Lögberg - 05.04.1951, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. APRÍL, 1951
7
Rabbað við Póllandsfara
Björn Pétursson útgerðarmað-
ur og formaður málfundafél.
Faxi, var eins og kunnugt er
einn í sendinefnd þeirri, er nú
á s.l. hausti fór til Póllands á
vegum ísl. ríkisstjórnarinnar til
þess að gera viðskiptasamning
milli landanna. Nefndinni dvald-
ist nokkuð lengi í Póllandi og
kom ekki heim fyrr en laust
fyrir jól. Á Þrettándafagnaði
Faxa nú í vetur flutti Björn
fróðlegt erindi um þessa Pól-
lands-för, en þar sem tiltölulega
fáum gafst kostur á að hlýða á
hann þar, birtist hér viðtal við
hann um svipað efni.
— Fyrir hvaða samtök varst
þú fulltrúi í þessari sendinefnd
°g hverjir voru hinir nefndar-
mennirnir?
— Ég var tilnefndur í sendi-
nefndina af Landssambandi ísl.
útvegsmanna. Aðrir í nefndinni
voru: Formaður Haraldur
Kroyer sendiráðsfulltrúi í Osló,
Leifur Bjarnason framkvæmda-
stjóri fyrir Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, Geir Borg forstjóri
fyrir Félag ísl. stórkaupmanna
og dr. Magnús Z. Sigurðsson við-
skiptafulltrúi í Prag, sem kom
þó ekki fyrr en undir það síðasta
og dvaldi aðeins eina viku í
Varsjá. Síðar var einnig út-
nefndur í þessa nefnd Erlendur
Þorsteinsson og kom hann einn-
ig, ásamt Magnúsi undir það síð-
asta og dvaldi rúma viku í
Varsjá.
— Hvað voruð þið lengi í
þessari ferð?
— Við fórum að heiman 8.
október s.l. með Gullfaxa og
flugum til Kaupmannahafnar
með viðkomu 1 Osló, dvöldum
oinn dag í Höfn, fengum áritun
á vegabréf okkar hjá pólska
sendiráðinu í Höfn til þess að
mega dvelja í Póllandi. Flugum
síðan með pólskri vél til Varsjá.
Frá Varsjá flugum við svo aftur
«1 Hafnar 15. des. s.l. og síðan
heim til íslands með Gullfaxa
20. desember. Ferðin tók þannig
rúmar 10 vikur.
— Hvernig varð svo árangur
inn af förinni, gekk ykkur ve
að semja við Pólverja um kau]
a íslenzkum vörum og hvað.
vörur selduð þið?
— Viðskipti okkar við Póllam
er vöruskiptaverzlun, þannif
að við kaupum vörur fyrir jafn
virði þess, er við seljum. Þa<
sem við fyrst og fremst vildun
selja Pólverjum voru fiskafurð
tr, svo sem saltsíld, freðsíld
treðfiskur og þorskalýsi. Einnij
úuðum við þeim saltfisk og ís
Varinn fisk. Pólverjar veiða sjál
tr allmikinn fisk og hafa mikl;
^atvælaframleiðslu, enda vari
það þegar í upphafi ljóst, að Pól
yerjar voru ekki kaupendur ai
^svörðum- eða söltuðum fiski fr.
°kkur Ennfremur voru þei
^jóg tregir til að kaupa freð
tsk, sem þeir þó áður hafa kayp
aí okkur. Niðurstaðan varð þi
au, að Pólverjar samþykktu, ai
aupa af okkur 1700 smálesti
a freðfiski, sem afgreiddur yrð
f þessu ári. Af saltsíld var sam
20 Ul^ LauP a tiO Þús- tunnum oj
^ þús. tunnum af freðsíld, sen
^°rt um sig er mun meir;
f, en við áður höfum sel
p óllands. Sú vörutegund, sen
0 verjar höfðu mestan áhug;
^rir að fá frá okkur voru gær
, r °§ var samið um sölu á
er smálesturn af þeim, o;
Það nærri því allt það magr
leiðsvið flytjum út af ársfram
.íUnfremur var svo samið un
iðskipti á örlitlu magni a
r°tajárni. Þessar íslenzku vöi
Ur, sem um hefir verið samif
u að verðmæti samkvæm
amningi rúmar 50 milljónir
Jslenzkum krónum.
Hvaða vörur fáum við sv
staðinn frá Póllandi?
l 7 eru fyrst og fremst koi
1 ra Póllandi kaupum við í á
ns og s.l. ár öll okkar kol, enn
emur vefnaðarvörur og ými
naí kemiskar vörur, svo ser
hé"r f áirn °g m-fi"ser
y 01 Of langt upp að teljí
því pólsku vörurnar, sem um
var samið eru allmikið fjöl-
breyttari en áður hefir verið,
enda er þetta langstærsti við-
skiptasamningur, sem ísland
hefir gert við Pólland.
— Hvaða framtíðarmöguleik-
ar heldur þú að séu á viðskipt-
um við Pólland hvað snertir ís-
lenzkar sjávarafurðir?
— Síðan fyrst, að gerður var
viðskiptasamningur við Pólland
eftir síðasta stríð, hafa Pólverj-
ar aukið kaup sín á íslenzkum
vörum frá ári til árs og jafn-
framt hefir innflutningur frá
Póllandi farið vaxandi að sama
skapi. Hins vegar er það að at-
l^uga, að Pólverjar hafa sjálfir
eins og áður er getið, mikla mat-
vælaframleiðslu og þær vörur,
sem við höfum að bjóða eru að-
allega matvæli. Þrátt fyrir það,
þó Pólverjum hafi líkað prýði-
lega íslenzki hraðfrysti fiskur-
inn, er hætt við, að erfitt verði
að selja það væntanlega magn
af honum, því að sjálfir fram-
leiða þeir fisk til útflutnings.
Hins vegar flytja Pólverjar allt-
af mikið inn af síld, og fyrir
stríð mun ekkert land í álfunni
hafa flutt inn eins mikið af salt-
síld og Pólverjar, og þar sem
þeir, eins og aðrir síldarkaup-
endur, viðurkenna sérstök gæði
íslenzku síldarinnar, má búast
við vaxandi markaðsmöguleik-
um fyrir íslenzka saltsíld í Pól-
landi, þrátt fyrir það, að þeim
þykir hún nokkuð dýr vara.
Pólverjar flytja ennfremur
inn ferska og frosna síld frá
Noregi. Á s.l. ári keyptu þeir af
okkur þúsund smálestir af freð-
síld, sem þeim líkaði prýðilega,
og fyrir þetta ár var samið um
sölu á 2 þúsund smálestum. Álít
ég, að þar sé um að ræða nýja
möguleika til að vinna markað
fyrir Faxaflóasíldina og eru
miklar líkur fyrir, að framund-
an séu möguleikar til að hægt
verði að auka verulega sölu á
freðsíld til Póllands á næstu ár-
um. Pólverjar keyptu af okkur
s.l. ár 400 smálestir af þorska-
lýsi, en nú 1000 smálestir, sem
mun vera allt það magn, sem
þeir flytja inn af meðalalýsi.
Hafa þeir áður keypt nokkuð af
þorskalýsi af Norðmönnum, en
þar sem okkar lýsi er bæði betra
og fjörefnaríkara, höfum við
unnið þann markað.
— Er Faxaflóasíld með í þess-
um 50 þúsund smálestum af salt-
síld, er þið sömduð um sölu á
til Póllands?
— Pólverjar fengu á s.l. ári
töluvert af Faxaflóasíld, sem
þeim líkaði ágætlega. Hins veg-
ar leggja Pólverjar mikið upp
úr gæðum síldarinnar og vilja
reikna verð á þeim matvælum,
sem þeir kaupa í „kaloríum“.
Þeir hafa því fyrst og fremst á-
huga fyrir kaupum á Norður-
landssíldinni, sem bæði er stærri
og feitari og er fyrir það eftir-
sóttari vara, auk þess sem hún
inniheldur fleiri kaloríur. Þrátt
fyrir það, þótt Pólverjar vilji
heldur Norðurlands- en Faxa-
flóasíldina, eins og áður er sagt,
þá féllust þeir þó á að gera
kaupsamning um 10 þúsund
tunnur af Faxaflóasíld og auk
þess aðrar 10 þúsund tunnur, ef
þeirra hlutfall, samkvæmt samn
ingi, af Norðurlandssíldinni yrði
ekki yfir 30 þúsund tunnur. Það
má því telja líkur fyrir, ef Faxa-
flóasíldin veiðist, að möguleiki
verði til þess, að afgreiða á
þessu ári til Póllands um 20 þús-
und tunnur af saltaðri Faxaflóa-
síld, og ennfremur 20 þúsund
tunnur af freðsíld.
— Hvernig nota Pólverjar
freðsíldina?
— Þeir heitreykja 'hana og
selja hana þannig í verzlunum.
Er Faxaflóasíldin betur fallin
til þeirrar verkunar heldur en
Norðurlandssíldin, og kynni því
þar með að skapast möguleiki
til þess að nýta vorsíldina fyrir
þennan markað. Tækist það,
væri það mikils virði fyrir út-
gerð hér í Faxaflóa.
— Hvernig fisk veiða Pól-
verjar og á hvaða fiskimið sækja
þeir?
— Pólverjar stunda aðallega
sínar fiskiveiðar á Eystrasalti
og veiða með dragnót og botn-
vörpu. Fiskurinn er smár þorsk-
ur og gefa þeir upp meðalstærð
á honum 12 þumlungar. Þeir
hraðfrysta þennan fisk og einnig
sá maður hann saltaðan í fisk-
búðum og var hann pækilsalt-
aður og óflattur og mundi ekki
þykja girnileg matvara hér.
Einnig veiða þeir í Eystra-
saltinu allmikið af kola og er
hann líka smár. Pólverjar eiga
togara, sem stundum sækja á
fjarlægari fiskimið, norður til
íslands og í Hvítahafið. Þá er
líka gnægð af vatnakarfa og ál
í ám og vötnum í Póllandi og
voru þær fisktegundir meira á-
berandi í búðum og matsölu-
stöðum 1 Varsjá heldur en sjáv-
arfiskur.
— Þið voruð lengi í Póllandi,
hvernig líkaði ykkur dvölin þar?
— Reynslan hefir verið sú, að
það hefir alltaf tekið langan
tíma að gera viðskiptasamninga
í Póllandi. Okkur var fenginn
dvalarstaður á veglegasta hó-
telinu í Varsjá, sem heitir Hótel
Bristol og höfðum við þar all-
sæmilega aðbúð og góðan mat,
þrátt fyrir það, að við felldum
okkur ekki fullkomlega við mat-
aræðið. Þeir Pólverjar, sem við
þurftum aðallega að hafa sam-
neyti við og sem voru aðallega
pólsku samninganefndarmenn-
irnir, sem við sömdum við og
forráðamenn fyrir ýmsum ríkis-
stofnunum, er við þurftum að
gera samninga við, reyndust
okkur kurteisir og vingjarnlegir
í viðmóti. Sama má segja um
þjónustufólkið á hótelinu.
— Var þetta veglega hótel,
sem þið bjugguð á, ekki glæsi-
legt í sniðum og þægilegur dval-
arstaður?
— Ekki gátu nú þægindin tal-
izt neitt fram yfir það allra
nauðsynlegasta fremur en glæsi-
leikinn. Þjónusta öll var frem-
ur ósnyrtileg og virtist vera val-
ið til hennar fólk, sem lítið
kunni til hótelþjónustu, og t. d.
var borðbúnaður mjög óvand-
aður og sóðalegur, nema þann
tíma, sem hið svo kallaða Friðar-
þing var haldið í Varsjá, en þá
voru hvítir dúkar á borðum og
silfurhnífáþör, sem svo hvarf
jafnskjótt og friðarþingmenn-
irnir yfirgáfu hótelið. Munir
þessir komu þó aftur á borðin
í veitingasölunum undir það síð-
asta, er við vorum þarna, en þá
hafði líka tekið sér gistingu á
hótelinu stór hópur tiginna
gesta frá Rússlandi, sem var
fjölmennur leik- og balletflokk-
ur, er var að skemmta Varsjá-
búum.
— Hvernig virtust þér kjör og
aðbúnaður fólksins vera?
— Húsnæðisskortur er mikill
í Varsjá, er það afleiðing af
hinni miklu eyðileggingu, sem
borgin varð fyrir í stríðinu. Pól-
verjar hafa lagt mikið kapp á
að endurbyggja borgina sem lík-
asta því, er hún var fyrir stríð,
en eins og kunnugt er, var hún
að mestu lögð í rústir í stríðinu.
Þrátt fyrir það, þó Pólverjar
séu enn að hreinsa til í rústum
Varsjá-borgar og eigi þar mikið
verk enn óunnið, þá hafa þeir
gert mikið átak við endurbygg-
ingu borgarinnar. Efnahagur og
launakjör almennings eru mjög
bágborin miðað við verðlagið í
landinu, sem er mjög hátt og
óhagstætt.
— Eitthvað hafið þið nú ferð-
azt um Pólland meðan þið dvöld-
uð í Varsjá?
— Já, við heimsóttum ýmsar
aðrar borgir í viðskiptaerindum
og kom það t. d. í minn hlut, að
fara norður til G’Dynia og
Danzig.
— Þótti ykkur dvölin ekki
orðin nokkuð löng?
— Jú, við vorum orðnir mjög
heimfúsir og alluggandi um að
okkur ætlaði að lánast að ná
heim fyrir jólin, enda fór það
svo, að við lukum störfum okk-
ar við samningagerðina í Pól-
landi sama daginn og síðasta
flugferðin var heimleiðis fyrir
hátíðarnar. Það mátti því ekki
tæpara standa. Eins og fyrr er
sagt, höfðum við á heimleiðinni
viðkomu í Kaumannahöfn, þar
sem við skiptum um farkost og
flugum svo þaðan 20. des. með
Gullfaxa, er skilaði okkur heil-
um í höfn á íslandi, og má með
sanni segja, að við höfum allir
verið mjög fegnir að komast
heim og hafa aftur íslenzka
grund undir fótum eftir þessa
löngu útivist í austurvegi, þö
naumast verði sagt, að vistin
hafi verið ströng. H. Th. B.
(FAXI) — Keflavík.
Sigurður (Siggi) Sveinsson
MINNING
Svo sviplega dauðann að dyrunum bar
og djúpþættur brostinn var strengi^r.
Og sárasti harmur í hjörtunum var,
því hart er að meta allan söknuðinn þar
sem fellur hinn dáðríki drengur.
Hann hafði með atorku unnið svo margt *
til umbóta samferðamanna.
Úr svipnum skein öryggið einlægt og bjart,
og alt sem hann gjörði svo frjálslegt og djarft,
að leita og læra og sanna.
Um ævina löngum að vegagjörð vann,
um vegleysur torfærur brúa.
Og frítt er að jafnaði um foringja þann,
sem finnur og skilur hinn starfandi mann,
og stórmenni og stafkarlar trúa.
Sér hafði hann ungur frá öndverðu sett,
í eðli hans djúprætur spunnið,
að hvað sem þú gjörir, þá gjörðu það rétt,
þitt gildi þér helgar þinn tilverublett,
og til þess er ævistarf unnið.
En haustið var komið og hélugrátt það
um hásumarsdaginn er glóði;
þau vissu það raunar, að vetraði að,
en vildu ekki kannast við helkuldans vað,
uns strokinn var stofninn, hinn góði.
Nú stara þau börnin hans sturluð og hljóð
í storminn, af missinum slegin.
Og hún, sem að lengi við hliðina hans stóð
nú harmþrungin treður þá örðugu slóð,
því elskhuginn vísar ei veginn.
En farðu vel, góðvinur, friður með þér
og fullþóknan yfir þér ríki,
um leiðið þitt gróandi ljómann það ber,
sem lífinu og þjóðinni veittirðu hér,
því fár var þess lífsþegn þinn líki.
T. T. Kalman.
Hvað á aS koma í staðinn?
Eftir séra GUNNAR ÁRNASON
Eyðitúnin blasa nú víða við
augum. Þau grænka á hverju
vori og bera þögult vitni um
ræktun horfinna kynslóða. Öld-
um saman bera þau annan lit
en umhverfið, þótt þau séu óvar-
in og verði fyrir hlífðarlausum
ágangi. En þau geta líka farið
undir skriðu á einni nóttu.
Andlegri rækt, sem orðið hef-
ir rótfest í sálarlífi heilla þjóða
er líkt farið. Margar kynslóðir
kunna að bera henni vitni, þótt
henni sé lítt viðhaldið, og jafn-
vel allmikið að því gert að upp-
ræta hana. En sé hún vanrækt
hlýtur hún að deyja að lokum.
Og jafnvel henni má útrýma á
undra skömmum tíma, ef nægi-
lega sterk eyðingaröfl eru að
verki.
Margir í þessu landi virðast
vera þeirrar skoðunar, að krist-
indómurinn haldist eins og af
sjálfu sér, hvernig sem að hon-
um er búið. Ýmsir líta svo á, að
þótt þeir kæri sig sjálfir ekki
um að vera kristnir, nema svona
í mesta hófi, þá sé æskilegt að
aðrir séu það, — þó vilja þeir
ekki kosta miklu til þess. Hafa
sem fæsta presta, sem allra
minnsta kristindómsfræðslu, —
helzt enga í skólunum, — og
lítinn eða engan áróður fyrir
kristindóminn í blöðum eða út-
varpi. Þeir gera ráð fyrir að
hinn kristni akur beri ávöxt af
sjálfu sér, a. m. k. langt fram í
tímann.
Undanfarna áratugi hefir ríkt
svo mikið hlutleysi viðvíkjandi
kristindóminum hér í landi, að
mönnum er nokkur vorkunn,
þótt þeir hafi hugsað á þá lund,
sem nú hefir verið lýst. Við lif-
um enn á kristnum merg og ber
allt þjóðlífið þess nokkurt vitni.
En á öllum öldum hafa verið
uppi menn, sem talið hafa krist-
indóminn heimsku og beinlínis
til skaðsemdar. Og þeir hafa að
sjálfsögðu reynt að eyða hon-
um. Spámenn slíkrar stefnu eru
nú að verða fjölmennir í land-
inu og ýmsir áhrifamenn. Það
er hugsunarleysi að halda, að af
þeim stafi engin hætta. Þeim
getur sannarlega tekist fyrr en
varir, að skipta um hinn and-
lega gróður í landinu, ef þeim
leyfist það.
Nærtæk dæmi t. d. frá Þýzka-
landi sýna, að það er furðulega
fljótlegt með áróðurstækni nú-
tímans, að breyta manninum í
siðlausa skepnu.
Og einmitt af því, að við höf-
um af því sannar sagnir hvað
gerzt hefir sums staðar þar, sem
kristindóminum hefir verið vik-
ið úr öndvegi, undrar mig
hversu almenningur hérlendis
er tómlátur um að spyrja hina
nýju spámenn hvað þeir bjóði í
staðinn, og betur en kristindóm-
inn.
Mér finnst þeir eins og hafa
stein uppi í sér, þegar þeir eiga
að gera grein fyrir sínum lífs-
sannindum og sinni siðakenn-
ingu, þó ekki vanti þá málið til
að ófrægja kristindóminn.
Við megum þó eiga það, vesal-
ings prestarnir, að við siglum
ekki undir fölsku flaggi, né för-
um í launkofa með siðakröfur
okkar. Allir sem vilja, geta líka
sjálfir gengið úr skugga um,
hvað okkur er skylt að boða í
þessum efnum, með því að lesa
ritninguna.
En hver er ritning hinna nýju
spámanna, sem lítilsvirða og
rógbera kristindóminn?
Hvar er hægt að lesa, — eða
heyra, — hvað þeir telja satt
um upphaf og endi, um Guð og
mann?
Og sérstaklega langar mig til
að vita, hvar hægt er að forvitn-
ast um hvað þeir telja gott og
fagurt, svo að unnt sé að bera
það saman við kenningar krist-
indómsins um þau efni.
Það þykir aldrei skynsamlegt,
að neinn kasti öllu frá sér, án
þess að hann hafi nokkra hug-
mynd um hvað hann hreppir í
staðinn.
Einkennilegt, að það er eins
og ýmsir haldi, að þeim og
raunar þjóðinni allri væri skað-
laust að sleppa kristindóminum,
sem henni hefir verið líf og ljós
í þúsund ár, án þess að þeir hafi
hugmynd um hvaða lífsskoðun
kemur í staðinn.
En mér finnst kominn tími til,
að þeir, sem þykjast þess um-
komnir að tala af strákslegu
stærilæti um villu og vesæld
kristninnar, láti ljós sitt skína
á veg okkar hinna fáfróðu og
villuráfandi.
Hvað á að koma í staðinn?
Forsjálni án ótla
Það vantar ekki, að menn ótt-
ist dauðann, og þó er dauðinn
náttúrulögmál, sem enginn
kemst undan. En þrátt fyrir
þessa hræðslu fer því fjarri, að
menn miði lifnaðarhætti sína
alltaf við það, að þeir kalli ekki
á dauðann óeðlilega fljótt. En
í þessum efnum öllum er al-
gengt óheppilegt mat, vegna
þess að hin kirkjulega og kristna
lífsskoðun er of veik.
Kirkjan kennir, að þetta líf
sé eins konar kennslustund eða
námsskeið. Hér séu manninum
gefin dýrmæt viðfangsefni, sem
orðið geti honum til þroska. Og
það skipti mestu máli, hvernig
þau séu *iotuð.
Það er fásinna, sem kirkjan
varar við, að lifa svo fávíslega,
að mönnum verði minna úr
starfskröftum sínum, en eðlilegt
má kalla. álíkt er að grafa tal-
entu sína í jörðu. En þó að ævi-
skeiðið og hæfileikarnir séu
tæki, sem menn eiga að þrosk-
ast við að gera sem mest úr til
góðs, er það þó ekkert takmark
að lifa lengi. Þegar þörf krefur
er það líklegra til þroska að
leggja sig og sitt í hættu, en að
standa hlutlaus hjá og láta níð-
ast á því, sem bjargar þarf við.
Það fer aldrei illa þó að menn
hætti sér og sínu þegar svo
stendur á, því að það sem missist
er fórn, þeim til blessunnar, sem
á í hlut.
Þetta er lífsskoðun kirkjunn-
ar, að óttast ekki dauðann, því
að hann er náttúrulögmál, —
einn þáttur í lífsins rás, — en
hins vegar beri að sneiða hjá ó-
eðlilegum dauða. Sú lífsskoðun
gerir menn forsjála án ótta, og
kennir þeim að lifa sáttir við
lífið. Víst getur mönnum skjátl-
ast fyrir því, en þeir hafa þó
þann mælikvdrða á líf sitt og
störf, að þau megi stuðla að
sannri hamingju.
TÍMINN, 25. febr.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á (SLANDI
Geríð svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK