Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.10.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. OKT^ÓBER, 1951 7 Fréttapistlar frá Kyrrahafsströndinni, 1951 Um 900 manna . . . Mikil veðurblíða hefir verið hér á ströndinni í alt sumar, sól- skin og blíða dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og enn þann dag í dag 22. sept- ember, er sama blíðviðrið. Þetta inndæla veður hefir því gert all- ar samkomu bæði smáar og stórar, ánægjulegar, því á sól- skinsdögum líður fólki vel, en þegar syrtir að verða margir þungbúnari á svipinn. Ég ætla ekki að skrifa um Is- lendinga hér á ströndinni, því aðrir hafa gert það, en ég ætla aðeins að minnast á ýmislegt annað, sem ekki hefir verið skrifað um áður. Sunnudaginn 12. ágúst var fjölmenn íslenzk messa á Elli- heimilinu „Stafholt" í Blaine, Wash. Séra Guðm. P. Johnson messaði og hinn fjölhæfi lista- maður, Mr. Ársæll Auguston frá Bellingham, spilaði á hljóðfærið með miklu lífi og fjöri. í messulok afhenti séra Guð- mundur sinn hluta af messu- starfinu í Stafholti til Dr. H. Sigmar, sem nú er fastaprestur við lútersku kirkjuna Blaine. Að því búnu tók séra Sigmar til máls; sagði hann að sér væri það sönn ánægja, að verða við beiðni séra Guðmundar, og flyfja messu gjörð í Stafholti annan sunnu- dag hvers mánaðar eins og séra Guðmundur hafi gert fram að þessu, þakkaði séra Sigmar með fögrum orðum fyrir hönd kirkju sinnar fyrir það vel unna starf, sem séra Guðmundur hafi gert fyrir Elliheimilið og í þágu kirkjunnar. Séra Guðmundur hefir flutt messur á Elliheimilinu einu sinni í mánuði síðan það tók til starfa, fyrst^a messan var flutt þann 20. febrúar 1949. Messurn- ar hafa ávalt verið vel sóttar, ekki eingöngu af vistfólki held- ur líka af mörgu íslenzku fólki úr ýmsum áttum. Mrs. Dóra Russell, dóttir séra Guðmundar, hefir ávalt spilað við messurnar þar til síðastliðið vor, að hún, ásamt manni sín- um, flutti til Bremerton, Wash., þar sem hann vinnur í þjónustu stjórnarinnar, en eftir að Dóra varð að hætta að spila við mess- urnar í Stafholti, þá tók við því starfi hr. Ársæll Auguston frá Bellingham, mesti snillingur í Music. Messurnar voru því á- valt hressandi og" upplyftandi, enda vel líkaðar af því fólki, sem þær sóttu. Offur var altaf tekið við mess- urnar og var það notað til styrkt ar heimilisrekstrinum, en starfið gert endurgjaldslaust. Tvær ástæður voru fyrir því, að séra Guðmundur hætti að messa í Stafholti, í fyrsta lagi fanst honum það bæði eðlilegt og sjálfsagt að Dr. Sigmar flytti þar messur, þar sem hann er nú fastaprestur við Blaine-söfnuð og í öðru lagi var það að séra Guðmundur hefir nú flutt til Seattle og er þar af leiðandi meiri erfiðleikum bundið fyrir hann að halda uppi messum í Blaine. Ég, sem þessar línur rita, vil því nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum vinum mínum, bæði á Elliheimilinu og öðrum Islendingum bæði nær og fjær, sem sóttu þessar messur, fyrir allar þær inndælu ánægju- stundir, sem við urðum aðnjót- andi í því kristilega samfélagi, sem íslenzkur sálmasöngur og Guðs orð á íslenzku hefir í för með sér. Einnig vil ég þakka báðum forstöðukonunum, sem á þessu tímabili störfuðu á heimilinu fyrir þeirra sérstöku lipurð og mikla myndarskap, sem þær á- valt sýndu í sambandi við mess- urnar, altaf höfðu þær veitingar fyrir alla viðstadda eftir hverja messu, svo þetta varð nokkurs konar samsæti fyrir alla þessa blessuðu landa, bæði eldri og yngri, sem þar komu saman. Messurnar í Stafholti minntu okkur, eldri íslendinga, á gamla daga í sveitakirkjunum heima á Fróni, þegar allir, sem messur sóttu, urðu að þiggja góðgerðir Framhald af bls. 3 sem búið er að leggja á högg- stokkinn. Sú sjón að sjá hval tættan sundur með vindum og krönum, ætti að nægja til að gera mann að grasætu upp á líf- stíð. Úr bréfi til íslands Eftir heimkomuna skrifaði Auden kunningja sínum hér á landi brpf, þar sem hann segir meðal annars: * Sárafáir Englendingar hafa á- huga fyrir íslandi. Aftur á móti má segja, að Islandsáhugi þess- ara fáu nálgist ástríðu. Faðir minn var þeirra á meðal. Sumar ferkustu bernskuminningar mín- ar eru um það, þegar pabbi las fyrir mig úr íslenzkum þjóðsög- um og fornsögum, þess vegna kann ég meira í norrænni goða- fræði en grískri. Ferðin til Islands veitti mér mikla ánægju. Þetta segi ég satt, þó að ég hafi í ferðabréfum mín- um ekkert skafið utan af því, sem mér þótti miður fara. Ég mætti þar stakri góðvild og gest- risni, og mah ég aðeins eina undantekningu frá því. Og ég verð að segja ,að ég get ekki hugsað mér fólk, er ég kysi frek- ar að dveljast með í útlegð en íslendinga. Mér, eins og öðrum útlending- um á íslandi, þótti mikið koma til í^lenzkra bænda, er ég hitti, Þeir eru ekki eins leiðinlegir og kauðalegir og enskir sveitamenn sýnast stundum vera. Á hinn bóginn fór það ekki fram hjá mér ,að fólk í bæjum á íslandi er orðið siðspillt af að búa þar. Reyndar er borgamenning ekki á kirkjustaðnum eftir messurn- ar, enda fóru þá allir heim þakk- látir og glaðir í anda. Guð blessi Elliheimilið „Staf- holt“, með íslenzkum sálma- söng og hreinu Guðs orði um ókomin æviár. Gifting: Þennan áminsta sunnudag, 12. ágúst, voru gefin saman í hjóna- band að Blaine, Wash. þau Guð- laug Magnússon og Hannes Teitsson. Séra Guðm. P. John- son framkvæmdi hjónavígsluna. Eftir giftinguna var setin mynd- arleg veizla heima hjá þeim merku hjónum Mr. og Mrs. John H. Fossberg að Blaine. Eftir veizluna fóru nýgiftu hjónin skemtiferð til Seattle. Heimili þeirra verður að Blaine, Wash. Guð blessi framtíð þessara ný- giftu hjóna. Skemiilegl skógargyldi: Sunnudaginn 19. ágúst hélt Lestrarfélagið „Jón Trausti“ sitt árlega skógargyldi í skemtigarð- inum við Friðarbogann (The til þar. Tvennt er það, sem gest- urinn veitir fyrst athygli. Annað er óstundvísi, sem er smámunir, og hitt er drykkjuskapurinn, sem er heimskulegur, en varla til að furáa sig á, þar eð almenni legir drykkir eru ófáanlegir í landinu. Bjórinn er ekki mönn- um bjóðandi, létta vínið rándýrt, og þá er ekki annað eftir en brennivínið, vog það kann ekki góðri lukku að stýra. Mér var sagt, að íslendingar væru óáreiðanlegir í viðskipt- um, en persónulega fanns mér þeir vera heiðarlegri en flest fólk, er ég hef kynnzt. Stjórn- málaspilling kvað ver^ mikil í landinu, og getur það verið rétt, þar sem hver þekkir þar annan. Islendingar hafa fallega fram- komu þegar hún er eðlileg,. en gerviframkoma þeirra er mjög ófullkomin. Með gerviframkomu á ég við það, sem ekki byggist á ósjálfráðri tilfinningu gagnvart öðru fólki. Fínir borgarar, sem fara til íslands, eru alltaf að stagast á því, að þar séu hvorki til auð- kýfingar né fátæklingar. Við fyrstu sýn virðist þetta vera satt. Þar sér maður hvorki hallir á við Mayfair né önnur eins hreysi mannabústaða og í East End. Kaup er hátt í samanburði við önnur lönd, og þar er stéttamun- ur minni en í nokkru öðru kapí- talistísku 'landi. En þegar maður hefur það í huga, að ísland er stærra land en írland, telur færri íbúa en Brighton, og á nokkur áuðugustu fiskimið í heimi, á maður dálítið bátt með að trúa því, að kaupið gæti ekki verið hærra og munurinn minni. Ég sá fjöldamarga búa við kjör, sem ég öfundaði þá ekki af, og nokkra, sem peningaauðurinn hafði gert að hrokafullum, stærilátum og ruddalegum fykkjurp. Auðmenn á Englandi hafa vissa arfsiði í lifnaðarháttum, sem gefa því meira að segja vissan þokka, hvernig þeir eyða peningunum. Slíkt held ég sé ekki til hjá ríki fólki á íslandi. ísland er heimkynni þess bez- ta, er skrifað hefur verið í ó- bundnu máli í veröldinni, dýr- asta kveðskaparins, og allir eru þar læsir. Því hefur Island góða og gilda ástæðu til að vera stolt af sjálfu sér. Og þegar ég er með gagnrýni, eða öllu heldur að- finnslur, þá er það ekki af því, að ég vilji ekki viðurkenna það, sem vel hefur gert verið, heldur vegna þess, að af þjóð, er einu sinni vann þessi frægu afrek, væntir maður þess, að hún haldi áfram að sýna af sér manndóm. — ALÞBL. 29. júlí Peace Arch Park) að Blaine, Wash. Samkoman byrjaði kl. 1 e. h. með myndarlegri skemtiskrá. Þar var mikill söngur og ræðu- höld. Þeir sem tóku til máls voru: Dr. H. Sigmar, sem flutti skemtilega og hressandi ræðu, kryddaða með gamni og alvöru. Var gerður hinn bezti rómur að ræðu hans. Þá talaði séra Albert Kristjánsson, ræða hans fjallaði aðallega um íslenzkan félagsskap á ströndinni og þó sérstaklega í Blaine, var ræða hans skemtileg og full af lífi. Næstur talaði séra Guðmundur um starf Lestrar- félagsins 1 Blaine og nágrenni og það traust og virðingu, sem félagið hafi aflað sér á meðal íslendinga. Þá talaði hr. Hannes Teitsson vel og skemtilega að vanda. Því næst flutti hr. Sigur- jón Björnsson fallegt kvæði og hr. Guðmundur Guðbrandsson las* gamansögu o. fl. Á milli ræðanna var sungið eins og á- valt er venja hjá Jóni Trausta. Þar voru líka mættir nokkrir fulltrúar frá Lestrarfélaginu „Kári“ í Bellingham, er tóku þátt í skemtiskránni. Þá var sest að kaffidrykkju og ágætis veitingum, sem konur Lestrar- félagsins báru fram. Skógar- gyldið sóttu um 50 manns. For- seti Jóns Trausta, frú Margaret Johnson stjórnaði samkomunni. Veðrið var fagurt, sólskin og blíða allan daginn. Allir skemtu sér hið bezta og fóru glaðir heim. Hefja starf: Lestrarfélögin hér á strönd- inni eru nú að taka til starfa eftir sumarfríið og mun ég inn- an skamms senda Lögbergi frétt- ir af starfi þessara áhugasömu íslenzku félaga, og fleira sem hér gerist á meðal landa vorra. G. P. J. Það, sem sameinar okkur William L. Stridger, einn af áhrifamestu leiðtogum Meþó- distakirkjunnar í Ameríku, segir svo frá: „Ég mun aldrei gleyma hinu yndislega kvöldi, er ég ásamt Gallagher hinum kaþólska bisk- upi í Detroit, stóð á tindi Olíu- fjallsins og horfði á sólsetrið. Við hittumst þarna af hendingu í fyrsta sinni á ævinni. Þó höfð- um við í fimm ár átt heima í sömu borginni og oft lent saman í hörðum blaðadeilum bæði um stjórnmál og kirkjumál. Ég kynnti mig fyrir honum. Og hann svaraði: „Mér hefir ætíð leikið forvitA á því að kynnast yður, því margt höfum við nú heyrt, hvor um annan“. Ég játti því, og kvaðst fyrir mitt leyti geta sagt hið sama. Við stóðum tveir einir á fjall- inu og horfðum yfir Jerúsalems- borg baðaða í geislum kvöldsól- arinnar, sem sveipuðu Fögrudyr ljóma sínum, borgarhliðið, sem Jesús hélt innreið sína í gegn um á Pálmasunnudag. Við horfðum yfir Getsemanegarðinn, Golgatahæðin blasti við okkur, og ég sagði við gamla kaþólska biskupinn: „Ef til er í víðri veröld nokkur sá staður, þar sem við ættum að koma auga á það eitt og það allt, sem tengir okkur saman, þá er það hér“. Þá faðmaði gamli maðurinn mig að sér og svaraði: „Já! Hér stöndum við sannar- lega á sameiginlegum grundvelli, drengur minn. Það gjörum við vissulega“. Og því ekki það? Við erum ólík að skoðunum, tilheyrum ólíkum og stríðandi kirkjudeildum, rífumst um trú- fræðileg atriði, 'en eitt er það, sem okkur öll tengir: Drottinn Jesús Kristur, sem er hinn sami í gær og í dag og um eilífð. —Kirkjublaðið Framhald af bls. 2 og þaðan af fákænni kvikindi, og henni sé lof og dýrð fyrir vik- ið, jafnvel þótt það kosti Para- dísarvistina. Nýlega kaus UNESCO nefnd úr sínum hópi, en hlutverk hennar skal vera, að rannsaka og ráða bót á sérlegu vandamáli nokkur hundruð manna kyn- þáttar inni í Afríku. Vandamálið er það, að fólk þetta getur ekki borið fram sérstök hljóð þegar það bablar saman, nema fram- tennur séu brotnar úr munni þess í æsku. Þótt árangur sé enn ekki kunnur, er þess að vænta, að starf nefndarinnar leiði til stórkostlegra framfara á sviði samræðulistar þessa fámenna blökkumannakynþáttar. Blaðaútgáfa í Belgíu. Eitt af því, sem UNESCO þótti nauðsyn bera til að athuga, var blaðaútgáfa í Belgíu (af hverju endilega í Bergíu veit enginn). Náttúrlega var gerð út nefnd, og var þetta Bjarmalandsför hin mesta. Nefndin skýrði m. a. frá því — á prenti — að í Brugge- borg væru gefin út þrjú dag- blöð. Það vill nú samt svo til, að þarna hefir ekkert blað verið gefið út í fimmtíu ár! Sem dæmi um mikinn ritþroska og lestrar- smekk Belga benti nefndin á Nieuw-blað van Gheel, þ. e. fréttablað staðarins Van Gheel. Eini staður í Belgíu með þessu nafni, að svo miklu leyti sem vitað er. Margir munu kannast við nafnið Myrna Loy, en persóna þessi er afdönkuð kvikmynda- dís. Hún situr nú að kjötkötlum UNESCO, og er sem stendur mjög önnum kafin við starf, sem miðar að því, að „útrýma eða laga þá siði eða sérkenni „út- lendinga“ (hvað sem átt er nú við með því), sem „öðrum“ finn- ast einkennilegir bg afbrigði- legir“. Þetta mun helzt eiga að gerast með því, að útskýra fyr ir heiminum hvernig á sið eða venju standi, hver sé orsök annkannalegrar hegðunar „út- lendinga“. I þessu sambandi hefir fraukan skrifaðar hátíð- lega (í fúlustu alvöru); Athuganir Myrna Loy. „Mönnum finnst það undar- legt að Englendingar skuli allir bera regnhlífar". Fröken (eða frú?) Loy er á þeirri skoðun, að UNESCO eigi að upplýsa fá- fróða jarðarbúa um það, að „það rigni alltaf í Englandi", og þá muni engum finnast regnhlífa- burður Englendinga skrítinn lengur! Fleiri skaplegar athug- anir hafa komið úr þessum her- búðum, en hvort þær eru þess virði, að greiða einni ,persónu um fimmtíu þúsund króna árs- laun fyrir, eins og f 1 e s t i r UNESCO-menn munu hafa {skattfrjálst), er aftur annað mál. Það er auðvitað, að eitthvað mun UNESCO hafa gert að gagni, enda mætti það mikið vera ef 900 manna lið með allt þetta fjármagn að baki, gerði ekki eitthvað af viti. En yfir- gnæfandi meirihluti UNESCO- fólksins eru síðhærðir piltar og snoðklipptar stúlkur með furðu- legustu hugmyndir um allt sem er og heitir, þar á meðal pen- inga. Það hefir líka komið fram hvöss gagnrýni á stofnunina, t. d. bæði í þingi Breta og Banda ríkjamanna, en þeir leggja mest af mörkum af eyðslufé UNESCO án þess þó að hafa nokkur telj- andi áhrif á hvernig fénu er varið. Orðaði einn þingmaður þetta svo, að UNESCO væri sam safn afglapa, sem virtist keppa að því einu, að sóa fé á hinn fáránlegasta og ráðleysislegasta hátt. Mön, í ágúst 1951. Bjak. —VISIR SURTSHELLIR Surtshellir er stærstur og merkastur hellir hér á landi. Hans er getið í Landnámu og má á frásögninni sjá að þá hafa menn haldið að þar hafi búið jötunn, er Surtur hét. Þar segir að Þorvaldur holbarki, einn af mörgum sonum 'Höfða-Þórðar landnámsmanns (sem Þórðar- höfði í Skagafirði er kenndur við), hafi komið á Þorvarðsstaði í- Hvítársíðu til Smiðkels og dvalist þar um hríð. „Þá fór hann upp til hellisins Surts og færði þar drápu þá, er hann hafði ort um jötuninn í hellin- um“. Síðan fékk Þorvaldur dótt- ur Smiðkels. En synir Smiðkels voru þeir „Þórarinn og Auðunn, er réðu fyrir Hellismönnum“. I Harðar sögu segir frá því, að 12 Hólmverjar voru eitt sinn sendir í land að sækja vatn, og var einn þeirra Þorgeir gyrðil- skeggi, er var „einna tillaga- verstur af öllum Hólmverjum og fýsti allra illvirkja“. Bændur sátu fyrir þeim 24 saman og flýði þá Gyrðilskeggi þegar við sjö- unda mann. Komust þeir í Surtshelli „og safnaði Þorgeir að sér liði og var þar, þar til Borgfirðingar gerðust til þeirra. Þá stökk Þorgeir norður á Strandir og var þar drepinn“. Enn segir í Landnámu um Torfa Valbrandsson á Breiðabólstað, er mest réð fyrir drápi Hólm- verja, að hann hafi verið „á Hellufitjum og Illugi svarti og Sturla goði, þá er þar voru drepnir 18 Hellismenn, en Auð- unn Smiðkelsson brenndu þeir inni á Þorvarðsstöðum”. Eggert Ólafsson hyggur að þar á meðal hafi verið menn Þorgeirs gyrðil- skeggja. Annars vita menn ekki meira um þessa Hellismenn, nema hvað mannvirki sjást í Hellinum og mikið hefir fundist þar af nautgripa- og kinda- beinum. En í munnmælum geymdist sagan um Hellismenn, og þó að vísu mjög afbökuð. Þar segir að 18 skólapiltar frá Hólum hafi lagst út í Surtshelli og hafi rænt fé manna hundruðum saman þar um heiðarnar. Ráku þeir féð fyrst heim í svonefnda Vopna- lág og voru þar yfir því um nótt. Kaupið TÓBAKI vegno verðgildis Framhald á bls. 8 Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traimnglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV *. wTNNlPEG Sendibréf fró íslandi V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.