Lögberg - 06.12.1951, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951
'WVVVVVWVVVVVVWW*
ÁHUGA/HÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
LOGN Á EFTIR STORMINUM
Eflir Ragnhildi Gutiormsson
Flutt l Fyrstu lútersku kirkju d sum-ardaginn fyrsta 1951
Það var ofsarok á sunnan með
blotahríð. Svo vont var veðrið
að engin börn höfðu komið á
skólann utan 11 ára Árni okk-
ar. Skólinn var hafður á vetrin
í stofunni hjá okkur, en í dag
höfðum við ekki kveikt upp i
ofninum þar, svo Ragna kennslu
kona sat hjá mér í dagstofunni,
en Árni sat frammi í eldhúsi að
glíma við reikningsdæmin sín.
Blotaregnið lamdist í glugg-
ann, og snjóklessurnar runnu
niður rúðuna svo ómögulegt var
að sjá út, það hefði heldur ekki
verið hægt að sjá mikið; himinn,
jörð og haf virtist ein óaðskilj-
anleg heild, þar sem vindur og
vatn réðu lögum og lofum.
Hvorki ég eða Ragna höfðum
Sagt orð lengi. Hún studdi hönd
undir kinn og gullna hrokkna
hárið féll yfir grönnu hendina
og huldi fyrir mér fallega vanga-
svipinn. Hún var að skrifa, en
penninn hreyfðist hægt. Ég var
að keppast við að sauma skyrtu
handa Árna litla fyrir jólin, og
nú var komið fram í miðjan
mánuðinn. Ég var þegar búin að
sauma tvær, aðra handa Helga
manninum mínum og hina fyrir
Ingvar bróður minn, er hafði
heimili hjá okkur.
Alt í einu lagði Ragna frá sér
pennann og leit upp. Hún brosti
við er hún sagði: „Þetta veður
gerir mig að kveif. Ég get ekki
,um annað hugsað en rokið. Get
ég nokkuð hjálpað þér, Una?“
„Já, Ragna, ef þú vildir gera
hnappagötin á skyrtuna hans
Ingvars, væri ég þér þakklát“.
Það brá fyrir glampa í bláum
augum Rögnu, en hún svaraði
rólega: „Ég held ég geti ekki
gert þau nógu vel. Láttu mig
heldur sauma skyrtuna hans
Árna litla“.
Svo Ragna settist við sauma-
vélina en ég fór að sauma
hnappagötin og að hugsa um
hana og Ingvar. Ég var viss um,
að þeim leizt vel hvoru á annað
en þau voru bæði stór upp á sig
og þrá. Hvorugt gat látið undan.
Ragna hafði kennt hjá okkur
síðan í september. Hún var tví-
tug einstaklega lagleg og
skemtileg stúlka. Faðir hennar
var bankaskrifari í Reykjavík
og hún kom frá ríku og við-
hafnarmiklu heimili með mjúka
gólfdúka, fáguð húsgögn, silfur-
borðbúnað og málverk á veggj-
unum. Sveitaheimilið okkar í
Vík stóðst ekki samanburð við
það. Vinir hennar í borginni
gengu á gljáfægðum skóm og
með hvítt hálslín að skrifstofu-
störfum og annari slíkri vinnu.
Ingvar bróðir minn vann með
sínum höndum algenga sveita-
vinnu og stundaði sjó. Hann var
22 ára með jarpt, hrokkið hár,
dökkgrá augu og hreinan drengi-
legan svip.
Ragna hafði veriö hjá okkur
eitt ár fyrst eftir að útlendu her-
mennirnir komu til landsins, og
okkur geðjaðist öllum svo vel
að litlu ljóshærðu stúlkunni.
Móðir okkar var þá lifandi og
Ragna var mjög hænd að Tienni.
Svo í sumar, fjórum árum
seinna, gerði hún tilboð í skól-
ann er var þegið. Fyrst framan
af virtist alt falla í ljúfa löð
með henni og Ingvari, en svo í
haust fór hún með unga fólkinu
út að Látrabjargi eins og vandi
var á haustin til fuglatekju. Ég
tók strax eftir fáleikum þeirra
eftir þá för. Ég spurði Helga
hvort nokkuð hefði komið fyrir.
„Nei, ekkert nema Ingvar var
óþarflega fífldjarfur, er hann
gekk í bjargið. Það var engu
líkara en hann væri að ögra
einhverjum, og um leið státa af
fimleika sínum. Það sáu allir að
Ragna var frá sér af hræðslu.
En þegar Ingvar kom upp úr
hömrunum þá svaraði hún hon-
um ekki er hann yrti á hana“.
Fáleikarnir höfðu farið í vöxt,
og nú hafði Ragna sagt upp skól-
anum og ætlaði heim fyrir jól-
in. Ingvar var orðinn gerbreytt-
ur, hann sem ætíð hafði verið
hvers manns hugljúfi, glaður og
góðlyndur, var orðinn uppstökk-
ur, önugur og kaldhæðinn.
Ég hrökk upp af hugsunum
mínum við það að síminn
hringdi. Ragna var nær og lyfti
upp heyrnartólinu.
„Það er einhver að spyrja um
Ingvar“, og það brá fyrir ein-
kennilegum hræðslusvip á and-
liti hennar.
Ég tók við tólinu.
„Þetta er Slysavarnafélagið í
Reykjavík. Ég vil tala við Ingvar
Árnason“.
„Hann-er úti við. Ég skal taka
orðsendinguna".
„Það er enskur togari strand-
aður, einhversstaðar undir Látra
bjargi. Við biðjum fólkið í ná-
grenninu að reyna að finna
skipið og ef mögulegt er að gera
björgunartilraunir úr landi. Af
sjónum er það ómögulegt. Gerið
svo vel að láta okkur vita hvað
gerist. Þökk fyrir“.
Ég lagði niður heyrnartólið,
mér sortnaði fyrir augum; það
var suða fyrir eyrunum á mér;
— skipstrand undir Látra-
bjargi, — og björgunartilraunir
í svona veðri.
„Hvað er það, Una?“ Rödd
Rögnu virtist koma til mín ein-
hversstaðar úr fjarska.
„Skipstrand við Látrabjarg“,
svaraði ég.
„Og af hverju síma þeir
Ingvari“.
„Hann er formaður slysa-
varnanefndarinnar í þ e s s u
bygðarlagi“.
„En það er ekkert hægt að
gera í þessu veðri“. Augu Rögnu
voru bládjúp og starandi í snjó-
hvítu andlitinu.
„Þeir fara“, svaraði ég stutt-
lega. Svo kallaði ég til Árna og
sendi hann út til að sækja pabba
sinn og Ingvar.
Það skipti engum togum áður
en Ingvar og Magnús vinnu-
maður voru farnir austur með
ströndinni til að reyna að koma
auga á skipið, Árni var sendur
á næstu bæi til að safna mönn-
um, og Helgi og hinn vinnu-
maðurinn voru önnum kafnir að
taka til björgunartækin, festar
og kaðla.
Það setti að mér kvíðahroll,
en þrátt fyrir það fór ég að
baka og útbúa nesti. Skipbrots-
mennirnir yrðu svangir, og okk-
ar eigin menn þurftu einnig
næringu. Ragna vann með mér
en við töluðum fátt.
Það var orðið dimmt áður en
Ingvar og Magnús komu til
baka. Þeir höfðu séð skipið á
klettunum undan Látrabjargi,
en gátu auðvitað ekki greint
hvort nokkrir voru enn lifandi
sökum rökkurs og hríðar.
Þetta var á föstudagskvöld og
14 björgunarmenn söfnuðust
saman á heimili okkar um
kveldið til að geta lagt af stað
fyrir birtingu á laugardags-
morgun, af því um það leyti árs
er aðeins 7 klukkustunda dags-
birta, svo hver klukkustund er
dýrmæt undir svona kringum-
stæðum.
Rétt áður en mennirnir fóru
kom Ragna inn í dagstofuna.
Hún hélt á skíðapeysu Ingvars.
Skíðapeysan var listaverk í
sinni röð' úr fínasta þeli, lauflétt
og hlý. Hið síðasta verk móður
okkar áður en hún dó.Hún var
að ljúka við hana er Ragna var
hjá okkur á stríðsárunum.
„Hérna er peysan þín, Ingvar“,
sagði hún einarðlega.
„Þetta verður nú e n g i n
skemtiferð", sagði Ingvar hægt
og leit djúpt í augu hennar.
Ég sá að Ragna roðna^i um
leið og hún svaraði: „Þess vegna
þarftu hennar með til að halda
þér — heitum“. Hún hikaði ofur-
lítið um leið og hún sagði sein-
asta orðið eins og hún hefði ætlað
að segja eitthvað annað. Stein-
þegjandi fór Ingvar í peysuna.
Helgi kom yfir til mín til að
kveðja mig. „Vertu ekki kvíðin,
Una, við förum gætilega. Við
hljótum að sigra með Guðs
hjálp“.
„Við verðum að sigra — nú“,
endurtók Ingvar um leið og hann
hvarf út úr dyrunum.
Við fórum út í dyrnar til að
horfa á eftir þeim. Það-var enn
dimmt og náttúran grét hálf-
frosnum tárum, ekki í hljóði,
heldur grenjandi af öllum mætti.
Mig langaði til að gera hið sama.
Við heyrðum sem snöggvast
skrjáfið í regnstökkum þeirra
og sáum þá um stundarsakir sem
dökka skugga í ljósbjarmanum
úr dyrunum svo hurfu þeir inn
í bláhvíta blotuhríðina. Það
seinasta sem við heyrðum var
fótatakið í gamla Jarp —* þung-
lamalegt í krapaleðjunni. Hann
bar Árna og björgunartækin.
Við hreinsuðum til í eldhúsinu
og fórum svo inn í dagstofuna.
Ég reyndi að sauma, en hafði
litla löngun til þess. Ég var
þreytt, við höfðum sofið lítið um
nóttina. Ragna sat aftur við
skrifborðið og yar að leiðrétta
skólabækur, en ég sá að penn-
inn hreyfðist varla. Alt í einu
sagði hún: „Það var gott að
Ingvar fór í peysuna, sem móðir
hans bjó til“.
„Kannske þú haldir að hún
hafi sömu náttúru og brynjan
hans Örvar-Odds?“ Ég var að
reyna að spauga þó mér væri
ekki hlátur í hug.
„Máske“, svaraði Ragna lágt.
Það var bláköld alvara í rómn-
um.
En mér var ómögulegt að
hugsa eingöngu um Ingvar, jafn-
vel þó hann væri_bróðir minn.
„Slæmt að þeir geta ekki allir
komist í hana“, sagði ég fremur
kuldalega. * Ragna leit til mín
snögglega en svaraði engu. Ég
fann tárin renna niður kinnarn-
ar á mér og fleygði frá mér
saumunum. Ragna kom og lagði
höndina á öxlina á mér.
„Fyrirgefðu mér óstillinguna,
Ragna mín, en það eru að
minsta kosti þrjátíu mannlíf í
hættu“.
„Ingvar er formaðurinn, og
hann er svo hugrakkur og djarf-
ur. Hann klifrar björgin eins og
hann væri á jafnsléttu".
„Björgin eru hættulegri núna,
en þau voru í haust“, sagði ég,
en Ragna virtist ekki heyra til
mín.
„Þú hefðir átt að sjá hann í
haust. Ég dáðist að honum, en
ég var líka alveg örvita af
hræðslu og gat ekki stillt mig
um að láta það í ljósi. En ég
hafði engan rétt til að vera svo
hrædd um hann. Þess vegna var
það svo auðmýkjandi. Mér
fanns ég ekki geta litið upp á
nokkra manneskju, og ég gat
ekki fyrirgefið honum. Ég hélt
að hann væri bara ennþá einn
montinn uppskafningur". Hún
þagnaði ofurlitla stund og hélt
svo áfram: „Það var stórkost-
legt, Una, að sjá þá hverfa út
í voðann, eins og það væri sjálf-
sagt — án þess að líta einu sinni
til baka. Þeir hljóta að sigra“
Það var slík fullvissa í rödd-
ánni að mér fór að líða betur.
Svo hættum við að tala sam-
an. Klukkan taldi augnablikin
upphátt, stormurinn nauðaði
þunglyndislega úti fyrir, og
regnið lamdist í gluggana.
Loksins fór að skíma og ég sá
Árna og Jarp í gegnum hríðina.
Þegar Jarpur var kominn inn
í fjós, kom Árni inn. Vatnið lak
af rjóða, bjarta andlitinu, og
svarta regnkápan gláði af regn-
inu. Við settumst hjá honum í
eldhúsinu, og spurðumst frétta.
Árni svaraði spurningum okkar
glaðlega, með bjartsýni æskunn-
ar, sem var hressandi. Hann
hafði tekið vel eftir ráðagerðum
björgunarmanna.
„Þú manst eftir Flaugarnefi,
Ragna“.
Já, Ragna mundi eftir því.
„Það eru um 400 fet þangað
niður og það fara þeir í hand-
vað. Þar verða tíu menn eftir,
en fjórir ætla að síga af Flaug-
arnefi niður í fjöruna með björg-
unartækin, og þeir ætla að
bjarga sjómönnunum í land af
skipinu, og koma þeim yfir að
Flaugarnefi. En það er 250 feta
hengiflug fram af Flaugarnefi,
og það verður þyngsta þrautin
að draga sjómennina upp á
bjargið".
Ég hafði aldrei komið út að
Látrabjargi — hafði aldrei lang-
að til þess. Gamla þjóðsagan
flaug í huga minn um tröllin
er bjuggu í hömrunum, og um
loðna gráa hönd er seildist út og
skar á festina svo. þeir er gættu
festar drógu upp aðeins stúfinn,
en bjargmaður sást aldrei fram-
ar.
„Bjargið er ekkert líkt því,
sem það var í sumar“, hélt Árni
áfram fremur dapurlega. „Það
eru stórar ísbungur á hamra-
brúninni og klakaströnglar eins
digrir eins og maður hanga
fram af berginu. Þeir brotna oft
og detta niður, er brimið skellur
á klettana. Ég heyrði pabba
segja, að þeir yrðu að vera varir
um sig fyrir steinum sem vatn-
ið losar. Nei, það er ekki gaman
að vera í bjarginu í dag, ég hefði
samt heldur viljað vera kyrr en
fara heim aftur. Ég hefði kann-
ske getað eitthvað hjálpað“.
Árni þagnaði, og leit í gaupnir
sér.
„Við getum líka hjálpað til“,
sagði Ragna. „Einhver þarf að
gefa kúnum og kindunum“. Og
Ragna lét ekki lenda við orðin
tóm, en gekk rösklega að verki
sem væri hún alvön slíku með
okkur Árna.
Seint á laugardaginn kom
Magnús vinnumaður og aldrað-
ur bóndi, er Jón hét, heim. Þeir
höfðu aldrei farið nema á hamra-
brúnirnar og áttu að gæta fest-
ar. Nú voru þeir sendir heim
með fréttir og bón um meiri
mannhjálp, mat og þur föt.
Tólf menn voru lifandi í tog-
aranum og hafði tekist slysa-
laust að bjarga þeim af skipinu
og upp í fjöruna með björgunar-
tækjunum. En nú var þyngri
þrautin eftir að draga þá með
handafli fyrst upp á Flaugarnef
og þaðan upp á hamrabrúina.
„Þeir geta ekki náð þeim öll-
um upp á Flaugarnef í dag“,
sagði Magnús, „það er bæði sein-
legt og hættulegt, og bráðum
verður háflóð og þá verða þeir
að hætta, því það flæðir alveg
upp að Flaugarnefi. Svo þeir
verða að hýrast í nótt, sumar á
Flaugarnefi og sumir á klöppun-
um í fjörunni“.
Við höfðum þegar símað í all-
ar áttir eftir mönnum og ann-
ari hjálp, en vegir og veðrið
hindruðu þá er vildu hjálpa.
Jón var of veikur til að fara
til baka með Magnúsi, svo við
Ragna fórum með honum með
alt er við gátum borið af mat-
vælum og fötum. Færðin var
afar vond; algerð vegleysa, yfir
grýtt og úfin hraun; þar að auki
urðum við að vaða krapaleðju
upp á mjóalegg. Þó var erfiðast
af öllu að för okkar var árang-
urslaus, þar eð það var komið
myrkur er við loks komumst á
hamrabrúnina fyrir ofan Flaug-
arnef. Aldrei á ævi minni hafði
mér liðið eins illa. Brimið buldi
á hömrunum, og stormurinn og
myrkrið luktu okkur inni. Hvað
leyndist í þessu biksvarta tómi
og hamslausu ókyrð?
„Við reyndum að minsta
kosti“, sagði Ragna, hálf vand-
ræðalega.
„Já, við gerðum það bezta er
við gátum. Það gerðu þeir líka“.
„Gerðu“, hvíslaði hún, þú
heldur ekki . . . .“ Hún hætti við
setninguna eins og hún hefði
ekki þrótt til að halda áfram.
„Vertu óhrædd, fröken“, sagði
Magnús. ,„Okkar menn eru
hraustir. Þeir sigra í þessum
leik“. Rómurinn var djúpur og
sannfærandi, og ég var honum
óendanlega þakklát, því efinn
hafði mig algjörlega á valdi
sínu. „En það verður löng, ömur-
leg nótt fyrir marga“, bætti
hann við.
Of löng máske á berum klett-
unum í sunnan-nepjunni. Til
allrar hamingju var loksins hætt
að rigna.
Þegar við komumst heim aft-
ur vorum við úrvinda af þreytu,
en þar beið okkar flokkur manna
á leið til Látrabjargs. Höfðu
þeir meðferðis tjöld, olíuvélar
og hesta. Þeir hvíldu sig fyrir
tínja, drukku kaffi og héldu svo
áfram ferð sinni. Við heyrðum
fleiri fara fram hjá, og aðrir
komu inn til að fá fréttir og
spyrja til vegar.
Svo leið nóttin og altaf var
efst í huga mínum þessi nagandi
kvíði og kveljandi óvissa. En
hugsuninxum að með morgnin-
um yrðu nægir menn, heit tjöld
og vistir, gáfu mér nýja von.
Undir kvöld á sunnudaginn
fóru fyrstu mennirnir að koma
frá björguninni. Alt hafði geng-
ið að óskum. Öllum tólf skip-
brotsmönnunum h a f ð i verið
bjargað og allir voru ferðafærir
er þeir höfðu hvílst og nærst í
heitum tjöldunum.
Helgi og Ingvar voru með
þeim fyrstu og komu heim með
þá er verst voru hraktir af sjó-
mönnunum. — 1 fyrsti skipti var
ég þakklát Látrabjargi — ég
átti nóg af fiðursængum. —
Ingvar hjálpaði af hestbaki
öldruðum sjómanni, var hann
fölur mjög og virtist hafa verið
hart leikinn. Ragna tók annan
handlegg hans og þau leiddu
hann á milli sín inn í eldhúsið,
þar sem hann lét fallast niður
á stól. Ég tók eftir að hann var
í skíðapeysu Ingvars.
„Þökk fyrir; þetta er nú í
þriðja skiptið á sólarhring að
þessi piltur bjargar lífi mínu.
Fyrst af strandstaðnum, næst á
klettunum, er hann steypti yfir
mig þessu undrafati, glóðheitu —
og nú síðast af hestbaki“. Hann
leit brosandi til Rögnu, en hvorki
Góðar fréttir
Vinir þeirra séra Skúla J.
Sigurgeirssonar og frú Sigríðar,
söknuðu þeirra við b u r t f ö r
þeirra í haust, úr þessum héruð-
um. Þjónustan, sem þau höfðu
látið okkur í té, var horfin.
Ánægjan, sem stafaði af þeirra
vinsamlega viðmóti og þau
gleðja hvern þann með, sem
mætir þeim, var auðvitað þar
með horfin. Ég er í hópi þeirra,
sem sakna þessara hjóna og þess
sem þau létu okkur í té. Og það
sama gildir um Jónas Sigurgeirs-
son, son þeirra. Hann spilaði svo
oft fyrir okkur við guðsþjónust-
ur föður síns hér í Leslie og ég
var ekki sú eina sem fagnaði
því. En nú er þetta alt búið. En
við sem nutum þess þökkum
hjartanlega fyrir það.
Þess er verðugt jafnframt að
geta, og með þakklæti, að ung
og uppvaxandi yngismær, í
heimahúsum og skóla hér 1
Leslie, Peggy Magnússon, dóttir
Magnúsar Magnússonar og frú
pjargar Lovísu konu hans, spil-
aði fyrir okkur þegar Jónas var
ekki við óg eftir að hann fór. Og
altaf setti það yndislegan blæ á
messurnar, að prestskonan frú
Sigríður Sigurgeirsson lét okk-
ur í té óma af sinni fallegu rödd
Séra Skúli J. Sigurgeirsson
setti upp sunnudagaskóla á
Westside og er hann enn í gangi.
Þar kenna þær Mrs. E. Thor-
steinsson og Mrs. F. Johnson.
Presturinn lagði þar sitt lið til
þegar hann gat á meðan hann
var hér. Hlutaðeigendur eru
þakklátir fyrir þetta skólahald.
En þó að þeim, sem langaði til
að leggja liðshönd á starfið hjá
séra Skúla, þætti miður, að ekki
varð af samtökum hér, þá gladdi
það okkur öll fjarska mikið, að
frétta um þær inndælu viðtökur,
sem þau fengu þar syðra, í sínu
nýja umhverfi. Svo mikill höfð-
ingsskapur, vinsemd og virðing
— örlæti á báðar hendur og allar
hliðar, get ég fullyrt, að er bara
sjaldgæf.
Vinir þeirra hér við Leslie,
senda þeim hugheilustu heilla-
óskir um starfið og alla veru
þeirra þarna, með þökk fyrir alt
gott sem við hlutum af veru
þeirra hér.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
hún né Ingvar heyrðu hvað
hann sagði, svo hann depl-
aði a u g u n u m til Helga er
stóð jiær. Árni stóð við hlið hans
og þrýsti sér upp að honum eins
og til að fullvissa sig um að
þetta væri ekki draumur.
Mennirnir þyrptust inn í eld-
húsið, þeir töluðu hljótt og ró-
lega um daginn og veginn. Ég
flýtti mér yfir að stónni til að
gá að hvort mjólkin handa sjó-
mönnunum væri orðin nógu
heit.
Guði sé lof, loksins var komið
logn eftir storminn.
S>e«e<cte%<cietcie«tetKistc!S!gtctgi«te«ie«eic<c«K(e«c<etK<ctK<ctetc«teictciKtc<Ktctctc««<c«<c(n
Heppileg jólagjöf!
Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin;
það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu
og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna,
og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn-
ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára
skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr-
ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn-
aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara-
legum dygðum lýtur; ölhim slíkum málum vill blaðið veita
óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa-
ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg
og senda það vinum bæði hér og á Islandi.
FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ:
THE (’OIÚ MBIA PRESS LLMITED
695 Sargent Avenue, Winnipeg. Man.
Sendið Lögberg vinsamlegast til:
Nafn...........................................
Áritun.........................................
Hér með fylgir $5.00 ársgjald jyrir blaðið
Nafn gefanda...................................
Áritun......................................