Lögberg - 17.05.1951, Page 7

Lögberg - 17.05.1951, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. MAÍ, 1951 7 Ávarp til eldra fólks Flutt við samsœti í Fyrstu lútersku kirkju, laugardaginn 5. maí 1951 Eftir VICTOR JÓNASSON, forseta safnaðarins Herra forseti — Kæru vinir. Fyrir ári síðan veittist mér sú ánægja að vera viðstaddur á samkomu djáknanefndarinnar sem þá var haldin í heiðursskyni við hina eMri meðlimi safnaðar- ins. Allir muna vafalaust eftir því hvernig þá stóð á hér hjá okkur Winnipegbúum. Um það bil gengu náttúruöflin eins kon- ar berserksgang um þennan hluta fylkisins, og þúsundir manna urðu að flýja heimili sín daglega til að bjarga sér og sín- um undan árásum vatnsflóðsins mikla, sem geysaði hér í Rauð- arárdalnum. Ég man vel eftir því að á þess- um degi í fyrra, sem við nú sitjum í, í mikilli flóðhættu. En fyrir Guðs náð, og atorku góðra manna, í og utan safnaðarins, tókst að forða kirkjunni frá stórskemmdum. Söfnuðurinn er í mikilli þakkarskuld við alla þá sem hjálpuðu til að stemma rás flóðsins, og bjarga kirkjunni þannig frá frekari skemmdum en orðið var. Það er ekki tilætlun mín að rifja upp raunasöguna miklu um flóðið í fyrra, heldur vildi ég aðeins leyfa mér að ítreka þessi atriði, svo að við síður gleymum hinum mörgu góðu gjöfum sem við njótum daglega, en munum að þakka jafnan handleiðslu Guðs eins og vera ber. Flest af því fólki sem voru boðsgestir djáknanefndarinnar í fyrra, er aftur viðstatt í þetta sinn, að því er séð verður við góða eða sæmilega heilsu, og fá nú enn einu sinni tækifæri til að gleðjast hvorir með öðrum, og njóta hinnar ágætu máltíðar sem hér er framreidd. Fyrir hönd fulltrúa safnaðar- ins vil ég þakka meðlimum djáknanefndarinnar fyrir góð- vild þeirra í garð ykkar, og hið kristilega fyrirdæmi sem nefnd- in gefur okkur öllum með því að heiðra ykkur sem hafið helg- að svo mikinn hluta af tíma ykkar og kröftum í þjónustu kirkjunnar og kristilegra mála. Ég hefi nýlega lesið hina á- gætu bók séra Valdimars J. Ey- iands, „Lutheran in Canada“. í þessari bók er sögð saga frum- býlingsáranna, og minnst á til- drög til þess að þessi söfnuður var stofnaður. Staðfesta ykkar, binna eldri íslendinga og ásetn- ingur að vinna bug á öllum tor- færum og erfiðleikum, kemur þar mjög ljóst fram. Og hitt er þá ekki síður ljóst, að það eruð þið, og ykkar kynslóð, sem hefir iagt hina traustu og varanlegu Undirstöðu að kirkjustarfi okk- ar, en í skjóli þess hefir trú for- feðra okkar og aðrar menningar- erfðir varðveizt hér í landi fram a þennan dag. Feðratrúin og móðurmálið voru meginstoðir þessa safnaðar frá upphafi. Ef svo hefði ekki verið, myndi íslenzk tunga löngu horfin af vörum okkar hér. Kirkjustarfið og þjóðræknisvið- ieitni ykkaj1 hefir verið og er hornsteinn og uppsprettulind, fh viðhalds íslenzku máli og ^uenningu hér í Vesturheimi. Við, sem nú erum miðaldra og yugri, stöndum því í stórri þakk- ^tisskuld við ykkur öll sem hafið verið brautryðjendur að irkju og þjóðræknismálum í þessu landi, og hafið unnið að eflingu þessara mála af mikilli ^yggð og ástúð allt fnam á þenn- an dag. ViS sem höfum tekið við Þessu starfi af ykkur, erum okk- ^ þess meðvitandi hversu mik- 11 ábyrgðarhluti það er að varð- veha dýrmæti þau sem þið hafið agt okkur í hendur. En verið bess fullviss, við munum eftir heztu getu varðveita og við- aJda málum kirkjunnar, sem Ur er öllum svo kær. þökkum ykkur fyrir trú- mennsku ykkar og ástúð, og biðjum Guð að blessa ykkur og varðveita til æviloka, og veita ykkur þegar dagsverkinu er að fullu lokið, dyggra þjóna laun. Ég vil leyfa mér að votta djáknanefndinni þakkir fyrir þá hugulsemi að bjóða Mrs. Jónas- son og mér til þessa dagverðar, og gefa mér þannig tækifæri til að flytja ykkur kveðjur, þakkir og blessunaróskir frá safnaðar- ráðinu. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Sigurðardóttir: Grímur í Naustum \ Niður sandinn gamall gengur, garpur, fyrrum kunnur þjóð, ungur hann við stjórnvöl stóð. Nú ei sækir sjóinn lengur, senn er brostinn lífsins strengur. Sagan lifir sönn og fróð. Sezt á steip 1 sandi gráum, sjórinn blasir augum við, eyrun nema öldunið. Barðist fyrr á bylgjum háum beinn með hreysti og sigri fráum. Opnast kappans ævisvið. Fjórtán ára fyrsta sinni fór hann suður á land í ver, „dótið“ bar á baki sér. Af hetjum syðra hafði kynni, hét að verða þeim ei minn, í trausti á þann, sem æðstur er. Lærði ötull ár að beita, aldrei sig til hliðar dró eða stormi undan sló. Snilldin kunni lags að leita, laga segl og stefnu breyta. Karlmanns þor í brjósti bjó. Tuttugu ára eigin fleyi ötull stýrði fram á mið, gæfan sat við hægri hlið. Fyrr en röðull reis með degi renndi hann færi á söltum legi, fyllti bát að fræknum Sið. Ægir kóngur brúnabyrstur blasti oft við sjónum hans út í stormsins æstum dans. Augun hvessti út í mistur, oftast varð að ’landi fyrstur, snilldin réði stjórnarans. Alltaf stýrði hann opnu fleyi, aldrei knúið fram með vél fast var sótt og fiskað vel. Hrannar ógnir hræddist eigi, hjartað þráði hafsins vegi. Engin hetja ef aldrei él. Ungur byggði hann bú í Naustum bjartri, ungri konu með, ástin helga gladdi geð. Sóttu fram með höndum hraustum hjörtun búin dyggðum traustum, ungum var þeim lánið léð. Ein hún horfir yfir sundið aldan þegar hljóðlát var, fegurð ríkti friðsældar. Jljartað var hjá hetju bundið sem hafði úr nausti bátnum hrundið fyrr en dagur flóði um mar. Honurrí fagnar, heim að landi hlöðnu stýrði fleyi í vör eftir vaska veiðiför. Ung þau tengdust ástarbandi, alltaf traustar knýtti vandi oft við háska og erfið kjör. Eiginkonan oft og tíðum óttaðist um manninn sinn. Hörpu stillti stormurinn út í hafsins straumi stríðum, í stórum norðan ógnarhríðum hljómaði bæn í himininn. Bað hún guð að landi leiða litla árafleyið hans, elskhugans og eiginmanns, svo fengi hún hvíld við faðminn breiða í fögnuði sem hjörtun seiða og kveikir unað kærleikans. TRAINING NAVAL GUNNERS ON LAND Voldugasta andanshetja aldar- innar róttækur bannmaður Plymouth Range is like a Ballleship On the steep, seaside slope at Wembury Range, near the entrance to Plymouth Harbour, the British Navy has laid out guns, control bridges, directors and radar equipment in a way which makes naval cadets feel they are aboard a battleship. During the last war Wembury was vital as a train- ing centre for naval gunners and Merchant Navy gun crews, and since then latest developments in radar and its application to naval gunnery have been put into use there. Junior ratings, like these manning twin four-inch guns, get their first firing experience there and attend refresher and promotion courses for ap- prentices and ordnance artificers. Tæknileg aðstoð við leit að gufu og heitu vatni hér á landi Jarðboranadeild raforkumála- stjórnar ríkisins hefir sem kunn- ugt er framkvæmt allvíðtækar boranir fyrir heitu vatni og gufu hér á landi á síðastliðnum 6 ár- um. í sambandi við þetta starf hefir deildin leitast við að þróa sérstaka rannsóknartækni til þess að auðvelda leitina að heita vatninu og gufunni og þannig Þá ’hún heimti hann að landi hrakinn eftir svaðilferð, um þann fögnuð ein þú berð sem að hefir heimt frá grandi hjarta tengt þér ástarbandi, sjómannskona er sælu verð. Naustakappinn sínum sonum sjómannsstörfin kenndi fljótt, ungir vöndust afla-gnótt. Sæinn bundu sínum vonum, settu mark að stríða honum hetjur gæddar hreystiþrótt. Báðir stýra fögru fleyi, fara víða um höf og lönd, aldrei hræðast Ægis grönd. Ólík kjörin út á legi öldungsins frá bernskudegi, vitar lýsa um víða strönd. Nú knýr vél en áður ári öldusjó um höfin blá, nú er „brú“, en þótta þá. Vitar lýsa í veðrafári voldugur þá syngur Kári, beztu hafnir benda á. Áður engir áttavitar eða höfn af mönnum byggð, engin björgun bátum tryggð. Úti máttu allir strita, inni starfað nú í hita. En söm og jöfn er sjómanns dyggð. Grímur gleðst í huga hljóðum hamingjan hve gjöful er, mikla framför mannvit ber. Mannlið okkar, minnst af þjóðum, mikið á af skipum góðum, beztu tæki bera í sér. Öldungur af heitu hjarta hljóða sendir bæn til hans góðra hluta gjafarans, biður: Láttu ljósið bjarta lýsa gegnum boða svarta hverju fleyi fiskimanns. Af hans hjálparhöndum traustum hafsins bylgja verður lægð, einn hann gefur aflagnægð. Grímur heldur heim að Naustum. Hafið býður ungum, hraustum ættlandssonum auð og frægð. —VIKINGUR gera það kleift að velja borhol- unum réttan stað. Þessi rannsóknarstarfsemi hef ir þegar borið góðan árangur, og er sumt af því heita vatni, sem fengizt hefir á þessu tímabili, eingöngu fundið með þessum rannsóknum. Þó hafa aðeins verið notaðar tiltölulega ein- faldar og auðveldar aðferðir. Nú hefir hins vegar verið ráð- gert að stuðla að frekari þróun þessara mála, og var meðal ann- ars fyrir stuttu keyptur frá Bandaríkjunum aðdráttarafls- mælir til þess að kanna jarðlög landsins og þannig auðvelda jarðhitararinsóknirnar. Áhald þetta hefir þegar verið tekið í notkun og hefir árangur verið talsverður. Aðdráttaraflsmælirinn v a r fenginn hingað til lands með að- stoð efnahagssamvinnustofnun- arinnar, og lagði hún fram hinn bandaríska gjaldeyri til kaup- anna. Einnig hefir verið ráðgert, að yfirverkfræðingur jarðborana- deildarinnar, Gunnar Böðvars- son, fari innan skamms til Banda ríkjanna og dvelji þar um nokk- urrá mánaða skeið til þess að kynna sér nýjustu tækni Banda- ríkjamanna við leit að málmum og olíu. Aðferðir þær, sem notaðar eru við olíuleit, eru að mörgu leyti líkar þeim aðferðum, sem beita verður hér á landi í leitinni að heita vatninu og gufunni. Auk þess er nauðsynlegt, að hérlend- is séu möguleikar á því að fram- kvæma með nýjustu tækni leit að ýmsum öðrum verðmætum í jörðu. Gera menn sér yfirleitt miklar vonir um, að þessa rannsóknar- tækni megi þróa og auka og á þann hátt komast að nýjum og öflugum heitavatnslindum. Þessi för Gunnars Böðvarsson- ar er farin á vegum íslenzku rík- isstjórnarinnar og þeirrar starf- semi efnahagssamvinnustofnun- arinnar, er lýtur að tæknilegri aðstoö við Marshallríkin, en stofnunin hefir tekið að sér að sjá um ferðalög verkfræðingsins í Bandaríkjunum og ynna af hendi þann bandaríska kostnað, sem nauðsynlegur er. Er ráðgert, að verkfræðingur- inn starfi á vegum U. S. Ceo- logical Survey, en það er sú ríkissrofnun í Bandaríkjunum, sem annast fræðilegar og hag- nýtar jarðfræðirannsóknir, m. a. leit að ýmsum verðmætum í jörðu. —Alþbl. 17. apríl Mestu forustumenn Indlands eru sammála um það, að sjaldan hafi áhrifavald eins einstaks manns náð jafn langt og ráðið jafn miklu um framtíð þjóðar, eins og Gandhið. Hann taldi alla menn jafn réttháa, hverrar trúar eða þjóðernis sem þeir væru. Enga voldugri andans hetju, né siðferðilega sterkari mann, hefir tuttugasta öldin átt. Gandhi skipti siðbótaáformi sínu niður í 14 liði. Fyrsti liður- inn var lausn hinnar lægstu og forsmáðustu stéttar þjóðfélags- ins — hinna óhreinu. Annar liðurinn var algert bann við áfengissölu og eitur- lyfjanotkun. Gandhi sagði: „Væri ég gerður að einvalds- herra alls Indlands eina klukku- stund, yrði það mitt fyrsta verk að loka öllum áfengissölubúðum og veitingastöðum, án nokkurrar tilslökunar, og eyðileggja alla toddý pálma“. 4 Hverjir eru nú meiri mann- .vinir, réttlátari, sannleikselsk- ari þjóðhollari, menn eins og Gandhi og Abraham Lincoln, eða nöldrararnir hjá okkur, sem heimta frjálsari áfengissölu og sterkara öl? Báðir þessir menn, Abraham Lincöln og Gandhi litu á áfengisbölið sem krabbamein og hina verstu pest þjóðfélags- ins og trúðu ekki á aðra lausn en algert áfengisbann. Gandhi sagði: „Ein af mestu meinsemdunum, sem fylgir stjórn Englendinga, er innflutningurinn á áfengi, þessum óvini mannkynsins og bölvun siðmenningarinnar . . . Þessi pest áfengissölunnar hef- ur breiðzt út um landið þvert og endilangt, þrátt fyrir það, að trúarbrögð þjóðarinnar banna á- fengisneyzluna. Jafnvel það að snerta áfengisflöskuna saurgar múhameðstrúarmanninn, sam- kvæmt átrúnaði hans. Og trú Hindúa bannar stranglega hvers konar notkun -áfengis, en sjá, í stað þess að stöðva áfengisflóð- ið, virðist stjórnin, því miður, greiða fyrir framrás þess. Og svo sveltir hinn aumi og vesali mað- ur fjölskyldu sína og bregst hinni helgu skyldu, að sjá fyrir börnum sínum, ef hann á þau einhver, til þess að geta drukkið áfengi, er býr honum volæði og ótímabæran dauða“. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, fetar í fótspor hins mikla andlega leiðtoga þjóðarinnar, Gandhis og hefur ákveðið, að fyrsta verk stjórnarinnar skuli vera, að banna með lögum þá þjóðtrú, sem telur vissa stétt þjóðfélagsins óhreina menn. En næsta siðbótarstiðið er ákveðið, algert áfengisbann í öllum fylkj- um Indlands, og sé það komið á 1952. Einn áhrifa maður Indlands segir: „Indland hefur sagt áfenginu stríð á hendur, sem hinum versta óvini framfara, hagsæld- ar og félagslegra umbóta“. Systir Nehrus, forsætisráð- herra Indlands, er sendiherra Indlands í Bandaríkjunum. Einn ig hún er trú lífsskoðun Gandhis. Þegar sendiráðið bauð til veizlu í Washington, í tilefni af tveggja ára afmæli sjálfstæðis Indlands, var alls ekki veitt neitt áfengi, heldur aðeins ávaxtadrykkir. Frúin þótti ágætis veitandi. —EINING Mannkyninu hefir fjölgað um 544 milljónir fró 1920 Það er nú um 2378 milljónir New York (UP). — Sam- kvæmt upplýsingum, sem S.Þ. hafa fengið frá öllum löndum, hefir mannkyninu fjölgað um ca. 544 milljónir sjðustu 30 árin. Árið 1920 er talið, að mann- f jöldinn á jörðinni hafi verið um 1834 milljónir, en nú 2378 millj- ónir. Hefir fjölgunin því numið um það bil 1% á ári hverju, þótt ekki hafi fjölgunin alltaf verið jafnör, en haldi mannkyninu á- fram að fjölga með sama hlut- falli á næstunni, má gera ráð fyrir, að þaðyhafi næstum tvö- faldazt á 100 árum. Upplýsing- arnar eru ófullkomnar frá ýms- um löndum, svo að gert er ráð fyrir, að heildartalan hér að framan sé heldur of lág en há. Fjölgunin er örust í Suður- Ameríku, þar sem fer saman há fæðingartala og ört lækkandi dánartala vegna batnandi holl- ustuhátta. Þar er fjölgunin tvö- falt meiri en annars staðar í heiminum, því að þar haldast í hendur há fæðingartala og há dánartala. • Þéttbýli hefir einnig vaxið til muna, því að 1920 voru taldir 14 menn á hverjum ferkílómetra lands, en 18 í fyrra. Mest telst þó þéttbýlið í Japan, en þar eru 223 menn á ..hverjum ferkíló- metra. Asía er mannflesta álfan, því að íbúar hennar eru taldir 1254 milljónir, þá kemur Evrópa með 593 milljónir, Ameríka með 321, Afríka með 198 og Eyjaálfan með 12 milljónir íbúa. Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited. 695 Sargent Ave. Sími 21 804. MARINE MOTORS 1 Simplex 8-Cylinder Marine Motor, 100 h.p. One 6-cylinder converted Marine Motor. For immediate sale. PRITCHARD ENGINEERING COMPANY 259 Fort St. Winnipeg Phone 922 471 KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen« fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir íot eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.