Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.06.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNl, 1951 lögtetg GeflB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: BEITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 304 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Eögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Gott sambýli Það er ekki einungis holt og heillandi, að njóta bróðurlegs sambýlis í þessu fagra landi, heldur er ein- ing sú, er hér ríkir, eitt af kraftaverkum mannkynssög- unnar; hér er um fjölda þjóðerna með harla mismun- andi lífsviðhorf að ræða, er renna saman í heild, þegar velferð alþjóðar á í hlut. Canadíska þjóðin hefir tekið að erfðum fangvítt land, sem enn er eigi nema að litlu leyti bygt; land, sem er svo auðugt að náttúrufríðindum, að hundrað miljónum íbúa ætti að geta liðið þar drjúgum betur en þeim fjórtán miljónum, sem nú dvelja innan takmarka þess,; fjöll, eyðimerkur og höf skipta landinu á marga vegu, en þó dregur það ekki úr þeirri staðreynd, að þjóðin sé óskipt og ein; ailir, eða nálega allir, hafa það á vitund, að hér sé í sköpun máttug þjóð, er eigi styrk sinn góðu sambýli að þakka. Voldugustu þjóðræknis- og menningarlegu öflin, sem hér eru að verki, eru vitaskuld þau brezku og frönsku, þó ólík séu um margt; «n svo hafa þau lengi fagurlega unnið saman að sameiginlegu markmiði, svip og persónuleik hinnar canadísku þjóðar, að til sjald- gæfrar fyrirmyndar má teljast; hin þjóðabrotin, þó um- fangsminni séu að höfðatölu, hafa heldur ekki látið sinn hlut eftir liggja varðandi gott sambýli og glæsilega þjóðeining; hér greinir menn lítt á um það, að persónu- frelsið sé einstaklingsins dýrustu auðæfi, er þroska beri og varðveita frá kyni til kyns; og fyrri helmingur yfir- standandi aldar, þótt blóði drifinn hafi að vísu verið vegna rangsleitni og yfirgangs utanaðkomandi ógnar- afla, hefir blessað þjóðina heima fyrir með eining og innbyrðisfriði. Ef vel á að vera um framtíð þjóðar, þurfa umburð- arlyndi og víðsýni að fallast í faðma; og að þessi tvenn menningarlegu sérkenni séu með góðu lífi hér í landi, má ljóslega marka af því, hve þjóðernislegs misréttis gætir svo að segja hvergi að neinu; gagnkvæm virðing fyrir menningarlegum verðmætum hvers þjóðarbrots um sig, eykur á fegurð þjóðsálarinnar og skapar hið yndislegasta sambýli, þar sem öllum veitist jafn að- gangur að lindum þroskans. í lýðfrjálsu lapdi skapast þjóðeiningin af sameigin- legum þörfum og þrám, er finna fullnægju í virðulegu samstarfi; í einræðisríkjum verða allir að lúta hnefan- um, eða láta lífið að öðrum kosti, því ekki er nú mann- frelsið meira en það; en þó eru menn til svo blindaðir, að þeir telja þesskonar kúgunáreiningu hina sönnu fyrirmynd. Mikilsvarðandi aukakosning Eins og þegar er vitað fara fram femar aukakosn- ingar til sambandsþings á mánudaginn þann 25. yfir- standandi mánaðar, og verður ein þeirra í Queenskjör- dæmi í Prince Edward Island, önnur í Waterloo South í Ontario, hin þriðja í Brandon kjördæmi og sú fjórða í Winnipeg kjördæminu hinu syðra; í tveimur hinna fyrstnefndu kjördæma koma íslendingar eigi við sögu, áhrifa þeirra gætir lítið í Brandon þótt nokkuð slangur sér þar af íslenzkum atkvæðum; um hið síðastnefnda kjördæmi gegnir öðru máli; þar ráða ísléndingar yfir allmiklu atkvæðamagni, svo að verulega munar um leggist þeir á eitt, sem vænta má að þeir að þessu sinni einhuga geri. Winnipeg kjördæmið hið syðra átti í síðastliðin sextán ár á að skipa hæfum og ágætum þingmanni, þar sem Ralph Maybank átti í hlut; jafnoka hans er engan veginn auðvelt að finna; þó munu lítt skiptar skoðanir um það, að frambjóðandinn af hálfu Liberala, Mr. Norman Wright, sem nú leitar kosningar í kjördæminu, myndi reynast nýtur þingfulltrúi vegna skyldurækni og góðrar háttvísi; hann tók þátt í síðustu heimsstyrjöld, stundaði eftir það nám við Manitobaháskóla, útskrif- aðist þaðan með ágætum vitnisburði, og hefir nú um. nokkur undanfarin ár gefið sig við skólakenslu í þess- ari borg. Mr. Wright hefir jafnan haft ríkan áhuga á stjórnmálum, og sór ungur hinni frjálslyndu stjórnmála- stefnu fylgi; þeirri stefnu, sem réttilega hefir nefnd verið jafnvægis- og þjóðeiningarstefna í stjórnmálalífi hinnar ungu, canadísku þjóðar. Verði Mr. Wright kosinn á þing, sem líklegt má telja, fylgir hann vitaskuld núverandi sambandsstjórn að málum, sem er um margt hæfasta og áhrifamesta stjórnin, er þjóðin um langt skeið hefir búið við, að fyrir- rennurum hennar ólöstuðum. Varðandi lífeyri aldraðs fólks, hefir í flestum til- fellum ríkt hinn ömurlegasti glundroði, hvor höndin kent annari um, og viðunanlegur árangur þar af leið- andi ekki náðst; úr þessu hefir sambandsstjórn nú með skjótum hætti að miklu bætt, með því að hrinda í fram- kvæmd löggjöf um 40 dollara lífeyri á mánuði án eigna- könnunar ölium þegnum landsins er náð hafa sjötugs- aldri til handa, og greiðslum þar, sem þörf þykir, til manna og kvenna á aldrinum milli 65 og 70, að undan- farinni eignakönnun; Þetta er mikil bót frá því, sem áður var, og þó að upphæð lífeyrisins sé eigi fullnægj- andi, má ávalt gera tilraunir til hækkunar, en með þess- ari nýju löggjöf hefir vandamál þetta komist á traustari grundvöll, en nokkru sinni fyr, og má það þakka góðri stjórnarforustu. Frekori fréttir of kenslustólsmólinu Eins og bent var á í íslenzku blöðunum í vikunni, sem leið, þá hefir dálítil breyting verið gerð í sambandi við fjársöfnun- ina fyrir kenslustólinn í íslenzk- um fræðum við háskóla Mani- tobafylkis. Að vísu er það eigin- lega ekki breyting því fyrir- komulagið helzt en'n við þúsund dollara stofnenda hugmyndina eins og hún var frá byrjun. Stofnendur skiptast í fjóra flokka: einstaklinga, félaga- stofnendur, ætt-stofnendur og hóp-stofnendur. Hér eftir verð- ur meiri áherzla lögð á hóp- stofnendur en verið hefir og er það mikið fagnaðarefni fyrir framkvæmdarnefndina og alla sem með henni hafa staríað að frétta, að nú þegar hefir fólk hafist handa í sumum íslenzku bygðunum og byrjað á starfi. Af því íslenzku bygðirnar eru svo margar og dreifðar og æski- legt væri að ná til sem flestra einstaklinga, þá áleit fram- kvæmdarnefndin að nauðsynlegt væri að skipa sérstaka frétta- og upplýsinganefnd, sem tæki að sér að safna upplýsingum um kenslustólsmálið og birta þær í vikublöðunum og The Icelandic Canadian, og einnig að gefa upp- lýsingar ef þess er æskt. í þess- ari fréttanefnd eru ritstjórarnir fjórir: Einar P. Jónsson, Stefán Einarsson, Hólmfríður Daníel- son og Inigbjörg Jónsson, og svo Dr. Lárus A. Sigurðsson og W. J. Lindal dómari, sem er foiý maður nefndarinnar. Að sjálfsögðu heldur aðal framkvæmdarnefndin á f r a m starfi, sérstaklega í því að að- stoða nefndir, sem stofnaðar verða í bæjum og út um sveitir. Þess skal getið að hver bygð eða bær ræður algjörlega hvern- ig fjársöfnuninni skuli hagað og íslendingar reyna síldveiðar við Jan Mayen Vélbáturinn „Faxaborg" fylgir norska flolanum í sumar norður yfir „kalda álinn". Það er nú afráðið að Islend- ingar reyni í sumar síldveið- ar á norðlægum slóðum, þar sem norski flotinn býst til veiða í sumar. Hefir síldar- rannsóknarnefnd tekið á leigu vélbátinn Faxaborg til að vera við síldveiðar norð- ur í hafi og mun ætlunin að fylgja norska veiðiflotanum. Fundu „köldu kvíslina" í fyrra. Norskir fiskivísindamenn, sem voru hér á rannsóknarskipi í fylgd með norska síldveiðiflot- anum í fyrrasumar, komust að þeirri niðurstöðu í lok vertíðar- innar, að síldarleysið við Norð- urland stafi aðallega af því, að köld kvísl sé fyrir norðan land og fari síldin ekki suður fyrir þessa kvísl á sínar venjulegu slóðir. Þess vegna búast norsku síld- veiðiskipin til veiða í sumar fyr- ir norðan þessa köldu kvísl og ætla sér að stunda veiðarnar allt norður undir Jan Mayen. íslenzkt veiðiskip á nýju síldarmiðin. Skip það, sem síldarrannsókn- arnefnd ætlar nú að senda á þessar veiðistöðvar er vélbátur- inn Faxaborg, rösklega 100 lesta Svíþjóðarbátur. Er ætlunin, að báturinn veiði síldina í reknet og verði aflinn saltaður. Hafði skipið meðferðis um fimm hundruð síldartunnur undir aflann. í ferðinni verður fiskifræðing- ur, og mun þessi för gerð til að afla íslenzkum aðilum nokkrar þekkingar á veiðum og síldar- göngum á þessum nýju síld- veiðislóðum. Getur vel svo farið, að í framtíðinni verði þarna um þýðingarmiklar veiðistöðvar að ræða fyrir íslenzka síldveiði- flotann. —TIMINN, 7. júní undir hvaða nafni stofnenda- flokkurinn verður skrásettur. Hann má vera í nafni bygðar- innar, þjóðræknisdeildar, kirkju safnaðar, lestrarfélags, eða í nafni skálds, frumbýlings hetju eða annara, sem hafa verið ís- lenzka þjóðbrotinu til sóma. Fyrstu fréttirnar eru sannar- lega góð tíðindi og hughreyst- andi fyrir alla sem unna kenn- arastóls hugmyndinni eða eigin- lega fyrir alla, sem unna því sem íslenzkt er og reynist varn- arvirki fyrir íslenzka menningu hér vestra. í Lundar-bygð var stofnsett fjársöfnunarnefnd fyrir nokkru síðan og er hún korain vel á veg að safna fyrsta þúsundinu. Nefndin er undir umsjón þjóð- ræknisfélagsdeildarinnar á Lund ar og skipa nefndina þessir menn: Daníel J. Lindal, formaður Kári Byron Séra J. 'Fredriksson Ágúst Eyjólfsson Mrs. V. Rafnkelsson Óli Hallson, Eriksdale. Islendingar í Lundar og ná- grenni hafa staðið framarlega í háskólamálinu og þar eru fjórir menn, sem hafa lagt fram sitt þúsundið hver og sá fimti er í Oak Point. Frekari upplýsingar um ráðstafanir í Lundar koma seinna. Á miðvikudaginn 13. júní var fundur haldinn á Gimli í þessu máli og voru allir viðstaddir einhuga um það að íslendingar á Gimli og 1 nágrenninu gerðu þessu mikilvæga málefni góð skil. Nefnd var skipuð og eru þessir í nefndinni: Eric Stefánsson, forseti, Jón J. Johnson, varaforseti Mrs. Anna M. Jónasson, féhirðir Mrs. Kristín Thorsteinsson, skrífari Barney Egilsson, bæjarstjóri Gimli-bæjar Guðmundur Fjeldsted Hrólfur Sigurðsson Mr. og Mrs. Hannes Kristjáns- son Mr. og Mrs. Hallgrímur Sigurðsson Mr. og Mrs. Norman K. Stevens Mrs. Sylvía Kárdal Theodór K. Árnason Valdimar M. Arnason Guðmundur B. Magnússon John Howardson. Ákveðið var að skipta verkum og að allir í nefndinni tækju að sér starf í sambandi við tiltekna hluta af bænum eða nágrenninu. Hrólfur Sigurðsson tók að sér að ferðast alla leið til Árness, Hannes Kristjánsson ætlar að tala við bændur kringum Gimli, en Guðmundur B. Magnússon bauðst til að keyra nefndar- menn í kring eftir því sem nauð- syn bæri til. Þessi framtakssemi 1 Gimli bygð er fagnaðarefni mikið og ætti fyrirkomulagið þar að verða bæði hvatning og fyrirmynd annars staðar. Fólk í Selkirk er þegar byrjað að starfa. Búið er að velja þrjá í nefnd, en nefndin heldur fund bráðlega og verður þá öðrum bætt við. í nefndinni eru: Stefán Oliver, bæjarstjóri, E. J. Hin- riksson og E. B. Olson, og er sá síðastnefndi formaður nefndar- innar. Víða annars staðar er nú þeg- ar byrjað og verður skýrt frá því frekar í næstu viku. Upp- lýsinganefndinni er ant um að fá fréttir frá nefndunum svo hægt verði að skýra frá hvernig starfinu miðar. W. J. Lindal formaður upplýsinganefndar Höll Heródesar fundin undir garðyrkjustöð Rússiirnar fundust, erhreinsa áiti broii óheilnæma mold er iómaiar visnuðu í Garðyrkjubóndi einn, sem heima á nokkra kílómetra utan við Amman, varð fyrir því óhappi, að tómatarnir, sem hann sáði í land, er áður hafði verið óræktað, visnuðu allir í vor. Hann áleit, að moldin væri sýkt og ætlaði að hreinsa brott efsta jarðlagið, en fann þá fornar hallarrustir. Rúsiirnar. Þetta eru stærstu hallarrúst- irnar, sem hingað til hafa fund- ist, í ísrael, og uppgröftur var tafarlaust hafinn á kostnað ame- rískra stofnana, sem annast fornleifarannsóknir í Austur- löndum. Er nú komin í dagsins ljós geysimikil bygging, sem hlaðin héfir verið úr sandsteini og múruð. Sjást á múrunum lelfar af litum eða málningu, einkum rautt, en einnig gult og svart. Hafa verið 36 herbergi í höllinni, en í miðju hennar garður, prýddur súlnaröðum miklum. Gólfin erp úr marglit- um tíglum, og baðstofur með köldu og heitu baði hafa verið þar. Höll Heródesar. Það er skoðun manna, að þarna hafi fundizt rústir hallar Heródesar. Samkvæmt frásögn Jósefusar á þessi höll að hafa brunnið, en sonur Heródesar, Arkelaos, er sagður hafa endur- reist hana. Hér hafa líka fundizt merki þess, að höllin hafi verið endurreist úr brunarústum end- ur fyrir löngu. Einnig hafa fundizt mörg vín- ker og skálar, sem geymd hafa verið í smyrsl, og eru þessi ker frá tímum Heródesar og sum eldri. Frjósaml hérað. Héraðið, sem hallarrústirnar eru í, er frjósamt. Þar er nóg vatn og mikið ræktað af banön- um, ólívum, döðlum og glóaldin- um. Margt fólk dvelur þar í sumarleyfum sínum, og handan við ána Jórdan er vetrarhöll Abdullah, konungs Transjórd- aníu. —TÍMINN, 6. júní Nýf auðug karfamið 8 stunda siglingu fró Faxaflóahöfnum Ný og veiðisæl karfamið virðast nú vera fundin vest- ur í hafi, um átta stunda siglingu á togara frá Reykja vík og Hafnarfirði, en um 120 mílur út af Reykjanesi. Full varpa af karfa á 20 mínúlum. Seinustu daga munu togarar hafa aflað mjög vel á þessum veiðislóðum, og dæmi er um það, að varpan hafi verið orðin full eftir að togað hafði verið 1 tutt- ugu mínútur. Nær allir íslenzku togararnir munu vera komnir á þessi nýju karfamið. Erfiður botn. Botn er þó erfiður þarna, og er mikið slit á veiðarfærum en þó er hann þegar tekinn að jafn- ast nokkuð, þar sem mest hefir verið togað. Mun hann smátt og smátt jafnast, er farið verður að toga þar langtímum saman af fjölda skipa. Aflairegða á gömlu miðunum. Gömlu karfamiðin voru norð- ar og dýpra, út af Breiðafirði Þegar afli fór að tregðast þar, tóku togararnir að leita suður með kantinum, er gengur út frá landgrunninum, unz þeir eru nú komnir á þessar fengsælu slóðir. Leit að karfamiðum. I fyrra fékk fiskimálanefnd Benedikt Ögmundsson, skip- stjóra á togaranum Júní frá Hafnarfirði, til þess að leita nýrra karfamiða. Reyndi hann þá meðfram þessum kanti, og fékk þar nokkurn afla. Nú ný- lega fór Júní aftur á karfaveið- ar, og þá á þessar sömu slóðir, og í veiðiför þeirri, sem hann er nú nýkominn úr, setti hann út dufl til þess að merkja með mið, sem hann fann. En nú hafa ís- lenzku togararnir, sem á karfa- veiðum eru flýkzt á þessar slóð- ir hina síðustu daga. Halamið. Á Halamiðum er nú nokkur ýsuafli, en þar er aðeins einn íslenzkur togari, Hvalfell. Hins vegar er þar fjöldi þýzkra tog- ara að veiðum. —TÍMINN, 10. júní GAMAN 0G ALVARA — Fyrir alla lifandi muni, skrifaði hermaðurinn heim til konu sinnar, — vertu ekki að þessu sífellda rifrildi í bréfun- um, sem þú sendir mér til víg- stöðvanna. Ég vil fá frið til þess að berjast í þessu skrattans stríði. ☆ Dómarinn: — Hvers vegna af- hentuð þér ekki lögreglunni demantshringinn ,sem þér fund- uð? Ákærði: — Það var óþarfi. — Hvað eigið þér við? — Það stóð á hringnum: — „Þinn að eilífu“. ☆ Á geðveikrahælinu. Vitfirringur: — Finnst þér ekki hræðilega leiðinlegt hérna, kunningi? Þetta sífelda tilbreyt- ingarleysi. Einn af órólegu deildinni: — Jú, það segi ég satt. Ef ég verð látinn vera hérna einum degi lengur, þá verð ég vitlaus. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsi Avenue Ný útfararstofa me8 þeim full- komnasta útbúnaBi, sem völ er á, annast virSulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarSa og legsteina. Alan Couch, Funeral Direcior Phone—Business 32 Residence 59 KjÓSÍð . . . G O R D O N CHURCHILL ViS aukakosninguna, sem fram fer í Winnipeg South Centre þann 25. þ.m. skuluð þér fylkja liSi um frambjóðanda íhaldsflokksins, Gordon Churchill, sem er ábyggi- lega atkvæSamaSur, er reyndist vel á fylkisþingi, og myndi sóma sér vel 1 sambandsþinginu. BæSi dagblöðin í Winnipeg, The Winnipeg Free Prees og The Winnipeg Tribune, hafa fariS lof- samlegum orðum um starfsemi Mr. ChurchilLs í Manitobaþinginu. Sllkir menn eiga erindi til Ottawa. Kjósið . . . GordonChurchill þann 25. júní.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.