Lögberg - 26.04.1951, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. APRIL, 1951
7
Er hann pólitískur flóttamaður eða flýr hann
lögreglu annara landa vegna afbrota?
Enn er ekkert vitaÖ með vissu um fortíð „Ukraníumannsins“
og hann hefir orðið tvísaga í framburði sínum.
Hann,er nú í haldi á Litla-Hrauni.
Um þessar mundir situr í haldi austur á Litla-Hrauni
dularfullur maður, sem engin hér á landi veit, hvaðan
kemur eða hvert ætlar, né heldur neitt með vissu um
heimilisfang hans og uppruna.
Þessi maður er „laumufarþeg-
inn“ ukraniski sem kom fram
í Hafnarfirði hinn 13. nóvember
s.l., og getið var í Vísi á sínum
tíma.
Þar til fyrir fáum dögum hefir
maður þessi verið í haldi í fanga-
húsinu við Skólavörðustíg og
margyfirheyrður, en allt er enn
jafn óljóst um ferðir þessa
manns, þrátt fyrir yfirheyrslur
og eftirgrennslanir.
Frá Póllandl.
Þetta er meðalmaður að stærð,
dökkhærður, 28 ára að aldri,
kveðst vera fæddur hinn 28. maí
HEAT...
When you need it
íor your
Summer Cottage
A Size to Suit Any Cotiage
Come by and lei us show you
the famous DEARBORN
the ideal heating unit for
those cool evenings and
mornings. «
HOME GAS Ltd.
318 Smith St. Ph. 935 818
árið 1923 í borginni Lemberg
(Lwow) er áður var í Póllandi,
en er nú í rússneska héraðinu
Ukrainu. Nafn sitt segir hann
vera Petro Horycz. Hann talar
rússnesku, pólsku, þýzku og
sæmilega ensku, sem hann virð-
ist frekar hafa lært með því að
hlýða á tal enskumælandi manna
en af skólabókum.
1 Hafnarfirði.
Það spyrst
fyrst til þessa
dularfulla gests á Islandi, að
hann kemur fram í kjalla einum
í Hafnarfirði hinn 13. nóvember
s.l., en daginn eftir gefur hann
sig fram við lögregluna þar á
staðnum. Hér í Reykjavík fara
svo fram yfirheyrslur, en allt
frá fyrstu tíð virðist maðurinn
segja ósatt, verður tvísaga, breyt
ir og „endurbætir“ framburð
sinn um, hvernig hann hafi
komið hingað og hvaðan. Hann
kveðst hafa komið með skipi,
veit þó ekki hvar hann hafi kom-
ið á land og yfirleitt er flest það
er hann segir, með þeim ósann-
indabrag, að dómarinn getur
ekki tekið manninn trúanlegan.
Þó virðist hann engan veginn
vera geðbilaður, heldur vita,
hvað hann er að segja.
Hafði verið hér um tíma.
Ýmislegt bendir til, að hann
hafi dvalið hér nokkra daga, ef
ekki viku eða meira, áður en
hann kemur fram. Hann tjáði
dómaranum t. d. að hann hafi
hafzt við í hænsnakofa, og fer
með lögreglumenn og dómarann
að kofa einum í úthverfi Reykja-
víkur. Þegar þangað kemur er
kofinn læstur, en dómarinn bið-
ur hann þá að lýsa því, hvernig
umhorfs sé inni í honum, og
lýsing hans stendur alveg heima.
Þar fundust einnig í heyi í einu
horninu, uppteknar sardínudós-
ir o. fl. þess háttar, sem sýnir,
að þar hafi maður hafzt við um
tíma.
I fangabúðum.
Horycz þessi kveðst hafa verið
í fangabúðum einhvers staðar í
Suður-Rússlandi, skammt frá
Volgu, innan um 35 þúsund aðra
fanga, og unnið að skurðgreftri.
Þaðan kveðst hann hafa flúið við
þriðja mann. Einn þeirra félaga
hafi verið skotinn á flóttanum,
en síðan verður hann að sögn
viðskila við hinn félaga sinn.
Síðan hefst furðulegt Odysseifs-
ferðalag, ef trúa má framburði
hans. Hann kveðst hafa farið um
Pólland, Tékkóslóvakíu, Austur-
ríki, Þýzkaland og Danmörku,
alltaf huldu höfði, vegabréfs- og
allslaus. Ekkert virðist auðveld-
ara en að fara milli Þýzkalands
og Danmerkur, ef trúa má fram-
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence YourBusiness Traimnglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. WINNIPEG
burði Petro Horycz. Allt er þetta
óljóst og ómögulegt að vita, hvað
er satt og hvað er uppsuni.
Lætur illa.
Við þennan mann er ekkert
annað að gera í bili annað en að
hafa hann í haldi, þar til upp-
lýst er, hvernig á ferðum hans
stendur. Hann er stundum ódæll,
hefir í hótunum, að hann skuli
fyrirfara sér, eða að grátekka
setur að honum. Annars líður
honum vel, en menn eru engu
nær um tilvist hans hér á landi.
Hvers vegna?
Til hvers kom þessi maður
hingað? Hvað er Petro Horycz,
Ukrainumaður frá Lember, að
gera hér? Hvers vegna segir
hann ekki sannleikann strax, í
stað þess að gera sig tortryggi-
legan með uppspuna?
Lögregluyfirvöldin hér hafa
látið taka af honum fingraför og
ljósmyndir, sent þessi gögn til
lögreglunnar í nágrannalöndun-
um og eins til alþjóðalögregl-
unnar í París, ef ske kynni, að
menn könnuðust við hann. Svar
er ókomið frá París, en lögregl-
an í Noregi og Danmörgu veit
engin deili á honum. Hann hefir
þá ekki komizt undir manna
hendur þar eða farið í gegnum
útlendingaeftirlitið í þessum
löndum.
Hver er Petro Horycz? Er
hann pólitískur flóttamaður, eða
á flótta undan lögreglunni í ein-
hverju landi fyrir einhver af-
brot? Þetta veit víst enginn hér
á landij nema Petro Horycz
sjálfur.
—VISIR, 12. marz
VÍKINGAFLOTINN
(Framhald af bls. 3)
izt haffærandi, heldur aðeins
hafður til siglinga með ströndum
fram. Má ætla, að þegar á þess-
um öldum hafi Norðurlanda-
menn kunnað að gera meiri sjó-
skip, þótt smíðatækni og bygg-
ingarstíll hafi ef til vill verið
eitthvað svipaður og á Als-
bátnum.
Árið 1859 fannst gamall róðr-
arbátur í Nýdam á Suður-Jót-
landi. Hann er talinn vera frá
því um 300 eftir Krist, 500—
600 árum yngri en Als-báturinn,
og næsta skip á eftir honum, sem
við þekkjum til hlítar. Bátur
þessi er vafalaust herskip og
stendur því sennilega framar-
lega meðal skipa síns tíma. Er
næsta fróðlegt að sjá, hvað nor-
rænir skipasmiðir hafa lært þær
aldir, sem liðnar voru frá smíði
Als-bátsins.
Nýdambáturinn er stór róðr-
arbátur með skarsúð, örlítið
mjórri að aftan en að framan,
en að öðru leyti eins í báða enda.
Honum hefir verið róið með 15
árum á hvort borð, en seglaút-
búnaður sést enginn. Lengd
bátsins er 23 metrar milli hnýfla.
breiddin er 3 metrar og 25 cm.
miðskips, en dýptin 1 meter og
10 cm. Skrokkurinn er úr 11
geysimiklum eikarplönkum, ein-
um í botni og fimm á hvorri hlið.
Báturinn hefir stefni, sem negld
Vilhjálmur Stefánsson vill að
bókasafn sitt flytjist hingað
Það myndi skapa hér skilyrði
fyrir mjög víðtœkri rannsóknar-
miðstöð.
Er biskup landsins, dr. Sig-
urgeir Sigurðsson, ferðaðist
um Bandaríkin í vetur og
heimsótti dr. Vilhjálm Ste-
fánsson landkönnuð, lét Vil-
hjálmur í ljós áhuga sinn á
því, að safn hans gæti með
tíð og tíma orðið eign íslend-
inga, ef þeir hefðu áhuga á.
Safn landkönnuðsins er hið
mesta og bezta, sem til er
um heimsskautalöndin.
Eimskip vill kaupa
nýf-fr skip og selja
Fjallfoss og Selfoss
Eimskipafélag Islands á kost
á að kaupa flutningaskip í Þýzka
landi, sem er um 2000 smálesta
gufuskip með olíukyndingu. —
Skipið er rúmlega eins árs. Hef-
ir Eimskip sótt um leyfi til Fjár-
hagsráðs til að festa kaup á skipi
þessu, en svar er ókomið enn við
þeirri málaleitan.
Eimskip hefir sem kunnugt er
lengi haft hug á að selja tvö af
elztu skipum sínum, Fjallfoss og
Selfoss, sem eru gömul og dýr
í rekstri. Hefir félagið fengið
leyfi ríkisstjórnarinnar til að
selja skipin úr landi. Italskir
kaupendur virðast hafa áhuga
fyrir að kaupa Fjallfoss og munu
umboðsmenn þeirra skoða skip-
ið er það kemur til Kaupmanna-
hafnar á næstunni.
—Mbl. 21. marz
eru með trénöglum á enda botn-
plankans. Hliðarplankarnir eru
síðan festir við stefnin með ró-
nöglum úr járni. Innan á öllum
plönkunum eru skornir út okar,
líkt og á Als-bátnum, og hafa
böndin verið reyrð við okana
með bastreipum. Að öðru leyti
er báturinn settur saman með
rónöglum, venjulegum báta-
saum úr járni.
Ára- og stýrisútbúnaður er
miklu fullkomnari á Nýdam-
bátnum en Ads-bátnum. Hefir
Nýdambáturinn að mörgu leyti
verið gott skip, en vafalaust erf-
iður viðfangs í sjógangi. Telst
mönnum svo til, að hann hafi
að minnsta kosti getað borið
5500 kg. Með þeirri hleðslu voru
60 cm. frá borðstokknum mið-
skips og niður að sjólínu.
1 Kvalsundi nálægt Björgvin
í Noregi hefir fundizt skip, sem
talið er vera frá því á 7. öld. Þar
er skipagerðartæknin komin á
allhátt stig og tekin mjög að
nálgast það, sem við kunnum
skil á af lýsingum fornritanna
á skipum víkinga aldar. Kval-
sund-skipið hefir kjöl, negld
bönd, mjög reisuleg stefni og
fleiri einkenni hinna myndar-
legu víkingaskipa. Nú er svo
langt komið þróuninni, að nor-
rænir menn geta tekið foryst-
una um siglingar, enda gera þeir
það á víkingaöld svo eftirminni-
lega, að aðrar þjóðir komast eng-
ar í hálfkvist við þá. Víkinga-
flotinn mikli með gapandi stefni
og gínandi trjónu, varð ógna-
skelfir hinna friðsælli þjóða í
suðri og vestri, en hann var einn-
ig hámark skipagerðarlistar
heimsins um fjögra til fimm alda
skeið.
—'VIKINGUR
Biskupinn skýrði fré þessu í
útvarpserindi um Bandaríkjaför
sína, er hann flutti á sunnudags-
kvöldið.
Tekur senn ákvörðunina.
Er biskupinn heimsótti dr.
Vilhjálm Stefánsson, sagði hann
biskupi, að hann myndi senn
taka ákvörðun um ráðstöfun
safnsins. En með því, að ég ann
íslandi og íslenzkri menningu,
sagði Vilhjálmur, þá vil ég að
safnið flytjist til Islands. Og ef
íslendingar teldu sér hag í slíku
og myndu vilja koma upp hjá
sér norrænni vísinda- og rann-
sóknarmiðstöð í norrænu, jarð-
fræði, jarðskjálftafræði, hvera-
og laugarannsóknum, grasa-
fræði, jökla- og hafrannsóknum.
Vilhjálmur Stefánsson lét þess
og getið við biskup, er þeir
ræddu þessi mál, að ísland væri
sérlega heppilegt fyrir slíka
rannsóknarmiðstöð.
Um 38,000 bindi.
Vilhjálmur Stefánsson sýndi
biskupi safn sitt, en í því eru nú
38,000 bindi og er það í sérstöku
húsi áfast við bústað landkönn-
uðarins. Voru þar þá að störfum
vísindamenn úr Harvardháskóla.
Þrjátíu þúsund bindanna í þessu
stórkostlega bókasafni, fjalla
einvörðungu um heimskauta-
löndin. Það eru 200 bindi um
ísland og um 6000 er fjalla um
sambandið milli Evrópu og
Bandaríkjanna, fyrir daga Col-
umbusar. Þá er þar að finna öll
þau bréfaviðskipti er dr. Vil-
hjálmur Stefánsson hefir átt við
vísindamenn út um allan heim
s.l. 40 ár.
Óvenjulegt stórmál.
Biskupinn gerði það að lokum
að tillögu sinni í þessu merka
máli, að ríkisstjórnin skrifaði
landkönnuðinum þetta varð-
andi, og reynt yrði að fá dr. Vil-
hjálm hingað til viðtals. Var það
að heyra á biskupi, að hann teldi
ekki rétt að draga það á lang-
inn, því hér væri um alveg ó-
venjulegt stórmál að ræða.
—Mbl. 20. marz
Dánarfregn
Hildur Guðrún Ketilsson,
kona Ófeigs G. Ketilssonar að
Naicam, Sask., andaðist 11. þ. m.
á St. Paul sjúkrahúsinu í Saska-
toon. Hildur sál. var fædd 13.
maí 1885, á Kollavíkurseli í
Svalbarðssókn. Foreldrar henn-
ar voru þau Bjarni Bjarnason og
Sigríður Pétursdóttir. Hildur
kom til Manitoba fyrir 45 árum
síðan og giftist Ófeigi Ketilssyni
eftirlifandi manni sínum, 5 ár-
um síðar. Eftir 30 ár brugðu þau
hjónin búi í Kristnes-bygðinni
og fluttu til Naicam fyrir 10 ár-
um síðan. Sex börn lifa móður
sína. Börnin eru: Sigríður (Mrs.
Emil Sigurdson) í Kristnesi; Sig-
urður Skúli og Sveinbjörg (Mrs.
Kjerson) lifa í Naicam; Lucia
(Mrs. Evers) í Hamilton, Ont.
og Stefanía (Mrs. Peace) að
Wadena, Sask. Hin látna skilur
líka eftir 13 barna-börn og 4
systkini. Systkinin eru: Kristján,
Bjarni og Þórunn, öll á Akur-
eyri, Islandi, og Guðbjörg (Mrs.
Myrdal) í Argyle.
Útför Hildar fór fram frá
Leslie 14. þ. m., að fjölmenni
viðstöddu. Séra Skúli Sigur-
geirsson jarðsöng.
Sjómaður frá Seyðisfirði
hverfur í Aberdeen-höfn
Skipsfélögum þykir hvarf hans óskiljanlegt
Kunnur sjómaður hér í bænum, sem verið hefir skipverji
á vélskipinu Víking, hvarf af skipinu er það lá í höfn í
Aberdeen þann 26. febrúar. Síðan hefir ekkert til hans
spurst. Þykir mönnum hér hvarf hans óskiljanlegt.
Hjörtur Björnsson hefir lengi
stundað sjósókn héðan frá Seyð-
isfirði og oft verið formaður á
bátum. Hefir farið af honum orð
sem sjósóknara.
Að kvöldi hins 26. febrúar lá
Hefur verið skírður
„Hafliði"
SIGLUFJÖRÐUR, þriðjudag —
Togarinn Garðar Þorsteinsson,
sem Bæjarútgerð Siglufjarðar
keypti á dögunum, kom til Siglu
fjarcjar í fyrrakvöld, kl. 8.30.
Mikill mannfjöldi var viðstadd-
ur er togarinn lagðist að bryggju.
Ræður voru fluttar og kór-
söngur.
Togarinn hefir nú verið skírð-
ur upp og ber nafnið Hafliði, og
mun fara á saltfiskveiðar innan
skamms. Var ekki hægt að vinna
við togarann í dag vegna veðurs.
—Mbl. 21. marz
GAS TURBINE TO POWER BRITISH TANKER
A revolutionary development in marine propulsion
came into the news recently when the “Auris” gas
turbine was given its first public showing. \
This engine, the outcome of over four years’ con-
struction and design work by the British Thomson-
Houston Company, will be the first full-scale gas
turbine in the world to be applied to ocean-going
shipping when it is installed in the Auris, an 8,221-ton
British tanker. Among the major advantages of the
marine gas turbine installation are its ability to run
on heavy and thus cheap fuel, its easy maintenance,
moderate weight and virtual absence of vibration. The
gas turbine has already run for over 652 hours on its
test bed without any modification, and during its first
voyage a 12-day non-stop trip to Curacao, no overhauls
will be carried out. This picture show the “Auris” gas
turbine on its test bed.
Víkingur í „dokk“ í Aberdeen
ferðbúinn. Þá um kvöldið, kl.
níu, skildi með þeim Hirti og
skipstjóra Víkings, er hélt til
skips. Sagðist Hjörtur koma inn-
an stundar. Þar sem þeir voru,
er um tveggja til þriggja mín.
gangur niður í „dokk“ þá, er
Víkingur lá.
Lögreglan hefur leit.
Um kvöldið kl. 10 var Hjörtur
ókominn. Skipstjóri tilkynnti þá
lögreglunni hvarf hans. Þá um
kvöldið hóf Aberdeen-lögreglan
mjög skipulega leit að Hirti um
alla borgina og í höfninni. Leitað
var t. d. í skipum, sem þar voru,
og eins var slætt. Þessi leit lög-
reglunnar bar ekki árangur. 1
gærdag barst svo hingað skeyti
frá Aberdeen-lögreglunni, þess
efnis, að Hjörtur hefði ekki enn
fundist.
Telja hvarfið óskiljanlegt.
Skipsfélagar Hjartar telja
hvarf hans óskiljanlegt. Útilokað
telja þeir, að hann hafi fyrir-
farið sér.
Kvöldið sem Hjörtur hvarf,
var brottför Víkings frestað og
lét báturinn ekki úr höfn fyrr
en tveim dögum síðar.
Þess skal getið að er Hjörtur
hvarf mun hann hafa haft með-
ferðis um fimm pund. Leitinni
mun verða haldið áfram.
Hjörtur Björnsson var ókvænt
ur, fimmtugur að aldri.
—Mbl. 9. marz.