Lögberg - 20.09.1951, Síða 8
8
LÖGBEáG, FIMTUDAGINN, 20. SEPTEMBER, 1951
GAMAN OG ALVARA
Úr borg og bygð
MaíreiSslubók
D;ucasfélag Fyr?ta lúterska
safnaða.r iiefir nú til sölu spiunk
urnýja raatreiðslubók, er þaó
hefir safnað til og gefið út; bók
þessi er með svipuðum hætti og
hinar íyrri, vinsælu matreiðslu
bækur, er Kvenfélög safnaðar
ins stóðu að; þetta er afar falleg
bók með fjölda gamalla og nýrra
uppskrifta, sem koma sér vel a
hvaða heimili, sem er.
Matreiðslubók þessi kostar
$1.50 að viðbættu 10 centa burð-
argjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði.
sendist:
Mrs. A. MacDonald
11 P.egal Ave. St. Vital
Sími 205 242
Mrs. H. Woodcock
9 St. Louis Road, St. Vital
Sími 209 078
eða til Columbia Press Limiíed,
695 Sargent Ave. ‘
Sími 21 804.
☆
The Dorcas Society of the
First Lutheran Church again
present their annual “Theatre
Nite” at the Uptown Theatre,
September 26, 1951, at 8.30 p. m.
Valuable door prizes will be
given to lucky ticket holders.
Everyone Ts welcome to attend.
Tickets mey be obtained from
any Dorcas member, or at the
Box Office the night of the per-
formance. Admission fifty cents.
■ír
Á aðfaranótt síðastliðins laug-
ardags, lézt á sjúkrahúsi í Van-
couver, Mrs. Helga Jónasson,
ekkja Tryggva Jónassonar, er
dó á Gimli 1947. Hún var 69 ára
að aldri; hún lætur eftir sig fimm
uppkomin og mannvænleg börn,
einn son og fjórar dætur.
Útförin fer fram frá Sam-
bandskirkjunni á Gimli á föstu-
daginn í yfirstandandi viku, kl.
2.30 e. h. Séra Philip M. Péturs-
son jarðsyngur.
' ☆
Ungfrú Snjólaug Sigurdson,
hinn víðkunni píanisti, sem dval-
ið hefir hér undanfarna mánuði
hjá móður sinni, frú Jónu Sig-
urdson, lagði af stað áleiðis til
New York á sunnudagskvöldið
var.
☆
Síðastliðinn sunnudag lézt í
Vancouver, Stefán S. Stefáns-
son, er um mörg ár hafði starfað
í slökkviliði borgarinnar, hinn
gjörvulegasti maður; hann var
sonur þeirra Mr. og Mrs. Finnur
Stefánsson, sem mörgum voru
að góðu kunn í Winnipegborg;
hinn látni lætur eftir sig konu
sína, Mary, og tvær systur, Mrs.
Nia Thompson og Mrs. Laura
McAlphine; einnig bróður, Frið-
rik að nafni.
Útförin fór fram í Vancouver.
☆
Fólki í Nýja-íslandi er hér
með tilkynnt, að hinn ágæti
tenórsöngvari, Ólafur Kárdal
efnir til söngsamkomu í Sam-
bandskirkjunni í Árborg næst-
komandi laugardagskvöld, 22.
sept., kl. 9.
Þar verður ýmisllgt fleira til
skemtunar .Inngangur aðeins
50 cents.
Þessi samkoma er undir um-
sjón Kvenfélags safnaðarins.
Frónsfundur
Þjóðræknisfélagsdeildin Frón
heldur fund í G. T.-húsinu á
mánudaginn 1. okt. n.k., kl.
8.15 e. h.
Ræðumaður að þessu sinni
verður Próf. Áskell Löve, sem
hingað kom frá íslandi fyrir
skemstu. Þeir, sem til hans
heyrðu á íslendingadeginum á
Gimli í sumar sem leið, vita að
hann er maður orðheppinn og
skemtilegur, auk þess, sem pró-
fessorinn mun geta sagt okkur
hitt og þetta fróðlegt að heiman,
ætlar hann einnig að sýna lit-
myndir frá íslandi.
Skýrt verður frá öðrum at-
riðum skemtiskrárinnar í næsta
blaði. H. Thorgrímsson,
ritari Fróns
☆
Ungfrú Solveig Lifman lagði
af stað áleiðis til Gander, New-
foundland á laugardaginn var,
þar sem henni var boðin ágætis
staða; en þar er búsett systir
hennar, frú Margrét Miller, sem
gift er flugvallarstjóranum í
Gander; þessar ágætu systur eru
dætur hinna kunnu merkis-
hjóna, Mr. og Mrs. B. J. Lifman
í Árborg.
☆
í vikunni, sem leið, dvöldu
hér í borginni eftirgreind ung-
menni úr Reykjavík, er komu
bílleiðjs í stutta heimsókn frá
New York:
Hjalti Geir Kristjánsson, sonur
Kristjáns Siggeirssonar verk-
smiðjueiganda; þeir Kristján og
Fred Bjarnason lífsábyrgðar-
umboðsmaður eru hálfbræður.
Gunnar Zoega, sonur Geirs
Zoega vegamálastjóra, og þær
ungfrúrnar Marta Jóhannsdótt-
ir, Ólöf Björnsdóttir og Kristín
Þ. Þorsteinsdóttir; hinir ungu
menn stunda í vetur nám við
Columbiaháskólann, en ung-
frúrnar þrjár starfa á skrifstof-
um í New York.
☆
Tilkynning
til eldri íslendinga við Lundar
og í grendinni: Vegna ýmsra
erfiðleika getur Kvenfélagið
„Eining“ ekki haft sitt árlegk
Haustboð fyrir aldraða fólkið
þetta haust; en við vonum að
betur gangi næsta ár, og send-
um innilegar kveðjur og óskir
um vellíðan til allra okkar vina.
Fyrir hönd
Kvenfélagsins „Eining“
Björg Björnson
Rannveig Guðmundson
☆
Þjóðrænisdeildin „FRÓN“
Þakkar hér með eftirtöldu
fólki fyrir bækur gefnar bóka-
safni deildarinnar: Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson; Sveinn Sveinsson;
frú P. Helgason og frú Helga
Tompson. Deildin er öllum þess-
um og öðrum, sem bækur hafa
gefið til bókasafnsins, innilega
þakklát. Megi sem flestir gjöra
það sama.
F. h. Deildarinnar „Frón“
J. JOHNSON bókavörður
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
hold their next meeting, on
T.uesday Sept. 25, at 2.30 p.m.
in the lower auditorium of the
church. On Sunday Sept. 30,
members will meet at 11 a.m.
for a church parade.
Ágúst Sædal málarameistari
biður þess getið, að hann sé nú
sem fyr reiðubúinn að fegra
heimili íslendinga í Winnipeg.
Phone 725 588. Ste. 16 Acadia
Apts., Victor Street.
☆
Annual Fall Tea
The Jon Sigurdson chapter,
I.O.D.E. will hold its annual Fall*
Tea and Sale in the T. Eaton
Assembly Hall, Saturday, Sept.
29, from 2.30 to 4.45.
A feature of the afternoon’s
entertainment will be the model-
ling of exquisite late 19th cen-
tury fashions, with Mrs. E. W.
Perry and Mrs. W. S. Jonasson
in charge of arrangements.
Mrs. B. S. Benson and Mrs.
P. J. Sivertson are general con-
veners, with Mrs. S. Gillies,
Mrs. B. Heidman, and Mrs. H. F.
Danielson as table conveners.
Mrs. Thorpe is in charge of the
Home cooking sale and Miss V.
Jonasson and Mrs. T. Thorstein-
son will look after sale of
novelties.
☆
Lundar, 10. sept. 1951
LÖGBERG, Winnipeg, Man.
Viljið þér gjöra svo vel og
birta eftirfarandi línur í blaði
yðar:
Kvenfélagið EINING, Lundar,
Man., gefur $5.00 í Blómsveiga-
sjóð Kvenfélagsins B Jð^K,
Lundar, Man., í minningu um
Helga Björnson dáinn 4. júlí
1951.
Kærlega þakkað.
Margrél Hofteig,
Lundar, Man.
☆
Gjafir til BETEL:
A friend, Selkirk, Man. $50.00;
Mrs. G. Sturlaugson, Betel,
Comforter’ Bed Linens and
several pillows; Mr. G. F. Jónas-
son, Winnipeg, 100 lbs. Lake
Winnipeg White fish; W. Lang-
rill, Selkirk, Man., 4 Boxes
chocolate; a friend, Mozart,
Sask., $5.00; Mrs. R. K. G. Sigur-
björnsson, Leslie, Sask., í minn-
ingu um Stefán Anderson $10.00;
M. G. Gudlaugson, R. R.2. White
Rock, B.C., í minningu um Ás-
björn Sturlaugson, er dó að
Svold, N.D. og móður hans, Ás-
gerði Sturlaugson, er dó að
Betel, $5.00; Icelandic Lutheran
Ladies Aid, Langrunth, Man.,
pr. Mrs. S. Oddson $15.00.
Kærir þakkir. —*
J. J. Swanson, féhirðir
308 Avenue Bldg. Wpg.
☆
Silíurbrúðkaup.
í tilefni þess, að séra Philip M.
Pétursson og Mrs. Pétursson
eiga 25 ára giftingarafmæli, býð-
ur söfnuður Sambandskirkjunn-
ar öllum vinum og velunnurum
þeirra hjóna til móttöku, sem
haldin verður í neðri sal kirkj-
unnar á þriðjudaginn 25. sept.,
kl. 8.30 e. h.
NEFNDIN
Svell á tjörnum
í gærmorgun
í gærmorgun var svell á tjörn-
um Austanlands. Á Reyðarfirði
var frostið eftir nóttina það mik-
ið, rúðuglers þykkt svell var á
lygnum tjörnum en á Gríms-
stöðum á Fjöllum var svellið 5
millimetra þykkh
Þar var snjódrífa í heysátúm
á túninu um kl. 3 í gærdag. Ann-
ars var sólskin og bjart veður
á Austurlandi í gærdag og fólk
alls staðar í heyskap, þar sem
grasnytjar eru á annað borð. —
Vonast menn eftir nokkra daga
þurrki, en það myndi verða til
mikillar bjargar til að ná inn
heyi sem enn er eftir að þurrka.
—TÍMINN, 8. sept.
Fjögur nýbýli að
rísa upp
í Hornafirði eru nú unnið að
smíði íbúðarhúss á fjórum ný-
býlum, og er ytri bygging þeirra
langt komin. Votheysgryfjur
hafa verið gerðar í sumar á all-
mörgum bæjum, og er nú verið
að byrja að slá í þær hána.
—TIMINN, 5. sept.
Fillers for Lögberg
Tommi hafði að lokum getað
unnið ást leiðinlegrar en ríkrar
stúlku, og skömmu eftir að þau
opinberuðu trúlofun sína hitti
hann gamlan vin sinn sem sagði:
Ég hef heyrt að þú sért aldeilis
dottinn í lukkupottinn, vinur
sæll, og ég óska þér hjartanlega
til hamingju. Hún er sannarlega.
rík stúlkan þín, en svo hef ég
heyrt, að hún væri leiðinleg.
Hvernig er það, hefurðu ekki
orðið að hætta við að reykja og
drekka?
— Jú, ég hef þurft þess, en
hefði ég ekki opinberað með
henni þá hefði ég þurft að hætta
að borða.
☆
Georg: — Af hverju var hann
í vinnufötum í gærkveldi þegar
hann kom til þess að heimsækja
þig?
Grace: — Hann var að vinna.
Ég skulda honum peninga.
☆
Strákur var spurður hvers-
vegna hann hefði hætt í skólan-
um.
— Það dró úr mér allan kjark,
því mér gekk illa í öllum grein-
um nema landafræði.
— Hvernig stóð á því að þér
gekk ekki illa í landafræði?
— Við höfðum ekki landa-
fræði í mínum bekk.
☆
— Jæja, fyrst þú ert svona
maður, þá vil ég ekkert meira
með þig hafa. Tilfinningar mín-
ar gagnvart þér hafa breytzt, og
ég vil aldrei sjá þig meira.
— Komdu þá aftur með hring-
inn.
— Tilfinningar mínar gagn-
vart þér hafa breytzt, en þær
eru ennþá óbreyttar gagnvart
hringnum.
Traffic Accidents
Continue Downward
Trend in Manitoba
Injury accidents on Manitoba
roads. and highways continued
to decline steadily throughout
August — maintaining Manitoba
second for the greatest reduction
on the continent, reports R. B.
Baillie, Director of Highway
Safety. A drop of 40 per cent
from the August record of last
year contrasted sharply with the
18 per cent increase recently re-
ported by the National Safety
Council for the rest of North
America, Mr. Baillie stated.
Total traffic accidents for
Manitoba were down 25 per
cent, from 932 to 702; deaths were
down 50 per cent, from 6 to 3;
and the 40 per cent drop in
injury accidents marked a de-
crease of from 328 to 198.
In Winnipeg, accidents were
down from 454 to 300; deaths
from 1 to 0; and non-fatal ac-
cidents down from 99 to 74.
Mr. Baillie warned, however,
that there are still too many
preventable accidents involving
young children.
“Children are now back at
school,” he said, “and parents
and teachers should teach them
safe walking and cycling
habits.”
The Safety Director also cau-
tioned year-round drivers that
accidents have climbed sharply
towards the end of the last few
ýears. To combat this adverse
trend, the Driver Improvement
Clinic has redoubled its efforts
to improve accident repeaters,
he said.
Cautionary letters are being
sent out at the rate of over 5,000
per month, with 1,000 of these
being sent to speeders, Mr.
Baillie pointed out. All drivers
with three or more moving traf-
fic violations this year afe being
called in for driver improve-
ment.
“This seasonal increase in
traffic accidents poses a chal-
lenge to all year-round drivers
to maintain the record achieved
during the Summer months,” the
Safety Director declared.
— Ég var að ganga út með
konunni minni um daginn og þá
komum við að drullupolli, ég
bar hana ekki yfir og þá sagði
hún: Þú ert ekki eins góður við
mig núna eins og þegar þú varst
ungur strákur.
— Og hverju svaraðir þú?
— Ég sagði bara: Þú ert nú
ekki eins grönn núna eins og
þegar ég var ungur strákur.
☆
Gömul kona og amerískur her-
maður sátu hvert á móti öðru í
brezkum járnbrautarvagni. Her-
maðurinn japlaði á tyggigúmmí
í sífellu, og gamla konan horfði
á hann. Á einni stöðinni fór
hann út og inn kom vinkona
gömlu konunnar, þá sagði hún:
— Mikið varv hann indæll,
ungi hermaðurinn, sem fór út
áðan. Alla leiðina var hann að
tala við mig, en hann talaði bara
svo lágt, og ég heyri svo illa, að
ég heyrði ekkert af því, sem
hann sagði.
DÁNARFREGN —
Páll Stefán Antóníus Hall-
dórsson var fæddur í Geraldton,
Sask. þ. 24. jan. 1905. Hann dó
þ. 6. sept. s.l. 46 ára gamall. —
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
laug Björnsdóttir frá Eskifirði
og Björn Halldórsson frá Hrafns
gerði í Suðurnesi í Austur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar hans
komu til Canada árið 1901 og
settust að í Geraldton. Páll var
alinn upp í foreldrahúsum. Fað-
ir hans dó 1921, en móðir hans
er hjá Jóhanni syni sínum. Tvö
systkini lifa bróður sinn, Mrs.
John Reykjalín í Langenburg,
Sask. og Jóhann bóndi í Gerald-
ton.
Páll kvæntist konu af hérlend-
um ættum, Doris Murray, þau
eiga tvö börn, dreng 14 ára og
stúlku 11 ára.
Páll heitinn var hinn mesti
myndarmaður og öllum var vel
til hans, sem þekktu hann. Hann
var snillingur í að leika á fiðlu
og mikið sótst eftir honum til að
spila og skemta á gleðimótum.
Hann var víða þekktur og alls
staðar velkomin.
Útförin fór fram frá United
kirkjunni í Geraldton þ. 10. sept.
Hátalarar voru notaðir og hópur
af fólki stóð allt í kringum kirkj
una og lengst út á götur. Ungir
og gamlir komu í hundraða tali
að kveðja vin, sem þeir söknuðu
sárt og mátu mikils. Séra Jóhann
Fredriksson jarðsöng.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóla kl. 12.15 e. h.
☆
Lúlerska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn, 23. sept.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnuþlagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir!
S. Ólafsson
☆
— Gimli Luiheran Parish —
H. S. Sigmar, Pastor
Sunday September 23rd
9 a.m. Betel.
1:30 p.m. Communion Service
in Husavick.
3:00 p.m. (Standard Time)
Service in Geysir (Icelandic and
English).
7:00 p.m. (D. S. T.) Youth
Service in Gimli.
8:30 p.m. (Standard Time)
Youth Service in Riverton.
Everyone aíways wölcome.
☆
— Lundar Presiakall —
Sunnud. þ. 23. sept.
Lundar, sunnudagaskóli kl.
11 f. h.
Messa á íslenzku kl. 2 e. h.
Messa á ensku kl. 7.30 um
kvöldið.
Sunnud. þ. 30. sept.
Otto, messa á ensku kl. 2 e. h.
Lundar, messa á ensku kl. 7.30
um kvöldið.
J. Fredriksson
Nágranni:—Jæja, vinur, hvað
hefir nú hann sonur þinn lært í
skólanum?
Stoltur faðir:—Hann var ekki
búinn að vera í einu viku, þegar
hann sýndi, hvernig hægt væri
að opna flösku með tú-kalli.
FRÁ VANCOUVER:
Afmælishátíð á Höfn
»
3498 Osler St. Vancouver
Sunnudaginn 30. sepfr. 1951
Kl. 2 til 5 og 8 til 10 e. h.
0
Inngangseyrir. Gjafir til elliheimilisins.
1. Peningar.
2. Rúmfatnaður, handklæði, bollapör o. s. frv.
3. “Groceries, Canned goods, Preserves.”
4. Aðrar gjafir heimilinu til gagns.
Program Kl. 3 og 9 e. h.
Kaffi, sætabrauð og skyr á boðstólum.
Allir velkomnir. — Komið og styrkið þarft fyrirtæki!
NEFNDIN
THE MALTING PR0CESS
There are three stages in the malting process, i.e.,
steeping, germinating and drying. The steeping. consists
in soaking the barley in water until the kernel is almoát
saturated. This is done in large steep tanks through
which pure water and air can be forced.
The germination is done in a compartment or drum
where the barley can be kept at the proper temperature
and moisture content. Fresh air is forced through the
germinating mass to remove the carbon dioxide and
supply oxygen to the grain growing. The germinated
barley, or as it is called “green malt”, has been allowed
to grow until small rootlets have developed, but the
sprout has not emerged from under the hull.
The drying is dOne in kilns through which heated
air is forced. It is usually dried to about 3 percent of
4 percent miosture. The dried rootlets are removed
and malt is the result. To the uninitiated malt appears
like a clean sample of barley.
For further information, write to Barley Improve-
ment Institute, 206 Grain Exchange Bldg., Winnipeg.
Twelfth of series of advertisements. Clip for scrap
book.
♦ ♦ ♦ ♦
This space contributed by
SHEA’S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-293