Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ, 1951 Ellefu ár í Sovíet fangabúðum (Lesmál það er hér fer á eftir, er þýðing á samdrœtti úr hók er nefnist ,JZleven Years in Soviet Prison Campseftir Jconu nokkra af þýzkum gyðingaœttum. Heitir hún Elinor IApper. Hún dvaldi i HoUandi og Sviss á œskuárum, en stundaði læknanám í Berlín og á ítalíu. Árið 19S7 fór hún til Rússlands. Frásagan sem hér fylgir, gerir grein fyrir handtöku hennar, og þeirri meðferð, sem hún mœtti í fangabúðum Rússa i Síheríu, og víðar. pessi frásaga, sem birtist í hvnu víðlesna timariti, READERS DIGEST, í júní 1951, er talin einhver átakan- legasta greinargjörð, sem komið hefir fyrir almenningsjónir um meðferð holsevika á raunverulegum og ímynduðum andstæðingum sinum; enda hefir sagan vakið athygli um allan heim. Hér mun um nýstárlegt lesmál að rœða fyrir lesendur Lögbergs. Hefir þvi einn vinur blaðsins snarað þvi á íslenzku). (NIÐURLAG) Sagnaþulurinn. Sagnaþulurinn er eina mann- eskjan í skálanum sem allir elska og virða. Allir vilja fang- arnir fegins hugar gleyma veru- leikanum, en þulurinn hjálpar þeim til þess; þegar hann talar þá birtir í búðinni, og dvölin í skóginum verður ekki eins ein- manaleg og þvingandi. Það er merkilegt að þessir fangar sem verða að þola allar hörmungar og smán sem mönnum hug- kvæmist að þjá samferðamenn sína með, skuli geta tárast út af ímynduðum ástarharmi! Langbezti þulurinn sem ég kynntist í minni löngu fanga- vist, var fyrrverandi skólakenn- ari frá Moskvu, Maria Mikal- ayevna, að nafni. Hún var svo mögur að það var erfitt að skilja hvernig hún gat haldið uppi þeim klunnalega fatnaði sem hún bar hvað þá líkamanum sjálfum. En í þessum veikbyggða líkama, og litla höfðinu snoð- klipta, bjó hlýr og ódrepandi andi. Hún blátt áfram neitaði að viðurkenna veruleika þess anda sem ríkti í fangabúðunum, og lögmálið sem þar gilti um h u n g u r og miskunnarlausa grimd. Ég mun seint gleyma degi ein- um er við María vorum, að vetrarlagi, úti í skógi að safna víðihríslum. Það var að vísu ekki erfitt verk, en þó svo ömur- legt sem hugsast gat. Vissulega er nógur víðir til í Kolyma, en þó eru ekki margar greinar til- tölulega, nógu langar til körfu- gerðar. Þannig gengum við frá einum runna til annars, og leit- uðum að þessum hríslum, unz við höfðum fundið tíu hver, en það var talin hæfileg byrði. Að ganga þannig hægt í gegn um skóginn og slíta upp hríslur í 40 stiga frosti er nóg til að blóð- ið næstum frjósi í æðum; hend- urnar verða svo dofnar að naum- ast er hægt að hreyfa þær, og kuldinn sker eins og eggjárn í hálfnakta fæturna. Við gengum áfram með stuttu millibili, og leituðum að hríslum, og skipt- umst á orðum við og við. En eft- ir því sem mér varð kaldara, varð ég æ fámálugri, og loks þagnaði ég með ÖIlu. Ég kærði mig ekki um neitt í víðri veröld, annað en eld, eld. Stundum hoppaði ég upp og niður í snjón- um, eða hljóp spölkorn til hlið- ar til þess að María heyrði ekki að ég grét einá og barn af kuld- anum. En þessi grátköst stóðu ekki lengi; ég varð að finna minn hluta af hríslunum, þess- um dýrmætu hríslum; ég varð að vera búin að finna tíu bindi áður en ég fengi að fara heim Alt í einu heyrði ég Maríu segja: Manstu eftir kvæðinu hans Turgenevs: „Ó, hvað rósin er frísk og fögur?“ Ég neitaði því. Mér er það ráðgáta hvaðan hún fékk krafta til að fara með kvæðið, en það gerði hún. En ég gleymdi öllu í svipinn, líka því að snjórinn féll ofan úr trjánum niður í hálsmálið á treyjunni minni, — því alt í einu varð snjórinn þakinn blómum, og orð skáldsins slógu um okkur eins konar töfrahring, sem hörmung- ar heimsins fengu ekki brotið. Er hún hafði lokið lestri sínum, tók ég hana í faðm mér. Á með- an við gátum haldið við næm- leika fyrir fegurð og skáldskap í 40 stiga frosti, var okkur óhætt. Aldrei munu mér úr minni líða blómin hans Turgenevs á snjóbreiðunum í Kolyma. Spítalaþ j ónninn. Vel man ég eftir gömlum bónda frá Ukraníu sem var að taka út tíu ára hegningarvist, fyrir stjórnmálaskoðanir sínar; hann var um skeið spítalaþjónn, þá nýstaðinn upp úr þungri legu. Eitt sinn hafði hann átt bújörð sína sjálfur. Nú var hann ávalt mjög dapur í bragði; alt frá því að hann tók að vinna í gullnám- unum sá hann aldrei glaðan dag Aðeins einu sinni sá ég þennan gamla mann utan við sig af hrifningu. Á milli spítalabygginganna var hafraakur sem þurfti að sá í. Ævagamall jarðplógur var not- aður til að róta við jarðvegin- um; reyndar var þetta lélegUr járnfleygur — en plógur samt. Dag nokkurn stóðu margir úr vinnuliði spítalans ráðalausir í kring um lítinn hest sem hafði verið spentur fyrir plóginn. Alt í einu kom gamli spítalaþjónn- inn hlaupandi í hvíta sloppnum sínum. Hann stjakaði ráðleys- ingjunum til hliðar, talaði nokk- ur hvatningarorð til hestsins, og greip um plógskaftið. En tilburðirnir! Hvernig hann hélt um handföngin með aug- sýnilegri og óumræðilegri gleði! Beygður og hrjáður líkami hans varð teinréttur. Þarna gekk hann á eftir plóginum þráð- beinn og hélt höfði hátt, stikaði stórum skrefum. í augum hansi leiftraði slíkur fögnuður að allir við staddir urðu djúpt hrærðir. Menn horfðu þögulir en hrifnir á eftir þessum fangna bónda, þessu barni náttúrunnar, þar sem hann þrammaði á eftir hest- inum utan við sig af fögnuði yfir því að hafa enn einu sinni fengið plóg í hendur. Þegar hann varð að hætta plægingunni, sneri hann aftur þögull og dapurleg- ur heim til búðanna, lífvana og vonlaus maður sem hafði verið hrifsaður frá brjóstum ástmeyj- ar sinnar, — moldinni. Gestirnir frá Ameríku. Aldrei gekk annað eins á, þótt gestir kæmu á stríðsárunum til Kolyma, eins og þegar Harry Wallace bar að garði. Stöðugur orðrómur gekk á milli manna og iljaði hinum hálffrosnu föng- um, að Rússland ætlaði að láta Kolyma af hendi við Bandarík- in, sem þóknun fyrir hjálp þeirra í stríðinu. Jafnvel hinir greindustu á meðal fanganna töldu þetta ekki ólíklegt, en þá var eftir að vita hvort fangarnir yrðu látnir fylgja með, og urðu um það langar umræður. Auð- vitað voru þetta aðeins draum- órar fanganna, og von sem þó vildi ekki víkja úr hugum okkar. En hugmyndin fékk byr undir báða vængi er það fréttist að til stæði að varaforseti Banda- ríkjanna væri væntanlegur í heimsókn. Leynilögreglan (NKVD) leysti verk sitt af hendi með mikilli prýði. Hún gekk svo frá öllu að Mr. Wallace sá ekkert af þess- um frosna kvalastað með öllum sínum hundraða-þúsundum for- dæmdra. í heiðursskyni við Mr. Wallace voru varðturnarnir rifn- ir niður á einni nóttu. Hver ein- asti af mörgum þúsundum fanga í hafnarborginni Maga- dan, stendur í stórri þakkar- skuld við Mr. Wallace. Það var einmitt á meðan á heimsókn hans stóð, að fangarnir fengu þrjá hvíldardaga í röð, en það var líka í fyrsta og síðasta skipt- ið. Á meðan gestirnir voru þarna, var ekki einum einasta fanga leyft að hreyfa sig út úr skálanum. En það var ekki nóg. Enda þótt ferðum Mr. Wallace hefði verið ráðstafað fyrirfram af mik- illi nákvæmni, gat það samt komið fyrir, að hann fyrir ein- hverja vangá, kæmi auga á fang- ana í girðingunum, —- sem ekki hefði orðið mjög skemmtileg sjón. Þess vegna var því ráðstaf- að, samkvæmt skipunum frá hærri stöðum, að föngunum skyldu sýndar hreyfimyndir þrjá daga í röð, frá morgni til kvölds. Engir fanganna tóku sér því göngutúr utan veggja þessa daga. Fangarnir endurguldu Mr. Wallace greiðann á sinn hátt, en hann vissi það líklega ekki. Hvernig gat hanh vitað að leik- ararnir sem skemtu honum eitt kvöldið í Gorki leikhúsinu í Magadan, væru flestir fangar? Hann kyntist aldrei þessum leikurum, því um leið og tjaldið féll, voru þeir allir reknir inn í vörubíl og keyrðir til baka í fangabúðirnar. Það hefði getað komið sér illa, ef einhverjir fanganna skyldu kunna ensku, og fara að segja Mr. Hallace frá því að þeir væri á meðal hundr- að þúsunda saklausra fanga sem væru að taka út tíu ára fangels- isvist í Kolyma. Fráleitt hefir Mr. Wallace vitað að hann lagði óþægilega spurningu fyrir hóp ungra vel klæddra stúlkna, sem voru látn- ar koma fram sem svínahirðar á fyrirmyndarbúgarði, 23 kíló- metra frá Magadan; hann spurði þær meinlausra spurninga um svínaræktina. En þær vissu ekk- ert um þetta starf, enda því al- veg ókunnugar. Þær voru lag- legar skrifstofustúlkur úr bæn- um sem voru látnar leika þetta hlutverk fyrir Mr. Wallace. Þær komu fram í staðinn fyrir hóp af föngum sem í raun og veru voru svínahirðarnir. En túlkur- inn bjargaði málinu með snar- ræði sínu, og alt virtist vera með feldu. Mr. Wallace var einnig mjög hrifinn af að sjá hinn fjölbreytta verzlunarvarnig í búðarglugg- unum í Magadan. Hann gerði sér það ómak að fara inn 1 eina búðina og skoða þessar rúss- nezku vörur. En íbúarnir í Magadan voru jafnvel meira hissa heldur en Mr. Wallace að sjá alt í einu þessar rússnezku vörur í gluggunum, því tvö und- anfarin ár, höfðu allar fáanleg- ar vörur, sem þó voru mjög knappt skamtaðar, verið af ame- rískum uppruna. En lögreglan hafði lagt á sig mikið verk við vörusöfnun úr ýmsum verzlunum langt í burtu, og jafnvel fengið birgðir ein- stakra manna að láni, til að geta skapað ákveðna mynd í huga Mr. Wallace. Einn af íbúum bæjarins, snjall náungi, brá sér inn í búðina um leið og Mr. Wallace fór þangað inn, og keypti þar sælgæti sem ekki hafði sézt langa lengi á frjáls- um markaði. Annar kom inn og vildi fylgja dæmi hans, en þá var hinn tigni gestur að fara út, og manninum var tilkynt mjög stuttaralega, að þessi vara væri ekki til sölu. Svo fór Mr. Wallace heim til sín, og samdi og lét prenta hina glæsilegu lýsingu sína um Asíu- löndin rússnesku. Þá voru varð- turnarnir endurreistir, fangarn- ir hófu aftur vinnu sína, og í búðargluggunum sást nú ekkert annað en rykfallnir eldspýtu- stokkar. í bók sinni Soviel Asia Mis- sion, talar Mr. Wallace með mik- illi aðdáun um hinn hraða vöxt Magadan; en hann segir ekki frá því, veit það líklega ekki, að þessi borg var bygð eingöngu með þrældómsvinnu ófrjálsra manna, og það undir hinum ömurlegustu vinnuskilyrðum. Hann dáist einnig að þjóðvegin- um sem liggur um 350 mílur norður um fjöllin frá hafnar- bænum; en hann segir ekki frá því, eða veit það ekki, að þús- undir fanga gáfu lífi sitt í bygg- ingu þessa vegar. Mr. Wallace segir einnig frá því að leynilögreglu foringinn Ivan Nikishov hafi „brugðið á leik, af ánægju yfir hinu tæra lofti“. Það er slæmt að Mr. Wal- ace sá hann aldrei „bregða á leik“ í drykkjuæði sínu í fanga- búðunum, þar sem hann úthelti blóti og svívirðingum yfir ör- þreytta og sárhungraða fanga, sem hann lét svo loka inni í myrkraklefum án allra saka. Ivan Nikishov var ískaldur og miskunnarlaus. Með grimd sinni og ofsa tókst honum að gera meira en að uppfylla áætlunina í gullnámunum, og með sömu aðferð ávann hann sér heiðurs- merki og fé. Árið 1942, þá 50 ára, sagði hann skilið við konu sína, sem var talin menntuð, og tók sér fyrir konu 29 ára gamla kommúnistastúlku, Girdissova að nafni, óheflaða og ágjarna drós; um hana get ég vel borið vitni, því henni hafði áður verið fengin umsjón í kvennadeild fangelsisins. Mr. Wallace hefir hina hugð- næmustu sögu að segja um Gridissovu. Hann talar um hæfi- leika hennar, móðurlega um- hyggju, og nostursemi í smá- munum. Alla þessa eiginleika fann hann í persó'nu frú Nikis- hov; en hann kyntist henni fyrst x Magadan, a „frábærri sýningu á málverkum í útsaumi, ‘eftir- líkingum af frægum rússnesk- um landlagsmyndum. Þessar landlagsmyndir höfðu nokkrar konur þar búið til, er þær komu saman á köldum vetrarkvöldum til að kynna sér og iðka útsaum, en það er list sem rússnezkt bændafólk hefir lengi lagt fyrir sig með frábærum árangri . . . .“ Nikishov gaf Mr. Wallace tvær af þessum myndum. „Hver saumaði þær?“ spurði Mr. Wal- ace. Nikishov svaraði á þá leið, að sér væri ómögulegt að þekkja allar saumakonur í fjörutíu þús- und manna borg. Seinna fékk Mr. Wallace upplýsingar frá sýningarstjóranum um „hver þessi saumakona væri. Hún er ein af listakennurunum, konan hans Ivans . . .“ Sannleikurinn er sá að Grdis- sova var engin listakennari, og kunni ekki með nál að fara. „Þessi hópur heimakvenna", voru kvenfangar, flestar fyrrver- andi nunnur, sem voru látnar sauma fyrir konur háttsettra em- bættismanna, eins og Nikishov. Öll þessi heimskulega frásaga fellur reyndar mæta vel inn í ramma af þeirri mynd sem Mr. Wallace dregur af Nikishov og konu hans, þessum sálarlausu fúlmennum sem létu sig líðan mörg þúsund manna og kvenna, og líf, sem þau höfðu í hendi sinni, álíka miklu skifta og fisk- inn ljúffenga sem þau báru á borð fyrir Mr. Wallace. Einn af samfylgdarmönnum Mr. Wallace var Dr. Owen Latti- more fulltrúi upplýsinga skrif- s t o f u hermálaráðuneytisins. Hann hafði alveg einstakt tæki- færi. Enginn útlendur fræði- maður hafði áður stigið fæti inn í þessa paradís rússnezku leyni- lögreglunnar, né heldur síðar, en eftir heimkomuna hafði Dr. Lattimore tækifæri til að láta prenta hvað sem hann vildi um Soviet ríkin, án ritskoðunar. Þvert á móti því sem tíðkast um rússneska vísindamenn, þurfti hann ekki að óttast að hann mundi týna frelsi sínu, þó hann segði hreinskilningslega frá. Tímaritsgrein, „Nýji vegurinn til Asíu“ (New Road to Asia) birtist undir nafni Dr. Latti- more, í National Geographic Magazine (í des. 1944) nokkrum mánuðum eftir að hann kom heim. Þar segir hann: „Undir keisarastjórninni (í Rússlandi) voru pólitískar ofsóknir oft svo magnaðar, að jafnvel hinir hæ- verskustu meðal frjálslyndra manna voru sendir langar leið- ir í útlegð. Fyrir þessar sakir voru háskólakennarar, læknar, vísindamenn, og fræðimenn alls- konar á meðal hinna fyrstu út- laga í Síberíu“. Ef að Dr. Lattimore hafði á annað borð áhuga fyrir pólitísk- um ofsóknum, er það undarlegt að hann skyldi ekki heimsækja einhverjar af mörg hundruð fangabúðum í Kolyma, þar sem „frumherjarnir í Síberíu“ eru að svelta til dauða. Hvers vegna spurði hann ekki „fræðimenn allskonar“ hvers vegna þeir eru líkamlega og andlega kúgaðir í gullnámunum í Kolyma? Hvergi á yfirbörði jarðar mun vera til annað eins land og Kolyma þar sem allir íbúarnir eru fórnar- lömb stjórnarfarslegs ofstækis. „Líklega hefir aldrei verið eins vel skipulagt frumherjastarf, eins og það sem rekið hefir verið af Soviet ríkjunum, í nyrsta hluta landsins“. Þetta er hárrétt. Hver stjórn, önnur en stjórn Soviet, mundi senda hundraða- þúsundir borgara sinna til ó- numinna landa í þrælkunar- vinnu? „Úr loftinu gátum við séð að námugöng höfðu verið grafin með ákveðnu millibili þvert yfir landið“. Það er undarlegt að Dr. Lattimore skyldi ekki sjá um leið, hinar háu girðingar í kring um fangabúðirnar í námunda við námugöngin. „Magadan er einnig hluti af merkilegu fyrirtæki, sem nefn- ist „Dalstroi“ sem að vissu leyti er sambærilegt við Hudson flóa félagið“. En Hudson flóa félag- inu er ekki stjórnað af lögreglu- liði, né lætur skjóta vinnufólk- ið, þó það vilji ekki vinna. Mr. Nikishov, forstjóri Dal- stroi félagsins hafði nýlega ver- ið sæmdur mjög veglegu heið- ursmerki, (The Order of Hero of the Soviet Union), fyrir frá- bæra frammistöðu. Bæði hann og kona hans eru vel mentuð, hafa næman skilning á listum og söng, og viðkvæma ábyrgðar- kend gagnvart samborgurum sínum“. Hvað skyldi Dr. Latti- more hugsa um þann mann, sem eftir að hafa heimsótt fanga- búðir nazista í Dachau, og Auschwitz, hefði aðeins látið þess getið að SS yfirfangavörð- urinn þar hhfi haft „næman skilning á listum og söng?“ Hver mundi vilja taka á sig ábyrgðina af slíkum orðum, ef sá tími skyldi koma að fanga- búðirnar 1 Kolyma, yrðu opnað- ar fyrir alheimi, á sama hátt og fangabúðirnar í Dachau og Auschwitz? Skyldi nokkur end- urtaka slík ummæli þegar frosn- ir haugar framliðinna, huldir snjó, eru grafnir upp til að sanna hvað Soviet ríkin eru í sjálfu sér? „F ramlengingin". Um víða veröld telja fangar árin, mánuðina, vikurnar, og loks dagana þangað til þeir verða látnir lausir. Ég hafði not- að eldspýtur, og látið eina eld- spýtu tákna hvern mánuð fanga vistarinnar. Fimm ár eru 60 mánuðir, 60 eldspýtur. í lok hvers mánaðar tók ég eina eld- spýtu úr stokknum. Svo var það dag nokkurn um sumarið 1942 að ég fleygði síðustu eldspýt- unni. En ekkert skeði. Glamrið í járnstönginni kall- aði á okkur til að fara á fætur eins og fyrr, verðirnir formæltu eins og áður, og verkstjórarnir öskruðu í allavega* tóntegund- um: „Davai, Davai! Bystrey, Bystrey!“ (Haldið áfram, Flýtið ykkur!) Við bisuðum kófsveitt- ar undir byrðum okkar af trjá- við, eða pokum með múrsteini; kepptumst um að ná í vindlinga- enda sem fjórar aðrar höfðu reykt á undan okkur, stóðum hríðskjálfandi við skáladyrnar unz okkur var loks hleypt inn; vorum taldar og margtaldar; störðum gráðugum augum ofan í galtóma súpuskálina eins og við byggjuinst við að kraftaverk mundi ske og hún fyllast á ný, þangað til einhver gaf okkur ó- þyrmilegt olnbogaskot og rak okkur af bekknum til þess sjálf að geta satt að nokkru hungur sitt, og við skriðum upp á svefn- pallinn til veggjalúsanna. Hálfu öðru ári eftir að ég hafði fleygt sextugustu eldspýt- unni úr stokknutn, rétti yfirmað-' ur varðanna mér pappírsmiða eitt kvöldið, og sagði mér að skrifa undir. Þetta hljóðaði svo: „Fanginn, Elinor L i p p e r , dæmd til fimm ára betrunarhúss vistar við erfiðisvinnu hefir tek- ið út hegningu sína. En henni verður samt haldið í fangabúð- unum unz stríðinu er lokið. Henni hefir verið tilkynt þessi ákvörðun“. Dagar, vikur, mánuðir, ár, liðu, vonin hvarf og lífið fjar- aði út. „Hraðar nú! Flýttu þér!“ Þreyta, hungur, kuldi. Ó, að mega hvíla í hreinu rúmi, að mega vera ein eina dagstund, að mega vera einn dag í friði án þess að heyra ískrið í járnstöng- inni. Hvaða lykt er annars af epli? Skyldu járnbrautir enn vera í gangi, einhversstaðar í heiminum? Svo kom maímánuður 1945 — sigurinn — með samkomum og ræðuhöldum. Fangarnir um- vöfðu hverir aðra, augu þeirra voru full af fagnaðartárum, og — von. En ekkert skeði. Sigurárið — 1945 — leið og hvarf; sömuleiðis næsta ár. Það var tíunda fangelsisárið mitt. Gamlir fangar dóu, og aftur og aftur komu nýir fangar í land úr iðrum skipanna. Einum kven- fanga meira eða minna! Hver kærir sig um smámuni! Framhald á bls 7 help yourself TO BETTER \mU UNE SERVjCE hliðrið til er á liggur v 'tt til ef nágranna yðar ligg Hliðnð skjott til e B ð ef tll viS hann’ Ifyt rSur á a5 nota si»a. það er mikilvægt . . rffinnaréttamuneriSísintasitrannr. Tilgátur gagna ekki. ...að tala skýrt i heyrnarto'r^ vera fáyrtur, forðast íong mjög áríðandi ^sveitaWar.semnoti^a^nna. MT3-5X

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.