búskap í Al- berta-fylki fyrir augum; þeir voru flestir dúðaðir í þykk vetr- arföt og féllu því nær í stafi, er þeir fyrir nokkrum dögum komu til Winnipeg í logni og glaða sólskini. Stjórnarkreppa í Frakklandi Stjórn sú í Frakklandi, sem setið hefir þar að völdum í vetur undir forustu Rene Plever, sagði af sér um miðja fyrri viku vegna þess að hana skorti nægilegt þingfylgi til að hrinda í fram- kvæmd þeim breytingum á kosningalöggjöfinni, er hún eigi aðeins taldi æskilegar, heldur í rauninni alveg óhjákvæmilegar. Eins og nú hagar til, eru hlut- fallskosningar um hönd hafðar í Frakklandi; vildi Mr. Pleven af- nema þær vegna þess hve þær væri auðsæilega til hagsmuna fyrir kommúnista, en koma í þess stað á fót óhlutbundnum kosningum svo sem lengi hefði gengist við í landinu. Fylkingar rofna Frá Róm hafa nýverið borist þær fregnir, að fylkingar ítalskra kommúnista séu all- mjög teknar að þynnast, og í sumum tilfellum jafnvel alveg að rofna; fimm leiðtogar kom- múnista í ítalíu, hafa opinber- lega lýst yfir fullu sambands- rofi við Moskvu, með því að þeir sjái sér ekki lengur fært, að lúta erlendu böðlavaldi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.