Lögberg - 26.04.1951, Page 5
5
Ahucamíl
KVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Brúin yfir hafið
Eftir INGIBJÖRGU JÓNSSON
Erindi flutt á sumarmálasamkomu Kvenfélags Sambandssafnaðar.
19. apríl 1951.
Þessi dagur er, samkvæmt ís-
lenzku tímatali, fyrsti sumar-
dagur þessa árs; með því að
fagna honum, erum við að fylgja
aldagömlum íslenzkum sið. Þessi
dagur var lengi mesta hátíð á
íslandi næst jólunum og fór það
að vonum því Island er hart
land. Þar finnur fólk meira til
vetrarins vegna skammdegisins.
Fyrsti sumardagur boðar sól og
sumar, birtu og yl; kveikir von-
ir þroskans og gróandans, og
styrkir trúna á lífið; þess vegna
urðu menn glaðir þann dag og
gáfu hverir öðrum gjafir —
sumargjafir.
Það geta líka verið árstíða-
skipti í ríki andans, engu síður
en í ríki náttúrunnar. I hinu
andlega ríki, sem við Islending-
ar höfum stofnað meðal okkar,
hefir veturinn stundum náð
völdum — vetur vonleysis,
kjarkleysis og vantrausts á líf-
ið. En nú finst mér sumarið vera
einnig að ganga í garð þar. Meg-
instoðir þessa andlega íslenzka
ríkis eru: sambandið við ísland,
varðveizla íslenzkrar tungu,
sögu og bókmenta, og viðleitnin
til að reynast sem beztir borgar-
ar þessa lands. Vegna þess að í
dag er íslenzk sumarhátíð, lang-
ar mig til að drepa á nokkur at-
riði sem orðið hafa til að styrkja
þessar stoðir í seinni tíð, og færa
okkur von og gleði, sól og sum-
ar.--------
Maðurinn er ekki einungis
háður árstíðunum bæði andlega
og líkamlega, heldur og þeirri
jörð sem hann er sprottinn úr.
Sambandið milli manns og mold-
ar er náið og sterkt. Þess vegna
er flest fólk þannig gert, að það
ber tryggð til átthaga sinna; það
er bundið sterkum böndum þeim
stað, þar sem það var fætt og
uppalið. Flytji fólk burt úr
átthögunum, vex átthagaást-
in og kemur í ljós á ýmsan hátt.
Fólk úr öllum sveitum íslands
hefir safnast til Reykjavíkur og
þar hafa risið upp mörg átthaga-
félög, sem hafa það að mark-
niiði að auka veg og sæmd sinna
sveita. Þar er jafnvel Vestur-
íslendinga félag, og eru félagar
þess einvörðungu fólk, sem dval-
ið hefir í Vesturheimi. Tekur
það félag vel á móti vestur-
íslenzkum gestum. Formaður
þess er Hálfdán Eiríksson.
Til þess að taka nærtækari
dæmi minnumst við félagsins
Helgi Magri, er stofnað var til
af Eyfirðingum hér í borg og
stóð með miklum blóma í mörg
ár. í fyrra sá ég þess getið í blöð-
um að Winnipegbúar, sem fluttst
hafa vestur til Vancouver, hafa
stofnað félag í minningu um átt-
haga sína hér um slóðir. Þessi
átthagaást nær einnig til íbúa
átthaganna. Þeir sem burtu
fluttu sjá þá og umhverfi í ljóma
^uinninga og fjarlægðar, og
fagna því óumræðilega að hitta
oinhvern að heiman.
Hins vegar er það eftirtektar-
vert, að ástúð og umhyggja hins
hurtflutta fólks er sjaldan end-
urgoldin í sama mæli af þeim,
sem eftir sitja. Fólk í byggðum
þar sem útflutningar hafa átt sér
stuð, lætur sér fátt um finnast
Uru það fólk, er burtu fer; því
finst undir niðri, að með burt-
fiutningi sínum hafi það kveðið
UPP vantraustsyfirlýsingu
Sveit sinni. Það er lítið talað t
P^> sem fóru, og með tíð og tír
g|eymast þeir átthögunum ner
eir,stöku ættingja, eða að þ(
§éti sér orðstírs á einhver
Sviði í sínu nýja umhverfi. —
Sambandið milli manns
þeirrar jarðar, sem hann átti
upprunalega rætur sínar í er
sterkt. Það eru nú meir en þús-
und ár síðan leiðir íslendinga og
Norðmanna skildu, samt sem
áður finna íslendingar enn til
frændseminnar við Norðmenn.
Það er okkur enn tamt að segja,
„Norðmenn frændur okkar“. En
ég hygg að sú frændsemistilfinn-
ing hafi jafnan verið sterkari
hjá íslendingum, en hjá Norð-
mönnum, og ástæðan fyrir því
er sú, að íslendingar eiga rætur
sínar að rekja til Noregs, en
Norðmenn ekki til íslands Það
er átthagatilfinningin hjá Is-
lendingum sem bætist við frænd
semistilfinninguna, er gerir
muninn.
Það var algengt á þjóðveldis-
tímunum, að ungir íslendingar
færu utan, til þess að leita sér
frægðar og frama og lá þá leið
þeirra oftast til ættlandsins —
til Noregs. Þar dvöldu þeir
margir hverjir við hirð Noregs-
konunga í lengri eða skemmri
tíma, en einkanlega voru það ís-
lenzku skáldin, sem nutu virð-
inga og vinsælda í Noregi.
Hins vegar fóru Norðmenn sjald-
an til íslands í öðrum en við-
skiptaerindum. Og snemma fór
að bera á því að þeir þættust
þess umkomnir að segja litla
bróður á íslandi fyrir verkum,
og þeir ásældust land hans. ís-
lendingar fóru og að skjóta
deilumálum sínum undir úr-
skurð konunga og biskupa Norð-
manna, og sýndu þannig minni-
máttarkend gagnvart stofnþjóð
sinni og seldu að lokum sjálf-
stæði sitt í hendur Norðmönnum
á þrettándu öld.
Hve hugur íslendinga var
lengi fastbundinn við ættlandið
og stofnþjóðina má merkja bezt
á því, að þeir geymdu í minni
öldum saman sögu Norðmanna
og skráðu hana á 13 öld. Eru
þetta stórmerk og heimsfræg rit,
eins og Heimskringla Snorra
Sturlusonar, Sverrissaga Karls
ábóta Jónssonar og fleiri.
Má segja, að Islendingar hafi
að fullu bætt stofnþjóð sinni
fyrir þá „blóðtöku“, er þjóðin
varð fyrir, er þeir fluttu af landi
burt. Þeir geymdu ekki einung-
is forntungu Norðmanna óspilta,
þeir geymdu og sögu þeirra, er
þeir sjálfir gleymdu.
Eftir að Norðmenn höfðu búið
öldum saman undir áþján Dana
og síðar Svía, fóru þeir fyrir al-
vöru að kynnast sinni eigin for-
sögu, er íslendingar höfðu skráð.
Jók það ekki lítið á þjóðernis-
metnað og sjálfstæðisvilja
norsku þjóðarinnar, að verða
þess vitandi, að hún hafði einu
sinni átt glæsilega sögu og mikla
þjóðhöfðingja. Sagt er að kon-
ungasögurnar hafi orðið Norð-
mönnum ómetanlegur styrkur í
baráttunni við Svía og átt mik-
inn þátt í að vekja samheldni
þeirra 1905, þegar þeir sögðu
skilið við þá. —
Þegar við hjónin vorum á ís-
landi 1946 var okkur sagt, að
norskur mentamaður, sem þar
var á ferð 1942, hefði látið svo
ummælt, að í raun og veru væri
baráttan, sem þá var háð í Nor-
egi, milli Snorra Sturlusonar og
Adolfs Hitler. Andi Snorra sigr-
aði; Heimskringla hans hafði
vakið þjóðernismeðvitund og
þjóðarstolt Norðmanna, og veitti
þeim þrótt og kjark í frelsis-
baráttunni gegn Nazistum.
Norðmenn virðast á síðari ár-
um vera að öðlast skilning á
skuld sinni við frændurna á Is-
landi. Heimsóknum þeirra þang-
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRIL, 1951
að fer fjölgandi. I tilefni af 700
ára dánarafmæli Snorra Sturlu-
sonar létu Norðmenn bezta
myndhöggvara sinn, Vigelands,
höggva styttu af Snorra og gáfu
hana íslandi. Fjöldi háttsettra
manna frá Noregi, stjórnmála-
og mentamenn, með Ólaf ríkis-
arfa í fararbroddi, heimsóttu ís-
land sumarið 1947 og var þá
styttan afhjúpuð í Reykholti
með mikilli viðhöfn.
Nú er sumar í samskiptum
þessara frændþjóða!
Við Vestur-lslendingar eða
Vestmenn, eins og sumir vilja
nefna okkur eigum margt sam-
eiginlegt með frændum okk-
ar á íslandi. — Við eig-
um tunguna eins lengi og við
viljum sjálf varðveita hana. Við
eigum þúsund ára sameiginlega
sögu á íslandi; við eigum Snorra
Sturluson og aðra mikla andans
menn íslenzka, engu síður en
þeir. Við eigum allar þær bók-
mentir, sem samdar voru á Is-
landi fram að þeim tíma, að við
fluttum þaðan.
Þegar við fluttum frá íslandi
fyrir 75 árum urðum við fyrst
í stað að sæta því sama lögmáli,
er ávalt virðist gilda milli þeirra
sem burtu flytja og þeirra sem
eftir sitja. Hugur hinna burt-
fluttu stefnir sífelt til átthag-
anna og ástúð þeirra í garð lands
og þjóðar fer vaxandi í stað þess
að minka. I því sambandi má
benda á það, að hin heitustu ætt-
jarðarljóð hafa jafnan verið ort
erlendis. Hins vegar gætir fyrst
í stað nokkrar andúðar af hálfu
heimafólksins í garð hinna út-
fluttu, síðan tómlætis og ef það
hugsar nokkuð um þá, er það
nálega eins og gagnvart „öndum
í öðrum heimi“.
I þessu tilfelll, flutningi Is-
lendinga til Vesturheims, var og
öðru máli að gegna, heldur en
þegar forfeður okkar fluttu frá
Noregi til íslands. Island var ó-
numið land, fjarlægt öðrum
löndum, og þar réðu þeir lofum
og lögum. Þess vegna gátu þeir
auðveldlega varðveitt tunguna
og söguna. I Vesturheimi urðu
íslendingar hluti af stórþjóðum,
sem eru að skapast úr þjóðar-
brotum frá mörgum löndum.
Vegna umhverfisins verðum við
að standa í stöðugri baráttu til
að hverfa ekki eins og „dropi í
sjóinn“. — En þjóðernistilfinn-
ing okkar er sterk, jafnvel hjá
þeim sem þegar hafa glatað ís-
lenzkri tungu. Við vissum, þó
önnur þjóðabrot vissu það ekki
fyrst í stað, að við vorum af
eins göfugum uppruna og nokk-
uð annað fólk í landinu, að við
áttum aldagamla menningu að
baki; við áttum lifandi klass-
iska tungu, stórmerkar bók-
mentir og sögu, sem endurspegl-
ar frelsis- og lýðræðishugsjónir.
Við vissum að vitneskjan um
þennan arf og rækt við þessa
menningu myndi glæða hjá oss
sjálfsvirðingu og sjálfstraust, er
myndi veita okkur styrk í hinni
daglegu lífsbaráttu í þessu landi,
á líkan hátt og Norðmönnum
jókst þróttur við það, að kynnast
sinni eigin forsögu. Við skyld-
um líka, að við yrðum betri
borgarar í okkar nýja landi ef
við legðum fram okkar eigin
menningarskerf til þjóðanna,
sem hér voru að skapast. Á þess-
um forsendum höfum við byggt
þjóðræknisbaráttu okkar í þessu
landi. —
I marga áratugi höfðu landar
okkar á íslandi lítinn skilning
á þessari þjóðræknisbaráttu okk-
ar, sem var okkur svo mikið hug-
sjónamál. — Við vildum fylgj-
ast með því sem var að gerast
hjá þeim, við vildum lesa bæk-
ur þeirra og blöð, við vildum
ná til þeirra — byggja brú yfir
hafið, þannig að við gætum sí-
felt endurnýjað sjálf okkur í
hinum andlega íslenzka heimi.
Við áttum marga vini á íslandi
— einstaklinga, en þjóðin í heild
fylgdist lítið með því, sem var
að gerast hjá okkur, og hafði lít-
inn sem engan áhuga fyrir því.
Ég dvaldi á Islandi 1934—’36.
Ég man hve mér fanst það ein-
kennilegt, eftir að hafa vanist
frásögnunum og lofinu um Is-
land og íslendinga í blöðunum
hér vestra, að sjá aldrei minst
á Vestur-Islendinga í blöðunum
þar. Ég var lítið sem ekkert
spurð um hagi afkomenda Is-
lendinga hér. Og ekki sá ég
minst á Vestur-íslendinga í skóla
bókum landsins; furðaði ég mig
mikið á því, að annari eins sögu-
þjóð, þætti ekkert frásöguvert
um framsókn tugi þúsunda
landa þeirra í annari heimsálfu.
Við áttum samt marga vini, aðal-
lega menn sem höfðu dvalið
vestan hafs og þektu okkar hug-
sjónamál. Þegar Þjóðræknisfé-
lagið var stofnað 1919, gengust
nokkrir þessara vina á íslandi
fyrir að koma á fót sams konar
félagi þar til þess að efla sam-
hug og samvinnu meðal Islend-
inga vestan hafs og austan. Fyr-
ir forgöngu þess félags, veitti
Alþingi styrk til að kosta mann
að heiman til vesturfarar. Fyrir
valinu varð séra Kjartan Helga-
son. Hann ferðaðist í heilan vet-
ur um allar byggðir Islendinga
og „hertók“ hjörtu manna með
ljúfmensku sinni, víðsýni og
lærdómi. Fólk minnist enn komu
hans með þakklæti. Hann kom
hingað á upphafsárum félagsins
og átti mikinn þátt í að styrkja
grundvöll þess. Margir aðrir
góðir gestir komu frá Islandi ár-
in þar á eftir, sem okkur var
mikill sálarstyrkur í, en þegar
heim kom lánaðist þeim ekki að
vekja almennan áhuga hjá
heimaþjóðinni fyrir þjóðræknis-
baráttu okkar. —
Á þingi Þjóðræknisfélagsins
1938, skýrði þáverandi forseti
þess, Dr. Rögnvaldur Pétursson,
frá því, að hann hefði sumarið
áður átt tal við fyrrverandi ráð-
herra Jónas Jónsson um manna-
skipti milli Islendinga austan
hafs og vestan og hefði int hann
eftir því hvort hann myndi taka
boði félagsins, ef til kæmi, að
koma hingað vestur og ferðast
meðal landa sinna hér. Og svo
bætti forseti við. „Gæti það orð-
ið mikill styrkur þjóðræknis-
málum vorum og orðið til að
auka skilning frænda vorra
heima á þessum ,týndu kyn-
kvíslum ísraels‘.“
Þessi orð urðu að sönnu. Þótt
við vissum það ekki þá, og kann-
ske skiljum það ekki öll enn, var
heimsókn Jónasar Jónssonar
sumarboði í samskiptum okkar
við landa okkar á íslandi. I for-
setaskýrslu sinni árið eftir segir
Dr. Rögnvaldur:
„Samvinna við ísland hefir
verið víðtækari á þessu ári en á
nokkru undanförnu ári. Er það
fyrst og fremst að þakka fyrrv.
dómsmálaráðherra, Jónasi alþm.
Jónssyni, er kom hingað vestur
síðla í júlímánuði og heimsótti
allar íslenzkar byggðir hér í álfu.
Ræður flutti hann hvar sem
hann fór, og hvatti menn til sam-
taka að vinna að eflingu hins
‘andlega íslenzka ríkis’“.
Jónas Jónsson sá og skildi
manna bezt þá baráttu, er við
höfðum háð til að viðhalda þjóð-
erni okkar og tungu. Honum var
það og betur ljóst en mörgum
öðrum, að það var ekki einungis
okkur í hag heldur og heima-
þjóðinni, að við héldum íslend-
ingsnafninu á lofti í Vestur-
heimi. Ha*nn vildi glæða skilning
Austmanna á þjóðræknisstarf-
semi Vestmanna, auka ræktar-
semi þeirra í okkar garð bæði í
orði og verki og vildi að þeir
veittu okkur fulltingi sitt í þjóð-
ræknisbaráttunni.
Jónas Jónsson er mikill hug-
sjónamaður og hann lætur
sjaldnast sitja við orðin ein. Og
hann gleymdi okkur ekki. Þegar
heim kom ritaði hann þegar
greinar í blöðin um samvinnu
milli Austur- og Vestur-íslend-
inga og lagði til ýms ráð, sem
að gagni mætti koma, og hefir
mörgum þeirra verið framfylgt
síðan.
Á þessum árum síðan 1938,
hefir skapast nánari samvinna
milli íslendinga beggja vegna
hafsins, en nokkru sinni áður
hefir átt sér stað í sögunni og
mun Jónas Jónsson eiga drýgst-
an þátt í því, en margir skiln-
ingsríkir áhrifamenn á íslandi
hafa slegist í lið með honum.
Við höfum á þessum árum
þegið stórgjafir og orðið aðnjót-
andi margvíslegra og mikilla
heiðurs- og vináttumerkja af
hálfu ættþjóðar okkar, og nú er
svo komið að skuldin hallast
meir og meir á okkur; við verð-
um alvarlega að athuga hvort
við getum ekki á einhvern hátt
jafnað metin. Ég nefni aðeins fá
atriði af mörgum, sem votta um
hinn mikla vináttuhug Aust-
manna í garð okkar Vestmanna:
Eintök af öllum bókum, sem
gefnar eru út á íslandi frá 1939
og framvégis eru samkvæmt
frumvarpi Jónasar Jónssonar og
samþykt Alþingis sendar Mani-
tobaháskóla ókeypis.
Þjóðræknisfélag stofnað í
Reykjavík 1. des. 1939 í þeim til-
gangi, að efla menningarsam-
band Islendinga austan og vest-
an hafs, að annast móttöku ís-
lendinga er heimsækja ísland, að
stuðla að Ameríkuferðum til
viðkynningar og fyrirlestrahalds,
að gangast fyrir árlegum Vest-
mannadegi, og yfirleitt að efla
bræðralagið með hverju því
móti sem auðið er. — Fyrstu
stjórnarnefnd félagsins skipuðu
alþingismennirnir Jónas Jóns-
son, formaður, Thor Thors og
Ásgeir Ásgeirsson. Aðrir for-
menn félagsins hafa verið Árni
G. Eylands, Valtýr Stefánsson
og núverandi formaður er herra
Sigurgeir Sigurðsson biskup.
Aðrir vinir og velunnarar V.-
íslendinga, sem hafa átt eða
eiga sæti í stjórnarnefnd þessa
félags eru: Dr. Ófeigur Ófeigs-
son, séra Friðrik Hallgrímsson,
Hendrik Sv. Björnsson, Ivar
Guðmundsson, Kristján Guð-
laugsson, Ingvar Pálsson, Dr.
Sigurður Sigurðsson, Dr. Þorkell
Jóhannesson og sennilega fleiri,
sem ég ekki veit um. —
Fjölda Vestur-lslendinga hafa
verið veitt heiðursmerki á borð
við landa þeirra heima.
Heimboð margra Vestur-Is-
lendinga af hálfu ríkisstjórnar,
Þjóðræknisfélagsins á íslandi og
Eimskips.
Fjárframlög til vestur-íslenzku
blaðanna tveggja.
Heimavist á Garði fyrir vestur
íslenzkan stúdent.
Ferðir íslenzkra forustumanna
á þjóðræknisþing og Islendinga-
daga okkar Vestmanna, minn-
umst við sérstaklega ferðar bisk-
upsins yfir Islandi á 25 ára af-
mæli Þjóðræknisfélagsins, Thor
Thors sendiherra á 30. ára af-
mæli þess og Pálma rektors
Hannessonar á Landnámshátíð-
ina. Fjöldi annara íslenzkra for-
ustumanna hafa og heimsótt
okkur á þessum árum, okkur til
mikillar gleði og uppbyggingar.
Prestaskipti árið 1948.
Skáldastyrkur veittur fjórum
skáldum vestan hafs.
Mentamálaráð íslands hefir
tekið að sér útgáfu Sögu V.-
íslendinga.
Þjóðræknisfélagið í Reykjavík
hefir tekið höfðinglega á móti
vestur-íslenzkum gestum; það
hefir útvegað lesbækur ókeypis
fyrir íslenzku kensluna hér, sent
hingað kveðjuskeyti og bréf, og
kveðjur á hljómplötum og film-
ur, það kaupir mörg hundruð
eintök af Tímaritinu og útbýtir
því meðal félaga sinna og gerir
það þannig að sínu félagsriti. I
stuttu máli sagt, það er jafnan
vakandi fyrir öllu því, sem getur
orðið menningarmálum okkar
Vestur-íslendinga til styrktar, og
nú síðast sýnir íslenzka ríkið
okkur þann mikla vináttuhug og
þá sæmd, að taka þátt í stofnun
íslenzku deildarinnar við Mani-
tobafiáskólann með $5,000 fjár-
framlagi.
En það sem mest er um vert
er þetta: íslenzka þjóðin í heild
hefir breytst í viðhorfi sínu til
okkar Vestmanna. Þegar við
hjónin heimsóttum ísland 1946,
fann ég glöggt til þeirrar breyt-
ingar, sem orðið hafði á tíu und-
anförnum árum. Tómlætið var
horfið; áhugi var vaknaður fyrir
því, sem var að gerast meðal
okkar vestra. Við urðum vör
mikillar og einlægrar ástúðar í
garð Vestur-íslendinga. Sömu
sögu hafa allir Vestur-íslending-
ar að segja, sem ferðast hafa til
íslands þessi síðustu ár. Auk at-
hafna þeirra forustumanna, sem
ég hefi minst á, hafa hinar tíðu
heimsóknir frá báðum hliðum
haft mikil áhrif; ennfremur dvöl
fjölmargra íslenzkra náms-
manna vestan hafs og dvöl Vest-
manna á íslandi á stríðsárunum.
Vottur um það hve áhugi og
góðhugur hefir alment aukist,
eru hinar vinsamlegu orðsend-
ingar og gjafir, sem berast æ tíð-
ar og tíðar frá einstaklingum og
félögum heima til einstaklinga
og félaga hér: bókagjafir, bréf
frá unglingum, kvæðabækur frá
skáldum, sönglög frá sönglaga-
höfundum, og nú síðast hin
mikla sumargjöf til háskólans
okkar frá prestinum á Patreks-
firði, séra Einari Sturlaugssyni,
safn 700 íslenzkra blaða og tíma-
rita, sum þeirra svo fágæt að
ekki er hægt að meta þau til
verðs. — Aldrei hafa handtökin
að heiman verið eins hlý, syst-
kinaböndin eins sterk, brúin yfir
hafið eins þaulvígð og traust. —
íslendingar unnu æ 11 þ j ó ð
sinni, Norðmönnum, ómetanlegt
gagn með því að skrá sögu henn-
ar og geyma forntungu hennar.
Hvernig getum við launað frænd
um okkar á íslandi ástúð þeirra
í okkar garð? Hvernig getum við
unnið ættþjóð okkar mest gagn?
Islenzka þjóðin er fámenn, og
landið sama sem varnarlaust í
venjulegum skilningi þess orðs.
ísland vann frelsi sitt og sjálf-
stæði með andlegum vopnum, og
þau vopn munu duga því lengi
enn. Ef smáþjóð á sérstæða og
mikilsvirta menningu eins og til
dæmis hinir fornu Aþenumenn,
myndi hinn siðmentaði heimur
telja það óbætanlegt tjón ef sú
menning liði undir lok og myndi
reyna að varna því í lengstu lög.
íslendingar eiga sérstæða og
merkilega menningu. Þetta vit-
um við, en vita nógu margir það?
Við íslendingar erum svo sára-
fáir — aðeins 140 þúsundir á
íslandi og nokkrir tugir þúsunda
hér. Við teljum í alt sem svarar
helming þessarar borgar —
Winnipegborgar. Við verðum að
halda hópinn hvar í heimi sem
við erum og halda uppi stöðugri
upplýsingastarfsemi um ættland
okkar og þjóð.
Við Islendingar vestan hafs
höfum, frá því að við komum til
þessa lands, reynt að sýna með
framkomu okkar að við værum
komnir af göfugum stofni; með
því að reyna sjálfir að meta
tungu okkar, sögu og bókment-
ir höfum við sýnt samborgurum
okkar að þessi andlegu verð-
mæti hafi mikið menningarlegt
gildi; við höfum reynt með þýð-
ingum, ræðuhöldum, ritgerðum
og bókaútgáfum að kynna sam-
borgurum okkar þessa fjársjóði
og nú síðast að gefa þeim lykil-
inn að þeim með stofnún
kennslustóls í íslenzkri tungu og
íslenzkum fræðum við Mani-
toba-háskólann. Þessi kynningar-
starfsemi verður stöðugt að
halda áfram og aukast með
hverju ári. Þannig vinnum við
ættþjóð okkar mest gagn.
Kæru vinir, dagurinn í dag,
sumardagurinn fyrsti, er dagur
nýlífs og framtíðargróðurs. Það
er sumar í samskiptum okkar
við frændur okkar á íslandi. Nú
er ylur og sólbjartur himinn
okkar íslenzka andlega ríkis.
Með því að efla það ríki, verð-
um við betri borgarar — mikils-
virtari borgarar í okkar löndum,
Canada og Bandaríkjunum. Ekk-
ert hefir sannað okkur þetta bet-
ur en hve hlýlega og þakksam-
lega og með hve miklum skiln-
ingi sumargjöf íslendinga til
Manitoba-háskólans var fagnað.
1 nafni gróandans og gróðrar-
hugsjónanna getum við tekið
höndum saman og óskað sam-
ferðasveit okkar af heilum hug
gleðilegs sumars.