Lögberg - 06.12.1951, Síða 4

Lögberg - 06.12.1951, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951 lögterg QeflB flt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGBNT AVENUE, WINNIPEQ, MANITOBA Utan&skrift rítstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Valgerður Backmann Stefánsson Elskuð systir, ástrík móðir, eiginmanni göfugt víf; heimaprýði úti og inni, öllu veiku stoð og hlíf; hver sem kyntist þér og þekti þig — hann græddi sælla líf. Meginbjört í minning okkar myndin þín er altaf geymd; hvernig sem er högum varið, hún skal aldrei verða gleymd. Jafnvel þegar sætt er sofið, sálum okkar mun hún dreymd. Gagnmerkur menningarlegur viðburður Svo sem áður hefir verið vikið að, átti Norðurlanda- máladeild ríkisháskólans í North Dakota nýverið 60 ára afmæli, og var þess sérstaklega minst með veglegu hátíðahaldi í háskólanum á fimtudaginn þann 29. nóv- ember síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Ríkisháskól- inn í North Dakota kemur mjög við þróunarsögu ís- lendinga vestan hafs og hefir brautskráð ýmissa okkar lærðustu og beztu menn, er sett hafa varanlegan svip á félagsmálastarfsemi okkar; við eigum því áminstri mentastofnun djúpa þakkarskuld að gjalda og þá ekki hvað sízt vegna ræktarsemi hennar við menningarverð- mæti hins norræna anda, og fer þá að vonum, að blóðið renni til skyldunnar. North Dakotaríkið byggir fjöldi mikill glæsilegra manna og kvenna af norrænum stofni, þótt í mikium meiri hluta sé það fólk, er rekur ættir sínar til Noregs; þar af leiðandi er það ofur eðlilegt, að lögð sé í háskól- anum mest rækt við norskar bókmentir og fræðslu í norskri tungu; það væri þó synd að segja, að bókment- ir hinna Norðurlandaþjóðanna væri hafðar útundan, að minsta kosti ekki íslenzkan, því hún hefir notið þar verðugrar virðingar og styrkst til muna í rót. íslenzk menningarmál, tungan og bókmentirnar, hafa um langt skeið átt við áminstan háskóla góðan hauk í horni, þar sem Dr. Richard Beck er, þennan ó- þreytandi vökumann, sem aldrei telur eftir sér nein þau spor, er auka megi á sæmd hins íslenzka kynstofns. Síðan 1929 hefir Dr. Beck gegnt prófessorsembætti við háskóla North Dakotaríkis í Norðurlandamálum við mikinn orðstír, enda er hann viðurkendur stórhæf- ur kennari og manna skylduræknastur um störf; hann er afkastamikill rithöfundur og hefir flutt ógrynni fyrir- lestra víðsvegar um Bandaríkin og Canada varðandi íslenzka þjóðmenningu; hefir hann með þessu unnið hið þarfasta verk, er seint verður þakkað sem skyldi. Dr. Beck hefir um langt skeið haft í fræðsludeild sinni álitlegan hóp nemenda af íslenzkum uppruna, sem þar hafa öðlast staðgóða þekkingu á eðlislögum ís- lenzkrar tungu og ornað sér við uppsprettur íslenzkra bókmenta; vonandi er að slík fræðslustarfsemi færist árlega í vöxt fremur en hitt. Norðurlandamáladeildin við North Dakotaháskól- ann hefir orðið þeim öllum, er að þeim málum standa til mikillar sæmdar og stuðlað mjög að áuknum áhrif- um norrænnar menningar á amerískt þjóðlíf; hliðstætt þessu á að verða hlutverk deildarinnar okkar við Mani- tobaháskólann, sem eigi aðeins á að varðveita í aldir fram hið fegursta í okkar eigin menningararfi niðjum okkar til gagns,' heldur og veita andlegu hollstreymi inn í hugarfar og lífsskynjun samborgara okkar, sem af öðrum þjóðernislegum uppruna eru sprottnir. Lögberg flytur Norðurlandamáladeild North Dakota háskólans innilegar árnaðaróskir í tilefni af 60 ára af- mæli hennar, og þá ekki síður hinum mikilsvirta og árvakra forustumanni hennar, Dr. Beck. The Northern Countries íslenzka sendiráðið í Washington sendi ritstjóra Lögbergs nýlega að gjöf fallega og fróðlega bók, The Northern Countries (Norðurlönd) en að útgáfunni stapda utanríkisráðuneyti Danmerkur, Pinnlands, ís- lands, Noregs og Svíþjóðar; bók þessi telur 154 blað- síður, skreytt fjölda mynda og er vel bundin inn. í bók- inni er lýst legu landanna, stærð þeirra, ræktunar- og framleiðsluskilyrðum þeirra, stjórnlagaskipun, atvinnu- háttum, mentamálakerfum, tæknilegri þróun, áföng- um þeim, sem náðst hafa á vettvangi húsaskipunar, vísinda og lista og félagslegs öryggis; má af þessu ljós- lega ráða, hve Norðurlandaþjóðirnar, þó tiltölulega fá- mennar séu, eru á háu menningarstigi, og hve vel þær eru á veg komnar með að útiloka örbirgðina úr heima- högum sínum, þrátt fyrir hinar mörgu og þungu ágjafir, er frá síðustu heimsstyrjöld stöfuðu. Danmerkurlýsingunni fylgir úr hlaði mynd dönsku konungsfjölskyldunnar, en í kaflanum um Finnland birtist mynd af Jubo Paasikivi, sem verið hefir forseti finska lýðveldisins síðan 1946. Köflunum um Noreg og Svíþjóð, fylgja myndir af hlutaðeigandi konungum, þeim Hákoni Noregskonungi og Gustav konungi Sví- anna. íslandskaflanum er samferða mynd af Sveini Björnssyni, sem verið hefir forseti síðan á lýðveldistök- unni 1944, og margt fleira er þar mynda, svo sem af hinu glæsilega þjóðleikhúsi, kaþólsku kirkjunni í Reykja vík og nýsköpunartogurum, sem eru með þeim allra fullkomnustu skipum slíkrar tegundar, sem nokkur nú- tímaþjóð á í eigu sinni. Nokkra undrun vekur það að sjálfsögðu, að Finnar séu taldir til Norðurlandaþjóða, þótt slíkt hafi að vísu verið gert í háa herrans tíð; þeir eru að miklu annarrar ættar og tunga þeirra fjarskyld Norðurlandamálunum; á hinn bóginn er finsk tunga talsvert skyld ungversk- unni. Talsverður hópur af sænskum ættum er búsettur í Finnlandi, sem mælir á sænsku og gefur út bækur á því máli, sem frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð, telst Venzlafólk og vinir þínir viðkvæm senda kveðjumál yfir gröf og dapran dauða. — Dauðans mund er hörð sem stál — þakklát börn í bænum sínum blessa þína góðu sál. 1 .Fyrir margt er þér að þakka , þó að löngum færi hljótt. Þeir sem hjá þér athvarf áttu, aðstoð höfðu til þín sótt, kveðja þig með hlýjum huga: „Hjartans þakkir — Góða nótt“. Sig. Júl. Jóhannesson ★ ★ ★ ★ Valgerður Backmann Stefánsson Fædd 23. ágúsi 1882 — Dáin 4. marz 1949 (Frá systkinum hennar) Ég hefi verið beðinn að stíl- færa nokkur minningarorð um þessa merku konu. Hún var fædd að Gerhólskoti í Biskupstungum á Islandi. For- eldrar hennar voru þau: Hall- grímur Backmann og Þórey Ingimundardóttir kona hans. Valgerður kom hingað vestur með foreldru msínum árið 1889. Settust þau fyrst að í bænum Duluth í Minnesota og dvöldu þar 2—3 ár. Þaðan fluttu þau til Selkirk, og þar dvaldist Val- gerður hjá þeim þangað til hún giftist Jóhanni Gunnlaugi Ste- fánssyni 26. marz árið 1900. Jó- hann var Eyfirðingur að ætt. Ungu hjónin fluttu til Clandi- boy, og bjuggu þar í 5 ár. Að þeim liðnum námu þau land í Kandahar-bygðinni í Saskat- chewan. Jóhann, maður Valgerðar, var hinn mesti daugiiaðar- og afla- maður. Stundaði hann fiskiveið- ar í stórum stjl á vetrum en stjórnaði stórbúi aðra tíma Þau hjón eignuðust engin börn, en ólu upp tvö, pilt og stúlku. Pilturinn var sonur Helga Sveinssonar, sem lengi bjó að Lundar. Var pilturinn skírður Edward Laurier Ste- fánsson, og það nafn lögfest. Stúlkan, sem þau ólu upp var Valgerður dóttir Jóns Eiríks- sonar vestur frá Gimli, stöðvar- stjóra við járnbrautina að Gimli og Winnipeg Beach. Jóhann maður Valgerðar dó í janúarmánuði 1946, en hún dó 4. marz 1949. Systkini hennar á lífi eru sem hér segin Ingimundur í Reykja- vík á íslandi; Skúli Magnússon Backmann, bókfærslumaður hjá Park-Hannesson Ltd. Magnús- sons nafnið mun vera Skúla fó- geta; Helga Margrét Helgason, kona Eiríks bónda Helgasonar. Þau bjuggu lengi miklu rausn- arbúi við Kandahar, en eru nú flutt til Winnipeg; Mrs. Jónína Ágústa Tallman, ráðskona Elli- heimilisins Betel að Gimli. Hún var að nokkru leyti alin upp hjá Helgu systur sinni og Eiríki manni hennar. Þykir hún fyrir- myndar ráðskona á heimilinu; og Clara Bell R. Hinriksson, gift kona í Selkirk. Frú Valgerður var einstaklega velgefin og vinsæl kona. Stjórn- aði hún heimili sínu með rausn og ráðdeild, nákvæmni og nær- gætni. Þar ríktu gestrisni og Valgerður B. Slefánsson góðar viðtökur þeirra sem að garði bar. Hún var ástrík móðir þeirra barna, sem hún ól upp, þótt hún ætti engin börnin sjálf. Hún var hjálpsöm og hluttekningarrík 1 kjörum annara — og því sérlega vinsæl, eins og áður er sagt. Var hennar því sárt saknað af mörg- um þegar hún var kölluð heim. Frú Valgerður var stöðug starfskona í lúterska söfnuðin- um og vann ötullega í kvenfélagi hans. Sig. Júl. Jóhannesson Á ársfundi Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, er haldinn var 1 fundarsal kirkj- unnar 29. nóvember 1951, voru eftirfylgjandi embættismenn kosnir fyrir komandi ár: Heiðursforseti, Mrs. O. Step- hensen; forseti, Mrs. Sigurjón Sigurdson; vara-forseti, Mrs. A. S. Bardal; ritari, Mrs. Albert Wathne; bréfaviðskipta-ritari, Mrs. Fred Bjarnason; féhirðir, Mrs. M. W. Dalman; aðstoðar- féhirðir, Mrs. D. Jónasson; með- ráðanefnd: Mrs. B. J. Brandson, Mrs. F. Stephenson, Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. Frank Dalman. Kaffiveitinganefnd: Mrs. Gunnl Jóhannson. Eigna- og eftirlitsnefnd: Mrs. S. Backman og Mrs. J. Nordal. Betel-nefnd: Mrs. B. J. Brand- son, Mrs. F. Stephenson og Mrs. J. S. Gillies. Yfirskoðunarkonur: Mrs. Bertha Nicholson, Mrs. Vala Magnús- son. Forstöðukonur deilda: Mrs. Sig- urbjörn Sigurdson, Mrs. S. Björnson, Mrs. Guðrún Magnús- son, Mrs. S. O. Bjerring. jafnrétthátt finskunni; þessi liópur er smátt og smátt að minka og árið 1940 nam hann eigi nema liðlega 9 af hundraði. — Það var gaman að eignast þessa laglegu bók, og kann ritstjóri blaðsins íslenzka sendiráðinu í Washing- ton alúðarþakkir fyrir hugulsemina að senda honum bókina. NORTaERH CALIFORNIA Newsletter A MERRY CHRISTMAS TO YOU ALL No, we are not trying to be facetious. We come to you in this letter in all seriousness and sincerity. We know that the season referred to is preceded by Thanksgiving and followed by the New Year. All three festivals are in our hearts and minds at the time, and we shall be with you in spirit and prayer as we all learn anew to relive the meaning of each oije. Let us be thankful this year because Christmas is coming again with its Message of “Peace among men of Goodwill”, ushering in a New Year of hope as we rededi- cate our lives to the doing of God’s Will. It is in this spirit that we wish you all a Blessed Christmas and a Very Happy, Hopeful New Year. Picnics are off at our home for November and December of this year. We plan to spend Thanks- giving week-end with Octavius Jr., Frida, Carol and little Frida at MacArthur. What the chil- dren are planning for us at €hristmas time, we do not know. * * * Since our last letter, the out- standing events have been the visits of distinguished guests. Two of our picnics were mightily enhanced by the presence of His Excellency Thor Thors, Fru Augusta and their son, Thor Thors Jr., of Washington, D.C., also Halfdan Thorlaks- son, Consul for Iceland at Van- couver, B.C., on August 26; and Dr. P. H. T. Thorlakson of the Winnipeg Clinic on October 28. Those of you who attended could report the spirit of these days much better than we can. Were we able to gather together all the words of appreciation ex- pressed by you who were pres- ent, this would run into a many- paged letter! But suffice it to say on behalf of us all to these honored guests — Please Come Again. Then too, in November we have had in our midst from Ice- land, Dr. Thorarinn Björnsson, Principal of the College at Akureyri, whose itinerary in this country is being directed by our State Department. Also, Mr. Vigfus Gudmundson of Hredav- atni, Borgarfirdi, who is on a round-the-world tour expecting to spend some time in New Zealand b e f o r e continuing around the globe back to Iceland. He was a house-guest of Mr. and Mrs. Oli Johnson in San Fran- cisco, where a party was held in his honor on Saturday, Novem- ber 10, with about 30 members of our community attending. Other very outstanding guests were the Honorable Valdimar Björnson and his good wife from St. Paul, Minn. We feel that we owe you all an apology in failing to arrange a public reception for these wonderful people when they spent a few days in our midst enroute f r o m Seattle where Val had attended a Na- tional Convention of State Treas- urers. He is now the State Treasurer for Minnesota, but best known to most of us as a fearless newspaperman and an outspoken radio commentator. We have read and heart it said that he is a likely candidate for the Governorship of his Sate This we can readily believe, and we are already anticipating the day when we dan join in wel- coming him again to the cities of the Golden Gate in California as Governor of Minnesota. It would have given us a thrill to have been able to share with all of you, as we did with only a few, the inspiration radiating from this 100 per cent American and yet an Icelandic Viking! This was so very ably demonstrated when he spoke a few well-chosen words at our Leif Erikson Fes- tival at Oakland which they at- tended on October 13, the even- ing of their arrival in the Bay Area. Our October picnic was in the offing two Sundays, and we could not prevail upon them to stay more than three or four days, nor did we have the time to notify you and invite you to an ad interim gathering. Please accept our apologies. * * * Leif Erikson Festivals were celebrated in San Francisco on October 7 and at Oakland on October 8th. Alma Oddstad, daughter of Dr. and Mrs. A. F. Oddstad, was the Icelandic flag bearer at the former; and Doris Pridgen, daughter of Mr. and Mrs. Carl Pridgen of Concord, at the latter. Doris’ mother is Alice nee Thorvaldson.) Then on Sun- day, October 8, there was a joint Leif Erikson celebration at the Golden Gate P a r k Pavilion, sponsored by the Leif Erikson Leagues of San Francisco and the East Bay Cities and the Municipal Brass Band. Yours truly was the MC and Margrethe Thorlaksson was one of the soloists. * * * On September 26, Mrs. Ingi- björg Einarsdottir Stoneson, the beloved mother of Ellis and Henry Stoneson, Emma Oddstad and Runa Christopherson, passed on to her eternal reward and the peace which she had long de- sired. The monument to her memory is our Old Folks’ Home at Blaine, for it is named after her homestead in Iceland, Staf- holt. She had but completed 90 years when the end came. We would join with her children, her grandchildren and great grandchildren in giving thanks to God for her life among us. * * * The first to enroll at Stafholt from our community are Mr. and Mrs. E. M. Thorsteinson of Sacramento. We are told by members of their family that they are very happy there. * * * On October 28, Ingvar Olafs^ son arrived from Iceland and at- tended our picnic on that date, when he received his first im- pression of our fellowship. As a brother of Svenni Olafsson, we are very glad to welcome Ingi to our community. * * * * Homecoming — On October 28, after 15 months’ of service at the front in Korea as Chief Medical Officer of the Marines, it was indeed a pleasure to welcome home Capt. B. R. Reinertsen, M.D. He has received an appoint- ment as the Chief Medical Of- ficer at the Alameda Naval Base in Oakland. On November 10, Mrs. Johan- na Melsted returned from Van- couver, B.C., where she had been since June, to her winter home with her daughters Laufey and Vala at Santa Rosa. She is still young in spite of her 86 years. * * * Travellers—Dr. and Mrs. A. F. Oddstad flew eást to New York in October. The object of their trip was to visit Pearl and family at Pittsburgh, but further details are not available at present writing. We know by hearsay that they are safely back in San Francisco. Thor Johnson, son of Ellis and Thorley Johnson, has a car and had a holiday coming. He pre- vailed upon his aunts, Pauline (Mrs. Bardarson) and Laufey (Mrs. Fosterer) of San Andreas to accompany him on a trip to North Dakota. We understand that with grunts and groans the Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.