Lögberg - 20.09.1951, Side 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER, 1951
3
Existentialisminn vill, að menn
séu eigin gæfusmiðir
Saríre se-gist hafa orðið fyrir
sterkum áhrifum í íslands-
ferð sinni.
HINN heimskunni rithöfundur
Jean-Paul Sartre og Madame de
Beauvoir, sem einnig er kunnur
franskur rithöfundur dvöldust
hér á landi í 10 daga og ferðuð-
ust bæði norður í land, alla leið
til Mývatns og austur að Gull-
fossi og Geysi, en ætlun þeirra
var að kynna sér land og þjóð.
Fyrir tveimur dögum hitti frétta
maður frá Mbl. þau, er þau voru
stödd á heimili franska sendi-
herrans, Henri Voillery.
Baðst ég leyfis að fá að eiga
stutt samtal við Sartre. Var það
auðsótt mál. Innan skamms stóð
ég fyrir framan einn mesta
hugsuð, sem nú er uppi í þessari
veröld, íorgöngumann existent-
ialismans, Jean-Paul Sartre. Var
ég kynntur fyrir honum eftir
frönskum hætti og drógum við
okkur í hlé út úr samkvæminu
í aðra stofu og hófum tal saman.
Ég virti þennan heimskunna
mann fyrir mér um stuncf og
verð að viðurkenna, að ég hafði
ímyndað mér, að hann væri
méiri fyrir mann að sjá. Hann
er lágvaxinn maður, eilítið lot-
inn í herðum og ekki eins glæsi-
lega búinn og ætlast hefði mátt
til af einum heldri manni heims-
borgarinnar París. En hvað sem
útlitinu leið var strax auðfund-
ið, að hér var á ferðinni maður
með óvenju mikinn persónu-
leika og mér fannst það koma
enn betur í ljós, er við fórum að
tala saman, að hér var hugsuður
óvenju djúpsær, sem skipti orð-
um við mig.
Existenlialisminn gefur
mönnum nýtt siðgæði.
Talið snerist brátt um exist-
entialismann og Sartre tók að
skýra fyrir mér í hverju hann
er fólginn. Hér er ekki rúrii til
að hafa það allt eftir, en hann
lagði aðaláherzlu á eftirfarandi:
— Eáistentialisminn er ný
heimspeki, sem brýtur nýjar
leiðir, nýr hugsanagangur, sem
ég. trúi að geti gefið mönnum
nýtt siðgæði og um leið nýtt þol-
gæði til að glíma við vandamál
nútímans, sagði Sartre. — Mann-
kynið hefir á síðustu hörmunga-
árum styrjalda komist í þrot en
ef existentialisminn nemur land
í hugum fólksins beygir það sig
ekki framar fyrir því, sem kallað
hefir verið örlög, en styrkist 1
þeirri hugsun, að það eigi að
vera eigin gæfusmiður.
Sá ísland á bjartri sumarnótt.
Síðan berst talið yfir að Is-
landsför rithöfundarins.
— Ég flaug hér yfir landið á
bjartri sumarnótt í júlímánuði
1949 og var þá á leið til Ame-
ríku. Og mér fannst landið, sem
yið flugum yfir svo fagurt, að ég
hét, að ég skyldi koma hingað
aftur og dveljast hér nokkra
stund.
Egill komst nærri
existentialismanum.
— Þekktuð þér nokkuð til ís-
lands áður?
— Já, ég hef kynnst nokkuð
fornritum íslendinga. Góðvinur
minn prófessor Jolivet í París
hefir einstöku sinnum gert mér
þann greiða að þýða fyrir mig
brot úr íslendingasögunum. Á-
hrifaríkasta persónan, sem ég
hef kynnst í þessum sögum er
tvímælalaust Egill Skallagríms-
son. Og það finnst mér athyglis-
vert að enda þótt örlagatrúin sé
yfirleitt ríkjandi þá kemst Egill
all-nærri existentialismanum,
þegar hann fer að hugleiða að
berjast við hafið eftir drukknun
Böðvars sonar síns.
Ég hef ferðast víða um landið,
heldur Sartre áfram. Því miður
skil ég ekki málið ,sem hér er
talað og get tæpast bjargað mér
á ensku, svo að ég hef lítið getað
talað við fólkið. Samt hef ég
haft hina mestu unun af að horfa
á það starfa. Einkennandi finnst
mér, hvað fólkið er sterklegt og
hraustlegt, alveg lifandi afkom-
enaur Egils og fleiri fornkappa
Ég hef annars ferðast víða m. a.
í hitabeltinu í Afríku og Mið- og
Suður-Ameríku og það hefir gef-
ið mér tækifæri til þess að gera
samanburð á vandamálum þjóð-
anna, sem lifa í gróðurríkum
hitabeltislöndum og mikið til
gróðurberum löndum norður við
heimskautabaug. Báðar eiga við
sín vandamál að stríða, sem eru
þó sitt með hverjum svip.
Hefir orðið fyrir síerkum
áhrifum.
Þar sem ég veit, að Sartre er
ritstjóri fyrir mánaðarriti í París
spyr ég hann hvort hann hafi í
huga að skrifa greinar um ferð
sína hingað.
— Nei, það ætla ég ekki að
gera. En ferð mín hingað hefir
samt orðið mér góð reynsla. Ég
ætla ekkert að skrifa um ferð-
ina sjálfa, en ég hef orðið fyrir
sterkum áhrifum hér og þau á-
hrif munu geymast í huga mér
og ég býst við að þau brjóti sér
leið fram eins og önnur strek
áhrif, sem menn verða fyrir.
Á eftir talaði ég fáein orð við
Madame de Beauvoir. Hún var
áður heimspekikennari, en hefir
í um 20 ár starfað með Jean-Paul
Sartre. Hún hefir ritað margar
skáldsögur, sem einkum fjalla
um lífsviðhorf konunnar. Síðasta
bók hennar heitir „Le deuxieme
sex“. Hún skýrir mér frá því, að
þeir rithöfundarnir hefji vinnu-
dag sinn kl. 8 að morgni, vinni
fram til hádegis og aftur milli
kl. 5 og 8 á kvöldin. Þess á milli
ræða þau við nánustu vini sína.
En annars vinna þau mest í kyr-
þey og hafa sig lítt í frammi
opinbeTlega. Þ Th
—Mbl. 15. ágúst
Heimsókn til Nýja-íslands
Á hverju sumri í hinum sívax-
andi straum ferðamanna, sem
heimsækja Manitoba, að austan,
sunnan og vestan, er ailtaf tals-
verður hópur íslendinga, sem
eftir að hafa heimsótt höfuð-
borg fylkisins, dreifist norður
um hinar íslenzku byggðir, eink-
um þó til hinnar elztu en þó ís-
lenzkustu byggðar í Manitoba.
Ferðafólk þetta kemur til þess
að létta sér upp og skemta sér,
heimsækja frændfólk, vini og
máske nokkra sérstaka einstakl-
inga, eða þeir koma til að heilsa
upp á æskustöðvar sínar eða
sinna; ferðafólk þetta kemur og
fer án þess að heildin af byggð-
arfólki verði þess vart, nema af
tilviljun eða þeir seint og síðar
meir rekast á það í vikpblöðun-
um íslenzku, að þessi eða hinn
gesturinn hafi verið þar eða hér
á ferð.
Við sjáum á hverjh ári skýrsl-
ur stjórnarinnar og skrif um á-
ætlaðan gróða lands og lýðs af
hinni svokölluðú „ferðamanna-
verzlun“ (Tourist trade), er það
reiknað út í jarðneskum aurum
og skiptir þúsundum dollara-
hagnaði r peningakistur lands-
ins.
Hér gæti þó verið um annan
gróða að ræða, ekki síður verð-
mætan, ef nokkuð væri að því
stutt, því í hópi þessara ferða-
manna eru margir hinir ágæt-
ustu gáfu- og listamenn, sem
hafa byrgðir af andlegum auði,
af að miðla, langtum dýrmætari
fjársjóð fyrir almenning heldur
en silfurpeningar eða banka-
seðlar þeir, sem lagðir verða í
vasa einstaklinga, eða í ríkis-
fjárhirsluna, við komu þeirra,
en því miður koma þessir menn
oftast og fara án þess að almenn-
ingi gefist tækifæri til að njóta
andlegrar auðlegrar þeirrar, sem
þessir menn gætu látið í té.
Um miðsumars leytið í sumar
voru á meðal gesta, sem heim-
sóttu Nýja-Island til þess að
heilsa upp á skyldfólk og vini
þau: Tani Björnson, kona hans
og börn frá Seattle, Wash. Er
Tani baritone-söngvari. Að ráð-
um séra Haraldar Sigmars og
með aðstoð hans og Mrs. Lilju
Martin, (pianist), var svo frá
gengið að Tani söng á þremur
samkomum, sem hann hafði í ís-
lenzku lútersku kirkjunum í
Riverton, Gimli og Árborg í
fyrstu viku ágústmánaðar. Á síð-
ustu samkomunni í Árborg,
sunnudagskvöldið 5. ágúst, var
húsfyllir og urðu sumir, er komu,
frá að hverfa vegna sæta- og
plássleysis. Skemtiskrá mun
hafa verið sú sama þar sem á
hinum fyrri samkomum hans.
Kynnti séra Haraldur söngmann
inn og talaði nokkur vel valin
orð áður en söngskrá byrjaði og
eins milli lagaflokkanna, sem
sungnir voru.
I 1 fyrsta flokk söng Tani
nokkra helgisöngva, í öðrum
flokki söng hann ítalska óperu-
söngva. I þriðja flokk söng hann
alíslenzka söngva, bæði lög og
ljóð eftir íslenzka höfunda. Af
þeim lögum voru sum samin af
Tryggva, bróður Tana, sem er
tónskáld og hinn ágætasti pían-
isti, kennari og meðspilari. I
fjórða og síðasta flokki söng
Tani nokkra Bandaríkja-alþýðu-
söngva, auk Mother McCree, en
að lokinni hinni áætluðu skemti-
skrá var hann kallaður fram
aftur og aftur og söng hvern
sönginn eítir annan, er vakti
meiri og meiri aðdáun og hrifn-
ing áheyrenda því meir sem
hann söng, og lauk hann sam-
komunni með því að syngja
Faðir vor.
Allir, sem hlustuðu á Tana
þetta kvöld, urðu fyrir mikilli
hrifning, var það eðlilegt, því
framkoma hans er blátt áfram,
kurteis og alúðleg. Söngurinn
þý&ir, röddin látlaus, hrein og
þróttmikil, en þó óþvinguð.
Túlkun hans og blæbrigði í
lagi og ljóði bera vott um hinn
frábæra skilning hans, listræni
og smekkvísi. Hvort sem hann
söng helgi- eða saknaðarljóð,
óperur, alþýðusöngva eða gam-
anvísur, va* túlkun hans og
framkoma í fullu samræmi við
það sem hann fór með.
Tani og fjölskylda hans kom
og fór eins og aðrir ferðamenn.
sem hingað koma. En á meðan
þau dvöldu hér miðlaði hann oss
ríkulega af auðlegð andans og
listarinnar.
Við gleymum ekki ánægju-
stundinni, sem hann veitti okk-
ur þetta sunnudagskvöld.
Við þökkum þeim hjónum
hjartanlega komuna og skemtun-
ina, og þráum að sjá þau og
heyra aftur , í náinni framtíð.
J. P.
Nýjasia bók
dr. Richards Becks
Það má segja, að það sé eftir
dúk og disk að vekja athygli á
hinni merku bók dr. Becks, sem
hér um ræðir, þar eð all-langt er
síðan hún kom út. Á hinn bóg-
inn má segja, að það sé aldrei
of seint að minnast á góðar bæk-
ur, því að það líður mönnum nú
tíðum fljótt úr minni, þótt slíkra
bóka sé lofsamlega getið, og er
því oftlega sízt vanþörf á að ýta
við minni manna.
Þessi bók hefir inni að hálda
sextán ræður um þjóðræknis-
og menningarmál og fimmtán
ritgerðir og erindi um íslenzka
rithöfunda, allt frá Jóni Þor-
lákssyni á Bægisá til Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi. Er
þar skemmst af að segja, að ræð-
urnar erU hinar snjöllustu,
þrungnar fölskvalausum og yfir-
lætislausum þjóðræknisanda og
vel til þess fallnar, að glæða og
viðhalda ást og virðingu á ís-
lenzkri menningu og erfðum. Og
erindin eru gegnsýrð þeim djúpa
skilningi á eðli og aðstæðum
skáldanna og þeirri hógværð og
réttdæmi, sem einkennir allt
starf dr. Becks. Mér þótti sér-
staklega vænt um að sjá þarna
Sigurðar heitins Eggerz fagur-
lega minnzt og það að verðleik-
um. Sigurður var <að vísu ekki
mikið skáld, en hann var skáld-
lega sinnaður maður og einkar
geðþekkur rithöfundur.
Það liggur í hlutarins eðli, að
ekki getur verið í ritgerðum
þessum nein tæmandi lýping eða
gagnrýni á höfundunum. Til
þess er þeim of mjög markaður
bás af rúmi og fleiru, en þær
varpa skýru ljósi á ýms einkenni
skáldanna og eru mótaðar af
þeirri góðgirni, sem dr. Beck er
eiginleg. Sést þar greinilega, að
ekki þarf að nota stóryrði í gagn-
rýninni til þess að skoðun höf-
undarins verði ljós, en hér á
landi hættir mönnum of mjög
til þess, að halda að gagnrýni og
skammir séu eitt og hið sama,
þar sem sannleikurinn er sá, að
hún er um fram allt skilningur
og túlkun.
Það sem mig furðar þó mest á,
er atorka og dugnaður dr. Becks,
og hvílíkum feiknum hann get-
ur afkastað. Og eins hitt hversu
fjölhæfur hann er, því að auk
þess að hann er ágætur ræðu-
maður, afkastamikill fræðimað-
ur og réttsýnn gagnrýnandi, er
hann ágætt skáld og rithöfundur
bæði á ensku og íslenzku, og
starf hans til kynningar á landi
og þjóð verður seint fullþakkað
eða metið að verðleikum.
0
Jakob Jóh. Smári
„ Alþýðublaðið“,
4. júlí 1951.
Business and Professional (ards
— Það er alltof mikið ósam-
ræmi í lífi mölflugu. Hún eyðir
sumrinu í minka-pelsum, en
vetrinum í baðfötum.
Hafborg fró Borgarnesi tekin
í landhelgi við Grænland
Danir lelja, að úii sé um öll sér-
réllindi íslendinga við Græn-
land og líia á íslenzk skip þar
sem önnur erlend veiðiskip.
Danska blaðið „Politiken“
skýrir frá því í fyrradag,
að danska strandgæzluskipið
„Ternen“ hafi tekið Haf-
borgina frá Borgarnesi og
kært hana fyrir landhelgis-
brot við Grænland. — Ekki
er þó ljóst af frásögninni í
hverju landhelgisbrotið er
fólgið, hvort um veiði í land
helgi er að ræða eða ahnað.
Blaðið bendir einnig á það, að
með kæru þessari sé því slegið
föstu, að úti sé um öll réttindi
íslendinga til fiskveiða í land-
helgi Grænlands og líta beri á
íslenzk fiskiskip þar sem hver
önnur útlend og óviðkomandi
fiskiskip, sem veiða í hafinu við
Grænland.
Búin að vera all-lengi
á Grænlandsmiðum.
H^fborgin er nú leigð og er
ekki í þjónustu Borgnesinga.
Mun Jón Franklínsson hafa
skipið á leigu og að líkindum
vera skipstjóri á henni sjálfur.
Fór skipið vestur í byrjun síld-
veiðitímans og mun hafa selt
afla sinn dönsku félagi.
Álii Dana.
Það hefir komið í ljós, að Dan-
ir líta svo á, að úti sé um öll sér-
réttindi íslendinga við Græn-
landsstrendur og hafi verið það
um réið og sambandslagasamn-
ingurinn gekk úr gildi, en það
var í fyrra. Samningurinn um
réttindi Færeyinga hér við land
er og talinn hafa verið útrunn-
inn um síðustu áramót.
—TIMINN, 7. sept
«
PHONE 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUTTE 6—652 HOME ST.
Viðtalstími 3—5 eftir hadrKi
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENXIE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalax. Leigja hús. Ct_
vega peningalán og elds&byrgö,
bifroiöaAbyrgð o s. frv.
Phone 927 5S8
SARGENT TAXI
PHONE 722 401
FOR QUICK. RELIABLE
SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Olfice Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones: .Office 26 —Res. 230
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfræðmgar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distrlbutors of Fresh and
Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Offtee Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
w
mrn
HAGBORG FUEL
niOMK KISSI
Office Phone
Res. Phone
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
*
Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL
843 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og anmist um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legstelna.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talsími 26 444
Phone 23 99* 7*1 Notre Dame Ave.
Just West of New Matemity Hospltal
Nell’s Flower Shop
Weddlng Bouquets, Cut Flowers.
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Neli Johnson
27 482
Ruth Rowland
88 790
Office 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Street
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PR0DUCTS
Reykh&far, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hltaeiningar-
rör, ný uppfyndlng. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum.—Skrifið, slmið til
KELLT SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símar: 33 744 — 34 431
DR. H. W. TWEED
Tannlceknir
508 TORONTO GENERAL TRUSTS
BUTLDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WTNNIFEG
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith SL» Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21 101
ESTIMA TES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Rcpairs
Country Orders Atteuded To
632 Slmcoe St.
Wtnnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDING
Telephor.e 97 932
Home Telephonpe 262 398
Talsími 925 826 Heimilis 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœðingur i aufjna, trj/ma, nef
og kverka sjúkflórnum
209 Medical Arts Bldg.
Stofutími: 2.00 til 5.00 e h.
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur í augna, eyma, nef
og hdlssjúkdómurn.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 923 815
Heiinasími 403 794
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Pish Nettina
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlll be appredated
Minnist
BETEL
erfðaskrám yðar.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg
PHONE 926 441
PHONE 927 ,025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Acconntanta
505 Confederatlon Llfe Bldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barristers - Solicdlors
Ben C.Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Krlstjannon
500 Canadlan Bank of Commeree
Chambers
Wlnnipeg, Man. Phone K1 M<
Rovatzos Flower Shop
253 Notre Dame Ave.
WINNTPEG MANTTOBA
Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151
Our Speclalties:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlss (. Christie, Proprietress
Formerly wtth Robinson & Co.
G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK. Slmi 925 227