Lögberg - 06.12.1951, Page 3

Lögberg - 06.12.1951, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951 3 Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? Kosið að ári A NÆSTA ári eigu að fara fram forsetakosningar í Bandaríkjun- um. Þegar er farið að ræðu um það vestra, hverjir vænlegastir séu sem forsetaefni. Flokkarnir hafa ennþá ekki t^kið ákvarðan- ir um frambjóðendur enda fer jafnan fram hörð barátta innan hvers flokks áður en sú ákvörð- un er tekin. Fjölmargir stjórnmálamenn úr báðum stóru flokkunum hafa verið nefndir í bandarískum blöð um og tímaritum í sambandi við forsetakosningarnar og daglega daglega berast þeim ógrynni bréfja frá lesendum, þar sem þeir láta í ljól álit sitt um ýmsa hugsanlega frambjóðendur. Eisenhower — Taft Það kemur fram í bréfum les- enda í amerískum blöðum, að flestir þeirra er finna hvöt hjá sér til að láta til sín heyra í þessu máli ,virðast vera nokkuð sam- mála um hver vænlegastur sé til að leggja Truman að velli, ef hann gefur kost á sér. Sá maður er Eisenhower, hershöfðingi. Verði Eisenhower í kjöri þ^cir sennilegast að það verði fyrir re- publikana. Ekki er þó vitað, að hershöfðinginn hafi enn sem kom ið er gefið ádrátt um að verða í framboði fyrir flokkinn, en hins vegar hefur öldungadeildarmað- urinn Robert A. Taft, nýlega lýst því yfir á blaðamannafundi í Washington, að hann muni leit- ast við að fá sig tilnefndan innan ílokks republikana sem forseta- efni. Við það tækifæri gaf Taft yfir- lýsingu þar sem hann gerir grein fyrir stefnu sinni í aðalatríðum og ástæðunum til þess að hann telur sig sigurstranglegan fram- bjóðanda fyrir republikana. Taft sigurviss Taft segir: „Ég hef tekið þessa ákvörðun, sökum þess að ég er sannfærður um að meirihluti re- publikana um gjörvallt landið er því eindregið fylgjandi að ég verði í kjöri fyrir flokkinn --“ „Ég hef lagt ríka áherslu á, að republikanar leggi fram jákvæða stefnuskrá í kosningabaráttunni, sem byggist á þeim grundvallar- reglum, sem republikanar hafa barist fyrir varðandi stjórn land- sins, áætlun um' framfarir í krafti einstaklingsfrelsis, aukna sjálfstjórn í félagsmálum og efna hagslegt frelsi------“ Taft leggur áherslu á öfluga baráttu gegn útbreiðslu kommún ■ ismans í heiminum og/vigbúnað Vestur-Evrópu til að löndin þar geti varið sig sjálf gegn rúss- nesskri árás. „Ég gef kost á mér,“ sagði Taft, „sökum þess að ég tel, að mér sé unt að halda uppi þeirri einu bar- áttuaðferð, sem getur leitt til sigurs fyrir republikanan.” Taft kveðst gera sér fulla grein fyrir örðugleikum fólksins í baráttu gegn þeim samtökum, sem styrkt séu með fé skatt greiðenda. „Ég er sannfærður um að meirihluti bandarísku þjóðarináar trúir á grundvallarstefnumál republik- ana. Ég er því sannfærður um, að ég verði tilnefndur og kjör- inn.“ Misjafnar undirtektir Ákvörðun Tafts hefur fengið misjafnar undirtektir bæði með- al ýmissa leiðtoga RepubliJkana- iiokksins og þjóðarinnar, en flest ir telja, sem kunnugir eru þess- um málum, að Taft hafi mikla möguleika til að verða tilnefnd- ur af flokknum, en ekki að sama skapi likurnar með sér til að ná kosningu í forsetastólinn. Hins- vegar hallast sömu menn að því, að Eisenhower, hershöfðingi, hafi minni möguleika til að ná samþykki innan flokksins, en meiri möguleika til sigurs hjá kjósendum. Hoffman Vitað er að ýmsir af helstu leiðtogum republikana eru ein- dregnir stuðningsmenn Eisen- howers og telja hann sigurstrang legasta forsetaefni, sem flokkur- mn gæti boðið fram, einkanlega sökum þess hversu vinsæll hann er hjá alþýðu manna. Aðrir, sem viðurkenna að vísu vinsældir Eisenhowers og mannkosti hans, hafa þó fundið það honum til foráttu að hann sé hermaður og telja það hættulegt að áhrifa her- sins gæti meira en góðu ' hófi gegnir í stjórn Bandaríkjanna. Þessir menn, sem hvorki telja sig geta stutt Taft eða Eisenhow- er eru að miklu leyti óráðnir og þykir sennilegt með tilliti til þes^ að sá hópur er býsna fjölmennur, að enn eigi eftir að koma fram sá frámþjóðandi, sem eining verður að lokum um innan flokksins. Það síðasta sem fram hefur kom- ið í því efni er nafn Paul Hoff- mans, sem kunnur er m. a. sem framkvæmdastjóri Marshall-að- stoðarinnar svonefndu. Vitað er að störf hans á sviði efnahagsmála hafa aflað honum mikils trausts og þykir honum hafa farist vel úr hendi það á- byrgðarstarf, sem honum var falið í sambandi við Marshall- hjálpina, enda mun enginn hafa orðið til að gagnrýna þau störf hans. j Hvað sem úr verður varðandi Hoffman, þá er það ljóst, að nafn hans hefur verið nefnt í þessu sambandi af ábyrgum aðilum en þó er það svo nýlega, að þjóðin hefur enn ekki haft tækifæri til að íhuga mál hans til hlítar. Ýmis blöð í Bandarfkjunum gera nú sitt besta til að vekja athygli á Hoffman og möguleikum hans við væntanlegar forsetakosning- ar. Verður ekki annað ráðið af ummælum, en að full alvara sé á bak við uppástunguna um Hoff- man. Dewey styður Eisenhower Sumir af helstu leiðtogum ré- publikana hafa látið í ljós litla hrifningu varðandi ákvörðun Tafts, að leita eftir tilnefningu flokksins. Meðal þeirra, sem styða fram- boð Eisenhowers er Thomas Dewey, ríkisstjóri í New York ríki. — Lét hann þau orð falla, er honum barst fregnir um á- kvörðun Tafts, að hún væri at- hyglisverð, en bætti við, að af- staða sín í kosningunum væri þegar kunn, þ. e. að hann mundi styðja framboð Eisenhowers. Earl Warren, ríkisstjóri í Cali- forniu-ríki, sagði aðspurður, að ákvörðun Tafts kæmi ekki á ó- vart, annað vildi hann ekki láta uppi um álit sitt. Sjálfur hefur Warren verið nefndur í sam- bandi við forsetakjörið. Þegar þetta er ritað hafði Mac- Arthur, fyrverandi yfirhershöfð- ingi, en ekki tjáð sig um framboð Tafts, en lýst því yfir, að hann mundi flytja ræða á næstunni þar sem vikið yrði að þessu máli. MacArthur hefur sem kunnugt er um langt skeið átt miklu fylgi afi fagna sem forsetaefni, en að undanförnu virðist þó sem tals- mönnum hans hafi fækkað eitt- hvað, og áhuginn dofnað fyrir framboði hans. Ýmsir vilja skipti Um framboð af hálfu demó- krata hefur minna verið ritað, en vitað er að ýmsir málsmetandi áhrifamenn í Bandaríkjunum, sem ekki hafa tekið beina af- stöðu méð eða móti hinum tveim flokkum, sem allsráðandi eru í bándarísku stjórnamálalífi, hafa látið í ljós þá skoðun, að tími sé til kominn að stjórnaforustan flytjist úr höndum demókrata, þar sem óhepjpilegt sé fyrir stjórnmálalíf landsins, að sami flokkur fari með völd samfleytt svo lengi sem demókratar hafa setið að völdum. — Tími sé kom- inn til að „hreinsla til“ eins og það er orðað, í stjórnarbákninu* í Washington. Svo margt er nú skrafað í Bandaríkjunum um væntanlegar forsetakosningar, að erfitt er að henda reiður á, hvað verður ofan á í vali frambjóðanda, en eftir- væntingin er oft fullt eins mikil við þær kosningar, sem fram fara inan flokkanna um fram- bjóðandann eins og við sjálfur forsetakosningarnar. — MBL. 3. nóv. Viðgerðarstöð fyrir mannfólkið er ekki síður nauðsynleg en fyrir vélar — Með aukinni vélanotkun í sveitum landsins er það talið nauðsynlegt, að koma upp véla- viðgerðarstöðvum í hverju hér- aði. Menn skyldu ætla að ekki væri síður þörf á viðgerðarstöð fyrir fólkið sjálft. Enda er naum- ast hægt að ætlast til þess, að duglegir og vel menntaðir lækn- ar fáist í sveitahéröðin, ef þeim er það aðeins ætlað að vera sem nokkurskonar póstafgreiðslu- menn, til að senda sjúklinga í flugvélum til Reykjavíkur eða til fjórðungsspítalanna, þegar þeir kunna að rísa upp. Húnvetningar áhugsamir Á þessa leið komsj; Páll Kolka að orði við Morgunblaðið í gær. — Hann er kominn hingað til Reykjavíkur ásamt tveim öðrum Húnvétningum, Guðmundi Jón- assyni, bónda að Ási í Vatnsdal og Hafsteini Péturssyni á Gunn- steinsstöðum. Erindi þeirra er að bera fram tilmæli héraðsbúa til Alþingis um, að það leggi fram það fé í sjúkrahús á Blönduósi, sem gert er ráð fyrir í lögum, að ríkissjéður leggi til sjúkrahúsa og læknisbústaða úti um land. Mikill áhugi er á þessum fram- kvæmdum í Húnavatnssýslu. — Undirbúningsnefnd er þar starf- andi, og er ég formaður hennar, segir Kolka. En í nefndinni eru fulltrúar frá sýslunefnd frá kven félagssambandi héraðsins og ung mennafélagasambandi sýslunnar. | Akveðið að hyrja í haust Nokkur hundruð þúsund krón- ur hafa félagasamtök þessi safn- að í byggingarsjóð. Til merkis um áhugann, sem ríkir í hérað- inu fyrir þessu máli er rétt að geta þess, að tveir bændur hafa gefið sínar 10 þúsundirnar hvor, en einn 12 þús. í byggingar sjóð- inn. En framkvæmdir hafa hing- að til strandað á því, að fjarfest- ingarleyfi hefir ekki fengist. Nú er ákveðið að hefja undir- búning verksins, með því að grafa fyrir grunni hússins í haust. Er því valinn staður á túni sunnan Blöndu, rétt ofan við Blöndubrú. 30 sjúkrarúm — Og hvernig á fyrirkomulag- ið að vera? — I ferð minni vestur um haf hafðr ég tækifæri til þess að kynna mér, hvernig þessum mál um er fyrirkomið þar. Er stefn- an sú, að þrátt fyrir ágæta spít- ala og lækningamiðstöðvar í borgunum, er nú unnið að því að koma upp smá sjúkrahúsum í minni bæjum og sveitaþorpum, svo hægt sé að veita fólki þar skjóta læknishjálp, er á þarf að halda. Þessi sjúkrahús er líka notuð sem fæðingarstofnanir. Þetta sjúkrahús á að hafa 30 sjúkrarúm, enda verður gert ráð fyrir því að létta megi hjúkrun af heimilum fyrir örvasa gamal- menni, en hún er nú víða mikil byrði á fámennum sveitaheimil- um. En stofnanir ekki fyrir í landinu, sem geta tekið að sér slíka hjúkrun vegna plássleysis. Kostnaður c milljónir Þarna á líka að verða heilsu- verndastöð fyrir héraðið og læk- isbústaður. Uppdrættir liggja að sjálfsögðu fyrir og kostnaðarætl- un. Er talið að byggingin muni kosta allt að þrem milljónum króna. —Rekstrarkostnaður á sjúkra- húsi af þessari stærð á ekki að vera að tiltölu við notin meiri en á stærri sjúkrahúsum, sem neinu neinur. Stærri sjúkrahúsum er alltaf skipt í hjúkrunardeildir, „stationir“, sem hver hefur álíka mikinn fjölda sjúkunga til um- sjar. En þetta sjúkrahús verður álíka stórt og ein „station“ í stærri sjúkrahúsum. —Við Húnvetningar , álítum það alveg nauðsynlegan lið í upp byggingu sveitanna að koma upp slíkum héraðsspítölum, þar sem skilyrði eru til þess vegna þétt- bylis og samgangna. —Eftir reynslu minni í þessum efnum, til ég að árlega megi gera íáð fýrir að tveir héraðsbúar af hverjum þúsund eigi yfir sér bráðah bana af völdum sjúk- dóma, sem eingöngu er hægt að ráða bót á með tafarlausri skurð- læknisaðgerð. Sjúklingarnir þurfa þá að komast á sjúkrahús innan nokkurra klukkustunda, eða í hæsta lagi innan þriggja sólarhringa eftir að þeir veikjast. —Á þeim 17 árum, sem ég hef verið héraðslæknir í Húnavatns- sýslu, hafa yfir 70 slík sjúkdóms- tilfelli komið fyrir í Blöndu ós- héraði einu. Samgöngu á vetrum og veðr- átta eru þannig, að útilokað er að koma slíkum sjúklingum t i 1 Reykjavíkur eða Akureyrar, í flugvél. Y s. 1. sumri leið t. d. einu sinna vika svo ekkert flug- samband var til Akureyrar. Ég tel að alls á landinu komi fyrir 300 slík sjúkdómstilfelli á ári. Er það helmingi fleiri en koma fyrir af hverskonar slys- um. Fullkomið sjúkrahúsakerfi er nauðsynleg ráðstöfun. Og þá er þess að gæta, að sylsahættan í daglegu lífi almennings hlýtur að fara mjög vaxandi í sveitun- um vegna hins stórujn aukna vélakosts, sem notaður er við dagleg störf, segir Kolka. — MBL. 14 okt. Fornminjafræðingur: — Þessi vasi er 2000 ára gamall. Þér verð ið að fara varlega með hann, þegar þér farið með hann út í bílinn. Flutningsmaðurinn: — Alveg sjálfsagt. Ég skal fara eins var- lega með hann og væri hann nýr! KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HO.ME ST. Viðtalstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og elúsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOimgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADÍAN FISH . PRODUCERS, LTD. * J. H. PAGE, Managing Directcr Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORG FVEL/Zæ PHOME 2IS3I J-- ÍUU«lillL»aitllWIMW Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. PUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 Simi 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavillion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, Ijeldur hita frá að rjúka út meíS reyknum.—Skrifið, stmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744---34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipeg PHONE 9^4 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. IN6IMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repairs Country Orders Atteuded To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue ' Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. ROBERT BLACK Scrfrœöingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdnmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Hsimaslmi 403 794 447 Portage Ave. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Minnist Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg PHONE 926 441 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Branch Store at 123 TENTH ST. 8RAN00N Ph. 926 885 í Jóla- og nyársgjöfum yðar. GLEÐILEG JÓL! PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accoontants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Rcs. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss 4. Christie, Proprletress Formerly with Robinson & Co. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.