Lögberg - 05.04.1951, Page 5

Lögberg - 05.04.1951, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL, 1951 5 ÁHUGAMÁL rVENN/L Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Skemmtikvöld með Women's Ass'n Síðastliðið þriðjudagskvöld, 27. marz hafði yngra Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar boðið til sín konum eldra Kvenfélags- ins og meðlimum Dorcas-félags- ins til kvöldskemmtunar í meðri sal kirkjunnar. Þetta kvöld var bezta tfeður, kyrrt og milt, og með því að nota ímyndunaraflið ögn, var sem maður gæti fundið ángan af vorblómum, og áreiðanlega var hægt að heyra vatnanið, þar sem að sólarhitinn um daginn hafði þýtt snjóinn og var hann nú alveg á förum. Hvort sem að það var nú veðurblíðan, eða vinsældir félagsins, sem stóð fyrir þessu boði, þá var þarna samankomin stór hópur kvenna, yngri og eldri, á annað hundrað konur. Mrs. V. Jónasson, forseti Women’s Association, setti fund og lét syngja sálminn „My faith looks up to Thee“. Hún bað Mrs. G. Jóhannesson að flytja biblíu- lestur og bæn. Mrs. Jóhannesson lauk máli sínu með því að lesa kvæði eftir Edna Jacques „You are welcome". Ávarpaði þá for- seti gestina og bauð konurnar hjartqnlega velkomnar í nafni félagsins. Var svo byrjað á skemmtiskránni. Fyrst var ein- söngur Miss Inga Bjarnason, og söng hún lögin: Hark, hark the lark, eftir Schubert; The Swan eftir Grieg; Say ye who sorrow Heather Rose. Miss Sigrid Bar- dal lék undirspil á píanó. Inga hefir þýða og hljómfagra rödd og syngur öllum til ánægju — enda varð hún að syngja fjórða lagið. Því næst kynnti forseti Mrs. Catherine Arnitage, sem flutti fróðlegt erindi um „Nýjungar í barnavernd“. En Miss Arnitage hefir starfað að málum barna- verndar víða um Canada í mörg ár, og hefir nýlega tekið að sér að stjórna'heimili fyrir munað- arlausar stúlkur hér í borginni. Hún lagði sérstaka áherzlu á, að undirstaðan fyrir því að upp- eldi barna blessaðist, væri kær- leikur og blíða foreldranna, og vitanlega friðsamt og heilbrigt heimilislíf. Mrs. E. S. Fjelsted þakkaði henni erindið. — Næst voru sýndar tvær hreyfimyndir „Across Canada“ og gaman- mynd „A little bird told me“. Snorri Jónassön útvegaði og sýndi myndirnar, og var honum þakkað með lófaklappi. — Voru svo fram bornar veitingar og kaffi, og skemmtu konur sér við samræður með kaffinu um góða stund. Lauk þannig þessari kvöldskemmtun kvenfélagsins. Kvenfélagskona Krabbamein í brjósti Mikilvægi skilyrði þess, að krabbamein verði læknað, er að efiir því verði iekið nægilega snemma. Krabbameinið er að vonum einn illvígasti sjúkdómur, sem mannkynið á nú í höggi við. Hann leggur miklu fleiri að velli en þyrfti, og gott vopn í baráttunni við það er að karlar og konur fylgist svo vel með líkama sínum, að hann eða hún finni strax breytingar, sem kunna að stafa frá byrjandi krabbameini. Hér eru því gerð nokkur skil, hvernig konur eiga að reyna að fylgjast með því, hvort þær hafi æxli í brjósti, — en brjóstkrabbi er algengur meðal kvenna. Flestir hafa átt vini eða ætt- ingja, sem látizt hafa úr krabba- meini í brjósti. Margar þeirra vitjuðu læknis strax og þær urðu varar einkenna, sem bent gætu til, að um krabbamein væri að rasða, en uppgötvuðu þessi ein- kenni of seint og þrátt fyrir beztu fáanlegu meðferð var ekki hsegt að bjarga lífi þeirra. Veiga ^nesta orsök þessa var, að ekki var hægt að nema burtu allar krabbafrumur, vegna þess að Þser höfðu borizt frá brjóstun- Urn «1 ýmissa annara staða lík- amans áður en meðferð hófst. í Bandaríkjunum dóu 8! konur úr krabbameini 194 15 þús. eða rúmlega nver úr krabbameini í b Þegar við íhugum, að k efði mátt hjá mörgum þ< öauðsfalla, ef nóg þekking verið fyrir hendi, getum vii °kkur grein fyrir, hve mil Un á mannslífum þetta er. Þessi sóun mannslífa f orun til kvennanna og rsstarfsins að koma hér á 1 lngu. Það er hægt að lækka uanartölu með því að legg V til að uppgötva sjúkdc °gU ®nemma og láta sjú a rétta meðferð. Fyrstu einkennin. I^rabbamein byria stS 0furlítiH hnútur í?|ðar 1 líkamanum. um stækkar hann oj ve mn Sem umkrjn f einhverju vaxtars' losna smáhlutar frá I berast með blóðinu að num til einhvers ar •hnshiuta og mynda x i. Eftir að krabban br°iðst þannig út, er oft ómögulegt að nema það burtu eða eyða því á annan hátt, vegna þess, að ómögulegt er að vita, hve víða það hefir breiðst út, eða að ná til allra staða, sem æxlið kann að hafa borizt til. Sum mein breiðast snemma út, önnur seint, en sum breiðast aldrei út. Sú staðreynd ætti að hvetja hvern og einn til að leita læknis jafnskjótt og hann eða hún uppgötvar ein- kenni, sem gætu bent til, að um krabbamein væri að ræða og hvetja lækninn til að greina sjúkdóminn eins fljótt og auð- ið er. Enda þótt mörg hundruð vís- indamenn hafi unnið að krabba- meinsrannsóknum árum saman, hefir meðferð sjúkdómsins ekki breytzt í aðalatriðum. En afar miklar framfarir hafa samt átt sér stað, sérstaklega á sviði skurðlækningarinnar, en sér- hver framför í þeirri grein er mikilsverður liður í baráttunni gegn krabbameininu. Auk þess eru svo radium- og röntgen- geislar, sem eru sérstök blessun fyrir konur, því þessir geislar eru svo áhrifaríkir við krabba- mein í legi. Þeir eru einnig mik- ið notaðir við krabbamein í munni, tungu og koki. Víða annars staðar eru þeir notaðir til mikils gagns. Ástæða er til að vona, að áhrifarík efni verði fundin gegn krabbameini og er mikið tilraunastarf unnið á því sviði. Smátt og smátt hefir al- menningur verið fræddur um að krabbamein á byrjunarstigi er læknandi. Fyrsta vörnin gegn brjóst- krabba er, að konurnar sjálfar hafi gát á einkennunum, sem gætu bent á, að um krabbamein gæti verið að ræða og vitja þá undir eins læknis og er það á ábyrgð læknisins, að rannsaka (eða láta rannsaka) hvort svo er eða ekki. Það er tiltölulega auð- velt fyrir sjúklinginn sjálfan að finna útvortis einkenni. Ef hún hirðir ekkert um, hvort þau eru til staðar eða ekki, eða leit- ar ekki læknis fyrr en meinið er komið yfir fyrsta stigið, hefir hún engan að ásaka nema sjálfa sig. Ef meinið er innvoriis. Krabbamein, sem á upptök sín innvortis, er ekki svo auð- velt fyrir sjúklinginn að finna, vegna þqss, að einkenni þess geta verið svo óljós eða jafnvel engin, fyrr en það er meira eða minna útbreitt. ‘Venjulega gef- ur það þó einkenni, sem læknar geta fundið með nákvæmri rann sókn. Sjúklingurinn getur því lítið hjálpað til að finna byrjun- areinkenni í þessum tilfellum, annað en að láta athuga sig vandlega með hæfilegu millibili og vitja læknis strax og hann finnur til lasleika. Aðalábyrgðin við uppgötvun innvortis meina hvílir því á herðum lækna, en þeir eru farnir að finna til meiri ábyrgðar 1 þessu efni og sést það m. a. á því, að víða hafa læknafélög námskeið fyrir fé- laga sína til að kenna þeim að þekkja sjúkdóminn ýtarlegar. — Einnig hafa ýmsir læknaskólar aukanámskeið í þessu og í Banda ríkjunum veitir heilsuverrtciun- arstofnun ríkisins vissum fjölda ungra lækna ítarlega kennslu í að þekkja sjúkdóminn og um meðferð hans. Sjálfslækning er ekki til. Enginn sjúklingur læknar sjálfan sig af krabbameini. En það sem sjúklingurinn getur gert er að vera á verði og vitja læknis undir eins og hann verð- ur var við byrjunareinkenni. Kemur þá til kasta læknisins að úrskurða, hvort um krabbamein er að ræða eða ekki og einnig að taka ákvörðun um hvaða meðferð eigi bezt við, en til alls þessa útheimti^t ítarleg þekk- ing í sjúkdómafræði, skurð- lækningum og radium- eða rönt- genlækningum. Kona, sem vill ekki lenda á dánarlistanum úr brjóstkrabba, athugar á sér brjóstin einu sinni í mánuði, eftir að hún er kom- in yfir 35 ára aldur. Yngri kon- ur þurfa ekki að athuga þau svona oft, en ættu samt að gera það tvisvar til fjórum sinnum á ári, eftir aldri. Markmiðið með * svona tíðum athugunum er að uppgötva krabbameinseinkenni undir eins og þau koma í ljós, svo að greining og meðferð geti byrjað án tafar. Öll töf er bezti samherji krabbameinsins. Helztu einkennin. Helztu einkenni brjóstakrabba (sem einnig geta verið einkenni annara sjúkdóma) eru þessi: Sérhver hnútur eða herzli. Aflögun eða skekkja frá hinni eðlilegu lögun brjóstanna. Sýkta brjóstið er oft dálitlu hærra en hitt. Brjóstvartan er inndregin. Sár. — Blæðing eða lituð út- ferð úr vörtunum. Stækkaðir eitlar í holþöndinni. Mörg þessara einkenna geta bent til annarra sjúkdóma, svo að óþarfi er fyrir konur, sem finna þau, eitt eða fleiri, að láta bugast af ótta. En þær eiga að leita læknis tafarlaust. Ef ekki er um krabbamein að ræða, létt- ir af þeim áhyggjum. En sé um það að ræða, má ekki dragast að byrja rétta meðferð. Verkir í brjósti stafa venju- lega af öðrum orsökum nema meinið sé komið á hátt stig. — Kunnur skurðlæknir hefir sagt, að þegar kona vitji sín með hnút í brjósti, sem nýlega hafi mynd- ast og valdi miklum verkjum, telji hann sig sæmilega vissan um, að ekki sé um krabbamein að ræða. En þegar sjúklingur vitji sín með hnút í brjósti, sem valdi sér engra óþæginda, sé hann mun hræddari um að um krabbamein sé að ræða. Bezta aðferðin. Bezt er að athuga á sér brjóst- in þannig, að standa fyrir fram- an spegil með þau bæði nakin. Bera skal saman stærð þeirra og lögun. Athuga hvort þau eru jafnhá og hvort nokkurs staðar er dæld í þeim eða stríkka á húðinni. Hvort brjóstvartan er Psoneers Envisage Establishment of Chair In lcelandic Winnipeg, March 30th. (Canadian Press) — A fond dream of Manitoba’s 1 5,0 0 0 citizens of Icelandic descent—a Chair of Icelandic Language and Literature at the University of Manitoba—was realized today. Icelanders who look ori their mother tongue as a classic lan- guage on a par with Latin and Greek tonight will hear Dr. A. H. S. Gillson, president of the university, formally announce establishment of the new de- partment. The children of Icelandic set- tlers who trekked to the' west shore of Lake Winnipeg 75 years ago to farm and fish, and later fed into the life of the Province a bigger-than-average quota of leaders in business and the pro- fessions. Contributed the bulk of $155,000 which has been placed on deposit at the university to finance the Chair. A $200,000 endowment to put the Chair on a self-sustaining financial basis is planned, and of the $45,000 needed to reach that goal about $20,000 has already been pledged, managers of the campaign fund announced. The 15,000 Icelanders living in Manitoba are. the largest Ice- landic group in the world out- side of Iceland and the Province is generally regarded as the centre of Icelandic influence and culture in North America. An- other 10,000 Icelanders are scat- tered throughout Canada and the United States. “Ever since the arrival of the first settlers, people of Icelandic descent have envisaged the es- tablishment of an institution of learning where their language and distinctive culture could be preserved,” said Judge W. J. Lindal, in charge of the fund- raising campaign. But in the preservation of their, language, they saw some- thing of value to all Canadians. Courses to be offered by the new department are expected to attract students who are taking advanced English or are inter- ested in the classics which are basic to modern western lan- guages. Students of Icelandic descent will have facilities for intensive study of their mother tongue. A major undertaking of the department will be the study of old Norse, one of the root lan- guages of English, which has been preserved in Iceland for more than 1,000 years. It is said to differ no more from modern Icelandic than the language of Shakespeare differs from modern English. Dr. P. H. T. Thorlakson, chair- man of the committee sponsor- ing the enterprise, said estab- lishment of the Chair is more than a tribute to the Icelandic people. “It is a recognition of the claim of old Icelandic as one of the chief classical languages of Western Europe and as a lan- guage essential to the study of old English and to comparative philology,” Dr. Thorlakson said. At present, Icelandic is on the curricula of more than 50 uni- versities throughout the world. Chief contributor to the Mani- toba fund was Asmundur P. Johannson, a retired Winnipeg contractor, who gave $50,000. Mr. and Mrs. J. D. Eaton of Toronto contributed $18,000. inndregin eða hvort útferð er úr henni. Spenna skal greipar yfir höfðinu, svo að hliðar þeirra sjáist betur. Þá skal lyfta hvoru brjósti fyrir sig, mjúklega, svo að þau sjáist að neðan. Þvínæst skal leggja flatan lófann á brjóst ið og þrýsta mjúklega á það. Færa skal höndina til, unz báðir brjóstfletirnir hafa verið þukl- aðir að fullu. Séu brjóstin slap- andi skal halda annari hend- inni undir þau, en hinni að fram- an og þrýsta mjúklega á brjóst- vefinn milli lófanna. Ef nokkur hnútur er í brjóstinu, finnst hann að jafnaði við þessa rann- sókn. Eigi skal klípa smáparta í brjóstinu, þá getur heilbrigður brjóstvefur stundum virzt vera hnútur. Gæta skal þess, að gera þessar rannsóknir mjög mjúk- lega, því að annars er hætta á, að brjóstvefurinn merjist. Ef eitthvað óeðlilegt finnst, skal tafarlaust leita læknis og forðast frekari handfjötlun á brjóstinu. Endurtekin rannsókn getur haft þær afleiðingar, að frumur úr æxlinu losni og ber- ist með vessaæðunum eða blóð- inu til annara staða líkamans og myndi þar nýtt æxli. Slaðbundinn brjóstkrabbi. Þegar brjóstkrabbi er 6tað- bundinn, eru batahorfur með uppskurði góðar. Ef meinið hef- ir breiðst út eru batahorfur mun verri og fara þær og meðferð eftir því hve víða það hefir breiðst út. Afstaða kvennanna er mjög þýðingarmikill þáttur í barátt- unni gegn þessum sjúkdómi. Þær geta tekið skynsamlega af- stöðu og horfzt 1 augu við það sem koma kann með hugrekki, eða þær geta sýnt svo mikið hugleysi, að þora ekki einu sinni að líta eftir krabbameinsein- kennum á sjálfum sér, eða leita læknis þó þær verði þeirra varar. Það er aðeins til ein skyn- samleg leið til að verjast brjóst- krabba, nefnilega að vera á verði gegn byrjunareinkennum, vit- andi að beztar batahorfur eru við að uppgötva þau sem fyrst. Heilbrigð afstaða og samvinna við lækninn verður dýrmæt hjálp við meðferðina. Ekki er ástæða til örvænting- ar þótt veikin hafi ekki upp- götvast á fyrsta stiginu, eða sjúklingurinn hafi látið hjá líða, að leita lækninga nógu snemma. Tvennt, sem er athugavert. Tvö atriði ættu að verka upp- örfandi á þessa sjúklinga. Ann- að atriðið er að sumar tegundir krabbameins vaxa seint og breiðast seint út. Hitt er það að enda þótt varanlegur bati sé ekki eins algengur þegar meinið hefir breiðst til kirtla í holhönd- og á hálsi, þá læknast samt mörg slíkra tilfella. Og jafnvel þó var- anlegur bati sé ekki fáanlegur, lengir rétt meðferð lífið og hvert ár af mannsævinni er dýr- mætt og ekki svo lítill hluti Úr borg og bygð The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their next meeting on Tuesday April lOth at 2.30 p.m. in the lower auditorium of the church. ☆ SAMKOMA Laugardagsskólans. Allir vinir og velunnarar Laugardagsskólans eru beðnir að veita athygli samkomuaug- lýsingu skólans, er birtist á öðr- um stað í blaðinu. Börnin og kennararnir hafa æft íslenzka smáleiki og íslenzka söngva, og treysta því, að fólk fjölmenni á skemtun þeirra. Hin árlega samkoma þeirra hefir jafnan verið vel sótt og vænta þau þess að svo verði einnig í þetta skipti. Bregðist ekki börn- unum. Aðgöngumiðar, sem seldir voru að samkomunni, er fresta varð vegna flóðsins, gilda fyrir þessa samkomu. ☆ Gefin voru saman í hjónaband þann 31. marz, af séra Sigurði Ólafssyni, í United Church Winnipeg Beach, Man., John Isfeld, Winnipeg Beach og Audrey Florence Helen Walker, 188 Colony St., Winnipeg. Við giftinguna aðstoðuðu Miss Laura ísfeld og Mr. P. ísfeld. — Veizla var setin að heimili for- eldra brúðgumans, Mr. og Mrs. Óli P. ísfeld, Winnipeg Beach. ☆ Stúkan SKULD heldur fund í Goodtemplara- húsinu á mánudagskvöldið þann 9. þ. m. kl. 8. Vonast er eftir góðri aðsókn. ☆ Silver Tea and Home Cooking Sale being sponsored by the Ladies Aid and Womens Asso- ciation of the First Lutheran Church, in aid of Sunrise Luth- eran Camp, Thursday, April 12, 1951, from 2.30 to 4.30 p.m. in Eaton’s Assembly Hall. Receiving the guests will be Mrs. A. H. Grey, Mrs. V. J. Ey- lands, Mrs. Victor Jonasson, Mrs. O. Stephensen. Conveners include tea table captains, Mrs. Jona Sigurdson, Mrs. Gunnlaugur Johannsson, Mrs. W. Crow, Mrs. A. Blondal. Home Cooking, Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. Carl Thorlaksson, Mrs. J. Ingimundson, Mrs. J. Anderson. Exchequers, Mrs. W. M. Dal- man, Mrs. E. Richardson. General convenors, Mrs. A. S. Bardal, Mrs. J. Thordarson. hennar. Vert er einnig að hafa það í huga, að hvert ár færir mönnum 1 hendur ný vopn í baráttunni við krabbameinið. Nýjar og fullkomnari lækninga- aðferðir eru í uppsig ingu. En þær koma aðeins að notum fyr- ir þær konur, sem á lífi verða þegar þær aðferðir hafa verið fullkomnaðar. (Þýtt) —VÍSIR, 7. marz LAUGARDAGSSKÓLI J3JÓÐRÆKNISFÉLAGSINS: Samkoma í SAMBANDSKIRKJUNNL BANNING STR. Laugardaginn 7. april, kl. 8.00 e. h. SKEMTISKRÁ: SKÓLAKÓRINN - - - - Kindur jarma í kofanum Pabb, pabb, pabbi minn Þú bláfjallageimur Krummi svaf í klettagjá LEIKUR Birnirnir þrír JUNE ELLISTON og FLORENCE CLEMENSON syngja og leika á guitar og harmoniku LEIKUR Eggjakaupin TVÍSÖNGUR Bí, bí og blaka HARMONIKU- og GUITARLEIKUR LEIKUR Mjallhvít og dvergarnir SKÓLAKÓRINN: - - - - Siggi var úti Frjálst er í fjallasal Stóð ég úti í tunglsljósi ÁVARP Séra Philip M. Pétursson forseti Pjóðræknisfélagsins KENNARAR ----- Ragnhildur Guttormsson Ingibjörg Jónsson SÖNGSTJÓRI Salome Haildórsson VIÐ HLJÓÐFÆRIÐ, Ruth Horne Aðgangur: 25 cents Ókeypis fyrir börn

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.