Lögberg - 08.11.1951, Síða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER, 1951
Aldarafmæli Góðtemplarareglunnar
REGLA Góðtemplara var stofn-
uð í Bandaríkjunum fyrir 100
árum. Ekki er svo að skilja að
hún hafí verið fyrst til þess að
berjast fyrir bindindi. Puritan-
arnir, er fyrstir námu land vest-
an hafs, voru algerir bindindis-
menn, og fyrstu bindindisfélögin
voru stofnuð þar vestra upp úr
aldamótunum 1800. Og ríkið
Maine hafði sett bannlög á hjá
sér nokkru áður en Reglan var
stofnuð. Eigi verður það heldur
sagt, að þetta hafi verið hin
fyrsta Regla, sem stofnuð yar. í
Bandaríkjunum hefur frá önd-
verðu verið v a g g a allskonar
bræðrafélaga, og slík félög voru
þar mörg er Reglan var stofnuð.
Mörg þeirra báru Templara-nafn
kendu sig við hina fornu Must-
erisreglu. „Knight Templars“ og
„Templars of Honour“ voru kun-
nustu félögin um þær mundir.
Og árið 1845 hafði „Templars of
Honour and Temperance“ verið
stofnað, og þar höfðu sameinast
frímúrarar og bindindismenn.
Árið 1842 var stofnað í New
York bindindis og mannúðar-
félag, sem nefndist „Sons of
T emperanc e.“ Þremur árum
seinna var í Filadelfíu stofnað
ungmennafélag, s e m nefndist
„Cadets of Temperance.“ Sumir
af þeim, sem gengu í þetta félag,
þóttust of gamlir til þess að vera
í æskulýðsfélagi, en þóttu of ung-
ir til þess að þeir gæti gengið í
„Sons of Temperance.11 Þeir
stofnuðu því með sér nýja reglu,
sem þeir nefndu „Knights of
Jericho“ (Jerikó-regluna), og
hún varð móðir Góðtemplara-
reglunnar.
Einn af félögum Jerikóregl-
unnar hét Leverett E. Coon.
Hann átti heima í Utica í New
Yorkríki. Hann var brennandi
hugsjónamaður, og honum líkaði
ekki starfsaðferðir Jerikóregl-
unnar. Hann vildi gera þar á
gagngerðar breytingar og hann
vann stúku sína og aðra stúku
til fylgis við hugmyndina. Þess-
ar tvær stúkur, eða fylgismenn
Coons úr báðum, komu svo sam-
an „í loftherbergi í litlu húsi“ í
Utica 9. eða 11. júlí, 1851, og stofn
uðu þar „Order of Good Temp-
lars.“ Þessum félagskap jókst
brátt fylgi og á fyrsta ári voru
stúkurnar orðnar 14. Þær héldu
sameiginlegan fund í Utica
næsta sumar, en þar kom upp
mikill ágreiningur, sem lauk
með því, að Coon og stúka hans
(Excelsior of Syracuse) sagði
sig úr lögum við þessa Reglu.
Og hinn 13. júlí, 1852, stofnaði
svo Coon „Independent Order of
Good Templars“ í borginni Syra-
cuse.
Vegna þessa hefir nokkur á-
greiningur verið um það hvenær
Templara Reglan ætti að halda
hundrað ára afmæli sitt. Templ-
arareglan, sem stofnuð var 1851,
lognaðist út af eftir iokkur ár, en
Reglan, sem stofnuð var í Syra-
cuse 1852, er sú hin sama Regla
og nú er starfandi um allan heim.
Það skiftir að vísu ekki miklu
máli, hvort miðað er við 1851 eða
1852. En það hefir orðið ofan á að
Góðtemplarareglan hafi verið
stofnuð í Utica 9. - 11. júlí ,1851,
og þess vegna eigi hún aldaraf-
mæli um þesar mundir. Árið
1901 var og 50 ára afmæli hennar
hátíðlegt haldið í Utica og hófst
9. júlí.
Útþensla reglunnar
Reglan breiddist mjög ört út
fyrstu árin. Stúkur voru stofnað-
ar víðs vegar um Bandaríkin og
árið 1855 voru þar starfandi 10
Stórstúkur með 60 þús. félags-
manna. Það ár var svo Hástúkan
stofnuð og hefir hún síðan haft
yfirstjórn alra Reglumála um
gjörvallan heim.
Árið 1868 var fyrsta stúkan
stofnuð í Evrópu. Hana stofnaði
Joseph Malins, síðar hátemplar,
í Birmingham í Englandi. Á
næstu árum breiddist Reglan svo
um allar Bretlandseyar, og það-
an til Ástralíu, Nýja-Sjálands,
Fraklands, Portugal, Suður Af-
ríku, Belgíu, Austur Indlands,
Indlands, Honduras, Þýzkalands,
Kína, Japan, Miðjarhafslanda og
miklu víðar. Var svo komið árið
1875 að í Reglunni töldust 721
þús. manni í 12.593 stúkum.
Reglan klofnar
Frá uphafi var það takmark
Reglunnar að vinna að bræðra-
lagi allra manna. Hún taldi, að
allir menn væri guðs börn og
bornir til sömu réttinda. Allir
eigi að hafa jafnan rétt til per-
sónulegs þroska, frelsis og ham-
ingju. Þess vegna skyldi byggja
upp bræðralag um heim allra
„fyrir konur og karla, án tillits
til kynþátta, þjáðernis, trúar-
bragða eða stjórnmálaskoðana.“
Þrátt fyrir þessa stefnuskrá
bar fljótt á því, að ýmsar stúkur
í Bandaríkjunum vildu ekki
leyfa blökkumönnum að gerast
félagar. Var þar stórstúkan í
Kentucky fremst í flokki. Og á
hástúkuþinginu í Louisville 1876
varð þetta svo eldheitt deilumál,
að Reglan klofnaði, Joseph Mal-
ins, sem drengilegast barðist fyr-
ir hugsjóninni um fult jafnrétti
og bræðralag allra manna, varð
foringi annarar deildarinnar, en
Hickman frá Kentucky, foringi
hinnar.
Þannig liðu ellefu ár að Regl-
an starfaði tvískift. En fyrir
drengskap þeirri Hickmans og
Maiins tókst þó að sameina hana
aftur á upprunalegum grund-
velli. En klofningurinn hafði
orðið henni dýr. Hún hafði mist
200,000 félaga.
Nú á aldarafmælinu eru félag-
ar Reglunnar taldir 307,427 og
virðist það í fljótu bragði mikil
fækkun. En þess ber að gæta, að
út úr Reglunni hafa klofnað
flokkar manna, sem stofnað hafa
hliðstæðar Reglur er starfa að
sömu áhugamálum, en hafa ekki
getað sameinast aftur vegna
margvíslegs ágreinings. Þessar
regludeildir eru afspringur Góð-
templarareglunnar og samherjar
hennar, svo að væri félagar
þeirra taldir með, þá hefir bind-
indisbaráttan mörgum sinnum
fleiri menn undir merkjum sín-
um.
Um 1880 klofnaði Reglan í
Suður Afríku nefndist Inter-
national Order of Good Temp-
lars. Hefir hún náð miklum vexti
og viðgangi. 1 Sviss hefir Reglan
einnig breyst í óháða Reglu. Á.
Norðurlöndum starfa sjálfstæðar
þjóðlegar Reglur, sem klofnað
hafa út úr alþjóðareglunni. í Sví-
þjóð eru það National G. T. og
Verðandireglan. í Noregi Den-
norske Godtemplarorden og Den
konsoliderte Godtemplarorden. í
Danmörku er það N. I. O. G. T.,
og er hún þar miklu fjölmennari
en alþjóðareglan en auk þess eru
þar 5 aðrar Regludeildir. En
þrátt fyrir þetta er Góðtemplara-
reglan hvergi jafnsterk nú á dög
um eins og einmitt á Norður-
löndum.
una í Póllandi 1924, lagði ríkis-
stjórnin bann við því og hnepti
helstu forgöngumenn hennar í
fangelsi. Voru þeir ákærðir fyrir
það, að þeir ætluðu að steypa
lýðveldinu!
I seinni heimsstyrjöldinni 1939
- 45, lagðist Reglan niður í I'Sem-
el, Austurríki, Rúmeníu, Tjekkó-
slóvakíu, Póllandi, Eistlandi, Lat
víu og Suður Jótlandi. Reglan í
Frakklandi beið mikinn hnekki.
Reglan í Austurindíum leið und-
ir lok, því að Japanar myrtu
flesta félaga hennar en hinir
flýðu til Holands. 1 Noregi ætl-
uðu þjóðverjar að ganga milli
bols og höfuðs á Reglunni, en
þeir Oscar Olsson og Johan
Hvidsten skárust þá í leikinn og
gátu sannfært þýzku herstjórn-
ina um það, að Svíar mundu þá
snúast andvígjr Þjóðverjum. Lét
herstjórnin þá norsku Regluna í
friði og varð til þess að hún færð
ist mjög í aukana á stríðsárunum
Ýmsa af forustumönnum Regl-
unnar myrtu Þjóðverjar í stríð-
inu, svo sem Poul Kvamme í
Noregi, C. F. Bardino í Dan-
mörku og Lans í Hollandi. Þeir
ætluðu líka að skjóta Larsen Le-
det, háritara, hinn 23. apríl 1945
en af tilviljun fórst það fyrir.
Friðarstofnun
Frá öndverðu hefir Reglan bar
ist fyrir alheimsfriði. Það er því
ekki ófyrirsynju, að margir merk
ir menn hafa stungið upp á því
að henni verði veit friðarverð-
laun Nobels nú á aldarafmælinu.
Reglan hefir um hundrað ár bar-
ist fyrir þeim hugsjónum, sem
nú eru settar hæst á mannrétt-
indaskrá hina Sameinuðu þjóða.
Hún er því sterk meðal hinna
vestrænu lýðræðisþjóða.^pn fyr-
ir austan járntjald er hún bönn-
uð. Öllum einræðisherrum og
leiksoppum þeirra hefir farið
eins og Hitler að þeir óttast Regl-
una. Þeir óttast kenningar henn-
ar um jafnrétti, bræðralag og
frelsi.
Hugsið um
nágrannann
sem notar
j
sama
símpráðinn
íJetið ekki tii um síma-
númerið. Séuð þér ekki
viss, þá flettið upp skránni.
Látið börn eigi ítHngra við
simann; hann er ekkert
leikfang!
Munið að hringja af að loknu stmtali
að öðrum kosti heyrist að síminn sé
notkun!
mHIIITOBR TEIiEPHOnE
SHSTE0I
MT-C
Skiptið niðup sfmtölum, ef þér
þurfið oft að sfma.
'Önnur áföll
Það varð mikið áfall fyrir Regl
una er páfinn kvað upp þann úr-
skurð fyrir mörgum árum, að
ýmsar af bænum þeim, sem lesn
ar eru á fundum Templara, væri
ekki í samræmi við kenningar
kaþólsku kirkjunnar og því
mætti kaþþlskir menn ekki
ganga í Regluna. Reynt hefir
verið að fá þessu breytt. en það
er ekki hægt vegna þess að „páf-
inn er óskeikull“ og það sem
hann hefir sagt, verður að standa
Þetta áfall var þó lítið móts
við það tjón sem Reglan hefir
biðið við styrjaldir og af völdum
einræðisstjórna.
í fyrri heimsstýrjöldinni mátti
svo heita að Reglan þurkaðist út
í Þýzkalandi, Belgíu, Austurríki,
Ungverjalandi og Rúmeníu. Á
þeim árum (1914-18) fækkaði
félagsmönnum Reglunnar um 70
þúsund.
Að stríðinu loknu var aftur
hafist handa um að reisa Regl-
una úr rústum í þessum löndum,
og var það komið vel á veg í
Þýzkalandi þegar Hitler komst
til valda 1933. Hann byrjaði á
því að skipa Reglunni þar að
segja sig úr alþjóðareglunni.
Hann skipaði Nasiforingja í öll
embætti Stórstúkunnar og að
síðustu bannaði hann Regluna
algjörlega. Ekki var það þó af
því að hann væri á móti bind-
indi. Hann var bindindismaður
sjálfur og prédikaði það af krafti
yfir þjóðinni. En hann var hræd-
dur um að' á lokuðum fundum
kynni ýmislegt að verða sagt,
sem sér og stjórn sinni kæmi
ekjri vel.
Um líkt leyti skipaði stjórnin í
Júgóslavíu Reglunni þar að segja
sig úr lögum við alþjóðaregluna,
og við það situr enn.
Þegar endureisa skyldi Regl-
Reglan kemur til íslands
Reglan barst til Noregs 1877.
Þremur árum seinna kom einn af
norsku Templurunum, Ole Lied,
hingað til íslands og settist að á
Akureyri og stundaði þar skó-
smiði. I nóvember-mánuði 1883
ritaði hann örstuta grein í blaðið
„Fróða“ og vakti þar athygli á
Reglunni og starfsemi hennar er-
lendis. Taldi hann rétt að stofna
deild úr Reglunni hér á landi, og
hafði til þess umboð frá stór-
templar Norðmanna.
Þetta varð til þess að fyrsta ís-
lenzka stúkan var stofnuð í húsi
Friðbjarnar Steinssonar bóksala
hinn 10. janúar 1884, og hlaut
hún nafnið „ísafold.“ Þessi stúka
starfar enn.
Það var dálítið líkt um stofnun
Reglunnar hér á landi og í Band-
aríkjunum, að fyrsta stúkan var
stofnuð í loftherbergi í litlu húsi.
Stofnendur voru 12, þar á meðal
Friðbjörn Steinsson, sem varð
hinn tryggasti maður við mál-
stað Reglunnar til æviloka.
Stórstúka var stofnuð hér 1886
og hástúkustigið var flutt hingað
árið 1901. Reglan á íslandi minn-
ist þess því í ár, á aldarafmæli
alþjóðareglunnar, að Stórstúka
íslands á 65 ára afmæli og Há-
stúkudeildin hér 50 ára afmæli.
Þetta er því sannkallað minn-
ingaár fyrir Regluna hér. Með
tilliti til þess var Stórstúkuþing-
ið háð núna á Akureyri, þar sem
vagga Reglunnar stóð fyrir 67
árum.
Það yrði of langt mál að rekja
hér sögu Reglunnar á íslandi, en
geta má þess, að hér er hún nú
fjölmennari en í nokkru öðru
landi, miðað við fólksfjölda. Fél-
agar hennar eru um 11,000, eða
um 7% af þjóðinni.
Yfirlit
í minningarriti, sem Hástúkan
hefir gefið út á aldarafmælinu,
kerast háritarinn, Larsen Ledet,
svo að orði:
Um 100 ár hefir Góðtemplara-
IN MEMORIAM
Funeral services for Mrs. O. A. Christianson were held frorn the farm
Itomc and Mountain Lutheran Church Tuesday, October 16, 1951 roith
Rev. E. H. Fáfnis officiating.
Kristjana Guðlaug was born in
the Mountain community on
June 29, 1890. Her mothers name
was Anna Jóhannesdóttir and
her fathers name was Jónas K.
Jónasson, both of whom have
passed on. Her full life was
spent in the Eyford and Moun-
tain communities. Her child-
hood was spent in Eyford and
she attended school there. At
the age of 19 on October 16th,
1909, she was married to Guð-
mundur A. Christianson and
settled down to homemaking as
a next door neighbor to her.
mother. Her married life was
blessed with seven children.
On July 5, 1936, she suffered
a stroke that left her partially
paralized and almost without
the ability of speech. In spite of
this great handicap she carried
on with her homemaking in a
grand manner. doing for others
and demanding little for herself.
Her spirit to attain her will to
do kept her meager strength
taxed to capacity and may have
hastened her untimely depart-
ure, yet she reflected courage
that inspired all who knew her.
Her ready smile and warm
handshake were a source of
constant encouragement to those
surrounding her. She was
always a member of the Eyford
Ladies Aid, and as such her
loving and understanding heart
found a way to bless others with
her substance and sympathy.
Her church was the Eyford
church, and the same loyalty
and devotion which marked all
her actions, she there gave to
her God and Savior, bringing
her children up in the atmos-
phei'e and nurture of the church
she loved. They left the farm
in 1948 and moved to Mountain
where íheir home has been
since. The last few months of
her life were spent in semi-
confinement at home and in the
hospital. She passed on at 8:10
o’clock in the evening October
10, 1951, in the General Hospital
in Winnipeg, Manitoba, 'where
she had been receiving treat-
ments and seemed on the road
to recovery, when the eternal
call came quietly in her sleep.
Her unfailing spirit and courage
remained with her to the end.
She is survived by her hus-
band, Guðmundur A. Christian-
son, and her children: August,
on the homestead at Eyford;
Vilmar, of Los Angeles; Christ-
bjorg (Mrs. S. Steinolfson), of
Mountain; Allan, of So. St. Paul;
Arnold, of Mountain; Lauraine
(Mrs. D. Byron), of Mountain;
and ten grandchildren. ,Anna
María (Mrs. A. Strom), her
second child, preceded her in
death in 1946 and now rests in
the Mountain cemetery. Also
surviving are seventeen brothers
and sisters—Mrs . Ben Byron,
Hannes, Helgi, Hjálmar, Gunn-
steinn, Sigurður, Mrs. Howard-
reglan barist fyrir bindindi og
gegn áfengisframleiðslu. Hún
hefir barist fyrir menningu „og
framþróun mannkynsins, fyrir
jafnrétti blökkumanna, fyrir al-
heims bræðralagi og órjúfandi
friði meðal þjóðanna.
Hundruð þúsunda manna og
kvenna hafa starfað fyrir hana
og fórnað tíma sínum, fé og sjálf-
um sér fyrir náunga sína og í
þágu mannkynsins. Ofsóknir og
lítilsvirðing hafa oft verið laun-
in, en bestu mennirnir gáfust
aldrei upp og hvikuðu aldrei frá
stefnunni.
í dag nær Reglan yfir hnöttinn.
Enginn einasti klukkutími líður
svo, að ekki sé haldinn fundur í
Reglunni einhvers staðar í heim-
inum. Heimurinn er starfsvið
vort, og sólin sest aldrei í ríki
Reglunnar. Á. ó.
—Mbl.
son, Mrs. B. G. Johnson, Mrs.
George Summerville, Mrs. Ólaf-
ur Johnson, Mrs. J. J. Czarkow-
ski, Egill, Guðmundur, Ólafur,
Snorri, Bogi and Skúli. Brothers
and sisters preceding her in
death were Magnús, Lilja Laura
and Lárus.
Those attending the funeral
from a distance were: Mr. and
Mrs. J. V. Christianson; Barbara
and Thomas of Los Angeles,
California; Mr. and Mrs. Allan
T. Christinanson of So. St. Paul,
Minn.; Mr. and Mrs. G. T.
Christianson; Pete and Una Hill-
man; Mrs. Einar Einarsson and
Gísli Benedictson, all of Upham,
N. Dak.; Mr. and Mrs. Sigurður
Björnson and son George of
Selkirk, Man.; Mr. G. F. Jónas-
son of Winnipeg, Man.; and Mr.
anjl Mrs. Th. Thorleifson of
Bottineau, N. Dak.
Pallbearers were her four
sons August, Vilmar, Allan and
Arnold and two sons-in-law,
Duane Byron and Sig. Steinólf-
son.
Internment was in the Moun-
tain cemetary.
J. V. Chrislianson
— Card of Thanks —
We wish to extend our heart-
felt thanks and appreciation for
the acts of kindness, messages
of sympathy and beautiful floral
offerings and memorial gifts
received from our kind friends
and neighbors during our recent
bereavement in the loss of our
beloved wife and mother. We
espically thank the Rev. E. H.
Fáfnis, the members of the choir
and Mrs. S. F. Steinolfson.
Mr. G. A. Chrislianson
and Family.
KarS-öflumygla
veldur miklum
usla í Mýrdal
Mæðiveiki breiðist út í dalnum
og veldur stórtjóni þar sem hún
hefir verið lengst
Frá fréttaritara Tímans í Vik
í Mýrdal,
Langt komið er nú að taka upp
kartöflur hér og er uppskera yfir
leitt ágæt, en kartöfulmyglan
virðist ætla að höggva tilfinnan-
legt skarð í uppskeruna. Á sum-
um bæjum hefir hún nær alveg
eyðilagt hana.
Það er þó ekki fullséð enn, hve
mikill skaðinn af henni verður,
því að hún getur komið fram
enn til skemmda eftir að kartöfl-
ur hafa verið teknar upp og fara
að geymast. —
Hefir ekki sést í nokkur ár
Undanfarin ár hefir myglunn-
ar ekki orðið vart svo teljandi sé.
og kom þetta því hálfflatt upp á
menn að þessu sinni. Ekki er vel
ljóst, af hverju það stafar, að
myglan er svo ágeng nú, en það
hlýtur að vera í einhverju sam-
bandi við veðráttuna.
Mœðiveikin fcerir sig upp á
skaftið
Slátrun er komin vel á veg og
eru dilkar rýrari en í fyrra og
fé lélegra en menn bjuggust við.
Erfitt var um leitir sökum þoku
og eru heimtur heldur slæmar.
Mæðiveikin breiðist alltaf út
þótt hægt fari, en hefir þó ekki
borizt út fyrir girðingarhólfið í
Mýrdalnum. Á þeim bæjum er
hún hefir verið lengst er fé illa
farið og mikið afurðatap, svo að
bændum er þungt í skauti að.
búa við hana. Ekkert fé utan
varnargirðingarinar kom fyrir í
leitunum, og er öruggt talið, að
fé hafi ekki komizt gegnum
varnirnar á þessu svæði.
—TIMINN, 4. okt.