Lögberg - 05.04.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.04.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRIL, 1951 JEAN MÉZERETTE: Inflúenzan er eina farsóttin, sem vísindin ráða ekki við En vonir standa lil. að á því geti orðið breyting bráðlega Inflúenzan, sem á hverju ári sýkir um 40 milljónir manna, átti að þessu sinni upptök sín í Svíþjóð. Fyrst breiddist hún út til Danmerkur, þaðan til Belgíu og nú í byrjun þessa árs hefir hún náð meStri útbreiðslu í Frakk- landi og Englandi. í Runcorn voru sjúklingar taldir 5000 í einu, en íbúar þar eru samtals 23000. — í Widnes sýktust 12 þúsund íbúar í 48 þús. íbúa borg. í Liverpool komst megnasta óreiða á allar strætisvagnaferð- ir, þar sem 800 vagnstjórar tóku inflúenzuna. Um 3000 hafnar- verkamenn lögðust líka í rúmið og komu þessi forföll greinilega í Ijós í sambandi við ýmsa hafn- arvinnu. Auk þessa urðu mikl- ar tafir á bréfaútburði og póst- flutningum, því að fjórðungur bréfberanna féll frá vinnu í einu. Allt það kvenfólk, sem einhverntíma hafði fengizt við hjúkrunarstörf, var kallað á vettvang. í fyrri hluta janúarmánaðar hefir inflúenzan breiðzt mjög ört út í Englandi, og þeir lækn- ar, sem ekki hafa sjálfir lagzt í veikinni, hafa orðið að vinna 16 klukkustundir á sólarhring. Þrátt fyrir þetta hefir inflú- enzan allt til þess verið tiltölu- lega væg. Árið 1947 dóu í Eng- landi úr henni á einni viku 1148 manns. I hinni hræðilegu inflú- enzudrepsótt, sem gekk árin 1918 og 1919 dóu rösklega 15 milljónir manna úr henni, víðs- vegar um heiminn, eða töluvert fleiri en þeir sem féllu í heims- styrjöldinni fyrri. Eyjan St. Helena var einasti bletturinn á jarðríki, sem slapp algerlega við drepsóttina. Minnkandi áhrif. 'Síðan hefir inflúenzan jafnan verið vægari og meira að segja er ekki annað að sjá, að áhrifa hennar gæti minna með hverju árinu sem líður. Þó er ef til vill rétt að gera ráð fyrir því, að hún geti þá og þegar geisað í sínu gamla almætti og það þeim mun fremur sem vísind- unum hefir ekki tekizt að finna orsakir þessa sjúkdóms, svo að læknar og almenningur standa því nær varnarlausir gagnvart honum. Síðastliðið ár var stofnuð rann sóknarstöð í Hampstead í grennd við London, sem hefir það mark mið að rannsaka inflúenzu og vinna gegn henni eftir mætti. Forstöðumaður stofnunarinnar er dr. Andrews, tvímælalaust einn merkasti sérfræðingur á sínu sviði, sem nú er uppi. Hann hefir látið í té þær upplýsingar, sem hér fara á eftir: * Meðal minnslu sýkla. Inflúenzusýkillinn er í hópi allra minnstu sýkla, sem enn hafa fundizt og þó að 40 milljón- um þeirra væri safnað saman á einn stað myndi sá hópur ekki vera á stærð við títuprjóns- haus. — Það var dr. Andrews, sem fann þennan sýkil og hann er alls ekki sýnilegur nema í svokallaðri ultrasmásjá. Sýkill- inn er tvenns konar: A og B, en í báðum tilfellunum getur hann birtzt á mismunandi hátt. A- sýkillinn er áhrifameiri og það er venjulega hann sem er að verki þegar um útbreiddar far- sóttir er að ræða. Inflúenzusýkillinn orkar trufl- andi á rauðu blóðkornin. Fyrstu sjúkdómseinkennin lýsa sér í kuldahrolli og magnleysistil- finningu. — Líkamshitinn stíg- ur ört og er oftast kominn upp í 39 gráður fáum klukkustund- um eftir að fyrsta hrollsins verð ur vart. Sjúklingurinn fær bein- verki og finnur til vanlíðunnar í líkamanum. Næstu daga á eftir má búast við því að veikin geri vart við sig í höfuðtaugum, í maganum eða lungunum og inflúenzu- sjúklingurinn á það á hættu að fá lungnabólgu. Verkanir inflú- enzunnar eru mestar og hættu- legastar í fólki, sem liðið hefir næringarskort, líka eftir harða vetur, því þá er taugakerfi al- mennings oft slappt og mót- stöðulítið vegna undangenginn- ar baráttu við kulda. Áhrif veðurfarsins. Þó er það einhvern veginn þannig að hættulegustu farsótt- irnar virðast hafa komið eftir milda vetur, sem á orðsök sína vafalaust að rekja til þess, að loftið er þá alla jafna rakt, og rakinn skerðir viðnámsþrótt mannsins. — Lundúnabúar hlusta með eftirvæntingu á veðurfréttirnar. Þegar veður- stofan spáir hlýviðri með þoku- lofti eða vætu, má ganga út frá því sem gefnu að inflúenzan breiðist örar út. Opinberir samkomustaðir: — Fundarsalir,, leikhús, kvik- myndahús, skólar o. s. fv., hraða mjög útbreiðslu inflúenzunnar. Það er m. a. staðreynd að menn, sem vinna í verksmiðjum og á skrifstofum taka veikina yfir- leitt fyrr og örar en eiginkon- urnar, sem vinna að heimilis- störfum. Um 60% allra inflúenzusjúkl- inga sýkjast við snertingu, þ. e. við handtak, vasaklúta o. s. frv., en 20% smitast við hósta. Ein- um eða tveimur sólarhringum eftir að smitun hefir átt sér stað, brýzt veikin út. Ekkert óyggjandi meðal. Enn sem komið er hefir ekk- ert meðal fundizt við inflúenzu. Hvorki penicillin né sulfameðul koma þai að minnsta gagni. Eina ráðið við inflúenzu er að verjast smitun, og í því skyni eru til einföld ráð. Fyrst og fremst ströng líkamsrækt, hlýr fatnaður og sérstaklega ber í því efni að gæta þess að vel sé búið að höndum og fótum. Fólk á að ganga í heilum þykksóluðum skóm, sem útiloka alla bleytu eða raka. Aftur á móti á fólk. ekki undir neinum kringumstæðum að hylja vit sín með treflum eða hálsklútum, því að þess konar flíkur eru sannkölluð bakteríu- hreiður. Einnig skal ráðið frá því að drekka áfengi áður en farið er út. Betra er að drekka heitt kaffi eða te. Það er ekki fyrr en mað- ur er seztur í ró og næði heima hjá sér, að óhætt er að bragða áfengi. Miklar tóbaksreykingar eru hættulegar. Loftræsting þarf að vera góð í íbúðarher- bergjum, en þó má súgur ekki undir neinum kringumstæðum vera í herbergjum. í svefnher- bergjum skal ráðlagt að hafa glugga opna í hálfa gátt, þar eð loftið í upphituðum herbergj- um eyðist fljótlega og um leið eykst sýkingarhættan. Innrásarleiðir sýkilsins. Inflúenzusýkillinn kemur á- valt inn í líkamann gegnum nef eða munn. Þess vegna er giftu- samlegt að skola munninn öðru hverju úr sótthreinsandi vatni og anda að sér í gegnum nefið sóttkveikjudrepandi gufum. í brezkum flugvélum eru sótt- hreinsandi meðul notuð, sem far- þegar eru látnir anda að sér. Ef fólk heldur, þrátt fyrir framangreindar varúðarráðstaf- anir, að það sé sýkt orðið, skal því ráðlagt að hátta og taka hita- poka með sér í rúmið þar til læknir hefir gengið úr skugga um vbikina. Jafnframt er gott að drekka heitan ávaxtasafa og taka inn tvær aspirintöflur á 4 stunda fresti, fyrst og fremst til þess að draga úr verkjum og líka til þess að geta sofnað. Á þennan hátt kemur það iðu- lega fyrir að inflúenzan batnar á einum sólarhring. En ef það er ekki, hefir hún fest rætur í líkama sjúklingsins, og má þá gera ráð fyrir að honum elni sóttin, auk þess sem viðbúið er að hún hafi ýmis konar. aðra kvilla í för með sér. Jafnvel þótt sjálf inflúenzan vari skamma hríð, er viðnáms- þróttur líkamans lamaður lengi á eftir. Þess vegna ættu sjúkl- ingarnir að gera sér að reglu að halda kyrru fyrir í eina viku eftir að inflúflenzan er um garð gengin til þess að jafna sig og gera líkamann viðnámshæfari. Inflúenzan er eina almenna farsóttin, sem vísindin ráða ekkert við, en nú standa vonir til að á þessu geti orðið breyt- ing. Móteitur íundið. Tveir vísindamenn, þeir dr. Laidlaw í Ameríku og dr. An- drews í Englandi hafa báðir komizt að sömu niðurstöðum við rannsókn inflúenzunnar og hafa hvor í sínu lagi fundið mót- eitur við veikinni, sem spraut- að er inn í líkamann. Notkun þess er þó ennþá ýmsum erfið- leikum háð. Efni þetta ’er unnið úr hænueggjum, sem áður hafa verið sýkt með inflúenzusýkl- um. Þess ber þó að geta, að bólu- efni, sem unnið er úr A-sýklum, orkar ekki á B-sýkla, auk þess sem sjúkdómseinkennin eru svo margháttuð, að bólusetning kemur ekki nándar nærri allt- af að tilætluðum notum. Viss bóluefni, sem notuð voru gegn inflúenzunni í Ameríku 1943, og með góðum árangri, að telja má öruggt, að það hafi komið að gagni allt upp í 75% tilfella, reyndust gjörsamlega gagnslaus í inflúenzunni 1947. Eins og sakir standa vinna vísindamenn víðsvegar um heim sameiginlega að inflúenzurann- sóknum í því augnamiði að gera almenning brynjaðan gegn þess- ari hvimleiðu sótt, þegar hún herjar á lönd og álfur.,J alþjóða- rannsóknarmiðstöðinni í Hamp- stead er verkun ýmiskonar bólu- efna gaumgæfilega rannsökuð jafnframt því sem að er viðað gögnum um inflúenzufaraldra í öllum löndum heims og sýklum safnað. Inflúenzan er ekki landlæg. Það er ekki lengra liðið en veturinn 1948—’49, sem fyrsta raunhæfa niðurstaðan fékkst fyr ir milligöngu þessarar stofn- unar. Margir fræðimenn voru þeirr- ar skoðunar, að inflúenzan væri landlæg og lægi aðeins niðri um stundarsakir. Aftur á móti héldu aðrir því fram, að þarna væri um farsótt að ræða, sem bærist frá einum stað í annan. Nú má telja það fullsannað, að hin síð- arnefnda skoðun hefir við rök að styðjast. 1 september 1948 átti inflú- enzan upptök sín í Norður- Sardiníu og breiddist þaðan út til Sikileyjar, um alla ítalíu, Sviss, Austurríki, Suður-Frakk- lands, Norður-Spánar, Vestur- Þýzkalands, Danmerkur, Hol- lands, Belgíu, Englands og ír- lands. Þarna var örugglega um far- sótt að ræða, og smitun frá einu landi til annars, því við rann- sókn kom í ljós, að þarna var um sömu grein inflúenzu að ræða, hinn svokallaða A-sýkil. Hann var líka að verki í inflú- enzufaraldrinum, sem geysaði árið áður, þó að sjúkdómsein- kennin væru að ýmsu lpyti frá- brugðin. En hvernig byrjaði inflúenz- an á Sardiníu? Samkvæmt upp- lýsingum víðsvegar að, kom veikin upp samtímis í mörgum þorpum og meira að segja í af- skekktustu býlum og húsum. Hér virðist sem sýkillinn breið- ist út meðal fólks og jafnvel milli byggðarlaga áður en sjálf veikin brýzt út. Á því leikur hins vegar enginn vafi, að far- sóttin berst gegnum smitun úr einu landinu í annað, en mað- urinn verður ekki var við smit- unina, því að veikin brýzt ekki út fyrr en síðar. Þar sem afbrigði inflúenzunn- ar eru geysimörg og taka alltaf breytingum frá ári til árs, segir það sig sjálft, að bóluefni, sem orka á viss afbrigði eru gagns- laus gegn öðrum. Þessa dagana vinna vísinda- mennirnir í Hampstead ákaft að því að rannsaka inflúenzu þá, sem nú herjar víða um lönd og finna við henni viðeigandi bólu- efni. Ef til vill tekst þeim að stemma §tigu við henni, eða halda henni a. m. k. svo í skefj- um, að hún geri ekki mikinn óskunda. Þúsundir hænueggja eru sprautuð með inflúenzu- sýklum, og þegar eggið er gegn- smitað er hið dýrmæta bóluefni unnið úr egginu. Búið er nú þeg- ar að bólusetja mikinn fjölda Englendinga og ef þeir taka ekki veikina næstu tvo mánuði á eft- ir, má telja að bóluefnið svari Sjálfmenntaðir fræðimenn í alþýðustétt hafa verið mikil prýði hinnar íslenzku þjóðar og gagnsemdarmerpi hennar að sama skapi. Þeir hafa haldið hátt á lofti blysi andlegrar iðju, svo að birtu ber langt inn á svið lið- inna alda, því að þeir hafa dreg- ið á land undan sjávargangi tímans ómetanlegan fróðleik um menn og lífsháttu horfinna tíða. í þeim þjóðnýta flokki skipar Kristleifur Þorsteinsson á Stóra- Kroppi í Borgarfirði heiðurssess, því að fáir eiga betur skilið sæmdarheitið fræðaþulur, en hann verður níræður að aldri þ. 5. apríl í ár. Á hann það inni hjá löndum sínum vestan hafs eigi síður en austan, að hans sé að nokkru getið á þeim fágætu tímamótum. Kristleifur Þorsteinsson er hin mesta kempa að vallarsýn, sviptiginn og öldurmannlegur, enda er hann kvistur sprottinn af óvenjulega traustum stofni, kominn í beinan karllegg af séra Snorra á Húsafelli. Gáfna- far Kristleifs og skapgerð sam- svara einnig svipmikilli ytri á- sýnd hans, eins og fræðastörf hans og ritmennska bera órækt vitni. „Fjórðungi bregður til fóst- urs“, segir hið fornkveðna, og sannast það vel á Kristleifi, en æskustöovum hans og tengslum hans við þær er glögglega lýst 1 þessum orðum úr æviágripi hans í II. bindi HéraSssögu Borgarfjarðar (1938): „Kristleifur er borinn og barn- fæddur á einum fegursta og svipmesta stað þessa héraðs, Húsafelli, enda ber hann glögg merki þess bæði í hugsun og háttum. Er því líkast sem hann væri meitlaður úr því umhverfi. Þessum æskustöðvum hefir hann lýst í þætti sínum: „Frá Húsafelli og Húsafellsprestum“ (I. bindi Héraðss. Borgarfj., bls. 379). Eru þær líka mörgum ferðamönnum kunnar, svo eru þær og kunnar af málverkum ýmissa ágætra málara, sem oft hafa verið langdvölum á Húsa- felli“. Kristleifur er maður algerlega sjálfmenntaður, og eru fræða- iðkanir hans að því.skapi að- dáunarverðari; en sjálfsfræðslu hans er ágætlega lýst í eftirfar- andi kafla úr fyrrnefndu ævi- ágripi hans, og varpa þau um- mæli jafnframt björtu ljósi á gáfnafar hans og aðstöðu til fræðimennskunnar: „Engrar skólafræðslu hefir Kristleifur notið um ævina, en bóklestur í tómstundum, sam- talshæfileikar hans við fróða menn, minni hans, athygli og skarpar gáfur hafa leitt til þess, að hann er, — eins og rit hans bera með sér, — fjölmenntaður þeim kröfum sem til þess eru gerðar. Bóluefnið á að fela í sér möguleika bæði til þess að verj- ast inflúenzu og lækna hana. Þeirri spurningu er æ ofan í æ varpað fram, hvort hætta sé á jafn umfangsmikilli og skæðri inflúenzu, sem þeirri, er herjaði á árunum 1918—1919. Þeirri spurningu geta vísindamennirn- ir ekki svarað. Önnur spurningin: Hvar held- ur inflúenzusýkillinn sig á sumr- in eða á meðan farsóttin liggur niðri? Það er heldur ekkert svar við þessari spurningu. Helzt má þó búast við svari vestan frá Ameríku. Þar hefir vísinda- maður, Shope að nafni, komizt að þeirri niðurstöðu að inflú- enzusýklar í svínum geymast eða halda kyrru fyrir í lungum svínanna á milli þess sem sjúk- dómurinn geisar. Og það hefir jafnvel komið fram tilgáta um það, að það séu svín sem veiti inflúenzusýklum mannfólksins rúm þann tíma, sem veikin gerir ekki vart við sig í fólki. í íslenzkum fræðum að fornu og nýju. Og vegna hinnar næmu athyglisgáfu hans juku öll störf hans á yngri árum, ferðalög og útróðrar, þroska hans og þekk- ingu. Þeir, sem honum eru kunnugastir, vita, að enn býr hann yfir margvíslegum og fjöl- þættum fróðleik, sem óskráður er, um gamla siði og háttu, og er eftirsjá að, ef glatast. Þrátt fyrir allt strit og volk æskuár- anna lifa í huga Kristleifs ó- venju fagrar æskuminningar, sem honum er kært að rifja upp. Og það, sem litar þær fegurst, er einmitt það, sem áður er minnst á: hið glæsta æskuum- hverfi, þar sem margbreytileg fegurð og tign blasti hvarvetna við augum hans við öll störf hans. Það var eins og hann hitti þar fyrir vizkuvætt á hverju leiti, og það varð honum drjúg- ur skóli. Nálega alla menningarsögu- þætti sína hefir hann ritað hin síðari ár eða eftir 1920 og að mestu í ígripum. Er honum mjög létt um að rita og afkast- ar oft á skömmum tíma svo miklu, að furðu gegnir“. Má það vera öllum fræðaunn- endum, og íslenzku þjóðinni í heild sinni, mikið þakkarefni, að Kristleifur hefir á efri árum átt þess kost að bókfesta í rík- um mæli hinn mikla þjóðlega fróðleik, sem hann býr yfir, varðveita hann með því frá gleymsku, og gera hann aðgengi- legan og arðbæran öldnum og óbornum. Langt er liðið síðan almenn- ingur vissi, að íslenzka þjóðin á einn sinn ágætasta fróðleiks- mann þar sem Kristleifur er, en þó mun óhætt mega segja, að menn hafi eigi til fullnustu átt- að sig á miklum fræðimanns- og rithöfundarhæfileikum h a n s , fyrri en út kom I. bindi Héraðs- sögu Borgarfjarðar (1935), en sagnaþættir hans voru megin- efni hennar. Tekur séra Eiríkur Albertsson réttilega og drengi- lega fram í formálanum, að fræðiiðkanir og sagnritun Krist- leifs sé „sá trausti og öruggi grundvöllur, sem hugmyndin um útgáfu Héraðssögu Borgar- fjarðar hafi verið reist á frá byrjun“. Hann átti einnig drjúg- an þátt í II. bindi þeirrar ítar- legu og merku héráðssögu. Eigi er minni fengur að fram- haldinu af sagnaþáttum hans, sem út komu í tveim stórum bindum undir heitinu Úr byggð- um Borgarf jarðar (1944 og 1946); njóta fræðimennska hans og frá- sagnarhæfileikar sín þar ágæt- lega, enda mátti það alþjóð nú augljóst vera, hafi einhverjir eigi verið þess fullvissir áður, að þar var á ferð óvenjulegur fræðimaður á þjóðlega vísu, er eigi aðeins kunni að viða að sér fróðleik, heldur einnig að vinna svo vel úr honum, að lesandinn nyti hans til fullnustu. Áður hefi ég hér í blaðinu lýst all-ítarlega efni þessa rit- safns Kristleifs, og skal það eigi endurtekið. Skylt er samt að benda á það meginatriði, að þótt sagnaþættir hans fjalli einkum um Borgarfjörð og Borgfirðinga, þá eru þeir þættir þannig vaxn- ir um fjölþætt efni og túlkun þess, að þeir verða í höndum hans aldarfarsspegill, sem birtir lesúndanum íslenzkt þjóðlíf al- mennt, í megindráttum, á því tímabili, sem um er að ræða. Hjá honum fara saman víðtæk- ur og staðgóður fróðleikur, glöggskyggni, og hreint og þrótt- mikið málfar. Er það í engu of mælt, að þjóðlegum fræðum vorum er stórfengur að bókmenntalegu starfi Kristleifs Þorsteinssonar. Það munu allir íslenzkir fræða- vinir játa fúslega, er þeir nú hylla hann níræðan. Kristleifur á til skálda að telja, enda er hann sjálfur prýð- isvel skáldmæltur, eins og kvæðið „Skógarbræður“ sýnir, en það er prentað í II. bindi Héraðssögu Borgarf jarðar. Er þar lýst hugdjörfum hreysti- mönnum, og höfupdinum vel að skapi, þeim Ásgrími og Illuga Illugasonum, er lengi voru bændur í Skógum í Flókadal. Fara hér á eftir upphafs- og lokaerindin, og munu flestir mæla, að glögg sé lýsingin á þeim bræðrum og hressilega og fimlega gripið í hörpustrenginn: „Ólu manninn upp til heiða ævi sinnar fyrri daga, þar sem fannablæjan breiða byrgði alla vetrarhaga. Kærust voru þeim köldu fjöllin, kraftamenn og gömlu tröllin. Mótuðust hugir heiðarbarna hárra fjalla eftir þaki: Eldur bjó í innsta kjarna, yfirborðið snjór og klaki. Vannst það helzt með vinar- málum vakir þíða að drengjasálum. ---------------☆----- Kært var mér að koma’ að Skógum, kenndi þar ekki’ á neinu frosti, vakir fann að fróðleik nógum, frjálsa menn og góða kosti, eftirmynd af hetjum horfnum, hugrökkum, í skapi fornum. Voru þeir löngu lífi mettir, langt til baka æskugaman. Hvorugur vildi verða ettir, var þeim leyft að fara saman héðan yfir yzta eiðið. Eiga þeir báðir sama leiðið“. Það fer að vonum um jafn rammþjóðrækinn mann og Kristleifur er, í sönnustu merk- ingu orðsins, að hann hefir rækt vel frændsemina við landa sína vestan hafsins. Fagur vottur þess eru hin fróðlegu og prýði- legu Fréttabréf hans úr Borgar- firði, sem hann hefir sent Lög- bergi í þrjá áratugi, og eru að eigi litlu leyti atburða- og menn- ingarsaga héraðsins á því tíma- bili. Myndi þar einnig nægt efni í stærðarbók og gagnfróðlega. Þeir verða því margir hér í Vesturheimi, eigi síður en heima á ættlandinu, sem hugsa hlýtt og þakklátlega til hins merka og mikilvirka fræðaþular að Stóra-Kroppi á níræðisafmæl- inu og biðja honum blessunar á ævikvöldi. Sjálfur rétti ég hon- um yfir hið breiða haf heita hönd til þakkar fyrir fræðsluna og vinarhuginn í þessum ljóð- línum: Þarfur varstu þjóð og byggð, þrungið hjartað ættartryggð. Fögur ljómar fræðaglóð, fennir seint í þína slóð. Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bns. Pbone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQ0ETS FUNERAL DESIGNS IMlis K. Chrlstle, Proprletress Formerly with Robinson & Co. Jean Mézeretíe —VISIR, 10. febr. Níræður fræðaþulur Eftir prófessor RICHARD BECK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.