Lögberg - 17.05.1951, Síða 5

Lögberg - 17.05.1951, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1951 5 AHLGAiH/iL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BLAÐA- OG TÍMARITAGJÖF SÉRA EINARS STURLAUGSSONAR Þessar síðustu vikur hefir hugur minn oft hvarflað til Pat- reksfjarðar og þeirrar stórgjafar presturinn þar, séra Einar er Sturlaugsson, sæmdi Manitoba- háskólann og um leið okkur Vestur-íslendinga, s a f n 7 0 0 blaða og tímarita. Mér finst svo mikill höfðingsskapur, svo mik- ill drengskapur liggja að baki þessarar gjafar að ég get ekki orða bundist. Séra Einar hefir varið öllum tómstundum sínum í 17 ár til að safna öllum blöðum og tímarit- um, sem gefin hafa verið út á Islandi fram til ársins 1950. Hver, sem finnur ánægju og gleði í því að eiga góðar og fá- gætar bækur fær skilið hve feikna mikið verk liggur í þvi að ná saman safni sem þessu og þar að auk fylgja því mikil pen- ingaútlát. Þessi maður hefir orð- ið að leggja á sig óteljandi ó- mök, ferðir og bréfaskriftir, en hann hefir ekki talið það eftir sér, því þegar menn vinna að hugðarmálum sínum, verður öll áreynsla sem leikur. Ég get séð hann í huganum þar sem hann er að hagræða þessum vinum sínum á bóka- hillunum, bæta blöðin, telja þau saman, sjá um að þau kom- ist heil í höfn. Af þessum 700 blöðum og tímaritum eru yfir 400 heil (complete). Ég get líka skilið þann fögnuð sem safnar- inn finnur þegar honum tekst eftir langa leit að finna blað eða eintak af riti sem lengi hefir vantað. Safn sem þetta er fyrirferðar- mikið. Sum tímarit og blöð hafa vitanlega verið skammlíf en önnur langlíf eins og til dæmis Skírnir, tímarit hins íslenzka Bókmentafélags, sem komið hef- ir út síðan 1827 — 123 bækur. Séra Einar skýrir frá því í gjafabréfi sínu að í safninu sé alt frá elzta blaði íslands. Á þessu ári eru liðin 178 ár síðan Islendingar hófu blaðaútgáfu. Magnús Pétursson sýslumaður hóf útgáfu tímarits 1773. Það var skrifað á dönsku og hét Islanske Maaneds Tidender, var prentað í Hrappsey og í Kaupmanna- höfn og kom út í þrjú ár. Fyrsta blaðið sem gefið var út á ís- lenzku var rit Lærdóms- og Listafélagsins 1779—96, 15 bindi aðallega undir forustu Jóns Ei- ríkssonar konferensráðs. Þessi Ht eru nú ófáanleg. Er mögulegt 0ð þau séu í þessu safni? Eða Klaustur-Póstur Stephensens, Ármann á Alþingi Baldvins Ein- arssonar, Fjölnir, er markaði tímamót í sögu íslands. Þó ekki væri nema eitt þessara rita í safninu væri það íslenzku deild- inni hér stórmikill fengur, sem seint verður fullþakkaður. Ég sé gefandann búa þessa gömlu vini sína undir ferð þeirra vestur um haf. Bækur geta orðið manni óumræðilega kærar og það er hart að sjá á bak vinum sínum. Það er tóm- legt heima eftir að þeir eru farnir. Hann hefði líka getað ' selt safn sem þetta fyrir stórfé, annað hvort til bókasafnara eða annara safna, sem hafa fjárráð til að geta keypt fágætar bæk- Ur; það hefir okkar ungi háskóli ekki. í húgum sannra bókavina eru bækur helgir dómar, sem 'eiga að geymast þar sem þær Verða mest til blessunar, og stórir menn leggja mikið í söl- Urnar fyrir hugsjónir sínar Séra Einar Sturlaugsson skilur mörgum mönnum betur þá hug- sjón er til grundvallar liggur stofnun íslenzku deildarinnar v|ð Manitobaháskólann, eins og ið fagra bréf hans sýnir: MINNINGARORÐ: Mrs. Helga Thomsen „Þegar ég varð fyrst áskynja þess stórhuga landa minna í Vesturheimi, að stofna kenn- arastól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla, sem ég tel lík- legri til að vinna íslenzkri menn- ingu gagn og sóma um ókomnar aldir en nokkuð annað, sem Is- lendingar vestan hafs hafa tek- ið sér fyrir hendur í þeim efn- um, og er þó margs góðs og merkilegs þar að minnast, — og með tilliti til þeirrar menning- arbaráttu, sem Vestur-Islend- ingar hafa háð nú um meira en þriggja aldarfjórðunga-skeið, mitt í þjóðhafi hins nýja heims, — fann ég mig knúinn ættarböndum til að rétta bræðr- um mínum og systrum handan hafsins hönd að heiman, og býð hér með hinum væntanlega kennarastóli í íslenzkum fræð- um við Manitobaháskóla um- getið blaða og tímaritasafn mitt til eignar og varðveizlu, í þeirri von og trú, að það verði ekki að- eins samlöndum mínum þar vestra styrkur stafur í menn- ingar- og þjóðræknisbaráttu þeirra, en veki einnig löngun er- lendra manna til að kynnast tign og fegurð íslenzkrar tungu. Er þessi gjöf mín því framlag Jnitt til viðhalds og eflingar móðurtungu minnar meðal mil- jónanna í Vesturálfu heims, en jafnframt viðurkenningar- og þakklætisvottur fyrir manndóm, drengskap og færni ótal margra manna og kvenna í Vesturheimi, sem af íslenzku bergi eru brotin“. Allir bókavinir hér um slóðir bíða með eftirvæntingu komu þessara góðu gesta. Það er gott til þess að vita, að á þessu ári verður hafist handa að reisa stóra og fullkomna byggingu yfir bókasafn Manitobaháskól- ans. Þar er íslenzka safninu ætl- uð vegleg húsakynni, eins og verðugt er. Vafalaust verður safni séra £inars sérstaklega vel fagnað, bókunum tekið mjúk- um og varkárum höndum og þeim skipaður sérstakur heið- urssess í íslenzku deildinni, merktar mynd og nafni gefand- ans. Þegar þær eru komnar verður nánar frá þeim skýrt í blaðinu. — I næsta blaði verður sagt frá annari verðmætri bókagjöf, er Manitobaháskóla hefir borist frá frændum okkar Norðmönnum, bækur fyrir íslenzku deildina frá háskólanum í Osló. — ☆ SÍMAVIÐMÓT Símaviðmót fólks er ákaflega mismunandi. Eins og allir vita í bæ þar sem síminn er eins mik- ið notaður og hér í Reykjavík. Sumar stofnanir og verzlanir eru svo heppnar að hafa síma- stúlkur, sem eru svo kurteisar og viðkunnanlegar í síma, að hrein ánægja er að fá tækifæri til að heyra málróm þeirra. Aft- ur aðrar svo önuglyndar og eiga sífelt svo annríkt, að þær eru roknar úr símanum áður en jnenn hafa sagt það, sem , þeir vildu sagt hafa. En annríki það og flýtir, eða hvað maður á að kalla það, verður til þess, að við- skiptamennirnir finna ennþá betur til þess, hve mikill munur það er, að eiga viðskipti við hin- ar, sem glaðlegar eru og við- kunnanlegar. Ég þekki mann, sem trúlofað- ist í gegnum síma. Það er að segja hann var staðráðinn í því, að biðja sér þeirrar konu, sem hafði svo fagran og viðfeldin málróm, sem hún, án þess að hafa nokkru sinni séð konuefn- Fyrir ári síðan andaðist, á heimili sínu, á Valour Road, í Winnipeg, mæt og merk kona, Mrs. Helga Thomsen, og vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var fædd á Litla-Bakka, í Hróarstungu, í Norður-Múla- sýslu, á íslandi, 13. sept., 1873. Foreldrar hennar voru þau hjónin, Halldór Jónsson og Sig- urbjörg Jónsdóttir; var hún ættuð frá Berunesi, í Suður- Múlasýslu. Fjölskyldan fluttist vestur um haf, með stóra hópn- um, árið 1876, nam land í Nýja- íslandi, og nefndi bæinn sinn Litlu-Mörk. Skömmu síðar æddi bóluveikin yfir alla bygðina. Helga litla fékk veikina, var þungt haldin, en náði, eftir nokk- urn tíma, góðum bata. Eftir fjögurra ára veru í Nýja- íslandi fluttist þessi hópur til Norður-Dakota, og tók sér ból- festu í grend við Grafton-bæ. Þar var heimilið í 9 ár. Á þeim árum naut Helga skólagöngu og og velvild í kvenfélaginu, sem styrkti Jóns Bjarnasonar skóla. Með þakklæti vil ég minnast þess hér, að allar þrjár dæj;ur Einar Mrs. Helga Thomsen Templaranna, sem nefndist Harpa. Hún var líknarfélag til að veita hjálp í fátækt og sjúk- dómi. Mrs. Thomsen starfaði þar af lífi og sál, og bar starf hennar, þar sem annars staðar, góða ávöxt. Á dögum Jóns Bjarnasonar- sömuleiðis uppfræðslu í kristin- skóla vann hún af trúmensku dómi. Hún var fermd af séra Friðriki Bergmann. Á þeim ár- um hefir hún einnig notið heimilis tilsagnar. Af föður sín- um lærði hún fingrarímið, og gleymdi því ekki síðar. Að þeim árum liðnum var flutt til Winnipeg. Þangað komu þau 31. júlí, 1889, og þar var heimilið síðan. Nokkru eftir komúna til Win- nipeg, lærði hún, þótt ung væri, kjólasaum, og stundaði hún þá atvinnugrein, með miklum dugn aði og ágætri verklægni, í mörg ár. Síðar vann hún hjá íslenzku álnavöru kaupmönnunum, fyrst hjá Stefáni Johnson og svo hjá Guðmundi Johnson. Síðar vann hún nokkur ár í verzlun J. Rob- inson, niður á Main Street. Hinn 15. maí, árið 1907, giftist hún Lorens Thomsen, frá Seyðis- firði á íslandi. Heimili þeirra hefir ávalt verið í Winnipeg. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Ein þeirra, Sigurbjörg Solveig, dó 1914, en þær sem lifa eru: Guðrún Lilja, Mrs. Joe Borgford (þau eiga einn son Lawrence Jón), til heimilis í Leslie, Saskatchewan; Guðbjörg Þórunn Sigríður, og María Sol- veig Sigurbjörg, báðar á heim- ilinu í Winnipeg. Þessi mikilhæfa kona, bæði áður en hún giftist og einnig síðar, hlífði sér aldrei við heim- ilisstörfin, en í viðbót við þau leysti hún af hendi mikið af vel unnu félagslegu starfi. Hún og fólk hennar fylgdu íslenzku Lútersku kirkjunni að málum af einlægni og áhuga. Hún var fyrst starfandi í félags- ■skap ungra kvenna, í Fyrsta Lút- erska söfnuði. Með frjálsum, glöðum vilja lögðu þessar ungu stúlkur krafta sína saman til að efla söfnuðinn og styrkja hann fjárhagslega. Snemma á árum fór hún einn- ig að gefa sig að bindindisstarf- þeirra hjóna, sem náðu skóla- aldri, stunduðu nám í þeim skóla. Þó þetta sé ófullkomin frá- sögn af æfi Mrs. Thomsen, er samt með þessu sýnd nokkur mynd af nytsömu og farsælu æfistarfi; en sú mynd eignast aukna og fagra drætti við at- hugun hins dásamlega kærleika, sem hún veitti ástvinum sínum, foreldrum, systrum, eiginmanni og dætrum. Unaðslegt var að koma á heimili þeirra hér í Win- nipeg, því þar voru allir sam- taka í gestrisni og sérhverju öðru góðu. Mrs. Thomsen hafði víst sæmi lega heilsu meirihluta æfi, en fékk slag 1948 og lifði við van- heilsu eftir það. Hún fékk hvíld- ina 12. maí, 1950. Hún var jarðsungin frá Fyrstu Lútersku kirkju, af séra Valdi- mar J. Eylands, 16. maí, og jörð- uð í Brookside grafreit. Hana lifa: eiginmaður, Lorens Thomsen, þrjár dætur áður nefndar; og ein systir, Mrs. Hall- dóra Petrína Bjarnason. Ein al- systir, Mrs. Jóhanna Margrét Johnson, og hálfsystir, Mrs. Thorunn Lee, vorm áður dánar. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Rúnólfur Marieinsson Doktorrit um berklaveiki: Dánartalan hér lækkaði um 90% á 25 árum Frá doktorsvörn Sigurðar Sigurðssonar yfir- læknis á laugardag Sigurður Sigurðsson yfir- læknir varði doktorsritgerð hátíðasal Háskólans á laugardag. sina í Bók um vandamól mannkynsins B. Guðmundsson frá Hraunum: ÞUNGIR STRAUMAR Prentsmiðja Ausiurlands h.f. Reykjavík 1951. semi. Hún gjörðist meðlimur i stúkunni Heklu og vann þar af kappi. Er stundir liðu fram, var hún kosin í stórstúkú Good Templara í Manitoba. Hún vann áhrifaríkt starf í stórstúkunni í mörg ár. Hún talaði norsku og gat bjargað sér í sænsku. Það var að minsta kosti einn þáttur í því að hún komst í kynni við sænskt fólk í Winnipeg og stuðl- aði að því að á meðal þeirra mynduðust sænskar Good Templara stúkur. Á • þessum árum var félags- iskapur á vegum íslenzku Good ið. Þau hafa í áratugi lifað í ein- hverju því hamingjusamasta hjónabandi, sem hugsast getur. Það getur oltið á miklu fyrir ungar stúlkur, hvernig símavið- jnót þeirra er, ef þær kæra sig um, að afla sér vinsælda. Þetta ígetur ráðið úrslitum um lífs- hamingju þeirra og alla framtíð. Mikið er rætt og ritað um svo- kölluð „vandamál mannkyns- ins“, en flest minnir það á mál- flutning heittrúarmannsins, sem um sólarlagsbil taldi með eftir- minnilegum árangri heilli skips- höfn trú um, að dómsdagur hæf- ist upp úr næsta lágnætti! Áróð- ur staðlausra fullyrðinga og frá- leitra blekkinga er svo gjallandi, að nú virðist fólk, sem aldrei hefir sýkzt af ofsatrú, lifa dag hvern í ótta við það, að vísinda- frömuðurnir og stjórnmálamenn irnir taki ómak dómsdagsins af guði almáttugum. Taugabilunin og lífshræðslan leggur mikið kapp á að leysa vitið af hólmi. Þó eru ennþá blessunarlega. margir þeirrar skoðunar, að mannlífið eigi sér framtíð á jörðinni. Höfundur bókarinnar „Þungir straumar“, Einar Guð- mundsson frá Hraunum, er í tölu þeirra, því að hann tekur einmitt þetta efni til athugunar kveri sínu. Raunar er hann bölsýnn og vantrúaður á menn- ina. En hann gengur þó ekki út frá því, að öllu sé lokið, því að þá væri auðvitað ekkert að skrifa, nema eftirmælin. Þetta er heiðarleg bók, sem ber höfundi sínum vitni þess, að honum sé alvara með athugun sína á „vandamálum mannkyns- ins“. Kver hans stingur í stúf við ritsmíðar samtíðarmannanna hér á landi. Höfundurinn hefir víða leitað fanga og reynzt fundvís. Hann setur athuganir sínar og skoðanir ljóst fram, og maður viðurkennir alltaf við- leitni hans og tilgang, án þess þó að vera honum undantekningar- laust sammála. Væri vissulega ástæða til þess, að ýmis atriði bókarinnar yrðu nánar rædd, því að umræður þessa efnis eru furðulega vanræktar af Islend- ingum. Einar Guðmundsson minnist meðal annars á sérhæfinguna. Þar er stiklað á stóru sem von- legt verður að teljast í kveri, er fjallar um svo margþætt og merkilegt efni, að stakkurinn hlýtur alls staðar að standa á beini. En víst er ástæða til að fhuga, hvort sérhæfing þjóðfé- lagsþegnanna er ekki í raun og sannleika mesta mein menning- arþjóða nútímans, þótt ýmislegt megi að sjálfsögðu færa fram henni til varnaf og jafnvel veg- sömunar. Sérhæfingin ryður sér hvarvetna til rúms. Hún er meg- ineinkenni menntunar og at- vinnulífs þjóðanna, er byggja Vesturlönd. Allt ber að skipu- leggja. Sérhæfingin og skipu- lagningin verður aðalatriði stjórnmálanna með hverri þjóð- inni af annarrí. Afleiðingin er hlýðni og dýrkun, en dóm- greind og skynsemi verður brátt óþörf — og að síðustu hættuleg og stórvítaverð. Fólkinu er beitt fyrir vagn og talin trú um, að það sé hin mikla og eftirsóknar- verða hamingja að vera dráttar- dýr í skrúðfylkingu skipulagn- ingarinnar. Umræður um þessa hættu eru vissulega tímabærar hér á landi einmitt nú, því að þjóðin er vitandi og óafvitandi í deiglu sérhæfingarinnar. Ekki nóg með það, að hvers konar sérmenntun sé aukin og talin nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr á öllum sviðum þjóðlífsins. Stjórnmálin verða trúarbrögð. Bókmenntir og listir eiga að verða greinar á stofni sérhæf- ingarinnar og skipulagningar- innar. Einn og sérhver skal van- inn af því að vera óánægður með sjálfan sig, þjóðina og flokkinn. • Hér er hvorki staður né stund til að rekja efni þessarar bókar Einars Guðmundssonar eða ræða einstök atriði hennar. En. undirritaður vill gjgrna þakka höfundinum framtakið og mæla með kverinu við þá, sem nenna að hugsa og hafa ekki misst von- ina um það, að mannskepnan haldi áfram að lifa hér á jörð- inni. Helgi Sæmundsson —Alþbl., 26. apríl Sunrise Lutheran Camp Schedule for ihe summer of 1951 Próf. Jóhann Sæmundsson, forseti læknadeildar Háskólans, stjórnaði athöfninni, en Sigurð- ur Sigurðsson mælti fyrstur. Skýrði hann frá því, að á árun- um 1940—45 hefðu nærri 59,000 íslendingar verið teknir til berklarannsóknar í 12 læknis- héruðum og hefðu niðurstöður þeirrar rannsóknar orðið til þess, að hann samdi ritgerð þá, er þarna var tekin gild sem doktorsritgerð. Ritgerð Sigurð- ar — Tuberculosis in Iceland — var gefin út vestan hafs og skiptist hún í sjö kafla, en er rúmlega 85 síður í stóru broti. Berklaveikin hefði ekki farið að breiðast verulega út fyrr en seint á síðustu öld og hefði dán- artalan af völdum hennar náð hámarki árið 1925 — orðið 21,7 af 10,000 íbúum. Síðan hefði hún farið lækkandi nokkum veginn jafnt og þétt og á síðasta ári var hún komin niður í tvo af 10 þús. íbúum. Hefir hún því minnkað um ca. 90% á aldarfjórðungi. Sjúkdómstilfellum hefði þó fjölgað enn til 1935, en eftir það hefði þeim einnig fækkað. Einn kafli ritgerðarinnar fjall ar um berklavarnir, en berkla- varnalög voru sett 1903 og fyrsta heilsuhælið reist sjö árum síðar, en frá 1921 hefði meðferð berkla sjúklinga og vist þeirra í sjúkra- húsum verið greidd af opinberu fé. Og enn hefði komið nýtt skipulag í baráttunni við berkla veikina árið 1933, svo sem að lækni var falin yfirstjóm þeirra sérstaklega og loks hefðu verið framkvæmdar kerfisbundnar rannsóknir á því sviði. Fyrri andmælandi, próf. Niels Dungal, gerði nokkrar athuga- semdir við ritgerðina, en lauk annars lofsorði á hana og kvað starf Sigurðar Sigurðssonar á þessu sviði mundu seint verða fullmetið. Ex auditorio — eða úr hópi áheyrenda — töluðu próf. Jón Hj. Sigurðsson og Helgi Ingvars- son, yfirlæknir að Vífilsstöðum, og þökkuðu doktorsefni starf hans, þá síðari andmælandi próf. Júlíus Sigurjónsson, sem gerði ieinnig nokkrar athugasemdir við ritgerðina, en bar lof á höf- und hennar að öðru leyti. Að endingu svaraði Sigurður þeim athugasemdum, sem fram höfðu verið bornar og þakkaði viðtökur þær, sem ritgerð hans hafði fengið. Loks þakkaði hann þeim aðilum, er hann hefir haft i bein og óbein afskipti af í starfi sínu á umliðnum árum. —VÍSIR, 23. apríl June 19 to June 24—Handi- craft Group. June 26, A.M. to July 5, P.M.— Adults from Institute for Blind. July 7th and 8th—Sunday School Teacher’s Rally. July 9, A.M. to July 17, P.M.— Leadership T r a i n i n g Course, Boys and Girls over confirma- tion. July 19, A.M. to July 27, P.M. —Junior Girls, 6 to 10 years. July 28, A.M. to August 5, P.M. —Junior Boys, 6 to 10 years. August 7, A.M. to August 15, P.M.—Senior Girls, 11 to 14 years. August 16, A.M. to August 24, P.M.—Senior Boys, 11 to 14 years. August 25 and 26 — O p e n House for Adults. COMING SOON! MARSHALL-WELLS PAINT STYLING EXPERT He'U be ot our store to onswer yout questions obout color combinotions, point products ond how to use them Don't miss this "color clinic"! MONDAY, JUNE 4th Sigurdsson's Ltd. Arbcrg, Maniioba

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.