Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.03.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951 3 Hugleiðingar um þjóðræknis- og mannfélagsmól bornar fram á Miðs- vetrarmóti Fróns í Winnipeg, 26. feb. 1951 Eftir VALDIMAR BJORNSON Flestar ræður fluttar á þjóð- ræknisþingum eru mjög svipað- ar. Sjálfsagt finnst ræðumönn- unum erfitt að komast hjá því að tala um „gamla landið góðra erfða“. Þá er venjulega höggvið í sama far með „ástkæra ylhýra málið“ — vöndun þess og varð- veizlu í fjarlægð annarar heims- álfu. Þetta er alt saman eðli- legt og óhjákvæmilegt, þó það sé tilbreytingarlítið frá sjónar- miði áheyrenda. Mér fannst það ánægjulegt að geta breytt til, að nokkru leyti frá því í síðasta skipti, sem mér veittist tækifæri að flytja ræðu a Frónsmótinu, fyrir fjórum ár- um. Þá var maður rétt að segja nýkominn frá íslandi eftir fjögra ára dvöl. Þá lá það beint fyrir að tala um ástandið á íslandi stríðsárin, um áhrif langdvalar erlends setuliðs á land og þjóð, °g um afstöðu íslands í alheims málum að stríðinu loknu. Síðan hafa fleiri heimsótt okkur frá >.gamla landinu“, og ekki væri maður að flytja ykkur neitt nýtt eða spennandi hér í kvöld með því að minnast á íslandsdvöl emu sinni enn — sérstaklega þar sem varla var um komu þangað að ræða, aðeins tólf daga heimsókn til Reykjavíkur í júní °g júlí síðastl. Kona mín og börn voru á Is- landi lengur í fyrra sumar, komu ekki vestur aftur fyrr en eftir miðjan ágúst. Sonurinn litli, rúmlega ársgamall þá, lauk því af samt að læra að ganga a íslandi. Dæturnar, önnur langt komin á þriðja ár, hin ekki fimm ara, veita okkur núna lifandi dæmi um einn þann erfiðleika, sem verður okkur tíðrætt á þjóðræknisþingum — viðhald íslenzkunnar. Þær skildu ís- lenzku og töluðu málið að nokkru leyti áður en farið var lil ísjands í júní í fyrra. Þegar hingað var komið aftur þá voru þær búnar að týna niður ensk- unni. Nú tala þau bæði íslenzku °g ensku jöfnum höndum. Og hvað verður það lengi? Spurn- i°gin er víðtæk. Þótt dæmið sé óregið úr einni fjölskyldu, þá má heimfæra það víða í íslend- inga-byggðum okkar. Við segj- Um núna, eins og sagt hefir ver- ið eiginlega í fleiri áratugi, að íslenzkan eigi framtíðar lífsvon a vörum unglinga í þessari álfu helzt og nærri því eingöngu þar sem fjölmennar Islendinga- hyggðir eru — eða þá á úteyjum °§ afskekktum bóndabæjum. ®n nú eru bóndabýlin okkar ekki einangruð. Og jafnvel í Mikley er enskan stöðugt að sigra. Okkur hjónunum fannst heimsókn til Mikleyjar fyrir hálfu öðru ári líkjast því að vera homin til Bíldudals eða Vopna- fjarðar — til íslenzks sjávar- þ°rPs, þar sem báta-útgerð réði h'fsháttum, og íslenzk tunga og yenjur ættu sér enn griðastað 1 enskum heimi. , Yfirhntt nær enskan yfir- öndinni þegar börnin komast ut og fara að hitta enskumæl- andi leikfélaga. Hið gagnstæða sannaðist með börn okkar á göt- Um og leikvöllum Reykjavíkur 1 fyrra sumar. Og nú er leikur- lnn hafinn í hina áttina. Ekki verður langt komið í barnaskóla nami fyrr en ísienzkan hverfi naerri algerlega. Þetta er engin sPeki. Ekki þarf að segja ykkur stíðlega frá slíkum staðreynd- Um- Þetta hefir verið dagleg reynsla margra ára hjá okkur er í Vesturheimi, og hjá öðr- Um þjóðarbrotum, sem reynt afa eftir megni að halda er- endu máli við á fjarlægri slóð mér lá nær að segja, að halda moðurmáli við á erlendri slóð. j n nú erum við komin það langt la fan(fnámsárunum hér vestra að varla tíðkast lengur að kalla þá sem ekki eru af íslenzku bergi brotnir „útlendinga“. Það þekktist „í mínu ungdæmi", og vottar fyrir því enn. Hvert stefna slíkar hugleiðing- ar sem þessar? Að svartsýnni iippgjöf og algeru vonleysi í þjóðræknisbaráttunni er safnað getur enn slíku liði sem mætt er hér í kvöjd? Við vonum ekki. Þeim hefir fækkað ört hér vestra sem kunna virkilega að tala íslenzku. Þeim fækkar líka smátt og smátt, sem hafa gagn af íslenzkri ræðu og lestri. Við viljum vera raunsæir. Það þýð- ir ekkert að skapa okkur nokk- urs konar vonarheim, sem á ekkert skylt við veruleikann. Við endurtökum: „Það kemur mér enginn ofan í gröf áður en ég er dáinn“. En við vitum að málið fer dvínandi sem hlutur arfs þess er við reynum að varð- veita í lengstu lög. Kennslustóll í íslenzku við Manitoba-háskóla er verðugur bautasteinn landnámsfrumherja — slíkra manna sem Ásmundar Jóhannssonar, og eru þeir marg- ir aðrir, ungir og gamlir, sem með honum hafa lyft þessu Grettis-taki í framkvæmd. En ef áherzlan eigi nú að leggjast eingöngu á háskólann í forn- norrænu, þar með viðurkenn um vér að íslenzkan sem lifandi nútímamál eigi lítið eftir vor á meðal. Kennslustóllinn og alt sem hann kann að flytja með sér af uppörfun hjá almenningi og viðurkenningu hjá þeim lærðu verður að vera — frá sjónarmiði Vestur-íslendinga yfirleitt — aðeins þáttur í þjóð- ræknisstarfsemi þeirra. Þing Þjóðræknisfélagsins, sem nú er hafið, hefir „útbreiðslumál11 dagskrá, nú sem endranær. Það mál er áríðandi. Starfið verður að vera víðtækt. Það verður að vekja áhuga fyrir verðmæti ís lenzka arfsins meðal þeirra sem hann nær til. Kennslustóllinn gæti hjálpað til þess. En við „stólum“ ekki á hann einan. Þjóðræknisfélags-deildirnar og lestrarfélögin verða að hlynna að. Hið sama gildir um kirkj- urnar og félögin okkar yfirleitt. Vestur-íslenzku blöðin okkar hér í Winnipeg hafa altaf verið máttarstólpar í þessari viðleitni. Við verðu mað halda þeim við, styrkja þau, kaupa og lesa, auka en ekki veikja afkastamögu- leika þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það heim- ilin sem verða að taka á sig þær kvaðir, sem fylgja varðveizlu menningarerfða. Framför í þeim efnum sem byggist aðeins á fjölda fundarsamþykkta eða eld- móða lofræðna er engin fram- för. „Þar sem við ekkert er að stríða, þar er eigi sigur neinn að fá“. Umfangsefnið er nógu erf- itt. Hver einstaklingur, sem sæk- ir þjóðræknisþing eða styrkir þennan félagsskap að máli verð- ur ekki aðeins að njóta þeirrar uppörfunar sem stundar stemm- ing flytur, heldur líka að láta hönd fylgja máli. Verkin verða að tala — ekki bara ræðumenn- irnir. Að maður minnist aftur á blöðin okkar, Heimskringlu og Lögberg. Starfsemi þeirra hefir altaf verið þýðingarmikil. Það starf hefir meira gildi nú en nokkurn tíma fyrr. Einu sinni var kirkjan aðal-stoð og stytta í baráttunni fyrir viðhaldi ís- lenzkrar tungu í Vesturheimi. Börn fengu kristilega fræðslu — en sú fræðsla var á íslenzku. Þjóðræknin og guðræknin héldu saman höndum. Mér er minnis- stætt í þessu sambandi þing lút- erska kirkjufélagsins, sem hald- ið var í byggðinni okkar fyrir sunnan, í Minneota, árið 1930. Ræður voru haldnar á sunnu- dagsskemmtun, og þá var minnst meðal annars athafnarinnar sem einmitt þá daga var að fara fram á Þingvöllum — Alþingishátíð- arinnar. Svo voru líka ræður um bernsku-endurminningar, og þangað var maður kominn frá Dakota-byggðinni, sem hafði verið fyrstu ár sín í Minnesota. Hann lýsti því ekkert nákvæm- lega, hafði líkast til verið svona sex ára þegar foreldrar hans fluttust. En mér fannst það fall- egt og einhvern veginn tákn- rænt, þegar hann notaði aðeins þessi orð til þess að sýna það að hann héldi einhverja tryggð við gömlu byggðina. „Hér“, sagði hann, „lærði ég bænir mín- ar. Hér lærði ég: Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni“. Þetta er fallega sagt og hugs- að. Að maður tali ekki um inni- hald versins, þá var frásögn mannsins svo augljóst dæmi þess hvernig íslenzkan sjálf varð nærri óaðskiljanlegur þátt- ur andlega arfsins, sem var svo hjartfólginn meðal landnáms- manna hér vestra. Ég verð að játa það, að sem strák-hnokki hélt ég að kaþólskan væri tungu mál. Við höfðum, bæði í bæ og sveit, íslenzka kirkju, norska kirltju, sænska kirkju og þýzka kirkju — þess vegna hlaut í einföldum barnshuga kaþólsk kirkja að greina þjóðflokk en ekki trúarflokk. En nú er kirkj- an hjá okkur hætt að tala ís- lenzku, að mestu leyti. Hún boð- ar nú sinn boðskap á annari tungu, af eðlilegum og vel skilj- anlegum ástæðum. Kirkjurnar okkar eru hættar að vera megin- stoð íslenzkrar þjóðrækni. Satt að segja er Þjóðræknisfélagið nú sá eini félagsskapur, sem hef- ir það eindregið markmið að hlúa að viðhaldi tungunnar hér í landi. Sú staðreynd ætti að efla hjá okkur fórnfýsi og starfs- vilja í öllum áformum félags- ins. Hér ættu ágreiningsefni, sem eiga rætur sínar að rekja til annara verkahringa að gleym- ast í einingu og samheldni um aðal málefnið — varðveizlu menningararfsins dýrmæta og marg-umrædda. Þjóðræknisfé lagsstjórnin hefir, að mínum dómi, gengið á undan með góðu eftirdæmi hvað það snertir. En, svo að maður víkji að því a ný, þá eru íslenzku blöðin Við metum hjálp og velvilja, og þökkum innilega fyrir. En í viðhaldi tveggja blaða ættum við að reyna að vera sjálfbjarga. Blöðin mundu lifa lengi og í blóma ef aðeins tíundi hver maður sem telst til íslenzka kynstofnsins hér vestra gerðist áskrifandi — og stæði í skilum með greiðslu árgjaldsins. Þetta virðist vera það allra minnsta sem við getum gert. Ef það held- ur áfram að kreppa að hjá blöð- unum okkar, þá finnst mér ekki ofsagt að við játum að það sé okkur til háborinnar skammar. Islenzka stjórnin heiðraði, fyrir aðeins fimm árum. þessa traustu þjóna í víngarði þjóð- rækninnar, Stefán Einarsson og Einar Páll Jónsson, með því að bjóða þeim heim, ásamt frúm þeirra. Okkur ber að þakka þeim i’yrir velunnið starf í áratugi — en hólræður bg þakklæti eru veikir „víxlar“ gegn vaxandi dýrtíð og minnkandi tekjum. Við verðum að styrkja blöðin ef við ætlum okkur að vera virkilegir stuðningsmenn þeirra hugsjóna og þess málstaðs, sem gefið hafa blöðunum sinn til- verurétt. --------- Nú er ræðan líklega hátt upp í það að vera hálfnuð, og það sem komið er myndaðist sem nokkurs konar útúrdúr frá því, sem minnst var á í byrjun. Ég var að játa það, að kannske væri þýðingarlaust að vera að tala við ykkur hér í kvöld um skamma -dvöl á íslandi í fyrra. En um leið var ég að láta það í ljós að mig hálf langaði að tala einmitt um það. Nú, sem betur fer, hafa fleiri Vestur-Islend- ingar heimsótt Island á síðast- liðnu sumri. Ég get ekki ímynd- að mér betri leið til þess að efla þau kynni, sem þurfa að hald- ast milli okkar hér vestra og „gamla landsins“, en einmitt slíkar heimsóknir. Ekki gefst öllum það tækifæri. Ég komst í fyrra vegna þess að stórblað, sem ég vann þá við, sendi mig um Norðurlönd til þess að semja greinarflokk. En ég hitti fleiri Vestur-íslendinga héðan frá Canada í Reykjavík, og varð samferða tveimur frá Banda- ríkjunum, er eiga heima í Chi- cago. Þeir munu aldrei telja eft- ir sér það fé sem fór í slíka ökkar aðal driffjöðrin í allri við- ^rð’JF1!|i;Í__sem,ha£a r,áð. áA^ví leitni til þjóðræknisviðhalds. Að styrkja þau og stuðla að eflingu þeirra er þess vegna lífsspurs- mál í allri þjóðræknisbaráttunni hjá okkur. Kirkjan er, af eðli- legum ástæðum, gengin úr liði í þjóðræknisstríðinu, og þess vegna eru nú Þjóðræknisfélagið og blöðin þau einu öfl, sem halda skildi fyrir þjóðerni og máli. Væru íslenzku vikublöðin okkar horfin, þá væri öllu þjóð- legu sambandi byggða og dreifðra einstaklinga slitið, bæði inn á við og út í frá. Alþingi íslands hefir gefið okkur dæmi um það, hvernig beri að meta starfsemi vestur- íslenzku blaðanna. Það hefir styrkt blöðin með beinum fjár- framlögum. Heimaþjóðin á þakk ir skilið fyrir slíka hjálp. ÍS' lendingar heima vita, að þjóð- ræknisstarfsemi meðal niðja gamla Fróns hér í fjarlægðinni sé ekki bara þýðingarlaust skraum. Það vitum við er vér sjáum útrétta hjálparhönd stjórnarinnar sjálfrar til lið- veizlu útgáfu íslenzkra blaða hjá okkur. Það vitum við líka í hlýjum kveðjum, sem sendar hafa verið þessu þingi nú í ár, eins og oftar. Það vitum við er við hlýðum á eða lesum um ræð- ur þær, sem kærkomnir gestir að heiman flytja hér í Winnipeg og víða um landsbyggðir — næg ir í því sambandi að minnast að- eins á gesti, sem hafa komið á síðasta misseri — Pálma Hann- esson, rektor Menntaskólans í Reykjavík; Alexander Jóhann- esson, rektor Háskóla íslands; Herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir Islandi; og síðast sá, sem hefir nýkvatt ykkur hér nyrðra og okkur suður í Minne- sota, Páll Kolka læknir. mundu aldrei sjá eftir því. Aðr ir gætu komið því til leiðar, ef það væri virkilega sett sem markmið. Það sem kvartað var um svo lengi — kulda gagnvart vestur- förum heima — er löngu horfið. Sannanir um hið nýja viðhorf eru margar, í bundnu og ó- bundnu máli, í orðum og verk- um. Kanadastjórn sýndi vinar- þel á höfðinglegan hátt með op- inberum sjóði til styrktar náms- mönnum, er kæmu hingað til lands samkvæmt tilteknum reglugerðum. Frá Bandaríkjun- um hafa námsmenn að heiman fengið styrkveitingar hjá ýms- um stofnunum, og hefir opin- beru fé aðeins nýlega verið var- ið til hjálpar vísindamönnum og sérfræðingum, er komið hafa stöku sinnum vegna viðreisnar- stofnunarinnar — ECA eða Marhall Plan. Á meðan ég var á íslandi í herþjónustu stríðsárin, setti Al- þingi á stofn námsstyrkjasjóð í því einu augnamiði að hjálpa einum Vestur-íslending á ári hverju að sækja nám við Há- skóla íslands. Ekki veit ég betur en að aðeins einn einasti af þjóð- broti okkar hér vestra hefir reynt að notfæra sér þetta ein- staka tækifæri, og eru nærri átta ár liðin síðan að Alþingi auð- sýndi þessa rausn. Hitt í fyrra var sumarnámskeið fyrir karl- menn og konur sem vildu njóta þess að læra meir um íslenzka tungu, sögu, bókmenntir og menningu við uppsprettulind þeirra verðmæta, á sjálfu Is- landi. Sumarnámskeiðið við Há- skóla íslands í Reykjavík var all-sæmilega sótt, þegar reiknað Framhald á bls. 4 PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Vi&talstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út_ vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lö gfrœðin gar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORGI ■ pnOME 2IS5ip FUEl/?w 131 M-— Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2f,2 398 Talsfmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur í augna, egrna, nef og kvcrka sjúkdómum 209 Medieal Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Scrfrœðingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 ílrosftíl JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited Brítish Quaiity Fish Xettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wili be appreciated Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Telephone 725 448 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA Office 933 587 Res. 444 389 ! THORARINSON & !| APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. I 364 Main Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker. K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 493 288 DR. H. W. TWEED TannUeknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIFEG G. F. Jonasson, Pres. & Mán. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLIC, Sfmi 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.