Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ, 1951 3 Hvíldu þig — hvíld er góð Það er mesta vitleysa að of- þreyta sig, segja læknar. Menn verða að stilla áreynslu í hóf. Það á að vera jafnvægi milli áreynslu, hvíldar og upplyft- ingar. Kappsamir menn halda að það sé um að gera að vinna sem lengst og hamast sem mest. Það er ekkert á móti því að vinna vel, síður en svo. En menn verða að gæta þess að þeim eru tak- mörk sett og þeir þurfa hvíld til þess að geta unnið vel. Hvíld er höfuðskilyrði þess að menn vinni af kappi og áhuga. Margir menn verða leiðir á vinnu sinni. En það er vegna þess að hún þreytir þá um of. Þeir missa áhugann. En þetta getur lagast á tiltölulega auð- veldan hátt. Margar stærstu verksmiðjur heimsins eru nú farnar að gefa þessu gaum og hafa gát á því að verkamenn- irnir fái næga hvíld. Reynslan í stríðinu kendi þeim þetta. Þá var um að gera að afköstin yrðu sem mest. Og þau urðu mest þar sem þess var gætt, að ófbjóða mönnum aldrei. Þreyta er nokkurs konar sjúk- dómur. Og það getur verið bæði um líkamlega og andlega þreytu að ræða. Orsakir til he'nnar eru margs konar, svo sem einhæfni í vinnubrögðum, áhyggjur, ó- nógt fæði, svefnleysi, ofnautn áfengis eða tóbaks. Og enn fleira mætti telja, t. d. leiðinlegan heimilisbrag og þras. Hin líkamlega þreyta er miklu auðveldari viðfangs. Hún lækn- ast oftast með hvíld, hæfilegu mataræði og upplyftingu. And- lega þreytan er aftur miklu verri viðfangs. En hún er mjög algeng nú á dögum. Hún veldur leiðindum, áhugaleysi og úr- ræðaleysi. Sumir sálfræðingar segja að andleg þreyta sé nú orð- in algengari heldur en venjulegt kvef. Bezta ráðið er að fyrirbyggja þreytuna. Menn eiga að hvílast áður en þeir verða þreyttir. Og þeir munu vinna betur og af- kasta meiru með því móti. Til sannindamerkis um það er sögð þessi saga: Það var í hinum miklu stál- verksmiðjum Bethlehems Steel Works að verkfræðingur, sem Frederick W. Taylor heitir, veitti því athygli að menn, sem báru gaddavírskefli allan dag- inn voru uppgefnir áður en kvöld var komið. Afköst manna voru þá að meðaltali á dag ,að þeir báru 12V& smálest af gadda- vír. Taylor leist ekki á þessi vinnubrögð. Hann valdi úr einn manninn, sem Schmidt hét, og skipaði honum að *vinna eftir sinni fyrirsögn. „Taktu nú gadda vírskefli og farðu með það“, sagði Taylor. „Sestu nú niður og hvíldu þig“. Þ a n n i g vann Schmidt allan daginn. Hann hvíldi sig eftir hvern burð. Og þótt hvíldirnar væru stuttar þá voru þær svo margar, að hann þreyttist aldrei. Og hver varð svo árangurinn? Hann bar 47x/2 smálest af gaddavír fyrsta dag- inn, eða nær þrisvar sinnum meira en hinir. Taylor hefir get- ið þessa í bók, sem hann hefir ritað og heitir „Principles of Scientific Management“. Þar segir hann og frá því, að Schmidt hafi síðan unnið þannig og alt- af afkastað jafn miklu þau þrjú ár, sem hann var við Bethlehem verksmiðjurnar. Af þessu hafa menn lært, að sá vinnur bezt, sem aldrei of- þreytir sig. Hann gengur ánægð- ur að starfi sínu, vinnur af á- huga og afkastar því meira en aðrir. Þetta á jafnt við um erfið- ismenn, verksmiðjufólk, skrif- stofufólk og verzlunarfólk. En það er list að kunna að hvíla sig og fyrirbyggja að mað- ur verði þreyttur. Menn verða að hafa nokkra þekkingu á því hvernig þeir geta hvílt vöðvana °g hvaða vöðva þeir eiga að hvíla. Dr. Edmund Jacobson, sem er sérfræðingur á þessu sviði, segir að menn eigi að strengja vöðvana áður en þeir hvíla þá. En um leið og þeir eru hvíldir, á að hvíla þá rækilega, draga frá þeim alla orku og láta þá vera máttlausa. Dr. David Harold Fink hefir ritað bækur um þessi efni, og hann kennir mönnum ráð til þess að hvílast á réttan hátt, og hefir hann þá í huga bæði andlega og líkamlega þreytu. Hann segir: — Legðu þig upp í rúm þar sem þú hefir næði og láttu kodda undir knén, undir olnbogana og undir hálsinn, svo að höfuðið sé fyrir ofan. Byrjaðu svo á því að hvíla kjálkavöðvana. Láttu kjálkana síga svo að vöðvarnir séu alveg máttlausir. Lokaðu svo augunum. Þú mátt ekki depla þeim, heldur eiga þau að vera lokuð. Talaðu svo við hand- leggina á þér. Já, ég á við það sem ég segi, talaðu við hand- leggina á þér. Þú þarft ekki að gera það upphátt, en sendu þeim hugskipun í hvert skipti, sem þú andar, um það að hvílast, hvílast og hvílast betur. Og þeg- ar handleggirnir eru hvíldir, þá skaltu fara eins með fæturna. Síðan skaltu hvíla hálsvöðvana og andlitsvöðvana. Eftir því sem fleiri vöðvar hvílast, eftir því mun andardráttur þinn, verða hægari sjálfkrafa. Gættu þess að anda rækilega frá þér. Það er alltaf loft í lungunum þótt þér finnist annað. Þá færist yfir þig ró og þú nærð betra valdi á vöðvunum með því að senda þeim hugskeyti. Þér finst þetta ef til vill erfitt fyrst í stað. En mundu eftir því að þetta hef- urðu gert ótel'jandi sinnum áð- ur, aðeins á annan hátt. í stað- inn fyrir að skipa vöðvunum að starfa, eins og þú hefir áður gert, skiparðu þeim nú að hvíla sig. Og þú munt fljótt verða var við breytingu. Vöðvarnir verða stæltari á eftir og þér líður bet- ur, bæði líkamlega og andlega. En mundu eftir því að þú verð- ur að gera þetta iðulega, því að- eins næst góður árangur. Með þessu tekst þér ekki aðeins að hvíla þig, heldur losna við ýms- ar venjur, sem eru orðnar að ástríðu hjá þér, eins og til dæmis að grípa ósjálfrátt til sígarettu, telja þér sjálfum trú um að þú getir ekki þetta og þetta o. s. frv. Láttu ekki sitja við það að hvíla þig uppi í rúmi. Gríptu hverja stund á daginn, sem gefst, til þess að hvíla einhverja vöðva og komdu inn hjá sjálfum þér þeirri tilfinningu á þann hátt, að þú sért altaf hvíldur og til í alt. Þér mun vaxa ótrúlega sjálfstraust og kappsemi. Og jafnframt eykst vellíðan þín, andlega og líkamlega. Stanley Caldwell segir í grein í „Canadian Bulletin“: — Með því að hvíla sig áður en menn þreytast, afkasta þeir meira og þola að leggja á sig þyngra erfiði, án þess að hljóta ilt af. Hafi menn stuttan svefn- tíma, er nauðsynlegt að smá- hvíla sig. Með því móti þurfa menn minni svefn .Það er of dýrt að fórna heilsunni fyrir ofur- kapp. Menn mega aldrei of- þreyta sig, hvorki á sál né lík- ama. Og minnumst þess líka, að góður hugur styrkir heilsuna, og eins þetta fernt: músik, list, ást og trú. Þetta gefur lífinu gildi og fegurð og stuðlar að heilbrigði. Aftur á móti er leti og iðju- leysi til niðurdreps. Letin er sjúkdómur, en það má vinna bug á henni með því að hvílast á réttan hátt. — Lesbók Mbl. Skoti nokkur, sem var alltaf eins og ræfill til fara af því að hann tímdi ekki að kaupa sér föt, var vanur að segja, að sér væri alveg sama hvernig hann væri til fara þegar hann væri í London, því „að þar þekkti hann enginn“. Og ekki sagðist hann þurfa að halda sér til, þegar hann væri heima í Skotlandi, því „að þar þekktu hann allir“. ☆ — Þegar við erum gift, skul- um við aldrei brúka munn. — Jú, þegar við kyssumst. TWO FOR THE PRICE OF ONE New Briiish Sidecar-Cum-Perambulaior The combination sidecar-perambulator pictured here aroused considerable interest when it was shown for the first time at the recent British Industries Fair, held jointly at Earl’s Court and Olympia, in London, and at the Castle Bromwich, near Birmingham. The “Pramcar”, as the vehicle is called, can be converted from perambulator to sidecar in a few seconds. Two retractable tubes connect the pram to a specially designed plate on the cycle. The plate can be fitted to any type of cycle, and by pulling the pram handle over from bac to front three of the four wheels are retracted leaving only one wheel on the ground. The “Pramcar” is fitted with hood and windscreen, offering baby compíete protection, and the makers claim that the combination is less prone to skidding than a solo bicycle. Business and Professional Cards PHONE 724 944 \ Dr. S. J. Jóhannesson SÚITE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET ** Selkirk, Man. Ofíice Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Oíjice 26 — Res. 230 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Wlnnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMA TES V D L’ L' J. M. INCIMUNDSOH Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Talsimi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, cyrna, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðmgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasfmi 403 794 Dr. Stefáni Einarssyni haldið heiðurssamsæti í Reykjavík á afmælisdegi hans 9. júní (Sent Lögbergi með flugpósti til birtingar) Austfirðingafélagið í Reykja- vík efndi til heiðurssamsætis fyrir Dr. Stefán' Einarsson á af- mælisdegi hans 9. júní, en hann er nýlega kominn heim að vest- an og mun dvelja sumarlangt við vísindastörf hér í háskólan- um. — Ayik Austfirðinga sátu nokkr- ir vinir Dr. Stefáns hófið, gaml- ir skólabræður o. fl. Sigurður Baldvinsson póst- meistari, heiðursfélagi Austfirð- ingafélagsins, stjórnaði samsæt- inu. Bauð hann afmælisbarnið og heiðursgestinn velkominn til landsilns og í hóp vina, frænda og sveitunga. Taldi hann að heimkoma Vestur-íslendings vekti jafnan fögnuð í hjörtum heima-íslend- inga, líkt því sem fundið væri aftur tapað, hjartfólgið dýr- mæti, enda þótt þeim væri ljóst, að fjöldi íslendinga, sem vestur hefðu farið, ættu sjálfir, og all- ur íslenzkur kynstofn, því að þakka, hve langt og hátt margir hefðu náð á mentunar- og frama- braut einmitt þess vegna, en ella að líkindum beðið lægra hlut í baráttunni við erfiðleik- ana heima á ættjörð sinni. Vestur-íslendingar hefðu yfir- leitt orðið sínu gamla föðurlandi til sóma og margir varpað frægðarljóma á nafn þess og menningu, sem á margan hátt hefði orðið heimaþjóðinni til styrktar og blessunar. Rakti hann loks í aðaldráttum hinn glæsilega mentunarferil Dr. Stefáns og gat að nokkru hinna margvíslegu ritstarfa hans og vísindastarfsemi. — Benedikt rithöfundur Gísla- son frá Hofteigi flutti því næst aðalræðu kvöldsins fyrir minni heiðursgestsins. Lagði hann á einkar listrænan og skáldlegan hátt út af þjóðsögunni af Skess- unni á Kolfreyjustað. Var ræðu hans mjög fagnað. Séra Jakob Jónsson sagði mjög hlýlega og skemtilega frá æskukynnum þeirra Dr. Stefáns í heimahögum. Gat fyrstu gist- ingar sinnar á Höskuldsstöðum í Breiðdal, fæðingarbæ Stefáns, og mintist foreldra hans með virðingu og brá skýru ljósi yfir æskuheimili Dr. Stefáns. Jafn- framt mintist hann kynna þeirra vestan hafs og konu heiðurs- gestsins, sem saknað væri að ekki sæti að veizlu þessari. Var undir þetta tekið með samhug. Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari sagði á skemmtilegan og táknrænan hátt frá skaphöfn stúlkunnar í Biskupstungum sem forðum kom í veg fyrir að Gullfoss yrði seldur útlending- um og nú væri 84 ára að aldri, fullern á líkama og sál og enn hin sama ímynd ram-íslenzkrar skapfestu. Minntist og fornra kynna af afmælisbarninu og æskuheimili hans. Þá kvað hann við mikla raust gamal-íslenzkar kvæða-„stemmur“ og var ræðu hans og kvæðasöng tekið með miklum fögnuði. — Þá flutti Dr. Þorkell Jóhannes- son mjög virðulega og vinsam- lega ræðu í garð heiðursgests- ins. — Á milli ræðuhalda voru sung- in þjóðlög og ættjarðarsöngvar, m. a. lög eftir austfirzk tónskáld s. s. Inga T. Lárusson og Þórar- inn Jónsson, sem viðstaddur var sem þátttakandi í samsætinu. Að lokum tók heiðursgestur- inn til máls og þakkaði vinsemd þá og virðingu er honum væri sýnd af vinum og frændum. Ræðan var stutt og skemmtileg og flutt af fyllstu hógværð hins sanna mentamanns. Að lokum gat hann þess, að sama dag og hann sá fyrst ljós þessa heims á Höskuldsstöðum, og jafnvel á sömu stund, hefði annar Aust- firðingur og Vestur-íslendingur engu ómerkari komið í heiminn að Svínaskála-Stekk í Reyðar- firði, sem sé Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N. Dak. Vakti ræða Dr. Stefáns og ekki síst þessar upplýsingar mikinn fögnuð veizlugesta. Var lagt til að Dr. Beck yrði sent heillaóska- skeyti frá samkvæminu og heið- ursgestinum og var það fram- kvænmt þegar. Að aflíðandi míðnætti sleit veizlustjóri samsætinu með stuttri ræðu. — Höfðu allir not- ið kvöldsins með gleði og þótti stundin fljótt liðin enda þótt drykkjarföng væru einungis mjólk og kaffi.|pkildust menn með hlýjum handtökum og vin- áttu. — CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 mm HAGB0R6 rUIL PHOME SISSI Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 pjn. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospltal Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOUCITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka flt með reyknum.—Skrlfið, simið ttl KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED \ Tannlæknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON 447 Portage Ave. Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Pish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUl be appreclated Minnist í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciion Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commtrcc Chambers Winnipeg, Man. Phone fBSSfl JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Res. 403183 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BEK, Sími 925 227 Viðsladdur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.