Lögberg - 25.10.1951, Side 1

Lögberg - 25.10.1951, Side 1
1 SVIPLEGT DAUÐASLYS: Presturinn á Skútustöðum bíður bano af falli í stiga Það sviplega slys vildi til í fyrradag, að presturinn á Skútustöðum við Mývatn, séra Hermann Gunnarsson, féll úr stiga og höfuðkúpubrotnaði. — Lézt hann nokkrum stundum síðar. íslendingar í Suður-Californíu Blaðið átti einnig tal við hér- aðslækninn á Breiðumýri, Þór- odd Jónasson, sem kom til sjúklingsins skömmu eftir slys- ið, og samkvæmt frásögn hans vildi það til með þessum hætti: Laust fyrir kl. 12 á hádegi í fyrradag var séra Hermann að bera 170 punda þungan hveiti- poka ofan í kjallara húss síns. Niður tréstiga var að fara og bar hann pokann í fanginu og gekk áfram niður stigann. Var hann kominn mjög neðarlega í stigann, er honum varð fóta- skortur með einhverjum hætti svo að hann féll aftur yfir sig °g fylgdi hinn þungi hveitisekk- ur honum eftir í fallinu. Féll séra Hermann á hnakkann og hlaut mikið högg. Heimilisfólkið kom þegar að, og var séra Hermann þegar bor- inn í rúm. Var hann þá með fulla meðvitund, en dreyrði úr eyr- um. Héraðslæknirinn á Breiðu- mýri, Þóroddur Jónasson, kom að hálfri stundu liðinni. Sam- tímis voru gerðar ráðstafanir til að fá flugvél til Mývatns til að sækja sjúklinginn og flytja í sjúkrahús til tafarlausrar að- gerðar. Fékkst Grummanflugbátur frá Akureyri og flaug Aðalbjörn Kristinsson honum austur. Með honum var Jón Sigurgeirsson, lögregluþjónn, sem er Mývetn- ingur. Lenti báturinn á vogin- um rétt austan við Álftagerði, sem er næsti bær vestan Skútu- staða, og þaðan aðeins nokkurra mínútna gangur í Skútustaði. Var þetta um kl. 3 síðdegis í fyrradag. , Séra Hermann hafði fulla rænu um klukkustund eftir að slysið varð, en þá misti hann meðvitund og kom ekki aftur til meðvitundar. Lézt hann svo um kl. hálffjögur, og var læknirinn yfir honum allan tímann. Var þetta um svipað leyti og komið Landhelgismól íslands koma við sögu í Haag Brezki saksóknarinn og mál- flytjandi Breta í landhelgis- málinu, sem nú er fyrir alþjóða- dómstólnum í Haag, lauk í gær sóknarræðu sinni með þeirri kröfu, að landhelgisákvörðun Norðmanna væri lýst ólögleg. Hins Vegar kvað hann Breta fúsa til samninga við Norð- mejin um nauðsynlega verndun fiskimiða á landgrunni. Hann vék einnig að þeirri ákvörðun íslendinga að stækka landhelgi sína fyrir Norðurlandi og kvað hana algerlega ólöglega. Norski verjandinn mun hefja varnarræðu sína um miðja vik- una. Tekur sæfri á alþingi Andrés Eyjólfsson, bóndi í Síðumúla, hinn nýkjörni þing- maður Mýramanna, tók sæti á alþingi í gær. Var kjörbréf hans þegar samþykkt að lokinni þing- setningu. —TÍMINN, 2. okt. var með sjúkrakörfu úr flug- vélinni heim í Skútustaði. Lætur eftir sig konu og eitt barn. Séra Hermann Gunnarsson var maður um þrítugt, sonur Gunnars Jónssonar frá Fossvöll- um. Hann var nýlega orðinn prestur Mývetninga en hafði unnið sér almennar vinsældir og viðurkenningu sem ágætur kennimaður og góður héraðs- þegn. Hann var kvæntur Sigur- laugu Johnsen frá Vestmanna- eyjum og áttu þau eitt ungt barn. Aths. Hinn látni, ungi prestur, var bróðursonur Gísla Jónsson- ar ritstjóra Tímarits Þjóðrækn- isfélagsins og Einars P. Jónsson- ar ritstjóra Lögbergs. —TÍMINN, 12. okt. Brúðkaup Á sunnudaginn voru gefin saman í hjónaband, þau Jakob Ágúst Vopni fyrrum bóndi að Swan River og frú María Ragn- hildur Árnason, ekkja Ingólfs Árnasonar frá Cypress River; hjónavígslan fór fram að heim- ili Mr. og Mrs. Chris Nordman, en Mrs. Nordman er dóttir brúðarinnar; en önnur dóttir brúðarinnar, frú Alma Gíslason, söng yndislegan einsöng við upphaf vígsluathafnarinnar. Dr. Rúnólfur Marteinsson gifti. Svaramenn voru Mr. og Mrs. Nordman. Margt var boðsgesta við athöfnina, og vegleg veizla setin. Mr. Ragnar Gíslason stýrði ræðuhöldunum; fyrir m i n n í brúðarinnar mælti Mr. L. Holm, en fyrir minni brúðgumans mælti Dr. Marteinsson og skýrði frá fjölþættu ævistarfi hans og las kvæði eftir Hjálmar Gísla- son; þakkaði brúðguminn með fögrum og hlýjum orðum vina- hótin í garð þeirra hjóna; heimili þeirra verður að 4 Elswood Street , Winnipeg. Brúðguminn er 84 ára, en brúðurin 79 ára. Löberg flytur þeim Mr. og Mrs. Vopni innilegar árnaðar- óskir. ☆ Til Maríu og Ágúsiar Vopni, 21. oklóber, 1951 Þið hafið, alla æfi, önn lífs, með drengskap sönnum, borið, og bezt með farið, bætt pundið hverja stundu. Því mun líf-föðurs ljúfa ljósið, frá dular ósum, yður svipfagurt sveipa sólarlag æfidaga. H. G. Afrkvæðagreiðsla um kornsölu Landbúnaðarráðherra fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, Mr. F. C. Bell, hefir tilkynt, að at- kvæðagreiðslan um sölu hrjúfra korntegunda fari fram þann 24. nóvember næstkomandi; skrá- setning kjósenda hefst þann 16. yfirstandandi mánaðar; aðeins framleiðendur korntegunda greiða atkvæði um málið; fram að þessu hefir hveitiráðið ann- ast um söluna, en nú verður bændum það í sjálfsvald sett hvort þeir vilji að sama sölu- aðferð haldist við, eða að kornið verði selt á opnum markaði. 686 Banning Si. Kaffidrykkja Meðlimum og vlnum Fyrsfa lúterska safnaðar er hér með boðið til kaffidrykkju á hinu nýja prestssetri safnaðarins, 686 Banning St. hér í borginni síð- degis og að kvöldi næstkomandi föstudags og laugardags, 26. og 27. þ. m. Kvenfélög safnaðarins og djáknarnir annast veitingar. — Komið og 'sjáið nýja húsið! Nefndin Skipaður sendiherra Samkvæmt frétt, sem Lög- bergi barst frá íslandi á þriðju- daginn, hefir Dr. Sigurður Nor- dal verið skipaður sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn í stað Stefáns Þorvarðarsonar, er bráð- kvaddur varð í Reykjavík á síð- asta sumri. Dr. Nordal er einn hinn víð- mentaðasti og snjallasti rithöf- undur þeirra, sem við sögu ís- lands koma, og setur vafalaust glæsisvip á hverja þá stöðu, sem hann skipar. í flugslysinu mikla þann 17. þ. m. við Mount Benson þar sem 23 menn létu líf sitt, var einn þeirra William Perry, 26 ára að aldri, sonur Mr. og Mrs. Walter E. Perry 723 Warsaw Ave. hér í borginni; móðir hans Margrét Jones-Perry, er ættuð frá Mikl- ey, en maður hennar er lestar- stjóri hjá Canadian National j árnbrautarfélaginu. Hinn látni, ungi maður var glæsimenni og mikill að vallar- sýn; hann stundaði nám við Earl Gray alþýðuskólann og Kelvin gagnfræðaskólann, en gekk síð- an í flugherinn og lauk þar flug- stjóraprófi, er hann var 19 ára gamall; fyrir nokkru hafði hann gengið í þjónustu hins mikla Aluminiumfyrirtækis í British Columbia og gegndi þar ábyrgð- arstöðu. Bill, eins og vinir hans jafnan kölluðu hann, var manna vin- fastastur, svo sem kunnugt er einnig um hina mikilhæfu móð- ur hans, sem ekki er eitt í dag og annað á morgun. Bill var einkabarn foreldra sinna, og er því ólýsanlegur harmur að þeim kveðinn við sviplegt fráfall hans, og allir aðrir, sem kyntust honum sakna hans líka. Þau Mr. og Mrs. Perry fóru þegar vestur til Vancouver dag- inn eftir að þeim barst harma- fregnin til að afla sér frekari vitneskju um atburðinn. Fyrrum róðherra látinn Nýlega lézt hér í borginni Mr. John C. Dryden, fyrrum menta- málaráðherra og síðar fjármála- ráðherra í Campbell-stjórninni í Manitoba 53 ára að aldri, vin- sæll maður og skyldurækinn um embættisstörf; hann hafði verið veill á heilsu síðastliðin tvö ár. Mr. Dryden var útskrifaður í búvísindum frá Manitobaháskól- anum. I Los Angeles og nágrenni er fjöldi manna og kvenna af ís- lenzkum ættum, sem að eiga rætur sínar að rekja til North Dakota — er þetta tápmikið dugnaðarfólk, með átthagatrygð í ríkum mæli, sem kom greini- lega í ljós í sambandi við hina stóru samkomu, sem að -hér fór fram 29. sept. s.l. í North Star Auditorium til arðs fyrir gamal- mennaheimilið „ B O R G “ að Mountain, N. Dakota, en sam- komuna sóttu yfir 400 manns. Hinn efnilegi maður Valdimar Thorvaldsson stjórnaði samkom- unni með mikilli röggsemi, en vel hafði verið búið í haginn með allan undirbúing, t. d. seldi Phil Halperin á annað hundrað aðgöngumiða, en hann er kvænt- ur Jónínu Ásgrímsson. Þarna var Cayor tombóla, happadrættir í mörgum myndum, og hinar beztu veitingar undir stjórn hinna færu hjóna Hans og Emilíu Ortner; varð fjárhagsleg- ur árangur framar beztu vonum. Ég vil geta þess, að hér er hópur af fólki, sem að ekki er íslenzkt, en sem að hlúir að málefnum íslendinga af fremsta megni. Allra þjóða dagur Þann 12.—13. þ. m. var haldin hin árlega samkoma, sem að hin- ir ýmsu þjóðflokkar hér efna til í húsakynnum sínum að 435 So. Boyle Ave. Þar höfðu Islend- ingar myndarlega sýningu und- ir stjórn frú Guðnýjar Thor- valdsson. Forsæfrisróðherra myrfrur Hinn 15. þ. m., var íorsætis- ráðherrann í Pakistan, Ali Khan, myrtur, er hann var að flytja ræðu fyrir miklum mannsöfn- uði; hann var 57 ára að aldri og var alment talinn hinn mikil- hæfasti stjórnmálamaður. Ali Khan var alla jafna hlynt- ur Vesturveldunum og dáði mjög kosti vestrænnar menningar. Pakistan lýtur brezku krúnunni, þó þjóðin eins og flestar sam- lendur Breta, njóti fulls sjálfsr forræðis. Sir Kwaja Nazimuddin, sem g e g n d i landstjóraembætti í Pakistan, hefir tekist á hendur st j órnarf orustuna. Mófrfallinn þjóðnýfring lyfja Að því er dagblaðinu Winni- peg Free Press nýlega sagðist frá, tjáist forseti læknafélagsins í Manitoba, Dr. Eyjólfur John- son, vera því með öllu mótfall- inn, að þjóðnýting lyfja verði hrundið í framkvæmd og vill hafa frjálsa og óháða læknastétt. Dr. Eyjólfur stundar lækning- ar í Selkirk og nýtur hylli al- mennings. Þingið sefrfr Alþingi kom saman til fundar í gær, og prédikaði séra Jón Auðuns í dómkirkjunni fyrir þingsetningu. Síðan var gengið til þinghúss og setti forseti þing- ið. Að því búnu tók aldursfor- seti, Jörundur Brynjólfsson, við fundarstjórn. Allmargir þingmenn voru ekki komnir til Reykjavíkur, og tveir þingmenn, Eiríkur Einars- son og Finnur Jónsson, tilkynntu veikindaforföll. Tekur Sigurður Ó. Ólafsson sæti á þingi í stað Eiríks. Valdimar Björnsson og frú í Los Angeles. Þann 19. þ.m. komu saman um 40 manns að hinu nýja og veg- lega heimili þeirra Olive og Sumi Swanson að Long Beach til þess að fagna hinum mætu hjónum, Valdimar Björnssyni og konu hans frá Minneapolis. — Valdimar flutti ra^ðu; kom hann víða við bæði í gamni og alvöru og í ljóðum bæði á ensku og ís- lenzku; en eins og að allir vita þá er hann prýðilega máli far- inn, og svo íslenzkur í anda að til fyrirmyndar er. Og okkur, sem að höfum dáðst að honum úr fjarlægð árum saman, þótti mikið í það varið að fá að heyra hann tala og sjá hann augliti til auglitis. Góðar veijingar voru framreiddar á hinu fullkomna og gestrisna heimili þeirra Olive og Sumi Swanson. HINN 6. október s.l. fór hér fram hin árlega samkoma til minningar um fund Vínlands hins góða og Leif Eiríksson í Los Angeles Breakfast Club; en þar komu íslendingar töluvert við sögu, þar sem að Jóhannes Newton setti samkomuna, en hann er formaður nefndar þeirrar, sem að stendur fyrir þessum hátíðahöldum. Þarna munu hafa verið um 2000 manns. Skemtiskrá var ágæt og dansað til kl. 2 um nóttina, veitingar hinar beztu á Skandinava vísu. Tvær konur voru þar í íslenzk- um búningum, þær Hlíí Talcott og Ásta Bæfings. Á meðal gesta úr fjarlægð var Mrs. Hannes Pétursson frá Winnipeg. Skúli G. Bjarnason Tekin ókveðin afsfraða Útanríkisráðuneytið b r e z k a hefir gefið út svolátandi yfir- lýsingu vegna deilunnar milli Breta og Egypta út af Suez- skurðinum og yfirráðunum yfir Sudan: Bretar eru staðráðnir í því, að að gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til viðhalds setuliði sínu á. Suezsvæðinu. Bretar gangast ekki inn á neitt það, er breyti til um stjórnarfarslega afstöðu í Sudan án þess að ráðgast um slíkt við íbúa landsins, og heita núverandi landstjóra, Sir Robert Howe, ein dregið fylgi. Slegið hefir í brýnu milli brezkra og egypzkra liðssveita öðru hvoru, með mannfalli af hálfu hinna síðarnefndu. Bretar hafa á valdi sínu einu brúna, sem liggur yfir Suezskurð. Vigfús Guðmunds- son leggur upp í hnafrfrferð sína Vigfús Guðmundsson, hinn. góðkunni gestgjafi í Hreðavatns- skála, lagði í gærkveldi upp í óvenjulegt ferðalag af sextugum manni. Tók hann sér far með Goðafossi vestur um haf, þar sem hann ætlar að heilsa upp á fornar slóðir í Klettafjöllunum, en halda síðan ferð sinni áfram yfir Kyrrahafið til Ástralíu og koma að vori hingað á æsku- stöðvarnar í Borgarfirði úr hinni áttinni endurnærður að aflok- inni óvenjulegri hnattför. Vigfús lét þess getið, er hann kvaddi blaðamenn Tímans í gærkveldi að ef vel lægi á sér myndi hann senda bréf til birt- ingar frá Hawai og Ástralíu og einhverjum öðrum stöðum hin- um megin á hnettinum. Úr borg og bygð Canadian Life Insurance Officers samtökin veita 10 verð- laun árlega, þeim námsmönnum, sem hæztir eru í Society of Acturaries prófunum. Að þessu sinni unnu 5 námsmenn frá Manitoba-háskóla verðlaun og var Sigurður A. Helgason, 690 Ebby Str., einn þeirra. Hann hlaut $100 verðlaun. Mr. Helga- son er frábær námsmaður. Hann er nú starfsmaður hjá Great* West Life Assurance Co. hér í borg. ☆ Þann 13. þ. m., lézt að heimili dóttur sinnar, 855 — 9th Street, Brandon, Man., frú Ragnheiður Guðmundsdóttir Ólafsson, fædd í Kollugerði á Skagaströnd í Húnavatnssýslu 29. ágúst 1873. Hún fluttist til þessa lands á- samt manni sínum, Ó. B. Ólafs- syni og fjölskyldu, er settist að í Brandon. Hin látna, sem var hin mæt- asta kona, lætur eftir sig 10 börn, fimm dætur og fimm sonu; dæturnar eru Mrs. D. McLean, Rapid City, Mrs N. Henfrey, Kenora, Mrs. W. Cochrane, Mrs. C. Baker, og Mrs. Hodgson í Brandon, en synirnir eru þessir, O. V. og G. A.'J Winnipeg , Win- nipeg, Albert, Iroquois Falls, Ont., George og Robert í Bran- don. Maður frú Ragnheiðar lézt 1936. Barnabörnin er 23, en 3 barnabarnabörn. Útförin fór fram á þriðjudag- inn frá Brackie útfararstofu, en jarðsett var í grafreit Ólafsson- fjölskyldunnar í Brandon. ☆ í fyrri viku komu hingað til borgar úr höfuðstað íslands þær ungfrúrnar Svafa Vilbergs og Erla |Ólafsdóttir; þær komu með Tröllafossi til New York þann 17. þ. m., og hrepptu ákjósanlegt ferðaveður yfir hafið. Ungfrú Svafa hefir komið hingað áður, en nú átti hún brýnt erindi, því hinn 12. nóv- ember giftist hún hér í borg Mr. Thomasi Júlíus. Ungfrú Erla á margt frændlið hér í borginni. ☆ Á sunnudaginn, 7. október, lézt að heimili sínu í Osland, B.C. Jónína Jónsson, kona Gísla Jónssonar. Jónína heitin var 78 ára gömul. Maður hennar og hún höfðu búið saman í 51 ár og síðan 1918 í Osland bygðinni. Auk eiginmanns skilur hún eftir þrjú börn og fjögur barna- börn, systir, Mrs. Anna Duplisse, og bróður Eirík Johnson, bæði í Selkirk, Man. Börnin eru: — Kristjana (Mrs. Lealand) Van- couver, Jón, í Lulu Island, B.C., og Valdimar í Osland. Útförin fór fr^m frá Prince Rupert 11. okt. (Hinnar látnu verður nánar minst síðar). ☆ Um þessar mundir eru stödd í bænum, Mr. og Mrs. Th. Jones, Mrs. H. W. Sigurgeirsson og Mrs. B. W. Benson, öll frá Hecla, Man. Fiskiveiðar við eyjuna hafa verið með lélegasta móti í haust. ☆ Fundur i stúkunnni Heklu næsta mánudagskvöld. Stúk- unni Skuld boðið. Kaffi á eftir fundi. ☆ Mrs. M. D. Kristjánsson frá Lundar, Man., er nýlega alflutt til sonar síns W. K. Kristjánsson hér í borg. ☆ Miss Thora Asgeirson er nú byrjuð að stunda nám hjá fræg- um kennara í píanóleik, Madame Alice Gaulthurs, í París á Frakk- landi. Ungur maður ferst í flugslysi

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.