Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.10.1951, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25 OKTÓBER, 1951 ffy???y??y?yy?yyy?yyf ÁHUGAA4ÁL UVCNfNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON TAN Y A EFTIR KRISTINE BENSON KRISTOFFERSON Ryerson Press, Dvölin í Bandaríkjunum hefir veriS fróðleg og skemmtileg Með þessari bók kemur nýr rithöfundur af íslenzkum stofni fram á sjónarsviðið; þstta er fyrsta skáldsaga Kristínar Ben- son Kristofferson. Það var því með nokkurri eftirvæntingu, að ég lauk upp bókinni og byrjaði að lesa hana. Er skemst frá því að segja, að sagan er svo spenn- andi, að ég lagði hana ekki frá mér fyrr en ég hafði flett síðasta blaðinu. Efni sögunnar er ekki nýtt; það er efni, sem skáld allra alda hafa fjallað um: ástir konu og karlmanns. En um umhverfið, þar sem sagan gerist, hefir, að ég hygg, sjaldan verið skrifað áðurýhún gerist einhvers staðar norður við Winnipegvatn, í höfn Pelican Bay, þar sem um 30 fjölskyldur búa, flestar af Indí- ánaættum, og nokkrar af skosk- um ættum svo sem Hudson Bay verzlunarstjórinn, skólakennar- inn, læknirinn, hjónin í fiski- klakinu og svo fólk, sem kemur á sumrin í sumarbústaði, er reistir hafa verið á bökkum Pelican árinnar, fimm mílur fyrir norðan höfnina. Fjöldi Islendinga búa norður með vatninu, en, ef til vill, hefir höfundur gert rétt í því, að skrifa ekki um þá, að minsta kosti til að byrja með, því ís- lendingar eru frámunalega hör- undssárir, ef frásagnir um þá, eru þeim ekki til upphefðar. Ekki svo að skilja, að höfundur- inn misbjóði sögupersónum sín- um á nokkurn hátt. Aðalsögu- hetjurnar eru Tanya, sem var sumargestur á þessum stöðvum þegar hún var 18 ára, og Joe Quiney, sonur Hudson Bay verzlunarstjórans. Þau fella hugi saman, en þegar Tanya uppgötv- ar að hann er kynblendingur, segir hún honum upp og hverfur burtu næsta dag; með þessu at- hæfi sínu vekur hún andúð bæði kynblendinganna og Skotanna gagnvart sjálfri sér, því Joe Quincey og faðir hans eru mikils virtir í byggðinni. Fyrsti kafli sögunnar byrjar á fögrum degi í september; gufubáturinn, Northland Queen, er að beygja fyrir syðri tanga hafnarinnar, og skríður tignar- lega inn að bryggjunni í Pelican Bay. Um borð er Tanya Ellis, sem nú er að heimsækja gamlar stöðvar eftir ellefu ár. Lýsingin af gufubátnum og Pelican Bay minna á Keenora og Gull Har- bor, þótt fólkið sé annað. Eins og vænta má, er Tanyu ekki fagnað, enda er hún ekki þangað komin til að sjá fólkið, heldur til að einangra sig í sum- arbúðum tengdabróðurs síns við Pelican-ána. Hún hafði verið hjúkrunarkona á Austur-Kyrra- hafseyjunum á stríðsárunum; gengið í gegnum ægilegar eld- raunir þar og komið til baka lemstruð á sál og líkama, og leitaði nú í kyrð hins afskekta staðar. Með næstu bátsferð kem- ur svo Joe heim, en hann hafði verið í flughernum í Evrópu. Enginn vill verða til að segja honum, að Tanya sé nú aðeins í fimm mílna fjarlægð frá Pelican Bay. Sagan gengur út á það hvernig þau hittast aftur, verða ást- fangin á ný. Sú reynsla, sem bæði hafa gengið í gegnum, hef- ir gert þau víðsýnni og um- burðarlyndari. Tanyu finst nú, að það geri lítinn mun hverrar þjóðar maðurinn sé, reynist hann góður drengur. Ýmsir dramatískir atburðir gerast, sem ekki verður skýrt hér frá, til þess að spilla ekki lestri sögunn- ar fyrir öðrum, en höfundur Toronto, $3.50 Krisiine Benson Kristofferson teygir aldrei lopann um of; frá- sögnin er yfirlætislaus en lif- andi. . Nokkrar persónur fléttast inn 1 söguna, sem manni verða minnisstæðar, svo sem unga kynblendingsstúlkan, Willow, sem vill giftast Joe, syni verzl- unarmannsins og verða þannig mest metin allra kvenna þar; og hin eldgamla Indíánakona, sem enginn vissi hve gömul var. Hún var draumspök og forspá og sá út fyrir takmörk þessa heims: “To this strange old woman death was no longer sad or terrifying, for she had stood on its threshhold so long she seemed to have caught a glimpse of the beauty of the Countrv Beyond and knew there was nothing to fear. Was she really a link between the living and dead, belonging to both yet not entirely to either? Could she see what the eyes of the living could not se?” Hún var skygn sú gamla, en hún var líka veraldleg, því vænt þótti henni um pípuna sína og marga bolla drakk hún af te, þó lítil væri hún og visin. Sagan hefst þegar Tanya kem- ur með Northland Queen til Pelican Bay; henni lýkur þegar hún er í þann veginn að sigla burt ásamt manni sínum með sama skipi tveimur mánuðum síðar. Þau standa á þilfarinu og skygnast eftir hinum ungu vin- um sínum, Johnny og Willow: “They were Joe and herself as they had been once, years ago.—A boy and a girl in love. The oldest and loveliest thing on earth.” / N “Tanya turned and followed his pointing finger. High up on the bluff stood a boy and a girl, silhouetted against the sky, their faces turned toward the Northern Queen. The boy was tall and slim, his head flung proudly back as he held the girl’s hand in his own. The wind tossed her black hair from her face and narrowed her dark eyes. They were the picture of youth with all its hopes and dreams and faith, with its blind optimism that surmounts all obstacles, youth with its keen suffering so quickly forgotten.” “Behind them loomed the dark, silent forest, ageless and unchanging, oblivious to the haste, the sorrows, and the struggles of humanity, serene and steadfást from age to age.” “The boy raised his arm in silent salute. —-------— They turned and walked into the for- est whence they had come.” Þetta ævintýri elskendanna er aldagamalt og síungt. Mér datt í hug þegar ég las hina dramatísku viðburði sög- unnar og sá í huga hinar ýmsu myndir og persónur, sem þar eru dregnar svo ljóslega fram, að þessi saga væri tilvalin í kvik- mynd. — ☆ Kristine Benson Kristofferson er fædd og uppalin á Gimli; faðir hennar er Gísli Jakob Benson, sonur Benedikts Bjarnasonar og Guðrúnar Gísladóttur frá Más- stöðum í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu; móðir hennar, kona Gísla, er Ólína Ingveldur Benson, fædd að Bjargarsteini, Stafholtstungu í Mýrasýslu. Foreldrar Ólínu voru Kristján Jónsson og kona hans Kristbjörg. Kristine lauk miðskólanámi við Gimli-skólann, og fyrstá flokks kennaraprófi við kennara skólann í Winnipeg, og kenndi síðan í 9 ár við Gimli-skólann. 1946 giftist hún Haroki Kristof- ferson frá Pinawa. Þau eiga þrjá sonu, Keith, Kenneth og Allan. TANYA fæst hjá Björnsson Book Store, 702 Sargent Ave. hér í borg og í verzlun Haralds Bjarnasonar á Gimli. /#Give or Gef" Week At United College A great many Manitobans who have had associations with old Manitoba an$ Wesley Col- leges, and in mor recent years with United College, will be in- terested to know that the build- ing program now under way will result in the erection of a new group of buildings and in the final disappearance of the old building at Portage and Bal- moral, which has been a land- mark in the field of education since 1894. \ In order to perpetuate the memory of one of its most dis- tinguished graduates and that of some four hundred members of Manitoba, Wesley, and United Colleges who gave their lives in two World Wars, the Board of Regents of United College will dedicate the second unit of the building program to their memory. In honour of the late Gerald Riddell, Canada’s permanent delegate to United Nations, a Memorial Gymnasium will be erected. While still a young man he rose swiftly to a position of great responsibility and high honour. His brilliant career can be an inspiration for years to come for students at United College and the University of' Manitoba. In the words of Prin- cipal W. C. Graham, “he was the kind of man we try to produce at United’. This tribute to a de- voted public servant has been endorsed by the Prime Minister, the Secretary-General of United Nations, and by many others in the fields of government and education. To the members of the col- leges who lost their lives during two World Wars will be dedi- cated the Student Union Build- ing. Because the second unit of the 'building program will be for the students and to honour for- mer students, the Student Body of 1951 is preparing to share the responsibility of raising the necessary funds for its r.ealiza- tion. The week of November 5th to November lOth will be “GIVE OR GET” week at United Col- lege, when each student will be invited to accept the responsibil- ity of raising twent-five dollars a year for four years. This pro- ject will be sponsored by the Student Building Fund Com- mittee. Faðirinn: — Það var að koma skeyti frá Nonna. Móðirin: — Náði hann próf- inu? Faðirinn: — Nei, en hann var ofarlega á listanum yfir þá, sem féllu. Einn af þeim 10 bændason- um, sem fóru vestur um haf síðastliðið vor til kynnis- dvalar þar, hefir sent Tím- anum bréf það, er hér fer á efiir: Það, sem vekur einna mest at- hygli mína í sambandi við bú- rekstur bænda hér er hin mikla áherzla, er þeir leggja á ræktun, hvort sem um er að ræða nytja- jurtir eða þá búfénaðinn, enda er árangur af starfi þeirra auð- sær og bera hinir blómlegu akr- ar og búfénaðurinn þess glögg merki, að til ræktunarinnar hefir verið vandað. Sáðskipti á ökrum bænda er athyglisverður þáttur í fram- leiðslu og ræktunarstarfinu, fara þau fram eftir vissum kerf- isbundnum reglum og sam- kvæmt áætlun margra ára í senn. Búskapur í síórum stíl. Búskapur er yfirleitt rekinn í stórum stíl, og veldur þar nokkru um hinar stórbrotnu vélar, sem notaðar eru við framleiðslu- störfin. Hin smærri bú standa ekki undir kostnaði við kaup véla, og leggja bændur því kapp á að hafa reksturinn sem mest- an til að geta hagnýtt hina full- komnustu vélar við framleiðslu- störfin. Sameign hinna stærri véla er nokkuð algeng meðal bænda, einnig það að leigja vél- ar til hinna ýmsu starfa. T. d við að setja í votheysturn, útheimt- ir það mikinn vélakost, er því hagkvæmt að einn bóndinn eigi þessi tæki, en vinni svo með þeim fyrir sína nágranna. (Þess skal getið að það er ekki eins langt milli bæjanna eins og heima á íslandi). Búf járræktin. Árangur af ræktun búfénað- arins virðist vera í mjög góðu horfi, og ber þar sérstaklega að nefna mjólkurkýrnar, sem með margra ára tilraunum og kyn- bótastarfsemi hefir tekizt að bæta svo að ótrúlegt má þykja og er mjólkurmagn sumra kúa sérstaklega mikið. Hin einstöku kúakyn eru hreinræktuð og er því algengt að sjá í hóp, tugi og jafnvel hundruð kúa sem bera svipaðan lit og líkjast hver annari. » Fóður nautgripanna er nokk- uð frábrugðið því sem gerist heima. Það er gefið meira korn og vothey, en minna af þurheyi. Sumarhafar mjólkurkúanna eru vel ræktaðir. Félagslíf unga fólksins. Unga fólkið hefir sín samtök hér sem annars staðar og miða þau að talsverðu leyti í þá átt að glæða áhuga fyrir framleiðslu Tveir Reykvíkingar hafa í sumar stundað all-arðbæra í- þrótt á trillubáti, hámeraveiðar, undan Reykjanesi. Hámeraveiðar geta verið hvort tveggja í senn, skemmtilegar og „spennandi“, en um leið gefið talsvert í aðra hönd. Til veið- anna hafa Reykvíkingarnir tveir notað trillubát og einkum veitt á Stóru-Sandvík og austan við litla vitann á Reykjanesi. Að sjálfsögðu verður að vera sæmi- lega gott í sjó, til þess að unnt sá að stunda veiðarnar, og hafa þeir sótt sjó, þegar gefið hefir, og aflað dável, eða milli 30-40 hámera. Eru þetta vænir fiskar, en ferlegir nokkuð, eins og alkunna er, eða um 100 kg. að veiddu. Tók venjulega á þriðja klukkstund að ná hverjum fiski. — Afla sinn seldu þeir Lýsi h. f. sem mun senda hann hraðfyrstan til ítalíu, en lifrin er brædd hér. Þeir tvímenningarnir hafa þó frekar stundað veiðarnar sem ,sport“ en segja þó að vel geti verið um ábatasaman atvinnu- veg að ræða, en fiskurinn er störfunum. Þetta eru sterk fé- lagssamtök, sem njóta fjárhags- legrar aðstoðar hins opinbera. Er mikið um hvers konar leið- beiningars^arfsemi innan vé- banda þessara samtaka er miða að aukinni þekkingu æskunnar á sviði framleiðslunnar. Skemmtanalíf unga fólksins beinist mest að ferðalögum, leikjum og íþróttum yfir sumar- mánuðina, og er körfuknattleik- ur einna algengasta skemmtun- in, sem bæði ungir og gamlir taka þátt í af miklum áhuga. Skólatími unga fólksins er langur, byrjar fyrst í september og endar um miðjan júní, og er skólaskylda til 18 ára aldurs. Ég vil enda þetta stutta bréf með því að láta í ljósi ánægju mína yfir dvölinni hér, því að hún hefir verið bæði til fróðleiks og skemmtunar. sagður góður til matar, svipaður steinbit eða lúðu á bragðið. Sérstakan útbúnað höfðu þeir við veiðarnar, einskonar „vesti“, sem veiðistöngin nvílir í til styrktar en sterk lína er notuð, og næst önglinum notuðu þeir stálstreng (píanóstring). Þeir beittu síld eða þyrsklingi, og drógu flestar hámerarnar á litlu dýpi, 4 föðmum og allt upp á yfirborð sjávar. Veiðarnar í sumar má skoða sem tilraunir hjá tvímenningun- um, og hafa þeir fullan hug á að halda þeim áfram. — VÍSIR, 28. sept. Bændur fækka kúm Frá fréttaritara Tímans í Staðarsveit. Sökum þess, hve tún kól hér stórkostlega 1 vor, varð töðu- fengur bænda víða 50—70% minni en í meðalári. Hér um slóðir er ekki um að ræða töðu- gæft úthey, svo að flestir bænd- ur hafa neyðzt til þess að fækka kúm allverulega í haust. —TÍMINN, 18. okt. ”Hvað œtla ég að gefa?“ ? Allir spyrja sig sjálfa þessarar spurningar, er líknarstofnanir leita til þeirra! Og slík spurning er ekki ósanngjörn, því enginn getur sagt fyrir um það, hvað einstaklingar eigi að gefa, heldur verður hver þegnskaparmaður, að stinga hendi í sinn eigin barm og ráðgast við samvizku sína! Með hliðsjón af gjöfum til þeirra, er hjálpar þurfa við, vill Líknarsamlagið veita eftirgreindar leiðbeiningar: -------------------- Hvernig gefa skal ------------------------------- Eftirfarandi uppástungur um gjafir til Llknarsamlagsins, eru bygðar á tekjum einstaklingsins. Ef alt vinnandi fólk í Winnipeg hinni meiri, fer eftir þeim leiðbeiningum, sem hér fara á eftir, verður markinu náð. Annual Income Suggested Pledge Up to $3,000 ........................... Ú3 of 1% or One Day’s Pay $3,000 to $4,000 V2 of 1% or One Day’s Pay $4,000 to $5,000 ........................ % of 1% or One Day’s Pay $5,000 to $7,500 1% or One Day’s Pay Over $7,500 lxh.% and up Vera má að þér getið ekki lagt fram í einu þá upphæð, er þér viljið gefa, og má þá semja um loforð á ákveðnum gjalddaga; margir munu viðhafa þessa aðferð, og skuluð þér biðja safnarann um loforðaspjald til að fylla út. Með þessu er vitað hvers vænta má af yður yfir árið; þetta verður yður auðvelt, en nær á sama tíma tilætluðum árangri. Til dæmis: Þér hafið ákveðið að gefa $10.00. Ef þér getið ekki greitt $10.00 af kaupi yðar í einu lagi, þá getið þér samið um reglubundnar greiðslur í heilt ár. Safnarinn veitir yður allar upplýsingar varðandi greiðslur. NÚ í AR ÞARFNAST 29 RAUÐFJAÐRASTOFNANIR LÍKNARSAMLAGSINS $649.450. Tillög í Líknarsamlagið eru undanþegin tekjuskatii. @<vie öcci t&e COMMUNITY CHEST OF 6REATER WINNIPEG Yeiddu 30-40 hómerar undan Reykjanesi í sumar Skemmtilegar veiðar, sem geta gefið talsvert í aðra hönd

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.