Lögberg - 20.09.1951, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. SEPTEMBER, 1951
Frá norðvesturströndum Manitobavatns
Fyrir um það bil ári síðan
sendi ég Lögbergi dálítinn frétta
pistil, frá okkar svo oft kölluðu
„afskekktu byggðum“. Gaf ég
þar nokkrs^ yfirlýsingu af legu
þessara sveita og fer því ekki út
í það efni hér. Mig minnir ég
geta þess að hér bæri sjaldan
nokkuð við sem í frásögur væri
færandi og svo er enn.
Hjá oss hafa engin stórtíðindi
gerzt á árinu. En mér fer sem
mörgum öðrum, að mér þykir
gott að sjá fréttir úr íslenzku
byggðunum við og við, finnst
þær koma of sjaldan og úr mörg-
um plássum aldrei, verða því
einhverjir að taka sig fram og
senda þær, því að altaf má eitt-
hvað til tína og að minnsta kosti
er það meiri tilbreyting en þeg-
ar við fáum *— sem iðulega ger-
ist — sama lesmálið í báðum
blöðunum.
í daglegu samtali manna verð-
ur veðrið oft fyrsta umtalsefnið
og því ekki að fylgja þeirri
reglu?
Síðastliðinn -\ietur má heita að
væri yfirleitt góður. Nógu kald-
ur með köflum til að minna
á hver á hnettinum við værum.
Þó kom marz með bylji og hörk-
ur, en fram að þeim tíma mátti
heita hér, að allar aðalbrautir
va^ru stöðugt opnar fyrir bíla-
umferð, og voru opnaðár aftur
eins fljótt og unnt var eftir bylj-
ina, svo að við höfðum að mestu
leyti samband við umheiminn
bílleiðis allan veturinn. Tölu-
verður snjór féll þó, en ekki
hægt að kalla snjóavetur.
Vorið var fremur gott og gróð-
ur kom snemma því raki í jörðu
var góður, en úrkomur voru eng-
ar og fór því öllum gróðri seint
fram. Má heita, að hér kæmi
ekki dropi úr lofti fyrr en seint
í júní. Þá fengum við gott regn,
sem hjálpaði mikið. Júlí var einn
ig þurr og fram undir miðjan
ágúst, þá brá til rigninga, sem
héldust út mánuðinn. Sumarið
má heita að verið hafi fremur
kalt, nokkur hitakafli soint í
júlí.
Grasspretta var mjög rýr á
öllu hálendi sökum þurkanna.
En mikið heyland, sem í fyrra
lá undir vatni bæði af úrkom-
um og frá Manitobavatni, sem
þá var hátt í, var nú engi, náðu
því allir nægum heyjum, þó eru
þau víða grófgerð og sinumikil.
Einstaka menn, sem snemma
byrjuðu heyskap, voru búnir
fyrir votviðrin, eftir það voru
miklar tafir. Þó munu nú allir
búnir eða því sem næst.
Gripir hafa yfirleitt gert vel,
þrátt fyrir þurkana' framan af.
Veður var hagstætt, ekki miklir
hitar né fluga, og síðan væturn-
•ar komu í ágúst hefir beitiland
batnað stórum. Haustgripa-salan
stendur nú sem hæst, margir
búnir að selja og verð það hæsta,
sem hefir átt sér stað. .
Vetrarveiði fiskimanna — mis
jöfn að vanda — mun kallast
mega að verið hafi yfirleitt tæp-
lega í meðallagi. En verð á fiski
langt frá því að tolla í tízkunni
og fara upp í skýin. Að minnsta
kosti tvö síðastliðin ár hefir verð
á fiski — hér er sérstaklega átt
við þýðan fisk — verið til muna
lægra en það var fyrir 4 til 5
árum síðan, og jafnvel þar áður,
þ. e. a. s. til fiskimanna. Mun
hér ráða mestu, að samtök eru
góð með fiskifélögum, en engin
með fiskimönnum. Aftur á móti
hefir verð á veiðarfærum hækk-
að stórkostlega síðastliðin tvö ár.
Dálítið umrót hefir verið í
byggðarfólki á árinu. Fjórir
bændur tekið sig upp og flutt
búferlum úr byggðunum. Fyrst-
ur var Kári Ólafsson frá Lonelv
Lake. Keypti hann verzlun í fé-
lagi við yngri bróður sinn Ragn-
ar, við Shatfield, Man. Á bújörð
Kára fluttist aftur Guðjón Ólafs
son bróðir hans, sem áður bjó
við Cayer, Man.
Næst flutti í burtu Guðlaugur
Johnson frá Bay End. Flutti
hann til Winnipeg og stundar
þar daglaunavinnu. Hann" seldi
land sitt, en það stendur í eyði.
Næstur til að yfirgefa okkur
var Óskar Gíslason frá Reykja-
ví^. Settist hann að og keypti
hús i Winnipeg, og mun vera að
koma sér fyrir í viðskiptaheim-
inum. Pláss ,Óskars keypti mág-
ur hans, Halldór Gillis, áður við
Steep Rock, Man.
Síðastur þeirra er héðan hafa
flutt er Ingvar Kjartansson frá
Reykjavík. Keypti hann verzlun
við Birnie, Man., og flutti þang-
að snemma í júlí. Ingvar bjó fé-
lagsbúi með Þorsteini bróður
sínum á föðurleifð þeirra. Býr
Þorsteinn þar áfram með móður
sinni.
Öllum þessum burtflytjendum
var haldið kveðjusamsæti þar
sem því varð við komið, en
brottför sumra bar svo brátt að,
að almenningur vissi varla fyrr
en þeir voru farnir. Samt komu
allir úr Reykjavíkurbyggðinni
og margir úr hinbm byggðunum
saman á heimili þeirra Kjantans-
sons-hjóna 1. júlí, eða rétt áður
en þau fluttu héðan, að árna
þeim heilla og þakka langa sam-
veru og samstarf. Ingvar_ hefir
verið hér síðan hann fluttist
hingað kornungur með foreldr-
um sínum og hefir þannig vaxið
upp með byggðinni — ef svo má
að orði komast — og ætíð tekið
mikinn og góðan þátt í þeim
byggðarmálum, sem þá og þá
voru á döfinni. Voru þau hjónin
mjög vinsæl og menn sakna
þeirra úr hópnum. Sama má
segja um allt hitt fólkið, sem
burt hefir flutt, en samvera og
samvinna var orðin lengri með
Ingvari en nokkrum hinna.
Snemma í ágúst vildi til sá
sorgar-atburður að ungur dreng-
ur, John Gillis, dó af slysi. Vildi
það til með þeim hætti, að hestar
fældust fyrir hrífu. Dó hann
innan fárra klukkustunda. Hann
var sonur Ingunnar dóttur þeirra
Ingvars heit. og Þóru Gíslason,
sem lengi bjuggu við Reykjavík,
af fyrra hjónabandi, síðari mað-
ur Ingunnar, Jónas Gillis, gekk
honum í föðurstað. Auk foreldra
og skyldmenna tók fólk sér slys
þetta mjög nærri. Það hefir ver-
ið og er svo algengt að börn og
unglingar raki, og aldrei fyrr
orðið að slysi. Álitið er að eitur-
flugur muni hafa fælt hrossin,
sem eru mjög spök og höfðu al-
drei fælst áður.
í mörg ár hafa byggðirnar hér
beggja megin vatnsins barist
fyrir, að fá ferju yfir The Nar-
rows á Manitobavatni þar sem
vatnið er aðeins hálf míla á
breidd og veg að ósnum beggja
megin. Minntist ég á þetta á-
hugamál okkar í fréttabréfinu í
fyrra, en lítið eða ekkert hefir
því miðað áfram síðan. Er hér
um mikið framfaraspor að ræða,
bæði fyrir byggðirnar beggja
megin vatnsins og fylkið í heild
sinni. Sérstaklega væri það hag-
kvæmt byggðunum fyrir vestan
vatnið, þar eð það færði þær um
100 mílum nær Winnipeg. Við-
skipti og samvinna, sem nú er
alls engin milli þessara byggða,
mundi myndast ef samgöngu-
kostur væri til. Eins og nú er,
fýsi einhvern að heimsækja
kunningja sinn hinu megin vatns
ins verður hann að keyra 350
mílur, af því engin farartæki eru
til að komast yfir hálfrar mílu
sundið! Stjórnarvöldin hafa tek-
ið mál þetta til íhugunar, en
þeir virðast þurfa langan um-
hugsunartíma, sérstaklega ef
umbæturnar eru aðallega fyrir
almenning, sem þó beinlínis eða
óbeinlínis „borgar fyrir brús-
ann“. Fljótari og meiri áherzla
sýnist lögð á að greiða götu
ferðafólks annara landa. —
í júní í sumar komu hingað
gestir frá Winnipeg í erindum
fyrir háskólastólinn í íslenzku,
við Manitobaháskólann. Voru
það W. J. Líndal dómari og kona
hans, ritstjóri Lögbergs, Einar
Páll Jónsson og kona hans. Fund
ur hafði verið boðaður með litl-
um fyrir vara en mátti heita all-
vel sóttur, þó vantaði þar marga
sem æskilegt hefði verið að
kæmu. Talaði ferðafólkið vel og
röggsamlega fyrir sínu máli, og
voru undirtektir þeirra er mættu
góðar. Nefnd var kosin til að
annast um fjársöfnun innan
þessara byggða, og hefir hún nú
fyrir nokkru lokið starfi sínu
að mestu. Hafa nú fengist í pen-
ingum og nokkuð í loforðum
kringum $1000.00. Um hvort það
er myndarlegt framlag geta ver-
ið og eru misjafnar skoðanir. En
með fáum undantekningum tóku
menn einhvern þátt í samskot-
unum. En glöggt kom fram við
fjársöfnunina að önnur kynslóð
íslendinga hafði ekki eins mik-
inn áhuga fyrir þessu velferðar-
máli og hinir eldri, er það að
líkindum eðlilegt, þó slæmt sé
að önnur kynslóðin skuli vera
að miklu leyti búin að missa
sjónar á þeim verðmætum, sem
við höfum tekið í arf frá for-
feðrum vorum og kemur manni •
til að spyrja: Hvers má vænta
af þriðju kynslóð?
En þrátt fyrir þó sumir nærri
reyni að telja sjálfum sér og
öðrum trú um að íslenzkar erfð-
ir séu þeim einskis virði, lifir
þó enn undir niðri í kolum, sem
smátt og smátt er að kulna
neisti af íslenzku eðli og, er á
reynir eru menn fremur stoltir
en hitt af því að vera af íslenzku
bergi brotnir. Þær deyjandi
glæður þarf að lífga við og gætu
þá áhrifin ef til vill náð enn
lengra.
J. R. J.
— Þetta eru ferðafötin mín.
— Ferðafötin þín? Nú, ég hélt
að þú ferðaðist aldrei neitt.
— Nei, — ég ferðast aldrei
neitt, en þessi föt ferðast frá
pabba til mín.
☆
Eiginkonan: — Klæðir hún sig
eins og hefðarkona?
Eiginmaðurinn: — Ég veit það
ekki, ég hefi aldrei séð hana
klæða sig.
FÁEIN MINNINGARORÐ
um Baldvin Jónsson og Ingi-
björgu Pálsdóllur Jónsson,
landnámshjón, við Ár-
borg. Maniloba.
BALDVIN JÓNSSON landnáms
maður og bóndi við Árborg,
Man., um langt skeið, andaðist
að sjúkrahúsinu í Árborg þann
19. júlí s.l. Hann var fæddur á
Höfða í Skagafjarðarsýslu 26.
nóv. 1871; foreldrar hans voru
Jón Jónatansson, bóndi 1 Höfða,
og Sigríður Jónsdóttir, til heim-
ilis þar. Ólst hann upp með móð-
ur sinni og stjúpföður sínum. —
Frá tólf ára aldri fór hann að
stunda sjó á opnurtf bátum, en
á norðlenskum hákarlaskipum
frá fermingaraldri, unz hann
fór til Vesturheims fullþroska
maður. Var það hörð barátta, er
mótaði menn, svo þeir báru ævi-
langt merki hennar.
Ungþroska að aldri féll hon-
um sú reynsla í hlut, að eiga all-
langa spítalavist, var mjög tor-
sýnt að hann fengi bót við fóta-
meini, er þjáði hann, og horfðist
hann þá í augu við þann ægi-
lega möguleika, að verða ósjálf-
bajrga, en það var honum óhugs-
andi tilhugsun, jafn stórbrotinn
og sjálfstæður sem hann var.
Það var fyrir atbeina og snilli
Guðmundar læknis Hannesson-
ar, að hann fékk varanlega bót,
þótt hindrun fylgdi ævilangt.
Þann 3. júní 1897 gekk hann
að eiga Ingibjörgu Pálsdóttur
frá Marbæli í Skagafjarðarsýslu.
Þau fluttu vestur um haf alda-
mótaárið og settust að í Milton,
North Dakota, dvöldu þar í 2
ár, en fluttu þá til Árdalsbyggð-
ar og námu land við Árborg,
bjuggu þau þar jafnan síðan, unz
Jóhann tengdasonur hans tók
við búinu, en Baldvin og Ingi-
björg kona hans áttu dvöl á
heimilinu hjá Emílíu dóttur
sinni og Jóhanni Vigfússyni
tengdasyni sínum til daganna
enda. Og þar andaðist Ingibjörg
kona Baldvins 22. nóv. 1949.
Þeim varð tveggja dætra auð-
ið: Sigurlín Ingibjörg, ekkja
eftir John James Johnson, og
Emily Rósa, kona Jóhanns Vig-
fússonar. Báðar dætur þeirra búa
við Árborg. Sex einkar mann-
vænleg barnabörn eru á lífi.
Baldvin bjó affarasælu og vax-
andi búi; oft hin fyrri ár mun
lífsbaráttan hafa verið hörð og
nærgöngul, stóð hann og öðrum
ver að vígi, eins og áður hefir
verið vikið að, en hann var at-
hugull og umhyggjusamur
bóndi og hlífði sér hvergi. Studd-
ur var hann af ágætri konu, er
reyndist honum frábær lífsföru-
nautur á langri samfylgd þeirra.
Þau áttu einnig miklu dætra-
láni að fagna, því dætur þeirra
voru vel gefnar og þeim hug-
ljúfar og hjálpsamar. Bæði áttu
þau indæla dvöl hjá Emilíu dótt-
ur sinni og manni hennar.
Baldvin var maður nokkuð
stórbrotinn í lund, einarður í
skoðunum og orðræðum, dálítið
hrjúfur hið ytra við fyrstu kynn-
ingu, en einkar hjartahlýr, frá-
bærlega tryggur og að öllu leyti
hinn ábyggilegasti. Hann átti
djúpa og innilega trúarkend og
var jafnan dyggur stuðnings-
maður Árdalssafnaðar, ásamt
skylduliði sínu. Heimili þeirra
Baldvins og Ingibjargar var
einkar íslenzkt í anda, öll fjöl-
skyldan bókhneigð, gott jafnan
þar að koma; áhrif heimilisins
góð, sönn og hressandi.
” Útför Baldvins fór fram frá
heimilinu og sóknarkirkjunni
þann 23. júlí, að viðstöddu fjöl-
menni. Var hann kvaddur me$
kærleika og þökk. Sá, er línur
þessar ritar, þjónaði við útförina.
☆
MRS. INGIBJÖRG PÁLSDÓTT-
IR JÓNSSON, landnámskona við
Árborg, Man. Hún var fædd á
Kjartansstöðum í Skagafjarðar-
sýslu 7. sept. 1864. Foreldrar
hennar voru hjónin Páll Pálsson
og Guðbjörg Björnsdóttir. Föð-
ur sinn misti hún 1 bernsku, var
hún þá tekin til fósturs að Mar-
bæli í Skagafjarðarsýslu, og
dvaldi þar unz hún giftist Bald-
vin Jónssyni 3. júní 1897, þá 27
ára að aldri.
Vestur um haf fluttu þau árið
1900, dvöldu fyrstu 2 árin í
Milton, N. D., en fluttu þá til
Árdalsbyggðar, og dvöldu þar
þaðan af.
Þeim varð tveggja dætra auð-
ið, er urðu þeim til mikillar
gleði.
Ingibjörg var kona mjög vel
gefin, háttprúð og afar trygg-
lynd. Hennar er getið í „Árdísi",
á r s r i t i Bandalags lúterskra
kvenna XVIII. hefti, 1950. Grein-
ina ritar frú Ingibjörg J. Ólafs-
son; er þar að finna frábærlega
glögga lýsingu á Ingibjörgu,
birti ég hér nokkur orð úr téðri
grein: —
„Ingibjörg var gædd ágætum
gáfum og hafði unun af lestri
góðra bóka. Var hún sérstaklega
ljóðelsk og kunni mikið af fögr-
um ljóðum. Minnist ég þess, að
hún lærði utanbókar þau ljóð,
sem hrifu hana, er birt voru í
íslenzku blöðunum, alveg fram
á síðustu ár.
Hún var kona er dró sig í hlé
og lét lítið á sér bera, en innti
störfin af hendi í kyrþey með
mikilli prýði. Lundin var föst og
trygg, en á sama tíma viðkvæm.
Hún var umhyggjusöm eigin-
kona og móðir, og reyndist sann-
ur vinur vina sinna“.
Ingibjörg var allmjög þrotin
að heilsu og kröftum síðari ævi-
árin, en naut ágætrar umönnun-
ar á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar í sjúkdómsstríði, er
lengi varði. Hún andaðisf að
heimili þeirra 22. nóv. 1949, og
var jarðsungin af séra Bjarna A.
Bjarnasyni. Með henni er sönn
íslenzk kona gengin grafarveg.
S. Ólafsson
i
Úrslit væntanleg í landhelgis-
deilu Breta og Norðmanna
Mál fyrir alþjóðadómsióli, sem
getur hafi áhrif á landhelgis-
ákvarðanir margra þjóða.
Eftir röskán hálfan mánuð,
eða hinn 25. september, byrj-
ar Alþjóðadómstóllinn 1
Haag að fjalla um mál, sem
fyllsta ástæða er til fyrir ís-
lendinga að gefa nánar gæt-
ur. Er það deilumál Breta
og Norðmanna út af stækk-
un landhelginnar við Noregs
strendur.
Víkkun norsku landhelginnar.
Norska stjórnin ákvað fyrir all
löngu síðan að víkka landhelg-
ina við Noreg í fjórar sjómílur
og skyldi talið frá annesjum, en
ekki þrjár mílur út frá strand-
lengjunni eins og áður var. Hef-
ir norska landhelgisgæzlan varið
þessa nýju landhelgi og tekið
skip og sektað, sem brotið hafa
þessi ákvæði.
Meðal þeirra skipa, sem orðið
hafa fyrir sektum, vegna þessar-
ar ákvörðunar Norðmanna, eru
brezk skip, og hafa Bretar illa
getað.unað hinum nýju ákvæð-
um Norðmanna, og þess vegna
skotið málinu til Alþjóðadóm-
stólsins.
Geiur hafi áhrif á
landhelgisákvarðanir.
Mál þetta er þannig vaxið, að
úrslit þess geta komið til með
að varða margar þjóðir. Það
snýst þannig ekki einungis um
réttindi Norðmanna til að ráða
yfir hafinu í kringum strendúr
landsins.
Margar þjóðir hafa mjög mis-
jafnan skilning á því, hvað skoð-
ast skuli umráðaréttur yfir sjón-
um í kringum strendurnar. Rúss
ar hafa eins og kunnugt er, talið
sér allt að 12 mílna landhelgi,
en nokkrar aðrar þjóðir telja
landhelgina allt að 8 mílur.
í fyrsta sinn fyrir
alþjóðadómslóli. )
Þetta er í fyrsta sinn, sem al-
þjóðadómstóll fjallar um þessi
landhelgismál. Þau eru við-
kvæm deilumál, og það má full-
yrða að úrslitum alþjóðadóm-
stólsins í þeim verður veitt mik-
il athygli.
Ef dómurinn fellur á þá leið,
að Norðmönnum sé heimilt að
ákveðg þannig landhelgi sína,
eru það alveg sérstaklega góðar
fréttir fyrir okkur íslendinga,
sem þurfum mjög á því að'halda
að stækka landhelgina, til að
vernda réttindi og afkomu ís-
lenzkra fiskimanna.
Aðrar þjóðir halda fast við
þessi réttindi sín og fylgjast vel
með því að útlendingar misnoti
ekki landhelgina. Síðustu fregn-
ir frá Grænlandi um að íslenzkt
skip hafi þar verið tekið í land-
helgi tala sínu máli um það, að
þjóðir, sem við höfum sýnt
traust í þessum efnum, meta ís-
lenzka fiskimenn einskis fram
yfir aðra útlendinga. Hlýtur sú
spurning að vakna, í þessu sam-
bandi, hvenær eigi að taka fyrir
vistafóðrun, veiðarfæraviðgerðir
og aðra landhelgishjálp danskra
og færeyskra skipa í íslenzkum
höfnum.
TIMINN, 8. sept.
Ágætur engja-
heyskapur í
Mývatnssveit
Uppskerubreslur í BjarnarflagL
því að karlöflugrös féllu snemma
í ágúsl
Frá fréttaritara Tímans
í Mývatnssveit. '
Heyskapartíð hefir verið
fremur hagstæð hér í Mý-
vatnssveit í sumar og þurrk-
ar yfirleitt nógir nema s.l.
hálfan mánuð. Þann tíma
hefir aðeins komið hér einn
þurrkdagur.
Mikið heyjað í Framengjum.
Svonefndar Framengjar, sem
eru sunnan við vatnið, voru á-
•
gætlega sprottnar, og voru svo
þurrar í sumar, að ágætt var að
heyja þær með vélum. Hafa
margir bændur heyjað þar og
verið slegið með dráttarvélar-
sláttuvélum af ýmsum tegund-
um. Hafa menn fengið þar ágæt-
an heyskap, enda þurftu menn
þess með, þar sem tún voru yfir-
leitt léleg.
Hér í sveitinni var víða borið
á tún eftir fyrri slátt, en það
kom að litlum notum að þessu
sinni sökum þurrka. Verður háar
spretta því léleg.
Unnið að framræslu.
Um þessar mundir er allmikið
unnið að framræslu í sveitinni.
Er skurðgrafa að verki í Skútu-
staða- og Álftagerðisengjum, og
hafa þegar verið grafnir all-
miklir skurðir.
Lítil uppskera
í Bjarnarflagi.
Mývetningar hafa yfirleitt alla
kartöflu-uppskeru sín í svo-
nefndu Bjarnarflagi, sem er rétt
fyrir neðan Námaskarð. Þar er
heitur jarðvegur og leir, sem kar
töflur hafa sprottið ágætlega í.
í haust mun þó verða lítið um
uppskeru þarna, því að frost-
nætur komu snemma í ágúst og
stórskemmdu kartöflugrösin og
er uppskerubrestur því fyrir-
sjáanlegur.
Gufuþrýsíingurinn vex.
Enn er unnið að jarðboruninni
við Námafjall, pg er nú verið að
bora holu vestan skarðsins. Vex
gufuþrýstingurinn alltaf, og lít-
ur út fyrir, að þarna fáist mikið
gufumagn.
Silungsveiði hefir verið góð í
Mývatni í sumar.
—TÍMINN, 2. sept.
GIMLI FUNERAL HOME
51 Firsí Avenue
Ný útfararstofa met þeim full-
komnasta útbúnaði, sem völ er
á, annast virSulega um útfarir,
selur líkkistur, minnisvarSa og
legsteina.
Alan Couch. Funeral Direclor
Phone—Business 32
Residence 59
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
( The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence YourBusiness TrainxnglmmediatelyÍ
For Scholarships Consutl
THE COLUMBIA PKESS LIMITED
PiiONE 21 804 695 SARGENT AV \ WINNIPEG